Heimskringla - 26.04.1933, Page 4
4. SÍÐA
HEIMSKRINCLA
WINNIPEXí, 26. APRÍL 1933
'pehnskrmjjla
(StofnuO 1886)
Kemur út á hverjum miðvikudegi.
Elgendur:
THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsími: 86 537
VertS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist
fyrlríram. Allar borganir sendlst:
THE VIKING PRESS LTD.
RáOsmaöur TH. PETURSSON
853 Sargent Ave., Winnipeg
Manager THE VIKING PRESS LTD.
853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFÁN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg.
“Heimskringla” is published by
and prlnted by
The Viking Press Ltd.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man.
Telephone: 86 537
WXNNIPEG, 26. APRÍL 1933
BANDARÍKIN OG GULLIÐ
“Ofkaupa má gullið,” hermir máltækið.
Að Bandaríkin séu komin að þeirri nið-
urstöðu, bera fréttimar þaðan með sér
um það, að þau séu nú horfin frá gullin-
lausn peninga sinna. Vekur þetta eftir-
tektavert, ekki vegna þess, að þess séu
ekki ærin dæmi nú, að þjóðir hafi orðið að
grípa til þessa fangaráðs, heldur vegna
hins, að þær hafa til þess verið knúðar
vegna gullskorts, en Bandaríkin fá það
ekki umflúið vegna þess, að þau hafa
budduna ofbirga af gulli. Það er ekki
öllum í lófa lagið, að koma þessu heim
og saman við dýrkun gull-siðmenningar
vorrar og óskeikulleik hennar, en eigi að
síður, er raunin sú, að það er henni sam-
fara.
En um tilganginn og áhrifin sem búist
er við að þetta hafi, skal nú ofurlítið
minst á hér.
Það er ekkert vafamál, að þessi ráð-
stöfun Roosevelts forseta, að hverfa frá
gullinnlausn, er spor í áttina til þess, að
koma jöfnuði á gengi peninga út um
heim. Sterlingspnudið og canadiski doll-
arinn og peningar annara þjóða, hljóta
að hækka í verði við það, að Bandaríkja
dollarinn lækkar, hversu lítið sem um er
að ræða. Með allan gullforðan sér að
baki, efast að vísu ýmsir um, að gengi
Bandaríkja dollarsins lækki til muna við
þessa stjórnar ráðstöfun. Og það er ef
til vill ekki ólíklegt að ýmsum þyki hann
tryggari en jafngildi hans í eyri annara
landa. Samt hækkaði bæði gengi sterl-
ingspundsins og canadiska dollarsins und-
ir eins um 3 til 5 cents og yfirlýsingin var
gerð um að vikið væri frá gullinnlausn-
inni. Telja menn hér, að Canada græði
á því svo miljónum skiftir á greiðslu lána
sinna í, New York. Sagði ræðumaður í
útvarpið nýlega, að sá gróði næmi 16
miljónum dollara á ári.
Til þess að tryggja það, að þetta ráð,
að víkja frá gullinnlausn hefði sín tilætl-
uð áhrif, ætlar stjórn Bandaríkjanna að
gefa út veltu peninga, til bráðabirgða,
svo að nemur 3 biljónum dollara ($3,000,-
000,000). Það lækkar gengi dollarins á-
reiðanlega. Og með því er takmarkinu
náð, sem fyrir Mr. Roosevelt vakir, að
koma á meiri jöfnuði á gengi peninga út
um heim. Það hefir stundum á þessum
krepputímum verið minst á eina alheims-
mynt, sem nokkra lækningu viðskifta-
kreppunnar. Þarna er þá spor stigið í
þessa átt.
Að hinu leytinu, hlýtur verðhækkun á
vöru og eignum í Bandaríkjunum að
verða afleiðingin af lækkandi gengi doll-
arsins. Urðu þess ljós merki um leið og
vikið var frá gullinnlausninni. Er ekkert
vafamál, að því verði fagnað syðra. Þess-
ara áhrifa varð einnig strax vart í Can-
ada, því verðhækkunin, sem hér hefir
nýlega verið á hveiti, er af þeim ástæðum.
