Heimskringla - 31.05.1933, Page 5

Heimskringla - 31.05.1933, Page 5
WIINNIPEG, 31. MAl 1933 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA. sú breyting miklu djúptækari en að breyta nafninu Særnund- ur í Koll. Og þetta hefir á- reiðanlega hent kirkju íslenzkra manna oftar en einu sinni. Guð- brandur Hólabiskup — svo rík- ur af hæfileikum sem hann var og þrátt fyrir þrotlausan áhuga — týndi nafni sínu og öll kirkja hans um hans daga. Hann gleymdi því, að hann var bisk- up íslenzkrar þjóðar, en hélt að hann væri biskup þröngrar kreddutrúar. Hann lagði fram krafta sína til þess að svifta þjóðinni lífsgleði og lífstrú. Hann hjó stoðirnar undan því, sem eftir var af frjáisu trúar- lífi í landinu, og undirbjó hina ömurlegustu öld, sem yfir þjóð vora hefir gengið. Sæmundur Sigfússon bar gæfu til að minnast nafns síns áður en það var orðið of seint. Hugur hans var vafin iþoku draumóra fánýtra heilabrota, en upp úr mistri hugarins spratt lítil minning um hól í túninu í Odda, þar sem hann hafði leikið sér barnlefltjum. Hann hvarf til baka til hólsins, og eftir það var lífinu til þess varið að láta fólk sitt blessun af sér hljóta. Með gáfum sínum, þroska og þreki hlúir hann að þeim yl, sem með þjóðinni sjálfri fólst og afrek hans eru ódauðleg. í mínum augum er líkfe um hina sífeldu endurskírn kirkjunnar. Hún týnir sér við og við í gjör- samlega fránýtri viðleitni við að þjappa öllu lífi saman í einn stakk, eina ömurlega fátæk- lega skýringu á því hvað líf- ið sé. Þau tímabil heita aldir rétt-trúnaðar, því að trúa rétt er þá að trúa eins og manni er sagt. En ávalt kemur einhver Jón Ögmundsson og minnir á hið rétta skírnarnafn þeirrar stofnunar, sem til þess kom í heiminn að gera mennina að hærri verum og fullkomnari. Þá hverfa gáfurnar, þroskinn og þrekið að nýju að hinu veglega verkefni: að láta mennina bless- un af sér hljóta. Hið ytra form verkefnisins breytist með hverri öld, því umhverfið, sem mann- kynið ferðast í gegnum, breyt- ist. Verkefni kirkju Sæmund- ar var að beina huga þjóðarinn- ar að innri efnum, koma á friði í landinu og vekja alúðina við hugsun og íhugun. Hún sótti magn starfsemi sinnar í minningar fortíðarinnar og því varð sagan hennar yndi og eft- irlæti. Kirkja vor, nútíðar- raanna, hefir önnur ytri við- fangsefni en þó hið sama verk- efni. Hún er enn til vegna mannanna og þeirra þroski er enn hennar markmið. Hún verð- ur að hætta þeim fánýta leik að tæla sér að keyra almættið í trúar-formúlu og hneppa starf sitt í fánýtum helgi-athöfnum. Hún verður að leita til baka á hólinn í túninu, þar sem menn- imir búa. Hún verður að vekja ástríðu og eld hugarins fyrir að leysa vandkvæði þjóðmála vorra, þeirra, sem nú kalla brýnast að. Þegar eg lít til baka yfir þau brot af sögu þjóðar vorrar um 800 ár, sem eg þekki, þá ber þar margt heillandi fyrir augu. *f þetta sinn sé eg þó ljósast þrent: Eg sé þjóð, sem virti Sæmund fyrir speki hans og þroska, elskaði Jón Ögmunds son fyrir mannúð hans og mildi, og dáðist að Jóni Arasyni fyrir dirfsku hans og karlmannslund Ekkert veglegt framtíðar pjóð- líf verður reist úr öðrum efni- við en þessum: vitsmunum, mannúð og hugrekki. Og þessi efniviður bíður enn kirkju þjóð- ar vorrar, hvar sem börn henn- ar ala aldur sinn. Megi henni enn auðnast að verða nútíð og framtíð til blessunar. KAUPHÖLL MORGANS KAUPIÐ HEIMSKRINGLU LESIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU Um kauphöll auðkýfingsins J. P. Morgans er vanalega talað sem “The House of Morgan.” Hún er ein mesta banka eða peningastofnun heimsins, og hefir haft óskoruð völd í fjár- málaathöfnum