Heimskringla - 26.07.1933, Page 4

Heimskringla - 26.07.1933, Page 4
4. SIÐA. HEIMSKRINGLA '©ctmskrituila (StofnuO 18S6) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Elgendur: THE VIKXNG PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537_____________________ VerB blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. RáðsmaOur TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Uanager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Vtanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. ‘■Helmskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 26. JÚLÍ, 1933 IÐAVÖLLUR Á Iðavelli, segir í Snorra-Eddu, að guðirnir hafi komið aftur saman eftir Ragnarök og setið samt og minst á rún- ar sínar og tíðindi þau, er fyrrum höfðu verið. Enda var þá margs að minnast. Iðavöllur var í miðri borginni Ásgarður. Þar sátu goðin og réðu ráðum sínum um örlög manna og stjóm heimsins. Þar var og Hliðskjálf, er sá úr “of heim all- an,” og þar var Glaðsheimur í húsi því er bezt hefir gert verið og mest á jörðu. Alt var þar er lífið gerði fullkomnara, mikilsverðara og sælla. Á vesturströnd Winnipegsvatns, er staður nefndur “Iðavöllur.” Þar koma Islendingar í Bifröstsveit árlega saman og hafa íslendingadag. Þar minnast þeir ættjarðar sinnar og rúna og fyrri tíð- inda, eins og sagt er að guðirnir gerðu eftir Ragnarök. Þjóðminningar- dags íslendinga hefir þar verið minst nokkur undanfarin ár og hefir það þótt nokkurt keppikefli, að koma þar; hafa íslendingar úr öðrum bygðum sótt þang- að og fundið þar bæði Ásgarð, Hliðskjálf og Glaðsheim. Næstkomandi miðvikudag, 2. ágúst, halda Bifröst-íslendingar þjóðhátíðardag sinn á Iðavelli; er hann tveim mílum sunnar en Hnausa-kauptún. Til skemt- unar þar hefir vel verið efnt. Málspeki og skáldskap deila þar lögfræðingar og prestar frá Winnipeg og háskólakennari frá Bandaríkjunum og þrjú skáld, og má reiða sig á, að í þann ask verður vel látið á skemtiskránni. Þá syngur frú Sigríður Olson einsöngva og undir stjóm Sigurbjörns Sigurðssonar sýngur söng- flokkur bygðarinnar. Spáir það bærilegu með það atriði skemtiskrárinnar. ís- lénzk glíma og kappsund, er þarna fer fram, ætti og að vera íslendingum kær- komin skemtun, ásamt fleiru ótöldu, og sem lesa má um f auglýsingu íslendinga- dagsnefndar í blöðunum. Eins góða íslenzka skemtun, og þær eru öllum skemtunum meira virði til okkar flestra ennþá, er hvergi að finna næstkomandi viku og á Iðavelli. Þe'ir sem skamt eiga að sækja, svo sem bygðar-fólk, verða þarna að sjálfsögðu. En þeir sem lengra eru burtu, ættu held- ur ekki að sleppa tækifærinu, ef þess er kostur, að sækja þessa íslendingadags- hátíð. Winnipegbúar, sem hitamir og hreyfingarleysið og verðfall hveitisins dasar nú og dregur alt magn úr, hrestust við að bregða sér noi'ður á Iðavöll 2. ágúst. En sé það ekki skylda heilsunnar vegna, sem ekki skal deilt um, er það í raun og veru skylda hvers íslendings er þess á kost, að sinna því, sem þjóðleg- ast er hér hafst að. Og útiskemtanir hafa íslendingar hér engar að ráði eða almennar nema íslendingadags-hátíðam- ar. Hvar sem þær eru haldnar, ættu þeir, er því fá viðkomið fjarlægðar og kostnaðar vegna, ávalt að sækja þær. ÖLLU MÁ OFBJÓÐA Þegar Rt. Hon. W. L. Mackenzie King var í Winnipeg fyrir helgina, tók Ungmenna Liberalfélagið á móti honum, sem aðrir aðdáendur hans. 1 ræðu er forseti félagsins hélt, tók hann það fram, að félagið aðhyltist ekki samein- ingu við aðra stjórnmálaflokka. Af því hefði aldrei neitt gott leitt fyrir flokk- inn. Óánægja risi vanalega