Heimskringla - 26.04.1933, Page 6
6. SlÐA.
JON STRAND
Saga eftir
PAUL TRENT.
Þýdd af
G. P. MAGNÚSSON.
" l,egar Sylvía var farin burt úr stofunni
stökk faðir hennar á fætur og for að ganga
bratt um gólf. Þetta samtal hafði sannað
honum að hans skoðun á málinu var rétt og
sönn Hann var nú sannfærður um að Sylvia
elskaði Strand mjög heitt og innilega. Hann
gat ekki hugsað til þess, að ást hennar væri
ekki endurgoldin. Hvað kom til, að Strand
var svona þögull um þessi mál við Sylvíu.
Hún hafði talað um stolt hans. Ef til vill var
hað, sem hélt honum til baka.
“Eg verð að láta hann skilja a mer, hva a
hug Sylvía beri í hjarta sínu til hans,” hugsaði
hann. ,
Mason líkaði Jón vel, og hann sagði sa»n-
leikann er hann sagðist hafa tekið Jon 1 sam-
félag við sig fram yfir aðra menn, Sylvíu
vegna, því hann vissi að Jón var í alla staði
heiðarlegur og þar mundi ekki peningar eða
nafnbætur neitt koma til greina. Hversu morg
hjónabönd höfðu ekki farið út um þufur þar
sem það voru skilyrðin en ekki hrem ást.^Svo
fanst honum ait benda í þá átt, að Jon yn 1
frægur maður á sviði stjórnmálanna.
Jón hafði verið mjög önnum kafin þessa
dagana. Hann ferðaðist víða og talaði á fund-
um fylgjenda síns máls í þeim kjördæmum sem
enn var eftir að kjósa í. Það var litið a hann
nú sem frægan sigurvegara síðan hann “snen
svona laglega á Sylvester,” eins og þeir kom-
ust að orði. Jafnvel meðhaldsmenn Sylvester
dáðust að þeim sigri Jóns er þeir athuguðu
það að stjórnarflokkurinn vann af alefli a
móti honum. Þeir virtust fáir er hörmuðu
tap Sylvesters.
jóni til mikillar gleði var þeim oðum að
fjölga sem aðhyltust skoðanir hans, og að
kosningunum afstöðnum í öllum kjördæmum
voru það tuttugu og fimm þingmenn sem
töldu sig fylgja honum að málum og kusu hann
fyrir sinn leiðtoga. Með þessa tuttugu og
fimm á móti sér, var stjórnin í minni hluta í
þingi.
Það var eðlilegt að Jón gleddist yfir þess-
um yfirburðum á þingi, en hann lét það ekki
í ljós á neinn hátt. Kjósendurnir viðurkendu
hans yfirburði í þinginu en töldu það sín a
milli efalaust, að hann færi inn með stjórninni
bvo hún gæti setið við völdin.
jón sat inn í herbergi sínu er Sylvía tal-
aði yfir símann og lofaði hann henni því, að
hann skyldi koma og sjá hana strax. Þá um
morgunin hafði Jón fengiS í póstinum >ms
skjöl frá Mason er fjölluðu um nýtt fyrirtæki
er hann ætlaði að ráðast í. Það fyrirtæki
var þess eðlis að það hlaut að vekja mikla
eftirtekt hjá fólki. Jóni voru send þau til að
yfirfara og athuga, því til þess, að koma þessu
í gegn þurfti að fá nýja löggjöf samþykta á
þinginu og átti það að verða Jóns verk að
greiða götu þess gegn um þingið.
Sylvía kom ekki fram er Jón kom og
þjónninn fylgdi honum inn i lestrar stofu til hr.
Masons.
“Þú hefir fengíð skjölin með skilum?”
spurði Mason er þeir höfðu heilsast.
“Já, og eg lít svo á, sem hugmynd þín sé
nokkuð glæfraleg,” sagði Jón þuriega.
“Þú virðist þá ekki vera að öllu leyti á-
nægður með hana?”
“Þeir hér á Englandi hafa ekki sama álit
á þessum fjárvarveizlu félögum og þeir í Ame-
ríku. Þeim finst eitthvað grunsamlegt við
þannig lagaðan félagsskap, og það réttilega,
hygg eg.”
