Heimskringla - 12.07.1933, Síða 3

Heimskringla - 12.07.1933, Síða 3
WINNIPEG, 12. JÚLÍ 1933 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA. PknlF 22 931 PhnBF 25 237 HOTEL CORONA 26 Rnoma Wlth Bnth Hot and Cold Watep tn Bvery Room. — $1.50 per day and up. Monthly and Weekly Ratea on Request Cor. Matn & Notre Dame East WINNIPEG, CANADA MINNINGARORÐ Sunnudaginn 25. júní andað- ist að heimili sínu 1124 Wood- stock Ave., Victoria, B. C., Ein- ar Brandson, 72 ára að aldri. Banamein hans var ólæknandi innvortis meinsemd. Mr. Brand- son var fæddur 15. nóv. 1861 í Reynis-hjáleigu í Mýrdal í Vest- ur-Skaftafellssýslu á íslandi. Poreldrar hans voru þau hjón- in Brandur Einarsson og Kri- stín Einarsdóttir sem lengi | bjuggu í Reynishjáleigu. Sum- . arið 1886 fluttist hann til Ame- ríku, dvaldi eitt ár í Pembina, N. D., þaðan flutti hann vorið 1887 til Victoria, B. C., og dvaldi þar til dauðadags. 8. maí 1888 giftist hann Sig-' ríði Einarsdóttir frá Miðhvoli í Mýrdal. Misti hana 1927. Þau eignuðust 4 börn, 1 stúlku og 3 drengi. Margrét, Bjarni,! Brandur og Guðmundur, öll upp komin og nú sem stendnr ! öll til heimilis í Victoria, B. C. Pyrstu árin eftir að Mr. | Brandson kom til þessa lands, j stundaði hann algenea vinnu.! t 7 ár vann hann við blóm- jurta-garð hiá Crease dómara hér í borginni. Árið 1902 veittist honum sú staða að verða umsjónar maður kirkjugarðs hér (superintend- ent of Ross Bay Cemetery), hefir hann gengt þeim starfa í 31 ár, reyndist hann því verki vel vaxin. Árið 1928 giftist Mr. Brand- son í annað sinn, Mrs. Guð- rúnu Olson. Pofeldrar hennar voru Jón bóndi Árnason f Eyj- arhólum í Mýrdal f Vestur- Skaftafellssýslu, og Guðríðúr Eyjólfsdóttir frá Steig í Mýr- dal í sömu sýslu. Lifir hún mann sinn. Einar Brandson var mætur maður í hvívetna, er mjög sárt saknað af aðstandendum og öllum sem hann þektu. Blessuð sé minning hans. (Blöðin í Reykjavík á íslandi eru vinsamlega beðin að birta þessa dánarfregn). verið við völd um árs bil, því að hann gerðist kanslari þ. 20. maí 1932. Hann hefir barist djarft og höggvið til beggja handa, barist við “Marxistana” annars vegar, en þjóðernisjafn- aðarmenn hins vegar. En um leið og hann hefir átt í höggi við þessa tvo flokka, sem báðir eru öflugir, hefir Dolfuss tekist að bæta mjög fjárhag ríkisins, eins og margvottað er af fjár- málafræðingum alþjóðabankans og fjármálanefnd Þjóðbanda- lagsins. Mælt er, að Dolfuss hafi sýnt svo frábæran dugnað í að rétta við fjárhag ríkisins, að einsdæmi megi heita í Ev- rópu á síðari árum. Nýtur hann því mikils álits heima fyrir og erlendis og hefir álit manna á honum aukist mjög fyrir bar- áttu hans gegn þjóðernisjafnað- armönnum, sem eru taldir vera studdir mjög öfluglega af þýsk- um skoðanabræðrum sínum. —Vísir. ' ÞINGKOSNINGARNAR Ný framboð VIÐSKIFTAMÁL AUSTURRfKISMANNA og Lundúnaráðstefnan Vínarborg í júní Austurríkismenn