Heimskringla - 26.07.1933, Síða 7

Heimskringla - 26.07.1933, Síða 7
WINNIPEG, 26. JÚLÍ, 1933 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA. HITT OG ÞETTA Frá Spáni Madrid 15. júní. í dag hefir Don Juan March Ordinas, auðugasti maður á Pyreneaskaganum, verið eitt ár í fangelsi. Honum hefir verið haldið í fangelsi án þess mál hans kæmi fyrir rétt. Ordinas var þingmaður fyrir Baleareyj- ar, en hvorki það, né hitt, að hann er miljónaelgandl, gat komið því til leiðar, að hann kæmist hjá fangelsisvistinni. — Báðir þeir menn, sem gegnt hafa fjármálaráðherrastörfum spánverska lýðveldsins, hafa lýst því yfir, að Ordinas sé höf- uðfjandi lýðveldisins, hann hefði mútað einræðisherranum Primo de Rivera o. s. frv. Það er höfuðkæran, sem Ordinas neit- ar, að sé rétt. Læknar. hans og lögfræðingar hafa mikið gert til þess að fá hann látinn laus- an. En þeir hafa engu fengið um þokað. * * * Frá Rússlandi Moskwa í júní. Hvers konar glæpum, sem framdir eru í bráðræði eða augnabliksæsingu, en glæpir slíkra tegunda hafa löngum ver- ið algengir meðal slafneskra þjóða, fer nú mjög fækkandi í rússneskum löndum, að því er I. E. Estrin heldur fram, en hann er yfirmaður þeirrar stofn unar, er rannsakar þessi mál í ráðstjórnarríkjunum. — Hann heldur því og fram, að þess muni eigi langt að bíða, menn hætti að leggja það fyrir sig, að hafa ofan af fyrir sér með óheiðarlegu móti. Algeng- asti glæpurinn í ráðstjórnar- ríkjunum er þjófnaður, og or- sökin er tíðast erfiðleikar þeirra, sem • gerast þjófar. Algengustu og erfiðust afbrotamál, sem rúss nesk yfirvöld og lögregla hefir nú við að fást, eru afbrot, sem grundvallast á óráðvendni þeirra, sem starfa fyrir ríkið. * * * Mary McCormic, fræg óperusöngkona amerísk, giftist fyrir um það bil ári síðan Serge Mdvani prinsi, fyrverandi eiginmanni kvikmyndaleikkon- unnar Polu Negri, Mary Mc- Cormic hefir nú farið að dæmi Polu og ætlar að biðja um skiln- að. Leikari: Eg gerðist leikari að- eins til þess að stríða foreldr-: um mínum. Annar leikari: Og hugsaðir ekkert um veslings leikhús-' gestina. ENDURMINNINGAR Eftir Fr. Guðmundsson. Framh. Lóðin sem mér úthlutaðist, var að austanverðu á Simcoe, nokkurnveginn mitt á milli Wellington og Notre Dame þverstræta, hana hafði átt prestur. séra Pétur Hjálmsson, en hann var að flytja vestur til Alberta, og hafði beðið J. J. Vopna að selja fyrir sig lóðina. Eftir að eg hafði verið hálfan mánuð í Winnipeg, byrjaði eg að byggja fjóskofa aftast á þess- ari lóð, því kú þurfti eg að hafa, fjósið bygði eg í eftirvinnu á kvöldin og var eg búinn með það þegar fyrsti mánuðurinn var úti. Fluttum við þá í fjósið. Þar var gott pláss fyrir rúmin okkar, en úti varð konan nhn að elda allan mat, á hlóðar- steinum, eins og þegar legið var í tjaldi langt frá heimilum við heyskap heima á íslandi. En alt var þetta gott og vel tilvinn- andi að við ekki þyrftum að borga hina vitlausu húsaleigu. En þetta var ekki til einnar nætur, svona skyldi það vera þangað til húsið væri vatns- helt, þó það yrði ekki fyr en að haustinu. Það má ekki gleyma því að tíðin lék í lyndi. En nú kom kussa til sögunnar. Ein- hver Jón Guðmundsson vestan frá Argyle, leiddi kú eftir stræt. inu, og leit stöðugt til beggja hliða fanst mér hann fremur ætlast til að menn veittu kussu eftirekt, en sjáfum sér. Eg á- varpaði manninn og hann spurði óðar hvert mig vantaði ekki að kaupa kú? Það var ekki ómöguegt, ef það væri góður gripur í fullu standi og með góðu verði, en það stóð nú alt heima. Kúna keypti eg fyrir 25 dollara. Var nú rek- inn niður langur raftur spölkorn frá fjósinu og kussa bundin við hann á hverri nóttu, en á degi hverjum hafði hún fríann aðgang að fljótandi hunangi, ásamt