Heimskringla - 26.04.1933, Qupperneq 2
2. StÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 26. APRÍL 1933
RÆÐA
Ásg. Ásgeirsson, forsætisráð-
herra við 1. umr. stjórn
skrármálsins.
Hæstvirtur forseti!
Um leið og eg legg frv. fyrir hv.
deild, þarf ég að fara aftur í
tímann og skýra frá tildrögum
stjórnarskiptanna á síðusta
þingi.
Þegar fráfarandi stjórn hafði
sagt af sér var þess óskað af
Framsóknarflokknum, að ég
reyndi að mynda flokkstjóm
með tsuðingi eða hlutleysi ann-
ara flokka. í viðtölum við Sjálf-
stæðisflokkinn kom það í ljós,
að hann var tilleiðanlegur að
styðja hreina Framsóknarstjóm,
ef Framsóknarflokkurinn vildi
sefia trv°rpririprar fyrir afgeiðslu
kiprdæmamálsins á þingi 1933
á bann hátt. sem um semdist
miili Pnkkanna, éður en stjóm-
jn yr«í mvnduð. Þetta vafð ekki
að ráði Framsóknarflokkurinn
fékkst. ekki til að setia neina
slíka trvggingu eða halda áfram
s^mninaum um málið eins og
þé var komið. Næsta stigið var
stiórnarmvndun um það fyrst
osr frem«t, að biara nauðsyn-
levum fiármálpm þá á þinginu
oor beina buvanum aðallega að
yfirstandandi vandræðum, og
ef*ir nokkra umleitun tókst að
mvnda stjóm með tveimur
mönnum úr Framsóknarflokkn-
um og einum af Sjálfstæðis-
manna hálfu. Um þetta sagði eg
í ræðu. er eg hélt þá við stjóra-
armyndunina:
“Núverandi stjóm er fyrst og
frerrst mynduð ýmist með
«t.uðningi eða hlutleysi mikils
meirahluta þingmanna, til að
greiða sem bezt úr þeím örðug-
leikum. sem umkringja oss á
alla veeru. Horfumar eru svart-
ar. Minkandi toll- og skatt-
tekiur ríkissjóðs og marghátt-
aðir erfiðleikar atvinnuveganna
t;l lands oe sjávar blasa við
'þjöðinni, lækkandi verðlag á út-
flutningsafurðum og hækkandi
tollar í þeim löndum, sem vér
skiftum við. Hin nýja stjórn
telur sér skylt að gæta alls þess
sparnaðar, sem við verður kom-
ið án vansæmdar, og hafa vak-
andi augu á afstöðu atvinnuveg-
anna um viðskifti við önnur ríki
og gera í því efni allar þær ráð-
stafanir, sem í hennar valdi eru,
til að hlynna að atvinnuvegun-
um”.
Þetta var höfuðtilgangur
stjónarmyndunarinnar. Um
stiórnarskrármálið náðist þá
ekkert samkomulag milli þing-
flokkanna.
Mér hefir það að vísu lengi
verið ljóst, að til vandræða hefir
horft um skipun Alþingis og
kjördæma. Eg var raunar ráð-
inn í því áður, að leggja mitt lið
— þó að það skifti ekki miklu
til þess, að úr þessu vandamáli
þjóðarinnar yrði leyst með sam-
komulagi milli flokkanna, og þá
helzt allra. Um það leyti sem
stjómarmyndun tókst, átti eg
tal við fulltrúa Sjálfstæðis-
o^irksins í stjóminni um stjórn-
°'*r'krármálið. og við urðum á-
c.A+Hr nxn að lerrrria fyrir- r>æst"
bin°r frv. til stiórnarskin'ma^-
1a°,a, sem færi sem næst þeim
till., sem í viðtölum flokkanna
á síðasta þingi virtust líklegast-
ar til að geta orðið til sam-
komulags.