héma megin At- lantshafsins síðast liðin 70 ár. Eigi að síður stendur nú eig- andi hennar, sem syndugt barn hjá skriftaföður sínum, frammi fyrir öldungadeild Bandaríkja þingsins og í raun og veru öllum heimi. Þar sem mörgum mun þykja þetta tíðindum sæta og að í fréttir verður eflaust fært margt um það næstu daga eða vikur, skal hér ofurlítil lýs- ing gefin af þessari stofnun. “The House of Morgan”, er ekki tiikomumikil bygging á að h'ta, er borin er saman við skýjkljúfana í New York, sem umhverfis hana eru á Wall stræti. Hún er lægri en þeir flestir og svo óbrotin, að ekk- ert dregur athyglina að henni. Á fram stafni hennar stendur aðeins “23 Wall St.” Það er alt útflúrið. En byggingin er þó all stór um sig . Af því að hún stendur á horni Wlall og Broad stræta, var hún lengi nefnd “The Corner”. Á steinveggnum öðru meg- in við dyrnar sézt dálítill litar- munur, þar sem gert var við vegginn eftir skemdirnar sem á honum urðu 1920, er byltinga maður reyndi að sprengja kof- ann í loft upp. Þegar inn í bygginguna kem- ur, verður hins sama vart; þar er alt eins óbrotið og úti. t henni miðri er stór geimur, en til hliða er röð af skrifborðum og sitja við þau meðeigendur Morgans, sem sagðir eru vera tuttugu alls. Af þeim þúsund manns, sem þarna vinna, sér maður ekki nema fáeina; þeir eru felstir í þeim hluta bygg- ingarinar, sem bætt var við hana, eftir að viðskiftin höfðu bólgnað svo að þar var að verða rúmlítið. Inst í byggingunni er skrif- stofa J. P. Morgans sjálfs. Eld- ur brennur þar á arni og upp yfir honum á veggnum er olíu- mynd af J. P. Morgan eldra, föður núverandi eigenda stofn- unarinnar. Annað viðhafnar- legt er þar ekkert að sjá. Einka ritari sézt þar aldrei inni. Fund- ar-salur er á öðru lofti, en eig- endur koma þar sjaldan sam- an. Þeir ganga oftast yfir að skrifborði hvers annars, ef þeir þurfa að ráðfæra sig um eitt- hvað. Aldrei sjást þar merki neinnar truflunar í starfinu. Það gengur með mestu ró og kyrð. Þó eru dæmi þess, að menn sem ábyrgðarstarfi hafa gengt hjá Morgan, hafi blátt áfram drepið sig á ofharðri \innu. Hvernig stofnun þessari er háttað, veit enginn lifandi mað- ur um annar en eigandinn. Hún er ekki löggilt félag. Meðeigend- ur Morgans í henni, eru “prí- vat” félagar hans og oft sinn upp á hvem hátt. Hvernig samning hver um sig hefir gert, vita þeir ekkert um. Og þó þarna sé um eina stærstu banka stofnun í heimi að ræða, er hún alls ekki banki samkvæmt lög- um New York ríkis. Engin skýrsla er nokkru sinni gefin yfir hag eða ástæður stofnunarinnar. Hvað hún á, og hvað hún tekur inn eða greiðir út, veit enginn (nema eigendurnir). Fundargerningar eru engir skrifaðir, þó eigendur hafi fundi. Að vera félagi Morgans, er þó sagt að færi í aðra hönd á ári eina til fimm miljónir dollara. Morgan er dómarinn í öllum ágreinings- málum. J. P. Morgan var fæddur í Irvington, N. Y., 7. sept. 1867 Hann var einkabarn og var því sjálfkjörinn að taka við og stjóma hinni miklu stofnun og eignum föður síns. Var hann og af föður hans búinn undir það starf eins vel og unt var. Faðir hans dó 1913. Um það leyti varð talsverður ÁSKORUN SINT Það var á ónefndum fundi síðast liðna viku að vér heyrð- um hafða yfir söguna, sem blaðið Free Press hefir verið að ys og þys út af því gerður, að tönlast á undanfarin nærri þrjú Morgan og meðeigendur hans ár við lesendur sína væru í stjórn svo margra fé- laga ,að hætta stafaði af því. Var það því eitt af fyrstu og stærstu sporunum, sem erfing- inn steig, að segja sig úr stjórn eitthvað þrjátíu annara félags- stofnana. Ári eftir að J. P. Morgan hinn yngri var seztur í