“Það er engin nauðsyn til, að álíta að hér
sé um neitt fjárglæfra félag að ræða. Al-
menningur þarf aldrei að vita það, sem þer
hafið lært af þessum skjölum. En svo er ekki
nein ástæða eða þörf fyrir að hraða neinu í
nokkra daga enn. Eg geri líka ráð fyrir að
hugur yðar sé upptekinn um þessar mundir
við kosningarnar og stjórnmálin. Áreiðanlega
eruð þér ánægðir með afstöðu yðar. Þér
ættuð, að minsta kosti, að vera það, því alt
bendir til þess, að þér verðið maðurinn sem
írskurðarvaldið hefir. Þér hefðuð átt að heyra
til Sylvíu t^la um yður í dag. Hún álítur
vður sem Gladstone og Roosevelt sameinaða
einn mann. Hún neitar algerlega að fara
jfan með mér til Ameríku. Hún segist ætla
ið vera hér kyr og sjá yður vaxa og hefjast í
iliti hjá þjóðinni. Þér hafið ástæðu til að vera
ireikin af sjálfum yður, hr. Strand.”
“Ungfrú Sylvía er mjög góð, að hafa
>vona mikið álit á mér,” svaraði Jón þurlega.
“Eftir á að hyggja, hefir hr. Southwold
‘kkert leitað til yðar um samvinnu ennþá?
í>ér eruð honum algerlega nauðsynlegur mað-
ír. Og þér ættuð að geta ráðið skilmálum. Og
dl eg ráðleggja yður að sjá yður sjálfum borg-
ð með þeim samningum.”
“Eg álít ráðlegast fyrir okkur að ræða
mga pólitík eður stjórnmál að þessu sinni,”
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 26. APRÍL 1933
sagði Jón með áherzlu og einbeittum svip
Hr. Mason varð alveg undrandi, hann átti því
ekki að venjast af mönnum að sínum orðum
væri mótmælt jafn ákveðið. Hann fann á
orðum Jóns og sá það á svip hans, að þýðing-
arlaust varð að halda lengra út í þá sálma.
“Gott og vel, en ástæðulaust er fyrir yður
að vera með nokkra þykkju út af því, sem eg
hefi sagt,” svaraði hr. Mason.
“Eg er alveg dauð-uppgefinn orðin, hr.
Mason. Svo ef það er ekkert fleira sem þér
þurfið endilega við mig að tala nú, þá ætla eg
að halda heim og — fara í rúmið.”
"Það er aðeins eitt annað, sem eg vildi
minnast á við yður, og það er ennþá meir á-
ríðandi en alt hitt. Fyrst af öllu vantar mig
að segja yður ögn af sjálfum mér — mínum
fyrri dögum. Elg hafði ekki hálf tækifæri í
þann tíma, við það, sem þér hafið nú, því eg
naut sama sem engrar mentunar og það var
ekki fyr en eg var orðinn þrítugur að aldri, að
eg fór að innvinna mér peninga, þá gekk eg
að eiga móður Sylvíu. Um hana get eg
ekki talað þá hún sé nú búin að hvíla 20 ár í
gröf sinni. Ánægjustundir hjónabands míns
voru stuttar — aðeins 12 mánuðir. Þá dó
hún og skyldi mér Sylvíu eftir, þá eins mánað-
ar gamla. Þá fór eg að starfa og vann af
alhug og kappi; drekti sorgum mínum í starf-
inu þar til um jólaleitið ár eitt, þá var litla
stúlkan mín tíu ára. Eg hafði vanrækt hana
skammarlega og fundum okkar bar sjaldan
saman þar sem eg hafði komið henni fyrir hjá
aldraðri konu er sá um hana algerlega en eg
gerði ekkert fyrir hana annað en borga með-
gjöfina. Eg held að Sylvía hafi verið hálf
hrædd við mig í þá daga. En þá vaknaði eg
til meðvitundar um það, hve miklu eg væri að
tapa við það, ef eg væri að fyrirgera ást minn-
ar eigin dóttur. Það var eitthvað í andlitssvip
hennar er minti á móður hennar, þennan dag.
Þetta varð til þess, að gerbreyta hugsunar-
hætti mínum og upp frá þessum degi var eg
sem alt annar maður. Eg var hjá henni allar
stundir er eg hafði aflögu og eg fór brátt að
elska hana svo innilega að hún varð mér meir
virði en dollararnir og sentin.”
Hr. Mason hætti að tala og varp mæði-
lesra öndinni. Jón sá sem angistar ský fær-
ast yfir andlit hans f augum hans lýsti sér
bón um meðaumkun.
“f augum heimsins hefi eg verið harður
os: ótilslakanlegúr fiárdráttarmaður, í öllu
öðru en því, sem Sylvíu hefir viðkomið. Henn-
ar vegna var það, að eg tók þig sem félaga
minn.”