TTrv> bett.a atriði sseði eg í
"•æðu þeirri. er eg eat um:
“Persónulee'a hefði belzt
kosið að ssmninsrar befðu uáðst
'"i affTeiðslu stióraarskrár og
"járméla án stiórnarskifta. En
bví vg.v ekki að fasrna. Það öng-
bveiti, sem málefni þjóðarinnar
bafa komist í á þessu þingi,
1!,gg;ur ekki eingöngu í þeirri
á.berzlu, sem þin'rflokkarnir
T>afa laot á.mil sín. heldur ov f
"’álfri stiórnarskipun landsins
Sambland kjördæmakjörs og
landkjörs með þeim hætti, sem
nú er, og skipun deilda þings-
5ns. get.ur leitt til hins sama
önnþveitins hvenær sem er, og
heldur útlit fyrir, að sú hætta
aukist, en að úr henni dragi. Eg
b't svo á, að skylt sé að gera
þær breytingar á kosningatilhög
un og skipun þingdeilda, að sem
mest trygging verði fyrir því að
Albingi verði á hverjum tíma
starfhæft, enda verður það ekki
brakið með rökum, að jafna beri
kosningarrétt þegnanna frá því
sem nú er. Eg tel mér því
skylt sem stjómarforseti, að
leggja fyrir næsta þing frv. til
laga um breyting á stjómskip-
unarlögum ríkisins, sem feli í
sér sanngjarna lausn þessara
mála.”
Móðurmálið
Uppi’ í glæstum Gimli sölum,
guðir sitja leiðarþing.
Niðri í heiðum Dofradölum,
dunar þeirra boðsending:
Vígt í eldi árdagsroða,
unaðsrödd í bamsins sál.
Yður sendir gylfi goða,
guðum helgað tungumál.
Gjallarhorn með gullnum hljómi
glymur yfir sæ og strönd:
Sigurmál í sakardómi,
söngsins mál um Norðurlönd.
Móðir lista í ljóði og sögum,
lýðræðisins sifjaband.
Þjóðartunga í Þrændalögum,
Þorfinns mál við Helluland.
Djúpt í þínar mannlífsmyndir,
mótuðust bjartar frelsisþrár.
Inn í Þínar orkulindir,
ófust tímans dularspár.
Tungan, grimm við geirablikin,
grið ei rauf né friðarheit.
Mannorðsdráp og dróttinssvikin
drenglynd göfgi fyrirleit.
Milli Noregs nausta og skerja,
norrænt mál þú sigur ber.
Þegar feðnr frelsið verja,
föðurlands að afla þér.
Út við rastir íslands stranda,
óðal þinnar giftu lá.
Þar sem upp við svarta sanda,
sól og bára kveðast á.
Fóstrað upp við fjallaelfur,
fossahljóm og lækjanið.
Þar sem jökul þrymir skelfur,
þrýsting elds og kulda nið.
Þar sem inst í þraríasalnum.
Þórsmörk vorsins hörpu slær.
Þar sem efst í Öxnadalnum,
íslenzkt fjallablómið grær.
Þú hefir sýnt í söng og óði,
Sólarljóð og Hávamál. y
Sögu skráð með benjablóði,
Bæði á skjöld og silfurstál.
Hrynja vítt á hveli jarðar,
hljóma þinna stuðlaföll.
Skáldagróður Ska.p'afjarðar,
skrýðir vestræn Klettafjöll.
Eftir myrkur kaldra kvelda,
kviknar morgunskinið bjart.
Vafurlogar langra elda,
lýsa upp næturhúmið svart.
Bragamál í stuttri stöku,
stefjahljómar kvæðalags.
Móðurtunga, vors og vöku,
Völuspá hins nýja dags.
Gunnbjörn Stefánsson
Þetta eru þær yfirlýsingar,
sem á undan eru gengnar. Nú
er frv. fram komið og hér með
lagt fyrir þessa hv. deild. Frv.
er tilraun stjórnarinnar til sam-
komulags . En það er ekkert
|séð fyrir um úrslitin.
