Heimskringla - 26.07.1933, Side 3

Heimskringla - 26.07.1933, Side 3
WINNIPEG, 26. JÚLÍ, 1933 H E I MSK.RINGLA 3. SÍÐA. sýnist mér sorglegur vottur þess, að skilningur almennings víðsvegar á skaðsemi áfengis- nautnar er hvergi nærri eins þorskaður og vera ber. Hlut- verk okkar bindindismanna og allra bindindisvina eins og sakir standa, er því að mínu áliti öllu fremur það, að vinna að því sem ötullegast, að skapa heilbrigðari hugsunarhátt í áfengismálum; að efla í einu orði sagt bindind- isstarfsemi og bindindisfræðslu með öllu móti: í heimahúsum, í skólum, í ýmiskonar félögum, ekki síst allskonar félagsskap unglinga, í kirkjum landsins, í blöðum og tímaritum. Sé þess- um öflum einbeitt að bindindis markmiðinu, munu ávextirnir fljótlega sjást. Eftirfarandi ummæli séra Friðriks heitins Bergmanns, í Minningarriti stúkunnar ‘Heklu’ (1913) eru ennþá verðug fullr- ar íhygli: “Reynslan ætti að hafa kent bindindisvinum svo eigi væri þeim unt að gleyma, að hvað vel sem hlynt er að takmarkan eða afnámi áfengis- sölu með löggjöf, er þeim bráð- nauðsynlegt að vera sívakandi og sístarfandi, svo að ekki falli alt niður í sama farið aftur, og síðari villan verði lakari hinni fyrri. Það verða ísienzkir bind- indisvinir ekki síst að hafa hug- fast.” Eg veit þó að það er undur auðvelt, að láta hugfallast þeg- ar framtíðarhiminn okkar er jafn skýjaður og nú er; en ekki hefir málstaður okkar beðið neinn fullnaðar ósigur; sUrf- semi bindindismanna hvarvetna hefir sigurlaun sín í sér fólgin. Það er með hugsjónirnar stær- stu eins og fuglinn Fönix; þó hann væri á báli brendur, reis hann úr öskunni fegurri en nokkru sinni áður. Það ætti að vera okkur nokkur hvöt til framsóknar. Þetta er samt miklu þýðingarmeira: Á síðari tímum hefir, ef til vill, aldrei verið meiri þörf einlægrar og öflugrar bindindisstarfssemi heldur en einmitt nú. ílla sæmdi það bindindismönnum — Góð- templurum — að daufheyrast við neyðarópi þeirra sem stynja undir áfengisbölinu. Það væri að bregðast helgum heitum; það væri að gerast liðhlauparar þegar mest reið á. Drengi- legra er að minnast orða kven- skörungsins íslenzka þegar henni bárust fregnir af því að bóndi hennar hefði veginn ver- ið: ■ “Ekki skal gráta Björn bónda, heldur safna liði.” Við bindindismenn sækjum fram undir merkjum göfugrar hugsjónar. Þegar þyngist róð- urinn, skulum við þrýsta árina fastar og kveða við raust hvatn- ingarljóð skáldsins: “Það fylgir sigur sverði göfugs manns, er sannleiksþráin undir rendur gelur og frelsisást á djarfri drenglund elur, það drepur enginn bestu vonir hans: hann veit, þótt sjálfur hnígi hann í val, að hugsjónin hans fagra sigra skal.” (Guðm. Guðm.) LÖGBROTSMAÐUR HEIÐRAÐUR Undir fyrirsögninni “Af eigin reynslu,” skrifar Sig. Júl. Jó- hannesson dálitla grein í Lög- bergi sem út kom þann 6. þ. m. sem eflaust á að vera leiðar- vísir til kjósenda hér í Mc- Kenzie kjördæmi í Saskatchew- an, og er eg sannfærður um að Sigurður skrifar þá grein í sinni vanalegu hjartans ein- lægni, sem eg af eigin reynslu og persónulegri þekkingu kann- ast vel við, en eins og stundum hefir komið fyrir áður í riti og ræðu þessa