Heimskringla - 15.03.1933, Síða 6

Heimskringla - 15.03.1933, Síða 6
HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. MARZ 1933 «. 8fi>A. JON STRAND Saga eftir PAUL TRENT. Þýdd af G. P. MACNÚSSON. “Gáðu að þér, maður, að hrapa ekki ofan í skurðinn”, kallaði Jón til þess er kom til hans og sem hann áleit að væri útúr drukk- inn- En sú hugmynd hans hvarf, er hann sá hið föla andlit mannsins og angistina í aug- um hans. “Hvað gengur að þér?” spurði Jón, er hann hafði virt manninn betur fyrir sér og sá hinn töturlega klæðaburð hans, fátæktina og ein- stæðingsskapinn stimplaðan á manninum al- staðar. “Ekkert er að mér annað, en að eg er kom- inn að niðurfalli af þreytu og hungri,” svaraði aðkomumaðurinn. Jón tók eftir því, að rödd- in var hrein og skýr og talsmátinn annar en tíðkast hjá vanalegum flækingum. “Það er kaffisöluhús hér skamt frá,” sagði Jón. “Það gerir peningalausum manni ekkert gott,” svaraði hinn. “Þá er bezt að þú komir með mér,” sagði Jón og tók í handlegg hins og þeir lögðu af stað. Þeir höfðu ekki farið langt, þegar Jón tók eftir því, að maðurinn átti bágt með að ganga, svo hann tók utan um manninn og studdi hann þannig á göngui. Þeir gengu fram hjá kaffisöluhúsinu og rak- leitt heim til Jóns, sem hringdi dyrabjöllunni og þjónninn hleypti þeim inn. “Hvað ætlið þér að gera við mig?’’ spurði maðurinn og lýsti sér hræðsla og kvíði í svip hans- “Fara með þig inn í stofu og fylla þig með mat og drykk, svona til að byrja með,” sagði Jón góðlátlega. Hinum fór að líða betur. “Fáðu þér nú sæti þarna á stólnum,” sagði Jón og fór svo og sótti glas og flösku af öli og seti fyrir framan hinn nýfundna félaga sinn, er var seztur og var að ransaka alla stofuna innan með augunum, unz hann sá bréf þar á borðinu með utanáskriftinni: “Jón Strand”. “Eruð þér hinn alkunni Jón Strand?” spurði gesturinn. Jón hafði orð á sér fyrir það, að vera allra manna fljótastur að hugsa. Það sem fyrst kom í huga hans nú, var það, að einmitt á þeim stað, þar sem hann sjálfur hafði fundist fyrir mörgum árum síðan og verið bjargað til lífsins, hefði hann nú mætt manni, er sjáan- lega þurfti björgunar við. Var þetta einhver bending frá æðra mætti, eða var það einungis tilviljun? “Hafið þér notið nokkurrar skólamentun- ar?” spurði Jón, sem vanur var að komast hreint og útúrdúralaust að efninu. En í þetta skifti tók hann raunar ekkert eftir því, að hann spurði þessarar spurningar; hún hafði risið upp í huga hans, en hann var ekki búinn að ákveða með sjálfum sér að leggja hana fyrir gest sinn. “Já, eg hefi stundað nám við Harrow há- skólann- “Það er ágætt,” sagði Jón um leið og hann fór fram í eldhús til að matbúa eitthvað handa þessum hungraða manni. Það tók Jón ekki lengi, að koma matnum inn á borðið, og hann bað gest sinn að gera svo vel að færa sig að borðinu. Jón settist við borðið á móti honum. En l^mn tók fljótlega eftir því, að hinum féll illa að starað væri á hann meðan hann borðaði. Jón stóð því upp og kvaðst koma aftur eftir litla stund. Eftir fimtán mínútur kom hann aftur inn í stofuna og sá að gesturinn var hættur að borða, enda var allur matur horfinn af disk- unum. “Fékstu nóg að borða?” “Já, þakka