“Eg skildi það þannig, að þér hefðuð gert
það sökum þess, að yður hafi vantað mig sér-
staklega sem félaga,” svaraði Jón með nokkr-
um ókyrleik.
“Eg er glaður að hafa yður sem félaga
minn, hr. Strand. Eg hefi alls ekki orðið fyrir
neinum vonbrigðum hvað starfsemi yðar við-
kemur. í sannleika sagt, þá er eg í allan máta
hæðst ánægður með yður. Hafið þér ekkert
sérstakt við mig að tala?”
“Eg er yður vissulega þakklátur fyrir yðar
góða álit á mér. Þeir peningar, sem eg hafi
fengið frá yður hafa haft mikla og góða þýð-
ing- fyrir mig. Þeir veittu mér það, sem eg
þurfti mest þá, sem voru möguleikarnir til að
sækja í kosningunum. Eg verð að játa að þér
hafið gert mig talsvert óeyrinn og hugsandi.
Eg áleit alla tíð að þér hefðuð þurft 'mann eins
og mig og þess vegna hefuð þér tekið mig sem
félaga yðar. Ef eg hefði haft minstu hug-
mynd um, að þér gerðuð það sökum Sylvíu
dóttur yðar á nokkurn hátt, þá er eins líklegt,
að eg hefði neitað boði yðar tafarlaust í fyr-
stu,” svaraði Jón hægt og einbeittlega.
“Þar sem þér hafið verið svona hreinskil-
in við mig, hr. Strand, þá verð eg að vera jafn
hre'inskilin við yðúr. Það var vegna dóttur
minnar, að eg gerði yður þetta boð. Mis:
,rantaði að fá náinn kynni af yður, svo eg gæti
vitað hvað í þér bjó, Eg hefi ekki orðið fyrir
neinum vonbrigðum, eins og eg sagði áðann
heldur þvert á móti. Velgengi og gleði dóttur
minnar'hefir mikla þýðing fyrir líf mitt; meiri
þýðing en nokkuð annað, sem eg veit af. Það
befir alla jafna verið minn ásetningur að hún
sjálf veldi sér mannsefni.”
Jón hlustaði með sérstakri eftirtekt á hr
Mason. Honum fanst hann nú vera að fá ó-
l.iósa hugmynd um tilgang hr. Masons með því,
að gera sig að félaga. En hér varð hann að
passa að stíga engin feil spor.
“Eg verð að biðja yður að tala ögn Ijós-
ara, hr. Mason,” sagði Jón.
“Eg hefi aldrei orðið var við, að Sylvía
veitti nokkrum einum manni meiri eftirtekt
en öðrum, fyr en hún kom frá miðdagsverðin-
um hjá ungfrú Coru. Eftir það talaði hún
ekki um annað en stjórnmálamanninn unga,
sem hún hafði mætt þar. Þegar þér svo gát-
uð ekki sint heimboði hennar, þá fór mig
að langa til að sjá yður og kynnast yður. Eg
athugaði nákvæmlega dóttur mína allan þenn-
an tíma og fann brátt að hún var farinn að
elska----”
“Hr. Mason, þér megið ekki segja me^
Yður mun iðra þess síðar, ef þér gerið það,”
sagði Jón fljótmæltur og
mátti sjá, að hann varð ná-
fölur í andlitið.
“Eg ásetti mér, að fá
fullvissu mína í þessu efni og
það tafarlaust. Mér fanst
sem þér hefðuð átt að tala
máli yðar fyr. En þér eruð
stoltur og eg lái yður það
ekki. Sylvía kemur til að
verða mjög auðug kona en
þér eruð fátækir. Svo skift-
ir auðurinn litlu í þessu máli.
Strand! Dóttir mín elskar,
yður. Hvað hafið þér að !
segja?”
RobmlMo
FI/Ö'
BRAUÐ ÚR ROBIN HOOD MJÖLI
ÓDÝRASTA FÆ-ÐAN
Hr. Mason talaði í vin- -----------------—
gjarnlegum róm og er hann ~
hafði lokið máli sínu stóð hann á fætur og
rétti fram hönd til Jóns.
Jón gerði sig ekki líklegan til þess, að
taka í hönd hr. Masons heldur einblindi á hann
rannsakandi augum. Honum hafði eldrei
komið í hug, að Sylvía bæri nokkurn hlýjan
hug til sín fram yfir það að vera vina hans.
Hún hafði alla jafna komið fram við hann blátt
áfram og kurteislega, það var alt.
“Hvað gengur að yður?” spurði hr. Mason
undrandi.
“Eg er sannfærður um að það er ekki
rétt hié vður að Sylvía beri þann hug til mín er
þér talið um.”
