Heimskringla - 12.04.1933, Síða 6

Heimskringla - 12.04.1933, Síða 6
«. StÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. APRÍL 1933 JON STRAND Saga eftir PAUL TRENT. Þýdd af G. P. MAGNÚSSON. Jón þagnaði snögglega er hann beyrði að barið var að dyrum. Það var Philip. “Hr. Cobden vantar að tala við yður hr. Strand,” sagði Philip. ‘‘Eg sagði honum að þér væruð vant við látinn nú sem stæði, og vantaði hann þá að vita hvað yrði þar til þér gætuð talað við hann.” Jón sneri sér að Gerald og horfði fast í augu hans. Það var margt, sem falst í því augnaráði. “Vinurinn, sem þér svikuð, luguð að, stálu frá og eyðilögðuð er hér við dyniar, á eg að skýra honum frá tilboði yðar til mín? Á eg að leyta hans ráðleggingar í málinu?” spurði Jón. Southwold svaraði engu. Andlit hans gekk alt í bylgjum, sem stórsjór. “Eg hefði ekki átt að koma hingað,” sagði hann svo án þess að.láta sem hann hefði nokk- uð tekið eftir spurningum Jóns. “Á eg að bjóða herra Cobden að koma inn?” spurði Jón. “Þess gerist engin þörf. Það hefði hvor- 'Ugur okkar neitt gott af því. Þér hagið yður eins og barn, Jón. “Philip, farðu og segðu hr. Cobden að eg komi að tala við hann eftir nokkrar mínútur,” sagði Jón, og sneri sér svo að Gerald. “Getur yður undrað það, þó eg beri heift og vantraust til yðar? Til yðar, sem eyði- lögðuð líf þess manns sem var bezti vinur yðar og líf þeirrar konu sem hann unni.” “Eg hefi ekkert reynt að verja framkomu mína gegn þessum manni, og geri það ekki frammi fyrir yður. Góða nótt.” Jón fylgdi Gerald til dyra og fór svo að finna gamla Cobden, en hann gat ekki í- myndað sér hvað hann vildi sér um þetta ieyti, sem hans vani var, að vera kominn í rúmið. “Eg hefi hlerað að ungfrú Mason hafi gert Joyce tilboð um, að koma til sín og lifa með sér. Eg held að hún ætti að taka þessu boði tafarlaust,” sagði Cobden við Jón er hann kom inn í herbergið. “Vantar þig að verða af með Joyce af heimilinu?” spurði Jón undrandi. “Hvaða fjarstæða, drengur. Eg hefi fram- tíð hennar í huga, en ekkert annað. Ef eg skyldi nú hrökkva upp af bráðlega, sem alveg eins vel má gera ráð fyrir að verði, því eg er orðinn gamall maður, — þá yrði hún að fara og vinna fyrir sér sjálf, og--” “Það væri ekki nauðsynlegt fyrir hana að gera það ,svo lengi sem mín nyti við,” svar- aði Jón. “Þú þekkir ekki Joyce. Þú yrðir sá síð- asti maður, sem hún mundi biðja um, eða þiggja aðstoð frá. Eg held jafnvel að henni finnist hún vera byrði á mér, en það er heimskulegt, þar sem hún gerir meir en vinna fyrir sér hér á heimilinu. Hún er aldrei iðju- laus allan daginn, sjá breytinguna, sem orðin er á öllu hér í húsinu síðan hún tók að hirða um það.” “Hví óskar þú þá að senda hana frá þér?” “Til þess, að hún fái tækifæri að læra sem mest af kvennlegum listum. Þetta er ekkert heimili fyrir unga stúlku að alast upp á.” “Hefir þú talað um þetta við Joyce sjálfa?” “Ungfrú Mason sagði mér að hún hefði gert Joyce þetta tilboð. En eg aðeins mintist lítilsháttar á það við hana þegar eg kom heim. En hún fór þá strax að gráta.” “Eg geri ráð fyrir að henni hafi fundist, að þú álitir að hún væri til þyngsla og örðug- leika á heimilinu.” “Eg veit við hvað þú átt, Jón. En það er ekki rétt skoðað af þér. Jafnvel þó hún væri hér ekki mundi eg ekki hverfa aftur að mín- um