yður fyrir, alt sem eg gat í mig látið,” sagði hinn og brosti til Jóns. Svo varð hann alt í einu svo daufur og dapur á svipinn. “Hvenær skyldi eg næst fá slíka máltíð?” sagði hann. Jón svaraði engu, en tók nú eftir því, að gestur hans var ekkert barn að aldri- Hann hlaut að vera nær þrítugu. ''“Má bjóða yður vindil?” spurði Jón. “Kærar þakkir,” sagði hann um leið og hann tók við vindlinum með skjálfandi hendi. “Eg hefi saknað tóbaksins eins mikið og mat- arins, nú upp á síðkastið,” sagði hinn. Jón kveikti á eldspýtu og hélt henni að vindli komumanns og kveikti síðan í sfnum eigin. “Eg meina ekki að fara að grafast eftir einkamálum þínum, en vilt þú ekki segja mér eitthvað um þína liðnu æfi?” spurði Jón. Hinn lifnaði allur við og andlit hans varð eitt brosandi sólskinshaf. Honum fanst hann þarna hafa fundið vin, sem hann gæti opnað hjarta sitt fyrir og sagt raunir sínar. “Eg heiti Philip Cranston. — Saga mín er ekki löng, en það er sorgar og rauna saga- En engum hefi eg um að kenna, nema sjálfum mér,” sagði Philip og leit á fataræfla þá, er hann klæddist í. “Ef til vill hefir Bakkus verið að verki með þér?’’ sagði Jón. “Nei, ekki beinlínis. Eg hefi haft nóg tæki- færi til að verða að manni. Eg hefi notið mentunar í bæði lægri og hærri skólum landsins. Og hér sjáið þér mig.” “Svo vínið á þar enga sök í?” spurði Jón aftur. Og ekki peningaspil og ekki held- ur—” “Minn ræfilskapur stafar af því, að eg var fæddur án þeirrar gæfu að þekkja og kunna að meta peninga, þar til nú nýlega, — og þá — Guð minn góður, eg hefi lifað eins og vit- skertur maður, fleygt út peningum á báðar hendur sem fánýtu rusli, bæði til að seðja mína eigin þrá eftir allskonar óhófi, og einnig til allra, er þeirra kröfðust af mér, fyrir alls- konar óhóf, unz allir mínir peningar voru þrotnir, og þá—” “Já, hvað þá?” “Eg leitaði ekki eftir neinni hjálp til vina minna, sem voru, framan af. Mér varð ljós- ara með hverjum deginum að hverju stefndi fyrir mér- Eg hleypti í mig kjark og fór að leita mér að atvinnu. Það gekk ekki sem bezt. — Hér sjáið þér afeliðingarnar af þeirri tilran minni. í kvöld var eg kominn alveg á enda á lífstaug minni.” “Þér hafið ekki ætlað að—?” “Nei,” sagði Philip og hló lítið eitt. “Eg ætlaði til vina minna og leita eftir hjálp hjá þeim.” “Svo þú hefir þá ekki þurft að taka neina peninga að láni hjá nokkrum manni og skuld- ið engum?” “Jú, eg komst ekki hjá því, að fá pen- ingalán.” “Hefir þú lært nokkuð í hraðritun? Elða ef þú kant hana ekki, mundir þú vilja læra hana?” “Eg vil læra alt, sem eg get lært og sem er gott og gagnlegt.” “Þú ert sem sé að leita eftir tækifærum til að geta orðið að nýtum manni, og hagnýtt þér þá mentun, sem þú hefir fengið- — Þig vantar að fá launaða stöðu. Laukst þú prófi við háskólann?” “Já, eg komst í gegn við prófin. — Ef þér gætuð útvegað mér stöðu, þá — nei, eg ætla ekki að lofa neinu út í bláinn.” “Það er skynsamlegt af þér, að gera það ekki.” “En hví komið þér svona vinsamlega fram við mig, sem þér þekkið ekkert og hafið aldr- ei séð fyr? Þér komið fram við mig, eins og það væri skylda yðar að hirða alla ræfla, sem verða á vegi yðar, og gera úr þeim