Heimskringla - 05.07.1933, Side 6

Heimskringla - 05.07.1933, Side 6
6. SlÐA. i HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 5. JÚLÍ 1933 / / JQN STRAND Saga eftir PAUL TRENT. Þýdd af G. P. MAGNÚSSON. En Jón Strand var fæddur bardaga mað- ur, og hann ákvað að berjast meðan hann gæti staðið og hefði krafta til þess. Þó alt sýn- ist nú svo svart og ómögulegt þá gat eitthvað það komið í ljós, sem yrði til þess, að hjálpa honum til að sanna sakleysi sitt. Þegar Cranston sagði Jóni frá því, að Mason væri kominn og vildi fá að tala við hann, kom honum strax í hug að Sylvía væri þar orsök í. “Segðu honum að eg komi strax. Svo er hezt að þú farir að hátta og hvíla þig,” sagði Jón. Mason stóð á miðju gólfi og tugði ennþá vindilinn af mesta kappi er Jón kom inn. “Yður furðar sjálfsagt á hingað komu minni um þetta leyti sólarhringsins,” sagði Mason. “Mig furðar sérstaklega á því, að þér skulið vera svo óskammfeilinn að dyrfast að láta mig sjá framan í andlitið á yður,” sagði Jón stillilega. '• “Eg geri þá yfirlýsing hér frammi fyrir yður hr. Strand, að eg sé eftir því, sem eg hefi gert á hluta yðar og bið yður fyrirgefningar á því.” “Fyrirgefningarbæn yðar og eftirsjá hjálpa mér ekki neitt. Þér hafið sært mig banasári — sem þér ráðið ekki við að lækna. South- wold auðsýnir enga miskun. Hvers vegna hafið þér komið til mín?” “Eg kem frá Southwold. Eg var að biðja hann að halda ekki lengra með þetta mál.” “Og fenguð afsvar?” sagði Jón og fann að það lifnaði dálítill vonar neisti í brjósti sínu. “Eg ætlaðist aldrei til að þetta færi svona langt. Mín meining var að nota skjölin aðeins til að storka yður með. Southwold og eg héldum báðir að þér munduð ekki þráast er þér vissuð hvað við höfðum í höndunum gegn yður. Southwold segist ennþá vera reiðu búinn að semja við yður.” “Eg sem við hvorugan yðar — svo er of seint nú að tala um satnning af neinu tagi — þér í félagi við Southwold hafið unnið óhappa verkið.” “Það er auðvelt að lagfæra alt. South- wold getur komið því til leiðar, að þér verðið algerlega hreinsaðir af þeirri ákæru, sem nú hvílir á yður, svo allir megi vel við una.” “Og það yrði, að sjálfsögðu, talin heiðar- leg leið að taka?” “Eg veit að hann gerir það, ef þér hættið að sýna honum mótþróa.” “Eg geri enga samninga við hanfi á neinn hátt, og það getið þér sagt honum. Þessi leikur hans er ekki á enda ennþá og vafasamt hver leikslokin kunna að verða,” sagði Jón. “Það er slæmt. Þeir hætta ekki fyr en þeir hafa komið yður út úr öllum stjórnmálum og gert yður stór skaða mannorðslega.” “Það verður ekki við því gert héðan af. Þér hafið gert yðar hlutverk og eigið þakkir skilið frá þeim fyrir hvað þér hafið leikið vel, en eg er enn ekki yfir unnin. Er það nokkuð fleira, sem þér vilduð við mig tala? Á morg- un skulum við gera upp vora reikninga — og svo segi eg skilið við yður fyrir fult og alt, hr. Mason.” “Eg veit, að þér trúið ekki hvað mér fell- ur þetta illa, hr. Strand. Eg skildi glaður hjálpa yður ef eg gæti þó það kostaði mig stórfé — en eg get það ekki — eg er aflvana til þess, Southwold heldur öllum spilunum í sínum höndum, svo engri hjálp verður við komið.” “Og hann óefað spilar þeim af mikilli list og kunnáttu svo fljótt sem hann sér sér slag á borði. Góða nótt,” sagði Jón í storkun- ar róm. “Eg á eftir að bíta úr