Heimskringla - 19.07.1933, Blaðsíða 3

Heimskringla - 19.07.1933, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 19. JÚLÍ 1933 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA. dagarnir voru fleiri. 5>að er einkennilegt, hvernig þessu hef- ir verið komið fyrir, en þó er það dagsatt, hvert einasta orð. Um andlegar interessur skóla- nemenda get eg lítið sagt, eg er ekki nógu kunnugur félags- lífinu í skólunum. Það er nú mikill siður að draga fólk inn í pólitíska dilka, unga jafnt sem gamla, og það skrítna er, að enginn veit, að hann var teymd- ur, allir halda að þeir hafi farið sjálkrafa inn. Þetta er eg viss un að sauðirnir halda líka þeg- ar búið er að reka þá inn í rétt- ina, og þegar dregið hefir verið í sundur, hugsar Kollur hróð- ugur með sér: “Nú þykir mér týra á skarinu. Móri kominn inn í sjálfstæðisdilk, sá átti líka erindið þangað! Jú, það vantar sízt, að landsfólkið hafi pólitískar interessur, það er nú eitthvað annað. Það er svo að segja alt alið upp frá blautu ^barnsbeini við baneitraðan póli- tiskan þvætting og ljóðarugl, sem er svo/vesælt, að það skín í bera heimskuna gegnum rím- druslurnar, og stundum svo skít- ugt, að það er ekki fyrir hrein- legar manneskjur. að hafa það um hönd. Fögur kvæði. Eg hefi heyrtj að suður í heimi séu til blámenn, sem þyki glerbrot “fögur”, og það bara svona venjuleg glerbrot, sem almenni- legt fólk kastar út á haug, meðal annars' til þess að unglingarnir skaði sig ekki á þeim, það er svo vandfarið með unglingana. Eg verð að játa það með kinn- roða, að þegar eg var á tólfta árinu, hafði eg gaman af því að lesa Kristjánskvæði og af því að hlusta á Hallgrím í Seli spila á harmoniku frá Popp. En þessar unaðssemdir laða mig ekki lengur, því að hvað sem nú annars verður sagt um æsk- una, þá er hún þó að minsta kosti benign, hún batnar flest- um milli fertugs og fimtugs; Nú hefði eg viljað skrifa nokkuð um lífskjör íslenzkra mentamanna og um afstöðu hinna ráðandi manna meðal al- þýðunnar til mentamála lands- ins, hafði meira að segja ritað nokkur orð um þessi efni, að mínum dómi sæmilega vel valin, en þar var redaktíónin á öðru máli, svo að nú kemur þetta greinarkorn rófuskellt, því að ekki nenni eg að fara að gera neðan við það úr ósamlitu efni. Ólafur Daníelsson —Tímarit V. F. í. FYRIR 15 ÁRUM Kafbátahernaðurinn 1918 Fyrir 15 árum gaf þýska flotamálaráðuneytið út eftirfar- andi tilkynningu: “Mánuðinn sem leið hafa kaf- bátar vorir sökt skipum, sem báru 652 þús. smál. Frá stríðs- byrjun höfum vér sökt skipum, er báru 17,116,000 smálestir og voru í þrjónustu óvinanna”. Kafbátahernaðurinn náði ekki tilgangi sínum, en tjónið, sem hann olli var stórkostlegt. Um helming af öllum skipastól hafði orðið að taka til hernaðarþarfa, en 17 milj. smál. var þriðjung- ur alheims skipastólsins 1914. Og enda þótt unnið væri að því af kappi að smíða ný skip, þá var nú svo komið að skort- ur var farinn að sverfa að Eng- lendingum. Bandamenn hefðu tapað stríðinu ef Bandaríkin hefði ekki skorist í leikinn. Skarð það, sem varð í skipa- stólinn á stríðsárunum, er nú löngu fylt. Nú er skipastóll heimsins nær 40% stæri heldur en hann var árið 1914. —Lesb. Mbl. — Hugsaðu þér, sagði Elín, hún Dísa heldur því fram að eg máli mig! — Sú ætti að skammast sín og þegja, því að væri hún jafn ófríð þá mundi hún áreiðanlega mála sig. — STUTTUR KAPÍTULI úr æfisögu tuttugustu aldarmnar Reynist rökfærsla rýr af viti, markleysu mál meira brúkað;, horfin er hugur, frá