gáfaða og vel ment- aða manns, kemur fram í þess- ari ritgerð lítrt ígrunduð fljót- færni og ónákvæmni. Aðal atriðið sem höfundurinn er að benda á í þessari áminstu grein, er hvað nauðsynlegt sé fyrir alla íslendinga í þessu kjördæmi að greiða atkvæði í næstú aukakosningum með Stubbs fyrverandi dómara í Winnipeg, og því til stuðnings kemur hann með dæmisögu um íslenzka kerlingu sem hann seg- ir að sé í Winnipeg, og Stubbs hafi útvegað ellistyrk, eftir að annar ágætis lögmaður, (mín leturbreyting) var frágengin. Lítur því svo út sem það sé hennar vegna sem sérstaklega íslendingar eiga að greiða at- kvæði með þessum útskúfaða dómara. Þó að sumra álit, sem fylgd- um með Stubbs málaferlunum í vetur, sé það að hann hafi verið lögbrosmaður, þá hefir sú ákæra ekki verið staðfest, mér vitanlega en ef hann er kænn og löglegur lögbrotsmaður, mætti færa honum það til gildis, því mörg eru þau lög í þessu landi, sem öðrum, sem er lífs- spursmál að brjóta án þess það geri nokkrum manni mein. Og eitt af þeim lögum er ellistyrks lögin, sem Stubbs hjálpaði ís- lenzku konunni að brjóta, eins og getið eru um í dæmifeögunni, eða sérstaklega, sú deild af lögunum, sem borgara réttin- um tilheyra. Þar sem eg hef hjálpað nokk- rum persónum, bæði íslenzkum og annara þjóða til að fá borg- arabréf og ellistyrk, er mér töluvert kunnugt um skilyrði þau sem heimtuð eru af um- sækjanda. Það fyrsta og erf- iðasta sporið fyrir gamla út- lendinga er að tala og skrifa ensku. Hollustu eiðinn (oath of allegiance) sem er yfir eitt hundrað orð verður umsækj-1 andi að skrifa með eigin hendi, og framvísa með eiðsvarinni staðfestingu á tilteknum tíma. Síðan verður hann að svara ýms um en einföldum spurningum sem spurðar eru, fyrst af póliti | og svo af dómara við réttar-1 haldið. Enginn má túlka fyrir i hann. Það veit eg af.. eigin j reynslu því mér hefir verið bannað það af dómara. Þetta eru atriði laganna sem bæði eg, og fleiri dómarar en Stubbs, i hafa máske samvizkusamlega! þörf á að brjóta, okkur er ekk- j ert þakkandi og því síður álas- andi fyrir það, en það eru lög- in sem þurfa endurbóta við. Úr því Canadastjórn leyfir út- lendingum inn í landið, og | jafnvel tælir þá til innflutn- ings með niðursettu fargjaldi, fögrum loforðum um fría land- | eign, konunglega verndun og j forsorgun í ellinni, o. s. frv., j án nokkurra tungumála' skil-[ yrða, ætti hún að sjá þeim fyr- j ir fullum borgara réttind- j um kostnaðarlaust og án j nokkrar möglunar. Auðvitað er tæplega hægt að telja það framfaraspor eða uppbygging fyrir landið að sælast eftir ör- vasa útlendingum sem hvorki eru rólfærir, né málfræðislega sjálfbjarga, til þess að þeir geti orðið löglegir sveitarómagar, en hvort sem þeir eru af ís- lenzku bergi brotnir eða skræl- ingjar, er það skylda mannfél- agsins að annast um þeirra velferð án nokkurs pólitízks flokkadráttar. Og þingmenn okkar ættu að sjá um að lögin væru svo úr garði gerð að þau kæmu að jöfnnm notum fyrir allar tilverur mannkynsins. Það mun mörgum kunnugt hér í Saskatchewan og flestum í Manitoba, að Lewis St. George Stubbs hefir tvis.var reynt að ná þingkosningu í sínum