Heimskringla - 31.05.1933, Síða 7
WINNIPEG, 31. MAÍ 1933
HEIMSKRINGLA
7. SÍÐA.
IÐNAÐUR Á ÍSLANDI
Alt frá landsnámstíð og til
okkar daga hafa atvinnuvegir
Islendinga verið aðallega tveir,
landbúnaður og fiskveiðar. Á
þessum tveimur atvinnuvegum
hafa íslendingar lifað, eða öllu
heldur dregið fram lífið, því að
líf alþýðunnar á ísandi hefir
aldrei verið annað en líf í sulti
og seyru. Og meginhluti Is-
lendinga hafa verið og eru al-
þýðumenn, sem þegar bezt hef-
ir látið hafa að eins haft rétt
til hnífs og skeiðar af matföng-
um, en búið í lélegustu húsa-
kynnum og klæðst hinum aum-
ustu tötrum. En oftar hefir ís-
lenzk alþýða ekki einu sinni
haft nóg til þess að fullnægja
þessum allra frumstæðustu lífs-
þörfum.
Aðaltíðindin og þau tíðustu í
sögu íslands hafa verið hall-
ærin, óáranin, iþegar fólkið
hrundi niður hungurmorða þús-
undum saman.
En líka þá, þegar nægilegt
var af hinum fábreyttu mat-
föngum, sem kvikfjárræktin og
fiskveiðarnar gefa af sér, voru
þó lítil ráð til þess að fullnægja
þeim kröfum, sem þeir gera,
sem lifa sómasamlegu lífi.
Sæmileg hús, húsgögn, föt,
verkfæri og ótalmargt fleira,
sem eru framleiðsluvörur iðn-
aðarins, hefir eiginlega fram á
síðustu tíma vantað á íslandi.
Ekkert slíkt, nema hið allra
frumstæðasta og óbrotnasta,
var framleitt hér á landi. En
aðflutningur á útlendum iðn-
aðarvörum var lítill og oftast
nær að eins með lélegasta, sem
kaupmenn fyr á tímum höfðu
á boðstólum. Því olli það að
lítið var til að gjalda með, því
að markaður fyrir íslenzkar
vörur var þröngur og verð það,
sem almenningur fékk, sví-
virðilega' lágt. Það er fyrst nú
á síðustu áratugum, eftir að.
útflutningur á fiski fór stórlega
að aukast og verzlunin komst
í betra horf, að innflutningur á
iðnaðarvörum hefir aukist svo
að um munar. Og það er fyrst
á allra síðustu tímum, að það
hefir verið á færi hinna bezt
stæðu alþýðumanna að eignast
þær framleiðsluvörur útlends
iðnaðar, sem fegra lífið og gera
það þægilegra, auk annara vara,
sem ekki verður án komist.
Á síðari árum, eða síðustu
árin áður en kreppan skall á
jókst þessi innflutningur mjög,
og var það gleðilegt tákn þess
að velmegun væri orðin al-
mennari í landinu, og að jafn-
vel hin fátæka alþýða hefði efni
á því að gera nokkrar kröfur
til þeirra líífsþæginda, sem hinn
fjölbreytti iðnaður nútímans
skapar mönnum. Er það ekki
hvað sízt að þakka hinni lát-
lausu baráttu Alþýðuflokksins
f|yrir bættum kjörum verka-
manna, sem átti sinn þátt í
því að svo mátti verða.
En sá galli fylgdi þeirri gjöf
Njarðar, að fyrir þetta urðu ís-
lendingar að greiða miljónir á
miljónar ofan út úr landinu. Og
þær miljónir varð að taka af
útflutning á framleiðsluvörum
þjóðarinnar, einkum fiskinum.
En þegar svo verðfallið hófst á
þessum útflutningsvörum með
kreppunni, hlaut að taka fyrir
þennan innflutning að miklu
leyti, bæði sökum gjaldeyris-
skorts og eins vegna hraðmink-
andi kaupgetu almennings. —
Ef atvinnuleysinu heldur áfram
verður afleiðingin sú, að vera
án hinna innfluttu iðnaðarvara.
