Heimskringla - 05.07.1933, Blaðsíða 4

Heimskringla - 05.07.1933, Blaðsíða 4
4. SIÐA. HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 5. JÚLÍ 1933 | ^rimskrintila (StofnuS 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537 ______ Ver8 blaðslns er $3.00 árgangurinn borgisrt fyrlrfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. -----------—---------------------- Ráðsmaöur TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg | Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Vtanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-155 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 5. JÚLl 1933 ÍSLENDINGADAGURINN Hvað sem um það er sagt, að uggvænt sé að verða um íslenzkt mál og íslenzka félagsstarfsemi hér vestra, verður ekki um það sagt, að aldauða sé meðan ís- lendingar halda þjóðminningardag sinn hátíðlegan. Og o£an úr sveitum berast nú fréttir uwi að íslendingadagur verði eins víða eða víðar haldinn á þessu sumri, en að undan förnu. Af öllu því fáum við eflaust glöggar fregnir innan skamms. Að þessu sinni skal nokkuð að því vikið, sem oss er kunnugt um, en það er hvað íslendinga- dagsnefnd Winnipeg búa hefir fyrir stafni hafst og hvað hún hefir hugsað fyrir með skemtanir þennan dag. Haldinn verður íslendingadagurinn mánudaginn 7. ágúst, á stað þeim, er landnámsmenn nefndu Gimli, eftir bústað norrænna guða, og segja þeir er þar búa, að nafn beri staðurinn með rentu, þó aðrir líti nú á það, sem hvern annan skáldskap. En ástæða mun þó einhver hafa verið til nafnsins og er ekki ólíklegt, að hún hafi í augum landnámsmanna verið sú, að þar hafi skárstur áningastað- ur þótt nyrðra, er þeir komu þangað úr hrakningum um óravegu óbygða og eyðiskóga. Og ekki er því að neita, að skemtilegt hefði verið, að þarna hefði orðið framtííðar bústaður og Vé íslend- inga vestan hafs með níu heimum um- hverfis öllum bygðum “dyggvum drótt- um” af norrænu kyni. Og hver veit nema að það hafi landnemunum til hugar kom- ið. En hvað sem því líður og hvort sem íslendingar helga sér nokkru sinni þenn- an stað eða ekki í einum eða neinum skilningi, sem feðrum og mæðrum þeirra er sögulega vígður, er það nú eftirtekta- vert, að stað þennan skuli fjólmennasta bygð íslendinga vestra hafa um stundar sakir að minsta kosti hylt sem skemti- legastann áningastað fyrir þjóðminning- ardag sipn, þó 60 mílur vegar sé í burtu (frá Winnipeg). Ef til vill er draumur landnemanna á þann hátt eða að svo miklu leyti að rætast. En nú skal þess geta er mest tekur til frásagnar af starfi íslendingadagsnefndar. Þó hátíðarskemtistaðurinn sé einn hinn bezti sem þeim er kunnugt um, sem dag- inn sóttu síðast liðið sumar, og öllum sem til Gimli hafa komið, mun þá, sem hugsað hafa sér, að verða gestir dagsins nú, fýsa að heyra eitthvað ger um það sem um hönd verður haft. Er þá fyrst frá að segja, að ræðumenn verða á fs- lendingadaginn séra Ragnar E. Kvaran og dr. B. J. Brandson. Skáldin er vrkja eru Þorsteinn Þ. Þorsteinsson og Sigurður J. læknir Jóhannesson. Um óðsnild þeirra þarf hér ekki að ræða, né heldur á orðfimi ræðumanna að minnast. Ennfremur sýngur kór karla og kvenna, um 75 manns alls, undir stjórn Brynjólfs söngstjóra Þorlákssonar. Ætti bæði gam- an að verða söngsveit þessa að heyra og sjá. Verður það einn hinn stærsti íslenzki kór, sem hér hefir sungið. Ræður allar verða í hljóðaukum fluttar, svo gestir þurfa ekki að þrengja sér neitt saman til að heyra þær. Er þetta kostur, sem um er vert að