helgura anda, ært er alt, í efnis hyggju. Mér finst maður misskilið hafa andlegt flest á okkar jörðu, lifað í myrkri margar aldir, T flægtur óheillum, eigin heimsku. Aðeins fáir um alda raðir sáu sannleik í sönnu ljósi. Blindur fjöldin, Barrabas heimti, krafðist krossfesta, kærleiks hetju. Svipar þér enn, til sjálfs þíns heimur, ærður uppþemdur, af uppfyndingum. Miljóna mergð af morð tólum, fljúgandi, fljótandi, feigðar vegi. Engin veit birgðir af eitur gasi, geymdar sem gull, eða gimsteinar, því nú skal hrífa í næsta stríði, algerð eiðing öllu lífi. Ganga þá gyrtar, gríðar þungum byrðum böls, byrðum dauða, uppskafningar allra landa, þeir, er ærlegt verk aldrei þektu. Rétt köiluð hátíð. í ríki þeirra, hungraðra, rifnra, heimilis lausra, alls nægtir verða af öllum gæðum, framborið þeim, er sér fórna vilja. Styrjaldir sá eg og stórráns ferðir alla æfi, alt of langa; mun svo verða, um margar aldir, deilt og rifist, um Drottins gjafir. i i Kalla þeir kristna, kristna siðmenning, öll þau ósköp, . sem upp hefi talið; blygðast hver má, sem behur skilur, geigvænt guðlast, frá gorturum. T, 'g Æfður er rógur, , í öllum blöðum milli þjóða milli kynflokka; þannig er spilt þjóða friði, uns til vopna verður gripið. Eitrað þá verður öllu lífi ^ . jörð og loft jafnt í einu; ' liggja börn stimuð við brjóst móður; örvasa svæfður, auðkýfingur. Endar svo uppþemd, ónýt mentun, sjálfs á brögðum, og síngirni; verður lexia, ef lifa nokkrir víti að varnaði von svikum. SigurSur Jóhannsson. DOKTORSPRÓF Einars Ól. Sveinssonar. í gær sæmdi Heimspekisdeild Háskólans Einar Ólaf Sveinsson mag art, doktorsnafnbót fyrir rit það um Njálu, sem getið var hér í blaðinu í gær. Athöfnin fór fram í Neðrideildarsal Al- þingis að viðstöddum fjölda manna og hófst kl. 1.30 síðd. Ágúst H. Bjarnason prófessor, stýrði athöfninni, en prófessor- arnir Sigurður Nordal og Árni Pálsson voru andmælendur af hálfu háskólans. Fyrst hélt doktorsefni ræðu og lýsti tildrögum þess, að hann hóf samningu ritsins. Þá tók fyrri andmælandi próf. Sig. Nor- dal til máls; hélt hann langt erindi og gerði nokkrar athuga- semdir við ritið, en fór yfirleitt mjög vinsamlegum orðum um það . Að síðustu mælti hann lokkrum vinsamlegum orðum til doktorsefnisins persónulega. Að því búnu tók doktorsefnið til máls, svaraði athugasemdum andmælanda og þakkaði honum lofsamlegan dóm um ritið. Síðari andmælandi, prófess- or Árni Pálsson, tók því næst til máls og gerði nokkrar athugasemdir við ritið, en lauk á það lofsorði eins og fyrri and- mælandi. Þá svaraði doktors- efni athugasemdum síðara and- mælanda nokkurum orðum. Að lokum hélt hinn nýi dokt- or skörulega ræðu, þakkaði and mælöndum lofsamlegan dóm um ritið og jafnframt góðfýsi þá og fulltingi í ýmsum grein- um, sem hann hefði hlotið af þeim, meðan stóð á sanningu og útkomu þess. Að endingu sleit prófessor Ag. H. Bjarnason athöfninni með nokkurum hlýjum orðum í garð hins nýja doktors, og hafði hún þá staðið alt að því þrjár og hálfa klukkustund og farið fram me ðhinum mestu ágætum. -Mbl. MERK BÓK Einar ólafur Sveinsson, mag. art.: Um Njálu. Engin nýlunda þykir það nú á síðari árum, þótt ný bók komi á markaðinn, né heldur þótt nýrrar bókar sé getið í blöðum og tímaritum. Hitt þykir aft- ur nýlunda — að minsta kosti Deim, er unna bókum og fræði- mensku — er út kemur bók, er háskóli vor telur þess maklega, að höfundur hlóti doktorsnafn- bót fyrir. Slíkt ber að vonum sjaldan við með vorri fámennu þjóð, og