Heimskringla - 05.07.1933, Blaðsíða 5

Heimskringla - 05.07.1933, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 5. JÚLÍ 1933 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA. gáfur sínar, eins og t. d. gamalt hey eða smjörbelgi. Við þá sparsemi sljóvgast skilningurinn og dofnar, en við árenysluna skerpist hann og þroskast. Mér er alveg óskiljanlegt hvemig það fólk, sem uppalið er á íslandi og lært hefir að lesa, skuli ekki hafa full not af kvæðum St. G. St. Ekki eru þar eddu kenningar, eða hortittir til fyrirstöðu. Alt af er hugsunin ram íslenzk, en búningurinn auðvitað alveg ó- vanalega glæsilegur. Tæplega mundi það þykja glöggskygn móðir, sem ekki þekti börnin sín, ef þau væru færð í nýja spjör. Ekki man eg eftir því, að þeir sem hnjóðuðu að St. að íyrra bragði þyrftu að fá túlk til að útskýra borgunina, þegar hún kom, svo mikil varð reiði þeirra. Hefði ekkert skilist í því, sem Stephan skrifaði um mirmisvarða málið sæla, til mannanna með “50 þúsund doll- ara hnullunginn í fanginu,” þá hefðu Winnipeg búar “haft ró- legri nætur” fyrstu tvær til þrjár vikurnar á eftir. Þó var hugsana skerpan og glæsi- menskan í framsetningunni al- veg hin sama, hvort sem hann skrifaði bundið eða óbundið mál. Enginn græddi á því, að troða illsakir við Stephan, því harpa hans var hvoru tveggja í s?nn stormrödduð oð strengja mjúk. Það er gleðilegt tákn tímanna, að Stephani er sí og æ að aukast fylgi, beggja megin hafsins. Varla les maður svo blaðagrein eftir mestu fræði- menn heima þjóðarinnar, að ekki sæki þeir sterkustu stoð- irnar i forðabúr Stephans. Þetta sannar ljóslega að oft og tíðum eru útigengnu mennirnir miklu sannmentaðri en margir þeirra, er staðið hafa alla æfina muðl- andi við töðustallinn. Látum oss því öll, þjóðbræður hans og systur þakka af hjarta, hinn dýrmæta fjársjóð, sem hann eftir skildi okkur, og sem nú breiðir fagurlim sitt yfir bókmenta reiti vora. Og um- fram alt gleymum ekki hinu þögula hvílurúmi Klettafjalla skáldsins, að gera það úr garði, svo okkur megi sómi að verða,! svo nútíð og framtíð megi lesa af gullnu letri: “Hann stendur sem hreystinnar heilaga mynd, og hreinskilnin, klöppuð úr bergi.” Megi höfundur tilverunnar æfinlega blessa okkur öllum minningu þessa mæta manns, og skáld-konungs, eins lengi og I nokkurt orð er talað á voru ást- kæra, hljómfagra, og þróttmikla ' íslenzka máli. Jónas Pálsson DULFRÆÐI OG VÍSINDI A þessu herrans ári 1933, las eg í 4 hefti “Iðunnar” frá 1932, fágæta og stórmerkilega rit- gerð eftir Dr. Helga Péturss er hafði að fyrirsögn: “Opinberun Völuspá og Stjörnufræði.” Þótti mér ritgerð sú svo stórmerk að hún neyddi mig til að taka sig til greina, og umhugsunar. Er það þó ekki vanalegt að blöð þau og tímarit er svo berast í hendur hafi mikið af slíku á boðstólum nú á dögum. Þessi Iðunar-ritgerð Dr. H. P. heldur því fram að opinberun Jóhann- esar segi frá viðburðum er gerst hafi á öðrum jarðstjörnum. Verður þá fyrst fyrir að líta ofurlítið í Opinberunar bókina siálfa. í fyrsta kap. 10 v. stend- ur skrifað “Eg var hrifinn í anda á drottins degi.” Þetta er vafalaust það sama og vér nú köllum að falla í leiðslu (trance). Verða frá sér num- inn — gleyma lfkamanum, falla í dáleiðslu — vita einungis af andanum. Vildi eg þá líka taka upp orð- rétt upphaf 4. kap. í opinberun- arbók Jóhannesar. Þar segir =vo: (þýðing Haraldar Níels- sonar) “Eftir þetta sá eg, og sjá: Opnar dyr á himninum og raustin hin fyrri, er eg heyrði, sem lúður gylli, talaði við mig segjandi: Stig upp hingað og mun eg sýna þér það sem verða að eftir þetta.” Já, vitanlega, upp um dyrnar sem vitranamaður- inn, eða miðillinn, var búinn að sjá opnast á himninum og þá var hann kominn í annan heim, eða á aðra plánetu þetta er stórmerkilegt og vekur upp hjá mér viðburð frá liðinni æfi. Það var fyrir nokkrum árum að mér varð talað við prest einn, ekki var hann þó íslenzkur, um 4. kap. Ópinberunarbókarinnar. Varð honum orðfall við, en virt- ist