ræða. Fjallkona verður Mrs. Walter J. Lindal. Þá var löng skrá um íþróttir lesin á síðasta nefndarfundi, en bæði er að þeim sem þetta ritar gekk þá illa að kveikja í pípu sinni og svo hitt, að hann man nú ekki einu sinni það er hann heyrði. En svo mikið er óhætt að segja, að ýmsar fimleika þrautir verða þar sýndar er okkur mun hljóð setja, er við horfum á þær framkvæmdar. Eitt er og það, er þama verður til skemtana, og hér er sjaldséð. En það er vefaradansinn íslenzki. Sýnir flokkur stúlkna hann frá Selkirk. Hefir áður verið á dans þennan minst í Heimsknnglu og var það gert af því, að hann er svo ein- kennilegur og fagur að vér höfum ekki séð aðra list dansa hér betri. Hann mun og nokkuð gamall íslenzkur dans vera. Eyki milli tíu og tuttugu hefir nefndin leigt hjá Winnipeg Electric félaginu til að flytja gesti dagsins og veitist þeim með því betra og ódýrara far, en annars hefði verið. Alt er því starf nefndarinnar með nokkurri forsjá gert og það fyrir augum, að sem þægilegast verði og sk^mtilegast fyrir alla, er hátíðina sækja. En að þessi mikli undirbúningur komi að tilætluðum notum, er þó undir einu atriði mikið komið og það er, að almenn- ingur sæki hátíðina. Það eru einu laun- in, sem nefndin fer fram á fyrir starf sitt, að sem felstir íslendingar njóti þeirra skemtana, er hún ætlast til að dagurinn veiti þeim. ROOSEVELT SKORINORÐUR Roosev^lt forseti sendi alþjóðafundin- um í London skýrt og skorinort svar, síðást liðinn mándag, við tillögum fund- arins í gjaldeyrismálinu. Neitar hann þar afdráttarlaust, að ákveða gildi eða verð dollarsins, eða að láta Evrópu þjóð- irnar ráða nokkru um verð hans. Frakkar og aðrar þjóðir, sem ekki hafa frá gullinlausn horfið, hafa sleitulaust barist fyrir því á fundinum að fá allar þjóðir til þess að koma á óumbreytanlegu verði á peningum sínum. En það er nokkuð hið sama og að taka ,upp gullinn- lausn peninga. En nú er þjóðum sem frá gullinnlausn hafa horfið, þetta ómögulegt. Þær geta hvorki ákveðið verð peninga sinna né tekið upp gullinnlausn, nema sér í stór- skaða. En á það hafa hvorki Frakkar né þær þjóðir litið, sem gnægtir hafa gullsins. Þær hafa aðeins verið að hugsa um sig og að tryggja sinn hlut sem bezt. Það hefir reynst erindi þeirra á þennan al- þjóðafund. Þó þessi tillaga þeirra um tryggingu fyrir gullgjaldmiðli sé í sjálfu sér nokkurs verð, er hætt við hún hefði aðeins þrengt að kjörum þeirra þjóða, sem horfið hafa frá gullinnlausn eða með öðrum, hún hefði þrengt hag bágstaddra þjóða í stað þess að bæta hann, en hefði aftur tryggt hag hinna betur stæðu eða þeirra sem liggur við sligi undir gullklyfjunum. Svo þrátt fyrir það þó bótin á bölí heimsins virðist liggja aðallega í tvennu, breytingu í millilanda viðskiftum og föst- um gjaldmiðli, er nú hvorugu þessu ein- hlýtt eða hættulaust að hreyfa við sem stendur. í Bandaríkjunum eru tímar að skána. Taldi blað eitt canadiskt, sem Bandaríkjunum er fremur óvinsælt, að löggjöf Roosevelts forseta mundi bæta ástandið til fullnustu á mjög skömmum tíma. En nú eru lyfin, sem notuð hafa verið af Roosevelt til þessa alt önnur, en á alþjóðafundinum er gert ráð fyrir að lækna hinn sjúka heim með. Roosevelt hverfur frá gullinnlausn og föstu verði peninga og tekur gullið úr umferð. Hann eys peningum út til atvinnubóta, án þess að þörf sé fyrir starfið önnur en sú, að veita mönnum atvinnu. Hann tekur fram fyrir hendurnar á peningavaldinu. í stjórn kveður hann með sér prófessora og sérfræðinga