með ótal stallsystrum sínum líklega utanvið bæjar- takmörkin. En það var ekki alveg frítt fyrir mig, eg þurfti að borga fyrir það að taka hana áhverjum morgni og skila henni á hverju kvöldi, en það minnir mig að væri mjög sanngjarnt. En þá kom annað babb í bátinn. Maður hét Stefán Scheving, glaðlegur, skýr og skorinorður karl, hann var óðar kominn þarna, og sagðist vera umsjón- armaður stjórnarinnar, og það væri hæpið að alt mitt bölvað príl gæti gengið átölulaust, að hafa börnin í þessum kumb- J alda, og ætla svo að næla kúna niður rétt við hliðina á þeim. Það þýðir ekkert að hengja dulu yfir það, eg varð hræddur. Ef eg skyldi nú eiga eftir að lenda í fangelsi. Karlinn var eins og rekabúturinn vandséður, en ill- mannlegur var hann þó ekki. Auðvitað varð eg að komast á einhverja hreina niðurstöðu og það varð fyrirhafnar minna og fljótar en mig varði. Karlinn hélt áfram að tala, fljótandi mælskur og fluggáfaður, var það hvortveggja í bundnu og ó- bundnu máli, sem út af honum flaut, og að lokum var hann sáttur við mig, ef eg lifði eftir þúsund reglum sem hann lagði fyrir mig. Nokkrum sinnum kom hann oftar og lýsti ánægju sinni yfir löghlýðni okkar. Við vorum orðnir miklir mátar, en þá hvarf hann alt í einu úr sög- unni, þangað til veturinn 1931, að eg var orðinn blindur þá heilsaði hann mér að fyrra- bragði í kirkju, þar sem ekkert tækifæri var að tala saman, en á handtakinu fann eg að vin- skapur okkar hafði ekkert látið sig á 25 viðburðaríkum árum. En ef eg er gamall þá greiðir hann hærurnar. Það var ekki fyr en úm mán- aðamótin ágúst og september að við gátum flutt alfarin í húsið, þá fékk eg og 13 hundruð dollara lán á það, sem hrökk vel til að borga allan byggingar- kostnaðinn og lóðina. Næsta vetur seldi eg húsið fyrir 2 þús- und dollara, átti eg þá sjálfur 700 dollara af því sem var eins og sumarkaupið mitt. Að vísu hafði eg dálítinn kostnað í sam- bandi við hússöluna, en mikið meira hafði eg dregið í kaup frá öðrum sem eg vann hjá. Alt átti eg þetta J. J. Vopna að þakka, sem studdi mig á vegum tækifæramía, og gaf mér alt af vinnu þegar annað bilaði. Mörg- um sinnum hefi eg orðið vottur að því um mína daga, að fram- kvæmdarsamur góðvilji nær- gætni og vakandi bróðurhugur hefir orðið nauðstöddum miklu blessunarríkari liðsbót, en pen- ingagjafir, af því að gjafirnar eru sjaldan sársaukalausar, til þess sem njóta skal. En að sökkva önglinum í fliðruna og láta fátæklinginn sjálfann draga hana undir borð af hafsbotni auðæfanna, og innbyrða hana sem happadrátt sinn á eigin aflsmun, það er fallega að verki verið. Guðmundur Árnason frændi minn hafði sagt mér það ein- j hvern fyrsta daginn sem eg var j í Winnipeg, að ef eg heldi svona j áfram að spyrja hvern mann sem eg mætti að heiti, hvers Prentun The Viklng Press, Limited, gerir prentun smáa og stóra, fyr- ir mjög sanngjamt verð. Ábyrgjumst að verkið sé smekklega og fljótt og vel af hendi leyst. Látið oss prenta bréfhausa yðar og umsiög, og hvað annað sem þér þurfið að láta prenta. Bækur og stærri verk gerð eftir sérstökum samingi. THE VIKING PRESS LTD. 853 SARGENT Ave., WINNIPEG Simi 86-537 son hann væri, hvar af landinu og hvað gamall, þá yrði ekki tiltölulega langt þangað til eg yrði settur á vitlausra spítala. Það var eins og mér fyndist það kynni að felast einhver kær- leiksrík viðvörun í þessu, því eg var farinn að láta mér hægra um spursmálin, en þá mætti eg manni á Sargent, sem var auðsjáanlega að vega mig með augunum, en eg stilti mig, hann þoldi ekki mátið og spurði mig að fyrrabragði, sem gaf mér leyfi til að endurspyrja. Þessi maður var Jóhann Pálsson, bróðir Björns Pálssonar gull- smiðs á Sauðanesi, góðkunn- ingja míns. Eg var í