nálinni með þetta við Sylvíu. Hún mun aldrei skilja að það hafi verið hennar vegna, að eg gerði þetta,” sagði hr. Mason lágt er hann hélt að Jón væri farinn út úr herberginu. En Jón var aðeins kominn fram að dyrunúm og heyrði því hvað Mason sagði. “Þér eruð víst að mælast til að eg sýni yður meðaumkvun. Meðaumkvun eigið þér ekki skilið frá mér, en þér eigið skilið, að eg tæki yður og kastaði yður ofan stigan—höfuðið á undan,” sagði Jón sem nú mátti sjá að var orðinn reiður. “Eg geri ráð fyrir að það ætti eg frekast skilið. Eg get ekkert annað en endurtekið það, að mér líður illa út af því, sem eg hefi gert á hluta yðar. — Eg bið yður forláts,” sagði hr. Mason lágt og í þungum hugsunum. Svo stóð hann á fætur og gekk fram að dyr- unum til Jóns, sem opnaði dyrnar og þeir fóru báðir út. Það lék storkandi hæðnisbros um varir Jóns og Mason féll það illa. Honum fanst það fyrirboði einhvers ills. Hann andaði áfergis- lega að sér ferska loftinu þegar út kom, eins og máður sem er að kafna. Svo gekk hann hægt og þunglamalega niður stigann þang- að sem bíllinn hans beið. Hann sýndist tíu árum eidri en þegar hann gekk heim að hús- inu hálfri stundu áður. Á leiðinni heim var hann að hugsa um það, að nú biði Sylvía eftir honum til að heyra hvað honum hefði orðið ágengt hjá Southwold. Hann kveið fyrir að mæta henni og verða að segja henni, að alt sæti við hið sama og ekkert yrði aðgert. Það fór líka eins og hann hafði gert ráð fyrir. Þegar hann kom inn í gang- inn, kom Sylvía hlaupandj ofan stigann móti honum. “Hefir þú góðar fréttir?” spurði hún áköf. “Nei, það er ekkert hægt að gera. Eg fór að finna Southwold; hann lætur sem hann eigi hér engann hluta að máli — hann leikur hvíta lambið í hjörðinni. Prá honum fór eg svo að finna Strand. Engu tauti verð- ur við hann komið. Hann er þrár eins og sauðkind. Það er bara ekki laust við, að mér standi beigur af þeim manni. Hann lætur ekki af sinni stefnu hvað sem framundan honum er.” “Eg dáist að honum fyrir það. Eg mundi ekki ganga að neinum samningum við þig eður Southwold, ef eg væri í hans sporum,” Sagði Sylvía og sneri sér að stiganum aftur, til að fara upp á loft. “Ertu að fara í rúmið? Góða nótt þá, elsku — Sylvía. Viltu ekki kyssa mig góða nótt?” kallaði hann á eftir henni. En hún hélt áfram upp stigan og hvarf honum sjónum. Hann stóð eftir við stiga-fótinn og mændi á eftir dóttur sinni upp stigan. Svipur hans var þreytuiegur; þar lýsti sér ótti og örvænt- ing. “Það bíða mín erfiðar stundir,” sagði hann við sjálfann sig og varp öndinni. Morguninn eftir fann hann að hlutirnir voru honum jafnvel andstæðari en hann hefði hugsað sér þá. Þegar hann kom ofan til morgunverðar, fann hann bréfmiða við disk- inn sinn. Það var bréf frá Sylvíu til hans og hljóðaði þannig: “Kæri faðir! Eg álit heppilegast að eg fari af heim- ilinu um tíma að minsta kosti. Eg hlýt að taka mér tíma til, að verjast þér eins og þú nú birtist mér. Eg hefi ekki þekkt hjá þér áður slíkt hugarfar. Ó, faðir - minn. Hvernig fórstu að falla svona lágt. Hvað hefir orðið af þinni sjálfsvirðing, þínum manndóm, þínu sjálfstæði, að þú skyldir láta leiðast út í jafn hryllilegt, jafn glæp- samlegt, jafn skammarlegt athæfi gegn manni, sem vann þér dyggilega af öllum sínum mætti, líkams og sálar kröftum. Eg skammast mín svo, að eg get