for- setastólinn að 23 Wall St., braust stríðið mikla út. Bar þá ýmsan vanda að höndum, og formenska Morgan stofnun- arinnar var ekkert létta verk. En ekki virtist ofvaxið hinum nýja stjórnanda, að ráða fram úr þeim vanda. í janúar 1915, var “The House of Morgan” fengin aðal umsjón allra innkaupa fyrir Frakka og Breta í hendur í stríð inu; var Morgan greitt 1 pró- sent af umsetningu viðskift- anna. Hvílíkrí feikn þessi við- skifti námu, þarf hér ekki að lýsa. Þau skiftu biljónum doll- ara. í allri sögu heimsins er ekki getið um svo mikil banka viðskifti nokkur staðar, sem í sambandi við þessi vöru og skotfæra kaup Breta og Frakka frá Bandaríkjunum á stríðsár- unum. Og alt fór það í gegn- um hendur þessara manna í “The House of Morgan”. Og svo voru þessi litlu lán. Á öðru ári stríðsins, urðu Frakk ar og Bretar að fá lán er nam um það, að R. B. Bennett hafi í sambandskosningunum 1930 lof að að bæta úr atvinnuleysi þessa lands, en hafi eflaust veg- na viljaleysis, svikið það loforð. Ritstjóri þessa blaðs var við- staddur og spurði hvers vegna ekki væri minst á loforð þá- verandi forsætisráðherra, Mr. Kings, sem einmitt hefðu verið hin sömu um að bæta úr at- vinnuleysinu, og með sama hætti og Mr. Bennett hefði ráðgert. Sögumaður sagði oss fara með ósannindi í því efni, og Mr.' King hefði engu lofað um að bæta úr atvinnuleysinu. Skoraði hann því á oss að koma með það á prenti og þóttist viss um, að þar sem það hefði ekki áður verið gert, hlyti það að vera uppspuni. Af því að liberalar hafa svo oft skælt munnleðríð út af þessu loforði Mr. Bennetts um lækn- ingu á atvinnuleysinu, skulum vér nú, þar sem á oss hefir skorað, benda á loforð Kings í því máli. Eins og gefur að skilja, gat Mr. King ekki staðið sig við, að leiða atvinnuleysismálið hjá sér í kosningunum 1930. Að gera enga grein fyrir hvað hann ætl- aði að gera því viðvíkjandi, eða að segja að hann ætlaði alls ekkert að sinna því, hefði verið hið sama og að kveða sjálfur hálfrí biljón dollara ($500,000,- I upp dóm yfir stjórn sinni. Enda 000.) fyrir þessi vörukaup sín. gerði Mr. King ekkert slíkt. Morgan sá fyrir því. Var það ; Hann kvaðst ætla að sinna at- hið stærsta lán, er til þess tíma j vinnuleysinu, og benti á, hve hafði nokkru sinni veitt verið. jdavðsföll væru nú tíð orðin, Árið 1917, er Bandaríkin fóru I þar sem þjóðvegir lægju þvert í stríðið, voru lán Morgans til yfir járnbrautir. Að gera und- Breta og Frakka orðin hálfjirgöng á verstu vegamótunum önnur biljón dollara. Og frá væri ákjósanlegt. Kvaðst hann árinu 1917 til ársins 1926, lán- jþví fús, að leggja fram helm- aði Morgan 12 löndum í Ev-1 ing fjár á við fylkin og sveit- rópu til samans nærri tvær i irnar, og afla á þann hátt öll- biljónir dollara ($1,770,000,000). j um atvinnulausum atvinnu. Og “Corsair” heitjr lystlskip | í því sambandi lýsti hann þessu Morgans. Er það eitt hið skraut lyfir: legasta. Fullsmíðað kostaði J “Stjórn vor (þ. e. King stjórn- það hálfa þriðju miljón dollara., in )er reiðubúin í kvöld til þess Hefir hann siglt því aftur og j að veita þennan styrk, og verði fram með ströndum Evrópu. Og það boð þegið (af fylkjunum), á Engiandi og Frakklandi hefir skal enginn maður verða at- hann dvalið talsvert á þeim vinnulaus á morgun.” ferðum sínum og er þar víðast Á ensku eru ummæli hans þektur. Hann á eignir á Eng- þessi: landi, þar á meðal landsetur! My government stands ready mikið og skrautlegt er Alder-J to-night to extend this aid and ham Abbey er neft í Hertsford- j no man need be unemployed to- sire. Ennfremur Gannocky i morrow, if this offer is accept- Lodge, á