Heimskringla - 31.05.1933, Side 4
4. SIÐA.
HEIMSKRINGLA
W3NNIPBG, 31. MAJ 1933
Hgímskrtngla
(StofnuO 1886)
Kemur út i hverjum miðvikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsimi: 86 537
VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst
fyrirfram. Allar borganir sendist:
THE VTKING PRESS LTD.
RáBsmaður TH. PETURSSON
853 Sargent Ave., Winnipeg
Uanager THE VIKING PRESS LTD.
853 Sargent Ave., Winnipeg
RUstjóri STEFÁN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg.
"Heimskringla” is published by
and printed by
The Viking Press Ltd.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man.
Telephone: 86 537
WINNIPEG, 31. MAl 1933
SÆMUNDUR SIGFÚSSON f ODDA
Flutt í kirkju Sambandssafnaðar í
Winnipeg 28, maí 1933, af
sr. Ragnar E. Kvaran.
1 þessari viku, sem nú var að líða, eru
liðin rétt 800 ár síðan að einn einkenni-
legasti og vafalaust einn markverðasti
maður íslenzkrar kirkju andaðist. Eg 4
við Sæmund Sigfússon, sem menn þó
kannast betur við undir nafninu Sæmund-
ur fróði.
Ef til vill finst ýmsum, sem það eigi
frekar lítið erindi inn í kirkju í miðju
meginandi Vesturálfunnar á fyrri hluta
20. aldarinnar að fara þar að minnast á
íslenzkan mann, sem uppi var fyrir svo
löngu síðan, að 800 ár eru liðin frá and-
láti hans. En það stendur svo á, að ef eg
væri dýrlingatrúar, þá fyndist mér enginn
dýrlingur ákjósanlegri fyrir kirkju þjóðar
minnar en þessi maður. Ef til vill stafar
sú tilfinning að einhverju leyti af því,
að mynd hans er að nokkru hulin þoku
og mistri. Hann ritaði bækur, en engin
bók eftir hann er nú til. Hann var upp-
hafsmaður að sagnafræði fslendinga, en
þó er eiginlega engin saga til af honum
sjálfum. En þrátt fyrir ófullkomna mynd
af manninum, þá verðum vér vör við
kraft, sem streymir frá þessari persónu í
gegnum þokumistur aldanna. Hann hefir
orðið frægur í þjóðsögum vorum fyrir
bráðskemtilegar galdra og töfrasögur,
sem þjóðin hefir sett í samband við hann,
en þó er hitt markverðara, að hann breytti
sögu síns eigin lands og virðist hafa átt
mjög drjúgan þátt í því, hve arðsöm
kristnin varð þjóðinni hinar fyrstu aklir.
Og sökum þess, að enn megum vér líta
til fyrirmyndar þar, sem hann er og hans
stefna, þá finst mér ekki eiga illa við, að
vér staðnæmumst þessa kvöldstund við
umhugsunina um þennan mann, sem
heillað hefir til sín ímyndunarafl þjóðar-
innar í átta aldir.
Árið 1056 fæddist Sæmundur í Odda.
Það er sama árið sem kristnin var að koma
skipulagi á hagi sína með stofnun fyrsta
innlenda biskupsstólsins. Það má því segja,
að æfi Sæmundar hefjist með eiginlegri
íslenzkri kirkju. Og þessi kirkja átti
honum síðan mikið uppi að inna, svo
mjög, að löngu síðar ritar Gunniaugur
munkur, sagnaritari, um: “Sæmund Sig-
fússon, þann mann, er verið hefir einhver
mestr guðs kristni til nytsemdar á ís-
landi,” og um þá fóstbræður, Jón Ög-
mundsson biskup og Sæmund, fer hann
síðar þeim orðum, að “þeir máttu réttliga
kallast styrkir stólpar kristninnar, því at
þeir studdu hana fagrliga í sínum kenn-
ingum ok öðrum góðum lutum, þeim er
þelr sýndu sínum undirmönnum, er þeirra
hjálpsamleg heilræði vildu þekkjast.” Og
í Kristnisögu er talað um Sæmund, “er
beztr klerkur hefir verið á fslandi”.
