Heimskringla - 10.05.1933, Blaðsíða 6

Heimskringla - 10.05.1933, Blaðsíða 6
6. SÍÐA. HEMISKRINGLA WINNIPEG, 10. APRÍL 1933 JON STRAND Saga eftir PAUL TRENT. Þýdd af G. P. MAGNÚSSON.______________ ' “Cránaton, þú~vei#t, að karímenn skyldu aldrei fullnægja forvitni kvenfólksins,” sagði Jón í ákveðnum róm. ‘‘Er þetta skipun frá yður, hr. Strand?” spurði Sylvía reiðilega. “Já.” Að svo mæltu kvaddi Jón og flýtti sér á fund forsætisráðherrans. XXV. Kapítuli. Forsætisráðherra Gerald Southwold hafði orðið fyrir stórum vonbrigðum við úrslit kosn- inganna. Hann leit gremjufullur á framtíðina. Það hafði verið hans hjartans vissa að Jón Strand biði ósigur. “í*að er óheppilegt, að þú skildir hraða þannig trúlofun þinni til Sylvesters,” sagði hann biturlega til Coru. “Trúlofun mín getur í engu breytt þessu stjórnmálabruggi. Ef það hefði ekki verið fyrir þínar bollaleggingar og brugg, þá hefði okkur hr. Strand aldrei orðið sundurorða, og eg væri nú sú lukkulegasta kona í heiminum í stað þess, að vera sú ófarsælasta í alla staði,” svaraði Cora gremjufull. “Og þér þykir ennþá vænt um hann? Hversvegna tnilofaðist þú þá Sylvester.” “Svo Jón skyldi ekki hafa þá hugmynd um mig, að eg liði. Eg er ennþá stolt, frændi, þó þú hafir gert alt í þínu valdi til þess að - drepa þá tilfinning mína. Þrátt fyrir alt, hefir Jón unnið frægann sigur, og eg gleðst af því. Samt get eg ekki annað en hatað hann, og ef það væri á mínu valdi, að vinna honum eitt- hvert tjón, þá mundi eg ekki hika eitt augna- blik við að gera það.” “Hatur kvennmannsins er óendanlegt. Þú leikur þína rullu aðdáanlega vel gagnvart Syl- vester. Eg býst við, að, hann í einfeldni sinni trúi því, að þú elskir hann?” “Hann er ánægður — með lítið.” “Næstu fréttir verða þær, að Sylvía Mason og Jón Strand opinbera trúlofun sína. Með apð hr. Masons að baki sér, er Jón fær í allan sjó, stjómmálalega. Nú eins og standa málin, þá er hann herra minn í þinginu, og hann veit það líka. Cora, elsku bamið mitt. Eg er orð- inn uppgefinn maður. Eg er ekki jafn ungur og hraustur, sem eg var í einn tíma. Eg finn að eg hefi ekki mátt, kjark og einbeitni til að heyja þá baráttu sem framundan mér er.” “Því þá ekki að segja af þér og fara að taka lífið með kyrð og ró?” “Þú veist ósköp vel, Cora, að það get eg ekki. Það mundi verða sagt, að eg væri hrædd- ur við Jón og hefði ekki þorað annað en segja af mér. Nei, eg ætla að gera Jóni boð að finna mig, og vita svo hvert eg get ekki komist að samningum við hann. Það einkennilegasta af þessu öllu er það, að mqj er ómögulegt annað en bera virðing fyrir manninum og mér fellur hann svo vel í geð. Eg hefi gert margar til- raunir til að yfirvinna hann, en í hvert skifti hefir hann borið hærri hlut frá borði. Það er eitthvað það við manninn, þrátt fyrir alt, sem kemur mér til að þykja hálf vænt um hann, alveg á mót vilja mínum.” “Jón Strand gerir enga samninga við þig, ) sem þú græðir á,” sagði Cora í ákveðnum róm. “Þá hlýtur að slá í harða orustu milli okk- ar. Orustu sem endar ekki-fyr, en annar hvor verður undir fyrir fult og alt. Það er ekki rúm fyrir okkur báða hér — það er of þröngt. Annarhvor verður að víkja.” “Og það verður aldrei Jón Strand sem víkur eða verður undir í orustunni,” sagði Cora og var ekk ilaust við ertni Þrómnum. Gerald Southwold var aldrei hættulegri