Fyrlr þrennar
samstæður af
Poker Hands
Fyrir fimm
samstæður af
Poker Hands
Fyrir eina
samstæðu af
Poker Hands
GEFINS
FYRIR
POKER
HANDS
Fyrir tíu
samstæður af
Poker Hands
Fyrir fjórar samstæður af Poker Hands
Fyrir fimm
samstæður af
Poker Hands
Fyrir eina
samstæðu af
Poker Hands
• Fyrir tvær
samstæður af
Poker Hands
ER FYLGJA KVERJUM PAKKA AF
TURRET FINE CUT VINDLINGA TÓBAKI
Þetta er aðeins sýnishorn þeirra gjafa
POKER HANDS
SAFNIÐ ÞEIM, FÁIÐ VINI YÐAR TIL AÐ SAFNA ÞEIM LÍKA FYRIR YÐUR
Biðjið verzlunarmanninn að sýna yður heildar skrá yfir gjafir þær sem fást fyrir
Poker Hands, sem fylgja Turret Fine Cut vindlinga tóbaki. Þér getið eignast þar
marga góða hluti.
Turret Fine Cut vindlinga tóbak er unnið úr úrvals blöðku — er frægt fyrir mýkt og
llmgæði. Þér getið vafið upp 50 vindlin^a úr 20c pakka.
SAFNIÐ POKER HANDS
Undir lok síðasta þings hafði
enr ástæðu til að ætla, að slík
tilraun sem þessi yrði ekki á-
rangurslaus. En það má vera að
nú séu einhverjar þær stoðir
hrundar, sem eg þá bygði traust
mit.t á. Það kemur í ljós í með-
erð málsins á þessu þingi, hvort
við sama stendur nú eins og þá.
Eins vel eg geta í þessu sam-
bandi, bæði vegna gangs þess-
ara mála á síðasta þingi og
einnig á þessu nýbyrjaða þingi,
og það er það, að eg hefi sízt
trií á, að nokkuð vinnist á með
hótunum. Eg á við það, ef hver
aðili setur slík skilyrði sem
þessi: Ef þú vilt ekki fallast á
kröfur mfnar, þá skal eg valda
þeim truflunum og tjóni fyrir
þjóðfélagið ,sem eg er maður til
í þjóðfélaginu. Ef alt, sem máli
skiftir á þessum hörmungatím-
um er stöðvað af annarlegum
ástæðum, þá bitna afleiðingarn-
ar ekki áeinum þingflokki, held-
ur á allri þjóðinni, kjósendum
allra flokka. Þingið á að leysa
vandiæðin en ekki auka þau.
Hér verður ekki býsnað til batn-
aðar. Það eina, sem getur
skapað samkomulag, er það, að
réttlætistilfinningin dragi hugi
manna í eina átt.
Es: get, á þessu stigi, enga
yfirlýsingu gefið um afstöðu
Framsóknarflokksins til þessa
frv., sem stjórnin leggur fram.
Frv. var samið og fullbúið áður
en bað var sýnt nokkrum flokki
t'l umsagnar. En eg veit þó, að
r.+«"T)o- skilyrði, að því viðlögðu
að valda stöðvun nauðsynja-
mála. munu ekki orka á hug
íokkurs Framsóknarþingman«s.
— Trúa mín er þó £Ú, að á-
standið það sem nú er rfkjandi
í bióðfélaginu, heimti tvenns-
k<->nar jöfnun af því þingi, sem
nú situr. Annað er jöfnun um
atkvæðisrétt og áhrif í þjóð-
félaeinu; en hitt er jöfnun á að-
stöðu f lífinu. Þörfin á hvort-
tveggja þessari jöfnun er svo
rík. að það mun undan láta
áður en langt um líður. Kjör-
dæmamálið og kreppumálin
sækja á með miklum þunga.
Tregðan um það að láta af sér-
réttindum, í hvaða mynd sem
eru, er að vísu sterk, hvort sem
það eru sérréttindi um auð eða
völd. En kröfurnar um það
jafnrétti þegnanna, sem auðið
er að ná — fullkomu jafnrétti
verður aldri náð — bæði kröf-
unrar um áhrif á þing og stjóm,
og kröfurnar um jafnari efna-
lega aðstöðu, eru voldugar, og
munu sigra að lokum, þó að
baráttan verði löng og sé hvergi
lokið. Það er þetta, sem er
uppistaðan í allri stjórnmála-
baráttu, og verður þó að sætta
sig við, að alt verði ekki í einni
svipan.