menn.” “Eg skal segja þér,” sagði Jón, og sagði síðan Philip megin atriði úr æfisögu sinni frá því Cobden fann hann með fram þeim sama stíg, er hann sjálfur hafði nú mætt Philip. “Herra Cobden hlýtur að vera góður mað- ur,” sagði Prilip, sem hlustaði hafði á sögu Jóns með sterkri eftirtekt. “Og eg ætla mér að gera fyrir einhvern, ef eg get, það sama og hr. Cobden gerði fyrir mig- Og eg sé ekki, því eg ætti ekki að byrja á þér. Þú getur byrjað sem skrifari minn, ef þú vilt.” Philip reis á fætur og rétti fram hönd sína til Jóns, en hné niður á stólinn aftur. “Eg legg það til, að þú farir nú að hvíla þig. Á morgun getum við talað um þetta frekar. Eg hefi herbergi fyrir þig, og hvað fötum viðkemur, þá munu mín föt ekki fjarri því að duga, þar sem við erum líkir að stærð, þar til þú getur fengið þér önnur, sem skal verða áður en langt um líður.” “Eg þakka yður innilega. Já, eg held eg gerði réttast í að fara og hvíla mig. En eg hefði þurft að taka mér bað; það er nokkuð síðan eg hefi haft tækifæri til þess.” Jóni var orðið hlýtt til þessa manns, sem bar sig svo karlmannlega, þrátt fyrir allar hans örðugu kringumstæður- Hann fór svo og tilreiddi baðið; setti vatn í kerið, setti þurkur og sápu á sinn stað, kallaði síðan til Philips og sagði honum að nú væri alt til reiðu fyrir hann. Jðn kvaðst ætla að sitja uppi ögn lengur og skrifa; ef hann þyrfti einhvers við, þá gæti hann kallað til sín. Að svo mæltu bauð hann Philip góða nótt. ‘Góða nótt, góði vinur,” svaraði Philip. Jón setist við skrifobrðið, en átti bágt með að festa hugann við nokkuð sérstakt. Hann heyrði vatnsgusurnar frá baðherberginu, síð- an gengið léttilega eftir ganginum: svo varð alt hljótt. Jón lauk við að skrifa og stóð síð- an fætur til að ganga sjálfur til hvílu. Hann stanzaðí við dyrnar á her- bergi því, er Philip átti að hafa, og hlustaði. Hann heyrði andvörp og lágar stun- ur. Hann lagði hendina á hurðar húninn og ætlaði að líta inn, en hætti svo við það. “Honum er bezt að fá að vera einum með hugsanir sín- ar,” hugsaði Jón og hélt á- fram til herbergis síns. Um morguninn vaknaði hann við það, að barið var að dyrum á herbergi hans og Philip kom inn til hans. “Gætuð þér gert svo vel og lánað mér rakaraáhöld ? ” spurði hann. “Já, þú finnur þau í borðskúffunni þarna,” sagði Jón, en er Philip ætlaði að snúa við út úr herberginu, segir Jón: “Bíddu ögn hægur, eg ætla að finna föt fyrir þig að fara í.” Svo stökk hann fram úr rúminu. Hann tók svo dökkan alklæðnað af sjálf- um sér, er var orðinn honum heldur lítill, en sem hann bjóst við að passaði hinum, þar sem hann var ögn minni maður vexti. RobinlHood FLÖUR ÞETTA MJÖL ER ÁBYRGST AÐ GERA YÐUR ÁNÆGÐA, EÐA ÞÉR FÁIÐ PENINGANA TIL BAKA loasocogooooaegoeciaocccigoaoacoecooooaoeooecoocogooogoo um. En svo fann hún strax, að þessi hug- mynd hennar var með öllu röng, hvað Jóni við kom, þar sem hann hafði neitað öllum Samvinnuboðum frænda síns. En þó, — ef honum hefði þótt vænt um hana, þá hlaut hann að hafa sýnt það með því að gera að vilja hennar og gengið að samningum við frænda hennar. Henni varð þetta svo flókin gáta, að hana svimaði að reyna að finna ráðningu hennar. Philip tók við