heima- högum, en fyrir hvaða ástæður að hann beið stórkostlegan ó- sigur í bæði skiftin, skal eg láta ósagt. Greinarhöfundur- inn segir að Stubbs láti hvorki höft né hótanir hrekja sig af þeirri braut, er hann sjálfur telur rétta.” Þó hann hafi tvisvar fallið í kosningum, ver- ið rekinn frá embætti, sviftur heiðvirðum eftirlaunum og þar með hrakinn af þeirri stefnu sem hann svo einlæglega og dásamlega barðist fyrir, sýnir hann þó að hann er þrár og þrautseigur. Eftir allan þenn- an hrakning og útskúfun, kem- ur hann alla leið frá Winnipeg til okkar í Saskatchewan, beið- ist náðar og miskunar, lofar bót og betrun á sinni undan- förnu rangsleitni, iðrast mest þess stóra glæps sem hann hafi framið með því að hafa stutt Liberal flokkinn, nú sé hann loksins kominn að þeirri réttu niðurstöðu að sá flokkur sé annar vængurinn á pólitízka hræfuglinum. Hinn nafnkunni leiðtogi C. C.F. fljikksins hér í Saskatch- ewan, Mr. George H. Williams, mintist á Liberal flokkinn í einni ræðu sinni fyrir nokkru síðan sem “Júdas ískariot hins pólitízka mannfélags,” auðsjá- anlega á að skilja það að þeir sem þeim flokki tilheyra séu svivirðilegustu svikarar, eins og svo margir álíta að sá Júdas hafi verið sem getið er um í gömlu sögunni að hafi svikið Jesú Krist. Nú er þessi nýji pólitízki flokkur húinn að taka á sínar náðir þenna útskúfaða og for- dæmda merkisbera Liberala; þenna Júdas (samkvæmt Wil- liams staðhæfingu) erum við beðnir að gera að okkar átrún- aðargoði, og sérstaklega eigum við íslendingar að taka saman höndum í dýrkuninni. Dæmisagan um gömlu kon- una og Stubbs er ágæt, eins langt og hún nær, en til þess að íslenzkir kjósendur sýni ekki þá fljótfærni að slá því föstu að hún sé sönnun fyrir því að ekki sé nema ein hlið til á málinu, vil eg tilfæra aðra dæmisögu sem er svo nauða iík að þær gætu kallast systur, en árangurinn er annar. Eg má segja eins og höfundurinn að hinni dæmisögunni. “Af eigin reynslu veit eg að þessi saga* er sönn.” Hér í Wynyard er gömul blá- fátæk íslenzk ekkja. Þegar maðurinn hennar dó, fyrir stuttu síðan, stóð svo á að hann átti töluvert af smáskuld- um útistandandi. Mér var fal- ið á hendur að reyna að inn- kalla eitthvað af þessum skuld- um. Af getuleysi, kreppunnar vegna, lágu verði á afurðum bænda og fleira, varð árang- urinn lítill haustið sem leið; en þar fyrir utan mætti eg þeirri mótspyrnu: “að hvorki þessi né nokkur önnur skuld ætti nokk- urntíma að vera borguð og það væri aðeiris stutt tímaspursmál þangað til allar skuldir yrðu með lögum strikaðar út.” Ekki voru það margir sem höfðu þessa svívirðingu á boðstólnum, en sönnun hefi eg fyrir því að margir sem höfðu þetta á bak við eyrað sem hikuðu sér við að láta það í ljósi, þar sem fá- tæk ekkja átti í hlut. Þessari stefnu til stuðnings var mér bent á, að til þess að tilvera og framþróun mannkynsins gæti haldið áfram í heiminum, væri alveg óhjákvæmilegt að breyta algerlega um alt yfir- standandi stjórnarfyrirkomu- lag. Nú væri nýstofnaður stjórnarflokkur sem óefað kæmist að völdum við næstu kosningar, og í þeirra sátt- mála væru innbundin öll þau nauðsynlegustu skilyrði til þess