Skotlandi. j ed. Svo að sögur fari af hefir | Þessi orð eru eftir Mr. King Morgan tvisvar sinnum verið höfð í dagblöðunum “Free sýnt banatilræði. j Press” og “Tribune” f þessum Morgan er lýst sem meðal bæ, 16. júlí 1930; flutti hann inga-æsingunni, að hann gæti læknað það á einni nóttu! Annað sem Mr. King hélt þá einnig fram, var að það stæði fylkjum og sveitum næst, að ráða fram úr atvinnuleysinu. En “svo hver saga sé sögð, sem hún gengur,” eins og Lögberg segir, þá hafa fingralangir þjónar Brackenstjórnarinnar svo skafið innan skúffur fylkis- stjórnarinnar að hún varð að sleppa úr síðustu fjárlögum með öllu veitingu til atvinnulausra; hún varð jafnvel að hætta við að sníkja féð áð láni “upp á eilífar kringum stæður” til þess, að sínum hluta eins og hún var þó vön. Liberalismi Mr. Kings og Free Press, sem hér kennir Bracken hann, virðist því vera orðinn sitt hvað í þessu fylki. Steingrímur Matthíasson héraðslæknir fór í gær með Goðafossi til útlanda. Hann ætl- ar að athuga nýjungar í hand- lækningum í Englandi, Þýzka- landi og Danmörku. Hið bezta 1 fyrir yðar' vindlinga vafninga Stórt sjálfgjört bókarhefti 5c ChwdecfaL- VINDLINGA PAPPÍR Meir notaður en allar aðrar tegundir til samans Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu manni á hæð, þrekvöxnum, haus stórum, með festu svip á andlitinu, en þó ekki hörku- legum. Hann er hægur í fram- komu, og -jafnvel dulur, sem í sambandi við öll sín störf. Hann skágengur fregnrita og blaðamenn og hatar alt auglýs- ingaprjál. þau í ræðu er hann hélt í Win- nipeg kvöldið áður, eða tæpum hálfum mánuði fyrir sambands- kosningarnar það ár. Lyfið sem hann ætlaði að nota til þess að ráða fram úr atvinnuleysinu, var alveg hið saman og Mr. R. B. Bennett hélt fram, nema hvað það náði Ekki er sagt, að Morgan I miklu skemmra en efndir Ben- liafi í neinu brotið lög lands- ins með því að greiða ekki tekjuskattinn, sem allir eru liissa á að hann skuli ekki hafa gert eða þurfa að gera. En þessi viðskiftarekstur hans, sem eflaust er einn hinn sfeærsti, er nokkur einn maður eða félag hefir með höndum í nokkru þjóðfélagi, virðist með þeim hætti stofnaður og rekinn, að ekki er líkt neinni anna^i starf- andi stofnun í þjóðfélaginu. Viðskifti hans minna á búra- karl, er fé sitt geymir í sjó- vetlíngi, og sem þjóðfélagið veit ekkert um og lög þess þar af leiðandi ná lítið eða ekkert til. —Það er vor í dag. — Jú, jú, en hvaða árstíð var í gær? netts hafa orðið sem þó hafa skamt hrokkið. En hvaða á- stæða er þá til að halda, að Mr King hafi ekki þarna, alveg eins og Mr. Bennett, verið að lofa upp í ermina sína? Oss hefir fundist það satt að segja of jórturstuggulegt til þess, að vera að svara því, sem sagt hefir verið um þessi kosn ingaloforðasvik Bennetts. Og oss hefir ennfremur þótt það ó- líklegt, að nokkur væri svo skyni skroppin, að sjá ekki, að atvinnuleysið er ástandinu í heiminum að kenna, og því ó- viðráðanlegt stjórn Canada eða nokkurri einni þjóð, eins og Mr King hélt réttilega fram í þess ari sömu ræðu, þó hann í hinu orðinu, gerði þessa af- káralegu yfirlýsingu mitt í kosn innköllunarmenn Heimskringlu: í CANADA: Árne8 . . .. !. . ....................F. Finnbogason Amaranth .......................... J. B. Halldórsson Antler...................................Magnús Tait Árborg...............................G. O. Einarsson Baldur..............................Sigtr. Sigvaldason Beckville .......................... Björn Þórðarson Belmont ................................... G. J. Oleson Bredenbury............................. H. O. Loptsson Brown............................. Thorst. J. Gíslason Calgary............................. Grímur S. Grímsson Churchbridge........................Magnús Hinriksson Cypress River...........................Páll Anderson Dafoe, Sask., .......................... S. S. Anderson Ebor Station ............................