Heimskringla - 10.05.1933, Blaðsíða 4

Heimskringla - 10.05.1933, Blaðsíða 4
4. SlÐA. HEMISKRINGLA WINNIPEG, 10. APRÍL 1933 ' ®£tmskrin0la (Stofnuð 18S6) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537 _______ VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 10. APRÍL 1933 VINNULAUNASKATTURINN Um vinnulauna skatt Bracken-stjórnar- innar, sem svo mikið er rætt um, skal hér farið fáeinum orðum þó erfitt kunni að verða án þess að guð lasta. Fá munu þess dæmi, að fjárlöggjöf nokkurrar stjórnar í Manitobafylki hafi eins úthrópuð verið af almenningi og þessi nýi skattur Bracken-stjórnarinnar. And- mælin gegn honum bæði innan þings og utan, og sem getið er á öðrum stað í blaðinu, eru svo alvarleg, að oss kæmi ekki á óvart, þó nema yrði skattinn aftur úr lögum. Svo misborið telja borgararnir sér vera með honum. Satt er það að fjárhagur fylkisins er á nástanginn kominn í höndum Bracken- stjórnarinnar og lagskrumma hennar, liberölum. Enda er það eina vömin, sem þeir hafa fyrir sig að bera, að hann sé brýn bjargráð fykisins. Ef svo væri nú samt, að á skattinum ylti viðreisn fylkis- ins, mundi enginn á móti honum mæla. Þegnamir mundu glaðir binda sér þann sjálfsfórnar bagga á bak, sem honum er samfara, ,væri um nokkuð slíkt að ræða. En því miður er það ekki. Fjárhagur fylkisins er ekki eingöngu sokkin svo, ,að erfitt verður að bjarga honum, heldur verður það óhugsanlegt meðan Bracken- stjórnin er þaj- við völd, sá eldur í búi sem hún hefir reynst. Þó svo sé látið heita sem að skatturinn eigi að brúa sundið milli tekna og útgjalda, fer því fjarri að hann geri það. Tekjuhallinn á komandi ári er áætlað, að verða muni svo gífurlegur, að ekki geti hjá því farið, að rentan á skuld fylkisins hækki um tvær miljónir. Bæði er að Bracken stjórn- in gerir ekki ráð fyrir neinum útgjöldum í sambandi við atvinnuleysis og ellistyrk- inn, og svo hitt, að nú fyrst máímánað- ar, varð sambandsstjórnin, að hlaupa undir bagga, og greiða rúma tveggja miljón dollara lánskuld til bankanna, auk þess, sem hún rétt áður greiddi þriggja miljón dollara skuld sem á fylkisbankan- um sæla hvíldi. Og engin skyldi ætla, að með því væri alt búið. Um næstu mán- aðarmót, fellur enn tveggja miljón dollara skuld í gjalddaga, sem sagt er, að sam- bandsstjórnin hafi að sér tekið. Og ofan á þetta alt, verður fyrir næstu árslok a? leysa út lán er nema frá 8 til 10 miljón- um, sem sambandsstjómin verður auðvit- að að sjá fyrir. Þegar þetta alt er tekið til greina, er sjáanlegt, hvað skuld fylkis- ins hækkar á þessu nýbyrjaða ári og rentur af henni. En hvaða bjárgráð eru þá að þessum nýja skatti? Sannleikur- inn er sá, að hann er ekkert til við- reisnar hag fylkisins, svo að um sé vert að tala. Það verður á næsta ári að auka hann um helming eða þrefalt til þess að tekjur og útgjöld fylkisins standist á. í honum eru ekki meiri bjarráð fólgin en þetta, eins og á stendur. Vér efumst um að almenningi sé eins ljóst og skyldi um fjárhag fylkisins. í kosningunum s .1. sumar, var það ráð tekið, að minnast ekki á hann eða ráðs- menskú Bracken-stjórnarinnar, heldur var staðleysum ausið út um sambandsstjóm- ina á fundum þingmannaefna og í aðal málgagni Brackenstjómarinnar. Sú blekk- ing hreif. Eins er nú verið að reyna að fela hið sanna í sambandi við fjárhaginn og þörfina á þessum nýja skatti með því, að tala um vandkvæði annara fylkja landsins. Væri þó eins vel, að litið væri ögn nær sér, og almenningur þessa fylk- is skygndist ofur lítið um meðan hann hefir'sjónina, og augun em ekki úr hon- um kroppuð með nýjum sköttum. í síðustu kosningum og aftur nýverið í bréfi frá