Heimskringla - 31.05.1933, Side 6

Heimskringla - 31.05.1933, Side 6
6. SlÐA, HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 31. MAÍ 1933 JON STRAND Saga eftir PAUL TRENT. Þýdd af G. P. MAGNÚSSON. Aumingja drengurinn. Eg gæti bara best trúað, að þér væruð ástsjúkur,” sagði hún í þeim róm, að Cranston vissi ekki hvernig hann átti að skijja orð hennar. “Já, eg jer ástsjúkur. Stórþjáður af ást- sýki, og þessvegna vantar mig að geta orðið maður — sannur maður. Ekki vegna þess, að eg ali nokkra von í hjarta mínu um, að mér auðnist að ná ástum stúlkunnar, heldur svo hún megi sjá, að eg er ekki með öllu einskis virði. Eg veit, að mér auðnast aðeins að líta á hana úr fjarska og tilbiðja hana og dýrka sem gyðju. En það yrði mín lífsgleði að sjá og vita af henni glaðri og ánægðri með þeim manni, sem hún elskar.” “Svo þessi stúlka elskar einhvern annan?” “Já, það hygg eg. Og þó svo væri ekki, þá hefi eg enga von um að mér takist að vinna ást hennar. Mín liðna æfi er slæmt vitni á móti mér, og svo, þar fyrir utan ’’ “já, hvað er svo þar fyrir utan?” “Hún er svo langt fyrir ofan mig í öllum skilning. En samt, samt mundi eg reiðubúinn að gefa líf mitt fyrir hana,” sagði hann af mikilli geðshræring. “Ef til vill kýs hún mikið heldur að þer lifið fyrir hana,” sagði hún með hægð. Roði færðist í andlit hans og hann reis úr sæti sínu aðeins til að setjast aftur. Hún veitti honum nána eftirtekt og er hún sá breyting þá sem á honum varð, sneri hún frá honum með þýðingarmiklu fasi. Svo varð þögn — þreytandi þögn fyrir bæði. Sylvía auf fyr þögnina. “Mun eg þekkja þessa stúlku? Ef til vi ;et eg gizkað á hver hún er. — Á eg að eyna?” spurði hún góðlega. Áður hann gat svarað, var dyrunum lokið ,pp og hr. Mason kom inn. , “Þjónninn sagði mér að þér væruð her, agði hann og hnikti ögn höfði í áttina til jranstons. En til Sylvíu sagði hann: Það ,æmi sér mæta vel að fá bolla af te.” “Hafið þér séð skjölin sem eg kom með rá hr Strand? Þau voru lögö á borðið i estrarsalnum yðar,” spurði Cranston og var jáanlegur óstyrkur á honum. “Já þau virðast vera öll rétt og ie ra ieim gengið. Eg hefl hén skjöl sem egJarf lS fi undirrituð at hr. Strand. Þer meglð ins vrl taka þau með yður nú og fá þau und- rrituð strax.” /■ * “En hr. Cranston bíður og hefur te meö ikkur,” sagði Sylvía glaðlega. Hr Mason svaraði á þá leið, að það væn iálfsagt Þau fóru svo þrjú að tala um pohtik ig íanSmdl i heild sinni. En Sylvin tokst iráðlega að koma samtalmu 1 >að horf, ,sem ,ana vantaði. “Pabbi, míg vantar að þú genr eitthvað ia$ fýrir hr. Cranston, sem hjálpar honum til ð áfia' sér þeninga,” sagði hun. ’ Það vildi svo vel til, að hr. Mason var i llra bezta skapi. Hann brosti blíðlega til dott- ir sinnar og leit góðlátlega til Cranstons er Svlvía hélt afram talinu. _ “Hr Cranston hefir verið að segja mei vo undur skemtilegt æflntýri - mér er um- tugað um, að -það fái góðann enda. Það erður ekki mikið tækifæri fyrir hann — að riinsta kosti fyrst um sinn — að afla fjar með innu sinni hjá hr. Strand. Mig vantar að þu, aðir minn, hugsir upp einhver ráð til þess, að ann komist að vellaunaðri stöðu.” “Ef piltuiinn er ástfanginn þá er honum ezt að gleyma því. Hann er langt of ungur nnþá til þess, aö hugsa um þesskonar hluti,’ agði Mason í'lvgilegur á svipinn. Það hafði Lla jafna verið þrá hans og vilji, að gera að skum dóttur sinnar. Hann setti því hugsi að þessu sinni. Hún veitti honum nána eftirtekt og beið þolinmóð eftir svarinu. Hún þekti hans vegi og hans skaplyndi. “Eg hugsa mér, að