í hagfræði og stjórnfræði, sem tillögur leggja fyrir þingið, sem þing- menn botna ekkert í og samþykkja að eins vegna þess trausts, er þeir bera til þessara vitmanna sem umhverfis Roose- velt sitja. Öllum venjum og kreddum er haslaður völlur. Hvert þetta stefnir veit þjóðin ekkert um, en hún treystir Roose- velt og ráðuneyti hans fyrir hverju sem er. Þjóðin er aðeins þess áskynja, að tímar hafa batnað, atvinna aukist, við- skifti örvast og trú á batnandi tíma hefir vaxið. Færi Roosevelt nú að verða við óskum alþjóðafundarins um að ákveða verð peninga fyrir þjóðirnar, sem gullinn- lausn hafa, gæti svo farið, að hreyfingin, sem löggjöf hans hefir komið af stað hægði á sér. En það mun ráðuneyti Roosevelts ætla að sjá um að aðrar þjóð- ir verði ekki valdar að. Um Bretland og gullinnlausn er sömu sögu að segja. Það getur ekki tekið upp gullinnlausn peninga fyrst um sinn. Svo eru fæstar þjóðir henni nú fylgjandi. Út- litið er því það, að gullinnlausn sé úr siögunni og að þær þjóðir sem hana hafa, verði knúðar til að hverfa frá henni, ef ekki ætla sér að skjóta loku fyrir viðskifti sín við aðrar þjóðir. Svar Frakka og þjóðanna sem gullinn- lausn fylgja, við stefnu Roosevelts er þegar þetta er skrifað ekki birt. Er sagt, að þeir hafi orðið meira en hissa á svari Roosevelts. En á þessu barf hinn gamla heim ekk- ert að furða. Þó Evrópa haldi ennþá dauða haldi í óvirkar stefnur, eins og hún gerir með gullmiðilinn, þarf hún ekki að halda að Bandaríkin geri það. Bandaríkin hafa verið fylkingarbrjóst þess hluta mannkyns, sem frelsi og mannréttindi einstaklingsins hefir metið meira, en Ev- rópuþjóðirnar eða flestar aðrar þjóðir hafa gert. Frá þeim hafa umbótaöldum- ar skollið á íhaldi gömlu og ófrelsi. Af þeim öldum hefir konungum og keisurum ávalt staðið ótti og ekki að ástæðulausu. Og enn virðist manni þetta eiga sér stað. Með Roosevelt forseta í broddi fylkingar skipar Bandaríkjaþjóðin sitt fyrra önd- vegi í þeim skilningi sem á hefir verið minst. Þær umbótaöldur sem enn hefir orðið vart við, hafa þaða,n komið. Manni liggur við að segja um.Roosevelt, eins og sagt var um gamlann merkismann einn heima: Stór og hár sem stærsta fja.ll, Styður hann heiminn einsamall. ÍSLENDINGADAGS ERINDI flutt að Markerville, Alta. 17. júní 1933. FANGAR NÁMFÚSIR Nýlega hélt prófessor við Columbia há- skólann því fram, að fangar í tukthúsum væru námfúsari en nemendur í háskól- um að minsta kosti en nemendur hans væru í Columbia-háskóla. Þetta er ekki eins ótrúlegt og það í fyrstu getur virst. Það er margt sem skólalýðin glepur og ginnir frá náminu. Samkomur, dansar, útileikir, bíltúrar, þetta grípur huga námslýðsins ekkert lausum tökum. Ef hann hefði tíma frá þessu til að helga sig náminu er alls ekki víst nema hann sinti því eins og fangar gera. Þetta er eftirtektavert. Sum af beztu ritverkum heimsins og bókmenta-gim- steinum ,hafa samin verið í fangelsi. Sir Walter Raleigh, Bunyan, Cervantes og margir aðrir hafa þar skráð sínar beztu bækur. Auðvitað á þetta ekki við um alla fanga. En hefir þess verið nægilega. gætt,' að gefa föngum alt það tækifæri, sem unt væri, til þess að efla og göfga hugsanir sínar? Og hefir sú leið verið rannsökuð sem skyldi, að gera fangelsin, að þægilegri stofnun fyrir fanga, til að nema það, sem að minsta kosti þarf með til þess að gera þá að betri og andlega heilbrigðari mönnum? Glæpir ,einkum yngri manna, eiga oft ekki rætur að rekja til annars en ills upp- eldis. Liggur þá nokkuð