upp er frá liði og endirinn hefði, að því er Liberal flokkinn snerti, orðið sá, að hann hefði tapað við það, en flokkamir sem sam- einast var hefðu eflst. Hann kvað félag sitt ekki vera anti-Conservative eða anti-Progressive, heldur pro-Liberal. Sameining Liberala og Bracken-flokks- ins hefði verið ein hin ófarsælasta og óheppilegasta. Og Liberalar hefðu tap- að á henni mörgum fylgjendum, sem Bracken-flokkurinn hefði grætt. Annað málið sem foringi Ung-Liberala mintist á, var atvinnuleysi ungra manna. í svari Kings, var minst á þörfina að flokkurinn beitti sér fyrir atvinnu- leysismálið; en á sameiningarmálið við aðra flokka mintist hann ekki einu orði. Það má að vísu öllu ofbjóða, en að hug- rekki Kings væri undir stól stungið með ekki meiru en þessu, hefðu fáir trúar. TRÚARLÍFIÐ NÚ OG FYRIR 100 ÁRUM (Framh.) Svo við getum þá sagt, að í sjálfu sér sé heimurinn efnisfleg eining, þar sem allir eðlilegir og sem næst því allir tilbúnir erfiðleikar eru yfirstignir. En hvað er þá um Ameríku sérstak- lega að segja, Breytingar hafa orðið geysimiklar; hin mikla framför í menn- ingarlífi borganna er nú komin í stað- in fyrir menningu sveitanna, sem var fyrir hundrað árum síðan. Við erum hætt að vera akuryrkjuþjóð með þrettán af hverjum fjórtán af allri þjóðinni, sem stunda búskap og jarð- yrkju. Nú er svo komið að sex af hverj- um tíu búa í borgum og bæjum, sem telja tíu þúsund íbúa og þar yfir. Þjóð- félag vort hefir orðið fyrir byltingu, sem valdið hefir aukning nýrra vinnuvéla. Aukning iðnaðarins, og samþjöppun framleiðslustofnana á litlu landsvæði, hefir dregið fólkið inn í bæina. Félags- leg viðfangsefni verða ætíð umfangs- meiri og vandasamari til að ráða fram úr, þar sem fólk .flykkist saman og slík viðfangsefni hafa margfaldast í borgum vorum; undir hinu gamla sveita- lífs fyrirkomulagi, stólaði hver einstakl- ingur upp á sína eigin framleiðslu og réði sjálfur yfir framleiðslu aðal nauð- synja sinna. Nú er svo komið að barnabörn þeirr- ar kynslóðar í þriðja og fjórða lið, eru að mestu leyti daglauna vinnulýður í borgunum, og hafa ekkert að treysta á sér til viðurlífis nema stopula daglauna- vinnu. í fáum orðum sagt, sveitamenningin, sem átti sér stað, fyrir hundrað árum, er nú _ orðin að tryggingarlitlu bæjarlífi. Bæirnir hafa komið í staðinn fyrir sveit- irnar, I staðinn fyrir hið einfalda og rólega sveitalíf fyrir hundrað árum síð- an, er nú komið hið margbrotna bæjar- líf. Nú á dögum er hugsað og talað um mennina sem hóp fremur en einstakl- inga, og að mjög miklu leyti verður að skifta við þá sem slíka. Á þessu tíma- bili hefir almenn mentun—eg vil ekki segja vitsmunir—aukist að miklum mun. Bæjafólk vort er ekki ólabst. Það kann að lesa.—En hvað það les er nokk- uð sem væri umræðuvert. Fólk er nú á dögum óábyggilegra en hvað það er ill- gjarnt. Menn eru ekki eins æfintýralega sinnaðir og feður þeirra voru og eru ó- sjálfstæðari í hugsun; en þó hygg eg að það muni rétt vera að djarfleiki sumra reglulegra leiðtoga nú á tíð, jafnist fylli- lega á við þá er voru uppi fyrir hundrað árum. Þeir eru ekki að brjótast í gegn- um vegleysur og blindskóga, en þeir verða að mæta vandamálum, sem eru miklu ægilegri viðfangs en vilt dýr og rauðir menn. Hvaða tegund trúarbragða sjáum vér að baki þessara nýju viðfangsefna? Að hverju leyti verða þau ólík því sem var, þegar öllum þessum nýju viðfangs- um var hleypt af stokkum? Hvaða breytingar hafa orðið? Eg er að tala um þá tegund trúarbragða, sem það fólk aðhyllist, er mest hefir orðið fyrir áhrifum þeirra hugar-stefna, er