þó taka það til íhugunar um stund. Varð hans niðurstaða sú að okkur væri víst ekki ætlað að skilja guðs leyndardóma. En mér fanst þetta enginn leyndar- dómur vera og finst það því sfður nú eftir að hafa lesið rit- gerð Dr. H. P. íslenzka þjóðin hefir fyr og síðar átt ágætlega velgefnu fólki á að skipa, bæði til sálar og líkama. Sýndi heima þjóð- in austur um haf það sérstak- lega, er þeir buðu heim til sín góðskáldinu og heimspekingn- um héðan að vestan, St., G. Stephansson. Virðist mér sem við hér vestra sýndum andlegt ætterni okkar, ef við biðum nú heim til okkar spámanninum og spekingnum Þessi auglýsing- er ekki birt af The Govemment Liquor Control Commission. Commissionin ber ekki ábyrgð á staðhæfingum um efni vörunnar sem auglýst er. SVALANDI HRESSANDI DRYKKUR Hreinn—efnið valið af beztu tegund og bruggunin hin fullkomnasta, er hvorttveggja til samans ollir því að yður fellur hann öðrum tegundum betur. KIEWELS White Seal BJÓR Pæst i öllum klúbbum, vin- sölubúðum eða með síma 201178 tU heima notkun- ar, eða skrifið KIEWEL BREWING Co. Ltd., ST. BONIFACE, MAN. dr. Helga Péturss, til þess að halda hér fyrirlestra um ís- lenzku bygðirnar og fræða okk- ur frá fyrstu hendi á þessum stórmerku vísinda sviðum sem hann er orðinn kunnur fyrir að þekkja. Væri það og stórgróði fyrir okkur öll, sem íslenzkri tungu unnum, því fáir eða engir fara betur með móðurmálið okkar en dr. H. P. Býst eg þó við að sumum finnist ókleyft að ráðast í slíkt nú á þessum kreppu tímum, því auðvitað hlytum við að annast allan þann ikostnað er heimsókn sú hefði í för með sér. Vildi eg þó benda til að aldrei er meiri þörf andlegrar upplyftu, en þegar að kreppir. Get eg ekki heldur haldið að slíkt yrði neinn ofjarl, ef margar og vilj- í ugar henaur legðust þar að verki. Hafa íslendingar sýnt það áður að þeir hafa brugðist vel við, er þeir fylktu sér um eitthvert áhugaefni og enga ! stórupphæð hefði slík heimsókn í för með sér en andleg nautn mikil að sjá og heyra slík göf- ugmenni. Væri fróðlegt að vita í gegnum blöðin, hvert ekki yrðu fleiri til að styðja þetta mál. M. Ingimarsson ISLAND OG HOLLAND Sumarið 1928 kom hollensk ^ mentakona, Maria Simon Thom as að nafni, til íslands. Hún | kom hingað eins og útlendingum ( er títt, að nokkru leyti fyrir for- ( vitni sakir. Raunar vissi hún, að fleira væri til á íslandi en Hekla og Geysir og þekti fleiri bókmentahugtök en “Edda” og | “Saga”, því í Hollandi hefir í seinni tíð verið gert nokkuð að því að kynna mann íslandi og íslenzkum fræðum. Ungfrú M. Simon Thomas varð heilluð af landi voru, og hjá henni vaknaði löngun til að sinna einhverju því, er snerti ís- land. Hún er sagnfræðingur og-, réði það því að nokkru leyti, að hún valdi sér viðfangsefnið: ís- landsfarir Hollendinga fyr á öld- um. Um þær er hún nú að skrifa doktorsritgerð og hefir unnið að verkinu með frábær- um dugnaði síðan 1931. Þá kom hún hingað, til þess að kynnast .landi voru og þjóð nán- ara. — Til þess að geta framkvæmt þessa fyrirætlan sína varð M. Simon Thomas að læra íslenzku til þeirrar hlítar, að hún gæti lesið sér til gagns íslenzka ann- ála og önnur heimildarrit, sem geyma einhverjar upplýsingar um Hollendinga hér við land fyr á öldum. En aðalstarf henn- ar hefir verið fólgið í því að rannsaka skjalasöfn í Hollandi •og^ Danmörku. Slíku starfi er þannig háttað, að menn sitja yfir skjaladyngjum viku eftir viku, mánuðum saman og leita. Það, sm knýr þá áfram, er skip- un samviskunnar um, að þeir láti ekkert vísvitandi ganga sér úr greipum. Oft líða vikur svo. að ekkert finst markvert. Þá ber svo við að dálítil upplýsing finst, ef til vill á ólíklegasta stað, og gleðin yfir því að hafa fundið hana varðar leiðina gegn um hið ókannaða torleiði skjala dyngjanna. Þetta er nú til lítils að segja beim, sem ekkert þekkja til handritarannsókna, en hinir vita það. Sem dæmi þess erfiðis, sem M. Simon Thomas hefir orðið að leggja á sig, má nefna að í skjalasafni í Amsterdam