Ti] annarar vöru er ekki heldur ólíklegt
að það nái hér, eftir því sem meiri jöfn-
uður verður á gengi canadiska dollarsins
og hins bandaríska.
Hin nýja viðbót veltufjár, er sögð að
verða í silfurpeningum. Gera menn
sér hér miklar vonir um, að mikið af
silfrinu verði keypt í Canada, sem geysi-
mikil áhrif ætti að hafa á þennan námu-
iðnað hér og sem í þessu fylki, Manitoba,
er nokkuð stundaður. Áhrifin af þessu
spori Roostvelts forset, geta þannig í
ýmsum greinum orðið ákjósanleg fyrír
þetta land.
Það eina, sem menn óttast, er að á-
hrifin af þessu verði ekki varanleg. Er
í því efni bent á hvað orðið hefir í Ástral-
íu. Þar var snemma vikið frá gullinn-
lausn peninga. Var ástæðan gullskortur
og lækkandi vöruverð í landinu. Pen-
ingar lækkuðu við það um 25 af hundr-
aði. En með því var það unnið, að fyrir
vörur sínar, sem seldar voru aðallega til
Englands, hlutu bændur í Ástral,u hærra
verð, því fyrir þær var goldið í brezkum
gjaldeyri. Þegar Bretland hvarf nú einn-
ig frá gullinnlausn, lækkaði Ástralía enn
sína peninga um 25 af hundraði. Naut
hún við það, sama hagnaðar og áður af
viðskiftunum við Bretland. En svo leið
ekki á löngu, að af þessum gengismun
peninganna, hækkaði vöruverð í Ástralíu,
smátt og smátt, unz það svaraði orðið
gengismun peninganna. En þá tóku við-
skiftin að réna svo, að nú horfir þar mjög
til hins sama með verðið og áður en frá
gullinnlausn var horfið.
í þetta horf eru menn hræddir um að
sæki með tíð og tíma, þó frá gullinn-
lausn sé vikið. Annað er og það að það
er því aðeins nokkur hagur að henni, að
hægt sé að skifta við þjóðir, sem gullinn-
lausn hafa. Eftir því sem þjóðunum fjölg-
aði, sem frá henni viku, varð hagurinn af
því æ minni. Þessvegna flýttu margar
þjóðir sér að víkja frá gullinnlausn gjald-
eyris síns. En að því mun nú komið,
að þeim hafi fjölgað of mikið til þess, að
á því sé mikið að græða nú, þó hagur
væri mikill að því er á því var fyrst
byrjað.
En jafnvel þó að lækkandi gengi pen-
inga í Bandaríkjunum og hækkandi verð
vöru, hefði engin sérstök áhrif á við-
skifti þeirra til bóta við önnur lönd, er
svo mikil innanlands verzlunin þar, að það
hlýtur að hafa nokkur bætandi áhrif á
hag framleiðandans, bóndans. Og með
hag hans bættum, gæti svo farið að var-
anlegar breytingar til hins betra yrðu á
ástandinu í landinu. Bretland hefir áreið-
anlega til þessa verið að bæta hag sinn
með því, að víkja frá gullinnlausninni,
meira en aðrar þjóðir, vegna hinna miklu
innanlands viðskifta sinna. Það væri
ekkert ólíklegt, að þessi ráðstöfun Roose-
velts forseta hefði að sínu leyti sömu
varanlegu og bætandi áhrifin á hag
Bandaríkja þjóðarinnar. Um Ástralíu er
vegna þess hvað alger innanlands verzlun-
an er þar takmörkuð, alt öðru máli að
gegna. I
Þá má einnig á það líta, að Bandaríkin
skulda ekki öðrum þjóðum, og eru ekkl
að fara að sið þeirra landa, er^rá gullinn-
lausn hurfu eins mikið til þess og nokkurs
annars að komast hjá, að greiða alla upp-
hæð skuldar sinnar hjá einhverri annari
þjóð, einni eða fleirum. Þau illu áhrif
getur ekki viknfng Bandaríkjanna frá
gullinnlausn haft. Og yfirleitt verðúr
ekki séð að aðrar þjóðir séu ósanngirni
beittar af henni því enn er gengi þeirra
peninga lægra en bandaríska dollarsins,
og það gefur þeim í aðra hönd það meira
fyrir vörur, sem þær selja til Bandaríkj-
anna en markaðsverð er gengismuninum
nemur.
