Heimskringla - 12.04.1933, Side 4

Heimskringla - 12.04.1933, Side 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. APRÍL 1933 (Stofnuð 1886) Kemur tít á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. »53 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537_____________________ Ver« blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrlrfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD.___________ Ráðsmaður TH. PETURSSON «53 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Vtanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA »53 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 12. APRÍL 1933 HVERT STEFNIR NÚ Hvert stefnir með ráðslaginu í fjármál- um þessa fylkis í höndum Bracken stjórnarinnar? I>að er óþarft að spyrja, eða að spá nokkru eða gera sér neinar grillur um, að það stefni annað, en beint til — fé- flettingar lýðs þessa fylkis. Til þess að brúa hafið milli tekna og útgjalda, að minsta kosti að hálfu leyti og að vísu ekki nema til bráðabirgða, því við því, verður ekki séð að skuld fylkisins aukist árlega um nokkrar miljón- ir, hafði Bracken stjórninni fyrir skömmu hugsast það vænlega ráð, að leggja svo sem tveggja miljón dollara skatt á fylkis- búa. Aðra miljónina átti að ná í með 1% skatti á vörum, en hina með 1% skatti á vinnulaunum almennings, sem nú eru eins rífleg og allir vita í þessu mikla athafna-ári. Þegar stjórninni var bent á, að vöru* skattinn gæti hún ekki heimt inn nema, með ærnum kostnaði því um það hafði hún ekki hugsað og hennar hluti yrði ekki munnbitastærð af honum, fálmar hún ráðleysislega fyrir sér unz hún dettur niður á það, að hækka þá vinnulauna skattinn um helming eða upp í 2%. Og þarna eru þá bjargráð Bracken- stjórnarinnar, að elta vinnulýðinn út í krafsturinn og eta jafnóðum mylsnuna sem hann kann og geta barið upp úr* klakanum. Tveggja miljón dollara nýi skatturinn er í þessu fólgin og engu öðru. Fjölskyldu faðir, er sargað getur inn 50 dollara á mánuði, greiðir 12 dollara skatt af því. Hafi hann kaup, svo hann geti veitt sér bráðustu lífsnauðsynjar eða segj- um um 100 dali á mánuði, verður hann að greiða 24 dollara nefskatt. Hafa menn nokkurn tíma heyrt getið um önnur eins bjargráð hjá nokkurri stjórn? Síðast liðið ár hækkaði Bracken stjórnin skatta til muna, en tók samt ekki meira fá inn en árið áður. Hefði það átt að geta verið bending til hennar um, að skattþol fylkisbúa væri þ r o t i ð, og að ekkert væri óeðlilegt við, að stjómar- kostnaðurinn væri færður niður, í sam- ræmi við vinnulauna-lækkunina og verð- lækkun búnaðar-afurða, í stað þess, að hækka hann og skattana endalaust. En engu slíku er nú að heilsa. Ofan á milli klyfja gömlu skattabagganna á að bæta þessum nýja tveggja miljón dollara skattabögli, sem harðast kemur auðvitað niður á vesalingum og baraamönnum. sem á horlífi hálfs framfærslu eyris eiga að verjast því, að beinin skreppi ekki út úr bjórnum. Hinn ásjálega sæg af ráðgjöfum þessa fylkis, því þeir eru nú fleiri en nokkru sinni fyr með 7000 dollara launum á ári, munar ekki um þenna nýja skatt. í»eir ganga eins búsnir undan vetri fyrir hon- um, er á 2. árum taka inn eins mikið fé og réttur og sléttur verkamaður gerir á 15 árum. Slíkir þurfa ekki að sýta út af skattabyrðinni. Þeim lfður bærilega og eru þá ekki að gera sér rellur út af öðrum. Það vill stundum verða svo. Ofan á þetta ráðslag Bracken stjórnar- innar, bætist svo miljón dollara þjófnað- ur úr vözlum fylkisstjórnarinnar. Stjómin getur ekki einu sinni varðveitt það fé, sem henni áskotnast með lánum, því annað fé hefir hún ekki með höndum, og sem afgangs er því sem hún bruðlar og eyðir, heldur lætur hún þjóna