fötunum og þakkaði fyrir þau með augnatilliti því, er hann gaf Jóni, en sagði ekkert, heldur gekk út úr herberginu með fötin á handleggnum- Er Cora var í þessum hugleiðingum, kom Gerald inn til hennar og starði á hana rann- sakandi augnaráði, svo hún roðnaði og leit undan. “Það er áreiðanlega meira gott en ilt í þess- um pilti,” hugsaði Jón, er hann horfði á eftir Philip fara út úr herberginu. Morgunverður var til reiðu, er Jón kom inn íborðstofuna. Þar var Philip og var að lesa í morgunblaðinu. “Þeir birta hér í blaðinu yfirlýsinguna, sem þér gerðuð um það, að hér eftir stæðuð þér sem óháður í stjórnmálum. Það er aðal mál blaðsins þennan morgun,” sagði Philip, er Jón kom inn í stofuna. “Það er nú ágætt. En þú ættir ekki að þéra mig, Philip. Við eigum að vera og vinna saman sem einn maður,” sagði Jón. “Rétt sem þú vilt,” sagði Philip og passaði nú að þúa Jón- En með sjálfum sér fanst honum sem hann mundi eiga erfit með að muna það eftirleiðis. Þeir settust svo að morgunverði og töluðu um heima og geima meðan á máltfðinni stóð. Er þeir stóðu upp frá borðum, gekk Jón yfir að peningaskápnum og tók þaðan út nokkra seðla og fékk Philip. “Þú ferð nú strax og kaupir þér föt og annað, er þú kant að þarfnast með, svo þú getir litið út eins og þingmannskrifari,” sagði Jón brosandi. “Svo fer þú og semur við ein- hvern um tilsögn í hraðritun. Að þeim lær- dómi verður þú að vinna af krafti, þar til þú ert fullnuma í þeirri grein. Heimili þitt verð- ur hér hjá mér. Eg finn nógan starfa fyrir þig fyrst um sinn samhliða lærdómnum. Framtíð þín er nú algerlga undir sjálfum þér komin.” Philip varð svo undrandi yfir öllu þessu, að hann gat ekkert sagt- En augnaráð hans gaf Jóni ótvírætt til kynna, hvað í huga hans bjó. “Hér þurfa engar athugasemdir við,” sagði Jón. “Eg veit að þú skilur hvaða tilfinningar eg hlýt að bera í brjósti til þín fyrir alt þetta. Eg er reiðubúinn að þjóna þér af lffi og sál. Þú hefir bjargað lífi mínu — þú átt það.” “Við skulum ekkert tala um það nú. Flýttu þér nú á stað og eg á von á þér heim til miðdagsverðar. ” “Þá skal svo verða. Þinn vilji skal ætíð vera minn vilji og þínu trausti vil eg ekki bregðast ” Að svo mæltu fór Philip að búa sig á stað. XIX. Kapituli. ....Coru leið mjög illa næstu dagana eftir að hún varð óánægð við Jón. Það var í fyrsta skifti á æfi hennar, sem hún hafði orðið að líða sálarstrið og angist sökum þess, að hún hefði ekki fengið sitt fram, og hana skorti algjörlega þrek og sjálfstjórn til þess, að af- bera það með sjálfri sér, en hún gat komið þannig fram við aðra, að engan grunaði neitt um sálarástand hennar. Jafnvel frænda henn- ar grunaði ekki hið minsta hváð hún leið á sálinni þessa dagana. Hennar stóra lund var jafnvel særðari en hjartað, og vakti því fyrir henni, að koma hlutunum þannig fyrir, að Jón yrði að líða — helzt mikið. Það var í þessu ástandi, sem hún mætti Jóni á fundinum í Mid-House. Og svo gramd- ist henni og varð bæði sár og afbrýðisöm, er hún sá Jager í bílnum við hlið hans- Hún fór að reyna að telja sjálfri sér trú um, að í raun og veru hefði henni aldrei þótt neitt vænt um Jón, og honum aldrei þótt vænt um hana. Hann hefði aðeins komið svona fram við hana og sýnt henni ástaratlot til þess að koma ár sinni betur fyrir borð í stjórnmálun- “Við megum víst ganga út frá því sem sjálfsögðu, að Strand eigi ekki sæti á þingi næst. Mér er sagt, að hann hafi ekkert tæki- færi að ná kosningu í Mid-Ham.