Heimskringla - 26.07.1933, Side 6

Heimskringla - 26.07.1933, Side 6
6. SlÐA. HElMSKRINGLA WINNIPEG, 26. JÚLÍ, 1933 JÓN STRAND Saga eftir PAUL TRENT. Þýdd af G. P. MAGNÚSSON. Svo fór hann að hugsa um Joyce. Hvaða þýðingu skyldi alt þetta hafa á samband þeirra milli? Honum kom í hug, að ekki mætti hann undir neinum kringumstæðum draga stúlkuna, sem hann elskaði, ofan í vilpu fyrirlitningar- innar með sér. Hann varð að segja henni það nú strax er hann kæmi heim. Eii þessi hugs- un ók á þrautir hans. Á heimleiðinni kom þann við hjá bílkaup- manni og seldi honuin bílinn sinn fyrir lítið verð — sér í stór skaða. Hann þurfti á hverjum eyrir að halda, sem hann gat inn- heimt, til þess að geta staðið skil á því sem Mason hafði lánað honum. Hann þóttist þess full viss, að Mason mundi aldrei, þrátt fyrir alt, ganga eftir þeirri skuld hjá sér, þar eð hann í fyrstu hafði fengið sér það sem vina- hjálp til að nota í kosninga baráttunni og aldrei ætlað sér að telja það til skuldar. En Mason var maður, sem Jón kærði sig ekki nm að gæti talið til skuldar hjá sér fyrir neitt. Hann varð að viðhafa alla sparsemi í lifnaðar háttum; það mundi honum ekkert ganga illa, því hann hafði aldrei vanist öðru en því allra nauðsynlegasta. Honum þótti lakast af öllu, að geta ekki haft Philip áfram í þjónustu sinni. En hann sá ekki hvernig hann gæti goldið honum kaupið eftirleiðis. “Og nú munu mín meðmæli vera honum einskis virði til nokkurs þess, er líklegur væri að taka hann í þjónustu sína,” hugsaði hann gramur. Þegar Jón kom heim til sín, mætti honum þjónn við dyrnar. “Við hér á heimilinu trúum ekki einu orði af því, sem um yður er sagt, hr. Strand. Þér megið til með að berjast mót þessum föntum, og sýna þeim að þeir séu allir vit- lausir," sagði þjónninn og var hann í æstu skapi. Jóni fanst sem sér létta ögn innanbrjósts við þessi orð þjónsins. Hann vissi að þau voru af einlægni sögð og fann að það voru þó einhverjir til sem trúðu því, að hann væri ekki sekur. Philip sat við ri^vélina þegar Jón kom inn en stóð upp er hann sá húsbónda sinn koma. “Viltu gera svo vel og segja ungfrú Arn- old, að eg biðji hana að finna mig hingað inn í stofuna? Svo mátt þú fara að hvíla þig Philip, eg þarf þín ekki meir í kvöld,” sagði Jón og gat nú ekki leynt lengur þeim tilfinningum, sem innifyrir ríktu hjá honum. Nokkrum mínútum síðar kom Joyce inn og lýsti sér meðaumkun í augna tilliti hennar. “Hvernig líður frænda þínum?” spurði Jón og ýtti stól að arininum. “Hann virðist sofa rólega þessa stundina. Læknirinn er mjög hugsjúkur út af veikindum hans. Það er eins og eitthvað sérstakt hvíli á huga frænda míns. — Eitthvað sem hann vanti að segja, en geti það ekki. En svo er það ef til vill ekki nema eðlilegt,” sagði hún og andvarpaði. Svo sagði Jón henni frá því, hvernig sér hefði verið tekið á þinginu þá um daginn. Hún tók mörgum litbreytingum meðan hún hlust- aði á sögu hans. “Elsku Jón, mig vantar að þú opinberlega lýsir því yfir, að við séum trúloíuð. Helzt að blöðin sé látin geta um það. Viltu gera þetta fyrir mig?” spurði hún í lágum og blíðum róm. “Það var viðkomandi trúlofun okkar, sem eg ætlaði að tala við þig, Joyce,” sagði Jón. “Eg finn, að traust þitt á mér og samúð þín hefir gefið mér kjark og dug undan farin tíma. En mér finst nú eins og það sé óhjá kvæmilegt að við slítum öll þau bönd sem tengja okkur nokkuð nánar en sem góða vini.” “Jón!” hljóðaði hún upp og stökk á fætur. “Það væri ekki