En þetta verk, sem svo lofsamlegum
orðum var farið um, varð ekki leyst af
hendi án þess, að töluvert vandlegur und-
irbúningur hefði á undan farið. Og um
Sæmund má segja, að sennilega hefir
enginn íslendingar á þeim tímum haft
annan eins undirbúning til þess að láta að
sér kveða í andlegum efnum. Hann hvarf
af landinu og sökti sér svo niður í nám
suður í löndum, að menn töldu hann með
öllu týndan. En fóstbróðir hans, er síðar
varð, Jón ögmundsson, bar gæfu til þess
að finna hann suður á Frakklandi og er
sagan um þann fund líklega elsta þjóð-
sagan, sem um Sæmund hefir myndast.
Hún er í sögu Gunnlaugs munks af Jöni
ögmundssyni biskup. Og með því að
sagan er einkennileg og heillandi, þá
langar mig til þess að lesa yður hluta af
henni hér. Mér finst hún að sumu leyti
táknleg fyrir forlög Sæmundar. En á
þessa leið er hin forna frásaga:
“Eigi hæfir annat, en geta, framarr en
áðr er sagt, hversu mikit lið íslenzkum
mönnum varð at hinum heilaga Jóni,
jamval utanlands sem innan. Teljum vér
þann hlut einkanlega þar til, er hann
spandi út higað með sér Sæmund Sigfús-
son, þann mann, er verit hefir einnhver
mestr guðs kristni til nytsemdar á fslandi.
ok hafði lengi verit í útlöndum, svá at
ekki spurðist til hans. En hinn heilagi Jón
gat hann upp spurðan, at hann var með
nokkurum ágætum meistara, nemandi
þar ókunniga fræði, svá at hann týndi
allri þeirri, er hann hafði á æsku aldri
numit, ok jamval skírnarnafni sínu. En
er hinn heilagi Jón kom þar, er hann var
fyrir, spurði hvárr annan at nafni. Hinn
heilagi Jón sagði sitt nafn, en Sæmundr
nefndist Kollr. Jón svarar af gipt heilags
anda og mikilli kennispeki: “Ek getr, at
þú heitir Sæmundr ok sér Sigfússon, ok
fæddr á íslandi, á þeim bæ er í Odda heit-
ir”. Taidi hinn heilagi Jón þar til fyrir
honum, at hann kannaðist viðr sik ok ætt
sína. Sæmundr mælti: “vera má at
sönn sé saga þín, ok ef svá er, þá man
finnast í túninu í Odda hóll nokkurr, sá
er ek lék mér jafnan viðr”. Ok eftir
þetta, þá kannast þeir viðr með öllu. Þá
mælti hinn heilagi Jón: “fýsir þik ekki í
brott héðan?” — Sæmundr svarar: “gott
þikkir mér hjá meistara mínum, en þó,
síðan ek heyrða þín orð, ok ek sá þik,
virðist mér þó svá, sem sá hafi hetr, er
þér fylgir ok aldrei viðr þik skilst, en eigi
sér ek þó ráð til þess, at ek mega þér
fylgja, þvíat meistari minn vil með öngu
móti gefa mik liðugan.” Hinn heilagi Jón
mælti: “vit skulum báðir þar at sitja, ok
man eg dveljast hér um hríð; skulum vit
til nýta hverja stund, er vit megum vit
talast, eigi síðr nætr en daga. Nú ef
meistari þinn ann þér mikit, þá man hann
leita okkar, ef vit erum einir saman, ok
man hann þá venjast vit ok þikkja ekki
grunsamligt ef þat kemr oft at. En ef
hann léttir af at leita okkar, þá skolum
vit leita á brott sem skjótast”. Sæmundr
mælti: “vitrligt ráð er þetta, er þú hefir
til lagt, skal þetta grundvöllr okkarrar
ráðagerðar, en viðr vitran mann eigum
vit, þar sem meistari minn er, þvíat
hann sér ferð okkra þegar hann hyggr
at himintungum í heiðríku veðri, þvíat
hann kann svá algjörla astronomiam, þat
er stjörnuíþrótt, at hann kennir hvers
manns stjörnu, þess er hann sér, ok hyggr
at um sinn.”