fyrri háttum. Nærvera hennar hefir kent mér-----” “Eg átti ekki við það, sem eg þykist skilja að þú eigir við. En láttu hana ekki fara af heimilinu. Eg er sánnfærður um, að við söknum hennar báðir ef hún fer, og þar að auki veit eg að henni líður betur hér hjá okkur, en henni mundi líða nokkurntíma hjá ungfrú Sylvíu Mason,” sagði Jón hugsandi. “Hvað sem því líður þá liggur ekkert á. að afráða neitt um þetta nú. En eftir á að hyggja, hver var það, sem var hjá þéf áðan inn í herberginu þínu?” spurði Cobden. “Það var Gerald Southwold.” Cobden kiptist við í sætinu og leit spyrj- andi augum til Jóns. “Eg vona að þú hafir ekki heyrt neitt af því, sem hann sagði. Hann var enn að reyna að komast að samningum við mig. En eg sat við minn keyp og neitaði öllum tilboðum hans. Eg sagði honum að nú vissi eg alt um breytni hans við Marían, pg gaf honum ljóslega ur hans. “Eg veit ekki hversu hyggilegt það hefir verið af þér að minnast á Marían. Jæja, hvað um það. Góða nótt og góða lukku á morg- un, Jón.” Næsta morgun heimsótti Jón alla kjör- staðina og var honum tekið með fögnuði al- staðar. En þegar fór að líða á daginn, kom hann að máli við umboðsmann sinn, er sagði honum að hann hefði ekki eins góða von um sigur nú, sem áður. “Eg tel enga von um sigur, svo að þú mátt búast við því versta,” sagði umboðsmað- til kynna hvaða álit eg hafði á honum.” “Við höfum gert alt sem við höfum getað svo við getum naumast kent okkur um ósig- urinn ef hann verður upp á teningnum,” sagði Jón glaðlega. Eitt sinn fór Jón þar fram hjá, sem Cora var með Sylvester í bíl og honum til stórrar undrunar veifaði hún hendi til hans. Sylvía ferðaðist milli kjörstaðanna þennan dag og var Joyce með henni. Þeim vár sérlega vel tekið ■ af öllum sem þær töluðu við. Loksins kom að því að klukkan yrði átta um kvöldið og kjörstöðum öllum var lokað. Þingmannsefnin fóru nú öll til bæjarráðshúss- ins, því þangað áttu úrslitin að sendast jafn- óðum og búið var að telja á hverjum kjörstað. ‘Williamson var glaður og spaugsamur við alla er hann mætti, en Jón var alvörugefinn og þurlegur í viðmóti. Sylvester gaf sig ekki á tal við nokkurn ttiann, nema umboðsmann sinn. Það var nokkuð langur tími sem bíða varð eftir því að úrslitin kæmu frá öllum stöðunum svo aðal útkoman yrði gerð kunn. Umboðsmaður Jóns kom til hans meðan á talningunni stóð og var honum mikið niðri fyrir. “Sylvester er alveg úr sögunni,” sagði hann. “Hann er orðinn langt á eftir, en þið Williamson eruð alveg hnífjafnir.” Kaldrandalegt bros lék um varir Jóns, en hann sagði ekkert. Hann var búinn að búa sig undir það, að heyra ósigur sinn. Verst hefði honum þótt að tapa fyrir Sylvester. Svo kom umboðsmaður hans með bréf-. miða og fékk honum. Á hann var ritað út- slitin og staðfest af kjörstjóra rétt að vera. Þannig höfðu kosningarnar farið: Williamson .................... 5,462 atkv. Strand ........................ 5,450 atkv. Sylvester ....................... 