sanngjarnt né sæmandi, að halda þér bundni við mig-------”. Rödd hans skalf og varir hans titruðu. “Mig, sem er kærður um óheiðarlegheit á hæðstu stigi.” Hún hló kuldahlátur og færði sig nær honum. Svo tók hún báðum höndum sínum um háls honum. “Elsku Jón! Mér er svo mikil gleði í >ví, að vita það, að eg fæ að verða konan þín — bráðum. Það hefir enga þýðingu fyrir mig hvað heimurinn — með öllum sínum röngu rómum — segir um þig. Eg veit að þú ert heiðarlegur maður, sem hafður ert fyrir rangri sök af hinum rangláta heimi — eg elska þig. Okkur líður nógu illa nú, þó því sé ekki aukið við stríð okkar og hörmung- ar, að skilja. Nei, Jón, við skiljum aldrei fyr en dauðinn aðskilur okkur.” “Þú segist vita að eg sé heiðarlegur mað- ur. Heiðurs míns vegna er mér ekki nema ein leið opin og þá leið verð eg að taka. Eng- inn skuggi má falla á þinn heiður Joyce mín elskuleg. Látum okkur vona að sá dagur komi er eg get tekið þig í faðm mínn og þrýst þér að hjarta mínu með fullri vissu um það, að þá hefir ástæðu til að vera stolt af nafninu Jón Strand! En þar til sá dagur kemur------” “Eg hlusta ekki á neina fjarstæðu, Jón!” hljóðaði hún upp í ákafri geðshræring. “Mér er sama um alt svo lengi sem eg fæ að vera með þér — án þín er líf mitt einskis vert. Mig vantar þig eins og þú ert. — Elskar þú mig ekki, Jón?” spurði hún svo, eins og hálf efa blandin. “Jú, elsku vina mín. Meir en mitt eigið líf. En þú mátt ekki freista mín. Eg á svo erfitt.” Hún þrýsti honum að sér og kysti hann ástheitum kossum og hvíslaði í eyru hans ást- ar tilfinningum' sínum. Ástar atlot hennar yfir- buguðu Jón og hann nú í fyrsta skifti tapaði valdi yfir sínum eigin tilfinningum. Hann greip hana í faðm sér sem brjálæði hefði kom- ið yfir hann, kysti hana og þrýsti henni upp að hjarta sínu í óstöðvandi geðshræring. “í síðasta sinn, elskan mín,’ ’sagði hann og dróg sig frá henni. Þau stóðu og litu hvort á annað. — Hann með staðföstum og einbeittum svip, en hún með biðjandi augnaráði. Hún sá að hann var ákveðinn í sinni ákvörðun og það mundi þýð- ingarlaust fyrir sig að biðja. Hún ætlaði samt að gera eina meiri tilraun. “Hvað sem þú segir mun eg skoða mig sem unnustu þína. Eg veit að eg giftist aldrei neinum öðrum manni, og enn er eg ekki von- laus. Guð leyfir ekki þessu arriglæti sem þú ert beittur, að halda áfram — það kemur eitt- hvað fram í dagsljósið sem verður til þess, að sannleikurinn vinnur sigur. Þetta er ef til vill almættisins vegur til að reyna okkur, en það er ógreiður vegur og illur yfirferðar,” sagði hún. “Eg veit að eg þarf ekki að taka það fram, að eg hlýt að hreinsa mig af því, sem á mig er borið. Eg hefi verið dæmdur án þess mér væri gefið tækifæri að skýra mína hlið á málinu eður færa fram neina vörn fyrir mig. Jafnvel lögfræðingar þeir, sem þykjast vilja minn hag, eru sannfærðir um, að eg sé sekur. En eg skal ekki gefast upp. Eg skal berjast svo lengi sem eg get staðið — berjast fyrir rétti mínum, berjast fyrir sannleikann og rétt- lætið. Eg veit það verður erfiður tími fyrir mig að mæta ásakandi augnaráði frá öllum hliðum; að vera mér þess meðvitandi að allir líta á mig, sem sakamann, og hafa ekki tæki- færi til að bera hönd fyrir höfuð mér á neinn hátt. — Það er hræðilegt. Joyce settist í hægindastólinn og byrgði andlit sitt í höndum sínum og brjóst hennar gengu upp og niður af ekka. Jón fékk til- hneigingu til að þrífa hana í fang sér og hugga hana en þá kom sú hugsun fram hjá