Heimskringla


Heimskringla - 26.07.1933, Qupperneq 8

Heimskringla - 26.07.1933, Qupperneq 8
8. S!ÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. JÚLÍ, 1933 FJÆR OG NÆR. Síðastliðinn miðvikudag lézt á Granite Falls Sanatorium í Minnesota íslenzk kona Mrs. A. Josephson. Hún var 34 ára. Skilur eftir sig eiginmann og 4 hörn. Nanna Tryggvadóttir var nafn hennar áður en hún giftist og var hún fædd á Litlu-Völl- um í Bárðardal í Suður-Þing- eyjarsýslu á íslandi. Foreldrar hennar voru Tryggvi Tómasson og Rannveig Magnúsdóttir. Hin látna var því af hinni kunnu Illugastaða-ætt og skyld Thos. H. Johnson, er um skeið var dómsmálaráðherra Manitoba- fyikis. Síðastliðinn laugardag söng Sigurður Skagfield í Piney, Man., við góða aðsókn og lof- stír mikinn sem hvarvetna. Brá hann mjög við ágætum viðtök- um. Var til samsætis efnt fyr- J. J. SWANSON & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Finandal Agents Sími 94 221 600 PARIS BLDG. — VVinnipeg CARL THORLAKSON úrsmiður 699 Sargent Ave., Winnipeg Heimasími 24 141 ir hann á heimili Mr. S. S. An- derson; var það rausnarlegt og hið ánægjulegasta. Af söng Sig- urðar urðu íslendingar mjög hrifnir, og þeir ensku-mælandi menn, er þaf voru, bæði frá Roso í Bandaríkjunum og öðr- um stöðum, óskuðu að þeim gæfist tækifæri að hlýða á söngvarann í bygð sinni. Páll Th. Stefánsson frá Framnes, Man., fór fyrir sköm- mu suður til Rochester til að leita sér lækninga. í bréfi frá systur hans, Önnu, er suður fór með honum, er þess getið, að læknar geri sér vonir um bæt- ur á sjúkdómi hans, sem er einhverskonar vöðvabólga eða stíflun, er á lækna máli nefnist Myositis Fibrosa, og getur jafn- vel stafað frá skemdum tönn- um. Segir ennfremur í bréfinU að Páll sé hressari og hafi stjákað út fyrir dyr s. 1. laug- ardag. Ólafur Pétursson fasteigna- sali frá Winnipeg fór í bíl suður til Piney s. 1. laugardag. Kom hann til baka á sunnudagskveld. Með honum fóru Dr. R. Péturs- son er messaði í Piney s. 1. sun- nudag og sonur hans, Þorvald- ur Pétursson. í för með þeim voru og Sig. Skagfield og Ragnar H. Ragnar, er á laugar- dagskveld höfðu söngsamkomu í Piney. Islendingadag ur í Seattle, Wash. Haldinn að “Silver Lake” Sunnudaginn, 6 Agúst, 1933 Iþróttir byrja kl. 11 f.h. Hátíðin sett kl. 2 e.h. Dans frá kl. 6.30 til kl. 10.30 e.h. Munum Island, Islendinga og lslenzka túngu NÝJU BAÐFÖTIN Sem EKKI HLAUPA ÖRYGGI FYRIR ÞÁ ER EKKI SYNDA Kunnið ekki að synda?—Gerir ekkert til—því þér getið notið ánægjunnar— sem því fylgir að baða sig í djúpu vatni, án allrar hættu. Þessi nýju baðföt frá “Triton” Mon- treal eru “patentuð” með loftfyltum leynivösum, en líta þó alveg eins út og venjuleg al-ullar bolir, þangað til þér komið í vatnið. Þá þenja þau sig út sjálfkrafa—á augnabragði og fleyta yð- ur í það óendanlega. Verð aðeins $5.95 af karlmannastærð. . —I karlmannafatadeildinni, Hargrave Shops for Men—á aðalgólfi. < ^T. EATO N AÐVÖRUN til fiskimanna Nú er miðvikudagur, og ís- lenzku blöðin þessa vikuna komin alveg að því, að fara í prentun, svo þetta geta ekki orðið nema fáein orð. Það var grein í Free Press í gær, sem ber þess vott, að iþað muni nú vera næst á seiði, að smíða nýja gildru handa ykkur fiskimönnunum að ganga í. í rauninni er það alveg sú sama; sem við áttum liðlang- ann daginn við að stríða á fund- inum, sællar minningar, í Sel- kirk árið 1926. Það virðist enn