mest einkenna vora tíma. í skólpi skilnings vors og vitsmuna- legs h'fs, jafnvel á aðal brautum nútíma siðmenningar vorrar, má finna ' f jölda sem heldur dauðahaldi í útlifaðan rétt- trúnað liðinna kynslóða. En slík áhrif eru neikvæð frekar en jákvæð. Það eru áhrif deyfðar og and- legrar leti. Slíkar kenningar eru fágæt- ar meðal andlegra leiðtoga nú orðið. Hvað er þá um hina jákvæðu trú þess- ara andlegu leiðtoga? Hún hefir að mestu leyti tapað sinni yfirnáttúrlegu merkingu. Hinum gömlu kennisetning- um er að vísu haldið, en þær hafa mist sína upprunalegu merkingu. Þessi göm- lu orðatiltæki eru þann dag í dag notuð í bókum þeirra er vér köllum frjáls- lynda rétt-trúaðarmenn, en þær eru ekki notaðar og í flestum tilfellum alveg gengið fram hjá þeim. Ef þær eru not- aðar, þá eru þær útskýrðar í svo víðri , merkingu, að slíkar skýringar myndu blátt áfram reisa hárið á höfðum þeirra, er settu þær saman. Enginn viðurkenn- ir nú orðið kenninguna um óskeikulleik Biblíunnar. Innblásturskenningunni er að sönnu ekki neitað; en það orð hefir alt aðra merkingu en það áður hafði, miklu stærri og víðtækari. Það er ofmælt að segja að trúar- brögðin séu orðin vísindaleg; en þau eru sem óðast að taka á sig vísindalegt snið. Þau byggjast ekki framar á kraftaverk- um, heldur á lögmáli, og þetta lögmál er nú skýrt sem vilji Guðs, sem er í sjálfu sér miklu aðgengilegra en nokkur sjiýring um Guðdómlegan vilja, sem stjórnast af dutlungum eða kenjum. Því það var það, sem kraftaverkin voru álitin að vera—dutlungar almættisins. Þar eð nú trúarsetningin um óskeikulleik Biblíunn- ar er úr sögunni, hefir og heill vefur annara trúarsetninga, sem þeirri kenn- ingu var tengd, og þurfti að styðjast við óskeikullegleika kenninguna, einnig fall- ið. Trúarbrögðin nú á tímum eru að verða meir félagsleg en einstaklingsleg í eðli sínu. Það stafar að nokkru leyti af því, að hinar gömlu trúarsetningar eru að hrynja í rústir, sem voru algerlega einstaklingslegar í eðli sínu og formi; en þó ræður meiru um hinar róttæku breyt- ingar, sem eru að gerast innan mannfél- agsins í heild sinni. Þessar orsakir hafa altaf unnið hvor á móti annari. Skiln- ingur vor á heiminum hefir svo grund- vallarlega breyzt. Vér hugsum oss nú ekki heiminn sem vonsneyddan guðlegri miskun, hvað- an aðeins fáum útvöldum verður bjarg- að og fluttir til vistar á himnum eftir dauðann. Jörðin er bústaður mannanna, hversu varanlegur sá bústaður er, er engum ljóst; en aðeins öfgafullir trúar- ofstæðis menn spá skjótri eyðileggingu. Hvað sem slíkum spám líður, þá er það víst, að á jörðinni verðúm vér að leita að og finna mögullegleikana til mannfél- agslegrar frelsunar. Sáluhjálpin er nú orðin í huga fjöldans sem mannfélags- leg þroskun og framför, til fyllra og ham- ingjusamara lífs. Takmarkið er ekkí að- eins eins og eins einstaklings, hér og þar, með því að einangra, eða aðskilja hann frá mannfélaginu, sem er óhæft í sjálfu sér, til sjálfsbjargar, og setja hann í einhverja paradís um alla eilífð, þar sem hann væri einangraður frá öllum áhrifum syndar og þjáningar. Sálu- hjálpin er nú orðin í huga fjöldans, að frelsa mannfélagið sjálft, að gera lífið betra og göfugra fyrir alla sem á jörð- inni lifa; en ekki aðeins einhverjar út- valdár þjóðir hér og þar. Sá tilgangur er aðal þráðurinn í viðleitni nútíðar trúarbragða. Þar sem þjóðir og lönd eru komin í svo náin tengsli sín á milli með allskonar nýtízku tækjum, þá er og auðsætt, að í slíkum heimi er óhjá- kvæmilegt að unnið sé að því, að koma á einhverri tegund andlegs