hr. Strand vilji síður tapa honum úr þjónustu sinni. Eg reit að hann hefir mikið álit á honum,” sagði hann hægt, eins og hann væri að vigta og mæla hvert orð “Eg er sannfærð um, að hr. Strand mun aldrei standa í vegi fyrir því, að hr. Cran- ston fáfi betur launaða stöðu,” sagði Sylvía í flýtir. Hr. Mason sneri sér að Cranéton og spurði: “Væru þér reiðubúinn að fara til Banda- ríkjanna og lifa þar, ef það væri nauðsynlegt í þessu sambandi?” “Það er eg til með að gera. Þó yrði eg að vera viss um það, að það væri ekki hr. Strand á móti skapi. Sylvía veit í hversu stórri skuld eg stend við hann.” “Þetta er ekki nema eðlileg tilfinning hjá % yður gagnvart hr. Strand, en svo er eg sann- færður um, að hann gæfi sitt samþykki. Aí hvaða fólki eruð þér komnir, hr. Cranston?” “Eg er er kominn af Cranstons ættinni frá Cumberland,” “Hver er sú ætt?” spurði hr. Mason. “Ein af elstu ættum Englands,” svaraði Cranston en Sylvía bætti við: “Já ein sú ætt, sem getur verið stolt af því, að hafa lifað sjálfstæðu lífi og aldrei þegið neina titla eða nafnbætur.” “Það er ágætt. Mér fellur bezt að hafa þessháttar fólk í kringum mig. Ekki sízt þar sem eg á ekki til neinnrar stórrar ættar að telja sjálfur og aldrei fengið neina auka titla við nafn mitt. Þér ættuð að tala um þetta við hr. Strand þegar tækifæri gefst, og láta mig svo vita hver niðurstaðan verður. Eg er sann- færður um, að mér tekst að greiða götu þína á þann hátt, sem Sylvía talaði um áðan. Nú ætla eg að fara, og yfirlíta þessi skjöl ögn nánar.” “Eg er yður mjög þakklátur, hr. Mason.” “Það er of snemt, að þakka mér fyrir nokkuð enn sem komið er, hr. Cranston. Þér gerið svo vel og komið ofan í lestrarstofu mína eftir svo sem hálfa klukkustund.” “Það var sannarlega velgerningur af yður til mín ungfrú Mason, að færa þetta í tgl við föður yðar.” sagði Cranston er þau voru orðin tvö ein eftir.” “Eg var að hugsa um stúlkuna, Sem þér elskið. Mér þykir æfinlega mikið til ástar- æfintýra komið,” sagði Sylvía og leit til hans kýmin. “Þrátt fyrir það, á eg ekki von á, að það geti orðið til að hjálpa mínu máli mikið.” “Svona má enginn karlmaður hugsa. Stúlkur henda gaman að mönnum, sem eru vonlausir, veikhjartaðir og úrræðislausir.” “Eg hefi blekt yður. Eg hefði átt að segja yður allan sannleikann. Þá hefðu þér ef til vill ekki beðið föður yðar, að hjálpa mér.” “Ef þér hefðuð sagt föður mínum allann sannleikann, þá hefði hann-----” “Hvað áttu við?” sagði Cranston af mik- illi geðshræring og reis úr sæti sínu. - “Ekkert sérstakt. Eg held að við ætt- um að breyta til um umtals efni. Eftir á að hyggja, ykkur viðist vera vel til vina þér og ungfrú Arnold. Hún er sérlega elskuverð stúlka?” “Já, vissulega er hún það.” “Það er einhver annar, ,sem hefir það á- lit á henni einnig. Mig undraði ekki þó maöur heyrði eitthvert ástar æfintýri úr þeirri átt áður langt um liður.” “Eg skil yður ekki fullkomlega. Eg er sannfærður um, að hún -------” Hann þagnaði alt í éinu eins og hann áttaði sig á því, að hann væri að segja helst til mikið, svo bætti hann við: “En það er leyndarmál sem eg hefi ekki heimild til að. uppljóstra.” “En ef eg vissi hvert leyndar málið er. Eg óska þeim allrar hamingju.” “Hans hugur mun þó hineigjast í aðra átt. Eg skil það ekki neitt,” sagði hann vandræðalegur. Hún hló kæruleysishlátri, en það var eitthvað í tilliti hennar, sem kom hjarta hans á hraða hreyfing. “Það var vel gert af yður að gera mig að trúnaðar manni yöar og segja mér yðar sérmál. Það sýnir mér að yður er vel til mín, og það er