“Levfið mér, hr. 'Strand að vera dómari
har. Þér eruð auðvitað undrandi yfir því, að
hún skildi velja yður, þar sem hún hefði getað
valið hvern þann annan, sem henni kynni að
haía komið til hugar. — Já, hvern sem var,”
endurtók hann. “En hvað sem því líður, þá
eruð þér nú maðurinn, og eg verð að segja, að
eg er alls ekki óánægður með val hennar. Svo
lengi sem þér gerið vel til hennar í öllu, þá er
ee ánæeður. En ef þér reynist henni ekki vel,
há skal mér að mæta. Auðvitað geri eg
Sylvíu vel úr garði efnalega, og eftir minn dag
fær hún alt hað, sem eg skil eftir mig af fast-
eginum og lausum aurum. Strand! Hér er
hönd mín.”
“Hr. Mason! Eg ætla ekki að gifta mig.
Ee hefi fundið. að ee skíi ekki kvenfólk oe að
það á ekkert erindi inn í líf mitt. Þér hafið efa-
laust hevrt, að eg var trúlofaður ungfrii Coru
Southwold, og-----”
“Það er ómöeulegt. að þér hafi komið til
hugar að taka slíkan kvenmann yður fyrir
konu,” tók hr. Mason fram í fyrir Jóni.
“Mér fanst eg elska hana mjög heitt. En
við skulum ekki gera hana að umtalsefni
okkar. hr. Masön. Við skulum gleyma þessu
umtali öllu saman, og------”
“Nei, alls ekki, hr. Strand. Þér hafið komið
dóttur minni Svlvfn til að álíta. að þér eÞkið
hana, og eg leyfi ekki neinum manni að leika
með tilfinningar hennar.”
“Þetta er rangt álitið af yður. Kallið á
Sylvíu og spyrjið hana ef---”
“Hún kemur ekki þessu máli við, að svo
stöddu. Þér og eg glímum við það tveir
einir fyrst um sinn. Eg tók yður upp af götu
minni fyrir þá sök, að dóttir mín hafði ást á
yður, og-----”
“Hr. Mason! Eg tek þetta tækifæri til
þess ,að segja slitið öllum félagsskap og sam-
’dnnu við yður. Til allrar hamingju eru engir
bindandi samningar okkar á milli. Eg kem til
yðar annað kvöld og getum við þá jafnað öll
okkar viðskifti á einni klukkustund. Mér þvkir
slæmt að verða að segja yður, að eg get lík-
leea ekki borgað yður til baka alla þá pen-
inga er þér hafði lánað mér, nú sem stendur,
en beir skulu allir borgaðir svo fljótt sem mér
er það mögulegt. Misskilningur þessi stafar
ekki á neinn hátt af neinu sem eg hafi sagt
eður gert, og get eg því ekki séð, að eg sé
nein orsök þar í.”
“Vantar yður ekki að giftast Sylvíu?”
spurði hr. Mason í veikum róm. Hann hafði
ekki átt von á að Jón tæki svona ákveðna
ctefnu í málinu. Hann gat ekki látið sér skilj-
ast ennþá, að Jón talaði í alvöru.
“Eg hefi alla jafna síðan eg fyrst mætti
Sylvíu, litið á hana sem vin aðeins. Mig vant-
ar ekki að giftast neinum kvenmanni.”
“En eg veit þér elskið hana og að hún
elskar yður, þó þér viljið ekki viðurkenna það
einhverra orsaka vegna. Það er ekki til einn
maður út úr miljón, sem bandaði hendi mót
þessu boði mínu. Með aðstoð auðæfa mi-
væru yður allir vegir færir.”
“Eg er sannfærður um, að Sylvía kærði
sig ekki um þann mann fyrir eiginmann sinn,
sem ekki elskaði hana. Eg er ennþá sann-
fæður um, að skoðun yðar á því, að hún elski
mig, er röng.”
“Eg vona bara af heilum hug, að sú skoð-
un mín, væri ekki á rökum bygð. En eg þekki
Sylvíu,” sagði hr. Mason og varp öndinni
mæðilega.
Allan þennan tíma hafði heili hans verið
starfandi af kappi. Hann vildi ekki viður-
kenna, ekki eingang með sjálfum sér, — að
hann væri rangur, og svo var annað, að mót-
spyrnan frá Jóni vakti hjá honum svo sterka
löngun til, að koma sínu fram. Á þessu augna-
bliki hótaði hann Strand og var reiðubúinn að
gera alt það á hluta hans sem hann gat. Hon-
um fanst hann hafa verið særður stórkostlega
því sári er stórmenska hans gat ekki afborið.
