Heimskringla - 19.07.1933, Blaðsíða 4

Heimskringla - 19.07.1933, Blaðsíða 4
4. SIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIfEG, 19. JÚLÍ 1933' Hcíntskringla (StofnuS 1886 J Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 153 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537 VerB blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrlríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. I______________—-------1----------- RáðsmaOur TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Uanager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Vtanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnípeg. "Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 5371 WINNIPEG, 19. JÚLÍ 1933 ROOSEVELT OG RÁÐSTEFNAN f LONDON Alþjóða ráðstefunni í London verður slitið um stundar sakir að minsta kosti 27. júlí. Hvenær til fundar verður aftur kveðið er óráðið. En þó lítið hafi ágengt orðið á þinginu, eða ekkert, eins og margur mundi segja, verður þó ekki við málin skilið þar sem þeim er komið. Ógæfa fundarins var að hann virðist hafa byrjað starfið á öfugum enda, vilj- andi eða óviljandi. Eitt fyrsta málið, sem til rækilegrar íhugunar kom, var að verðfesta gjaldmiðilinn. Og það mál hefði verið samþykt á fundinum, ef Roosevelt forseti hefði ekki tekið í taum- inn og neitað að samþykkja það. Með verðfestu gjaldmiðilsins voru ein- dregnar allar þjóðirnar er gullinnlausn peninga hafa og með því, að Því máli er ekki ólíklegt að verði að gera einhver skil, áður en umbótaráðstöfunum á fundi þessum lýkur, voru aðrar þjóðir fundar- ins einnig þeim fylgjandi. En Roosevelt áleit óheppilegt að verðfesta gjaldmiðil- inn nú þegar, meðan verð bændavöru er eins lágt og það er. Af verðfestu áleit hann geta leitt, að vöruverð haldi ekki áfram að hækka. En á engu væri meiri þörf en því. Roosevelt forseti sá í hendi sér, að starfi hans heima fyrir var ógreiði gerður með verðfestu peninga. Það eru pening- arnir sem skeð getur að hann verði enn að fella í verði til þess að vöruverð hækki. Umbótastarf Roosevelts er talsvert í því falið, að breyta verði gjaldmiðilsins eftir þörfum; hann hefir með öðrum orðum séð nauðsynina á því að hafa hemil á peninga-valdinu. Þegar vöruverð er orðið sæmilegt, er alt öðru máli að gegna um verðfestu gjaldmiðilsins. Ástæða Roosevelts forseta er því ljós fyrir undirtektum hans í þessu gjald- miðilsmáli alþjóðafundarins. Og í augum flestra mun hún skoðast réttlætanleg. Að vísu voru blöð Evrópu og þessa lands með úlfaþyt nokkurn út af því, að Roosevelt hefði með því að synja þessu máli sam- þyktar, kollvarpað starfi alþjóðafundar- ins. En forsetinn stóð við sannfæringu sína eins fyrir því. Og Evrópu þjóðun- um hefir ekki lengi eins til syndanna ver- ið sagt, eins og Roosevelt í raun og veru gerði með því að neita að samþykkja gerðir þeirra í gjaldmiðilsmálinu. Það er á orði haft í sumum blöðum að Alþjóðaþingið í London skorti leiðtoga. Hvað sem um það er, skortir Banda- ríkjaþjóðina ekki leiðtoga, þar sem Roose- velt er. Og um það er nú talað, að áhrif hans geti náð út fyrir Bandaríkin og að Bretland og nýlendur þess og Norður- lönd muni til með að fýlgja eða taka upp þá stefnu er fram hefir komið í ýmsum málum og sérstaklega í gjald- eyrismálinu, síðan Roosevelt tók við stjómartaumunum. Enda er stefna hans líklegri en flestra annara leiðtoga að leiða heiminn út úr ógöngunum. Blöð hér og annar staðar lækkuðu ó- trúlega fljótt róminn og urðu gætnari í orðum sínum um Roosevelt, er þau sáu, að hann varð ekki frá stefnu sinni hrak- inn, þó þau töluðu um hana, sem bana tilræði við alþjóðaráðstefnuna. Oss furð- aði á því, hvernig á þeirri almennu and- úð