nær en að gefa þeim mönnum hollara uppeldi og bæta þá með því? Hegning getur verið þörf í vissum tilfellum, en þegar svo stendur á að sá sem glæpinn fremur, er ekki heil- brigður vegna ófullkomins uppeldis, er hegningin sjálf glæpur. Það hefir margt verið sagt um fangelsin í Canada á þessu ári. En um að breyta þeim í betrunarhús, eða skóla, hefir ekki orð verið sagt. Orð prófessorsins við Columbia háskóla minna þó á þá þörf, ef satt er frá sagt, um námfýsi fanga. JÚNÍ-SÓL Júní-sólin heiða og hýra, hver á meiri töframátt? Ljós þitt, aflið dulardýra, úr dvala vekur stórt og smátt. Jafnvel jökultindar taka til sín hlýju brosin þín, fyrir þér þeir fúsir slaka föstu klakaböndin sín. Niðri í moldu fræin finna feikna sterka ylinn þinn. Útí Ijósi vill sig vinna, veslings græni stöngullinn. Sumum finst þeir fái ei notið fagurs neins er lífið á. En gleyma hvað þeir geta hlotið geislastraumi þínum frá. Sérhvert ár þinn sigurljóma sendirðu enn um lönd og höf. vek nú alt úr vetrar dróma vorsins mlkla náðargjöf. Steinunn Sigurðardóttir —Lesb. Mbl. Herra forseti! Háttvirtir tilheyrendur! Ástæðan fyrir því, að eg lét til leiðast að segja nokkur orð hér í dag, er sú, að eg vildi sanna ykkur það, að við ísl. erum engir eftirbátar annara þjóð- flokka með það, að eiga lélega ræðumenn. Ekki dettur mér í hug, að fara að tegja gamla gumlopann um það, að við séum æðstu verur mannkynsins sökum ættgöfgis og hreystiverka. Eg hefi aldrei verið sammála þeim fornaldar sálum, sem aldrei þreytast á að lofa þá, sem harðast sóttu fram í hrottaskap og hryðjuverkum og mest níddust á varnarlausum ættbræðrum vorum og systrum. Aftur á móti dáist eg að því, hve mikla þrautseigju þjóð vor hefir sýnt í lífsbaráttunni, á hrjóstugu landi, og við óblíð náttúruröfl. Sömuleiðis ber oss að viður- kenna það, að þjóð vor er mörg- um góðum kostum búin. Til dæmis stendur námsfólk vort flestum framar, ef það á annað borð nennir að leggja rækt við hæfileika sína. En hvergi stöndum við þó framar í samanburði við aðrar þjóðir, heldur en í Ijóðlistinni. Þar eigum við hvern snillinginn löðrum betri, má jafnvel segja I spámenn. Við Vestur-íslending- |ar eigum því láni að fagna, að geta tileinkað okkur þann stæð- sta og veiga mesta, skáldið St. G. St. Stephan stendur við rætur Klettafjallanna með því sem í næst, allar bókmentir Vestur- íslendinga á herðum sér, sem hann hefir sjálfur skapað. Stephan er eins og fjölbreytt lyfjabúð, sem hefir á reiðum j höndum meðal við sérhverju meini mannanna. St. G. St. I og Þ. E. börðust fyrir því með hnúum og hnefum, að kristna j samferða fólk sitt, og leiða það j út úr þoku hjátrúar og hindur^ j vitna, yfir á hina sólríku geisla- braut kærleikans. Báðir þessir menn, reyndu af alefli, að koma samtíðar fólki sínu til að fjarlægjast kirkju- dóminn, og taka í þess stað í kristindóminn og mannúðina. j Báðir þessir menn hlutu aðeins j hatur og fyrirlitning að launum, hjá fjöldanum, sem æfinlega er spora drýgstur, þegar hann' er að framkvæma fyrirskipanir, sinna eigin böðla. Þjóð vor hef- ir lifað og nærst, bókmentalega á þeim sjóði, sem góðskáldin eftir létu henni. Lélegar væru bókmentir vor- ar, ef skáldin væru undanskil- in. Lítið yrði þá eftir, annað en ræningja sögur og forgyltur ribbaldaskapur, lítt siðaðra ó- eirðar seggja. Að vísu er oft þægilegt fyrir þá menn, sem aldrei lyfta hugsunum sínum úr fyrir skóla-asklokið sitt, að nota vel sagðar setningar úr fornsögum vorum, til að slá um sig með. Fyrir