Heimskringla


Heimskringla - 27.09.1933, Qupperneq 4

Heimskringla - 27.09.1933, Qupperneq 4
4. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 27. SEPT. 1933 ^íreimskringlci (SiofnuO lttt) Kemur út i hverjum miOvikudegi. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. «53 og «55 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: SS 537 ______ VerB blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst fyrlrfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. RáOsmaOur TH. PETURSSON «53 Sargent Ave., Winnipeg Uanager THE VIKING PRESS LTD. «53 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIM SKRINGLA «53 Sargent Ave., Winnipeg. “Helmskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. «53.(55 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 27. SEPT. 1933 RÍKIS-ÚTVARPIÐ í blöðum vestur-landsins — sem flest eru liberal í stjómmálnm og ýmsum fé- lögum í austur-landinu, og ef til vill blöð- um einnig, hefir verið blásinn upp svo mikill úlfaþytur gegn ríkisútvarpi Canada, að ekki er laust við að farið sé að vinna nokkurt mein þessari þjóðeignastofnun í almennings-álitinu. Stjórn útvarpsins á að vera svo óhæf til starfs síns, að ekki er hlífst við að leggja til, að hún verði rekin og önnur skipuð í hennar stað. Það sem aðallega er sett út á starf núverandi útvarpsstjómar er það, að of- mikið af því sem útvarpið flytur sé á frönsku. Vissa viku í júlí hafi t. d. af 7i kl.st., sem ríkisútvarpið hafði stjórn yfir, frönskunni verið helgaðar 3 kl.st. En það er meira en vesturlandið gerir sig ánægt með og Ku-Klux-Klan og Orange- félög í Ontario. Ekki er getið um að þetta hafi oftar komið fyrir og yfirleitt er sagt að á frönsku hafi ekki nema einum fjórða tímans verið varið. Er það ekki fjarri því sem sanngjamt er, þar sem fullur þriðjungur íbúa Canada eru Frakkar. En eftir því má ekki fara hrópa þessir and- stæðingar útvarpsstjórnarinnar, því Frakkar eigi hlutfallslega miklu færri út- varpstæki en aðrir þjóðflokkar, enskir, sérstaklega. Ontario-búar hafa þama nokkuð til síns máls ef endilega á að miða við eig- endur útvarpstækjanna. Af þeim munu vera 45 prósent í Ontario en í Quebec ekki nema 25. í öllu vestur-landinu eru sögð aðeins 24 prósent af þeim. En þar sem einn fjórði þeirra er í Quebec-fylki, virðist, jafnvel þó eftir því sé farið, að frönsku tíminn sé ekki fjarri lagi. Samt hefir útvarpsstjórnin tekið þessar um- kvartanir til greina, svo að nú er minna en nokkru sinni áður útvarpað á frönsku. Að því má ganga sem vísu, að íbúar vestur landsins, aðrir en Frakkar hafi lítið gagn að frönsku útvarpi, að frá-skildym hljómleikum. Og á aðlinum enska í Ontario, sannast líklega það sem H. G. Wells, ef oss minnir rétt, sagði, að ensk- una yrði að gera að alheimsmáli vegna þess, að Bretinn gæti ekkert útlent mál lært. En með fullri grein tekinni til sanngjarns afsláttar á námshæfleikum manna, virðist samt sem áður lítil ástæða til að loka munni allra, er annað mál tala en ensku. Það getur vel verið, að ástæðan fyrir þessari árás á útvarpsráðið, sé pólitízk, en jafnvel þó menn séu ekki óvanir heimskunni á þeim vettvangi getur hún gengið svo langt, að ofbjóða megi. Og það gerir hún vissulega þegar þjóðeigna- fyrirtækjum er hnekt með því í áliti al- mennings, að hitt sé ekki nefnt, er kraf- ist er, að sá hluti íbúa Canada er að erfð- um hefir annað mál þegið en ensku, fái ekki að mæla á því — þó aldrei nema að á það verði að hlýða einhverjir, er ekki skilja það og líti þessvegna niður á það og tylli þjóðunum, sem á það mæla, á skák- ina með villimönnum. Ekkert legðist þeim betra í