stæði. En þegar betur er gætt að, er ef til vill ekki neitt á henni að furða. Roosevelt forseti er eflaust í þeirra aug- um, hvað sem öðru líður, full róttækur. Hann heldur meðal annars áfram að rannsaka starfsrekstur peningastofnana Bandaríkjanna. Samband þeirra við ýms félög og störf þykir honum að líkindum íhyglisvert. Starf þeirra er auðvitað, sem Morgans, fyllilega lögum samkvæmt. En mun ekki Roosevelt hafa í huga að gera bankana að þjóðeign, og rannsóknin fari fram með það fyrir augum? Ef svo væri, er ekki að furða neitt á því þó ýmsum þyki hann róttækur. Þá sem hylla þjóðveldisstefnu Banda- ríkjanna, svíður ekkert undan því, þó Roosevelt forseti slaki ekki á klónni fyrir Evrópu þjóðunum. Hefði hinn góði maður Wilson farið að sem Roosevelt, er Versala-samningarnir voru í smíðum, hefði stríðs-föntum Evrópu ef til vill ekki eins greiðlega tekist að leiða yfirstand- andi kreppu yfir heiminn. TRÚARLIFIÐ NÚ OG FYRIR 100 ÁRUM (Fyrir skömmu var í Bandaríkjunum haldin 100 ára minningarhátíð nokkra kirkna í Mið-Vestur ríkjunum. Flutti dr. Frank Durward Adams við það tækifæri fyrirlestur um trúarlífið fyrrum og nú. Hefir fyrirlesturinn verið sérpentaður, en fjöldi blaða og tímarita, er andleg mál láta sig nokkuð skifta, flutt lengri og skemri kafla úr honum og skrifað um hann. Kemur öllum saman um að skilning- ur manna sé með fyrirlestrinum mjög glæddur á trúarlegu ástandi manna fyrrum og nú og um leið fyrir eðlilegri þróun og breytingum sem orðið hafa á trúarlífinu. Skal hér gefin ofurlítill útdráttur úr fyr- irlestrinum. Dr. Adams hefir um 6 ár verið forseti Universalista félagsins í Bandaríkjunum og er prestur í Univers- alista kirkjunni að Oak Park í Illinois- ríki. — Ritstj.) I. Lítum 100 ár aftur í tímann. Þrettán af hverjum fjórtán íbúum Bandaríkja- anna bjuggu þá í sveit, en ekki í bæ. Sumar sveitir voru mjög afskektar og áttu ekkert saman við bæi að sælda. Að jafnaði var fólkið fremur eðlisgreint, vasklegt og dugandi, en það fór á mis við mentun. Fjöldinn var ekki læs og því síður skrifandi; þúsundir þektu ekki nafn sitt skrifað eða prentað. Þá þekkingar- mola sem það öðlaðist nam það af hinu talaða orði, en ekki bókum. Og það var hjátrúarfult eins og ólæsir menn yfirleitt eru. Það lifði einföldu og frumbýlings- legu tápmiklu lífi, og var einstrengingslegt í skoðunum. Við verðum að fá skýra mynd af þessu, til þess að geta skilið í hverju trúarlíf þess var fólgið. Trúin hjá því bar tvent mjög ljóst með sér. Hún var fyrst og fremst yfirnáttúr- leg trú. Hún var algerlega annars heims, átti ekkert skylt við neitt á þess- ari jörð. Engin tilraun var gerð til að breyta henni eða hefja. Það var álitið að kollvarpa henni. Það gat ekki verið trú, ef hún var ekki leynd^rdómsfull og yfirnáttúrleg. Trúin hlaut að vera afl frá heimi, sem stjórnað var af æðra og fullkomnara lögmáli, en náttúru- og lífslögmáli þessa táradals, jarðarinnar. Af því leiddi að sterk-trúað fólk þessara tíma, hafði megnustu óbeit á mentun. Hversvegna? Vegna þess að aukin þekk- ing var hættuleg undtfstöðu-atriðum trúar þess. Það hafði meira að segja illan bifur á mentuðum prestum. Og stefnu þá er Ný-Englands ríkin fylgdu hér fyrst, undanskiljum vér ekki. Mentun presta þeirra var við það skorðuð, að þeir tryðu hvaða hindurvitnum sem væru, ef þau aðeins voru arfur frá trúarkenning- um eldri kynslóða og um leið óupplýst- ari. Þeir urðu að trúa á það alt í blindni hversu óskiljanlegt og yfirnáttúrlegt, sem það var. Þeir urðu meira að segja fyrir- fram og áður en þeir kyntust því, að játa það alt, sem hið eina rétta. Og um það hefði enginn dirfst að efast, jafnvel þó hugurinn risi öndverður gegn því. Ef prestefni hefði