„ sagði hann. “Eg vil samt sem áður ráðleggja þér, að gera þér ekki of háar vonir um það. Jón Strand er maður, sem erfitt er að yfirvinna,” sagði Cora. “Mér er ómögulegt að skilja Strand. Hr. Mason segist hafa tekið hann í félag við sig hér, svo allsleysisdagar hans ehu víst á enda, — það er að segja, ef hann gerir þá ekki flón úr sjálfum sér í annað sinn.” “Mér finst eg ekki geta hugsað mér Jón sem fjármálamann.” “Hann er nógu gáfaður og skarpur til að vera hvað sem er, og eg bara vona af heilum hug, að hann hætti við stjómmál og gefi sig algjörlega að sínu starfi fyrir hr. Mason, þeg- hann verður þess vísari, að kjósendur í Mid- Ham vilja ekkert hafa með hann að gera.” “Hann gerir það aldrei. Peningar hafa ekk- ert gildi í hans augum, nema til þess, að hjálpa honum að ná vissu takmamki, er hann hefði sett sér að ná.” Hún leit á frænda sinn um leið og hún sagði þetta, og sá, að enn störðu á hana sömu rann- sóknaraugun. “Eg trúi því ekki, að þú sért enn þá að hugsa um þennan mann, Cora.” “Eg elska hann jafn-heitt og innilega nú, sem nokkru sinni áður,” sagði hún með svo mikilli tilfinning í röddinni, að Gerald varð al- veg undrandi. ‘Það er slæmt, að hann skyldi ekki fást til að taka sönsum, þá hefði alt getað gengið vel. Og alt af líkar mér maðurinn. — Eg get ekki hjálpað því.” “Það er það, sem mig undrar alla jafna, frændi, að þér virðist falla hann vel í geð, þrátt fyrir alt.” “Já, og eg hefði látið hann njóta þess, ef hann hefði viljað lofa mér það. Mér fellur illa, að þurfa að verða til þess, að skaða hann á nokkura hátt, en það virðist svo, sem það sé ekki önnur leið fyrir mig en að koma honum algerlega út úr öllum stjórnmálum fyrir fult og alt.” “Hví fellur þér Strand svo vel, frændi?” “Eg get ekki sagt þér það. Það er eitthvað í svip hans og framkomu, sem orsakar það. En mér finst sem eg sjái hrjóstugan veg fram undan fyrir hann. Það verður honum ekki til neins góðs, að hann fór í félag við hr. Mason. Hann þekkir ekki þessa Ameríkumenn og þeirra vegi, eins vel og eg. Og hr. Mason hef- ir haft einhverja sérstaka ástæðu og tilgang í huga sínum, þegar hann bauð Strand samfé- lag við sig. Það veit eg fyrir víst.” “Mér kom til hugar, að það væri kannske Sylvia—” “Þér er alveg óhætt að kasta þeirri hugs- un frá þér. Sylvía fóstrar efalaust sínar hug- myndir, en svo veit eg, að þær væru ekki teknar til greina af Mason föður hennar, nema með svo feldu móti, að þær féllu inn með hans eigin hugmyndum. Hann hefir haft sínar eigin ástæður, og eg vildi gefa mikið til að vita hverjar þær eru.” “Mín hugmynd er nú samt sem áður sú, að Sylvíu þyki mikið til Strand koma. Að minsta kosti hefir hún boðið honum heim til miðdagsverðar. Og við vitum bæði, að faðir hennar neitar henni ekki um neitt, er hann getur veitt henni.” “Það getur verið, að það sé meðfram, en eg held þó ekki.”

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.