maður en þegar hann var orðinn afkróaður. Hann beið nú eftir svari frá Jóni upp á miðan sem hann hafði skrifað honum. Það hefði enginn getað spáð um það fyrirfram, hvaða á- hrif samræða þessara tveggja manna, hafði á Gerald Southwold og stjórnarflokk háns. Hann var rólegur að sjá; svipur hans einbeittur og allar hans hreyfingar ákveðnar er hann bað Jón að taka sér sæti í hægindastól þar í stof- unni. “Þér hafið eflaust átt von á að heyra frá mér, hr. Strand,” byrjaði hann. “Ekki beinlínis. En þó datt mér í hug, að ske kynni, að yður langaði til þess, að hafa tal af mér,” svaraði Jón hæglátlega. “Eg reyni ekki að dylja það fyrir mér, að þér haldið nú stjórnartaumunum í yðar hönd- um. Mig langar, að spyrja yður, hr. Strand, hvort þér berið nokkurn kala í huga til mín, fyrir úrslit kosninganna í Madham?” “Það minsta, sem eg get sagt um það, er að framkoma yðar þar var naumast vinaleg. Eg get ekki sagt, að eg sé neinn persónulegur óvinur yðar, en stefna yðar í stjórnmálunum er alt annað en mér geðþæg.” ’ “Eg á naumast von á að svo sé. En það er mér nokkurs virði að vita, að þér berið eng- ann sérstakan kala til mín persónulega. Eg endurtek það „sem eg hefi áður látið í ljós, að eg ber ekkert nema vinarhug til yðar sjálfs, og eg segi þetta ekki af því, að mig vanti að þér gangið að skilmálum þeim, sem eg nú ætla að bjóða yður. Eg vona að þér takið þessi orð mín trúanleg,” sagði Southwold, og mátti sjá, að hann kveið fyrir að hefja máls á því sem hann hafði í huga. Jón horfði á hann rannsakandi augnaráði. Honum fanst hann sjá það á svip andstæðing síns, að hann talaði af sannfæring en ekki hræsni, og varð hann meir en undrandi. “Mér er stór ánægja í að vita, að yður er frekar hlýtt til mín, og eg trúi því, að það sé meining yðar.” / “Gott! — og nú skulum við byrja á aðal efninu. Yður er það óefað full ljóst, að stjórn- in getur ekki haldið áfram að vera við völd, nema með samkomulagi og samvinnu annara flokka á þingi. Þér og yðar fylgjendur, kallið yður sjálfstæðis flokk, þó í raun óg veru til- heyri þér allir stjórnarflokknum, eru það að- eins smámunir sem í milli bera. Ætti því að vera auðvelt að lagfæra þann ágreining og svo yðar flokkur að vinna með stjóminni.” “Að sumu leyti, ef til vill,” svaraði Jón og var auðheyrt að hann ætlaði að vera var um sig í þessari viðræðu. “Eg las ræður yðar í blöðunum um kosn- ingaleitið, og er mér kunnugt um, að það eru aðeins smáatriði sem oss greinir á um. Og þar sem þannig er, þá býð eg yður nú sæti í stjóm- arráðinu, gefur það yður tækifæri til að ráða nokkru um stefnu og framkvæmdir í stjórn- inni.” Southwold talaði hægt og stillilega. Tók hann vel eftir hver áhrif orð hans hefðu á Jón. “Já, eg bjóst við, að þér munduð gera mér einhver þannig löguð tilboð. Kemur þetta boð yður því ekki að mér óvörum. Eg hefi hugsað all mikið um það og komist að þeirri niður- stöðu að eg mundi gera landi mínu og þjóð bezt og mest gagn með því, að vera frjáls maður á þingi en ekki bundinn neinum flokks böndum.” “Sem ráðgjafi í þinginu, hefðuð þér tæki- færi til að bera upp ýmsar gagnlegar tillögur fyrir yðar land og þjóð. Eg veit að þér berið fyrir brjóstinu nokkrar slíkar tillögur og skal þar nefna endurbót á fátækra lögunum. Ef þér hafnið tilboði mínu, þá eruð þér að fleygja burt tækifærinu til að verða