honum að hann ætti ekkert með það að snerta hana. Svo hann sat kyr. “Hví ferð þú ekki og talar við South- wold?” spurði hún- svo alt í einu. “Eg hefi ákveðið að gera það, þó eg viti fyrirfram að_það hafi engann árangur.” “En ef þú samþykkir að taka boði hans og vinna með honum?” “Mundi þig vanta, að eg gerði það?” “Já — já eitthvað til að hjálpa þér. Eitt- hvað til að hreinsa þig af þessum lognu kær- um.” “Jafnvel það væri gagnlaust fyrir mig nú. Southwold óttaðist mig ekki lengur. Eg er út- skúfaður og hefi engin völd — ekker afl. Svo mundi engin trúa, jafnvel honum, að eg væri saklaus.” “En þú gætir reynt það.” “Nei, elsku Joyce. Þegar eg neitaði boði hans, þá gerði eg það, sem eg áleit vera rétt. Og eg ætla ,ekki nú að beygja mig undir vilja hans, mót sannfæring minni, af því að hann hefir framfylgt hótunum sínum við mig.” “Hann mun fá að líöa fýrir gerðir sínar — kanske fyr en varir. Er þá ekkert hægt að gera?” “Ekkert annað en bíða,” sagði Jón von- leysislega. “Eg verð nú að fara inn til frænda míns og sjá hvort hann sefur ennþá,” sagði Joyce, og Jón reyndi ekkert að aftra henni. Nú, þegar hann leit þannig á, að hún væri ekki lengur sín, var nærvera hennar honum frekar til ama en gleði. Honum fanst þó altaf sem sig langaii til að hún héldi sér í faðmi sínum og talaði við sig huggunar orðum. En nú varð hann að reyna til að hafa sig sem ylengst frá henni, svo hann félli ekki fyrir freistingunni. Hann settist við skrifborð sitt og reyndi að skrifa, en honum var ómögulegt að festa hugan á neinu sérstöku verki. Svo gaf hanij upp að reyna; stóð upp og gekk yfir að arininum, settist á stól fyrir framan og ein- blindi inn í eldinn. Hvað hann hafði verið farinn að líta björt- um augum á framtíðina — hann, nafnlaus maður, hafði verið kominn svo hátt, að vera orðinn leiðtogi hóps manna á löggjafar þingi landsins. Hann hafði verið farinn að sjá fram- undan þann tíma er nafnið Jón Strand var á hvers manns vörum í sambandi við ýms stór- virki um alt land. Og svo! Svo kom fallið. Hvað það var geysi mikið. Ef honum tækist nú ekki að hreinsa nafn sitt af þessum áburði. Hvað hafði þá framtíðin í skauti sínu fyrir hann. Allir mundu van- treysta honum. Fátækt og bazl mundi knýja hann til að vinna fyrir lifibrauði í öðru landi undir öðru nafni. Nú jæja. Ef eg verð að breyta um nafn þá hefi eg eins mikinn rétt til hins nýja nafs sem eg hefi til þess, er eg ber nú,” sagði hann gremjufullur. Svo fór hann að hugsa um sinn óþekta föður. Hann hafði dreymt um, að sér tækist að finna hann, þegar hann yrði kominn upp á hæðsta tind mannvirðinga. Þá skyldi hann lesa yfir föður sínum fyrir að kasta sér þannig frá sér. Undanfarnir dagar höfðu reynst Jóni erf- iðir og þó hann væri hraustmenni, lét hann nú ásjá. Hann sýndi þess ljós merki, að hann var uppgefinn á sál og líkama. “Eg vildi að eg væri ekki lengur til,” sagði hann við sjálfan sig. Nú sá hann ekk- ert nema eintóma auðn — eintómt eilífðar myrkur, hvergi bjarma eður birtu. — Nú hafði hann, að honum fanst, ekkert að lifa fyrir — alt var honum tapað, sem lífið girntist. End- urminning um ástina til Joyce var það eina, sem hélt honum uppi. Hann fór að hugsa um Joyce — ást hennar, blíðu hennar — og hugg- unar orðin, sem hún hafði talað til hans. — Jú, hann hafði eitthvað að lifa fyrir. Bara að honum entist nú aldur til að hreinsa nafn sitt af ósannindum þeim, sem á hann voru borinn, svo hann gæti, blygðunarlaust komið til Joyce aftur