þeim er- indagerðum að kaupa mér ýmsa óhjákvæmilega hluti til búsins, og þótti alt dýrt þegar eg var búinn að breyta verðinu í krón- ur og aura. Hann bölvaði þeirri vitleysu. Mér var ekki meir en svo um það gefið að fá tilhjálp. Eg var hálfhræddur um að eg leiddist þá til ofmikilla stór- ræða, en hann fór ekki að lög- um og ruddist í fylgd með mér, sagðist kannske betur en marg- ir aðrir geta hjálpað mér út úr þessu basli, og það gerði hann sannarlega. Hann fór með mig ofan í bæ þar sem byggingarn- ar voru hæztar og hrikalegast- ar, en fram hjá því öllu skund- aði hann eins og það væri ekki áiltsvert, en þá vorum við von- um fyr komnir að skelfing löng- um og ljótum skúr eins og hann hefði verið sóktur í lélegaseta fiskihverfi. Þarna vildi hann að við gengjum óboðnir inn um opnar dyr. Eg var víst ekkert spentur fyrir þessu heimboði, en svo fór eg nærri, að eg sá að dimt var inni þar í þokka- bót. Eg hélt að það væri mál að slá botninn í þessa frægðarför, eg setti því upp alvörusvip, og sagðist ekki hafa ætlað á svartaskóla, annað væri erindi mitt. Þó steig eg inn fyrir þröskuldinn, en Jóhann bendir mér á mann sem sat þar lengst inni við lítið borð og sá að við stönsuðum þarna. Óðar var maðurinn kominn, alderi hafði eg heyrt aðra eins fljótandi mæisku, snöggvast langaði mig til að skilja hann, en svo klapp- aði eg lóf í lófa að eg skildi ekkert af því sem hann sagði, en reyndi að nota það fyrir belj- andi árnyð. Meðan Jóhann talaði við karl- inn sá eg að það var fjarska mikið af allra handa húsmun- um hrúgað upp þarna inni í myrkrinu. Þarna voru borð og stólar, skúffur og skápar og stór, og alt var það grátt á lit- inn, Fljótlega fékk eg upp- lýsingu um það að þessi bú- slóð var öll úr stórkostlegum bruna sem hafði átt sér stað einmitt daginn sem eg kom til Winnipeg, og að grái liturinn sem á hlutnum sat, orsakaðist af eitursýrum sem slökkviliðið notaði við brunann. Þarna fekk eg mjög eigulega búshluti, af sterkustu gerð fyrir lítið verð, jafnvel þó því væri breytt í krónur, og átti eg það Jóhanni Pálssyni að þakka. Síðar sá eg hann aldrei heyrði sagt að hann væri fluttur norður til Lundar. Eg var búinn að vera meir en hálfan mánuð í Winnipeg, far- inn að byggja fyrir sjálfan mig, og búinn að finna flesta gamla kunningja sem eg hafði frétt til í borginni, nema Gísla Ólafs- son, hann var einna mest út úr íslendingahverfinu, og svo hafði mér verið sagt að hann byggi og verzlaði í 60 þúsund dollara múrsteinshöll, og hlyti að vera orðinn sterkríkur maður, en þessar fréttir fremur hindruðu mig. Eg hafði verið Gísla sam- tíða einn vetur á Möðruvalla- skólanum, og eitt sumar unnum við saman að jarðabótum, og höfðum haft talsvert saman að sælda þess utan, svo það var að verða óafsakanlegt að sjá hann ekki, því þó hann hefði frétt af Nafns piöld ** 1 Jr J Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd BldK- Skrlfstofusími: 23674 Stundai sérstaklegra lungnasjúk- dðma. Br ab flnna á skrifstofu kl 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimlii: 46 Alloway Are. Tal.lml i 33168 G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfræfiingur 702 Confederation Life Bldg. Talsimi 97 024 DR A. BLONDAL 602 Medical Arts Bldg. Talslmi: 22 296 Stundar sérstaklega kvensjðkdðma ogr barnasjúkdðma. — AtJ hltta: kl. 10—12 « h. og 3—6 a. h. Helmlll: 806 Vlctor St. Slml 22 130 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON tSLENZKIR L.OGFRÆÐINGAS 6. oðru gðlfi 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa einnig skrifstofur a0 Lundar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudag i hverjum mánuði. Dr. J. Stefansson 216 MEDIOAL ARTS BLDG. Hornl Kennedy og Gr&ham Stnndar eln&Dn&u auffna- eyrna- nrt- ojf kverka-ajökdrtma Er að hitta £rá kl. 2.30—5.30 e. h. Talaimi> 26 688 Helmill: 638 McMillan Ava. 426»! Telephone: 21613 J. Ch ristopherson. Islenzkur Lögfrœfiingwr 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitota. Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Simi: 22 296 Heimilis: 46 054 I mér í grend við sig, eða máske komið auga á mig í kirkjunni, þar sem eg sá hann skjótast inn úr lettivaginum, þá gat hann þó naumast vitað hvar eg var niður kominn og hafði máske ekki tíma til að finna mig. En það var líka eins og mér fyndist að mikil dollara umferð væri allri stórhríð verri, og óratandi heim til Gísla. Einn vildi eg þangað koma, svo eng- inn heyrði hvað okkur færi á milli, undir vissum kringum- stæðum. Það er líkast til að mér liafi þótt hann ganga of snúðugt frá kerrunni inn í kirkjuna, þegar ekkert var að gera á sunnudegi. Svo fór það að eg var staddur niður við borgarhöllina í góðu sumar- veðri, hitti þar íslendiuga sem eg þekti og spurði hann eftir Gísla. Hann sagði mér fljótt og greinilega veginn þangað heim. Mér lá ekkert sérstak- lega mikið á og nú var þá bezt að sjá manninn. Það leyndi sér ekki að eg var kominn að byggingunni, hátt á vegginn var málað G. Ólafsson. Frammi fyrir mér stóðu opnar dyr og var innifyrir fult af mjölsekkj- um og heyböggum. Eg heyrði mannamál í hinum enda bygg- ingarinnar, en þar var skrifstof- an og dyrnar hálf opnar og hitti eg Gísla á miðju gólfi. Eg heilsaði honum og spurði hvert hann þekti mig, hann brosti vingjarnlega en var seinn til svara. “Guðmundsson”, segir hann eftir stundarkorn. “Þau eru nú mörg bíldóttu hræin”, sagði eg, “ef þú kant ekki meira.” Eg kem þér ekki fyrir mig,” sagði hann. Mér fanst honum vera alvara, þó eg geti aldrei skilið það ástand. Eg sagði honum því hver eg væri og ætlaði svo að fara, en hann vildi koma með mér út á tröð- ina og tala við mig fáein orð, fór þá með mig inn í Hotel og vildi gefa mér vín eða bjór, en eg var bindindismaður og vildi ekki með það hafa. Þar sátum við ærna stund og rifjuðum upp smá atburði af samvist okkar. Mér fanst hann vera brjóstum- kennanlegur, hvað sem að hon- um gekk. Hann bað mig um að kaupa af sér mjöl eða hey, og það gerði eg meðan eg var í Winnipeg, og reyndust mér öll viðskifti rétt og hrein við hann. Ekki heimsótti eg hann nema einu sinni aftur, og hann aldrei mig. Eitthvað þessu líkt meinar máltækið: Svo fyrnast ástir sem fundir. Við höfðum verið í mörgu líkir, en áttum nú ekkert sameiginlegt. Framh A. S. BARDAL selur llkklstur og annast um Útfar- lr. Allur útbúnatJur sá bestL Ennfremur selur hann allskonar minnisvarba og legstelna. 843 SHEBBKOOKE ST. Phonet 86 607 WifOIIPM HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. S. G. SIMPSON, N.D.. D.O., D.O. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. • WINNIPEG —MAH. MARGARET DALMAN TEACHEK OF PIANO tf.%4 BANNING ST. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson fslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnlpeg Gegnt pósthúsinu. Síml: 96 210. HeimUis: 33328 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— end Fnrnltnre Mnriac 762 VICTOR ST. SIMI 24.500 Arniast allskonar flutninga fraa og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K. C. fslenzknr lbjrfræblnanr Skrlfstofa: 801 GREAT WEST PERMANBNT BUILDING Stmi: 92 766 ________________________ ( DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. Tal.lmll 28 889 DR J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR •14 Someraet Block Portate Arenne WINNIPVi BRYNJ THORLAKSSON Söngstjðri Stllltr Planos og Orgel Slml 38 345. 594 Alveratone 84.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.