sína, trún- aðarlið sitt, stela því úr greipum sér. Svona er þá með þetta græna tré, sem oss var í kosningunum s. 1. sumar sagt, að enginn visinn lauf bæri. Þó á þessar á minstu misfellur flestar væri þá bent, kom ekki til mála að þær væru Bracken- stjórainni að kenna. En má nú ekki heita að meiðurinn sé orðin maðksmoginn er fjárhag fylkisins er svo komið, að láns- traustið er þorrið og höfði verður ekki upp úr skuldum haldið, nema með ár- elgri rúningstíð nýrra skatta sem almenn- ing skilur naktann og skjálfandi eftir úti í hverju sem viðrar eins og bera gemlinga í vorhretum? En alt væri þetta sök sér, ef bjargráð fylkisins væru undir því komin. En gall- inn er, að svo er ekki. Fylkisstjóm hér væri fyrir löngu undir græna torfu geng- in, ef sambandsstjórnin hlypi ekki árlega undir bagga og veitti fylkinu rekstursfé, til að fyrra það þeirri hneysu, að verða eina fylkið, er stjórnarfarslegu sjálfstæði sínu fær ekki borgið. Það getur ekl#i orkað tvímælis, að Bracken stjórnin hafi reynst ein sú herfilegasta stjórn, er hér — og eflaust þó víðar væri leitað — hefir við völd set- ið. En hún hefir eina afsökun fyrir sig að bera og hana allveigamikla. Hún er eins og meiri hluti kjósenda vill að stjórn- ir séu. Nær það ekki síður til íslendinga, er í síðustu kosningum, réttu henni hjálp- arhönd.en annara. Hvort að þeir álíta það nú glappaskot hafa verið af sér eða ekki, er þó ávalt huggun nokkur í því, að vita, að Skotanum kom þar íslenzkt hug- vit í þágu og góðar þarfir! RÚSSAR OG BRETAR Það virðist heldur vera að kastast í kekki með samkomulagið milli Rússa og Breta. Sendiherra Breta á Rússlandi, hefir verið kvaddur heim. Upphaflega var það til þess, að gefa skýringar um mál Englendinganna, sem hneptir voru í fang- elsi á Rússlandi. Nú hefir þó svo orðið, að sendiherrann fer ekki til baka. Og á þinginu á Bretlandi, er alvarlega rætt um að slíta bæði verzlunar og stjórnar- farslegu sambandi við Rússland. Englendingarnir Allan Monkhouse og Charles Nordwell, formenn brezku raf- virkjunar stofnunarinnar á Rússlandi, eru kærðir um að hafa haft f frammi skemd- ir á opinberum mannvirkjum, einkum raflögnum, til þess að afla iðnaðarstofn- un sinni með því atvinnu. Um sannanir fyrir þessu vita menn ekki. En það er og annað, sem í kæru stjórnarinnar á Rússlandi felst. Englendingamir gáfu félagi sínu heima á Englandi upplýsingar um horfur viðskiftarekstursins á kom- andi ári um leið og því voru sendar skýrslur og reikningar yfir starf ársins. Var frá því greint, að horfurnar væru hin- ar glæsilegustu og að hér og þar um Rúss land væri gert ráð fyrir nýju starfi. En þessar upplýsingar voru ekki hjá stjórn- inni fengnar, og við lög varðar þar að gefa sh'kar upplýsingar án vitundar stjórnarinnar. Að hafa orðið brotlegir í þessu efni við lögin, játa Englendingarnir, því þeir vissu ekki, að þeir væru með því að fremja lagabrot. En það eitt skipar þeim á bekk með njósnurum. Þegar Englendingar höfðu verið hneptir í varðhald, var byrjað að yfirheyra þá. Var Mr. Monkhouse f 18 klukkutíma í vitnastúkunni á einum sólarhring og lionum ekki gefin hvíld til að matast, öðru vísi, en það sém hann gat upp úr hnefa sínum stýft meðan yfirheyrslan fór fram. Var klukkan orðin 3 að nóttu, er hvíld var tekin, en næsta dag var hann sóttur klukkan sjö að morgni, og stóð yfirheyrslan þá, sem daginn áður, yfir í 17 klukkustundir uppihaldslaust. Þetta skoða Bretar óhæfu f málarekstri og það er ef til vill það, sem espað hefir þá gegn Rússum meira en nokkuð annað. Auðvitað gera þeir heldur ekkert úr því, að menn bessir hafi verið að njósna nokk- uð, eða að gefa upplýsingar, er þvf nafni geti heitið. Heldur geta