bónda einum var að því fundið við Heimskringlu að hún gagnrýndi gerðir Bracken-stjómarinnar of svæsið og “sveittist” ofmikið við, að skrifa um stjómmál. Um stjórnmál verður ekki komist hjá að skrifa í blöðin, en í því efni hefir Hkr. fylgt þeirri reglu, að skrifa um’ það frá hagfræðislegri hlið, ,meira en frá pólitízku sjónarmiði. Og af nokkrum greinum er lutu að lögmálum viðskifta og siðmenningar, er á þessu ári hafa í blaðinu birst, ætlum vér að einhverjum hafi not komið er gaman hefir af að gera sér grein fyrir stjóramálum frá hagfræðislegu sjónarmiði. En að þessu sleptu og svo að aftur sé vikið að hinum nýja skatti Bracken-stjórnarinnar, kemur oss það einkennilega fyrir sjónir, ef það verður ekki nægilegt til að koma “svita” út á þessum bréfritara, er Brackenstjórn- in sendir nú virðingarmann sinn heim á heimili bænda, til þess að vigta ofan í þá matinn, svo hægt sé að meta það, sem þeir neyta, til skatttekna. En það er nú áformið með nýja skattinum. Auk fram- leiðslu þerrar, er bóndinn selur verður fæði hans einnig verðlagt til skattálagn- ingar. Hversu nákvæmur og glöggskygn að virðingarmaðurinn verður á skatt- tekjulindir stjórnar sinnar hjá bóndanum vitum vér ekki, en á því værum vér ekki hissa, þó í kálfsdöllunum þyrfti hann einnig að mæla, til þess að vera viss um, að allar tekjur bóndans væru skattaðan Þar sem vinnulaun eru greidd í pen- ingum vikulega, eins og í bæjum, verður að draga skattinn á hverjum borgunar- degi frá kaupinu. Það má enginn taka svo inn 20 cents á klukkutíma fyrir vinnu sína, að fingur skattheimtumanna Brack- enstjórnarinnar séu ekki um leið komnar ofan í budduna til þess að klípa af því í hvert skifti sem vinnulaunin eru £reidd. Það mun erfitt verða að benda á öllu svívirðilegri skattaðferð en þessa. Auk þess sem skatturinn er efnalega tilfinnan- legur í fylsta máta fátækum mönnum, t. d. stúlku eða dreng í bæjum er $482. taka inn á ári, og hafa fyrir föður eða móður að sjá, þá er hitt þó ennþá verra, að honum fylgir það, að tilfinningu mannsins og sjálfsvirðingu er svo misborið með að- ferðina, að engu er líkara, en að ekki sé um fólk að ræða, er upprétt hefir vanist að ganga, og til persónugildis sins finnur, heldur sem óvita eða skríl, sem bjóða megi það, sem þrælum hefði ekki þótt hæfa á löngu liðnum öldum. Það er vegna þessarar stjórnmálalegu lubbamensku, sem skattaðferð þessari er samfara að elmnningur hefir mest snú- ist gegn skattinum. Annað er og það, að innheimta hans verður afar kostnaðar- söm, svo að mikið af honum hlýtur að fara til innköllunar manna, en kemur ekki bjargráðum þessa fylkis nema að sára litlum notum. Hreinar tekjur stjórnar- innar af honum, yrðu að minsta kosti stýfðar. Almenningur sér þennan óhag- sýnis- og ráðleysisbrag á löggjöfinni, þó stjórnin sé steinblind fyrir honum. Tillaga andstæðinga stjórnarinnar á þingi um að kjósa hagnefnd, er vald hefði til að skera niður stjórnarkostnaðinn, þar sem þess var kostur, var viturleg. Geddes- nefndin á Englandi, er kosih var í lok stríðsins í sama tilgangi, blátt áfram barg landinu þá út úr fjárhagsvandræðum þess. “Geddes-öxin” var hún kölluð og hefir eflaust borið nafn með rentu. Það er einmitt slík exi, sem hér þarf við meira en nokkuð annað. Hún hefði leik- andi höggvið stjórnarkostnaðinn niður um það, sem þessum skatti nemur. Og það hefðu orðið varanleg bjargráð, en ekki hitt, að hýma úrræðalaus og skella kostn- aðinum á aðra með sköttum og segja þeim að sjá fyrir honum, eins og um fjárhagsvandræði væri engin hjá almenn- ingi að ræða. Þó hart sé nú í ári, eru tekjur fylkis- stjórnarinnar meiri en þær hafa nokkru sinni