Eg ætla ekki að rekja söguna lengra
eða segja frá því með hverjum brögðum
þeir komust í burtu frá meistara Sæ-
mundar. En brott komust þeir eingöngu
fyrir þá sök, að lærisveinninn var orðinn
kennaranum jafnsnjall um stjörnuspekina.
En að þeim hluta sögunnar, er eg hefi nú
lesið yður, mun eg aftur víkja af lítilli
stundu liðinni.
Þeir fóru heim vinirnir, Sæmundur
og Jón, og bjuggu í nágrenni hvor við
annan á Rangárvöllum þar til Jón varð
biskup á Hólum — fyrsti Hólabiskup og
svo elskaður af allri alþýðu, að hann
hefir verið talinn í helgra manna tölu
af íslendingum til þessa dags. En Sæ
mundur reisti kirkju á ættaróðali sínu,
Odda, og gekk svo frá, að sá staður var
eftir það nefndur “inn æzti höfuðstaðr”
íslenzkra manna. Virðingu hlaut hann
svo mikla, að í margar kynslóðir á eftir er
þess getið, að þetta hafi verið gert með
ráði Sæmundar fróða, þegar mikið skyldi
kveða að um ágæti einhverrar ráðstöfun-
ar. Einn stærsti bautasteinninn, sem hann
hefir sjálfur reist sér, eru tíundarlögin og
síðan Kristnirétturinn, sem á efri árum
hans var tekin í lög á Alþingi að hans
ráðum. Sennilega eru þessi kirkjulög
með þeirra viturlegustu löggjöf, sem ís-
lendingar hafa nokkru sinni sett með sér.
Þar er þræddur sé vegur hófsemdarinnar,
sem vafalaust hefði leitt þjóð vora fram
hjá því nær öllum ömurlegustu skerjunum
í sögu hennar, ef menn hefðu borið gæfu
til að fylgja honum lengur, en raun varð
á. Það er á vitund yðar ailra, að kirkjur
á íslandi voru í upphafi svo til komnar,
að einstakir áhugamenn reistu þær sjálf-
ir á býlum sínum og héldu þeim uppi
með eigin fé. Sendu höfðingjar og á-
gætismenn oft syni sína utan til þess að
nema klerklega fræði, tll þess að þeir gætu
int af hendi prestsþjónustu í kirkjunum.
En þar kom, að sumum slíkum kirkjueig-
endum varð um megn að halda uppi öll-
um þessum kostnaði. En með tíundarlög-
um og hinum fyrsta Kristinrétti eru leidd
í lög gjöld alþjóðar til kirkjunnar og skift-
ust þau gjöld á milli biskupsstólanna, sem
vitaskuld höfðu mikinn tilkostnað við
skólahald og annað, og kirkjueigendanna,
sem stóðust svo kostnað allan, er af
kirkjuhaldinu hlaust. Þessi ráðstöfun
virðist hafa verið svo vinsæl, að hún
hefir verið samþykt án nokkurra alvar-
legra mótmæla, þrátt fyrir skatt þann,
sem á þjóðina var lagður. Og þetta var
einnig hin farsælasta ráðstöfun. Vegur
kirkjunnar, sem á þeim tímum var hin
göfugasta og ágætasta stofnun, óx, en
vald hennar var ekki saman komið í einn
stað, á þann hátt, að af því gæti hlotist
ofríki og kúgun, svo sem síðar varð.
Biskupsvaldið hafði aðhald af hinum á-
gætu stórmennum, sem fyrir áhugasemi
og virðingu fyrir kirkjunni, höfðu reist
guðshús á býlum sínum, en þeir höfðu
hinsvegar einnig mikið aðhald af bisk-
upunum, sem gátu neitað að vígja kirkjur
þeirra og haldið fyrir þeim greiðslunum,
ef ekki var farið að lögúm. Þetta átti
mikinn þátt í því, að kirkjan hélst furðu-
lega lengi sem þjóðleg stofnun, er varð
samgróin hugsanalífi alþjóðar. Hún flutti
menningu inn í landið, en sú menning
kom ekki sízt fram í ræktarsemi við sögu
og fortíð þeirra manna, sem kirkjumar
höfðu reist. íslenzk sagnaritun er
nærri óhugsandi, ef ekki hefði hún feng-
ið að þróast í andrúmslofti menningar
kirkjunnar. En án sagnaritunar væri ís-
lenzk þjóð nú sennilega ekki til.