þeir ekki látið sér koma í hug, að þeir hafi haft skemdir í frammi á mannvirkjnm landsins. En enda þótt svo væri, virðist það rússnesku stjórnarinnar að dæma um það, en ekki Bretastjórnar. Það mundi engin þjóð, og Bretar ekki sjálfir, taka því með góðu, ef önnur þjóð færi að skifta sér af því, svo að hún fengi ekki óhinruð að koma réttvís- inni fram gagnvart mönnum, sem hún grunar um glæpsamlegt framferði. Að því leyti til er málstaður Breta veikur. Framhjá hinu er skiljanlegt að þeir geti ekki þegjandi gengið hversu réttarfarið á Rússlandi stingur mjög í stúf við venjur sem réttarfari eru samfara á Bretlandi. Bretum finst af þvf þeir eru öðru vanir, sem réttarfar Rússlands sé strangt og að hinum ákærðu sé ekki gefið nægilegt ráðrúm til að verja sig eða ekki eins og þeir álíta að eigi að vera gert. Verður því heldur ekki neitað, að yfirheyrsla Mr. Monkhouse ber það með sér. Afleiðingin af þessu er svo sú, að Bret- ar efast um, að næg ástæða sé fyrir kær- unum sem á Englendingana eru bornar af rússnesku stjóminni. Rétt&rhaldið alt kemur þeim þannig fyrir sjónir. Og svo langt gengur nú blaðið “Times” í Lundúnum, að það kveður kærurnar hafnar með það fyrir augum, að æsa rússnesku þjóðina gegn þeim löndum, er annað fyrirkomulag hafa en Rússland. Kveður það Rússa hafa að því unnið um hríð. Þjóðina heima fyrir telur blaðið nú orðna eyrðarlausa og óánægða út af ástandinu, og eina ráðið til að beina hug- um hennar frá sínum eigin erfiða hag, sé að espa hana gegn öðrum þjóðum. Þetta kveður blaðið ástæðurnar fyrir kær- unum á þessa menn. Það sé ekki vegna breytni þeirra að hún hafi komið fram Það sé auðsætt af því, hvernig bæði rúss- neski utanríkismálaráðherrann, Litvinoff, og stjórnarblöðin taki í málið, að þetta eigi að verða til annars og meira, en að hegna þessum mönnum. Það á að verða til þess að uppræta sambandið milli brezku þjóðarinnar og Rússlands. Svör þeirra eru fullkomlega storkandi fyrir brezku þjóðina, og þau sýna með þeim, að rússneska stjórnin lætur sig engu skifta, er alveg kæringarlaus um það, hverjar afleiðingarnar verða. Þeim stendur alveg á sama hvort Bretland segir upp viðskifta og stjórnarfarslegu sambandi við Rússland. Það á aðeins að nota það, ef til þess kemur, sem ljóst dæmi af því, að aðrar þjóðir heimsins séu að sameina sig gegn Rússlandi. Það er það eina, sem sameinað gæti hina sundr- uðu hugi rússnesku þjóðarinnar og dregið athygli hennar frá hennar eigin kjörum sem stendur. Þannig líta Bretar eflaust á þetta mál. Það er sagt að samkomulag Breta og Rússa hafi ekki verið sem bezt í seinni tíð. Héldu ýmsir fram, áður en þetta sérstaka mál kom upp, að dagar viðskifta sambands landanna væru þegar tldir. Er nú ef til vill að því komið. En hvaða áhrif hefir það út á við? Eflaust mikil. Aðrar þjóðir hljóta að verða varfærnari í viðskiftum sínum við Rússland eftir en áður. 1 Kína og Japan vita allir hvernig ástatt er. Allar stór- þjóðir heimsins eru þar með hugann, hvort sem lengur eða skemur dregst, að þær stökkvi hver á aðra eins og grimmir kettir. Því hlýtur og nokkur sundrung að fylgja heima fyrir áður en út í það versta er komið. Getur þessi deila sem nú er komin upp milli Breta og Rússa, ekki verið eitt af þeim forspilum stærri tíðindanna? ER LfF Á ÖÐRUM HNÖTTUM? Lengi hefir hugmyndin um það að líf muni vera til á öðrum hnöttum en þess- ari jörð, verið rík í hugum manna. Og hún er þeim ef til vill ofar í huga þessa stundina, en nokkru sinni áður. Ástæðan fyrir því er sú, að nýlega hefir maður að nafni Charles B. Lipman, prófessor í lífeðlisfræði við háskólann í Califoraía gert mjög athyglisverðar rann- sóknir í þessa átt. Allir þekkja stjörnuhröp. Á