hendur, sem samhug og samstarfi canadiskra þjóðar- brota unna, en notkun útvarps. En það er vandséð, að sú heill fylgi því, ef ekki má hugsanir sínar og tilfinningar nema á einu máli túlka gegnum útvarpið, þar sem helmingur íbúa landsins skynjar og dreymir sína fegurstu drauma á öðru máli en því. Fyrirboði samvinnu er það heldur ekki meiri en sambandsstjómin hefir átt að venjast í þessu fylki (Manitoba), að for- maður símafélagsins, en því heyrir CKY útvarpið til, lætur blöðin hér flytja það eftir sér ,að það sé tekjumissir fyrir síma- kerfið, að sameina útvarpsstöðina hér ríkisútvarpinu. En eins og kunnugt er, stendur samningsleit yfir um þetta við þau fylki landsins, sem útvarpsstöðvar hafa, af hálfu ríkis-útvarpsins eða sam- bandsstjórnarinnar. Auðvitað er þess þó skylt að geta, að það er fylkisstjórnin hér og blaðið sem er hennar málsvari, sem meiri hlut eiga hér að máli, en for- maður símakerfisins. Eflaust telja þeir sig, sem árásirnar hafa gert á ríkisútvarpið, sérstaka unn- endur og fyrirmynd þess, sem brezkt er. En það mætti þó minna þá á, að útlend- ingarnir, sem þeir svo nefna, og hér hafa í raun kynst brezku frelsi, skoða þá ekki merkisbera þess, er undir asklokið vilja keyra það. Og þeir búast þrátt fyrir alt enn við að mega mæla á máli því, er dýpstu strengi tilfinninga þeirra snertir mýkst á heimilum sínum, í blöðum og í útvarpi. BÆKUR SENDAR HEIMSKRINGLU Tvær bækur hafa Heimskringlu nýlega verið sendar af Þorsteini M. Jónssyni bóka-útgefenda á Akureyri. Er önnur ný allstór ljóðabók, er heitir “í byggðum” eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Hin er áttunda hefti þjóðsagnasafnsins “Gríma”. Er Heimskríngla þakklát út- gefenda fyrir sendinguna. “f byggðum” er fjórða ljóðábók Davíðs Stefánssonar. Má hann nú stórvirkt skáld heita orðinn jafnframt því, sem hann er vinsælastur talinn hinna yngri íslenzku skálda og skipar að því er af ýmsu má ráða í almennings álitinu æðsta skáldsess þjóðarinnar. Eftir því höfum vér og tekið, að síðan þessi nýju ljóð Davíðs komu vestur, hefir meira verið um þau talað, en gengur og gerist um ljóð annara. Má af því sem fleiru dæma eftirtektina sem ljóðagerð hans vekur hjá alþýðu. En hvað er það þá, sem Ijóð hans gerir svo hugðnæm? Ekki er hægt að segja, að í þeim logi andagift eða orðgnótt Matthíasar. Heldur verður ekki sagt að þau nái list Jónasar Hallgrímssonar í ís- lenzku máli. Og að því er ákveðnar stefnur snertir, verður ekki sagt, að þar svipi skáldinu neitt til Þorsteins Erlings- sonar eða Stefáns G. Og djúptækni Ein- ars Benediktssonar gætir ekki hjá honum. Heldur ekki ómmýktar Guðmundar Guð- mundssonar. En alt um það er sá frá- gangur á skáldskap Davíðs, að hans verð- ur getið þegar góðskálda er minst. Þessi nýja bók hefst með verðlauna- hátíðarljóðum skáldsins: “AS Þing- völlum — 930—1930.” Hefir þessi fagri ljóðaflokkur áður verið prentaður. Enda þótt að stórra tilþrifa sakni ýmsir í hátíðarljóðunum, er svo mikill þjóðlegur blær yfir þeim, að þau verða einkar hugð- næm. Og í þeim þjóðlega æfintýrablæ ætlum vér áhríf skáldsins yfirleitt talsvert mikið liggja. Það er ef til vill andi og líf kvæða hans. Við það bætist svo auðvit- að bæði nýbreytni í háttum og hreint, létt og alþýðlegt mál, er skorðuð lengd hendinga verður að víkja fyrir, heldur en að láta úr því verði rímbagl og hnoð. Það virðist í höndum Davíðs ekki há skáldskapnum eða gera hann ófagrari þó stöku sinnum sé úr verstu rímviðjunum leystur, því leikandi lipurðar gætir ekki hjá öðrum fremur í löngum kvæðum en honum. Og því minni verður eftirsjá þess, ef það skyldi vera ástæðan