Heimskringla - 15.03.1933, Síða 4

Heimskringla - 15.03.1933, Síða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. MARZ 1933 íticimskringla (StofnuO 1886/ Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VXKING PRESS LTD. 8S3 og 8S5 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. RáSsmadur TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 8S3-85S Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 15. MARZ 1933 HVERT STEFNIR Þessi spurning má heita á hvers manns vörum í sambandi við það, sem verið hefir að gerast í þjóðlífi Bandaríkjanna undanfarna daga. Full ástæða er til að spyrja. Breytingin sem orðið hefir á hag þjóðarinnar alt í einu, með hruni bankanna, er æði sláandi. Menn geta varla varist þeirri hugsun, að eitthvað nýtt, einhver gerbreyting hljóti að búa í loftinu. Að fjármála og bankareksturinn bæri eins brátt upp á sker og raun er á orðin, í þessu gull- og gózen landi, munu fáir hafa búist við. En þó virðist, þegar að er gætt, að þessa hafi einmitt fremur þarna veriS að vænta, en annar staðar. Bandaríkin hafa verið land einstaklings frelsisins frá upphafi í flestum skilningi. Um pólitízka sögu þess verður ekki ann- að sagt. Og að fjáraflasaga þess vitni einnig um það munu flestir játa. Það er stundum talað um einstaklings frelsið sem tvíeggjað sverð. Ef svo er á það eflaust hvergi fremur heima en um fjármálin. Einstaklings frelsið er hvergi eins hættulegt sem þar. Af hinni takmarkarlausu auðsöfnun ein staklinga í Bandaríkjunum hlutu fyr eða síðar vandræði að stafa. Eitthvað slíkt hefir nú að höndum borið. Fjármálavaldið þar var orðið þeim mun öflugra og ófyrirleitnara, sem það hafði þar lausari tauminn en annar staðar, þó að öðru leyti mætti heita á sama grund- velli starfrækt og víðast um heim. Fjármálavaldið í sinni algengu mynd er og hefir verið vágestur menningarinnar. Það er tilhögun þess að kenna, að eignir og vörur rísa og falla í verði, þó góð og gild ástæða sé engin til þess. Og af því hringli verðgildisins starfar flest bölvun nútíðarinnar. Eins og bent hefir verið á áður í “Hkr.” er það peningavaldið sem hringlinu með verðið upp og niður veldur. Hagur þess er allur undir því kominn. En með mun- inum á verðgildi eigna og vöru, eru einnig illir og hagsælir tímar skapaðir. Það er því peningavaldið, sem skuldina á þar. Þegar það kýs að ná í eignir á lágu verði, heldur það peningunum rígföstum. Þegar það æskir að verða af með eignirnar, eru peningar í fljúgandi veltu, þá eru þeir ódýrir en ekki eignirnar. varleg læknisrannsókn verði á meininu gerð, hvort sem undir hnífinn á skurðar- borðinu verður svo lagt eða með plástr- um verður læknað. ATHUGASEMD Það er ekki vegna efnisins í síðustu grein séra Jóhanns Bjarnasonar til Heims- kringiu, að þessi athugasemd er gerð. Þar er ekki um neitt efni að ræða svo heitið geti. Það er aðallega vegna bar- lómsins í greininni, sem um hana skal farið nokkrum orðum. Séra Jóhann gefur í skyn í grein þess- ari, að Hkr. hafi verið að ráðast á mann- orð sitt. Heimskringla hefir aðeins orði til orðs og ekkert meira, svarað óhroðurs vaðli séra Jóhanns á blaðið, og sem hann sjálfur átti upptökin að. Hann réðist á Hkr. með honum, margendurteknum, og af því að nú hefir verið sýnt fram á, að ekkert annað hafi getað fyrir honum vak- að með því, en að svala hepnigirni sinni á skoðanaandstæðingi sínum, blaðinu, telur hann Heimskringlu hafa ráðist á mannorð sitt. Blaðið hefir ekki annað gert en að sýna fram á þennan tilgang séra Jóhanns. Þó hann finni nú litla fróun í árangrinum og hann hafi ef til vill