og tjáð henni ást sína á ný — á ný? Nei, hann hefir aldrei hætt að elska hana og mun aldrei hætta því. Heldur skyldi hann koma til hennar og segja: “Nú hefi eg óflekkað nafn, elsku Joyce. Nú skulum við njóta ástarinnar sem við höfum alla jafna borið hvort til ann- ars.” “Þarna er bjarmi af nýjum degi. Eg skal aldrei gefast upp — eg skal berjast og sigurinn skal verða minn að lokum. — Fram! Fram, s •Jón Strand. — í sannleikans nafni — í rétt- lætisins nafni.” Þannig hugsaði Jón er hann stóð á fætur og fór að ganga um gólf í stof- unni. XXXVII. Kapítuli. < Svo mikið ástríki hafði Philip tekið við Jón, að það gekk næst að hann dýrkaði hann sem æðri veru. Þessir síðustu tímar höfðu orsakað honum mikils hugarangurs. Ekkert hafði traust hans á Jóni minkað við þær sögur sem sagðar voru um hann. En honum skildist það, að vini sínum og góðgerðamanni mundi ganga illa að hreinsa sig af rógburðinum. Það var sem sæti stórkökkur í hálsinum á honum er hann fór út um kvöldið til að fá sér dálítinn göngutúr. Hann gekk áfram í eins- konar leiðslu og án þess, að vita hvað hann eiginlega var að fara. “Eg var á leið yfir til að sækja þig, Phil- ip,” heyrir hann að sagt er fyrir aftan sig og um leið er þrifið í handlegg hans. Það var Sylvía, og Philip gat ekki leynt því, hvað hann var glaður við að sjá hana. “Eg var rétt að brjóta heilann um, hvern- ig eg ætti að ná í þig. Eg vildi ekki almenni- lega fara heim til þín,” sagði Philip. “Þú hefðir ekki fundið mig þar. Eg hefi nú farið frá föður mínum,” svaraði hún hálf- vegis raunamædd á svipinn. “Það gleður mig. Þú hefir náttúrlega verið á leiðinni til að finna hr. Strand, eða kanske Joyce.” “Já eg ætlaði að finna hr. Strand og láta hann vita hvað mér líður illa út af því hvernig komið er. Mér finst eins og eg sé á einhvern hátt sök þar í,” sagði hún og var nú auðsjáap- lega komin í talsverða geðshræring. “Joyce er ný farinn niður í stofu að tala við Jón, Eg held það væri réttast að ónáða þau ekkert.” “Nei, eg ætla ekki að gera það. Hvert er þú að halda núna?” “Eg er bara á göngutúr. Kanske að þú viljir koma'með?” spurði hann. Sem svar upp á spurninguna stakk hún hendi sini í handar krika hans og þau héldu af stað. Það var eins og færi rafmagns- straumur um Philip er hún snart hann. Þau gengu bæði þögul unz þau komu á stíginn sem liggur meðfram ánni. “Veist þú hvers vegna faðir minn kom fram við Jón á þann hátt sem hann gerði?” spurði Sylvía í lágum róm. “Eg hefi hugmynd um það. Það var voðalega gert af hnoum.” “Það var engin ástæða fyrir hann að reyna að eyðileggja framtíð eins manns bara af því hann hugsaði að mig vantaði að ná í hann fyrir eiginmann.” “En faðir þinn er reiðubúinn að gera alt fyrir þig. Og eg lái honum það ekki. Eg mundi gera það sama ef eg gæti. — Eg á við----” “Þú talar vitleysu, Philip.” “Hvar heldurðu til?” spurði hann til áð breyta umtalsefninu. “Eg hefi leigt mér herbergi yfir á Half Moon götu. Eg ætla vita hvernig mer fellur að lifa af litlu. Eg hefi ákveðið að þiggja ekki einn eyrir af föður mínum fyr en hann hefir sýknað hr. Strand. Hann er sá sem það getur.” “Hefir þú nokkra peninga sjálf?” “Aðeins lítið, sem móðir mín skildi mér eftir. Sem svarar einum fjórða hluta af þeim peningum ,sem eg vanalega hefi eytt fyrir kjóla og föt á árinu. En hugsaðu ekkert um það,” sagði hún að endingu glaðlega. “Þetta er í rauninni engin matmáls tími, en eg hefi bara góða lyst á mat núna,” sagði Philip og leit til