fyrir, hvað hver vísa skáldsins er fjölskrúðug að hugsun, og sem örfar lesandann sífelt að halda áfram lestrinum. Kvæði sem byrjað er að lesa, er tæplega skilið við, fyr en við það er lokið. Maður á altaf í næstu vísu von nýrra Jeiftra, eins og menn gera sér vonir nýrra viðburða í næsta kapítula í skáldsögu og æfintýrum. Skáldið andar “lífi í mold og stein” í kvæðum sínum eins og hann sjálfur kemst að orði um ástargyðjuna. En af því þetta átti ekki að heita ritdómur, skal hér staðar numið, en gef- in nokkur sýnishorn úr þessari nýju bók skáldsins. Nokkur kvæðanna fjalla um hina “síð- ustu og verstu” tíma, og lýsa þau oft mjög vel hvernig skáldið finnur til með olnbogabörnum lífsins. í kvæði er nefn- ist “Fylkingin hljóða”, er þessari lýsingu brugðið upp: -----Aðrir berjast um gull og gróða. En framhjá læðist fylkingin hljóða, sem ekkert hræðist og einkis biður, missti viljann, vonina, þróttinn, og áfram líður hægt, hægt, eins og nóttin.------ En—eru þetta þá menskir menn? Þeir koma, fara og stara og stara með stiðnuðum augum, þögðu við öllu og þegja enn. Þó dagar líði og dimmar nætur, dreymir engan um sára bætur. Þreyttir fætur strjúkast við steininn — og steinninn grætur. í kvæði um “Dalabónda” er flutti í kaupstað og eyddi þar síðustu dögum æfinnar hundleiður, er meðal annars þessi vísa: —Á vorin þegar grænkar og lind og lækur hlær og ljóma á fjöllin slær, og honum verður hugsað um hesta sína og ær, þá vakir hann og verður oft viti sípu fjær. “Einn kemur, þá annar fer” heitir eitt kvæði og er þar talað um starfsmenn þá, er halda, að heimurinn forgangist, þegar þeir falli frá. En við þá mælir skáldið þessum orðum: Og fæsta þeirra grunar, sem fellur þyngst að hverfa, hve fljótt það er að gleymast, að þeir hafa verið til. Þeir gleyma, hverjir sáðu, sem uppsker- una erfa, og æskan hirðir lítið um gömul reiknings- skil. “Pósturinn” heitir eitt kvæði í bókinni. Vorkennir skáldið honum mjög og finnur til með honum undir byrði hans. En það versta er þó, hvað byrðin er lítilsverð. Eru hér tvær síðustu vísurnar úr þessu kvæði: Miklu eyða menn af bleki: og magna póstsins þunga farg. Lítið af því er lífvæn speki, lýgi mest og frétta þvarg. Von er að þann í raunir reki, sem rogast með slíkt heljarbjarg. Skyldi ei ráð að skrifa minna? skelfing er öll sú blaðamergð. En þetta er orðin þjóðleg vinna, að þreyta póstinn í hverri ferð, og beygja herðar bræðra sinna með byrði—sem er einskisverð. í kvæðinu “við leitum”, sýnir skáldið sem í fleiri kvæðum, að trúin, er afl í sál hans. Þar segir hann: Sálin er glötuð, þó gull hún eigi, ef guðsþrá hennar er dauð. En eins fyrir það, er það ekki sú trú, sem bundin er kreddum, sem hann dýrk- ar. I kvæðinu “Bláfjöll” segir hann: Kletturinn er mín konungshöll, kirkja mín tindur, þakinn mjöll, helguð heilögum anda . Þar vex og hækkar mín hugsun öll, unz himnarnir opnir standa. Af lengstu og tilkomumestu kvæðun- um er því miður hér ekki hægt að gefa sýnishorn. Þau verður að lesa öll. En þeirra á meðal eru t. d. “Kirkja fyrir-finst engin”, “Feðumir”, “Sálin hans Jóns niíns”, “Kaupmannalestir Dedansmanna,” “Hjá blámönnum” o. fl. Um meðferð yrkisefna slíkra kvæði, verður ekkert dæmt af einni eða tveim vísum. í kvæð- inu “Feðurnir”, minnist skáldið þess, að íslendingar séu af tveimur kynstofnum komnir, norrænum og keltneskum. Og: Þá fyrst er ættirnar blönduðu blóði, var borið hið íslenzka skáldakyn— segir skáldið. Oss er spurning hvort að ekki sé verið að gera alt of mikið úr þessum keltnesku áhrifum hjá íslending- um. Það eitt er víst, að norrænir menn kunnu að yrkja, áður en nokkur