mörgum áratugum síð- an dróg E. B. upp skarpa og sanna Ijóðmynd, af svíndil- braskara lýðnum, sem skriðið hefir í grasinu á vömbinni, um margra ára skeið, og æfinlega getað vélað auðtrúa almenning til að trúa sér fyrir æðstu em- bættum. Þar til þeim hefir nú tekist að sölsa undir sjálfa sig allan vinnu arð fortíðarinnar og nútíðarinnar og eru nú að sjúga merg og blóð úr framtíð- inni, með lántökum, sem börn- um vorum og ófæddum kyn- slóðum er ætlað að borga. Þess- ir prósentu snatar, ganga undir þeirri dulu, að almenningur haldi áfram að vera ósjálfstæð- ur og ósamtaka, sem er þeirra eina von. Annars vona eg, að sá tími komi, og það í nálægri framtíð, að allir þessir þokka piltar verði settir út af fyrir prDODDS 'f, ÍKIDNEY 1 fullan aldaríjórðung hafa Dodd’* nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla er stafa frá veikluðum nýrum. - Þær eru til sölu í öllum lyfjabtið um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrlj $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd.. Tor onto, Ont., og senda andvirðið þan*. að. sig, á einn alsherjar letigarð, þar sem þeim gæfist næði til að flá og féfletta hver annan. Þessi iletigarður ætti að bera nafnið. Svínabæli í Ódáðahraunshreppi. Þannig lýsir E. B. þessum prúðmennum: Okrarans höfuð hrokkið og grátt hvimar um sillur og snaga. Melrakka augað flótta flátt, flærðin rist í hvern andlits drátt i og glottið ein glæpa saga. | Þ. E. segir um stjórnmála vanga velturnar: í þjóðmálin steypist eg því niður brátt o. s. frv. St. G. St. flýgur þó hæðát eins og vant er. Aðeins ef við bærum gæfu til að veita máli hans athygli. Hann er kennar- inn mikli, sem ávalt vísar oss réttu leiðina, með skarpskygni og góðvild. Hann vísar oss veginn út úr hinum aumkunarlega trúar glundroða, sem við höfum verið að flækja okkur í, eins og fiskar í neti um margar aldaraðir. Þetta býst eg við að ykkur finn- ist fr.ekar aumleg staðhæfing frá minni hendi, þar sem Stephan var alment talinn trú- laus, sem eg og býst við að hann hafi verið, samkvæmt hinni gömlu kredduvog. Enga trúarjátning þekki eg, sem er jafn gullvæg fyrir mig, eins og trúarjátning St. G. St. og einkis cska eg frekar fyrir börnin mín. Trúar játning Stephans er þannig: Þetta gott og gilt eg tel Guðfræðin er búin. En hagnaðslaust að vilja vel verður bezta trúin. Stafa ekki einmitt hin ægi- legu fjármála vandræði í heim- inum af því, að allir vildu hagn- ast um nauðsyn fram, en minna um velvildina. Fjárhagur manna mundi standa á tryggari fótum yfirleitt, ef ofurlítið minna væri hugsað umb auðfýknina, og m hugsað um auðfýknina, og meira um velviljann. Ágirndin er rót alls ills, segir málshátturinn. Fátt mun reynast sannara. Eitt- hvað líkt því mun St. \G. St. hafa hugsað, þegar hann samdi þessi spakmæli: Þú mátt hafa í heilli sveit Hundraðsgjöld af hverju setri. Starfi mínu ei stika reit Stærri enn gæti skilað betri. Verði gott af þínu þér Þú sem ræður herra görðum Ekki vil eg eiga mér Áhyggjur af mörgum jörðum. Skáldin eru skarpskygn og hafa arnfleygan anda, sem flýg- ur hátt, og sér víða yfir. Það er því ekki nema von, að okkur miðlungunum, sem aðallega er- um fóðraðir á andlausum og blóð lausum dagblaða stíl, gangi oft illa að komast að mergnum í máli þessara gáfna ljósa. En þess ber líka að gæta, að sá, sem aldrei reynir að þroska skilnings gáfu sína, skilur auð- vitað aldrei neitt. Það er þýð- inarlaust, að ætla sér að fima

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.