áður verið. Þær eru fimm miljón- um, eða einum þriðja meiri, en þær vom síðasta ár Norrisstjórnarinnar. En þetta hrekkur ekkert. Alt það fé, sem ! fylkið hefir lagt fram í sambandi við at- vinnuleysi og annan kostnað er af krepp- unni leiðir, hefir Stjórnin tekið að láni. Hún hefir fjölgað ráðgjöfum og skrif- stofum til þess að koma liberölunum fyr- ir þar sem vel fór um þá, svo þeir þryftu ekki kviðdregnir að vinna að bjargráðum fyliksins með henni, því svo háfleygt var það látið heita að svíkja flokk sinn. En alt kostar nokkuð, og er það nú með fjárhag fylkisins að koma í Ijós, eða rétt- ara sagt, niður á almenningi. Hag- nefndin hefði eflaust fækkað ráðgjöfun- um niður í fimmu, en þá hefði nú gam- anið gránað. Eitthvað hefir Brackenstjórnin og aðal málgagn hennar hér minst á, að það væri undarlegt, að ekkert væri fundið að sköttum sambandsstjórnarinnar, sem helmingi væru hærri en fylkisskattarnir. Það er satt, að sykur skattur sambands- stjórnarinnar er hár. Og hann má aðal- skattur hennar heita. í þessu fylki er á ætlað, að 500,000 pund af sykur séu keypt á ári. En jafnvel með þessum háa syk- ur skatti, verða tekjur sambandsstjómar- innar ekki nema $10,000, í þessu fylki af honum. Um samanburð er því þárna ekki að ræða. En jafnvel þó svo hefði verið, er fylkisstjórninni ekki miska* laust á það að minnast, þar sem hún flýtur á aðstoð sambandsstjórnarinnar, og sem nú þegar hefir veitt henni um sjö miljón dollara lán á þessu ári, auk þess er viðkemur atvinnuleysis- eða kreppumál- umnokkrum. Ennfremur hefir sambands- stjórnin skorið stjórnarkostnaðinn niður, sem svarar helmingi af nýjum sköttum hennar, sem er eitthvað annað en fylkis- stjórn Manitoba hefir gera. Það hefir einhver á það bent, að ef öll fylki landsjns væru önnur eins sníkjudýr á sambandsstjórninni og Brackenstjórnin er, þá væri svipaðri útgjalda byrðí með því hlaðið á sambandsstjórnina og tapinu af C. N. R. kerfinu. Brackenstjórnin hefir reynst óseðjandi hít í fjármálarekstri sínum. En hún hef- ir þó líklegast aldrei sannað betur en með þessum vinnulaunaskatti hitt jafnframt, hversu ófær hún er til að stjórna. FRÁ BLAINE Eftir séra Friðrik A. Friðriksson. I. Einusinni ennþá verðum vér að beina athygli lesendanna að borginni Blaine, á norðurhorni Bandaríkjanna við haf vest- ur. Þar stendur friðarboginn frægi á landamærum. Blaine-bygðin er eitt hið fegursta hérað. Haf til vesturs og háfjöll til austurs, jökli földuð. Þar hafa staðið stórskógar, öldum saman, þótt nú séu að mestu höggnir. Þar er því nógur jarð- vegur; og þótt hann sé ekki ýkja frjór, þá er sumarið svo langt og blítt að þar má, á litlum landskikum, rækta ógrynnin öll af matjurtum, ávöxtum og öðrum nytja- gróðri. Mun mönnum lærast að færa sér það þeim mun betur í nyt sem kreppu árin verða fleiri og verri. Þar eru vetrar svo vægir á stundum sem miid og regn- söm hausttíð væri. Út af því bregður þó oftar í seinni tíð, segja kunnugir, enda er nú víða horfinn skógur og skjól. Á þessum líðandi vetri hefir tíðarfar verið allri venju verra — þrálátar kalsarigning- ar, sterkviðri, frost, snjór. Forstands- bændur, sem ávalt hafa stórfyrnt eldivið á hverju vori, bræla nú bleytunni í góu- byrjun. Einbúar iáta hið versta af sínum högum.