Núverandi kjördæmaskipun
og þingskipun er ekki eftir
neinni einni meginreglu, sem
unt sé að standa á og víkja
bvergi frá. Þingkjör og þing-
skifting er nú með þeim hætti,
ið það hefir engin flokkur á-
"tæðu til að vera ánægður með
bað. sem er. Kosningaskipju-
’agið er nú sambland af kiör-
Tæmakosningum og hlutfalls-
Vosningum. Hvorugt fyrirkomu-
5agið er hreint, heldur blandað
-aman með undarlegum hætti,
og var ekki þrauthugsað í byrj-
un. Hlutfallskosningar eru í
Reykjavík. En það, sem skiftir
bó mestu máli um þann vanda,
sem við erum rataðir í, eru
eru hlutfallskosningar í lands-
kibri. þar sem landið er eitt
Viördæmi. Út af fyrir sig þurfti
’andkjörið ekki að valda svo
miklum vandkvæðum, ef ekki
bættist þar við, að hinir land-
kiömu þm. eiga allir sæti í Ed.,
•'<r skipa 6 af þingsætum deild-
"rínnar Það eru hlutfallskosn-
ino-ar landsins alls sem eins
kjördæmis, sem ráða úrslitum
um gang mála í Ed. Núverandi
ástand er því það, að hlutfalls-
kosningareru eins áhrifaríkar
um úrslit mála, og sterkari um
''lla neitun en kjördæmakosn-
ingarnar. Núv. ástand er einnig
bað, að kjördæmin eru svo mis-
iöfn að stærð, að það eru alt
frá 50 upp í 2200 kjósendur í
einmenningskjördæmum. En í
Reykjavík koma 3. þús. kjós-
endur á hvern ,þm. Ástandið er
það, að Framsóknarflokkurinn,
sem hefir 36% kjósenda í land-
inu, hefir meirihl. sameinaðs
þings, án þess þó að það komi
honum að fullu liði,. eins og at-
burðir síðustu tíma hafa sýnt.
Framsóknarflokkinn mætti gilda
það einu þótt hann hefði nokk-
uð færri þingsæti. Hans áhrifa-
vald mundi ekki verða minna
fyrir það, máske meira, ef hann
hefði minnihl. þm. eins og kjós-
enda. Meirihluti sá, sem hann
hefir nú, dugir til þess eins að
hrófla upp stjórn, en ekki til
framgangs neinna mála, nema
með liðstyrk annara flokka.
Það er því ekki úr háum
söðli að detta og óhugsandi að
nokkur flokkur geti til lang-
frama haldið dauðahaldi í það
skiplag, sem ekik gefur betri
aðstöðu. Til þess að fá meirihl.
í báðum deildum þyrfti Fram-
sóknarflokkurinn að ná a. m. k.
[ 28 þingsætum samtals. En þó
|að þm. yrði jafnvel fjölgað upp
|í 50, eins og gert er ráð fyrir
að þm. geti orðið flestir í stjórn-
| arfrv., þá þyrfti enginn flokkur
nema 26 þingsæti til þess að fá
| öruggan meirihluta í báðum
deildum.
Þessi ójöfnuður um kjör-
dæmaskipun hefir að vísu lengi
átt sér stað og verið lagfært
með smábótum öðru hvoru. En
þó gætti þess ekki eins meðan
utanríkismálin skiftu þjóðinni f
tvo meginflokka. Þá jafnaðist
tto nokkuð á annan hátt, svo
rsldrei varð mikil háreisti um
mál. En hitt mátti vita,
'A beear samningar voru gerðir
ið Dani 1918, og utanríkismálin
’rírí skiftu þjóðinni lengur í
k>a, þá mundi færast í auk-
in sá ójöfnuður, sem í sjálfu
^inu felst. Þegar nú er
svo komið, að flokkaskiftingin
er mest með tilliti til atvinnu-
vega og hagsmuna , sambandi
við atvinnu manna og lífskjör,
þá er bersýnilegt, að ekki getur
til lengdar staðið óbreytt núver-
andi kjördæma- og þingskipun.