nokkuð látið á sér heyrast um það, að hann tryði ekki bókstaflega og út í æsar öllum kraftaverka sögum trúbókanna, hefði hann algerlega fyrir- . gert rétti sínum með því til þess að verða prestur. Og fjöldin áleit einnig allar rannsóknir á trúmálasviðinu hættulegar. Hann var ákveðin í þeim skoðunum. Trúin var í hans augum yfirnáttúrlegt afl. Þeir sem “kallaðir” voru í fylsta skilningi til að kenna trú, voru í raun og veru á yfir- náttúrlegan hátt gæddir þekkingunni og valdinu ul þess. Sannleikurinn í kenn- ingunni var þeim beinlínis tilkyntur með opinberun. Það þurfti ekki vísdóm skól anna til að snotra sig í þeim efnum. Prestarnir þurftu ekki annað en að opna munninn og drottinn lagði þeim orðin á tungu. Það var .nægilegt, ef presturínn gat lesið teíblíu sína — og beinlínis var þó ekki neitt ríkt gengið eftir því. Pré- dikari, sem ekki var læs, var jafnvel á- litinn undursamlegri, en sá læsi. Biblían má segja, úr því vér mintumst á hana, að gefi í raun og veru mjög góða hugmynd um þessa yfirnáttúrlegu trú eða trúarlíf fyrir 100 árum síðan. Biblían var öll viðurkend ó«keikul og inn- blásin. Hún var / heilagur sannleikur talin spjalda á milli og hver málsgrein annari jöfn að mikilvægi. Ef menn greindi á í skýringum sínum, var jfeð vegna skorts á réttum skilningi á efn- inu. Hinn sanni skilningur var ávalt við hendina hjá hiirum útvöldu. Það gat ekki um neinar verulegar villur eða mie- sagnir verið að ræða. Þó ekki væri á- valt hægt að verjast því, að koma auga á slíkt við lesturinn, lokaði hinn trúaði augum sínum og auðmýkti sig og játaði ófullkomleika sinn og skammsýni í því, að skilja leyndardóma guðs. Að efast um, eða að gagnrýna nokkurt orð, var hætta hverri ódauðlegri sál. í barns- legri einfeldni og dýpstu alvöru, viður- kendu þeir niðurlags orð Opinberunar- bókarinnar: “Ef nokkur maður leggur (bætir) nokkuð við þau (orð biblíunnar), mun Guð á hann leggja þær plágur, sem um er ritað í þessari bók. Og taki nokkur burt nokkuð af orðum bókar þessarar, þá mun Guð burt taka nafn hans úr lífsins bók og borgarinnar helgu.” Á það var bent, að einkenni þessarar trúar voru aðallega í tvennu fólgin. Hefir á annað atriðið verið bent eða á hversu mikið þess kennir þar, sem yfirnáttúlegt er. Hitt atriðið snertir sáluhjálp manns- ins. Og í því efni er snúið sér að ein- staklingnum og við hann einan samið um yfirbót og ferlsun og honum heitið á- kveðnum gæðum ‘ annars heims, hvemig sem um hitt ruslið fer. Einni og einni sál er þannig bjargað úr eldinum, en um heiminn og þjóðfélagið, sem þessi ein- staklingssál var á dularfullan hátt hrifin út úr öllu samneyti og samfélagi við er það að segja, að þar um er enga von að gera sér. í trú þessari áttu hugmyndir um bætt þjóðfélag í þessum heimi sér ekki stað. Slík hugmynd þótti bera vott um uppreistaranda, virðingarleysi og jafnvel guðlast. Prédikanir eins og nú eru fluttar um slík mál þektust þá ekki. Menn og konur gátu aðeins orðið sáluhólpin sem einstaklingar. Maðurinn var með yfir- náttúrlegu og annarlegu valdi kenning- anna hafinn upp yfir sína meðfæddu nið- urlægingu og synd og upp og út fyrir þennan heim sem dæmdur var til bráðr- ar og algerðrar tortímingar. Hann var “laugaður í blóðinu” og ef hann var stöðugur í trúnni eftir það, var honum heitin sæla í öðru lífi. Trúarlífi alþýðunn- ar fyrir 100 árum er mjög rétt lýst, með orðunum: Yfirnáttúrleg trú, persónuleg sáluhjálp og annars lífs sæla. III. Nú komum við að þriðja atriðinu og því sem mést er.um vert. Til þessa höfum vér athugað söguna—eftirtektarverða og þýðingarmikla að sjálfs.