Sylvíu um leið. “Þetta er alveg Ijómandi hugmynd. Við skulum fara inn á Savoy matsöluhúsið, þar verður engin um þennan tíma,” sagði Sylvía áköf. Þegar þau komu inn í matsölu húsið voru þar fáir og þau komust inn að enda salsins þar sem þau gátu verið út af fyrir sig. Og það var einmitt þar, sem þau vöntuðu að vera nú. “Einu sinni hafði eg þá sömu hugmynd og faðir þinn, að þú elskaðir hr. Mason,” sagði Philip feimnislegur. . “En nú veistu að þú hefir verið rangur. Er það ekki?” spurði hún glaðlega. Þau sátu sitt hvoru megin við borðið. Philip tók eftir því, að hún hafði engann hring á hendinni. Hún lagði hendurnar fram á borðið og hann rétti sínar hæglátlega yfir borðið og lagði þær ofan á hennar. “Sylvía! — Eg ætla að segja þér dálitla sögu — dálítið æfintýri,” sagði hann blíðlega. “Það var eitt sinn ungur maður. Hann gerði flón úr sjálfum sér og eyðilagði framtíð sína með flónslegu athæfi. Hann var gersamlega orðinn undir í viðureigninni við heiminn. Þá kom honum til hjálpar maður, sem reyndist honum sannur vinur. En þessi ungi maður .hafði eytt öllum beztu árum æfi einnar í hugs- unarleysi og brjálæðis athafnir. Allir peningar sem honum áskotnuðust lentu í eintómt sukk. Þessi vinur tók hann að sér, klæddi hann og fæddi og gaf honum atvinnu hjá sér. Honum var farið að líða vel, þegar hann einn dag mætir svo stúlku, sem var yndisleg, fríð og góð — yndislegri en hann hafði nokkru sinni dreymt að nokkur stúlka gæti verið.” Hún dróg hægt að sér hendina. Philip leit í kringum sig og sá að það veitti maður eftir- tekt. “Þekkirðu þenna mann?” spurði hann. “Eg mætti svo mörgu fólki; en eg held eg hafi séð þennan mann áður,” sagði hún og færði svo hönd sína í sömu stellingar aftur. “Já, haltu nú áfram með söguna. Mig langar til að heyra hana.” Hann lagði svo sínar hendur ofan á henn- ar eins og þær voru. Og hann tók eftir því, að roði færðist í andlit hennar. “Þessi ungi maður var alveg eyðilagður, því hann hugsaði að annar maður elskaði þessa fögru prinsessu,og að hún elskaði þann mann og sá maður var góðgerða maður hans og vinur. Hann reyndi því að gleyma henni. Svo vaknaði von hjá hinurri unga manni, því hún var svo ósköp góð og fór að hugsa, að henni þætti ofurlítið vænt um sig — að hann ætti ef til vill dálítinn blett í hjarta hennar. Honum fanst hann, við þá hugsun, vera sá lukkuleg- asti maður í heimi. Þessi fagra princessa lifði með föður sínum, sem var stór efnaður mað- ur. Alt í einu skall svo á óveður í heimi mann- anna og vinur þessa unga manns varð í nauð- um staddur. — Þreytir þessi saga þig, máske?” spurði hann svo alt í eiriu. “Nei,’ ’sagði hún lágt. “Þennan unga mann brast kjark að opin- bera princessunni ást sína, en samt----” “Philip! Þú mátt ekki vera hugdeigur,” tók hún fram í fyrir honum og augu þeirra mættust. Þau fyltust bæði hrifning og gleði. “Ef princessan gæti elskað þennan lágt standandi elskanda hennar — þá---------” “Eg veit, að prinsessan hefir alla tíma elskað hann,” sagði hún feimnisleg. “Þá verður elskandinn ánægður, og þegar óveðrinu sljákkar kemur hann og fellur á kné frammi fyri prinsessunni og biður hana að verða konuna sína.” “Nú er prinsessan mannleg vera. Og henni finst sem hún getí ekki beðið, og------” “Sylvía!” hljóðaði hann. “Philip, eg held að þú hafir verið mjög til baka haldandi elskandi.” Hann laut yfir borðið og lyfti hönd hennar upp að vörum sínum og kysti hana.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.