yðar hugsjónum að liði. Ekki að ákveða neitt í þessu máli fyr, en þér hafið haft tíma til, að íhuga nákvæm- lega allar hliðar þess, hr. Strand. -Þér eruð ungur maður og æskan er oft fljót á sér. Ef til vill ræður það mestu í huga yðar nú, að þér eruð yður þess meðvitandi, að aflið og styrk- leikinn á þingi er á yðar hlið, og þér viljið ekki gera neitt það, sem gæti orðið til þess, að vekja það afl. Þér getið, vitanlega, með at- kvæðum fylgjanda yðar hamlað því, að stjórn- in komi sínum málum í gegn á þingi. Þér getið einnig krafist þess, að stjórnin segji af sér. — Þér og flokkur yðar hafið taumhaldið, nú eins og er. Ef þér, aftur á hina hliðina ættuð sæti í stjórnarráðinu, þá gæfist yður, með atkvæðamagn flokksmanna yðar að baki, tækifæri til að byggja upp, en nú eins oe stendur, er tækifærið ekki annað eri rífa niður það, sem vér vildum byggja. Það eru líkur til þess, að eg eigi ekki mörg ár framundan mér sem stjórnarformaður — eg er orðinn gamall maður og slitinn, og einhver þarf að taka við af mér. Það hefir enginn verið útnefndur til þess ennþá. Þér eruð ungur maður og fullur að starfsþreki og miklum hæfileikum sem leið- togi. Það er ónuðsynlegt fyrir mig að segja meir.” ’ Jóni skildist vel hvaða þýðing þetta tilboð átti að hafa fyrir sig. Honum var gefið til kynna, að innan fárra ára biði hans æðsta em- bætti sem landið gat veitt nokkrum manni. Það átti að hjálpa honum til þess, að ná þess- ari tign ef hann gengi að skilmálunum. Ef að hann gerði það ekki, var hann látinn skilja að framundan biði hans hörð barátta, sem eins líklegt var, að hann biði'ósigur í. “Félagsskapur yðar við hr. Mason hefir mikið að þýða fyrir framtíð yðar,” hélt South- wold áfram. “Það er æfinlega litið þannig á, af alþýðu, að sá maður, sem er að fást við stjórnmál, sé að bví fyrir einhvern persónulegan hagnað en ekki fyrir málefnið sjálft. Eg vona að eg sé ekki að höggva of nærri þó eg segi, að almennings rómur skoði samband yðar við hr. Mason af ennþá nánari þáttum spunnið en peningamálum.” “Sá almenningsrómur er ósannur,” sagði Jón hörkulega, “og eg gef yður fulla heimild til að mótmæla öllum slíkum orðróm.” Southwold brosti og hneigði sig til sam- þykkis. “Mér þykir leiðinlegt hvernig fór milli yðar og Coru. En svo hygg eg að það geti alt lag- ast ennþá.” “Eg hefi ekki í huga að gifta mig, hr. Southwold,” svo bætti hann við, á móti vilja sínum þó: “Svo er nú ungfrú Cora trúlofuð Sylvester.” “Trúlofun hefir oft verið rofin. En svo ætla eg ekki að tala meir um það; einungis bæta því við, að eg þekki engann mann er eg kysi frek- ar að Cora giftist en yður. Látum okkur svo halda á- fram að tala um það, sem við hurfum frá áðan. Ef til vill kjósið þér að fá umhugs- unar tíma til að athuga bet- ur tilboð mitt. Það er ekki þess eðlis, að hygilegt sé, að fleygja því frá sér með létt- úð.” “Eg hefi athugað það eins nákvæmlega og eg hefi í hyggju að gera. Eg verð að hafna því en á sama tíma RobiitlHood FI/ÖXJR MJÖLIÐ MALAÐ VÍSINDALEGA ÚR HVEITI VESTURLANDS BONDANS f AFBRAGÐS SLÉTTUMYLLUM hlýt eg að þakka yður fyrir það.” Southwold varð meir en lítið undrandi. “Má eg vona þess, af yður samt, að þér styðjið stjórnina?’ ’ “Að svo miklu leyti sem eg get.” “Þetta svar er mér ekki fullnægjandi. Eg gerði sjálfsagt réttast í því, að segja af mér, og gefa andstæðingum mínum tækifæri að mynda stjórn.” Jón svaraði engu, og stóð upp til að fara. “Er engin leið til þess, að vér getum kom- ist að samningum. Eg er reiðubúinn að mæta kröfum þínum á allan þann hátt, sem mér er mögulegt,” sagði Southwold af einlægni. Jón hikaði við um stund. Svo ákvað hann að tala það sem honum bjó í brjósti. “Það er líklegt, að af samningi hefði geta orðið í þessu máli milli mín og hvaða manns sem var á hina hliðina annar en þér. í sannleika sagt, þá er mér ómögulegt að treysta yður í neinu. Eg yrði altaf að vera á verði og vakta hvert yðar orð og hverja yðar hreyfing með mestu tortryggni. Mér yrði aldrei mögulegt að gleyma því, að þér voruð eitt sinni vinur — eða þóttust að minsta kosti vera vinur York Cobdens, og afleiðingunum af þeim vinskap. Hvað sem því svo líður nú, þá óska eg ekki eftir að gera yður hlutina erfiðari en nauðsynlegt er og mun því verða með stjórninni í öllum málum, sem eg álít að sé landi og þjóð til heilla.” Southwold var orðinn hvítur sem pappírs- blað í andlitið, en passaði að tapa ekki stjórn á sjálfum sér. “Eg líklega verð að gera mig ánægðann með það. En eftir á að hyggja; hvað er það sem eg hefi heyrt um þessa sérstöku löggjöf, sem hr. Mason vantar að koma í gegn á þinginu?” Jón Útlistaði það fyrir forsætisráðherran- um sem bezt hann gat, og hlustaði South- wold með sérstakri eftirtekt. “Þetta virðist í fljótu bragði ekki vera svo fjarstætt. Vér getum átt tal um það betur síðar. Ef þér skilduð breyta skoðun yðar þá er mitt tilboð gott þar til kl. 12. 'á há- degi á morgun. Verið þér sælir, hr. Strand.” Jón fór að finna þær Sylvíu og Joyce og staðnæmdist hjá þeim litla stund en fór síðan að finna að máli fylgjendur sína sem tóku móti honum með gleðilátum og lófaklappi. Þeir skeltu þar á skyndi fundi og töluðu um af- stöðu sína til stjóranarinnar og hvaða stefnu Jón, sem leiðtogi þeirra, skyldi taka. Úrslitin urðu þau, að þeir gáfu honum algerlega fríar hendur; sögðu að hann vissi um vilja þeirra og að þeir treystu honum. Klukkan var eftir 7 um kvöldið þegar Jón kom heim til sín og þá var Cranston ekki enn kominn heim . Jón fór upp á loft og einkenni- lega var hann glaður að sjá að Joyce var þar. “Hvað er að?” spurði hann er hann sá að hún mundi hafa verið að gráta. “Frændi er farinn eitthvað út, og eg er svo hrædd um að hann sé farinn að drekka,” sagði hnn. “Eg skal líta eftir honum,” sagði Jón um leið og hann fór út til að heimsækja þær knæpur er gamli Cobden var vanur að hanga kringum og drekka á, en hann fann hann ekki þar. “Klæddu þig í kvöldbuning þinn og við skulum fara eitthvað til kvöldverðar,” sagði Jón við Joyce er hann kom inn aftur. Hann fór til herbergja sinna og skifti um föt. Hann bauð Joyce með sér sökum þess, að hann vissi ef hann skyldi hana eina eftir þá ýrði hún hrædd. Þau gengu fram að garðhliðinu og Jón kallaði á ökumann og skipaði svo fyrir, að hann æki með þau til Savoy gistihússins. Þetta var í fyrsta skifti, sem Jón liafði séð Joyce í kvöldbúning. Hafði frændi henn- ar gefið henni hann og verið komið með hann frá klæðasölufélaginu þá um daginn. Hann starði á hana með aðdáun og undrun. Augu hennar tindruðu og geðshræring sem einnig hafði hleypt blóðinu í hreyfing og sett svo að- dáanlegan roða í kinnar hennar. Hann tók einnig eftir því, að allra augu