ekki litið upp á nokkra manneskju. — Sylvía. Er hr. Mason svo spurðist fyrir um dóttir sína fann hann, að hún var farin úr húsinu og hafði ekki skilið eftir neina leiðbeining um það, hvert hún hafði farið. XXXIV. Kapítuli Jón Strand vaknaði nætsa morgun og sá Philip Cranston standa við rúmið með dag- blað í höndunum. “Þú ættir að lesa þetta. Það er skammar- legt,” sagði Philip í mikilli geðshræring. Blaðið sem Philip var með, var eitt af smærri blöðum borgarinnar, en hafði orð á sér fyrir að flytja hvert mál eins og það kom því fyrir sjónir, hver sem í hlut átti. Þó ekkert nafn væri nefnt í sambandi við frétt- ina, sem þar birtist, þá mátti skilja það á öllu að það var Jón Strand, sem við var átt. Þar var ekkert vikið frá sannleikanum svo engu var hægt að mótmæla, en sannleikurinn var sagður svo biturlega að hann, í þessu tilfelli, hlaut að meiða. Það var sagt frá því, að viss maður hefði, grandhugsað fyrirtæki og kom- ið löggilding þarr gegn á þinginu. Mundi það verða honum persónulega til stórgróða en til eyðileggingar þeim flokk er hann sjálfur væri leiðtogi fyrir. “Skraffinnar eru alla jafna viðsjárverðir. Mælska þeirra orsakar það tíðum, að þeir ná taki á hugum manna um stundarsakir. En svo fer þó oftast, að veikur þráður finst í voðinni, sem þeir vefa, svo fyr en þá varir eru svik í verkinu orðin augljós. f þessu sérstaka tilfelli verðum vér að viðurkenna að vér höf- um orðið fyrir stórum vonbrigðum þar sem vér höfum álitið manninn, sem hér á hlut að máli, með hærri og göfugri hugsjónir en svo, að- hann aflaði sér auðs og frama með júdas- ar kossi á sinn eigiun flokk, og svik við sínar eigin skoðanir, sem hann hefr svo karlmann- lega haldið fram, leynt og ljóst í ræðum og rit um fram að þessum síðustu tímum. “Vér höfum ástæðu til, að vera stoltir af vorri stjórn og vorum stjórnmálaflokki, sem aldrei hefir gert sig sekan í neinu sviksam- legu við fólkið. Vér álítum það því skyldu . þeirrar stjórnar sem nú er við völd að kalla þennan júdas til reikningsgerðar tafarlaust, svo engin saklaus verði hafður fyrir rangri sök í þessu máli, og skömm skelli þar, sem skömm á heima.” “Þegar Jón hafði-lesið greinina til enda, rétti hann blaðið til Philips, sem tók það og sneri því við og fékk Jóni það aftur. ' “Lestu þetta líka,” sagði hann og benti honum á stóra fyrirsögn er þannig hljóðaði: Ameríku maður stofnar stáliðn vorri í. hættu RobiniHood FI/ÓUR KONUM FELLUR EJETUR AÐ BAKA ÚR ÞESSU MJÖLI. ÞAÐ ER ALTAF GOTT. Greinin fjallaði um verkstæðu samsteypur hr. Masons og sýndi haéttuna sem af slíkri einokrun gæti stafað fryir land og lýð. Þar var þess greinilega getið að hr. Jón Strand væri félagi hr. Masons og að einhverju leyti hluthafi í hans miljónum, sem nú ætti að nota til að eyðileggja atvinnuvegi fólksins. og auðga amerízkan miljónamæring. Nú fór Jóni að skiljast hve slóttulega Mason hafði tekist að fleka hann inn í þetta með sér. Sjálfum hefði honum aldrei komið til hugar að vera þátttakandi í neinu því, sem gat orðið til þess að skaða verkalýðin en auðga sjálfan sig. Hann sá strax að hér var ekki hægt að bjarga á neinn hátt. Það var þýð- ingarlaust fyrir hann, að mótmæla nokkru sem í þessum Blaðagreinum var sagt. Allan þann tíma sem hann hafði verið upptekinn við kosningarnar hafði Mason verið að bollaleggja þessa svikamylnu