samræmis, annars er hætt við að spálfseyðing sé ekki langt undan landi. Spámenn og leiðtogar hins nýja fyrirkomulags skilja þetta vel. Það ólgar undir niðri eins og ger, í huga fjöldans, þó það brjótist ekki út á yfir- borðið nema hjá þeim .sem heitastan á- huga hafa fyrir því. Þeir kalla í angist sinni, því er armleggur Drottins svo stuttur, að hann getur ekki bjargað? Og þegar einhver spámaður eða spámenn, koma fram og holdi klæða þessa þrá, svara þessu ákalli og setja svarið fram á skiljanlegan og yfirgripsmikinn hátt, hlustar fjöldinn á með ánægju og gleði. Enginn skyldi halda að þetta sé grundvallarlega ný trúarbrögð. Nei, alls ekki. Það er fólgið í nýjum skýringum ýmsra trúfræðilegra atriða, og trúar- bragðalegum skilningi, sem hefir tekið nýja stefnu; en uppspretta og áhrifamagn hið sama, eins og altaf hefir verið, áhrif hins andlega afls verður að gegntaka sál einstaklingsins með ástríðu ástar og andagiftar fyrir þvf sem menn hafa ávalt hugsað um, á ýmislegan hátt, og kallað sáluhjálp. Mismunurinn er aðallega fólg- inn í starfsaðferðum. Gömlu endurvakn- ingar samkomurnar, með sínum ótrúlegu öfgum, eru nú algerlega úr sögunni. “Billy” Sunday var hinn síðasti slíkra endurvakningar ’prédikara á því sviði. Skuggi hefir þegar fallið á hinar óbrotnu en samt viðkvæmu tilraunir Aimee Sem- pel McPherson að gera sér að féþúfu trúarbragðalega hneigð fólksins. Hin andlegu áhrif verða að koma til mannshjartans í gegn- um hinar almennu leiðir skiln- ings og þekkingar sem eru í samræmi við vitsmunalega hæfilegleika mannanna; en þrátt fyrir það verður þó að fylgja í höfuðatriðum viðtekn- um siðvenjum eins og verið hefir. Hinn mannlega sál verð- ur að verða snortin af Guði,— alheims sálinni — mennirnir verða að vera vaktir til þess, að finna til þess, að það eru vitsmunir, ákvörðun og tilgang- ur í alheiminum, sem þeir eru partur af, og menn verða varir orku og ánægju í hlutföllum við það samræmi sem þeir eru í við alheimssálina. Aðferðimar eru mismunandi. Þvingunar aðferðir sem brúk- aðar voru eru nú algerlpga breyttar eða lagðar niður. Sú var tíðin, að einstaklingar urðu svo gagnteknir af umhugsun sinnar eigin sáluhjálpar, eða frelsun á himnum eftir dauð- ann, þar sem ófullkomlegleiki, synd og ranglæti var útilokað um alla eilífð, eftir Guðs ráð- stöfun. Þessi vondu öfl urðu ekki yfirunnin, en það var mögulegt að verja þeim að komast inn í paradís. Nú á tímum sýnist hugur 'þeirra sem eru undir áhrifum andans, að því að leitast við að frelsa allt mannkynið, sem hann er og partur af. Það er éngin vafi á því, að hinar gömlu vakning- ar samkomur hafa verið fremur óviðfeldnar, eins og líka var jhugmynd þeirra um það, að prédikarinn væri staðgöngu- | maður Guðs síns, og hann full- mektugur “genius.” Eg vil ekki ímynda mér að fólk hafi algerlega tapað trú á framhaldi lífsins. En fólk hefir þroskast ti lskilnings á því, og það réttilega, að ódauð- leikatrú grundvöllffð á sjálfs- hyggju, og ófélagslegu braski til að frelsa sína eigin sál, án þess að láta sér koma við hið allra minsta hvernig öðrum reiðir af, slíkt er ódauðleika trú, sem enginn göfugt hugs- andi maður samþykkir eða þráir. Við getum sett þetta fram undir öðru formi, sem skýringu; enginn stjórnmála- maður, eða löggjafi, nú á tím- um, getur hlustað á skemtiskrá útvarpaða frá Japan eða Gen- eva, og greitt atkvæði næsta dag með því, að byggja herskip, fjölga landher, og hækka tolla til þess að bjarga eða auðga eina þjóð á kostnað allra hinna. Slík trúarbrögð sem hér um ræðir af því þau eru almenn snerta