einni hefir hún orðið að leita af sér grun í nálega 20,000 skjöl- um. Upp af þessari miklu rann- sókn skapast svo vonandi bráð- lega læsileg bók um viðskifti Hollendinga (duggara og kaup- manna) við íslendinga fyr á öldum. Það efni er áður ó- rannsakað að heita má, en vit- anlega athyglisvert fyrir ýmsra hluta sakir. Eg hitti M. Simon Thomas í Kaupmannahöfn sumarið 1932, og sagði hún mér þá undir og ofan af um rannsóknir sínar. Gat eg ekki annað en dáðst að þeim áhuga, sem lýsti sér í frá- sögn hennar. Það var auðheyrt, að hún var gagntekin af við- fangsefni sínu. Heima fyrir hafa vinir hennar eins og vita mátti oftsinnis ráðið henni til að leggja árar í bát og hætta við hið örðuga viðfangefni, en hún hefir ekkert látið aftra sér frá að ná settu marki og ekki horft í að dveljast hvað eftir annað langdvölum erlendis vegna rann sókna sinna. Mér finst rétt að skýra fs- lendingum frá því, sem þessi kona er að gera. Þó að rann- sókn hennar snerti ekki síður Holland en ísland mun íslenzk- um fræðum verða fengur að henni. Nýlega skrifaði M. Sim- on Thomas mér og bað mig að reyna að fá menn hér til að skrifa upp og senda sér upp- lýsingar um sitthvað það, sem snertir Holland í íslenzkum bók- mentum. Ef einhver kynni að vilja votta henni samúð sína með því að láta henni slíka vit- neskju í té, er heimilisfang hennar Koningsweg 1 B, Baarn, Holland. Sigurður Skúlason. —Mbl. FRÉTTARITARINN Hann hljóp þar nokkurt hunda- vað og hoppa tók með penna og blað um hússins véin hljóðu. Hans megna kapp það gaf ei grið, ef grun hann fékk um aflamið. Hann mæltist einn að öllu við, þar ekkjutárin flóðu: “Eg kem til viðskrafs, kona góð, er kúrir heima föl og hljóð við stríðar harma-stundir. Þinn bóndinn látni bjóst—eg skil, sinn bola að deyða, en punkt eg vil, því fyrri reyndist tuddinn til og Teit þinn rak hann undir. En hnýttu svo á kollinn klút, Nú kemur næst að mæla út og hringsóla úti á hlaði. — Sko, til að mynda er maður þinn nú meisinn þarna, en tarfurinn skal standa hér. Það fól eg finn í fjöru í næsta blaði. á, hér þeir stóðu—og hefðin sú, að höldur hver, er stundar bú á rétt á lambsins lífi; hið sama gildir kusa og kú, þó kom á daginn önnur trú hjá bola sjálfum, besta frú, er brá hann sínum hnífi. En hvað skal segja um svona slys; þar sýnist heildin andhælis, þó reynast þræðir réttir: Sko, stoltið þola og styrkleikinn þau standast á við harminn þinn, því hann er brellinn, heimurinn, og heimtar blóðgar fréttir.” Jak. Thor. —Lesb. Mbl. SKRfTLUR Dómari: Af yfirheyrslunni þyk ist eg sjá að þér séuð saklaus af því að hafa stolið úrinu. Þér megið fara. Ákærði: Á eg að skilja það svo að eg megi eiga úrið. * * * í veislu nokkurri varð giftum manni það óvart á, að taka utan um ókunna konu. Hann flýtti sér að afsaka þetta og mælti. — Fyrirgefið þér frú. Mér sýndist þér vera konan mín. — Það er laglegt að vera gift yður, sagði konan bálreið. — Nei, þér talið þá líka alveg eins og konan mín. Sigurdsson, Thorvaldson Co. Ltd. General Merchants THREE STAR IMPERIAL GASOLINE DISTILLATE—MOBILE OILS MARVELUBE and POLARINE RIVERTON ARBORG HNAUSA Phone 1 Phone 1 Phone 51-14 MANITOBA Afgreiðsjumaður: Hérna er góður vindill; hann getið þér boðið hverjum sem er. — Jú, þökk fyrir, en eg vil fá vindil, sem eg get reykt sjálf- ur. — , * * * — Áður en barnið okkar fæddist var hnakkrifrildi um það milli mín og konunnar hvað það ætti að heita. Eg heimt- aði að það héti Karl og hún heimtaði að það héti Friðrik. — Nú, og hvað heitir það svo? — Elísabet. * * * — Hveð heitið þér? — Jensína Jónsdóttir. — Hvað gamlar ? — 58 ára. — Gift? — Nei, ekki ennþá. —Lesb Mbl. Innköllunarmenn Heimskringlu f CANADA: Arnes..............................•.. F. Finnbogason Amaranth ............................. J. B. Halldórsson Antler .'.................................Magnús Tait Árborg .. ..........................G. O. Einarsson Baldur....................................Sigtr. Sigvaldason Beckville ............................ Björn Þórðarson Belmont .................................... G. J. Oleson Bredenbury....................................H. O. Loptsson Brown............................... Thorst. J. Gíslason Calgary.............................. Grímur S. Grímsson Churchbridge..........................Magnús Hinriksson Cypress River..................................Páll Anderson Dafoe, Sask., ........................... S. S. Anderson Ebor Station...............................Ásm. Johnson Elfros.............................J. H. Goodmundsson Eriksdale ................................ ólafur Hallsson Foam Lake...............................................John Janusson Gimli......................................... K. Kjernested Geysir.......................................Tím. Böðvarsson Glenboro..................................G. J. Oleson Hecla .. .. ..........................Jóhann K. Johnson Hnausa.................................... Gestur S. Vídal Hove...................................... Andrés Skagfeld Húsavík.................................................John Kernested Innisfail .......................... Hannes J. Húnfjörð Kandahar ................................ S. S. Anderson Keewatin..............................Sigm. Björnsson Kristnes.......................................Rósm. Árnason Langruth, Man............................................ B. Eyjólfsson Leslie................................Th. Guðmundsson Lundar ................................... Sig. Jónsson Markerville ......................... Hannes J. Húnfjörð Mozart, Sask............................... Jens Elíasson Oak Point.................................Andrés Skagfeld Oakview ............................. Sigurður Sigfússon Otto, Man....................................Björn Hördal Piney.........................................S. S. Anderson Poplar Park..................................Sig. Sigurðsson Red Deer ............................ Hannes J. Húnfjörð Reykjavík ................................... Árni Pálsson Riverton ............................. Björn Hjörleifsson Selkirk........... ..'................. Jón jlafsson Steep Rock .................................. Fred Snædal ' Stony Hill. Man............................... Björn Hördaf Swan River............................. Halldór Egilsson Tantallon..................................Guðm. Ólafsson Thornhill............................Thorst. J. Gíslason Víðir...................................................Aug. Einarsson Vancouver, B. C ......................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis.......................... Winnipeg Beach.............................John Kernested Wynyard...............................S. S. Anderson f BANDARfKJUNUM: Akra .................................Jón K. Einarsson Bantry................................... E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash............................ John W. Johnson Blaine, Wash................................. K. Goodman Cavalier ............................. Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg.......................... Hannes Björnsson Garðar................................... S. M. Breiðfjörð Grafton.................................Mrs. E. Eastman Hallson...............................................Jón K. Einarsson Ivanhoe................................................G. A. Dalmaún Miltoc.................................. F. G. Vatnsdal Minneota...............................................C. V. Dalmann Mountain .............................Hannes Björnsso* Point Roberts........................................ Ingvar Goodman Seattle, Waah.........J. J. MiddaJ, 6723—21st Ave. N. W. Svold ................................ Jón K. Einarsson Upham ................................... E. J. Breiðfjörð The Viking Press, Limited Winnipeg, Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.