Eg skal játa, að þetta frv. er
ekki samið á þann veg sem
verið hefði, ef einhverjir stjóm-
spekingar hefðu setst niður til
þess að gera tiD. um hið full-
komna skipulag og ekki þurft að
taka landfræðileg, söguleg eða
stjórnmálaleg tillit. Það skal eg
játa, að í frv. er ekki gengið
eftir einni þráðbeinni götu. Frv.
er samkomulagstilraun, og í
því liggur það, að reynt er að
taka hin nauðsynlegustu tillit,
sem bæði viðureign síðustu ára
og þróun kjördæmaskipunarinn-
ar hér á landi krafðist. Eg
fullyrði ekki, að þetta hafi tekist
í öllum greinuin. Það má víkja
við og breyta einstökum atrið-
um, eftir því sem um kann að
semjast í þinginu. En eg full-
yrði þó, að frv. fer í rétta átt,
þá átt, sem “demokratisk” þró-
un hefir jafnan gengið bæði hér
á landi og annarsstaðar. Það
er mikil bót að þeirri skipun,
sem stungið er upp á, miðað við
það sem nú er.
Það eru einkum þrír mögu-
leikar, sem til greina hafa kom-
ið um breytingu á kjördæma-
skipun hér á landi. Einn er sá,
|að landið verði eitt kjördæmi
eins og frv. er borið fram um í
hv. efri deild. Framsóknar-
flokkurinn hefir jafnan staðið á
móti þessari skipun, enda hefir
hún marga galla. Það er víst,
að slík skipun mundi draga úr
áhrifum almennigs og auka
fárra manna vald innan flokka.
Fáeinir menn innan aðalflokk-
anna yrðu einráðir og íhlutun
einstaklinga yfirleitt og þá sér-
staklega þeirra, sem, stjálbýli
búa, yrði stórum minni en nú
er með kjördæmakosningunum.
Flokkaskipun á að vísu fullan
rétt á sér, eins og viðurkent er
í frv. Enda er raunin sú, nú
við landskjörið og þær hlutfalls-
kosningar, sem eiga sér stað, að
það er fyllilega viðurkendur
réttur flokkanna. En flokkarnir
eiga ekki að þroskast skefja-
laust. Það er nauðsynlegt að
setja flokksviðureigninni viss
takmörk og ein af þeim tak-
mörkunum er að láta almenning
í smákjördæmum ráða mestu
um það, hverjir skipa þingflokk-
ana. Þetta fyrirkomulag mundi
ekki taka nægilegt tililt til ein-
stakra héraða, hagsmuna þeirra
og alrar aðstöðu í þjóðfélaginu.
Þekking kjósenda á þm. og við-
kynning mundi verða af skom-
um skamti. Einmenningskjör-
dæmi er ein höfuðtrygging þess
að jafnan séu valdir til þing-
starfa menn, sem liafa aflað sér
trausts og þekkingar á því, sem
starfi þeirra viðkemur.
Önnur aðferðin, sem haldið
hefir verið fram, að hafa fá
kjördæmi og stór með hlut-
fallskosningum, hefir marga
hina sömu ókosti og það að
ilandið sé eitt kjördæmi. 1 öðr-
j um löndum er það eðlilegra, að
jhafa fá kjördæmi og stór og
, hlutfallskosningu. Þar eru víð-
ast hvar hin náttúrlegu héruð
svo mannmörg, að sjálfsagt er
að þau kjósi marga þm., og þá
vitanlega með hlutfallskosningu.
En hér á landi er það svo, að
héröðin eru flest bæði af land-
fræðilegum og sögulegum á-
stæðum svo mannfá, að ekki er
hægt að kjósa nema einn mann
í héraði og flest tvo. Þessi hér-
uð eru búin að fá festu í huga
þjóðarinnar. Sýsluskifingin hefir
þróast um þúsund ár — og það
skal sterk rök til að raska þeiip
grundvelli, ef hægt er að finna
aðra leið til jöfnunar á kosn-
ingarétti manna en að raska
svo fornum grundvelli. Þessi
héruð, sýslufélögin og bæjarfé-
lögin, eru sjálfstæðar fjárhags-
einingar og menningareiningar,
sem orðnar eru samvanar
starfi, og það verða ekki búin