Þess er ekki að dyljast, að ekki var lang-
ur tími umliðin frá þessari hyggiiegu ráð-
stöfun, sem allir telja Sæmund hafa átt
einn drýgstan þáttinn í, þegar biskups-
valdið tók að færa sig upp á skaftið og
heimta full yfirráð allra eigna, sem á
einhvern hátt voru bundnar kirkjunum.
Þeirri viðureign lauk með fullum sigri
biskupsvaldsins, en þó voru það nánustu
niðjar Sæmundar, sem frestuðu þeim sigri
í hálfa aðra öld. Nafnfræg er viðureign
Jóns Loftssonar, sonarsonur Sæmundar.
og Þorláks biskups helga, út af þessu
máli. Og aldrei ættu íslendingúm úr
minni að falla hið fræga og höfðinglega
svar Jóns, þegar Þórlákur vitnaði til þess,
að erkibiskupinn í Noregi hefði mælt svo
fyrir, að allir kirkjustaðir skyldu falla
undir yfirráð hins klerklega valds og
styrkti mál sitt með því að þetta væri
eftir “setningum postulana ok annarra
heilagra feðra.” Jón svaraði þessu til:
“Heyra má ek erkibiskups boðskap, en
ráðinn er ek í at halda hann at engu, ok
eigi hygg ek at hann vili betr né viti, en
mínir forellrar: Sæmundr hinn fróði ok
synir hans.”
í þessu sva'ri felst ekki fyrst og fremst
drembilæti höfðingja, sem finnur að hann
á mikið undir sér, heldur þrotlaus virðing
viturs mann fyrir ágætum feðrum. Jón
var lærður á klerklega vísu og hafði tekið
djákna vígslu. Hann unni mikið kirkju
sinni og vildi hennar veg í öllu. Þegar
hann fann, að hann hafði tekið banasótt
sína lét hann leiða sig út á hlað á Keld-
um, þar sem hann hafðí fyrirhugað
klausturstofnun. “Ok er at honum tók at
draga lét hann leiða sik út í dyrr, ok er
hann sá til kirkjunnar mælti hann: “þar
hú kirkia mín! Þú harmar mik,
en ek harma þik.” Þannig mæla ekki trú-
lausir menn. En Jón er þess ímynd og
vitni, að þar er trúin göfugust, er hún er
reist á sjálfstæði hugarfarsins. Og eitt-
hvert spor hefir Sæmundur markað í
hugsanalíf ættarinnar, þegar sonarsonur
hans er þess fullviss, að jafnvel erkibisk-
upinn muni hvorki vita né vilja betur en
hann hafi gert og þeir, sem fyrir mestum
áhrifum hafi frá honum orðið.
Það eru þessi spor í sandinum, sem
alstaðar liggja efir Sæmund, þótt alt sé
glatað, sem hann sjálfur hefir ritað. Ari
Þorgilsson hefir jafnan verið nefndur fað-
ir íslenzkrar sagnaritunar. En Sæmund-
ur má nefnast afi hennar, því að til Sæ-
mundar leitaði Ari til þesö að láta hann
fara yfir og leiðrétta íslendingabók sína.
Og sennilega er mikið af fróðleik bókar-
innar frá honum runninn. Hann tendraði
þaiyi eld og þá ást á íslenzkri sögu og
fornum fræðum kynþáttarins, sem varð
að lýsandi báli í Snorra Sturlusyni, sem
alin var upp í*0dda hjá sonarsyni Sæ-
mundar. Skólinn í Odda hefir sennilegast
verið andríkasta stofnun, sem nokkuru
sinni hefir verið haldið uppi af íslending-
um. Eyjólfur sonur Sæmundar stundaði
nám eins og faðir hans á frægustu kenslu-
stofnunum Evrópu og svo var um marga
fleiri þá frændur, en hin klerk-
legu fræði sunnan úr löndum
renna í Odda saman við hin
þjóðlegu fræði á þann hátt, að
ódauðleg listaverk skapast. Nú
hallast helztu fræðimenn að
þeirri skoðun, að nafnið Edda sé
dregið af Odda, og fer vel á
því að merkustu bækur tung-*
unnar skuli bera nafn þess stað-
ar, sem sökum fróðleiks og
andagiftar, er þar var saman
komin, var með réttu nefndur
“inn æzti höfuðstaðr” þjóðar-
innar.