En afar-margt af þessum inn-
fluttu vörum er hægt að fram-
leiða í landinu sjálfu, og gildir
það jafnt um ýmsar matvörur
eins og iðnaðarvörur.
Af matvörum, sem framleiða
má í landinu sjálfu, var flutt
inn 1930 fyrir nærri 2 milj.
króna. Og af iðnaðarvörum,
sem framleiddar eru í landinu,
var flutt inn fyrir yfir 2 milj.
króna.
Þetta eru tölur, sem tala
skýru máli um skipulagsleysið.
Fólkið gengur atvinnulaust og
j peningalaust og verður að neita
sér um alt. En á meðan eru
fluttar inn' vörur, sem þetta
fólk gæti framleitt, ef það fengi,
sjálfu sér, og öllu landinu til
stórra hagsbóta. En þó að á-
standið sé slæmt í þessu efni
nú, var það þó stórum verra
áður. Því að á síðustu áratug-
um hafa riðis upp fjölmörg iðn-
fyrirtæki hér í landi, og það
þó einkum síðasta áratuginn.
Eins og síðast liðið ár á nú að
halda “íslenzka viku” dagana
30. apríl til 7. maí. Nefndin,
sem starfar að undirbúningi
þessa, hefir gefið út lítið kver
með auglýsingum frá flestum
framleiðendum íslenzkra vara.
í þeirri skrá má sjá að yfir 80
tegundir af iðnaðarvörum eru
nú framleiddar í landinu. Að
vísu eru flest þessi iðnfyrirtæki
smávaxin enn, en vörur þeirra
flestra eru góðar og vandaðar
og standast samkepni um verð
við útlendar vörur. Þessi iðn-
fyrirtæki hafa því sýnt það, þótt
smávaxin séu, að hér á íslandi
eru skilyrði til iðnaðarfram-
leiðslu, að minsta kosti að því
er snertir fjölmargar vöruteg-
undir.
Því hefir oft verið haldið fram
að ísland skorti flest það, sem
þarf til þess að skapa iðnað. En
er það nú svo? Skilyrðin fyrir
iðnaði, þ. e. a. s. verksmiðju-
iðnaði, eru fyrst og fremst
rekstursafl, ódýrt og handhægt,
í öðru lagi ódýr hráefni og í
þriðja lagi kunnandi verkmenn.
Ennfremur markaður fyrir iðn-
aðarvörur, og það er höfuð-
atriði, og svo síðast en ekki
sízt fjármagn (kapital) til véla,
húsa o. s. frv., að minsta kosti
meðan við búum við skipulags-
leysi hinnar frjálsu samkepni.
Athugum nú hvert atriði fyrir
sig.
Rekstursafl býr nóg í hinum
íslenzku vatnsföllum. Fossarnir
í ánum eru þær uppsprettur
afls, sem aldrei þrjóta. Og þetta
afl gétur verið afar-ódýrt víða
vegna lítilla fjarlægða frá þeim
stöðum, sem hentugastir eru til
iönaðar. En þetta afl er ekki
enn til nema af sára skornum
skamti. Fyrsta og langfyrsta
skilyrðið fyrir iðnaði er iþví að
beizla vatnsaflið, t. d. með því
að virkja Sogið. Fyrir því hefir
Alþýðuflokkurinn nú barist ^.r-
um saman, einmitt með það fyr-
ir augum að skapa skilyrði fyrir
iðnaði hér í Reykjavík og ná-
grenni. Og fyr en það er gert
er ekki að búast við neinum
verulegum framförum í iðn-
aði hér, af þerri góðu og gildu
ástæðu, að frumskilyrðið vant-
ar.