eiga við mörg vandamál að stríða og hafa átt alt frá því friðarsamn- ingarnir voru gerðir. Austur- ríkismenn gera sér nú þær von- ir, að eitthvað verði gert á við- skiftamálaráðstefnunni í Lon- don, til þess að létta róðurinn fyTÍr sér, eitthvað, til þess að bæta um fyrir það, hvernig með Austurríki var farið, er friðar- samningarnir voru gerðir, því til þeirra má rekja viðskifta-erf- iðleika Austurríkismanna. En viðskiftamálin eru ekki einu vandamálin, sem Austurríkis- menn eiga við að stríða. Þjóðin er þrískift í stjómmálunum eða skiftist, réttara sagt, í þrjá sterka flokka eða flokkasam- steypur. Á að giska einn þriðji hluti þjóðarinar er sagður hlynt ur þjóðernisjafnaðarmönnum og leiðtogar þeirra, sem mjög dá Hitler, en hann er Austurríkis- maður, sem kunnugt er, spá því, að þeir nái völdunum í landinu innan árs. Ánnar þriðji hlutinn óttast það meira en alt annað, að þjóðernisjafnaðar- mennkomist til valda, en taka eigi virkan þátt í baráttu gegn þeim. — Þriðji hlutinn er stað- ráðinn í að berjast gegn þjóð- ernisjafnaðarmönnum með oddi og egg. Leiðtogi þessara manna er lítill maður og ekki þrekleg- ur, kanslari austurrísku sam- bandsríkjanna, Engelbert Dol- fuss, en hann er maður ákveðin og viljasterkur. Hann hefir SVEITAR HARMUR Tilefni þessara erinda var dauði þriggja kvenna í áþekkum kringumstæðum, innan 4 mílna svæðis, innan tólf daga — sex mannslíf burtu hrifin, á tilfinnanlega sorglegan hátt, því rétt- nefnt sveitar harmur. Þessi erindi eru tileinkuð nánustu að- standendum þeirra kvenmanna sem af íslenzku bergi voru brotnar. í Vestmannaeyjum verður í kjöri af hálfu Sjálfstæðisflokks- ins Jóhann Þ. Jósefsson útgerð- armaður. í Norður-ísafjarðarsýslu verð- ur í kjöri af hálfu Sjálfstæðis- flokksins Jón A. Jónsson út- gerðarmaður. í Árnessýslu verða í kjöri af hálfu Sjálfstæðisflokksins Lúð- vík Norðdal læknir og Eiríkur Einarsson 'bankafulltrúi, af hálfu Framsóknarflokksins Jör- undur Brynjólfsson bóndi og Magnús Torfason sýslumaður og af hálfu Alþýðuflokksins Ingimar Jónsson skólastjóri og Einar Magnússon kennari. f Austur-Skaftafellssýslu verð ur í kjöri af hálfu Sjálfstæðis- flokksins Stefán Jónsson bóndi í Hlíð, Lóni. Af hálfu Pram- sóknarflokksins mun þar verða í kjöri Þorleifur Jónsson. í Barðastrandarsýslu verður í kjöri af hálfu Sjálfstæðis- flokksins Sigurður Kristjánsson ritstjóri, en af hálfu Framsókn- arflokksins mun verða í kjöri Bergur Jónsson sýslumaður. f Borgarfjarðarsýslu verður í kjöri af hálfu Sjálfstæðisflokks- ins Pétur Ottesen hreppstjóri, Innra-Hóimi, en af hálfu Fram- sóknarflokksins tnun verða þar í kjöri Þórir Steinþórsson kenn- ari. f Hafnarfirði verður í kjöri af hálfu Alþýðuflokksins Kjart- an Ólafsson, bæjarfulltr. Á Akureyri verður í kjöri af hálfu Framsóknarflokksins Árni Jóhannesson. f Strandasýslu verður í kjöri af hálfu Framsóknarflokksins Tryggvi