Eg hefi ekki allsjaldan leitast
við að benda á það hér í kirkj-
unni, í hve mikilli þakklætis-
skuld þjóð vor standi við kristn-
ina. Máttur hinnar ungu kristni
íslands lyfti undir hugsanalífið
og magnaði það að íhugun og
andríki. Og mér finst andi hins
lærða manns, sem þekti speki
suðursins svo vel, að hann
gat jaf-nvel verið sjálfstæð-
j ur gagnvart henni, og hrundi
1 svo af stað hinum þjóðlegu
' afrekum íslenzkrar fræði
mensku og orðsnildar, svífa
yfir vötnum þjóðlífsins, löngu
eftir að hann er sjálfur horfinn
af þessum heimi. Ef til vill er
mest um vert víðsýni þeirra
Oddaverja og annara, sem undir
þeirra áhrif komust. Það þarf
11. d. ekki litla þroskun í hugsun
til þess að hafa iþá afstöðu til
heiðnarinnar.sem iþeir liöfðu. Al-
kunnugt er, að þeir, sem skifta
um trúarbrögð, eru alla jafna
heiftúðugastir og ofstækastir
um trúarefni. Þeir hatast við sín-
ar fyrri skoðanir vegna þess, að
hið nýja gagntekur svo hugann,
að dómgreindinni förlast. En alt,
sem frá Oddaverjum er runnið
um heiðna trú, er þrungið af
| skilningi og velvild. Þeir virð-
t ast hafa hugsað sér, að Æsir
i hafi upphaflega verið menn, sem
[ þjóðtrúin hafi siðar hafið til
þessarar guðlegu tignar. En
; þótt þeir telja þetta ekki sanna
trú, þá bera þeir virðingu fyrir
henni og unna henni. Hugurinn
er mildur gagnvart henni af því
að þeir hugsa spaklega.
Til þess að átta sig á, hvílíkt
djúp er staðfest milli þessa skiln-
ings og þess, er síðar varð, t. d.
eftir að nokkur tími var liðinn
frá siðaskiftunum á 16. öld, þá
er ekki ófróðlegt að bera hið
spaklega viðhorf þeirra,, sem
undir áhrifum Sæmundar höfðu
verið, við kenningar Guðbrands
biskups Þorlákssonar.
Páll Eggert Ólason segir svo
í bók sinni um Guðbrand: “í
augum Guðbrands biskups er
Lútherstrú eftir þessu sá eini
gildi sáluhjálparvegur; heiðingj-
um er helvíti eitt víst. Kaþólsk-
i um mönnum og öðrum trúar-
[ flokkum innan kristninnar vís-
I ar hann ekki beinlínis til sætis
| þar, en skýrir þó ekki, hvar
| hann ætlar þeim vist. En ekki
er þar mikill munur á, því að
í páfinn og Múhameð eru í aug-
um Guðbrands biskups úr sama^
sauðahúsi. Svo fara honum
orð úr munni í prédikun á sjálf-
an jóladag: “Þar fyrir er og
Machomet, hver eð þriðja slags
kenning hefir innfært í heim-
inn, enginn réttur lærifaðir,
heldur andskotans engill. Þess-
um er og einnig sá rómverski
antikristur ekki ólíkur, hver eð
spilt og saurgað hefir hvorn
tveggja lærdóm, bæði lögmáls-
ins og evángelii, og kristnina
hefir upp fyllt með lygar og
mannasetninga. Þessum eru og
líkir allir aðrir villumenn,,
gamlir og nýir, sem koma
upp með annan lærdóm
en þann, sem samhljóðandi er
við þann himneska lærdóm”. Og
á áttunda sunnudag eftir Trin.