þeim stend- ur þannig, að smáhnettir sem til og frá eru í geimnum innan þessa sólkerfis, verða iðulega á leið jarðar á braut hennar umhverfis sólina, og haldast þá ekki við og falla til jarðar, er þeir koma of nærri jörðu. Einkum fer jörðin gegnum hópa þessara smáhnetta í ágústmánuði og nóv- ember mánuði ár hvert. Eru stjörnuhröp os bá tíðari en á öðrum tímum. þó ávalt meg-i heita að þeirra sé vart. Svo mikið er til af þessum smáhnöttum um geiminn. Þeir eru misjafnir að stærð, en þeir sem hér um ræðir eru sjaldnast stærri en björg er úr fjöllum hrapa. Eru þeir því loftsteinar kallaðir. Víga hnetti var einn- ig algengt að heyra menn segja frá að þeir hefðu sér, er stjörauhröp urðu. Þessa löftsteina er þannig falla til jarðar, hefir vísindamenn mjög munað í ið rannsaka. Hafa athuganir prófessors Lipman lotið að því að komast að hvort ekki gætu lífverur leynst í þeim. Er hann nú kominn að þeirir niðurstöðu, að gerlar eða örsmáar lífsverur, ósjáanlegar með beru auga, séu í loftsteinunum. Hann hefir tekið loftsteinana um leið og þeir hafa komið niður, einangrað þá á þann hátt, að lífverur á þessari jörð hafa ekki að þeim komist. Kvað hann hafa geril-sneytt þá utan og með því eins oft drepið lífverur, er með þeim hafa bor- ist hingað, sem þær, er þangað komust eftir að til jarðar kom. En þrátt fyrir % það hefir hann að þeirri raun komist, að loftsteinarnir voru iðandi af smálífsverum eða gerlum . Hvað sannar þetta? Sé hægt að treysta rannsókn prófessors iLipman, sannar þetta, að líf hafi verið á þesum smáhnött- um úti í geimnum, áður en þeir duttu til jarðar. Og með því er þá einnig fyr- sta áþreifanlega sönnunin feng- in fyrir því, að líf sé annar staðar til en á þessari jörð. Þó loftsteinar þessir séu oft svo litlir að þeir leysist alger- lega upp, er þeir falla til jarð- ar, er hitt einnig til að þeir logi aðeins utan, en, hafi ekki skaddast að innan við hitann af loftþrystingnum á fallinu. Og það. hefir gert kleift að rann- saka þetta. ITdodds ^ fKIDNEY |h k,LLM U M Af'Jl I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’» nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — E>ær eru til sölu i öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint fr& Dodds Medicine Company, Ltd.. Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. Svo er talið að smáhnettir þessir séu hluti af sólkerfi voru og gangi eftir sínum brautum umhverfis sólina, eins og jarð hnettirnir. Þó er ekki tekið fyrir, að þeir kunni áð vera frá öðrum sólkerfum komnir einn- ig. Vegna þess hve litlir þeir eru, eru þeir á valdi annara stærri hnatta er nærri þeim koma. Svo að eitthvað af þeim geti vel verið lengra aðkomið. En þá eru líkumar orðnar sterkar fyrir því, að það sé ekki einungis um líf aö ræða á þessari jörð og jarðstjörnum í þessu sólkerfi, heldur einnig í öðrum sólkerfum. Gerlar geta lifað í kólgu- grimd svo tímum skiftir. Við háskólann í Toronto í Canada, var sannað fyrir nokkru, að þeir lifðu í helíum-lög í 450 gráða frosti fyrir neðan núll mark. Og meiri kulda hafa þær ekki reynt á þessum smá- hnöttúm úti í geimnum. Annað sem eftirtektavert þyk- ir við rannsókn þessa, er það að gerlarnir eru ekki sagðir ó- svipaðir gerlum á þessari jörð. Mætti að því ætla að lífið á öðr- um hnöttum ætti sömu þroska leiðina og lífið hér, og að þar sem þroskaskeiðið hefir orðið eins langt og hér, geti um verur skynigæddar sem menn hér eru einnig þar verið að ræða. Vísindamenn hafa engu sleg- ið föstu enn um þessa niður- stöðu Lipmans. En ítarlegar til- raunir verða gerðar, til þess að ganga úr skugga um, hvort honum hafi hvergi mistekist rannsókn sín. Þegar því er lokið, og beri þeim saman, er