Einnig áleit hann það mestu ósvífni gagnvart
dóttur sinni, að boð hans hafði verið lítils virt
á þann hátt, sem Jón gerði. Mason var vanur
við það, að hafa sitt fram með ráðabruggi
og jafnvel undirferli ef svo stóð á. Hann var
ekki maður, sem gat viðhaft líkamlegt eður
andlegt afl til að brjóta undir sig og varð því
að viðhafa hina aðferðina. Og nú var hann
að framkalla í huga sínum alla þá möguleika
sem hann gat fundið til þess, að láta Jón verða
að lúta að vilja sínum.
Alt í einu breyttist svipur hans.
“Ef til vill er eg rangur í skoðun minni á
þessu máli, að minsta kosti skal eg viður-
kenna að eg hafi ekki vepið að öllu leyti ein-
lægur við yður. Svo við sleppum Sylvíu og
hverjar hennar tilfinningar kunna að vera, þá
skal eg viðurkenna, að eg þarf yður með f
mínu starfi og mér þykir sérstaklega fyrir því,
ef eg verð að sjá af yður og mína aðstoð
yðar.”
“Hvað sem því líður, þá held eg að eg geri
réttast í því, að segja ikusri stöðunni,” sagði
Jón hæglátlega.
“Vér skulum gera eins og þér lögðuð til
áðan. Vér skulum hætta að tala um þetta og
láta sem ekkert hafi vérið á það minst,” sagði
hr. Mason glaðlega.
Jón sat hugsi nokkra stund og fanst
honum í bili sem bezt mundi vera að taka
kosfinr. Uörm <=á fram á. að hað. að
tapa launum sínum nú, mundi gera honum
sérlega erfitt fyrir í hans stjórnmála baráttu.
Og svo var annað, að hann þóttist alveg viss
um, að hr. Mason hefði ekki á neinum raun-
veruleik að byggja skoðun sína á tilfinningum
Sylvíu til sín.
“Sylvía má ekki, undir neinum kringum-
stæðum vita nokkurn hlut um þetta samtal
okkar nú,” sagði hr. Mason.
“Hún mun aldrei frétta neitt um það frá
mér,” sagði Jón þurlega.
“Ágætt. í sannleika sagt, hr. Strand, ef
þér farið frá mér, þá verð eg að fá annan
mann í yðar stað en það mun mér ganga
illa, því pláss yðar er ekki auðfylt. Ef til vill
hefi eg komið fram nú eins og flón — mér vill
verða það á stundum þegar Sylvía á í hlut, að
skoða ekki hlutina frá öðru sjónarmiði en því,
sem væri bezt fyrir hennar velferð. Eftirleiðis
skulum við ekki blanda hennar málum inn í
þau mál, sem koma okkar daelega starfi beint
við. Hvað segið þér um það?”
“Eg hefi þá trú, að eg geti þjónað yður
eins vel og nokkur annar. Eg geng að þessu,”
svaraði Jón.
“Hér er hönd mín,” sagði hr. Mason glað-
ur miög yfir úrslitunum.
Að bessu sinni hikaði Jón ekki við. að
taka í hönd hr. Masons. Meðan þeir héldu
þannie: höndum saman, kom Sylvía inn í
stofuna.
. “Hvaða samningum eruð þér nú að
liúka?” spurði hún er hún gekk inn gólfið til
þeirra.
Hr. Mason varð hálf vandræðalegur á
=vin,rn. Fann átti ekki von á að hún kæmi inn
tH beirra. En er Jón svaraði engu, segir hann
hálf þóttalega:
/ “Engum yður viðkomandi. Það er tími
fvrir stúlku á yðar aldri, að vera komin í
rúmið.”
Sylvía leit rannsakandi augum til föður
síns. sem hún vildi segja til hans: “Það er
ekki satt,” En hún sagði ekkert. Mason var nú
búinn að ná sér og leit til dóttur sinnar bros-
andi.
“Viljið þér gera svo vel, hr. Strand, og
hiðja ungfrú Amold að koma með mér í þing-
húsið á morgun. Kanske að hún vildi veita
mér þá ánægju að neyta miðdagsverðar hér
með mér, og við færum svo saman héðan. Eg
veit að hún er eins og eg, hana vantar að sjá
yður taka sæti yðar í þingsalnum.”
“Eg skal skila þessu til hennar, og eg er
viss um að henni er stór ánægja í að koma til
yðar og verða yður svo samferða f þinghúsið,”
sagði Jón glaðlega.