þrá hverrar stúlku að karlmönnum sé vel til þeirra og sýni þeim traust og tiltrú.” “Eg hefði hugsað mér að þér fengjuð nóg af því frá karlmönnunum.” Alt í einu varð hún hugsi, og alger þögn hvíldi í herberginu um stund. Cranston fanst það óviðfeldin þögn. Svo tók Sylvía til máls aftur: “Eg vil endurgjalda yður hreinskilni yðar við mig. Kvennmaður í mínum sporum — erfingi að fleiri miljónum dollara, er mötuð og alt hennar líf er stimplað doilurum og centum. Hún tortryggir alla og álítur að ást verði að miða við peninga. Hana grunar alia um það, að þeir líti til hennar, sem þeir kalla ástar augum .einungis sökum peninga þeirra, sem hún á í vændum. Hún öfundar fátæku stúlk- urnar fyrir það, að þær eru elskaðar af karl- mönnunum einungis sökum þeirrar sjálfrar. Mér finst stundum, sem eg vildi glöð fleygja frá mér öllum auð og ölium munaði, og fagna því að öllu mínu hjarta að mega lifa í smá- hýsi með þeim manni sein eg elska.” Cranston hafði aldrei fyr fengið tækifæri til að kynnast hinu rétta eðlilega hugarfari Sylvíu. Hann varð því algerlega forviða er hann heyrði það, sem hún sagði síðast. Það var hennar glaða og alúðlega viðmót og fegurð hennar, ,sem hafði heillað hjarta hans við fyrsta viðkynning þeirra. En nú hafði hann fengi, að vita að hún hafði miklu fleiri kosti til að bera. Hann hafði fengið að líta sem snöggvast niður í hyldýpi sálar hennar. “Ungfrú Mason, þér megið ekki hugsa fyrir eitt augnablik, að þér séuð ekki elskaðar einungis sðkum yðar eigin persónu, á þann sama hátt og hinar fátæku stúlkur sem þér töluðuð um áðan. Komið með mér og sann- færist.” Hann tók í hönd hennar og leiddi hana að speglinum. Honum varð bylt við er hann sá sjálfann sig hvítan eins og pappírs- blað í andlitið en hún var rjóð sem vorsins rós á velli. “Horfið á sjálfa yður í speglinum.” “En hún sá andlitið á honum í speglinum fyr en hún sá sitt eigið og henni hnikti við. “Með sjal á herðum yðar og klædd í ein- faldan, sléttan hversdagskjól væruð þér samt fegursta stúlkan sem eg hefi litið.” “Hr. Cranston! Þér megið ekki hæla mér svona. Eg fer að halda að eg sé bara fallegust allra kvenna í heimi,” “fer það skoðun yðar að eg sé að slá yður guDhamra og að eg meini ekki það, sem eg hefi sagt?” “Eg veit það ekki. Þér eruð eitthvað svo sérlega einkennilegur í dag, hr. Cranston.” “Eg viidi að eg gæti opnað hjarta mitt fyrir yður og sagt yður alt sem mig langar til að segja yður. Til þess skortir mig djörfung. Þér talið um tortryggni yðar til allra karl- manna og hvaða virkileg tilfinning verði að vera ríkjandi hjá þeim manni sem leitar ástar yðar. Ef til vill er hann eins fátækur og þér eruð veikar, ef til vill er ást hans til yðar svo ofsaleg að hún gengur brjálæði næst; ef til vill dæmið þér hann eftir framkomu hans, sem stiórnast af óstjórnlegri ást til yðar. Ef til vill---” “Eg kom hér með skjölin, sem eg ætla að biðja yður að fara með og afhenda hr. Strand,” sagði hr. Mason, sem opnað hafði hurðina án þess þau yrðu þess vör og stóð nú í dyrunum með fyrirlitningar kýmnis svip á andlitinu. “Hr. Cranston hefir verið að segja mér eitt af sínum æfintýrum. Það var framúr- skarandi hrífandi að hlusta á það,” sagði Sylvía. Hr. Mason stóð enn í dyrunum og leit til þeirra með sama svipnum. NNIX. Kapítuli. Geðshræring Cranstons hafði vakið grun hjá hr. Mason um það, áð eitthvað sérstakt væri á seiði. En Sylvía batt enda á það bráðlega. “Eg hefi sagt hr. Cranston að orð þín, pabbi, séu alla jafna góð. Er honum nú hug- hægra um framtíð sína. Eg hefi ráðlagt honum