störðu á hana af aðdáun. “Hvað þetta er unaðslegt,” sagði hún. “Allir virðast þekkja yður hr. Strand og horfa til yðar með aðdáun.” “Þeir eru ekki að veita mér eftirtekt,” svaraði Jón þurlega. “Hvað það er hrifandi að vera með nafn- frægum manni.” “Fólkið er að dáðst að fegurð þinni, og lái því það ekki.” “En sú fjarstæða,” svaraði hún og roðn- aði enn meir. Er þau voru sest við borðið, rendi hún augunum yfir mannfjöldann er þarna var samankomin, og tók hún eftir því að þau voru umtalsefni fjöldans. Allra augu störðu til þeirra. Var hún virkiiega falleg? Hún gat ekki trúaö því þegar nún bar sig saman við þær konur sem þarna voru saman komnar. Jón liaföi sagt henni, að hún væri faileg og iiann sagði ekki ósatt. Ef það var hans álit, þá gerði ekkert til um álit annara í því efni. “Hvað varð af Cranston,” spurði Jón. “Hann varð eftir hjá ungfrú Mason. Hún bað hann að koma heini með sér til Grosvenor Square.” “Ætli hann hafi fullnægt forvitni hennar?” “Nei, hann neitaði. Hann myndi aldrei óhlýðnast yður í nokkru.” “Hann er góður piltur og hann mun kom- ast áfram. Það er engin ástæða fyrir hann að þylja æfisögu sína fyrir Sylvíu Mason.” “Eg er yður sammála í því.” “Veist þú nokkuð um hans liðnu æfi?” spurði Jón og einblindi á Joyce. “Cranston hefir sagt mér alt. Þegar þér björguðu honum og------” “Hann hefir verið mjög lireinskilin við yður,” sagði Jón. Þau töluðu nú ekki meir saman um Cranston því nú var komið inn með matin og þau fóru að gera honum skil. v Jóni fanst sem þögn hennar stafaði af einhverskonar afbrýðissemi yfir því að Cran- ston varð eftir hjá Sylvíu. “Mér líður illa út af því, að vita ekkert um frænda,” mælti hún svo. Eg hugði að hann væri alveg hættur, að------” “Eg áleit það einnig en það mun ekki auð- velt að losa sig við margra ára venju, — nærri því að segja lífstíðarvenju. Vantar þig að fara heim strax og við höfum lokið við mál- tíðina? Mér hafið komið til hugar, að við færum á leikhús á eftir.” “Eg kysi heldur að fara heim,” sagði hún og var auðséð að henni var órótt. “Við skulum þá fara ofan að ánni og ganga heimleiðis eftir bökkum hennar.” Að lokinni máltíðinni lögðu þau af stað. Hvorugt þeirra hafði neitt að segja. Þau gengu hægt, hvert við annars hlið unz þau komu að ánni, þar stönzuðu þau og horfðu á mánan spegla sig í vatninu . Hann vaknaði sem af draunri við það að hönd, hlý og mjúk snart hendi hans. Það streymdi einhver unaðs- rík kend gegn um allar hans taugar. “Er þetta ekki elskulegt. Hlustaðu til bæjar klukkunnar slá níu. Bráðum byrjar or- ustan. Strand, eg er upp með mér af yður. “Við skulum halda áfram,” sagði Jón um leið og hann fór af stað. Hann horfði beint framundan sér eins og hann væri að sigta á einhvern vissan púnt. Hann þorði ekki að horfa til hennar. Snerting hendi hennar hafði snert einhvern innbyrgðis streng hjá honum. “Þarna gengur frændi þinn á undan okk- ur,” sagði hann og var sem létt væri af hon- um þungri byrði. Cobden sá þau, og sneri við og kom á móti þeim. “Eg hefi tekið mér langan göngutúr. Mér fanst eg þurfa hreyfingu. Svo þið hafið þá verið að skemta yður í kvöldkyrðinni?” Joyce hljóp upp um háls honum og kysti hann. “Eg er svo glöð frgendi,” sagði hún lágt. Gamli maðurinn hefir ef til vill skilið við hvað hún átti.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.