Þórhallsson bankastj. í Vestur-ísafjarðarsýslu verð- ur í kjöri af hálfu Framsóknar- flokksins Ásgeir Ásgeirsson for- sætisráðherra. í Skagafjarðarsýslu verður í kjöri af hálfu Sjálfstæðisflokks- ins Magnús Guðmundsson ráð- herra og Jón Sigurðsson bóndi, Reynistað, en af hálfu Fram- sóknarflokksins Steingrímur Steinþórsson skólastj. og Brynj- ólfur Tobiasson kennari. í Snæfellsnessýslu hefir til skamms tíma verið búist við, að Hannes Jónsson dýrálæknir yrði í kjöri af hálfu Framsókn- arflokksins. Nú hefir hins vegar frést að framsóknarmaður að nafni Arthur Guðmundsson hafi boðið sig fram til þingmensku á • Snæfellsnesi. Hvort þeir verða báðir í kjöri, Arthur þessi og Hannes dýralæknir, veit Vís- ir ekki með vissu að svo stöddu 1 Rangárvallasýslu eru í kjöri af hálfu Sjálfstæðisflokksins Jón Ólafsso nbankastjóri og Pétur Magnússpn hrm. í Vestur-Skaftafellssýslu errí kjöri af hálfu Sjálfstæðisflokks- ins Gísli Sveinsson sýslumaður í Hafnarfirði verður í kjöri af hálfu Sjálfstæðisflokksms Bjarni Snæbjörnsson læknir. { Hvað er líf? Hvað er líf, og hvað er dauði, hvað er gleði og sorg á storð? Það eru leikir lífs með auði. líkt og tafl um mannheims borð þar um lífsins þráður rauði þræðir tap, og sigur orð. Lífið, það er almátts andi Eilíf skipun fram sem gekk. Dauðinn, hann er dægur vandi, dagsverk lokið, reisn úr bekk, Inngangur að æðra standi, öllum þjáðum hvíldin þekk. Gleðin, hún er æsku yndi upprás mannsins vona og þrá. Æskan—sem frá ungu lyndi eltir mæðu skýin grá. Sannleiks perlu sókn þó mundi sorgarhafsins djúpi frá. Gegnum eldraun ástar tára, ásýnd Guðs við manni skín, eins og velti blik skær bára ber með valdi ljóss til sín, eymslin græðast allra sára, eilífðar við ljóma sýn. LILJA JOSEPHSON MóSir og eiginkona Liljan okkar árla hefir, æfistarfið lokið við. Hver á heimting? Hönd sem gefur himin ræðis, verkasvið, líknin hans ei lengi tefur lamað hold að hvíla í frið. Brúðar lín þitt burt kvödd vina, bregður oss að sjónum nú. Blómsins hreinleiks helgunina heiti þitt, á stöðugt bú. Mun oss vernda minninguna, meðan geymist von og trú. MAUD LAXDAL Mother and Citizen / Farewell! Thou valiant guardian, On the walls of the sacred fort, Whence launch on lifes cruise The little sailors forth. Thou'Mother! Creations glory; All the world on bended knees Shall pay thee homage forever, and thy supreme sacrifice. TIL EKKLANNA Það að standa uppi einn æ er hetju siður og lukku vegur lífsins beinn að lifa dauðann niður. J. A. R. ROTTU PLÁGAN í Gullbringusýslu verður í kjöri af hálfu Sjálfstæðisflokks- ins Ólafur Thors framkvæmd- arstjóri, en af hálfu Alþýðu- flokksins Guðbrandur Jónsson rithöfundur. t Mýrasýslu verður í kjöri af liálfu Sjálfstæðisflokksins Torfi Hjartarson lögfræðingur. í Snæfellsness og Hnappa- dalssýslu verður f kjöri af hálfu Sjálfstæðisflokksins Thor Thors framkvæmdarstjóri, þar eð Halldór Steinsson