að bæta úr allri fjármunalegri kreppu. Var mér svo í sam- bandi við þessar skuldakröfur bent á fimtu greinina í trúar- játningu Farmer-Labor flokks- ins, sem nú er með Stubbs í broddi fylkingar undir nýja nafninu “Co-operative Com- monwealth Federation” (C.C. F.). Greinin hljóðar svona: “Remov,e the burden of debt Which hangs so heavily over society at the present time." Á íslenzku: “Útrýmið þeirri skuldabyrði sem hvílir svo þungt á mannfélaginu á þess- um tíma.” Með kænsku sinni og klók- indum lukkaðist Stubbs að hjálpa gömlu fátæku konunni í Winnipeg til að ná í lögmætan ellistyrk, sem var vel gert af honum, þó hann hafi máske þurft að stíga eitthvert lög- brots spor til að forðast rang- látar lagakreddur. Nú hefir hann staðfastlega lofað í sínum sáttmála við C.C.F. að, verði hann kosinn þingmaður, skuli hann brúka alla sína kænsku og klókindi til þess að það verði gert að lögum, að svíkja allar bláfátækar ekkjur og gjaldþrota munaðarleysingja um borgun á réttmætum skuld- um sem lánaðar hafa verið í einlægni nauðstöddum til lífs- viðurværis. Til þess á ekki að þurfa nein lögbrot. Þing- maðurinn okkar á að hjálpa til að gera svívirðileg svik og lög- brot að lögum. Sig. Júl. Jóhannesson endar grein sína með þessum orðum: “Eg veit að þeir muna eftir litlu sögunni um Stubbs og gömlu konuna íslenzku þegar þeir ganga að atkvæðaborðinu.” ir frönskum hertogum, þangað til 1351 að Karl V. innlimaði það í Frakklandi. Þó er Norm- andi enn kallað hertogadæmi. Á blómaöld þess náði það yfir þau héruð, sem nú nefnast Seine-Inferieure, Eure, Calvad- os, Ome og Manche og var þá um 29,540 ferkílómetrar að flat- armáli. Nú hafa nýskeð farið fram mikil hátíðahöld í Normandi, í tilefni af því, að 100 ár eru lið- in síðan ÖIT þessi héruð voru sameinuð í sjálfstætt hertoga- dæmi. — Þér sem notiS TIMBUR KAUPIÐ AF THE ' ■ pire Sash & Door CO., LTD. BirgBlr: Henry Ave. Bast Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA létu hinir innfæddu þá ekkert vita um námu þessa. Var það ekki fyr en 1767 að Spánverjar Aðal-hátíðahöldin fóru fram í j gátu þefað hana uppi. Og þá borginni Coutance. Gekk fólk þar í skrúðfylkingu klætt í eld- gamla þjóðbúninga. — Lesb. DÁNARFREGN Sú fregn hefir nýlega komið frá Victoria, B. C., að þar hafi látist 24. apríl, öldungurinn Skúli Johnson. Hann var átt- ræður, fæddur að Efri Þverá í Húnavatnssýslu 28 .ágúst, 1853. Foreldrar hans voru Jón óðals- bóndi Ólafsson og kona hans Helga Skúladóttir. Á unga aldri kom Skúli hingað til lands- og eftir stutta veru í Winnipeg flutti með konu sinni Halldóru til Vancouver eyju. Þar bjó Eg vil einnig gefa kjósendum .hann til æfiloka, lengst í höfuð bendingu á þessa leið: Það er vonandi að þegar að kosningunum kemur í Mc- Kenzie kjördæmi, að íslending- ar líti til nágranna ekkjunnar fátæku í Wynyard, og ígrundi með sanngirni hvort það sé samvizkusamlegt að svifta hana þeirri eign sem maðurinn henn- ar sálaði var með elju og á- stundun búinn að leggja til síðu fyrir hana, og biðja menn fyrir til geymslu í einlægni, en þeim í hag. H. J. Halldorson. NORMANDf Áður en Rómverjar lögðu Gal- líu undir sig, skiftust