Hráefni er nóg í landinu, og
það mjög ódýrt. Fiskur og síld
til niðursuðu, kjöt og ull, sem
er sama og verðlaust til útflutn-
ings, húðir og gærur, hrosshás,
horn og klaufir, fiskúrgangur,
bein og hausar, mjólk, tólg o.
s .frv. Að vísu vantar hér bæði
timbur og málma, en þessi hrá-
efni eru hér í næstu löndum,
og nú á tímum eru vöruflutn-
ingar orðnir svo ódýrir sam-
anborið við verðmæti fullunn-
inna vara, að það mun eflaust
borga sig að flytja þessi hrá-
efni inn, einkum til þess að
vinna úr þeim iþær iðnaðarvör-
ur, sem kosta mikla vinnu, en
lítið efni, eins og t. d. vönduð
húsgögn og ýmsar vélar. Og
svo er um ýms fleiri hráefni en
timbur og málma.
Markaður fyrir iðnaðarvörur
er nógur hér innanlands; það
sýna innflutningsskýrslur, og að
því ber að stefna að framleiða
fyrir innanlandsmarkaðinn þær
vörur, sem hægt er að framleiða
jafn-ódýrar hér og þær eru
innfluttar, með venjulegu verði.
Auk þess má auka innanlands-
markaðinn fyrir ýmsar vörur,
sem fólk sakir fátæktar hefir
enn ekki getað veitt sér.
Verafólk er því miður meir en
nóg hér fyrir mörg ný iðnaðar-
fyrirtæki. Hér hefir á síðustu
árum verið stöðugt atvinnu-
leysi og þó að það komi venju-
legast fyrir einhvers staðar á
hverju ári tími og tími, að hörg-
ull sé á verkafólki til ýmsrar
vinnu, svo sem fiskivinnu og
heyskaparvinnu, þá stendur það
aldrei nema nokkrar vikur og
stafar af því að sú vinna, sem
í boði er, stendur svo stutt og
er svo illa goldin, að ekki borg-
ar sig fyrir fólk úr öðrum lands
hlutum, eins og t. d. héðan úr
Reykjavík, að kosta til þess dýr-
um ferðum að komast að vinn-
unni. Vinnulaunin fara þá oft
öll í fargjaldið. Þá er og hitt
að fjöldi verkamanna gengur
atvinnulaus yfir veturinn, en
gæti unnið þá að iðnaðarfram-
leiðslu. Aðalvankvæðin með
verkafólk hér er það, hversu
fáir eru hér faglærðir iðnaðar-
menn, en með vaxandi atvinnu-
möguleikum mundi brátt ræt-
ast úr því. Og engri stétt getur
verið það meira áhugamál en
verkamönnum, að hér vaxi upp
meiri iðnaður. Það er því eng-
in tilviljun, að það er einmitt
flokkur verkamannanna, Al-
þýðuflokkurinn, sem berst fyrir
fyrsta skilyrði alls iðnaðar, ó-
dýrri orku, og krefst þess að
Sogið verði virkjað.
Fjármagn til þess að koma á
fót iðnaðarfyrirtækjum hér
verða bankarnir að leggja til.
Það er vitanlegt hverjum manni,
að bankarnir leggja stórfé á
hverju ári í ýms alóþörf og á-
hættusöm verzlunarfyrirtæki,
binda þar fé sitt og tapa því
oft og einatt. Og meðan svo
er, er erfitt að segja að fé sé
ekki fyrir hendi til þess að
styrkja þörf iðnfyrirtæki. Það
er að vísu auðvitað, að.við verð-
um að leita til útlanda um jafn-
mikið fjármagn og þarf til þess
að afla hins ódýra rekstursafls,
rafmagnsins. En það fé getum
við ábyggilega fengið með á-
byrgð ríkis og bæjar, ef með
alvöru er eftir leitað.