það því fremur er hinn ungi háskóli vor getur ekki sóma síns vegna veitt doktors- nafnbót fyrir önnur rit en þau, er uppfylla hinar ströngustu kröfur, sem gerðar eru til slijíra rita nú á dögum. Enda mun hinn ungi fræðimaður, Einar Ólafur Sveinsson, sem háskól- inn sæmir doktorsnafnbót fyrir þetta rit, vera aöeins hinn þriðji í röðinni sem Heimspekisdeild hans veitir slíkan titil. Rit þetta, sem er 378 bls. auk formála, er prentað á góðan pappír og hið vandaðasta að öllum frágangi. Ekki er unt að skýra að marki frá efni þess í einir um þann dóm; í^Jenzk al- þýða hefir kveðið hann upp endur fyrir löngu; sést það best af því, að af ei»gri annari Is- iendingasögu hefir varðveist annar eins fjöldi handrita fram til vorra daga. En þrátt fyrir þennan sam- kvæða dóm manna um ágæti Njálu hafa skoðanir þeirra um Uilurð hennar o. fl. verið mjög 1 skiftar og oft ekki sem skýrast- ar. Þó hafa skoðanir Finns Jónssonar prófessors fengið einn mestan byr nú á síðari ár- um, og hafa þær verið teknar góðar og gildar af bókamenta- skýröndum flestum á síðari ár- um. Skoðun Finns var upphaflega sú (og er það þessi elsta skoð- un hans, sem menn hafa eink- um hallast að t .d. í skólum, j þar sem Njála hefir verið lesin með nemöndum), að til hafi verið forn Gunnarssaga og forn Njálssaga, sem ritaðar hafi verið á síðara hluta 12. aldar eða um 1200, þessar söguðr hafi síðan verið bræddar saman og breytt á ýmsa vegu, bætt hafi verið við þær og skotið inn í þær, þar á meðal fornum Kristniþætti og Brjánssögu o. fl. En síðan smá- breytist skoðun Finns að því leyti, að Gunnarssögu hnignar, uns hún hverfur með öllu, og þegar svo er komið, hugsar Finnur sér, að núverandi Njála hafi forna Njálssögu að uppi- stöðu, sem síðan hafi verið bætt við og skotið inn í margs kyns efni auk þátta þeirra, er áður greinir. Þetta hafi ekki skeð í einu- heldur smám saman og fyrir starf margra manna. Höfundur þessa rits tekur þessar skoðanir til rækilegrar meðferðar og hrekur lið fyrir lið, en kemst síðan að nýjum og merkilegum niðurstöðum; þær eru í stuttu máli þessar: Skráðar heimildir ,sem höfund- ur Njálu mun hafa notað ,eru forn Kristniþáttur, Brjánssaga, ættartölurit, laga handrit; auk þess hefir hann haft munnmæla sögur við að styðjast. Gunn- ars sögu eða forna Njálssögu hefir hann enga þekt. Sagan er ein óslitin heild, sem ekki hefir orðið fyrir breytingum eða innskotum, er máli skifta. Eftir þessari kenningu er Njála verk eins höfundar, og þess vegna gat hún orðið það listaverk, sem raun er á. Hvern- ig gat hún orðið það, ef hún hefði orðið til smám saman fyrir viðbótar- og sambræðslu- starfsemi margra manna með ólíkum hæfileikum og lífsskoð- junum? Þessar og því líkar spurningar koma höfundi í hug auk þess sem hann styður skoð- janir sínar veigamiklum jákvæð- um rökum. Með riti þessu hefir höfundur getið sjálfum sér sæmd, þjóð- inni og íslenzkum fræðum gagn og höfundi Njálu maklegan heiður, sem aðrir hafa ekki unnað honum. Menningarsjóð- ur á þakkir skilið fyrir að hafa gefið það út. Magnús Finnbogason. —Mbl. stuttri blaðagrein eða gefa yfir- lit um það. En freistað skal þó að skýra frá þeim niðurstöðum höfundar, sem nýstárlegastar eru og brjóta mest í bág við j skoðanir fyrri fræðimanna, en þær varða einkum tilurð sög- unnar. — Alla tíð síðan farið var að grafa fornrit vor upp úr gleymskunni og gefa þeim gaum, hefir fræðimönnum, bæði innlendum og erlendum, orðið starsýnt á Njálu. Flestir eða allir hafa þeir