ögðu, en samt ekki annað en saga. Nú viljum vér líta á ástandið eins og það er á vorum tím- um. Um það er að vísu ávalt erfitt að dæma. Hlutirnir eru oss svo nærri, að við sjáum þá ef tíl vill ekki í sinni réttu mynd. Við sjáum Stundum ekki skóg- inn fyrir trjánum. Inn í það geta og fléttast vorar eigin skoðanir og tilfinm ingar. Og þá hættir ávalt við að dóm- greindinni skeiki. Við getum talað um trúarviðhorf feðra vorra án þess að fara í nokkurn hita út af því. En þegar til þess kemur að tala um trúarbrögð ná- búa okkar, einkum ef á milli ber í trú- málum, er hætt við að æðaslátturinn örfist og dómgreindinni förlist. Eigi að síður verður ekki fyrir alt komist. Að hverju leyti hafa trúar hugmyndirnar breyzt síðast liðin 100 ár og hvað verður gert til þess, að samrýma þær sem bezt lífi nútíðarmanna? Fyrst af öllu ber að gæta þess, að svo stórkostleg breyting hefir orðið á háttum öllum í þjóðfélaginu, að myndir af því nú og fyrír 100 árum yrðu gerólíkar. Fyrir 100 árum voru einvaldsstjómir í flestum löndum helmsins. Árið 1832 þótti ugg- vænt um stjórnarskipun vora (Banda- ríkjanna) Heimurinn var brytjaður upp í óteljandi smá konungsríki alls konar, sem einangruð voru og lítið höfðu beinlínis saman að sælda. Þegar bezt lét, reyndu þðóðirnar að vera hver annari óháðar. Þegar verst lét voru þær fjandsamlegar og ræntu hver aðra. Samgöngur voru ó- tíðar, enda ekkert gert til þess að stofna til vináttu þjóða á milli. Sannleikurinn var, að það var álitið ókleift. Öfund og ágengni voru álitin eðlileg milli ;manna af ólíkum þjóðflokkum, máli, lit, siðum og hagsvonum. Óvinátta og ásælni á sér að vísu stað milli þjóða nú, og nægilega heftug sumstaðar. En fyrri tíma einangrunin, isem oft hélt þeim anda í skefjum, er nú úr sögunni. Að því er sam- göngur snertir, hefir steinunum verið rutt úr vegi. Kínamúrar, hverrar tegundar sem eru, hafa sigið og hverfa að lokum. Nýj- ar og hraðar samgöngur jafna þá við jörðu. Einangrun getui; ekki í neinum skilningi átt sér stað þjóða milli í heimi þar sem útvarp, flugferðir og firð-mynda WDODDS ÍKIDNEY thepI I fullan alaairjoioung hafa Dodd’a- nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðro. sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfjabúfp um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrtr $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd.. Tor- onto, Ont., og senda andvirðið pang að. góðan spenamann úr labbakút, jafnvel þó þeir tilheyrðu sömu kirkju, eða þá góðan labbakút úr spenamanni. Þetta var tvent svo ólíkt að ísland sjálft mundi þekkja þá sundur þegar heim taka (television) eru (orðnir kæmi. En nú er þó svo komið hversdagslegir viðburðir. Framh. ÁVARP til Séra Ragnar E. Kvaran og frú Þórunnar Kvaran Flutt í kVeðjusamsæti 16. júli að Arborg af Dr. S. E. Björnsson Augnamið þessa samsætis er að kveðja séra Ragnar og Frú Þórunni Kvaran og börn þeirra, sem nú eru á förum heim til íslands. Fáein orð að skilnaði ættu þá að vera tímabær. Ekki til þess að kvelja þau með oflofi sem oft á sér stað, heldur til I þess að láta í ljós sanngjarnt i þakklæti til þeirra fyrir alt þeirra starf hér sem hefir verið að spenamaður og labbakútur hafa orðið hjón í mörgum til- fellum og börn þeirra eru nú að komast á legg og er alt útlit á því að ættarnöfnin hverfi smátt og smátt úr sögunnni. Flokka skifting V.