íbúarnir í Normandí í marga flokka, og hafði hver flokkur sinn höfð- ingja. Var sífeldur ófriður á milli þeirra. En Cæsar braut höfðingjana til hlýðni og sam- einaði landið Gallíu. Á 5 öld kom landið undir Franka, en þegar ríki þeirra var skift 843, kom Normandi undir Karl sköllótta. Fekk það þá nafnið “Ducatus Franciæ” (her- togadæmið Frakkland) og var yfir það settur sérstakur land- stjóri. — Eftir fráfall Karls sköllótta byrjuðu norrænir vík- ingar að herja á landið, og Karl einfaldi neyddist að lokum til þess að selja Norðmanna- höfðingjanum Göngu-Hrólfi Normandí að léni, til þess að kaupa sér frið. Göngu-Hrólfur tók sér þá nafnið Robert og landið var þá skírt Normandi (Normannia). Tók þetta nýja ríki brátt að blómgvast og mátti sjálfstætt kallast, enda þótt það í orði kveðnu væri undir yfir- ráðum Frakkakonunga. Robert I. andaðist 927 og tók þá Vil- hjálmur sonur hans við og ríkti til 946. Þá tók við sonur hans Ríkarður I. (til 996), þá sonur hans Ríkarður II (til 1026), þá synir hans tveir Ríkarður III (til 1028) og Robert II (til 1035). Sonur hans var Vil- hjálmur bastarður, sem lagði England undir sig og gerðist konungur þar. Eftir fráfall Vil- hjálms varð sonur hans Robert III. hertogi yfir Normandi. Árið 1106 gerði hann kröfu til kon- ungsdóms í Englandi, en bróð- ir hans Hinrik I. Englandskon- ungur, lét þá varpa honum í fangelsi og sat hann þar til dauðadags. — Englakonungar v<'ru nú jafnframt hertogar yfir Normandi, þangað til 1259, að Hinrik III. varð að afsala sér öllum réttindum þar í hendur Frakkakonungs. — Normandi borginni Victoria en síðustu árin í nánd við borgina, að 3265 Harriet Road. Af börnum þeirra hjóna sex alls, aðeins tvö eru á lífi: Jón Levi (sem ber nafn Jón Levís hálfbróðurs Skúla á fslandi er dó fyrir skömmu) og Ágústa, bæði til heimilis á föðureign sinni. Skyldmenni Skúla er einnig fluttust til Ameríku eru þessi: Anna, fyrri kona Jóns Þor- steinssonar fyrrum reiðhjóla sala í Winnipeg, nú hótelseig- anda að Gimli. Þeirra börn á lífi eru tvö: Guðmundur Helgi, kaupmaður í Winnipeg og Kri- stín, búsett í Sault Ste. Marie, Ont. Anna dó fyrir mörgum árum. ólafur — ern og alheill þó áttræður sé, búsettur í grend við Victoria. Dóttir Ólafs er bú sett í Oakland, California. Sveinn — faðir Skúla John- son prófessors við Manitoba há- skóla T Winnipeg.- Hann dó fyrir rúmum fjörutíu árum. Önnur ættmenni sem standa fjær er vafalaust að finna. Þeirra á meðal er Björn Byron í Winnipeg sem er frændi Skúla í föðurætt Skúli var greindur maður, fjörugur og skemtinn. Góður hlaupa og glímu-maður var hann talinn langt fram á aldur, þótt smávaxinn væri, og vel hagmæltur eins og hann átti ætt til. Góður íslendingur var hann alla sína daga þrátt fyrir það að hann ól aldur sinn að mestu fjarri heimahögum Fyrir þremur árum var hann heimsóttur af þeim sem þessar línur skrifar, er bar að garði um miðja nótt. Þrátt fyrir það ræddu þessir tveir, sem aldrei höfðu áður sézt, mikið og margt um ísland, það var auðskilið að hugur Skúla var heima í Húna- vatnssýslu. Enda var það dán arósk hans að blöðin heima einkum norðanlands, bæru frá fall hans til