læknir var ó- fáanlegur til þess að bjóða sig fram á ný. Af hálfu Alþýðu- flokksins verður í kjöri Jón Baldvinsson bankastjóri. í Dalasýslu veðrur í kjöri af hálfu Sjálfstæöisflakksins Þor- steinn Þorsteinsson sýslumaður. Á Akureyri verður í kjöri af hálfu Sjálfstæðisflokksins Guð- brandur ísberg sýslumaður, af hálfu Alþýðuflokksins Stefán Jóh. Stefánsson lögfr. og af hálfu kommúnista Einar 01- geirsson heildsali. Á Seyðisfirði verður í kjöri af hálfu Sjálfstæðisflokksins Lárus j Jóhannesson drm, en af hálfu Alþýðuflokksins Haraldur Guð- mundsson bankastjóri. Á ísafirði verður í kjöri af hálfu Alþýðuflokksins Finnur Jónsson fyrv. póstmeistari. 1 Norður-ísafjarðarsýslu verð- ur í kjöri af hálfu Alþýðuflokks- ins Vilmundur Jónsson land- læknir. f Vestmannaeyjum verður í kjöri af hálfu Alþýðuflokksins Guðm. Pétursson símritari. í Suður-Þingeyjarsýslu Kári Amgrímsson, bóndi. í Norður-Þinðeyjarsýslu: Júl- íus Havsteen, sýslumaður. 1 Austur-Húnaavtnssýslu: Jón Pálmason, bóndi. í Vestur-Húnavatnssýslu: — Þórarinn Jónsson, bóndi. ; í Vestur-ísafjarðarsýslu: — j Guðm. Benediktsson, bæjar- gjaldkeri. Á ísafirði: Jóhann Þorsteins- son, kaupmaður. í Suður-Múlasýslu: Magnús Gíslason, sýslumaður og Jón Pálsson, dýralæknir. í Norður-Múlasýslu: Gísli Helgason, bóndi, Skógargerði og Jón Sveinsson, bæjarstjóri á Akureyri. —Vísir. Út af hinni ágætu grein dr. Gunnl. Claessen hér í Blaðinu á dögunum, þar sem hann m. a. brýnir fyrir húseigöndum hér í bænum, að vanda betur sorp- ílát sín, en verið hefir að þessu, og gæta þess vandlega, að rott- ur komist ekki í æti innanhúss eða utan, vildi eg segja frá einu dæmi er sýnir, hvílík er mergð þessara skaðsemdar-dýra hér í bænum og nágrenninu, og hversu mjög má iækka þeim með gildrum, ef unnið er að þvi af alúð. Við eitt af sjúkrahúsum rík isins er gamalt fjós, sem nú er hætt að nota samkvæmt upp- haflegum tilgangi. — Eru nú geymd þar svín og endur og ef i til vill fleiri alifuglar. í þessu gamla fjósi hafa rottur tekið sér bólfestu og orðið hinn mest; i sægur. Hefir þeim fjölgað jafnt og þétt, þrátt fyrir allar eitran- ! ir. Sumir halda því fram, að rottur, sem sýkjast af eitri, en! drepast ekki og hjarna við aft- ur, verði varar um sig á eftir og snerti ekki við eitruðu brauði j eða öðrum matvælum. Mun eitthvað hæft í þessu og veit eg * 1 örugg dæmi þess, að rottur hafa ekki snert við eitruðum i matvælum, þó að ekkert annað j tækilegi væri að hafa — að því er menn vissu — þar sem þær höfðust viðs — Er ljóst af þessu, að þær muni hafa vit til þess að varast hættuna. Því þarf ekki að lýsa, hversu miklu tjóni rotturnar valda, bæði á matvælum og öðru. t sveitum grafa þær sundur og eyðileggja torfveggi á fáum ár- um, og sagt hefir verið, að t. d. í Árnessýslu sumstaðar væri rottuplágan orðin alveg óþol- andi . Hefi eg einna helst heyrt tilenefnd Skeiðin. Var mér sagt í fyrrasumar, að