-íslendnga er í raun og veru að miklu leyti orðin að hefð hjá þeim. Jafnvel persónuleikinn sjálfur verður að lúta í lægra haldi, því yfirborð- ið verður að halda sér. Það eru ótal straumar sem vilja brjóta sér farveg gegn um öll þjóðfé- lög. En oft verður úr þeim öfugstreymi, sem mynda króka og lykkjur á farveginn. Eins og þegar lækur brýtur sér veg í gegn um flatt land. Fyrir það I myndast tangar, nes og eyjar j og er það skemd á landinu sem getur jafnvel orsakað tilfinnan- . . . .. . _ , legt tjon. Aftur a moti þar sem ovenjulega mikilvægt. Þegar á I. „ . . * ,..., , , , . j hallinn er nægur verður farveg- það er litið að þau hafa dvaliði,1T.. . „ , . ... , , ,, f. , „ ,, , . , urmn jafnan bemn til hafs. Þvi her nu , 11 ar næm samfleytt þar sem náttúran er eðlUe geta menn gert ser grein fyrír óhindruð ]eltar hún 4valt helna þv, starf, sem þau hafa unnið.leið að sín„ taknlarkl Elns er hér í þarfir þjóðræknismála og kirkjumála okkar. Og þó allir gangi ekki sömu götur í trú- málum þá hygg eg að V.-ísl. yfirleitt sé frjálslyndari en þeir láta í veðri vaka. Hvort sem það er einum eða fleiri að þakka þá er það nú á allra vitund að straumar frjálsra skoðana eru það með öll rök í heimi hugs- ananna. Afleiðing hefir sína orsök. Læknisvísindin leita að orsökum kvillanna í því augna- miði að vinna bug á þeim. Eins er það sjálfsagður hlutur að leita að orsökum að meinum þjóðfélagsins í því sama augna- . , . , , , , miði. Sundurlyndi er afleiðing f.e2a;\nU 1 ffSU lslenzka orsakar sem mönnum ber að þjóðlífi hér en áður var. Við erum smám saman að vaxa upp úr gömlu fötunum. Við erura að mestu leiti hættir að deila hvor á annan fyrir skoðana- mun, því við erum fyrir löngu búnir að koma auga á hve það er barnalegt. Samvinnan er meiri og samúðinn einlægari. Við erum að nálægjast okkur sjálf í orði og athöfnum og finnum þá til meiri ábyrgðar gagnvart hver öðrum í stað þess að brjóta heilann um ^skiljan- leg efni sem alls ekki full- nægir kröfum mannanna. Vestur-íslendingar eru í eðli sínu gott fólk. Þeir eru dug legir, og áhugasamir um mörg mál. Gestrisnir og velviljaðir þó þeir hafi orðið sundurlyndir. Flokkun ^þeirra í mismunandi trúardeildir hefir orðið tilefni til þess að dreifa þeim, og er það því miður lengsti kapítuli landnámssögunnar. Og það hef- ir jafnvel gengið svo langt að þeir hafa uppnefnt sjálfa sig labbakúta og spenamenn. L og S telja menn úr báðum kirkju- flokkum að jöfnu og hafa þeir orðið eins og til þess að brúa bilið á milil manna í kirkju- legum efnum Heimferðarnefnd og Sjálfboðar voru báðir heim- ferðarmenn og öllum þykir vænt um ættjörðina. Þeir fundu það út að þeir væru í raun og veru allir bræður, og höfðu sameiginleg áhugamál. En þó höfðu þeir það altaf á samvizkunni að það væri ger- samlega ómögulegt að búa til uppræta, og aðferðin við það er að beita skilningi og saniúð. Rás viðburðanna í náttúrunni er rökfræði hennar. Hún hefir frost, hita, sumar, vetur, dag og nótt eftir vissum reglum, og hver einasta regla er heill sann- leikur. Enn eru rök hugsan- anna heill sannleikur ef réttar aðferðir eru viðhafðar. En einhverra orsaka vegna hafa menn annaðhvort ekki komið auga á þetta alment eða þeir vilja ekki sjá það. Fyrir það hafa myndast tangar og nes og eyjar þar sem ætti að réttu Iagi að vera heil land- spilda ræktuð og undir skyn- samlegu eftiriiti. út úr þessu hafa íslendingar heima búið til orð sem heita tangabúar, eyjar- skeggjar og nesjamenn. Nesjamenska heitir ritgerð sem nýlega kom út í einu ís- lenzku tímariti ekki alls fyrir löngu eftir mjög virðingarverð- an höfund. Og það eY alls ekki eðlilegt fyrir heilbrigt fólk að vera neitt af þessu. En því miður eru þvergirðingar æði víða jafnvel úr gaddavír sem meiðir ef komið er nálægt þeim. Þjóðirnar sjálfar eru þannig af- girtar hvor frá annari, með toll- mála gaddavír, og innbyrðis girðingar eru jafnvel álitar sjálfsagðar alt frá landsstjórn- unum niður í smáklíkur, sem eru óþrjótandi. Þetta er öfug- streymið sem á var minst, sem stíflar rét.ta framrás eðlilegra athafna f mannfélaginu. Og til

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.