lokið á hana lofsorði, og mörgum hefir þótt hún bera mjög af öðrum ritum, eldri og yngri, um rit- snild og mannlýsingar og talið hana hið mesta listaverk. Hafa fræðimenn að vísu ekki verið LEIT AÐ GULLI Harbin í maí Japanar hafa tekið sér fyrir hendur að rannsaka til hlítar gullmagn í námum þeim, sem eru í nánd við Sungari og Amur fljótin, fyrir norðan Harbin. Fjögur hundruð manna flokkur lagði af stað héðan fyrir skömmu þessara erindi. Suður- Mansjúríu járnbrautarfélagið leggur féð til rannsóknanna. Talið er, að kostnaður við rann- sóknirnar verði hálf miljón yen. Leiðangursmenn eru flestir jap- anskir uppgjafahermenn. Þeir eru vopnaðir rifflum og vélbyss- um og hafa með sér brynvarða flugvél. NAZISTAHREYFINGIN I DANZIG Við þingkosningar í Danzig fyrir skömmu unnu Nazistar enn þá glæsilegri sigur en við þingkosningarnar í Þýskalandi í mars. í Danzig fengu Nazistar einir hreinan meiri hluta í þing- inu, 38 af 72 þingsætum. Fyrir kosningarnar höfðu þeir að eins 13 sæti í þinginu. Þingsæta- tala þeirra hefir þannig þrefald- ast. Að undanförnu hefir borgara- leg samsteypustjórn setið við völd í Danzig. Stjórnarforset- inn er einn af foringjum þýsk- nationala flokksins. Menn úr þýsk-nationala-flokkinum hafa látið í ljós ósk um það, að nú verði mynduð ný samsteypu- stjórn með þátttöku Nazista og fulltrúa hinna gömlu borgara- legu flokka. En Nazistar taka bað vafalaust ekki í mál. Þeir heimta að fá öll völdin í sínar hendur. Þeir vilja ekki hafa aðra við hlið sér í stjórninni, ekki heldur menn úr þýsk-nationala flokknum. — í Þýskalandi er grunt á því góða milli Nazista og þýsk-nationala junkara- flokksins. í Danzig er fullur fjandskapur á milli þessara flokka. “Þessir sjálfbirgings- legu hert-ar eiga erfitt með að skilja, að ekkert tillit verður tekið til þeirra. Þeim er alger- lega of aukið.” Þannig skrif- aði Nazistaforinginn Forster um þýsk-nationala-flokkinn dag inn eftir kosningarnar. — Að heimsófriðnum loknum heimtuðu Pólverjar að fá yfir- ráð yfir Danzig, til þess að fá óhindraðan aðgang að góðri höfn. En Lloyd George kom í veg fyrir það að Danzig yrði innlimuð í Pólland. Þjóðverjar urðu þó að láta borgina af hendi. Danzig og nágrenni borgarinnar var gerð að lýð- veldi undir vernd og stjórn Þjóðabandalagsins. Pólverjum var trygður óhindraður aðgang- ur að höfninni í Danzig, auk ýmsra annara réttinda þar í borginni. íbúarnir í Lýðveldinu Danzig eru rúmelga 400.000 að tölu. Hér um bil 90% af íbúunum eru þýskir að þjóðerni. Yfir- gnæfandi meiri hluta íbúanna í Danzig hafa frá upphafi unað illa hinu nýja fyrirkomulagi í borginni og óska stöðugt að borgin sameinist Þýskalandi aftur. Þetta hefir valdið stöð- ugri og vaxandi óvintátu milli Þjóðverja og Pólverja í Danzig. Óvináttan hefir magnast um allan helming síðan Pólverjar bygðu stóra nýtísku höfn í fiski- þorpinu Gdynia, fáeina kíló- metra frá Danzig. Gdynia hefir síðan vaxið með amerískum hraða og verður Danzig stöð- ugt hættulegri keppinautur. Þetta er aðalorsök hins mikla atvinnuleysis og vaxandi fá- tæktar í Danzig. Efnahagsleg vandræði og óá- nægja með það fyrirkomulag, sem friðarsamningarnir hafa skapað í Danzig, hefir vafalaust átt mestan þátt í sigri Nazista þar í borginni. Nú taka þeir við völdum. Hið endanlega markmið þeirra og allra Þjóð- verja er eölilega það, að Danzig sameinist aftur Þýskalandi. Það má telja víst, að Pólverjar grípi til vopna, ef Nazistar reyna að framkvæma sameininguna með valdi. Að líkindum eru