þar væri ekki friður með nokliur matvæli fyr- ir þessum stefnivargi. Þar væri hver torfveggur sundurtættur og rottusmoginn og sæi fólkið lítil tök til þess, að losna við þenna ófögnuð. Og svipað þessu mun ástatt víðar um sveitir, þó að mér sé ekki kunnugt. Þyrfti nauðsynlega að gera gangskör að því að útrýma þessum fjanda og ætti rottuherferðin að fram- kvæmast samtímis um land alt. og vera'endurtekin á hæfilegum fresti. í fjósi því hinu gamla, sem eg nefndi áðan, hafa rotturnar gert margskonar óskunda. — Þær eta öll egg, sem þær ná í, og ungana, jafnóðum og þeir skríða úr egginu. — Eitrun hef- ir ekki borið tilætlaðan árangur, log veldur annaðhvort það, að Þér sem notið TIMBUR KAUPIÐ AF THE Kmpire Sash & Door CO., LTD. BlrgBlr: Henry Ave. Ea«t Sími 95 551—95 552 Skrlfstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA eitrið er ekki banvænt eða þá hitt, að fullorðnar og “veraldar- vanar” rottur snerta ekki við því. Fyrir skömmu var það ráð tekið, að setja gildru í fjósið. Þá “banavel” ’kunnu rotturnar ekki að varast, heldur “gengu í gildruna” hver af annari. Þegar eg hafði síðast spurnir af þessu, voru 4 nætur liðnar frá því, er gildran var sett í fjósið. Og veiðin var hvorki meiri né minni en það, að 92 rottur höfðu veiðst í þessa einu gildru á fjórum nóttum. Þetta kann að þykja ótrúlegt, en sagan er áreiðanlega sönn. Mér er ekki kunnugt um, hvar gildra þessi hefir verið keypt, né hvernig henni er fyrir komið, en hún er sýnilega hið mesta þarfa-þing og getur “hýst” mjög margar rottur í einu. Væri nú ekki reynandi, að nota gildrur jafnframt eitrun- inni? Reyslan frá þessu gamla fjósi virðist benda til þess, að rottur gangi greiðlega í gildr- una —• fyrst í stað að minsta kosti. — Ef til vill hvekkjast þær, sem ”eftir lifa”, er þær sjá ófarir félaga sinna, og fer þá kannske með tímanum eins um gildruveiðarnar og eitrun- ina. En “er á meðan er” og ekki getur verið áhorfsmál, að neyta allra bragða til þess, að losna við rotturnar. Bæjarmaður. —Vísir. FRÁ fSLANDI Grassprettuhorfur eru ágætar hér um slóðir. Eru menn í þann veginn að byrja slátt á saðlandi og er það ó- venjulega snemma. Atvinnulíf hér í bænum er ólíkt fjörmeira nú en það var í fyrra. Mikil Tiskvinna er hér í sumar og talsvert um byggingar. Malbikun er verið að undirbúa í Hafnar- stræti, frá “Skjaldborg” og inn að Samkomuhúsi bæjarins. Einnig er ávkeðið að malbika í sumar suðurhlutann af Brekku götu. — Dagur—Akureyri Prentun The Viking Press, Limited, gerir prentun smáa og stóra, fyr- ir mjög sanngjamt verð. Ábyrgjumst að verkið sé smekklega og fljótt og vel af hendi leysL Látið oss prenta bréfhajusa yðar og umsiög, og hvað annað sem þér þurfið að láta prenta. Bækur og stærri verk gerð eftir sérstökum samingi. THE VIKING PRESS LTD. 853 SARGENT Ave., WINNIPEG # Sí mi 86-537 «<* fr

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.