VIÐHORF KRISTNINNAR KIRKJU f
VESTRÆNU MANNFÉLAGI
III.
Kirkjan á ekki aðeins í baráttu við
umhverfi sitt, þ. e. a. s. hið pólitíska og
hagsmunalega ástand, sem ríkir í vest-
lægum löndum, heldur á sér stað innan
hennar sjálfrar barátta, sem stöðugt
harðnar. Dr. Hutchinson segir, að ald-
raun sú, sem kirkjan sé nú að ganga
gegnum muni verða hvað hörðust í þess-
ari innri baráttu eða "civil war” í kirkj-
unni, eins og hann nefnir hana. Orsakirn-
ar eru hér þær sömu og orsakirnar fyrir
andstæðu kirkjunnar gegn ríkisvaldinu og
þjóðfélagsskipuninni. Söguleg gagnrvni
og umbrot í nútímalífinu hafa valdið
því. að kirkjan getur ekki lengur verið í
0,5tt við siálfa sig. Kröfumar um endur
skoðun kenninganna eru ávalt að verða
háværari, og enginn kirkiuflokkur nema
ksbólska kirkjan, hefir getað þaggað þær
niður. Að vísu hefir endursoðunin ekki
náð langt enn, meiri hlutinn er mjög hik-
andi í því að hreyfa við gömlum játning-
um og kenningum, og sumir eru þeirrar
skoðunar að betra sé að yfirgefa játning-
amar alveg en að vera að fást við nokkra
endurskoðun á þeim.
Yfir höfuð láta leikmenn sig litlu eða
engu skifta nú orðið ágreining kirkju-
flokkanna út af mismunandi skilningi á
guðfræðilegum efnum og margir þeirra
sjá enga ástæðu til þess að kirkjan skift-
ist í marga flokka. Og meðal presta er
stöðugt talað um nýjan skilning á kenn-
ingunum. Tilraun prestastéttarinnar til
að komast hjá því að gera beina yfirlýs-
ingu um að þeir trúi kenningum kirkj-
unnar kemur hvergi betur í ljós en við
þá athöfn, sem mest kemur preststétt-
inni við, nefnilega prestvígslu; þar má
heita að próf yfir umsækjendum um
vígslu sé oft og einatt ekkert annað en
orðaleikur. Prestaefnin forðast að gefa
hrein og ákveðin svör, og sumir guð-
fræðisskólar eru sakaðir um að undirbúa
kandidatana sérstaklega til að svara
vígsluspurningum á þann hátt, að gera
prófendur ánægða, án þess að misbjóða
samvizku sinni.
Fyrir svo sem fimtíu árum var það
viðurkent af öllum kristnum kirkjum, að
kristindómurinn væri einstakur meðal
trúarbragða heimsins; hann var skoðað-
ur sem yfirnáttúrleg trú, opinberuð af
Guði. Að vísu er þetta viðurkent enn í
orði kveðnu, en ný fræðigrein, trúar-
bragðasagan, sem nú er kend í nálega öll-
um guðfræðisskólum, hefir grafið grund-
völlinn undan þessari höfuðkenningu.
Hversu mikið skoðanir manna á kristin-
dóminum í samanburði við önnur trúar-
brögð hafa breyzt, má bezt sjá við lestur
nýútkominnar bókar, sem heitir: Rethink-
ing Missions. Bók þessi er skýrsla leik-
mannanefndar úr kirkjuflokkuip í Banda-
ríkjunum, sem sett var til þess að athuga
kristinboðsstarfið og gera tillögur viðvíkj-
andi því. Hún hefir vakið mjög mikla
eftirtekt og umtal. Hin almenna stjóm-
arnefnd presbýterönsku kirkjunnar í
Bandaríkjunum hefir mótmælt niðurstöð-
um hennar og kallað hana “afneitun
evangelisks kristindóms.” En niðurstaða
nefndarinnar er sú, að austurlenzk trú-
arbrögð, sem einu sinni voru álitin villu-
trú, er ætti að upprætast, eigi að halda
áfram að vera til við hlið kristindómsins,
til þess að honum og þeim megi aukast
styrkur til þróunar að markmiðinu, sem
er “eining í hinum fylsta sannleika.” Það
segir sig sjálft, að engir menn, sem hefðu
nokkra sannfæringu fyrir því að kristin-
dómurinn væri sérstkaur meðal trúar-
bragða heimsins, eða hin eina sanna trú,
gætu komist svona að orði.