------- II. Meöal allra almennustu frétta frá Blaine má telja það, að á liðnu hausti voru þar smíðaðir viðarpeningar, sem hafa það fram yfir alla aðra bráðabyrgð- ar penginga vorrar tíðar, að því, er oss skilst, að þeir eru — kringlóttir. Ein- hverjar stælur urðu um það í blöðunum, hvort fyrirtækið væri frumlegt af háifu Blaine-búa. Umkvartendur gleymdu því að í Blaine varð fyrst til þetta spánýja lag á peningunum — kringlóttan. Pen- ingar þessir eru algildur gjaldmiðiil inn- ^n bygðarinnar. Bærinn ábyrgist þá og ganga þeir fullu nafnverði, — eða jafn- vel betur en það. Því að mikið af þeim hefir verið selt margföldu verði víðs- vegár um Norður-Ameríku, og ef til vill víðar, svo sem kynjagripir. Einn pening- urinn var hátíðlega sendur Jóni D. Rocke- feller að gjöf. Hefir hann sjálfsagt þakk- að fyrir sig, — svo kurteis maður. Annars höfum vér ástæðu til að halda að stórkaptalistum kunni að þykja lítið til slíkra nýjunga koma. Því að fyrir gæti komið að þær læddu þeim skilningi inn hjá alþýðu, að unt sé að hafa full- giklan og fullnægjandi gjaidmiðil, er grunvallaöur sé á samkomulagi eða lög- um aðeins, en ekki á málmfæti (gold — sliver standard). Ennfremur kynni ein- hverjum fjármálafáraðlingnum að detta í hug, í sambandi við þessa vaxtalausu við- arpeninga, að vaxtatekja af peningum yfirleitt sé menningunni alls ekkert nauð- synjamál. Loks gætu menn forherzt í þeirri ímyndun, að gullfótur sé til þess eins nothæfur að takmarka svo gjaldmiðilinn að auðgert sé auð- valdinu að eignast hann og ráða honum gersamlega, og kúga síðan alla verzlun og viðskifti almennings undir lántökur og vaxtagreiðslur í bönkunum. IFyrir því hafa líka bankastjórar ■ yfirleitt fremur amast við bráða byrgðarpeningum. Og sumir þeirra hafa af góðvild sinni lát- I ið svo ummælt, að ef slíkir pen- |ingar reyndust þarfir og gagn- jlegir, þá væri þar um hættulegt j fordæmi að ræða! Önnur frétt, sem almenning snertir, er sú, að mánudaginn 13. febr. s. 1. hætti banki bygð- arinnar útborgunum. Þær góðu vonir um viðreisn bankans, er gefnar voru fyrst í stað, hafa enn ekki ræst, hvað sem verð- ur. í banka þessum liggja allir félagssjóðir fslendinga hér í bygð, og sennilega mestalt sparifé, og mun til saman nema alláltilegri upphæð. Er ekki aðeins bagalegt, heldur og kyn- iegt að þessi fjöregg þjóðiífsins, þessar rómuðu undirstöður mennigarinnar, bankamir, skuli hver um anna reynast sandur og hégómi.---------- III. í Blaine kemur eitthvað merki iegt fyrir á hverjum degi. Á- hugamönnum (og konum) um söguleg atriði þrýtur aldrei efni né örendi. Því miður, er fleira sagt en ritað. Finnum vér sárt til þess, að slælegar höfum vér ástundað fréttaritun héðan en ástæða var til, þessi tæp 3 ár, sem vér höfum dvalið í Blaine. Séra Valdimar J. Eylands, prestur lúterskra safnaða í Blaine, og nágrenni, þurfti því ekki að óttast það, að hann væri að “bera í bakkafullan lækinn”, er hann reit fréttagrein héðan í “Lögberg”, 27. okt. og 3. nóv. s.. 1 Hafði margur ó- blandna ánægju af lestri þeirr- ar ritgerðar, og vakti hún mjög almenna eftirtekt, a. m. k. hér um slóðir. Kunnugt er oss um það, að lúterskir menn hafa unnið af miklu kappi hér í bygð, á síð- ustu árum. En um efTrs einstök atriði þeirrar starfsemi er oss yfirleitt ókunnugt. Því að “milliveggirnir”, sem Dr. B. B. Jónsson, deilir svo snildarlega á, ekki alls fyrir löngu, eru hér orðnir hærri en svo, að yfir þá verði gægst með góðu móti. Og ekki er líklegt að þeir hrynji fyrst um sinn. Því að þeir eru úr því efni bygðir, sem lengi hefir staðist tímans tönn, þ. e. grísk-rómverskum fornaldarjátn ingum. Félags líf vort rennur þvC nú í tveim fullkomlega að- skildum farvegum, er sennilega ná aldrei saman, fyr en þá út í dauðahafi íslenzks þjóðernis. Fyrir því getur fréttaritun vor héðan aldrei orðið nema hálf- sögð saga. Oss er því ánægja að bjóða sér V. J. E. velkomin út á ritvöllinn til að fylla það skarð í samtíðarsögu þessarar bygðar, er ófylt verður að vera af oss. Oss er þetta þeim