einhverja eftirþanka um, að tilgang- urinn hafi ekki helgað meðalið, er nú komið sem komið er með það. En þó menn reki sig stöku sinnum á það, að ver sé farið en heima setið, er ástæðulaust að setja slík vonbrigði í samband við líf sitt og starf alla æfi. Það mega heita sérstakir lánsmenn, sem aldrei verða fyrir neinum vonbrigðum. En bæði þetta atriði og önnur, í téðri grein, bera vott um óra, sem vér áttum ekki von á. Engu líkara en skrafi í svefn- rofum er heldur ruglið í þessari grein um það, að Heimskringla hafi farið háðsleg- um orðum um Bennett og konunginn. Af því að Lögberg og séra Jóhann hafa ekki til þessa vandað þessum mönnum orðin í sambandi við sæmdina, er konungur veitti Bennett eigi alls fyrir löngu, á Heims- kringla bátt með að skilja, hvernig á þess- ari vandlætingasemi stendur, hvort sem af hálfu Hkr. væri ástæða til hennar eða ekki. Maður hefir að vísu heyrt talað um iðrandi syndara, en meðan Lögberg og séra Jóhann taka ekki aftur óvirðingar ummæli sín um þessa menn, er svo dauð* ans erfitt að gera sér í hug, að um nokkra verulega iðrun hjá þeim sé að ræða. í stað þess að ganga hreint til verks í þessu, er reynt að klóra yfir það með því að hrópa: “segðu sannleikann”. Það var vægast sagt klaufalega valinn texti! Ennfremur er í þessari síðustu grein eitthvað minst á gamla sveitarsambýlinga prestsins í Nýja-íslandi, sem Hkr. botn- ar ekkert í hvað þetta deilumál áhrærir. Er næst að líta á það sem annað vand- ræðahjal þessarar greinar. Þó vér ber- um ekki á móti því, að Hkr. eigi marga góða vini í Nýja-íslandi, sjáum vér enga ástæðu til þess að kasta að þeim fyrir það, með því að vér vitum, að þeir eru jafnframt vinir séra Jóhanns og verða, bæði að verðugu af hans hálfu, og sakir eigin drengskapar, þó Hkr og presturinn eigi í orðaskilmingum nokkrum um stund- ar sakir. Fyrir því finst Hkr óþarft að bera nokkurn kvíðboga eða á það að minnast. UM JAPANA. Gróðabrall peningavaldsins, með því að gera eignir og framleiðslu verðlausa, hefir líklegast aldrei gengið eins langt og nú. Og afleiðingin af því er sú, að það er nú út um heim óðum að bera nær því skeri, sem það hlýtur að stranda á. Með aukinni mentun og þroska alþýðu dylst nú ekki óréttlætið, sem þessu fjár- málafyrirkomulagi er samfara. Og að það brjóti fyrst gnóð sína í lýðfrjálsu landi, sem í Bandaríkjunum, er eðlilegt. Það er í þeim löndum sem lýðfrelsið er mest, sem gallar þjóðlegra athafna koma fyrst í ljós. Með öllu því sem lýðfrelsi kann að vera ábótavant ennþá í þjóðleg- um skilningi talað, fylgir því þó sá kostur, að þar sem þáð fær bezt að njóta sín, koma brestirnir fyrst í ljós. Það sem nú er komið fram í fjármálum Bandaríkjanna, virðist oss í raun og veru vera það eitt, að þjóðin hafi viðurkent galla fjármálafyrirkomulagsins. Að eitt- hvað verði nú bætt úr því sem er, og verið hefir í því efni, þarf ekki að efa. En að hve miklu leyti sú lækning nær til róta meinsins, verður auðvitað engu spáð um enn sem komið er. En sú stund virð- ist eigi að síður vera runnin upp, að al- Grein sú, er hér birtist, kom út í janú- arheftihefti ritsins Collier’s National Weekly. Höfundur hennar er fréttaritari Colliersblaðanna, William G. Shepherd að nafni. Brá hann sér austur yfir Atlanz- haf til að ná tali af Lytton lávarði, er þá var nýkominn frá Japan. En sem kunn- ugt er, var Lytton lávarður formaður þeirrar nefndar, er Þjóðbandalagið sendi til Japan til þess að rannsaka þrætumál Kínverja og Japana. 