að tala vi& hr. Strand sem alira fyrst.” / “Hr. Strand bað mig að segja ýður, hr. Mason, að hann kæmi til að tala við yður svo fljótt sem hann gæti losnað af þingfundi í dag,” sagði Cranston og var nú rödd hans stilt og eðlileg. Þar var engin geðshræring lengur. Eftirtektasamur maður sem ögn hafði kynst Cranston, gat þó séð á augum hans, að eitthvað var að brjótast um inni fyrir. Cran- ston sjálfur fann, að eitthvað var ekki með feldu. Hugsunaraflið var eitthvað svo lamað, að hann gat ekki fengið samhengi í neitt. Versta viðfangsefnið var honum þó orð þau er Sylvía -ha,fði talað rétt áður en faðir hennai* kom inn í herbergið. Gat það skeð, að hún liefði nieint að auka honum kjark og gefið honum undirfót? Nei, það var naumast hugs- anlegt. En samt voru orð hennar og fram- koma þannig, að honum fanst hann hafa fulla ástæðu til að ímynda sér að það hefði í raun og veru verið meining hennar og tilgangur. “Þú gerir svo vel, að segja hr. Strand, að eg þurfi sérstaklega að tala við hann í dag,” sagði hr. Mason. “Eg skal fara yfir í þinghús nú þegar, og ná tali af honum,” sagði Cranston og flýtti sér af stað, en þorði ekki eingang að renna augun- um til þeirrar stúlku, er hann elskaði svo heitt, um leið og hann fór út úr dyrunum. Hann kallaði á leiguvagn og skipaði öku- manninum að aka yfir að þinghúsi. Á leiðinni glímdí hann viðstöðulaust við hugsanir sínar og iá nærri að hann yrði undir í viðureigninni hvað eftir annað. “Mér finst alt benda til þess, að hún elski mig. Nei, það getur ekki verið.” Þannig þráttaði hann við sjálfann sig alla leiðina. í þinghús-biðsalnum náði hann í Jón og skil- aði til lians boðunum frá Mason. “Eg hefi ekkert sérstakt viðbundið hér lengur í dag,” sagði Jón er hann hafði fengið orðsendinguna. “Hvernig væri að við færum inn á matsöluhús og fengjum okkur bita,” bætti hann við, og Cranston furaði sig á hvað rodd hans var fjörleg og öll framkoma hans með meira fjöri og lífi en verið hafði um lang- an tíma. Þeir óku svo heim til sín og Jón fór inn í herbergi sitt til að skifta um föt. Er hann kom inn í daglegu stofuna aftur, var Joyce með honum. Cranston left til þeirra. Það þurfti engin orð, til þess, að segja honum fréttirnar. “Ungfrú Amold hefir lofast til að verða konan mín,” sagði Jón formálalaust er þau komu inn í stofuna. * Cranston óskaði þeim til lukku og bless- unar af öllu hjarta, en í huga hans risu upp undrunar öldur er brotnuðu við strendur raun- veruleikans: Hann elskaði þá ekki Sylvíu eftir alt saman. “Eg vona og óska af heilum hug, að þið verðið lukkuleg,” sagði hann með þeim ákafa í röddinni, að Joyce gat ekki hjálpað því, að brosa. Hún vissi, að þetta voru góðar fréttir til hans. Hún vissi hvaða hug hann bar til Sylvíu; og hún vissi hvað hann hafði álitið að þar væri sér til fyrirstöðu. Nú var hann þess viss, að þeir örðugleikar voru úr vegi. Hún skildi því vel sálarástand Cran- stons á þessari stundu. “Það á engin að fá að vita um trúlofun okkar að sinni nema þú og hr. Cobden,” sagði Joyce. * “Þá dugar ekki að ungfrú Arnold hafi þennan lying á fingrinum þegar hún er f fjölmenni,” sagði Cranston í aðvörunarróm. Þau settust svo öll niður og fóru að tala saman um heima og geima. Aldrei hafði Cran- ston séð húsbónda sinn í jafn góðu skapi og nú. Honum kom í hug, að nú væri tækifæri fyrir sig að hreifa því við hann, sem hr. Mason og Sylvía höfðu verið að minnast á. Hann langaði líka sérstaklega til, a,ð Joyce væri viðstödd er hann hreifði því máli við Jón. “Hr. Mason hefir boðið mér góða og vel- launaða