Ásm. Johnson Elfros............................J. H. Goodmundsson Eriksdale ............................ ólafur Hallsson Foam Lake........................................John Janusson Gimli................................................. K. Kjemested Geysir............................... Tím. Böðvarsson Glenboro.................................G. J. Oleson Hecla...............................Jóhann K. Johnson Hnausa........... .... . . . Gestur S. Vídal Hove..................................Andrés Skagfeld Húsavík...........................................John Kernested Innisfail ........................ Hannes J. Húnfjörð Kandahar .............................. S. S. Anderson Keewatin...............................Sigm. Björnsson Kristnes.........................................Rósm. Árnason Langruth, Man......................................... B. Eyjólfsson Leslie................................................Th. Guðmundsson Lundar ................................. Sig. Jónsson Markerville ........................ Hannes J. Húnfjörð Mozart, Sask............................. Jens Elíasson Oak Point.............•...............Andrés Skagfeld Oakview ............................. Sigurður Sigfússon Otto, Man.................................Bjöm Hördal Piney..................................S. S. Anderson Poplar Park............................Sig. Sigurðsson Red Deer .......................... Hannes J. Húnfjörð Reykjavík.................................Ámi Pálsson Riverton ........................... Björn Hjörleifsson Selkirk.................................. Jón Ólafsson Steep Rock .............................. Fred Snædal Stony Hill, Man..........................Björn Hördal Swan River............................Halldór Egilsson Tantallon.............................Guðm. Ólafssom Thomhill...........................Thorst. J. Gfslason Víðir................................................Aug. Einarsson Vancouver, B. C .....................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis.......................... Winnipeg Beach.........................John Kernested Wynyard................................S. S. Anderson f BANDARÍKJUNUM: Akra .................................Jón K. Einarsson Bantry................................ E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash..................... John W. Johnson Blaine, Wash....................................... K. Goodman Cavalier ........................... Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg.........................Hannes Björassoa Garðar.................................S. M. Breiðfjörð Grafton..............................Mrs. E. Eastman Hallson................................Jón K. Einarsson Ivanhoe..................................G. A. Dalmaö* Milton...................................F. G. Vatnsdal Minneota................................C. V. Dalmann Mountain............................Hannes Bjömssom Point Roberts ........................ Ingvar Goodman Seattle, Waah........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold ............................. Jón K. Einarsson Upham................................. E. J. Breiðfjörð The Viking Press, Limited Winnipeg, Manitoba

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.