segir svo: “Þeir prédikarar, sem
vísa fólkinu alleinasta til guðs
náðar og forþénustu Jesú Kristi,
til hans dauða og upprisu, að
menn skuli hér með hugga sig
í gegn syndinni, dauðanum og
allri ólukku, þeir eru réttir pré-
dikarar, þar eftir kemur góður ^
I fullan aldanjorouug hafa Dodd’*
nýrna pillur verið hin viðurkenndu
meðul við bakverk, gigt og blöðru
sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla,
er stafa frá veikluðum nýrum. —
! Þær eru til sölu í öllum lyf jabúð-
um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir
$2.50. Panta má þær beint frá
Dodds Medicine Company, Ltd.. Tor-
onto, Ont., og senda andvirðið þang-
að.
ávöxtur, sem er eilíft líf. Hinir
aðrir, sem leiða menn til að á-
j kalla menn heilaga, til að trey-
sta upp á sín góðverk eður fara
með aðrar villur í móti þeim
hreina og sanna lærdómi,
þeir eru falsspámenh; þar af
. kemur og eftir fylgir vondur
ávöxtur, sem er eilíf glötun og
fyrirdæming”.
Og vart er hugsanlegt, að
Oddaverjar hefðu nokkuru sinni
(litið svo lágt með hugsun sinni,
, að útmála fyrir sér kvalir for-
dæmdra á þann hátt, er síðar
[ tíðkaðist. Að vísu voru þeir
I góðir kaþólskir menn, en það
er nú svo, að hver maður velur
ávalt ú rtrúarkcrfum samtíðar
sinnar það, sem næst stendur
skapi hans sjálfs. Og vissulega
hefði höfundur Gylfagynningar
brosað með sjálfum sér ef hann
hefði lesið það, sem mesti mað-
ur landsins ritaði 4 öldum síðar:
“þar á mót á vísar heilög ritn-
ing um hina fyrirdæmdu, að
þeirra sálir séu í helvíti og
djöfulsins valdi inn tilNlómadags
og þá skuiu þær samtengjast
aftur sínum líkömum til að
líða eilífar kvalir með djiöflinum
og hans englum.”
Hér hefir vissulega mikið
syndafall á orðið á þessum öld-
um. Frá hóglátri, spakri og
víðsýnni trú aflmikilla manna er
faliið niður í máttleysis tilhlakk
þröngsýninnar, sem fagnar yfir
kvölum þeirra, er öðruvísi
hugsa en maður sjálfur. Og all-
ur vitnisburður samtíðarinnar
stefnir í þá sömu átt, að Sæ-
mundur Sigfússon hafi borið af
öðrum mönnum um speki, fróð-
leik og heilnæm ráð. Þessa
mintust ekki samtíðarmenn
hans einir heldur og rithöf-
undar í meira en heila öld á
eftir. En svo hefir viljað til, að
þjóðin hefir bundið við nafn
hans sína eigin draumóra um
töfra og galdur. En jafnvel í
þeim sögum er að finna vott
virðingarinnar og ástarinnar,
sem menn hafa til hans borið,
því að létt er yfir öllum þeim
sögum og vinsamlegur hugur.
Sæmundur Ieikur sér við hið
illa vald, en gengur því aldrei
á hönd. Hann notar afl sitt
til góðs eins og brosir annars
að því. Það er mildi í töfrum
hans í þjóðtrúnni ,eins og vafa-
laust hefir verið í hugsuntím
hans og atferli í hinu raunveru-
lega lífi.
í sögunni, sem eg las í upp-
hafi máls rníns, er þess getið,
að Sæmundur hafi svo algerlega
sökt sér ofan í nám hinna ó-
kunnugu fræða, er hann fékst
við suður í löndum, að hann
týndi allri þeirri, “er hann hafði
á sækualdri numið, og jamval
skírnarnafni sínu.” Ef til vill
er hann ekki eini maðurinn,
sem þetta hefir hent. Menn
hafa stundum týnt því, sem
þeim hefír verið enn nákomn-
ara en skírnarnafnið, því að
þeir hafa með öllu týnt sjálfum
sér. Menn drekka stundum í
sig allskonar kenningar og
heilaspuna, og sökkva sér í
starf, sem sviftir þá öllum per-
sónuleíka þeírra. Stundum er