1 skýrslu Lytton-nefndarinnar stendur, “að Japan hafi með hervaldi lagt alla Mansjúríu undir sig, án þess að lýsa yfir stríði. Enginn efi sé þó á því, áð Man- sjúría heyri Kínverjum til.” Þessu svöruðu Japanar þannig. “Við breytum í engu stefnu okkar í Manshúríu. Það eina, sem aðrar þjóðir heimsins geta þar, er að viðurkenna hina nýju stjórn í Manchukuo, og láta skeika að sköpuðu með örlög þjóðarinnar nýju, sem þar er að vaxa upp. Við brutum ekki neina samninga, og þrátt fyrir þá skothríð, sem okkur er borið á brýn að hafa haft þar í frammi, var þar ekki um neitt stríð að ræða.” Eg spurði Lytton lávarð, hvernig á því stæði, að Japanar þyrðu að ganga þannig í berhögg við yfirlýst álit allra annara þjóða. “Japanar láta ekki auð- veldlega blekkjast,” sagði hann. “Þeir eru líkamlega hraustir og hugrekki þeirra er, liggur mér við að segja, takmarka- laust.” Hann bætti við, að hann héldi enga þjóð eins reiðubúna og þá, að fórna sér í stríði fyrir föðurlandið, því föður- landsást þeirra væri eins heit og trú þeira, ef ekki heitari. Hvað bjó þeim í huga, er þeir risu þann- lg gegn öðrum þjóðum heimsins? Jap- anar sögðu Lytton-nefndinni — og í því efni bar alt vott um að þeir væru að tala af sannfæringu — að nálega hver ein- asta stór þjóð, og Bretland og Bandaríkin sérstaklega, hefði nákvæmlega gert hið sama og Japanar hefði gert í Manshúríu, en það er, að leggja undir sig annara þjóða lönd og landskika í því augnamiði að koma þar á lögum og friði. En að þessu væri ekkert fundið af öðrum þjóð- um, þegar Bretar og Bartdaríkjamenn ættu hlut að máli. Það eru þessi afskifti annara þjóða af málum frændþjóðanna eystra, sem heita mega þeirra heimamál, sem ergi hefir vakið hjá Japönum. í hvert skifti, sem mál- þessi báru á góma milli mín og Lytton lávarðar, lagði hann ávalt áherzlu á það, að það myndi farsælast að fara hægt í sakirnar og kynna sér sem bezt skilning Japana á þeim. Japanar eru ólíkir öllum öðrum þjóðum í Þjóðbandalaginu. Þeir eru á ýmsan hátt svo sérke^nnilegir, að nema því aðeins að menn geri sér far um að kynnast því, er auðvelt að misskilja þá. Sem eitt dæmi af þessu, benti Lytton lávarður á það, að eftir tilraunina, sem gerð hefði verið að myrða keisarann, hefði yfirmaður lögreglunnar í Japan framið sjálfsmoð. Heldur en að lifa með það á meðvitundinni, að hann hefði að einhverju leyti brugðist trausti því, er til hans var borið, kaus hann dauðann. Japönum er frá barndómi kent að fara dult með tilfinningar sínar. Þeim ér kent að taka hverju, sem að höndum ber, með brosi. Um hvað sé vilji þeirra, er ókunnugum ókleift að vita nokkuð, ekki sízt vestlægu þjóðunum. Japanar finna mjög mikið til sín, af því að vera í tölu menningarþjóða heimsins. Vestlægu þjóðirnar geta sjaldnast gert sér rétta grein fyrir þessu. Hætta getur þó af því leitt, ef stjqrnar-erindsrekar t. d. taka það ekki með í reikninginn. “Japanar eru stolt þjóð”, benti Lytton lávarður á, “og athygli þeirra og gaum- gæfni á málum, sem fyrir þá eru lögð, næst því aðeins, að inn í það sé eitthvað fléttað, er þeir sjálfir dýrka, svo sem saga þeirra, afreksverk á liðnum árum, eða hvaða sæti þeir skipa nú meðal þjóða heimsins.” “Þeir skoða sig ekki standa neitt öðr- um þjóðum að baki. Líttu á hverju þeir afrekuðu í stríðinu við Rússa. Þeim leizt ekki á blikuna, er þeir tókust fangbrögð- um við rúsneska björninn. Enda kost- aði það þá tvö hundruð þúsund manns- líf og eina biljón dollara í fé, að vinna þann björn. En sá sigur hefir vakið svo mikið sjálfstraust hjá þeim, að þeir skoða sig síðan nokkurn veginn færa í flestan sjó.” Hvar sem Lytton nefndin kom í Jap- an, voru henni sagðir erfiðleikarnir, sem