óhjákvæmilega hina göf- I Ugustu strengi allra trúar- bragða er mennirnir þekkja. Það er þess vegna bæði hugg- andi og uppörvandi fyrir þá sem hafa verið uppaldir í Kristnum sið, að uppgötva að það er sjálfur hjartapukturinn í trú Jesú Krists. Eg hefi ekki orðið þess var að hann gerði sér miklar áhyggjur um hinn ókomna heim. Það sýnist að hann hafi litið svo á, að hvað sem framundan væri verði að þroskast upp úr því sem er, að framtíðarinnar heiniur verði eðlilegur ávöxtur af því sem er. Hans Guð, hans Guðfræði, og hans félagslega stefnuskrá var alt lagað eftir þörfum tímans. Synd var það alt, er skaðaði meðbræður hans, eða á nokk- urn hátt stóð í vegi fyrir vel- líðan mannanna; og fyrirgefn- ingu syndanna var einnig mögu- legt að öðlast með þvf að fyr- irgefa öðrum af heilum hug. Hann talaði svo oft og fagur- lega um Guðsríkið, um kon- ungdóm himnanna, sem meinti WINNIPEG, 26. JÚLÍ, 1933 t fullan aldarijoioung hafa Dodd’« nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd.. Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. mannfélagslega stofnun, bæði þá og nú, sem ykist að orku og fegurð, eftir því sem mönn- unum þokast áfram að læra að skilja þá lífsspeki, að lifa sam- an í einingu, umburðarlyndi, samhygð og góðvild hver til annars. í fjallaræðunni finn eg ekkert annað en þetta; og það er alt dregið saman í hinni gullnu reglu, sem menn hafa j komið sér saman um að sam- ' þykkja sem sameiginlegan |texta hinna ódauðlegu lof- söngva. * * * (Aths.—Ofanskráður kafli úr ritgerðinni “Trúarlífið nú og j fyrir 100 árum,” er þýddur af I G. Eyford og kann Hkr. honum | beztu þakkir fyrir.—Ritstj.). ELLEFTA ÁRSÞING Frh. frá 1. bls. ir vébönd sín. Á hvortveggja j hafa verið örðugleikar, en stjórnarnefndin og starfsmenn félags vors hafa þó lagt all- mikið kapp á að sinna hvort- tveggja. Eins og menn ef til vill rek- ur minni til, þá var samþykt á síðasta þingi hvað útbreiðslu- mál snertir, að einskorða það starf að mestu við fjóra staði, sem ekki hafa fasta prestþjón- 1 ustu, þótt félagsmyndun hafi | að vísu verið á tveimur þeirra. ! Staðirnir voru Piney, Langruth, Reykjavík og Vogar. Sam- kvæmt þessum bendingum hafa þeir séra Guðmundur Árnason og Dr. Rögnvaldur Pétursson báðir flutt messur í Piney, og auk þeirra eitt sinn séra Philip Pétursson enska messu á sama stað. Hina staðina 'hefir séra Guðmundur Árnason annast og lagt á sig töluvert erfiðl í því sambandi. Auk þessa má geta þess, að Dr. Rögnvaldur hefir á köflum haft mikið annríki við jarðarfarir víðsvegar um Manitoba og Saskatchewan. Um starfsemi mína er það að segja, að eg hefi orðið að dreifa verki mínu mjög mikið á árinu og þó jafnan eingöngu innan safnaða þeirra, sem tilheyra kirkjufél- aginu. Og með því að mér er það verk að sjálfsögðu kunn- ara en starfssvið embættis- bræðra minna, mun eg fara um það nokkrum orðum. Þegar lauk síðasta kirkju- þingi á Lundar í fyrra, lagði eg jafnskjótt af stað til Vatna- bygða í Saskatchewan með þvf áformi að dvelja þar sumar- langt. Var- þá ætlun mín, enda um það rætt á þinginu, að skifta starfi að jöfnu milli Nýja íslands og Vatnabygða yfir ár- ið. Dvaldi eg svo þrjá mánuði vestra og prédikaði um sumar- ið á Wynyard, Kandahar, Grandy og Mozart. Áhugi manna þar vestra á máium kirkju vorrar var langsamlega almennari og meiri en eg hafði þorað að gera mér vonir um áður en eg fór. Bygðin hefir nú um langt skeið verið prests- Iaus—þ. e. án búsetts prests— en skilningurinn hefir vaxið á því, að þau útgjöld og sú

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.