kyn- blöndun við Keltana átti sér stað. Davið er skáld mannkærleika, vorsins, dalanna og sveitarfegurðarinnar. Hann ann ættjörð og þjóð og fornri hreysti, og saknar því að: Nú fækkar þeim óðum sem fremstir stóðu, sem festu rætur í íslenzkri jörð, sem veggi og vörður hlóðu og vegi rudúu um hraun og skörð— Bókina hefir til sölu Magnús Pétursson, 313 Horace Avt., Norwood, Man. Gríma: Helmingur þessa átt- unda heftis Grímu, er um Eirík Bjarnason á Þursstöðum. Er ekki hollara lyf til við drunga og þunglyndi, en sumar eða flestar sögurnar af þessum “skrítna” karli. Þeim er nær- ekið, sem ekki hlær við lestur þeirra. Safnað hefir sögunum og skrifað Jónas Rafnar, sonur séra Jónasar Jónassonar á Hrafnagili. Væri honum illa í ætt skotið, ef ekki kynni hann vel frá að segja, enda er sann- kynni, tryggari efnahag og önn- ur skilyrði, sem til þess þarf að njóta menningarlegra verð- mæta. Sem betur fór, var allur þorri manna ekki lengur knú- inn til þess að rorra fram í gráðið í köldum og myrkum húsum og raula tónlistarlega vitleysu. Menn tóku að eign- ast hljóðfæri, nótnabækur, söng fræðibækur. Fleiri og fleiri fóru utan, heyrðu ágæta tónlist og lærðu að unna henni. ís- lendingar voru að nálgast það ast að segja, að á því sem skrif- að þurfa ekki að verða eftirbát- að er á íslenzku getur óvíða fegurri stíl að líta en á sögum hans. Sögum af skrítnum mönnum hafa íslendingar ávalt haft gam- an að. Þar sem ekkert er hér vestra skrifað af því tæi, er ekki ósennilegt, að Gríma ætti hér gengi að fagna. Útsölu hennar hefir Magnús Pétursson, 313 Horace Ave., Norwood, Manitoba. UM RÍMNAKVEÐSKAP Sú var tíðin, að íslendingar voru sönglaus þjóð. Á niður- lægingaröldum þjóðarinnar var ekki nóg með það, að hún væri að miklu leyti hljóðfæralaus og bókalaus um alt, er að söng- ment laut, heldur var svo komið um skeið, að meðfædd raddfeg- urð hins norræna kynstofns var að úrkynjast hér fyrir æfingar- leysi og ræktarleysi. — íslend- ingar voru að verða ljótir í mál- inu. Það eimir enn eftir í viss- um héruðum landsins af ámát- legum tón í raddbeitingu, hven- ær, sem lesa skal eða syngja. ar annara þjóða um að heyia og njóta tónlistar. Og hér fór að sjást vottur þess, að íslenzk tónlist væri að myndast. Við eignumst tónskáld, lagasmiði fyrst, en síðan menn, sem kunn- áttu hafa og hæfileika til þess að rita fjölþættari tónverk. Bæði í bókmenninguni og tónlistinni höfum við þannig tvímælalaust vaxið upp úr hin- um úreltu formum liðinna alda. Frá því, er Jónas Hallgrímsson reit hinn nafnkunna ritdóm sinn um Tistransrímur í Fjölni, hefir enginn hugsandi íslendingur gengið að því gruflandi, hvar skipa ætti slíkum ritum sess í bókmentum. En því miður hefir enginn meðal íslenzkra tón- mentarmanna unnið samskonar þjóðþrifaverk, að því er snertir rímnalögin, og það er svo langt frá því, að það er ekki trútt um, að jafnVel hinir lærðustu og þeir, sem gera kröfur til að vera taldir að hafa mesta reyn- slu, hafa á síðari árum tekið upp þann óvinafagnað að hæla rímnalögunum og rímnakveð- skapnum. Ýmist er þetta gert til þess að koma sér í mjúkinn En jafnvel við hin erfiðustu lffskjör unir mannsandinn því hjá almenningsálitinu eða af ekki að gefa upp ágæti sitt bar- einhverju tilfinningadekri við áttulaust. íslendingar þrjózkuð- Það, sem þjóðlegt er. En þetta ust við það í lengstu lög að. er stór-háskalegt, og væri þess- verða raddlausir menn eða um mönnum miklu þarfara verk raddljótir. — í hljóðfæraleys- að fræða almenning rækilcga inu, bókaleysinu, einangrun-, uhi tónlistarlegan vesaldóm inni, kuldanum og myrkrinu rímnalaganna og smekkleysi