Það er því sýnt, að ísland
hefir öll þau skilyrði að meira
eða minna leyti, sem til þess
þarf að hér geti risið upp all-
blómlegur iðnaður, sem geti
fullnægt þörf landsmanna í
mörgum greinum, þó að þess
sé ef til vill ekki að vænta, og
heldur ekki æskilegt, að iðnað-
ur verði aðalatvinnuvegur þjóð-
arinnar, sem velmegun hennar
standi og falli með. Slík lönd
eru á krepputímum eins og nú
jafnvel ver farin en þau, sem
framleiða matinn, afurðir land-
búnaðar og fiskveiða, því að
með skynsamlegri stjórn þarf
fólk' ekki að verða hungurmorða
meðan nóg er í landinu af óselj-
anlegu kjöti, fiski og kartöfl-
um, þó að þeirrar skynsamlegu
stjórnar sé að vísu ekki að
vænta meðan íhaldið hefir hér
'öll ráð og alla stjórn.
En þó að skilyrðin séu til fyrir
iðnaði er það ekki nóg, ef fólk-
ið í landinu fussar og sveiar
við öllum íslenzkum iðnaðar-
vörum. En á því hefir borið alt
of mikið. Það hefir þótt heldur
“ófínt” að ganga í fötum úr
íslenzkum dúk. Að nokkru er
þetta því að kenna, að íslenzkar
vörur hafa oft verið verri en
þær útlendu. En þá á að hvetja
iðnaðarmennina til hinnar ýtr-
ustu vöruvöndunar. Og hver
góður íslendingur, sem vill
stuðla að hag og aukinni at-
vinnu verkalýðsins, verður því
að kaupa 'heldur íslenzku vör-
una en þá útlendu, ef hún er
jafngóð og ekki dýrari eftir
gæðum.
íslenzka vikan er til þess að
vekja athygli, bæði þeirra, sem
selja og kaupa vörur, á því hvað
til sé af íslenzkum vörum í
landinu, og áhuga alls almenn-
ings á því að stuðla að því, að
þær vörur geti aukist og batn-
að og vörutegundirnar verði
fleiri.
Inðaðarmaður.
—Alþbl.
ENDURMINNINGAR
Eftir Fr. Guðmundsson.
Framh.
Óvíða sýndust byggingarnar
háar, og fátt um peningshús,
mátti af því ráða mildari vetrar-
tíð en á Melrakkasléttu og
Langanesi. Allar báru bygg-
ingamar með sér varanleik, eins
og þær væru aldagamlar —
reykjasverta á þökum og múr-
steinaveggjum, bar vitni um há-
ann aldur, eins og líka bygging-
arstýllinn. Mig langaði til að
hafa skráða sögu af einhverju
viðburðaríku heimili á þessari
leið, alla leið frá upphafi þess.
Við fórum framhjá býsna
stórri borg, sem mér hefir orðið
minniststætt og margfalt um-
hugsunarefni, var mér seinna
sagt að það hefði verið kola-
námuborgin Yarmouth. Síðajn
hefir mig aldrei furðað á því
að þeir sem fallast á og útmála
eilífar pislir, fyndu þó helzt við-
unandi samlíking í reykjar-
sterkju, og ltolamyrkri. Glæð-
urnar sá eg ekki, það hafði
verið bygt yfir þær en ótal
reykhafar, báru vitni um mörg
eldstæði og svo var reykjar-
mökkurinn þykkur, að ekki sást
nema óljóst grilla í húsin og lá
svælan á allar síður langt út frá
borginni. Við sáum það ráð
vænst að loka klefaglugganum
okkar um tíma. Eg minnist
þess, að við Snæbjörn Arnljóts-
son rökræddum eitthvert sinn,
hvar mundi vera tiltækilegast
milli fjalls og fjöru, að hafa
smér og lifrarbræðsluhús, fyrir
Þórshafnar kaupstaðinn, svo
hvergi legði þefinn af, nú ef
við liefðum verið uppaldir í Yar-
mouth, þá þykir mér líkast til
að geta, að okkur hefði komið
saman um að hafa bræðslupott-
inn í öðruhverju eldhúsinu okk-
ar.