Þá má nefna þrenningarkenninguna,
sem óneitanlega verður að skoðast sem
ein af aðalkenningum sögulegrar kristni.
Þrátt fyrir það þótt í hana sé haldið í
orði kveðnu, er hún yfirgefinn af fjölda
manna í öllum kristnum kirkjuflokkum,
nema þeim íhaldssömustu, svo sem Kaþól-
sku kirkjunni, lúthersku kirkjunni og hin-
um íhaldssamari hluta Baptistakirkjunn-
ar. (Hér er vitanlega átt við kirkjuflokk-
ana í Ameríku. Þessi ummæli eiga
naumast við lúthersku kirkjuna annar-
staðar en í Ameríku og alls ekki t. d. á
íslandi.) Mikill hluti af prestum í hinum
frjálslyndari svo nefndu rétttrúnaðarkirkj-
um mundi annaðhvort neita að gera grein
fyrir við hvað þeir,eiga. Þegar þeir t. d.
gera játningu sína um trú á þriðju per-
sónu guðdómsins, eða lenda í mótsögn-
um, sem þeir sæu engan veg út úr. Flest-
ir meiri háttar guðfræðingar láta sér nú
nægja að útskýra guðdóm Jesú Krists
þannig, að Jesús opinberi mönnunum
Guð, eða að hann gefi guðshugmyndinni
siðferðilegt innihald, eða eitthvað annað
þessu líkt. Hvað sem útskýringum þess-
um annars líður, er auðsætt, að þær eru
alt annars eðlis en trúarjátningarnar, og
við það ættu menn að kannast hrein-
skilnislega.
Þegar Únítara hreyfingin hófst í Banda-
ríkjunum fyrir meira en hundrað árum
og lengi fram eftir nítjándu öldinni, var
mótspyrnan gegn henni svo mögnuð að
það er erfitt nú að gera sér grein fyrir
þeim hita, sem ^nenn gátu komist í út af
þrenningarkenningunni. Og enn í dag
eru til staðir, þar sem únítarapresti er
ekki leyfð innganga í félagsskap sann-
trúaðra stéttarbræðra sinna. Og félags-
skapur eins og kristilegt félag ungra
manna er epn að velta því fyrir sér,
hversu mikið af þrenningartrú maður
verði að hafa, til þess að geta orðið með-
limur þess. En þrátt fyrir þetta er það
sannleikur, að þrenningarkenningin er á
stórum svæðum dauð nema sem inni-
haldslaust játningar atriði. Berum þetta
svo saman við þá tíma, er menn drápu
hverjir aðra út af ágreiningi um þrenn-
ingarkenninguna.
En það er ekki aðeins slíkar kenningar
sem þessar, er hér hefir verið bent á, sem
styr stendur um í kirkjunni nú; það er
líka ráðist á guðsrúna. Menn sem kalla
sig trúaða, segja að mesta nauðsynin nú
sé, að losna við guðshugmyndina, til þess
að viðhalda trúnni.
Þetta er sú afstaða, sem yfirleitt er
tekin af þeim mönnum, sem nefna sig
húmanista. Hér er auðvitað átt við trú-
arbragðalegan húmanisma, sem er alt
annað en sá menningarlegi húmanismi,
sem svo mikið er talað um.