fundu þeir upp á einu bjargar- j það og apaskap, sem fram kem- ráði, að róa fram í gráðið til ur í Því að vilja halda dauða- þess að halda á sér hita og haldi í þessar fortíðarleifar, þeg- raula fyrir munni sér ferskeytl- ar nóg og betra er á boðstólum. urnar, sem þeir höfðu gert, Og það er meira en sorglegt, þegar vel lá á þeim og þeir áttu þegar söngmentaðir menn, sem brennivínstár frá einokunar- almenningur treystir um smekk- kaupmanninum. Þeir rauluðu vísi, ibregðast hlutverki sínu með sjálfgerðum lögura, eftir svo, að hampa hégómanum. sjálfgerðum lögmálum hins fá-j Nú má segja sem svo, að kunnandi manns? sem fyrst og þetta hafi lítið sakað, á meðan fermst er að halda á sér hita og við vorum þannig sett á ís- gleyma ekki vísunum sínum. j landi, að heimurinn heyrði ekki Þannig urðu rímnastemmurnar, til okkar. Rímnagaulið varð til. Þá ekki annað en þjáning, sem Það liggur í hlutarins eðli, að hinir smekkvísari meðal lands- ekki þarf orðum að eyða að ^ ins barna urðu að þola þegjandi. tónlistargildi þessara einföldu En í þessu sem öðru hefir stór söngva, þar sem það eitt skifti breyting orðið á síðan útvarpið máli, að finna nokkum veginn j tók til starfa. íslenzka útvarp- færan tónaferil til þess að hafa ið heyrist furðu vel í öðrum yfir rímað efni, sem manni var löndum ýmsum ,og um höfin miklu kærara heldur en lagið, kringum ísland siglir fjöldi sem að lokum er notað til þess skipa með aragrúa farþega og að bera það fram. Þessa sér starfsmanna og eins og kunnugt hvarvetna vott í rínalögunum. j er, er allajafna mikið hlustað Þau eru með ringjum og á úlvarp á sjó. — íslenzka út- hnykkjum, seim og draganada, varpið hefir því getið sér álit tóntegundalaus, eða þá í mörg- j og vinsældir meðal þessara út- um tóntegundum. Alt hefir eins lendu hlustenda. Það hefir þótt og áður er sagt miðað að því j á því menningar- og myndar- einu, að skapa færan tónferil til bragur, að undanteknu þessu þess að hafa orðin nokkru eina, að öðru hvoru skuli heyr- skörulegar yfir en í mæltu máli. ast í útvarpinu söngur, svo Af þessu leiðir það meðal ann- ars, að það er fullkominn r- gerningur að raddsetja eitt ein- j armiði er svo afskaplega ábóta- ast rímnalag nema því að eins vant. Þetta hefir beinlínis orð- að sníða það upp eftir viður- j ið til þess, að hvað eftir annað framúrskarandi ámátlegur, og lög, sem frá tónlistarlegu sjón- kendum lögmálum hljómlistar með þeim árangri, að viðkom- andi tónskáld þarf þá venjulega að útskýra það fyrir manni með löngum formála, hvaða rímna- hafa mentaðir útlendir hlust- endur hrokkið í kút og litið hver á annan, og það gæti verið holt fyrir þjóöarmetnað íslend- inga að vita það, að meðal lag það sé. Þetta kom greini- brezkra fiskimanna hefir rímna- kveðskapurinn * hlotið nafnið “vitlausj maðurinn í útvarpinu” (the lunatic in the radio). Orð- tækiö skýrir sig sjálft; mönnum lega fram í meðferð Jóns Leifs á rímnalögum í útvarpinu í vetur. En þótt ísland liggi langt frá öðrum löndum, þá kom þar þó um síðir, að mönnum gafst kostur á betri tónlist en rímna- lögunum. Hin almenna við- reisnarstarfsemi á íslandi greið- ir fyrir kynnum við útlenda listmenningu bæði í tónlist og Sbókmentum; vaknandi sjálfs- bjargarhvöt og metnaður ís- lendinga skapar bætt. húsa- látna.’ getur ekki komið til hugar ann- að en að eitthvert slys hafi orðið, þegar slíkar útsendingar eiga sér stað. Annar Englend- ingur, sem heyrði rímnakveð- skap, tók svo til orða: “Svona held eg að jafnvel eg gæti sung- ið, ef eg væri búinn að fá whiskey-löggina mína vel úti- . - í.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.