án þess að minnast nokkurn tíma á hugmyndina við hann, en þrátt fyrir það, þó þetta væri alt á bak við hann unnið, þá mundi enginn trúa þvf, að hann væri ekki þátttakandi í öllu saman. “Geturðu ekki mótmælt þessu? Þú verð- ur að mótmæla því öllu tafarlaust,” sagði Philip í mikilli geðshræring. “Jú, eg get með góðri samvizku mótmælt því öllu, sem þarna er sagt, en það mundi enginn trúa mér. Og eg lái það ekki. Ef eg læsi þetta um einhvern annan, þá mundi eg trúa, að það væri alt satt um hann, jafnvel þó Mason segði, að eg hefði ekkert um fyrir ætianir hans og gerðir vitað, þá yrði honum ekki trúað. Eg hefi hér engum um að kenna nema sjálfum mér, það sem eg undir- ritaði þessi skjöi án þess að lesa þau áður. En það ætlar að verða mér dýrt það hugsunar- leysi.” “Hvað hugsarðu þér að gera?” spurði Cranston. “Eg ætla fyrst af öllu' að tala við Cobden fóstra minn. — Þetta virðist of erfitt umfangs- efni fyrir mig — hugsunarfærin eru öll á ringulreið — eg get ekkert hugsað,” sagði Jón um leið og hann stökk fram úr rúminu og fór að klæða sig. Svo segir hann eftir að hafa staðið nokkra stund á gólfinu með annan skó- inn sinn í hendinni sokkinn niður í djúpar hugsanir: “Eg skal berjast við þá, við South- wold, við Mason, við þá alla. Eg er ekki yfir- unnin ennþá.” “Þú átt marga vini, sem munu trúa þér,” sagði Philip daufur. “Sá maður, sem bæri traust til mín eftir að hafa lesið þessar blaðagreinar, væri flón. Frumkvöðull þessa máls er Southwold, hann hefir róið undir og lagt á ráðin. En svo munu þeir fáir, sem trúa því, að hann sé maðurinn, sem gerir tilraun til að eyðileggja mig. Fólk- ið álítur hann heiðarlegann mánn. Það er aðeins eg og anflar maður til, sem vitum hvaða tegund af manni hann er í insta eðli sínu — líklegur til allra hluta, óskammfeilinn og kærulaus.” Það flaug í huga hans sagan, sem fóstri hans hafði sagt honum um Southwold, og lifn- aði von í brjósti hans um, að skeð gæti, að honum tækist að hagnýta sér hana gegn Southwold í viðureigninni við hann. En sú von dó út samstundis. Það var of viðkvæm saga — það vopn mátti hann ekki nota. Er Jón hafði lokið við morgunverð, fór hann upp á loft að finna Joyce. “Ósköp ertu eitthvað þreytulegur í morg- un, vinur minn,” sagði hún, er hún hafði kyst hann góðann morgun. “Nú ætla eg inn til frænda þíns og hafa langa samræðu við hann. Eg ætla að biðja þig að sjá um að við verðum ekki ónáðaðir ' meðan.” - / “Sjálfsagt, vinur minn, ef þú æskir þess,” sagði hún og lagði hendurnar yfirum hálsinn á honum og kysti hann blítt og innilega. “Ást þín, Joyce, er það eina, sem eg á, en það er líka dýrmæt eigð,” sagði Jón. Cobden sat að morgunverði, í morgun- slopp sinum, þegar Jón kom inn til hans. Það var hans gamall vani, sem Joyce hafði ekki getað vanið hann af, að koma fáklæddur í morgun úlpu sinni, til morgunverðar. “Þú ert eitthvað svo óglaður á svipinn þennan morgun, fóstri minn„” sagði Jón um leið og hann tók sér sæti, og fór að fylla pípu sína með tóbaki. “Það má segja það sama um þig, drengur minn. Þú hefir alls ekki útlit hins ástríka unnusta. Hvað hefir komið fyrir þig, Jón?” “Ljúktu við morgunverðinn þinn, og svo skal eg segja þér frá því öllu saman,” sagði Jón ósköp rólegur. “Eg er nú búinn að borða,” sagði Cobden gamli um leið og hann saup það síðasta úr kaffibollanum. Þeir