2,179 atkv. “Eg þakka þér fyrir góða frammistöðu,” sagði Jón góðlátlega og sýndi þess engin merki, að honum félli þungt að tapa. “Eg hefði ekki getað ákosið mér betri umboðs- menn er þú hefir reynst.” “Útkoman er bara skammarleg, og ef það hefði ekki verið fyrir það að Sylvester var að reka nefið í þessar kosningar þá hefðir þú haft um tvö þúsund atkvæði fram yfir William- son. Mannfjöldinn hópaði sig saman fyrir utan bæjarráðshúsið og sást nú hvar Williamson var kominn upp á handriðið við framtröppurnar og ávarpaði fólkið þaðan. Hann þakkaði því fyrir drengilegan stuðning við kosningarnar. Það var eins og enginn tæki neitt eftir því, að hann væri að tala, engin fagnaður eður gleði óp heyrðust frá nokkrum manni. Svo heyrðist hrópað á Strand að koma og tala til fjöldans. Hann sté svo upp á hand- riðið sem Williamson hafði staðið á, en þá byrjuðu fagnaðarlætin og hrópin. Loks tókst honum að fá áheyrn. “Fyrir tiltölulega skömmum tíma síðan, sýnduð þér mér þann heiður, að kjósa mig á þing sem erindsreka yðar. Þér hafið sýnt, að þér hafið metið starf mitt, með því að greiða mér jáfn mörg atkvæði, sem raurt hefir á orð- ið. Eg þarf naumast að skýra fyrir yður á- stæðuna fyrir því, að eg er ekki erindsreki yðar lengur á þingi, Herra Sylvester, sem--” Gremju óp heyrðust frá mannþrönginni og er Jón leit við, sá hann framan í andlitið á þeim manni, sem hafði leigt sig sem verkfæri í hendur forsætisráðherrans, herra Robert Sylvester. Kjörstjórinn kom nú til Jóns, og kvaðst álíta heppilegast að tala ekki meir um málið að sinni, því fólkið væri auðsjáanlega í mikl- um æsing. Sylvester var nú kominn að handriðinu, auðsjáaniega til þess, að stíga upp á það, þegar Jón færi niður af því. “Ef þú veist hvað þér er sjálfum hollast, þá þykist eg vita að þú reynir ekki að tala hér nú,” sagði Jón hæðnislega. Sylvester ypti öxlum og gekk burt, en sagði ekki orð. XXIII Kapítuli Vinir Jóns sögðu við" hann að nú mætti hann til með að koma með þeim til klúbbsins og flytja þar ræðu. Það dygði ekki að láta hugfallast þó svona tækist til í þetta skifti. Jón komst ekki undann því að fara með þeim og var því komið fram yfir miðnætti þegar hann kom heim til sín. “Hvað er að sjá þig maður?” sagði Jón er hann sá Philip. “Hvaða dæmalaus sorgar- / svipur er á þér. Það er rétt eins og þú skildir hafa mist konu þína nú á þessu augnal bliki. Hvað hefir komið fyr- ir þig?” “Þetta er skatíimarlegt. Eólkið veit ekki hvað því er fyrir beztu. Það hagar sér eins og óvita börn,” sagði Philip raunalegur. “Látt þú kosninga úr- slitin engin áhrif hafa á þig, Philip. Eg þarf að hafa skrif- ara þó eg sé ekki þingmaður. En svo segir mér þannig hug- ur um, að það verði ekki langur tími sem hr. South- wold nýtur fjarveru minnar á þingi; ánægju stundin verður honum ef til vill styttri en hann gerir ráð fyrir. Eg fæ sæti einhverstaðar,” sagði Jón glaðlega. j Cobden gekk nú fyrir herbergis dyrnar, sem stóðu opnar, og sá Jón. “Betri lukku í næsta skifti, drengur minn,” sagði gamli maðurinn brosandi. “Máttu ekki vera að koma inn í herbergi mitt fyrir litla stund?” spurði hann svo. “Ekki í kvöld, fóstri minn. Eg er hálf þreyttur og þarf því að fara og hvíla mig,” svaraði Jón. “Joyce hefir grátið hvíldarlaust síðan hún kom heim, flónið litla.” “Segðu henni, að eg sé ekkert óánægður yfir úrslitunum. Góða nótt,” sagði Jón. “Eg vissi alveg að hún mundi taka því þannig ef þú tapaðir í kosningunum,” sagði Philip er þeir voru orðnir einir aftur, Jón og hann. “Þú hefir unnið hart í dag, Philip, og ert eflaust orðinn þreyttur, er því bezt fyrir þig að fara nú að hvíla þig,” sagði Jón. Jón