Seinni part dagsins komum
við til Liverpool, þar rann lestin
inn undir hátt þak af glæru
gleri, voru það ótal stórar rúð-
ur í stál umgjörðum. Rúður
þessar voru nægilega margar á
hjörum, til þess að auðvelt væri
að hleypa öllum reyk strax út,
en þarna gátu menn líka í húð-
ar rigningu gengið léttklæddir
frá lestinni, án þess að blotna.
.Tárnbrautarstöðin hafði verið
bygð við klettabrekku og sá eg
eina þrjá vatnskrana festa á
klettana, og var mér sagt að
þar væri gott vatn að fá til
svölunar þyrstum mönnum eins
og hver vildi hafa. án alls end-
urgjalds. Það stóð líka heima.
Nú voru allir þyrstir og var ekki
sparað að drekka eins og þörf-
in krafðist. hengu þar og líka
járnbollar til hægðarauka. Á
liina síðu lestarinnar, voru
margir greiðasöluklefar og gátu
þeir sem aura fundu í vösunum,
losnað þarna við þá, kannske
öllu bezt fyrir áfengi. •
Það er skemst yfir sögu að
fara, að við urðum að bíða í 7
daga f Liverpool, eftir ferju yfir
hafið til Canada. Nú þegar við
áttum engu til að kosta, hafa
frítt húsnæði og vera alin á
jstjórnar stalli, þá skildi eg það
I svo, að þetta yrði mjög upp-
byggilegur lærdómstími. Eg á-
jvítaði því huga minn og sagði
■ honum eins og Skúli fógeti, að
hann næði háttunum, þó hann
I færi sér hægra. En eg var ekki
búinn að vera nema einn sólar-
hring í Liverpool, þegar eg sá
að þar var ekkert eftirsóknar-
vert um að vera, nema fyrir
flugríka menn sem gátu setið
á leikhúsum og opinberum
stofnunum, og skildu þá líka
málið. Það þurfti ekki nauð-
synlega að enda með fjárútlát-
um, þó maður kæmi inn í verzl-
Dr. M. B. Halldorson
401 Boyd Bldtc-
Skrifstofusími: 23674
Stundar sérstaklega lungrnasjúk-
dóma.
Er a?J finna á skrifstofu kl 10—12
f. h. ogr 2—6 e. h.
Heimili: 46 Alloway Ave.
Talslml: 33158
DR A. BLONDAL
602 Medlcal Arts Bldg.
Talsíml: 22 296
Stundar sérstaklega kvensjúkdóma
Qg barnasjúkdðma. — AT5 httta:
kl. 10—12 « h. og 3—6 e. h.
Heimlil: 806 Vlctor St. Síml 28130
Dr. J. Stefansson
216 MEDICAL ARTS BLD6.
Horni Kennedy og Graham
I #
Stnndar elngöngn nugnn- eyrna-
nef- ok kverka-sjftkdöma
Er a?J hitta frá kl. 11—12 f. h.
og: kl. 3—5 e. h.
Talmfml: 21834
Heimill: 638 McMillan Ave. 42691
1
Dr. A. B. INGIMUNDSON
Xannlæknir
602 MEDICAL ARTS BLDG.
Sími: 22 296 Heimilis: 46 054
Símið pantanir yðar
Roberts Drug Stores
Limited
Abyggilegir lyfsalar
Fyrsta flokks afgreiðsla.
Níu búðir — Sargent and
Sherbrooke búð—Simi 27 057
unarbúðir og sæi skínandi fall-
egar Gyðingakonur, en ágjarnar
voru þær og slungnar eins og
kötturinn sem liggur í þykkasta
grasinu á sumrin og réttir upp
allar lappirnar handa smáfugl-
unum að setjast á, þó öllu frem-
ur í hagsmuna en kærleiks-
skyni. Eg fór þá líka smáni-
saman að sannfærast um að
þeir höfðu nokkuð fyrir sér,
sem kölluðu ágjarna menn Gyð-
inga.