Meðal talsmanna hins nýja, trú-
arbragðlega húmanisma má
nefna Theodore Lipman, sem
mælir með einskonar æðri jafn-
lyndis-trú (stoijc “high reli-
gion”), prófessor Max Carl Otto
við Wisconsin háskólann, sem
heldur því fram, er hann nefnir:
“Jákvæða trú á tilveruleysi
Guðs” með hliðstæðri trú á, að
maðurínn sé “sjálfum sér nóg-
ur,” og dr. A. Eustace Haydon,
kennara í trúarbragðasögu við
guðfræðisdeild Chicago háskól-
ans.
í nýútkominni bók, sem heit-
ir:ls there a God, kemur afstaða
húmanistanna og guðstrúar-
mannanna allskýrt í Ijós. Bók-
in er að uppruna til kappræða
milli prófessors Otto á aðra hlið
og tveggja guðstrúarmanna,
prófessoranna Douglas Clyde
Macintosh við Yale háskólann
og Henry Nelson Wieman við
Chicago háskólann, á hina. Báð-
ir guðtrúarmennirnir forðast að
minnast á að guð sé persónuleg
vera. Próf. Macintosh segist að
vísu trúa á “yfirmannlega, and-
lega veru, raunverulegan, per-
sónulegan alheimsmátt, sem er
vitsmunalegur, siðferðilegur og
kærleiksríkur.” En skilgrein-
ing hans er óákveðin og lituð af
trúarþrá guðfræðingsins. Próf.
Wieman segir, að það sem vér
reiðum oss á sem uppsprettu
hæstu verðmæta lífsins sé Guð,
og þegar hann talar um Guð
segir hann hafa í huga “þróun-
ina til hins góða”; einskonar
viðleitni alverunnar til full-
komnunar, að manni skilst, sem
á ekkert skylt við persónuleika í
réttri merkingu orðsins, enda
neitar hann því að Guð sé
persónuleg vera.
Húnmanisminn virðist ekki
fá eins mikla útbreiðslu og út-
lit var fyrir nokkrum ár-
um. Hann er auðvitað runninn
upp úr skýringum hinna nýj-
ustu vísinda, einkanlega eðlis-
fræði og líffræði á eðli alheims-
ins. Tilveran kemur vísindalega
mentuðum mönnum nú fyrir
sjónir sem síáframhaldandi
straumur en ekki sem lokað
kerfi. Hin eldri guðstrú leitaði
að hinni fyrstu orsök tilverunn-
ar; ný eru menn hættir að
spyrja eftir orsök og tilgangi;
alheimurinn er eins og straum-
1 ur, hann er gangur viðburða
(process), sem hvergi sér út
yfir.
Vitanlega er það misjafnt
hversu kirkjuflokkamir eru
snortnir af þessum efasemdum,
en þær hafa grafið um sig jafn-
vel á ólíklegustu stöðum, eins
og í nefndinni, sem fjallaði um
heiðingjatrúboðið; og það sem
er álit minni hlutans í dag, get-
ur orðið álit meiri hlutans á
morgun. Leiðtogar kirkjunnar
eru yfirleitt mjög seinir að skilja
breytingarnar í skoðunum
manna og viðurkenna þær ekki
fyr en þeir eru neyddir til þess.
En á því er enginn vafi, að
kirkjan er nú komin út í innri
baráttu, sem verður hörð. Og
það væri kirkjunni sjálfri fyrir
beztu að hún kannaðist hrein-
skilnislega við það.
IV.
Horfurnar, eftir því sem dr.
Hutchineson lítur á, eru þá
þannig, að annaðhvort er fram-
undan veruleg og gagnleg bylt-
ing í mannfélaginu, sem verður
undanfari nýs og betra skipu-
lags, eða vonbrigði og hrakfarir,
sem steypa vestrænu mannfé-
lagi ofan í hyldýpi annars mið-
alda myrkurs.
Hlutvérk trúarinnar verður
það, að vera manninum leiðar-
vísir, ekki aðeins í því, að
finna viðunandi skýringar á
eðli ómælisdjúps tilverunnar,
heldur miklu fremur í því, að
finna viðunandi horf í skipu-
lagsleysi mannfélagsins, þar
sem allar stofanir, þar á með-
al trúin sjálf, eiga í vök að
verjast og geta ekki komist hjá
breytingum.