andvarpaði mæðulega er hann var orðinn einn. Hann fann að ósigurinn hafði meiri áhrif á sig, en hann vildi viðurkenna fyrir vinum sínum, og meir en hann sjálfur var var við meðan hann var með hinu fólkinu. Þetta var hans fyrsta fail og með því breyttust allar hans framtíðar vanir. í huga sínum sá hann nú Southwold með sínum vinum sigrihrósandi. Ef hann hefði nú þegið boð hans, þá væri hann óefað þingmaður nú. Nei, hann gat ekki hugsað til neinnrar samvinnu við þann mann. Og er hann hafði hugsað um þessa hluti fram og aftur frá ýmsum hliðum og fór loksins að hvíla sig, var hann búinn að finna nýjar leiðir og hann sá bjarta framtíð framundan. Árla næsta morgun reis Jón úr rekkju, og fór yfir til hr. Masons. r^ds&sosðsosoððsoðosogcoðoosðeosoeossðsseeððMOðQac^ Robín PW ÚR ÞESSU MJÖLI FÆST BRAUÐ OG KÖKUR að undirbúningi kosninganna. Það var á I flestra vitorði þar í bænum að hr. Mason hefði keypt járnverkstæði þar og að Jón væri eins- konar félagi hans. Litu því margir þannig á, að Jón væri einskonar verkveitandi þar í bæn- um. Morguninn eftir byrjaði starfið fyrir al- vöru og um miðdaginn er menn höfðu lokið 'máltíð sinni þar í verkstæðinu, hafði Jón fund með þeim. Honum var vel tekið og menn hlustuðu á hann með sérstöku athygli. Allir voru búnir, að frétta, að hann hefði tapað kosningunni í Midham þar sem Sylvester sótti einnig á mót honum, og skildist mönnum, að þar hefði Sylvester verið notaður af forsætis- ráðherranum, sem verkfæri til að útiloka Jón ef hægt væri, og að hér hefði honum verið geymt sæti, þessvegna hefðu kosningarnar ekki verið látnar fara fram á sama tíma. Þegar Jón kom til baka á gistihúsið, varð hann þess vísari, að Sylvía Mason var þangað komin, og að dæma af öllum þeim kistum og farangri er þar var, alt merkt með hennar nafni, var auðséð, að hún ætlaði sér að dvelja þar nokkra daga, að minsta kosti. Og er hann kom inn í setustofuna, varð hann ekki lítið forviða er hann varð þess var að Joyce hafði komið með henni. “Við komum til þess, að hjálpa við kosn- inguna, ef við gætum eitthvað gert,” sagði Sylvía. “Philip var svp vænn að taka okkur með sér.” “Stóð frænda þínum á sama þó þú færir þetta?” spurði Jón Joyce. “Já, já. Hann meira segja var að tala um að koma sjálfur á eftir og hjálpa alt sem hann gæti. Hann sagðist eiga hér nokkra kunningja sem væri, ef til vill, ekkert úr vegi að hann talaði við. Heldurðu ekki, að þú hafir gott tækifæri að vinna kosninguna hér?” spurði Joyce með ákefð. “Þér virðist ekki vera sérlega hnugginn yfir úrslitunum,” sagði miljóna mæringurinn er Jón kom inn glaður að vanda. “Nei, alls ekki. En nú er eg að hugsa um • að skreppa burt úr bænum fyrir nokkra daga, ef þér getið mist mig,” sagði Jón. “Einmitt það? Og hvert er ferðinni heit- ið?” “Til Loamborough.” “Það er dálítið merkilegt. Eg hefi samið * um, að kaupa stálverkstæði þar nyrðra. Samn- ingarnir eiga að undirskrifast í dag,” sagði hr. Mason hálf undrandi. “Það eru ágætis fréttir. Þér munuð þá geta hjáipað mér. Þér vitið hver er þingmað- ur fyrir norður Loamshire, sem Loamborough tilheyrir?” “Er það ekki vinur yðar hr. Sylvester? Faðir hans á stórt verksæði þar út frá.” “Jú, það mun rétt vera. Útnefning í því kjördæmi fer fram á morgun, og það er svo til ætlast af hr. Southwold að Sylvester