Nazist- ar þó svo hygnir að þeir gera ekki tilraun til þess fyrst um sinn. En þrátt fyrir þetta eru deiluefnin í Danzig mörg. Nazistar eru vafalaust óá- nægðir með núverandi þingræð- isfyrirkomulag í Danzig. En þeir geta búist við öflugum mót mælum frá Pólverjum, ef stjórn- arskránni verður breytt. Þar að auki þurfa þeir samþykki Þjóða- bandalagsins til þess að breyta stjórnarskránni. Eins og þegar hefir verið sagt hafa Pólverjar ekki eingöngu ! aðgang að höfninni í Danzig. Þér sem notið TIMBUR KAUPIÐ AF THE ’ 'upire Sash & Door CO„ LTD. BlruBlr: Henry Ave. Ea«t Sími 95 551—95 552 Skrtfstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA Þeir njóta þar ýmsra annara réttinda. Þeir eiga að hafa til- sjón með samgöngutækjum borgarinnar. Friðar samning- arnir leggja utanríkismál Dan- zig-lýðveldisins í hendur Pól- verja. Þeir eiga að gæta hags- muna Danizsg út á við, einnig gagnvart Þýskalandi. Danzig hefir engan her. Pólverjar eiga að annast. hervarnir borgarinn- ar. Stjórnin á að ka41a pólskt herlið til hjálpar, ef hernaðar- leg aðstoð er nauðsynlega til að gæta reglu í borginni. Og Pól- verjum er heimilt að hlutast til um, að þjóðarbrotin í Danzig, þ. á. m. Pólveréjar og Gyðing- ar, sæti ekki illri meðferð. t þessu sambandi má ekki gleyma framferði Nazista gagnvart Gyðingum og pólitsíkum and- stæðingum Nazista í Þýska- landi Með tililti til þess er erfitt að sjá, hvernig Nazista- stjórnin í Danzig getur komist hjá alvarlegum deilum við Pól- verja. P. Höfn í Júní 1933. —Mbl. VIÐSKIFTAMÁL PÓLVERJA OG LUNDÚNARÁÐTEFNAN aVr sjá í júní. Stefna sú, sem pólsku full- trúarnir á alþjóðviðskiftamála- ráðstefnunni í London taka, markast vitanlega mjög af því, að höfuðatvinnuvegur Pólverja er landbúnaður. Hefir þetta eðlilega einnig haft mikil áhrif á verzlunarstefnu þeirra. Svip- að má segja um önnur land- búnaðarríki í auasturhluta álf- unnar, Búlgaríu, Tekkóslóvakíu, Eistland, Júgóslavíu, Lithauga- land, Lettland, Rúmeníu og Ungverjaland. Eins og gefur að skilja, gætir þessa mikið í við- skiftalífi álfunnar, og það verð- ur eigi gengið fram hjá kröf- um þessara ríkja, er þau vænt- anlega bera fram sameiginlega. — íbúatala þeirra er um það bil 98 miljónir, en flatarmál ríkj- anna 1,500,000 ferhyrningsmílur enskar. Af þessum 98 milj. manna mun láta nærri að 63% lifi á landbúnaði. Viðskiftajöfn- uður þessara ríkja var óhag- stæður, enda fyrir heimskrepp- una. Viðskiftajafnvægi varð að eins haldið með stöðugum inn- flutningi erlends fjármagns, en þegar kreppan komst í algleym- ing, urðu þau að grípa til þeirra ráðstafana, að takmarka inn- flutninga og jafnframt reyna að flytja eins mikið út og auðið var.—Pólsku fulltrúarnir munu benda a það, að Pólyerjar hafi neyðst til þess að taka þessa sefnu, þar eð ýmsar þjóðir, sem á venjulegum tímum kaupi af þeim landbúnaðarafurðir, hafi dregið mikið úr þeim kaupum eða alveg hætt þeim. Jafnframt munu þeir leggja áherzlu á, að Pólverjar hafi eftir mætti stað- ið við allar skuldbindingar sín- ar. Hafi þeim og tekist það, að undanskildum ófriðarskulda- greiðslunum til Bandaríkjanna. Fær Mussolini friðarverðlaun Nobels? Blöðin í Rómaborg birtu þá fregn þ. 11. júní, að í ráði værl að veita Mussolini friðarverð- laun Nobels. Blöðin geta þess að Mussolini muni þiggja verð- launin og muni sjálfur fara til Stokkhólms, til eþss að taka við þeim. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU LESIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.