ekki um það að villast, að Lip- man hefir stigið fyrsta sporið til þess að sanna með rökum, að líf sé á öðrum hnöttum. Og ótal rannsóknarefni eru mönnum þá lögð upp í hendur með þessu. T. d. verður þá fariö að rannsaka, hvort þessir gerlar, sem til hafa orðið úti í geimnum, geti valdið sjúkdóm- um hér. Telja menn þó ólíkt, að þeir eigi svo mikið sameigin- legt við jarðlífið, að þeir valdi sýki nokkrum lifandi verum á þessari jörð. Úr “Popular Sciencé” SMÆLKI Á spjaldi í glugga 4 mat- söluhúsi í San Francisco stend- ur: “Vér vitum að ávísan yðar er góð, en vér treystum ekki bönkunum.” * * * * Á boðspjöldum í Hollywood má nú oft lesa: Aðgöngumiði fyrir handhafa og eina! konu. * * * Dr. Carl S. Patton sóknar- prestur hitti einu sinni bónda er sagðist drekka 15—20 bolla af kaffi á dag. “En”, spurði Mr. Patton, “heldur það þér ekki vakandi?” “Það hjálpar ótrú- lega,’ ’svaraði bóndi. • * « Betra er að vera kistulagður í gröfinni en að dragast ofan- jarðar ástarlaus og vonlaus. “GALDRA LOFTUR” Tónskáldið sem sendir frá sér ódauðlegt listaverk, á það undir þjálfun og túlkunargáfu söngv- ara og hljóðfæraleikenda, hvern- ig meðferð og áhrif verka hans berast út á meðal fjöldans. Það hefir verið sagt, að hljómarair séu Ijóðunum vængir. En svo best fá þeir vængir notið sín, að á svif þeirra sé þrýst sál og andardrætti snillingsins, er verk- ið samdi. Leikritaskáldið á hér ekki ó- skilt mál. Sala leikrita mun yfirleitt vera lítil, samanborið við útbreiðslu annara skáld- verka. Leikhúsin eru meðal- gangarinn milli höfundarins og fjöldans, þar sem persónugerf- ingar skáldsins íklæðast holdi og blóði. Velkist því engin f vafa um það, hversu mikilsvert það er fyrir skáldið og gildi iðju hans, að trúlega séu túlkaðar persónur hans, á leiksviðinu. Jóhann Sigurjónsson hefir átt því láni að fagna — svo sem eg fæ best skilið — að jafnan hefir verið vandað til sýninga á leikritum hans. Annað en það bezta hefir ekki þótt sæma slík- um höfundi. Það kann því að hafa þótt nokkur dirfska, er fá- mennur flokkur manna, mitt í dreyfingunni og félagslegum örðugleikum hér vestan hafs, færðist í fang að sýna hið stór- fenglega verk Jóhanns: “Galdra Loftur”, því kunnugt var þeim fyrirfram, er eitthvert skin báru á málið, að eigi dugði að kasta höndunum að slíkri sýningu, að leikenda vali né útbúnaði, ef höfundinum og verki hans átti að vera nokkur sómi sýndur.— En nú hefir þessi leiksýning farið fram sem kunnugt er, hjá leikfélagi Sambandssafnaðar, 4. og 5. þ. m., fyrir troðfullu húsi bæði kvöldin, og við nokkurn- vegin einróma aðdáun þeirra er á horfðu, svo langt sem eg hefi fregnir af.— Tjaldið dregst til hliðanna. Sviðið er stofa ráðsmannsins á Hólum. Sex ölmusumenn bíða þar biskupsins og brátt bætist hinn sjöundi við; er sá blind- ur og leiddur til sætis af 10 ára stúlku, dóttur-dóttur hans (Matthildur Kvaran). Biskupinn kemur inn á svið- ið í messuskrúða (Ragnar Stefánsson) og úthlutar ölmus- um. Mættu allir biskupar heims- ins vel við una að hafa Ragnar Stefánsson fyrir málsvara, svo prúðmannlega gengdi hann biskups embættinu, þessa stuttu stund, er hann réði yfir Hóla- stóli. Biskupsfrúin (Miss Elín Hall) kom og inn á sviðið í svip. Framganga hennar var skörugleg, sem vera bar. Það var andlegur og líkamlegur ver- gangsbragur á ölmusumönnun- um; fingraför örbrigðar og þess aldarfars, sem engu lætur sig skifta þó hinir máttarminni dragnist niður í andlega og lík- amleka vanrækslu og óþrif. Þó var látbragð hins blinda ölmusu manns frábrugðið hinna. Þar vottaði fyrir leifum af mann- dómi. Tal hans stillilegt og greindarlegt. Þegar hann geng-

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.