þá eiga að reyna að koma því svo fyrir, að öll ykkar slys og mæða geti haldið áfram að heita sjálfum ykkur að kenna, til þess að stjórnimar 'skvili framvegis, eins og núna nokk- ur undanfarin ár, geta þvegið hendur sínar upp úr því, sem telja megi ráðstafanir ykkar sjálfra. Efni greinarinnar er það, að nú skulið þið búa til félag, sem kjósi fulltrúa inn í sameiginleg fundarhöld með fiskikaupmönn- unum, og þeir fundir skuli svo leggja til lífsregluraar um við- skiftin. Munið þið ekki eftir að hafa lesið um ljón, ref og asna, sem fóru saman á veiðar? Þetta yrði .ekki ófögur refskák, eða hitt þó heldur. En vitanlega tæki það allan vandann af stjórnun- um, ef einhverjir vinir þeirra vilja gerast þeir glannar að taka þetta að sér. Þið munið hvernig foringjum fiskifélagsins hepnaðist vöku- menskan og hvaða fulltrúum ættuð þið svo að hafa nú á að skipa, sem fiskikaupmönnun- um yrði ekki mögulegt að ráða við, með illu eða góðu, þegar þið væruð búnir að senda þeim þá, með svona umboð í hönd- um sér, inn í sjálfa Ijónagryfj- una? Að fara svo þar á eftir að klaga fyrir stjórninni, yrði að klaga um boðsmenn úr sínu eig- in félagi,—sama sem sjálfan sig. Og þetta er það, sem stefnt er á,—sjálfshlekkjun. Merkilega djúp er slævizkan þarna á botninum, hvaðan sem hún er innblásin. íhugið þetta nú fljótt og vel, allir þið, sem enn hafið þó ykk- ar ráð og rænu, eftir alt, sem yfir ykkur er búið að ganga. Það er ekkert út á félags- skap að setja. Síður en svo. En hann þarf að vera til ein- hvers annars en til þess arna. p.t. Winnipeg, 26. júlí, 1933. J. P. Sólmundsson. Síðastliðinn fimtudag fóru þeir Sigurður Skagfield og Rag- nar H. Ragnar norður til Win- nipegosis. Söng Sigurður þar það kveld. Þótti Winnipegosis- búum mikið til söng Sigurðar koma og óskuðu þess eins, að þeim gæfist aftur tækifæri að hlýða á hann. Þeim var haldið veglegt samsæti eftir sönginn. MINNISVARÐAR Setjið stein & leiði ástvinanna. Aður en þér kaupið spyrjist fyrir um verð hjá oss. Vér höfum unnið við steinhögg i 28 ár. Höggvum steina eftir hverskonar uppdrsetti sem ósk- að er. Skrifið oss, verðáætlanir kosta yður ekkert. D. LARSEN MONUMENTAL CO. (Cor. Keewatin & Logan) Ste. 4 Lock Apts. .1603 Logan Ave., Winnipeg J. A. JOHANNSON Garage and Reparr Servioa Banning and Sargent Sími 33573 Heima sími 87136 Expert Repair and Complete Garage Service Gas, Oils, Extras, Tiret, Batteries, Etc. í grein A. M. A. í síðasta blaði stendur: “Þeir voru trylt- ir,” en átti að vera :“Þeir voru hyltir.” Er höf. beðinn afsök- unnar á yfirsjóninni. Tuttugasti og fimti þjóð- minningardagur íslendinga að Wynyard, Sask., verður hald- inn 2. ágúst, 1933. Þar verða ræður—minni íslands, séra Kr. Ólafsson, og Mr. Jón Jóhanns- son, bygðarmaður; flutt frum- samin kvæði. Stór sö.ngflokk- ur skemtir með söng og horna- flokkur Wynyard spilar af og til allan daginn. Veitingar seld- ar á staðnum. Bygðarmenn, komið og fjölmennið. ÝMISLEGT viðkomandi fslendingadegi Win- nipegmanna í Gimli Park hinn 7. ágúst næstkomandi: Ferðaáætlun “bus”-anna er í bænum morguninn þann 7. ágúst sem hér segir: Kl. 7.15 um morguninn verður “bus” á Ellice ave., við Sherbrooke st. og tekur fólk sem fer ofan til Gimli. Heldur svo áfram vestur Ellice og stanzar við þessi str.: Toronto, Arlington, Dominion og Valour Road. Fer norður Valour Road til Sargent; austur Sargent ave., og stanzar við