W DODDS 'l
ÍKIDNEY
5heumaTís,
I fullan aldarijoroung hafa Dodd’*
nýrna pillur verið hin viðurkenndu
meðul við bakverk, gigt og blöðru
3júkdómum, og hinum mörgu kvilla
er stafa frá veikluðum nýrum. —
Þær eru til sölu i öllum lyfjabúð-
um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrlr
$2.50. Panta má þær beint frá
Dodds Medicine Company. Ltd.. Tor-
onto, Ont., og senda andvirðið þang-
aS.
1 Því verður fyrirfram slegið
föstu að meiri hluti kristnu
kirkjunnar rnuni ekki viður-
kenna réttmæti mannfélagsbylt-
ingarinnar, heldur draga sig
meira og meira inn í sínar sögu-
legu viðteknu kenningar, reyna
að halda þeim fram til streitu
og ná því valdi yfir meðlimum
sínum, að þeir uni sér undir
andlegum verndarvæng kirkj-
unnar, líkt og nú á sér stað
með þá, sem játa kaþólska trú.
í þessum meiri hluta verða yfir-
leitt þeir, sem óttast, að öryggi
sitt og velmegun fari forgörðum
í byltingunni. Þeir gera kirkj-
una að vígi fyrir trygð sína
við hið gamla skipulag. Þessi
hlutinn verður fjölmennastur,
og í Ameríku verða í honum
einkanlega borgarbúar, sem
njóta hlunninda undir núver-
andi skipulagi, og sveitafólk,
sem ekki áttar sig á, hvað er að
gerast. Þessi hlutinn heldur
uppi irúmálastefnu sinni og
st.arfi meðan stéttirnar, sem í
honum eru, eyðileggjast ekki f
mannf élagsbyltingunni; en f
Ameríku má búast við að þess
verði nokkuð langt að bíða.
Minni hlutanum er aftur á
rnóti ljóst, hvað er að gerast í
mannfélaginu og hann reynir
að breyta trúnni; minni hlutinn
gerir sér grein fyrir baráttunni
millikirkjunnar og umhverfis-
ins og einnig innan kirkjunnar
sjálfrar, hann finnur til and-
stiöðunnar, sem stöðugt er að
myndast milli þess viðtekna og
nýrra viðhorfa, hvort sem þau
orsakast af sögulegri gagnrýni
oða af vísindalegri þofekingu. í
skilningi minni hlutans á stefn-
uuum felst að minsta kosú
nckkur von um að hann geti
eitihvað látið til sín taka.
Ein stefnan, sem minni hlut-
inn getur tekið, ,og sem hefir
allmikið fylgi sem stendur, er
stefna sú, er birtist í hreyfing-
unni, sem kend er við þýzkan
guðfræðing, Karl Barth að
nafni.
Barth og fylgjendur hans halda
því hiklaust fram, að heimurinn,
þ. e. mannlífið, sé svo illur að
honum verði ekki bjargað. Þess
vegna er alls engin von um að
trúin geti haft þau áhrif á lífið.
að það verði nokkurn tíma mik-
ið göfugra og betra en það er
nú. Þeir, sem tala um þróun
guðsríkisins hér á jörð, m'«-
skilja algerlega manneðlið. Mað-
uriim hefir enga möguleika í
sér til að verða góður; hann er
þvert á móti illur og einskis
virði. Það eina, sem getur
bjargað manninum er það að
hann flýi til Guðs og varpi öll-
um sínum áhyggjum á hann. En
Guð er fjarlægur þessum synd-
um spilta heimi, og sá, sem
hygst. að finna hann í mannlíf-
inu, finnur hann ekki. Eins og
nærri má geta vill Barthianism-
inn ekkert vita um hinn sögu-
lega Jesú. Hann segir blátt á-
fram, að menaina varði ekkert
um hann. Boðskapur Jesú
snertir alt of mikið mannlífið til
þess að spámenn þessarar nýj-
ustu trúarhreyfingar leggi
nokkuð upp úr honum. Og alt
trúarbragðalegt frjálslyndi síð-