mun ijúfara sem séra V. .7. E. ritar mörgum fremur skýrri og skemtilegri íslenzku. Heimiit er séra V. .1. E. að hafa aðrar skoðanir á samlyndi Vestur-fslendinga, hér . og ann- arstaðar en þær, er koma fram í fréttaskrifum vorum héðan af Ströndinni, í Heimskringlu 27. júlí s .1. Stendur hann þar líkt að vígi og vér, þar sem dvalar- tími beggja vestan hafs mun vera nálega hinn sami. í á- minstri grein vorum vér að lýsa nýjunnu félagslegu afreki Seat- tle íslendinga, og drápu þá um' leið í pennan eftirfarandi al- mennar hugleiðingar: “íslendingar í Seattle eru í aðalatriðunum alveg eins og íslendingar f öðrum og eidri bygðum hvar sem er um álf- íl I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’» nýma pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru ajúkdómum, og hinum mörgu kvilla er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfjftbúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd.. Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. una. Þeir eru margir, fyrst og fremst mjög svo “vandlátir guðs vegna”, eins og Páll post- uli kemst að orði, og forðast að samneyta öðrum en sínum lík- um. Fyrir því standa þeir sundr- aðir, o,g sökum sámennis, oft- ast nær aflvana, til þess menn- ingarlffs, er þeir virðast hafa eðli til, mörgum öðrum þjóð- flokkum fremur. Meinbugi fá- mennis og sundrungar leiðir kreppan greinilega í ljós. Ef þeir hins vegar stæðu saman um sameiginleg verðmæti, þjóðem- isleg og önnur, yrðu þeir sjálf- um sér til sóma og mannkyn- inu til nytsemdar, svo að um munaði. Hitt er þeim þó enn sem komið er tamara — að fjandskapast um það, sem þeir hafa minst vit á, .og gefa sér hvorki tíma til né jafnvel þora að kynna sér, þ. e. trú og heim- speki. Torsótt eru stórvirkin fátæku fámenni. Líklega er Winnipeg^ eina ísiendingabygðin, sem er nógu stór til þess, að þar þrif- ist tveir eða fleiri andstæðir flokkar, er haldi uppi sjálfstæðu félagslífi, svo að verulega kveði að. Flestar bygðirnar verða því að neita sér um allar meiri- háttar jákvæðar framkvæmdir. Hitt verður þá líka fyrir mörg- um aðalframkvæmdin, þótt nei- kvæð sé, að sperrast gegn því, að “hinn flokkurinn” fái vaxið eða unnið sér nokkuð verulegt til fjár eða frama. Og með þrautseigju og árvekni tekst þetta víðast hvar. Og alt er þetta skæklatog unnið af ein- skærri óeigingirni og sjálfboða- legri fórnfýsi. Það kostar stór- fé og fyrirhöfn. Skýringin er sú að alt er það gert guði til dýrðar. Því að beisk guðfræði- leg vandlæting liggur þar til grundvallar. Eða svo er sagt. “Málefnið” græðir lítið á hvor- uga hliðina. En ósýnilegur púki þjóðernislegrar úrkynjunar (er skyggnir menn sjá þó vel), fitnar jafnt og þétt á óvild og illu skrafi hinna lirónsku bræðra. Neikvæða hliðin á félagslífí voru er ómetmælanleg. Flokk- arnir tálma hver öðrum og úti- loka átök samvinnunnar. En jafnframt líður vitjunartími ís- lenzks þjóðernis óðfluga hjá. Jákvæða hliðin er hins veg- ar líka tii staðar, og all-mikil- virk. Guðsþjónustuhald, ung- mennafræðsla, söngiðkun, leik- störf, fundarhöld, samkvæmis- líf, líknarstörf, iestrarfélags- störf o. s. frv. — alt er þetta sú hræring samlífsins, er beint og óbeint miðar til menningar, þótt eigi sé hálft við það, er framkvæma mætti, ef sundr- ungin spilti því ekki. Og — rétt stöku sinnum verða menn þreyttir á úlfúðinni einni saman. Jafnvel prestarnir eru hættir að Ieyna því, að þeir sjái hver annan á mannamót- um. Stöku sinnum bregður fyr- ir örlitlum glampa menningar- Iegrar samvinnu. — Einstakir menn úr öðrum flokkum rétta hinum hjálparhönd. Þetta kem-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.