Dominion st., Banning, Arling- ton, Toronto og I.O.G.T. húsið, en þaðan leggja öll “bus”-in af stað til Gimli kl. 8 að morgn- inum. Eitt “bus” fer vestur William ave., og stanzar við Isabel str. og svo við Sher- brook, fer suður Sherbrook og stanzar við Notre Dame; held- ur svo áfram suður að I.O.G.T. húsinu. Ýmsir boðsgestir verða við- staddir á deginum, íem nefnd- in veit að mörgum leikur hugur á að sjá og heyra svo sem: Hon. John Bracken, stjórnarformað- ur fylkisins; Hon. W. J. Major, dómsmálaráðherra fylkisins; R. H. Webb, borgarstjóri Winnipeg borgar og ýmsir fleiri. Nefndin óskar eftir að sem flestir kaupi farseðla og að- gönguborða, sem fyrst, svo hægt sé að vita um það í tíma hve mörg flutningstæki þarf að hafa við hendina þann 7. ág- úst. Þegar komið verður til baka frá Gimli, þá stanza “bus”-in á sömu stöðvum og um morgun- inn til að láta fólk af. Síðasta “bus”-ið fer frá Gim- li kl. 12 um nóttina, en ef ein- hverjir vilja fara fyr um kveld- ið, þá verður “bus” látið fara með það fólk. “Bus” verður sent til Selkirk fyrir fólk sem þaðan vantar að fara til Gimli. Stanzar það hjá pósthúsi bæjarins kl. 8.30 um morguninn. Farseðlar og að- gönguborðar fyrir Selkirk fólk er til sölu hjá Mrs. V. E. John- son, 319 Taylor ave., Selkirk. Allar frekari upplýsingar gef- ur ritari nefndarinnar. G. P. Magnússon, 596 Sargent Ave. TIL FR. GUÐMUNDSSONAR í Mozart Öll þín ljóð og öll þín rit, Anda stórann sýna; Eyða mæði en auka nyt, Eins og blóm þau skína. Öll þín Ijóð eg elska hér Örva-rjóður skýri. Fræðslu góða færir mér, Fjölskrúð óðar prýði. Eg mynda lög við Ijóð þfn skýr Sem list og fróðleik örfa, Syng þau eins og svanur hýr Sorgin burt má hörfa. • (Ef þú lætur prenta seinni partinn af minningum þínum þá láttu sjá syrpu þína þar með, hún má ekki glatast. Hana kaupi eg, ef eg lifi. Fyrirgefðu. —H. G. S. Kaupið Heimskringlu Borgið Heimskringlu ELLEFTA ÁRPING Frh. frá 5 bls. heldur að miklu leyti til orðið fyrir hina drengilegu aðstoð Únítarafélagsins ameríska. En þó er það víst, að margir hafa lagt hart að sér, fjárhagslega og á annan hátt, til þess að þessu mætti í verk koma. En þessi ytri merki starfseminnar eru þó í mínum augum smámun ir í saanburði við þá breytingu, sem orðið hefir á hugarfari manna og allri afstöðu til þess boðskapar, sem kirkja vor leit- ast við að flytja. Eg hika ekki við að halda því fram, að tölu- vert meira en helmingur þeirra íslendinga, sem annars láta sig trúmál varða, hugsa nú á mjög líkuni leiðum og þeim, er kirkja vor hefir boðað. Þeir kunna að vera, og eru, bundnir öðrum félagsböndum, en þeir eru teknir að gerast mjög óþol- inmóðir að hlýða á þá menn, sem halda fram skoðunum, sem þótti góð og gild og sjálfsögð vara fyrir tiltölulega fáum ár- um. Dökk afturhaldsprédikun nær ekki haldi aftur á íslend- ingum hér um slóðir, ef nokk- uð má marka af þeim hugsun- arhætti, sem nú er tekin að ríkja. Öll breyting á trúarleg- uni hugsunarhætti þjóðflokks- ins hefir verið í áttina til vorr- ar stefnu. Eg mun leitast við að færa frekar í rök fyrir þessu í erindi því, sem eg flyt síðar í dag, og eg vil ekki dylja þá tilfinningu mína, að þetta er mér mikið gleðiefni. Félags- skapur vor er ekki mikilsverð- astur í þessu sambandi. Áhrif hugsana vorra er mikilsverð- ust. Fyrir því hafa þessi /tíu ár verið að mörgu leyti bless- unarrík ár. Vér höfum losað og leyst hugsanir