færðu svo stólana sem þeir sátu á fyrir framan arininn og settust þar andspænis hver öðrum. Þeir sátu báðir þegjandi um stund. Cobden var að bíða eftir því, að Jón byrjaði en Jóni fanst hann ómögulega geta sagt fóstra sínum frá því, sem hann hafði lesið á blaðinu. “Eg heyrði í nótt að Joyce var að gráta, og í morgun er eg spurði hana hvað að henni hefði gengið, þá neitaði hún að segja mér það. Eg vona bara að ykkur hafi ekki orðið sund- urorða í gærkveldi,” sagði Cobden, með ó- vanalegri einbeittni í röddinni, er honum var farið að leiðast eftir því að Jón tæki til máls. “Eg er hræddur um, að mínir dagar, sem stjórnmálamaður, sé taldir, fóstri minn. En það hefir ekkert að gera við tilfinningar Joyce í gærkvöldi,” sagði Jón og hélt svo áfram að segja gamla manninum frá því, sem hann las í blaðinu og hans álit á afstöðu sinni til fólks- ins í málinu. Cobden gamli hlustaði með sérstakri eftir- tekt. Hann tók aldrei fram í fyrir Jóni né trúflaði hann. En þegar Jón kom þar að í frásögninni, sem skýrði frá samsæri þeirra Masons og Southwolds, lét hann augabrýr síga og varð nærri illmannlegur á svip. “Eg var búinn að segja þér, drengur minn, að Southwold væri sá óþokki, sem svifist einksis. Eg held að það sé nú kominn tími fyrir mig að taka til minna ráða,” sagði Cobden heiftarfullur á svipinn. “Það er ekkert, sem þú getur gert héðan af,” sagði Jón. “Ekki að trufla mig — lofaðu mér að hugsa í næði,” sagði gamli maðurinn og sá Jón að óstyrkur var á honum. * Hann sat lengi og hugsaði, og þegar hann tók til máls, var hann orðinn rauður í framan af heift og beit orðin sundur um leið og hann | talaði þau. “Eg verð að fara og finna Southwold. Eg skal knýja hann til að viðurkenna sakleysi þitt og opinbera það fyrir alþýðu.” Þú hefir ekkert vald yfir honum. Þú getur aðeíns hótað honum að kunngera al- menníngí sögu, sem er þrjátíu ára gömul. Hann mun skora á þíg að gera hvað sem þér best Iíkar. Hann mun kalla þig ósanninda mann að öllu sem þú kant að segja um hans liðnu æfí. Hann mun ekkert hræðast hótanir þínar,” sagði Jón. “Eg hefí ekki sagt þér alt ennþá. Eg hefi eitt vopn ennþá, sem eg þó veigra mér við að nota á hann. En ef hann neítar að gera þér rétt til þá ---" Og gamli Cobden féll aftur í þungar hugsanír, og fingur hans slóu smá- högg ofan f stólbríkína. “Láttu þetta ekki hafa áhrif á þig. Haltu áfram þinni starfsemi, rétt eins og ekkert hafi ískoríst. Mættu öllum glaður og skraf- hrefin eins og þitt er eðli og sneiddu þig ekki hjá neinum. Ef eínhver ber á þíg þær sakir, sem á þíg eru bomar f þessari blaðagrein, þá berð þú stíft á mótí því, að þær sakir sé sannar. Eg ætla að klæða mfg f snatrí, og mig vantar svo að sjá þig eftír tvær klukkustundir. Hvar verður þú þá?" “Eg þarf að fara á flokksfund þennan morgun.” “Þú getur ekki sannað, að Southwold hafi verið viðriðinn þetta samsærí. Það verður bara maður mót manní þar," sagðí Cobden hugs- andi. “Og hverjum okkar verður svo trúað, mér eða forsætísráðherranum sjálfum? Eg kem heim svo fljótt, sem íundínum er lokið. Þú lýtur út fyrír að vera veikur, föstri minn. Eg held að þú ættír ekkert að fára út í dag.’” “Það er nú ekki til neins að tala um það. Eg fer að fínna Southwold — veikur eða ekki veikur,” sagðf Cobdén ákveðinn. \

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.