heimahaga. Nú er skarð fyrir skildi hinna eldri íslendinga út við Kyrrahafs- strönd. Gaman væri ef ein- hver vel kunnugur semdi ágrip af æfisögu Skúla og rifjaði upp eitthvað að lausavísum hans. S. J. streymdi fólk þangað hópum saman, svo að á skömmum tíma oru íbúarnir í Muzo orðnir 30 msundir. Þessir námumenn liirtu ekki nema stærstu smaragdana því að þá voru engin áhöld til þess að skera og fægja litla steina. Því, sem skarst utan af stóru steinunum var fleygt og eins öllum litlum steinum. Náman tæmdist og fólkið hvarf, en veður og vindur hafa ;afnað alt svæðið. Fyrir skömmu vildi það til af tilviljun að rannsakaður var sarpur úr hænu, skamt frá Muzo og kom þá í ljós að hann var fullur af smáum smarögd- um. Og þá komust menn að iví, að þegar hænsnin voru að krafsa þar, fundu þau þessa smásteina, sem fleygt hafði ver- ið fyrir óralöngu — og gleyptu )á. — Nú eru fundin upp fullkomin áhöld til þess að skera og fægja litla gimsteina, og var því hér um fjársjóð að ræða. En þar sem stjórnin í Columbia á öll námuréttindi þar í landi, lagði hún löghald á öll hænsni þar á stóru svæði. Eigendurnir eiga að vísu hænsin eftir sem áður og mega eta kjötið af þeim, en innvolsið er eign stjórnarinnar. Hver maður sem vill slátra hænsnum verður að fara með >au lifandi til yfirvaldanna og í viðurvist þeirra má hann fyrst snúa þau úr hálsliðunum. Svo kryfja yfirvöldin hænsni og hirða innvolsið — því að það er eign stjórnarinnar! Lesb. Mbl. GRINDADRÁP f GRÆNLANDI HÆNUR GRAFA UPP GIMSTEINA t Columbia voru stærstu smaragdnámur heimsins. Þær voru skamt frá þorpinu Muzo í héraðinu Boyacá, sem er norð- ur af höfuðborginni Bogota. Þegar hínir fyi'Stu Evrópu- menn komu þangað, og mynd hélt þó sérréttindum sínum und- ’ uðu nýlenduna Nýju-Granada-, fá makleg málagjöld. —Lesb. Danskur prentari, sem nú er forstöðumaður hvalveiðastöðv- arinnar í Upernivik, segir svo frá grindadrápi í Grænlandi: í septembermánuði koma hvalgöngurnar norðan með landi. Og þá er alt til búið að taka á móti þeim. Þegar fregn kemur um það að hvalatorfa hafi sést, eru sendir út þrír stór- ir vélbátar og þeir fæla hvalina in í einhvern fjörð. Þegar þeir eru komnir þangað er nót lögð þvert yfir fjörðinn og þeir þann- ig lokaðir inni. Að vísu gætu þeir komist út, því að þá mundi ekki muna um það að rífa nótina, sem riðin er úr fingur- gildu garni, fremur heldur en mann munar um það að slíta tvinnaspotta. Þarna geta verið alt að 1000 hvalir í einni bendu og byltast hver um annan. Og svo koma 70 Eskimóar með rifla og fara að skjóta þá, stundum er þessu ekki lokið fyr en eftir sólar- hring. En þá er fjörðurinn eitt blóðhaf og rauðir straumar liggja til hafs. Og á meðan hundruð manna og kvenna vinna að hvalskurði og börnin hryðja hveljustykki, koma ó- boðnir gestir. Það eru hákarl- ar. Þeir hafa runnið á blóð- lyktina og smjúga eins og eldi- brandur inn á milli hvalskrokk- anna, skella og skella, og sum- ir eru svo ákafir að þeir hlaupa beint á land. Þar eru þeir óðar lagðir með sveðju. Aðrir eta svo mikið að þeir fljóta upp og komast ekki í kaf aftur, og þeir

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.