nái þar útnefning mótsóknarlaust úr því hann tapaði kosningunni í Midham,” sagði Jón. “Nú skii eg. Haldið þér, að það sé ef til vill tækifæri fyrir yður að ná því sæti?” “Eg hefi ákveðið að reyna það. En það er áríðandi að halda fyrirætlun minni leyndri þar til eftir útnefning. Mig vantar ekki að fá þriðja manninn útnefndann þar. Eg vil síður yerða þriðji maður í ánnað sinn við kosning- ar.” Að kvöldi þessa dags komu þeir hr. Mason og Jón til Loamborough, og áður þeir fóru í rúmið um nóttina voru þeir búnir að undirbúa alt. Þeim gekk ekki illa að finna málsmet- andi menn þar í bænum, sem viljurir voru að skrifa undir útnefninga pappíra Jóns og næsta morgun var þeim komið inn á skrif- stofuna af Jóni sjálfum. Er hann var að af- henda pappírana, kom Sylvester inn í skrif- stofuna. Hann varð meir en lítið undrandi er han sá Jón þar. “Hvað ert þú að gera hér?” spurði hann, grimdarlega með fyrirlitningarsvip. “Eg kom til þess að þú hefðir við eitthvað að etja. Eg veit að þér hefði leiðst að berjast við skuggann þinn. — Og kanske tapa,” síð- ustu orðin sagði Jón eins hæðinslega Og hann gat. Sylvester hló, en það var auðheyrt að það var uppgerðar hlátur. Svo gekk hann fram hjá Jóni inn í aðalskrifstofuna, en Jón fór yfir á gistihúsið og byrjaði strax að starfa “Eg vona það. Hér hafa ekki verið kosn- ingar í fleiri ár. Þingmenn þessa kjördæmis hafa náð sætinu mótsóknarlaust, ár eftir ár.” “Ungfrú Cora er hér. Hún heldur til hjá Loamshire lávarði í kastalanum. Eftir á að hyggja, hefir þú heyrt að hún er trúlofuð Sylvester? Það var opinberuð trúlofun þeirra í gærkvöld,” sagði Sylvia. Þessi frétt hafði mikil áhrif á Jón, en hann reyndi að hafa vald á tilfinningum sínum, því hann vissi að þær horfðu báðar á hann Sylvia og Joyce. “Eg óska að þau verði lukkuleg í hjóna- bandinu,” sagði hann lágt, og eins og meir við Sjálfann sigj en þær. “Hún á ekki skilið að verða lukkuleg í hjónabandi sínu,” sagði Joyce og roðnaði út undir eyru er hún tók eftir hvað hún hafði sagt. “Hversvegna ekki?” spurði Sylvía. Joyce vildi ekki segja: “af því að hún fór illa með Jón í ástarmálum,” svo hún svaraði engu. Strax eftir kvöldverð fóru þeir Jón og Philip út því mikið var til að gera og engan tíma mátti láta ónotaðann ef sigurinn átti að verða Jóns. Sylvía og Joyce fóru einnig lit og leituðu uppi kosninga skrifstofu Jóns. Þær töluðu lengi við umboðsmann hans og fengu hjá honum allar nauðsynlegar upplýsingar við- komandi starfinu sem þær gætu helst leyst af hendi til hjálpar næsta dag. Jón hafði fengið þann sama mann fyrir umboðsmann sinn hér, sem hann hafði haft. í Midham. Hann þekti þær því báðar og tók þeim mæta vel. Er þær fóru til baka að gisti húsinu, fóru þær framhjá kosningastofu Sylvesters. Þar fyrir framan á götunni stóð stór bíll. ‘‘Þekkirðu ekki þennan bíl?” spurði Syl- vía. Er þær komu nær, sáu þær að þau Syl- vester og Cora komu út. Cora kom auga á þær og þekti þær strax. Gekk því í áttina til þeirra . “Eg óska yður báðum til hamingju,” sagði Sylvía og brosti til Sylvester. “Þakka þér fyrir,” svaraði hann, en það var eins og stæði kökkur í hálsinum á honum er hann talaði. “Við ætlum nú að láta yður tapa þetta skifti,” sagði Sylvía með storkandi hæðnis- brosi.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.