manna. Þeir hafa meiri skilyrði til þess að verða að frjálsum mannverum fyrir vorn atbeina. Fyrir því segi eg, þökkum guði fyrir- tíu ára starf vors litla félags og biðjum að því megi enn vaxa ásmegin til blessunar þjóðstofni vorum. (Framhald í næsta blaði) HITT OG ÞETTA Spada handtekinn Korsikubófinn frægi, André Spada, var handtekinn fyrir skömmu. Er hann talinn hafa fjölda morða á samviskunni. j Hann og menn hans frömdu hvert ránið á fætur öðru á Korsíku um langt skeið og i ferðamenn gátu aldrei verið ó- í hult fyrir þeim. Loks sendi \ frakkneska stjórnin herlið til þess að handsama bófaflokk þennan. Gekk það erfiðlega, því að þeir leituðu hælis upp í fjöllum, en smám saman tókst MESSUR OG FUNDIR ( kirkju Sambaudssafnaðar Messur: — & hverjum sunnuderl kl. 7. e. h. Safnaðarnefndin: F'undlr 2. Og 4. fimtudagskveld 1 hverjum mánuði. Hjálparnefndin. Fundlr fyrsta mánudagskveld i hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngflokkurinn. Æfingar á hverju flmtudagsk veldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjur\ sunnudegi, kl. 11 f. h. Munið eftir að til sölu eru á skrifstofu Heimskringlu með af- falls verði, námsskeið við helztu verzlunarskóla bæjarins. Nem- endur utan af landi ættu að nota sér þetta tækifæri. Hafið tal af ráðsmanni blaðsins. ÍSLENDINGAR! Sýnið ræktarsemi yðar við íslenzkt þjóðerni, hátíðisdaginn 7. ágúst, og látið Laufeyju R. 0. Hart njóta viðskifta yðar. Góð máltíð á 35c, ennfremur kaffi með pönnukökum. FALCON CAFE, GIMLI að hafa hendur í hári þeirra allra. Spada var handtekinn síðastur. Var búist við að hann fengi þungan dóm, en svo varð eigi, því að hann var aðeins dæmdur til tveggja ára fangels- isvistar og í 1000 franka sekt. Sonur Alfonso fyrverandi Spánarkonungs, prinsinn af Asturias, gekk í yfirstandandi mánuði að eiga stúlku frá Kúbu, auðuga, en af borgaralegum ættum. Alfonso reyndi með ýmsu móti að koma í veg fyrir þetta, en hætti loks mótspyrnu sinni. Prinsinn hefir afsalað sér öllum rétti, sem kannske er nú heldur lítils virði nú, til spánversku krúnunnar. Á Spánarkonungur þrjá sonu og er búist við að Alfons út- nefni þann yngsta prins af Ast- urias. Heitir hann Don Juan og er sagður hraustur vel, en bræður hans eru óhraustir. G. T. Spil og Dans. á hverjum þriðjudegi í G. T. húsinu, Sargent Ave. Byrjar stundvíslega kl. 8.30 aS kvöldi. Jimmie Gowler’s Orchestra, — Þrenn verSlaun fyrir konur og Þrenn fyrir karla, aS upphæð $5, $2 $1. Islendingadagurinn Hnausa, Man. 2. Ágúst 1933 Byrjar kl. 10 árdegis. Aðgangur 25c fyrir fullorðna, 10c fyrir börn Ræðuhöld byrja kl. 2 e. h. MINNI ÍSLANDS: Ræða—Dr. Richard Beck Kvæði—Þ. Þ. Þorsteinsson MINNI CANADA Ræða—G. S. Thorvaldson, lögm. Kvæði—Watson Kirkconnell, próf. MINNI VESTUR-ÍSLENDINGA: Ræða—Ragnar E. Kvaran, prestur Kvæði—G. O. Einarsson Frú Sigríður Olson syngu einsöngva. “Boy Scouts” flokkur sýnir leikfimi. íþróttir—Hlaup og stökk af ýmsu tæi—islenzk fegurðarglíma og kappsund. Dans í Hnausa Community Hall. Verðlaunavalz kl. 9 e. h. Söngflokkur bygðanna undir stjórn hr. Sigurbjörns Sigurðssonár. Skemtiferðarlest til Hnausa fer að morgninum kl. 9 frá C.P.R. járnbrautarstöðvunum í Winnipeg og kemur að kvöldinu kl. 11.50. Niðursett far. Lestin leggur af stað til Winnipeg frá Hnausa kl. 7.05. Dr. Sveinn E. Björnsson, forseti G. O. Einarsson, ritari.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.