þjóðin ætti við að stríða. “íbúatala landsins,” sögðu þeir, ‘er rúmlega 65 miljónir. Hún hefir tvöfaldast á minna en þremur fjórðu úr öld. Þjóðinni fjölg- ar um 900,000 á ári. Á hverri fermílu yrkjanlegs lands búa í Japan 2774. Eng- in þjóð í heimi á við svo takmarkað land- rými að búa sem Japanar. ’ Þið kallið þröngt um á Bretlandseyj- um. Og þið segið, að það verði að sækja fæðu forða sinn til annara landa. Samt eru þar ekki nema 2170 manns á hverri fermílu lands, sem hægt er að yrkja. Og í Bandarríkjunum eru aðeins 229 á hverri fermílu. Það getur engum dulist, að Japan þarf á meira landrými að halda, en það hefir. En þjóðirnar, sem mest gagnrýna nú gerðir okkar, gera ekkert til þess að hjálpa okkur að ráða bætur á ástandinu. Bandaríkin banna innflutning Japana. Canada og Ástralía, sem nóg hafa af ó- bygðu landi, leyfa ekki heldur innflutn- ing þeirra. En inn í ýms héruð í Kína hafa Jap- anar verið að flytja. Það er ekki ný til- komið. Það hefir átt sér stað um mörg ár. Við gátum ekki stöðvað það. Og til Mansjúríu flúðu þeir svo að segja úr þrengslunum heima fyrir. En þar hefir aldrei verið verulegt griðland. Þeir hafa stöðugt ver- ið þar í hættu. Kínverskir ó- eirðarseggir, kommúnistar og herdrotnar, óðu þegar minst varði um bygðina og myrtu menn og hrifsuðu eignir þeirra. Þetta mátti ekki við svo búið sitja. Þetta náði eins til kín- verskra íbúa sem annara. En kínverska stjórnin þar lét sig það ekkert skifta. Japan hefir með því að koma þarna sjálf á stjórn, ekki aðeins gert Japön- um þar viðværilegt, heldur kínverzku íbúunym jafnframt. Og svo er eitt enn. Fé, sem við höfum lagt fram í ýms fyr- irtæki í Kína, nemur einni bil- jón dollara. Hjá öllum öðrum þjóðum eigum við ekki fé í starfrækslu, er nemur yfir fimtíu miljónum. Að við höf- um engan rétt til þess að hlut- ast til um, að stjórnarfar í Kína sé ekki alt í óreiðu og óvissu, getur enginn sannfært okkur um. Kínverjar hafa lengi leikið þá rullu, að leita til framandi þjóða um hjálp, er þeir hafa af fyrirhyggjuleysi verið búnir að stefna öllu í óefni og innbyrðis sundrungu hjá sér. í Geneva eru þeir að leika þennan sama leik, að því undanskildu, að þeir biðja nú um óstjórn í þeim fáu héruðum, sem örugga stjórn hafa, í sað þess að bæla niður innanlands óeirðimar, svo að stjórn komist þar á laggirnar, sem hjá öðrum þjóðum.” Þetta er saga Japana. Hvað segir Þjóðbandalagið um hana? Þá spurði eg Lytton lávarð, hvort hann héldi að nokkur hætta væri á því, að Japan og Bandaríkin færu í stríð. “Jap- anar láta auðvitað ekkert uppi um það,” svaraði hann. .“Að þeir séu að búa sig til vamar gegn öðrum þjóðum, má ganga að sem vísu. Og af því er aldrei hægt að segja, hvað getur leitt. Þó mun enn þá hægt að stilla í hóf eystra, ef með lempni, samúð og skiln- ingi er nokkuð til þess reynt.” Og svo hélt Lytton áfram: “í Tokyo var mér sögð furðu- leg saga. Hún áhrærir hugsun- arhátt japanskra hermanna. Það var í Shanghai. Stríðið í fyrra stóð sem hæzt. Japanar sóttu fram. En á vegi þeirra var svo rammger gaddavírs- girðing, að fallbyssur og kast- sprengjur Japana unnu ekki á henni. En á nokkru stóð, að komast að baki girðingunni. Ganga þá þrír hermenn fyrír yfirmann sinn og bjóðast til að leggja líf sitt í sölurnar fyrir að gera hlið í girðinguna. Hlóðu þeir sig sprengjum utan og hlupu allir í einu á girðing- una. Hvellur klauf loftbylgj- urnar. Hlið varð á girðingunni, en japönsku hermennirnir vom duft og aska.” Gleggri mynd fá menn ekki af japönsku þjóðinni í stríði, en söguna af þessum hermönnum. Ef til kemur mun ekki standa á japönsku þjóðinni, að hlaða sig sprengjum utan og kasta sér á óvin sinn. Hún telur engan kostnað of mikinn í stríði. Þjóð, sem við því er búin, að leggja lífið í sölurnar fyrir það, sem hún álftur rétt, hvað sem aðrir halda um það, það er sönnust lýsing á japönsku þjóð- inni, eins og hún nú er. STDODDS / ÍKIDNEY 9íV6’«|»AtCRKTARC0H*i ? H E U M ATíAtll I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’* nýrna plllur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frft Dodds Medicine Company, Ltd.. Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. FRÉTTABRÉF ÚR SKAGAFIRÐI Hockey-kappar Manitoba eru Selkirkingar. f úrslitaleiknum í gærkvöldi unnu þeir Fálkana, gerðu 3 vinninga, en Fálkar engan. Heiður hockey-flokki Selkirkinga. * * * Síðast liðið miðvikudagskvöld, telfði A. R. Magnússon sam- tímis gegn 12 mönnum á “Skákmiðstöð” Winnipeg tafl- \ manna . Vann hann 10 skák- irnar en tapaði aðeins tveim- ur. Tom Finning vann aðra þeirra. Frh. frá 1 bls. ið fullnaðarverð á þessa árs innleggi, en menn eru að tala um, að það verði máske 30—40 aurar pr. kg. á fyrsta flokks dilkakjöti frystu, og er það hörmung. Dilkslátur voru seld á 50—-80 aura í haust og mörin 80—100 aura kg. Gærur er bú- ist við að verði lægri en í fyrra og þá voru þær 43 aura pr. kg. Nærri má geta, hvernig af- koma þeirra manna er, sem bú- skapinn stunda. Auðvitað hafa útlendar vörur fallið dálítið, en ekkert í nánd við verðfall ísl. vörunnar. Kaupgjald hefir líka lækkað, en er þó of hátt fyrir bóndann. Þess vegna hafa ýmsir minkað við sig fólkshald- ið, en keypt í stað þess útlend- an áburð og aukið þannig töðu- fenginn. Það sem bændum er erfiðast á þessum tímum, eru ólukku skuldirnar, sem hvíla með drápsþunga á hverju búi, og heimta miskunnarlaust af þeim alt, sem þau geta við sig losað, í vexti og afborganir. En þó er það trú mín, að batnaði verzlunin fljótlega, mundu bænd ur verða fljótir að ná sér á strik aftur, því sízt er það hægt að segja, að búin hafi gengið saman undanfarið, heldur eru þau yfirleitt með stærra móti. Mörgum þykir það máske und- arlegt, að bændur auki bú sitt á þessum árum, en þó er það satt og liggja til þess tvær á- stæður. Sú fyrri, er mikill og góður heyafli á undanförnum árum, og hin seinni er, hið lága verð á búpeningi. Þess vegna hefir margur sett ríflega á, þeg- ar fóður var til, — ef hann hef- ir á annað borð getað það vegna skuldanna — þar sem dilkarnir máttu heita verð- lausir, í von um hækkun. Vanalega hefir verið slátrað kringum'20 þús. fjár yfir haust- ið á Sauðárkróki. Hygg eg það sé þó í betra meðallagi. Af þessari tölu hefir þó alt af ver- ið töluvert af fullorðnu fé. þó aðalinnleggið hafi vitanlega verið lömbin. En í haust var nálega engin kind tekin full- orðin, en þó mun ails hafa ver- ið' slátrað þar í haust um 25 þús. fjár, og þó hygg eg að ekki séu sett á færri lönmb en und- anfarið að m. k. ekki þar sem eg þekki til. Þessar skuldir bænda stafa mest af ýmsum framkvæmdum. sem menn réðust í nú fyrir nokkrum árum, byggingum og sérstaklega jarðabótum, enda hefir mikil breyting orðið á hvorutveggju. í hverjum hreppi starfar búnaðarfélag, og eru flestir bændur í þeim. Þessi félög, með öflugri forgöngu Búnaðarfél. íslands, hafa stutt mikið að þeim framkvæmdum, hvert á sínu svæði. Hafa sum keypt dráttarvélar, sem eru notaðar bæði til plæginga og einkum til að herfa flög, og á þessu ári munu 7 hafa verið starfræktar hér í sýslunni, og er óhætt um, að þær hafa ver- ið afkastamiklar. En þær eru

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.