Á mínum vegum og með, á
ferð þessari, var gamall maður
Stefán Gíslason að nafni, hafði
hann lifað og búið í Þistilfirði
var nú orðinn eignalaus og
fatlaður mjög, með sár á fæti
og gekk við hækju. Dóttir átti
hann myndarlega konu gifta
Helga Ásbjarnarsyni á Mikley
f Nýja fslandi. Hún hafði með
ástríku bréfi boðið honum að
koma til sín og borga fargjald
hans, ef hann treysti sér til að
fsra á milli. Hann tók þessu
tilboði feginsamlega, ef eg nú
vddi vera sín önnur hönd á
leiðinni, sem eg og undirgekst,
en þegar eg nú kom á fætur
fyrsta morguninn í Liverpool
og gekk framhjá rúmi Stefáns,
þá sá eg strax að eitthvað var
að honum, hann var svo óeðli-
lega rjóður í andliti, ekki sagð-
isc hann þó vera mikið vesæll,
en hafa fengið kvef í lestinni á
V>stu yfir hafið. Eg bað hann
að vera rólegann í rúminu um
stund. Fór eg þá til útflutn-
ingssfiórans Sveins Brynjólfs-
sonar ,en hann hringdi strax á
læknir sem köminn var eftir
litla stund til Stefáns, og sagði
að hann hefði lungnabólgu, og
yrði að fara á spítala. Þar fór
vel um hann og eg fékk leyfi
til að finna hann daglega. Alt
af línr hann sig vel og hélt að
hann liefði bara vont kvef.
Þegar við svo eftir 7 daga
vorum að fara frá Liverpool, þá
var hann eins og áhyggjulaus
og athugalaus um fyrirætlanir
okkar, gat þó vel talað við mig,
en spurði einskis, og eg hélt það
mundi valda óró að segja hon-
um að eg væri á förum, fyrst
hann ekki fylgdist með í hug-
Frh. á 8. bls.
G. S. THORVALDSON'
B.A., L.L.B.
Lögfrœðingur
702 Confederation Life Bldf.
Talsími 97 024
W. J. LINDAL, K.C.
BJÖRN STEFÁNSSON
fSLENKKIR LÖGFRÆÐINGAB
á oðru gólfi
325 Main Street
Talsími: 97 621
Hafa einnig skrifstofur afl
Lundar og Gimli og eru þar
að hitta, fyrsta miðvikudag i
hverjum mánuði.
Telephone: 21613
J. Christopherson,
Islenskur Lögfræðingur
845 SOMERSET BLK.
Winnipeg, :: Manitoba.
A. S. BARDAL
selur líkkistur og ann&st um útfar-
ir. Allur útbúnaTJur sá. bestl.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvaróa og legsteina.
843 SHERBROOKE ST.
Phene: 86 607 WINNIPM
HEALTH RESTORED
Lækningar án lyfja
DR. S. G. SIiMPSOJÍ, N.D., D.O., D.O.
Chronic Diseases
Phone: 87 208
Suite 642-44 Somerset Blk.
WINNIPEG —MAJf.
MARGARET DALMAN
TEACHER OF PIANO
8»4 BANNING ST.
PHONE: 26 420
Dr. A. V. Johnson
fslenzkur Tannlæknir.
212 Curry Bldg., Winnipeg
Gegnt pósthúsinu.
Sími: 96 210. Helmilis: 33328
Jacob F. Bjarnason
—TRANSFER—
Baioic and Fnrnltnre Mnrtiif
762 VICTOR ST.
SIMI 24.500
Annast allskonar flutninga frani
og aftur um bæinn.
J. T. THORSON, K. C.
I.Ienzknr ISífræSlnínr
Skrlfstofa:
801 GREAT WEST PERMANBNT
BUILDING
Sími: 92 756
_________________________ {
DR. K. J. AUSTMANN
Wynyard —:— Sask.
Tal.lml: 28 889
DR. J. G. SNIDAL
TANNL.EKNIR
614 Someriet Block
Portage Avennc WINNIPMI
BRYNJ THORLAKSSON
Söngstjóri
StUllr Pianoa ng Orgel
Slml 88 345. 594 Alverstone St.