stöðu í sinni þjónustu ef þér gætuð, yður að meinalaus, mist mig.” Jón horfði á hann um stund en sagði ekk- ert. Það var Joyce, sem rauf þögnina. “Ó, það er svo ánægjulegt,” s^gði hún glaðlega. ,, “Eg sagði hr. Mason að mér kæmi ekki til hugar að þyggja boð hans, nema þér gætuð, að meinalausu, mist mig, úr yðar þjónustu.” “Var það tillaga Sylvíu að faðir hennar skildi gera þér þetta boð?” spurði Joyce. “Já,” sagði Cranston og roðnaði. Jón mundi nú eftir hvað Joyce hafði sagt honum um þann hug sem Cranston bæri til Sylvíu og skildi því vel af hverju hann skifti litum. “Talaðir þú nokkuð við Sylvíu um--------” sagði Joyce en áttaði sig á því að þetta voru einkamál sem henni kom ekkert við og hætti því við hálftalaða setninguna. “Eg held hún viti um það alt,” sagði Cran- ston sem skildi við hvað, Joyce átti þó hún kláraði ekki setninguna. “Eg sagði henni, hr. Strand, frá öllu því mikla og góða, sem þér hafið gert fyrir mig. Eg sagði henni hve ger- samlega alt mitt líf hefði verið farið í hund- ana þegar þér funduð mig og tókuð mig að yður. Hún var ósköp vingjarnleg og góð við mig.” “Við hiöfum verið að leika einskonar blindinga le'ik. Eg stóð í þeirri meining að þú elskaðir Joyce og þú hefir víst hugsað, að eg elskaði Sylvíu,’ ’sagði Jón og hló við. “Já, eg hugsaði að þér elskuðu ungfrú Sylvíu Mason, og væri því tilgangslaust fyrir mig að leita þar á garðinn.” “Það húgsaði eg einnig,” sagði Joyce. “Það er þo sannleikur að ástin er blind.” ^ “Nú hafið þið tvö öðlast það, sem þið hafið þráð, en eg——” Hann þagnaði og varp öndinni mæðulega. “Hvaða tækifæri he.fi.eg? — Peningalaus og allslaus, og------” “Fjárskortur gerir ekkert til í augum Sylvíu,” sagði Jón í ákveðnum róm. “Þar að auki verður þú að þyggja boð hr. Masons og mun þér þá bráðlega safnast auður. Þið eruð bæði ung og ættuð ekki að bíða eftir neinni óvissu.” “í millitíðinni hlyti eg aðeins að bíða og horfa á aðra menn reyna að vinna ástir lienn- ar,” sagði Cranston og andvarpaði. “Nú hlýt eg að skilja við ykkur,” sagði Jón um leið og hann stóð upp. “Eg verð að fara og finna hr. Mason og vita hvað hann vantar mig.” Að svo mæltu kvaddi hann og I fór. “Mér skilst að þér viljið ná skrifaranum mínum frá mér,” sagði Jón er þeir höfðu talað saman nokkra stund, hann og hr. Mason. “Já, það er að segja ef þér getið yður að meinalausu orðið af honum. Þetta eru ein- hverjar kenjar úr Sylvíu, sem kom því til leið- ar að eg færði það í tal við hr. Cranston í fyrstu. En svo verð eg að viðurkenna það, að mér fellur'maðurinn vel í geð. Hvaða álit hafið þér á honum?” “Hann er sérstaklega velgefinn að gáfum til og strang heiðarlegur og í alla staði trú- verðugur.” “Það eru fullnægjandi kostir fyrir mig. Við getum þá litið á það sem afráðið að hann fari til mín, það er að segja ef þér getið mist hann úr yðar þjónustu”. “Mér kæmi alls ekki til hugar að standa í vegi fyrir því, að^hann fái sem besta stöðu og að honum megi ganga sem bezt að komast á- fram í heiminum. Yður vantaði að sjá mig eitt- hvað í sambandi við frumvarpið sem á að koma fyrir þing? Eg verð að játa, að eg hefi ekki getað, anna vegna, sint því máli eins og eg hefði átt að gera og eins og mér hefði líkað að gefa gert. Stundum finst mér eins og eg gerði réttast að hætta starfsemi í yðar þarfir þar sem tími sá er eg hefi getað gefið því hefir verið svo lítill. En svo munið þér, að eg tók það fram strax í byrjun að stjómmálastarfsemi mín yrði að ganga fyrir öllu öðru starfi.”

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.