Heimskringla - 27.09.1933, Síða 5

Heimskringla - 27.09.1933, Síða 5
WINNIPEG, 27. SEPT. 1933 HEIMSKRINGLA 5. SlÐA. Nú er ekki hér með sagt, að rímnalögin kunni ekki að hafa eitthvert tónlistargildi sem list- rænt hráefni og enn fremur gildi sem sögulegt minnismerki, því það hafa negrasöngvar og villimannatónlist líka. En það er að hafa algerlega endaskifti á hlutunum að gera ráð fyrir, að það gildi sé í því fólgið að láta algerlega ósöngmentaða menn hafa þetta yfir og út- varpa því svo um víða veröld. Með allri virðingu fyrir þeim kvæðamönnum vorum, sem kveðið hafa í útvarpið, þá verð- ur það að segjast í eitt skifti fyrir öll, að enginn þeirra hefir svo að segja nokkra kunnáttu í söng, að helmingurinn af röddunum er meira en í meðal- lagi ljótur og hinar varnarlaus- ar vegna þess afkáraskaps, sem rímunum er meðfæddur og allri þeirra meðferð. Nú er, sem betur fer, svo komið, að minsta kosti hverjum þeim íslendingi, sem á útvarp hlustar, gefst daglega kostur á að heyra úr- vals-tónlist. t>að sýnir betur en nokkuð annað, hvað framúr- skarandi langt við höfum verið í þessum efnum á eftir öðrum þjóðum að enn er fólk að sperr- ast við að tala með fyrirlitningu um grammófón hér á landi. Sannleikurinn er þó sá, að ekk- ert af þeirri tónlist, sem íslend- ingar hafa heyrt öldum saman, kemst í hálfkvisti að fegurð við það, sem svo að segja daglega er verið að leika á grammófón í útvarpinu og útvarpað. Ef sú tónlist á það skilið með réttu að vera kölluð garg, þá er afar- vandfundið orð í málinu yfir það, sem hér er venjulega kall- aður söngur hvað þá h.eldur yfir rímnakveðskapinn. Hann heyrir til annari öld og öðrum ástæðum. Engri lifandi konu dettur nú í hug að ganga í svellþykkum togsokkum. Einu sinni var það þó einhver sá bezti fótabúnaður, sem fólk átti kost á. Það er jafn-afkáralegt að syngja rímur nú á tímum eins og að ganga í togsokkum, klæðast einskeftuvaðmáli næst sér eða taka upp aðra háttu, sem þróunin og ástæðumar hafa löngu dæmt til dauða. Hið sjálfsagða markmið á að vera að hlynna svo að íslenzkri nú- tímatónlist og öllum flutningi hennar, að það geti orðið okkur til sóma. Rímurnar og rímna- lögin eiga hvergi heima nema í söfnunum og vinnustofum fræði mannanna. Gömlu moldarbæ- irnir, gömlu húsgögnin, gamli fatnaðurinn, gamla hjátrúin og sóðaskapurinn, gömlu rímurnar og rímnalögin, alt tilheyrir þetta til samans fortíðinni, og er eng- in ástæða til að viðhalda einu öðru fremur. En hitt liggur í hlutarins eðli, að eins og nota ber það, sem nothæft kynni að vera í húsagerð og byggingum, eins ber að nota þau örfáu leift- ur af ósvikinni tónlist, sem finnast kunna í öllu rímna- gaulinu. En þess verður misk- unnarlaust að krefjaSt, að þetta sé umskapað og steypt upp af kunnáttumönnum eftir lögum nútimalistar. Þá fyrst er það frambærilegt. Dagar holtaþoku- vælsins og hins ámátlega kveð- skapar eru liðnir, og íslendingar búnir að eignast skilyrði til þess, í fyrsta sinn í sögu sinni, að verða söngelsk og söngment- uð þjóð. Og engin misskilin ræktarsemi eða merkilegheit af hálfu rímnagaularanna mega verða þess valdandi að stöðva eða varpa rýrð á þá þróun. —Iðunn. G- R* Frelsi (Fylt í eyðu) Hvert hefir þú fengið það frelsi, Sem farmannsins þráð hefir lund? Hvert fanst þér ei harðna það helsi, Að hálsi við nýlendu fund? Hvert lá hjá þér gullið á götum Og greiðlega í vasann þinn rann, Sem líkn reynist þreyttum og lötum, En lýgur og blekkir hvern mann? Hvert hefurðu mentast svo mikið, Að mestu af því hefurðu týnt, En álpast á óhappa strikið, Sem alt annað hefur þér sýnt, En arf þann, sem forfeður fengu, Sem Frónið þeim úlögum gaf, Að hættunni glaðir sem gengu, Um geigvænlegt ókannað haf? Að ganga í ræningjans greipur, Er gamaldags öreigans ráð, Því finst honum óþarfa fleipur, Að finna að böfðingjan náð; Af Guðs náð var konungsvald gefið, Svo gekk það svo lengi í arf, Og ef að þið heimskingar efið, Það athuga lögreglan þarf. Ef Guðs náð þér sólskinið sýnir, En svo ríður Prinsin í hlað, Þú geslunum góðfrægu týnir, Og gleymir að hugsa um bað, Hvað heitt verður höfðingjans valdið, Hjá hungruðu smælingjum þeim, Sem greitt hafa konungum gjaldið, En glötuðu frelsinu í heim. Hér Mammon og konungur manna, Er mállaus en dýrkaður samt, Að ágirnast boðin þér banna, Þú bara færð svolítinn skamt, Svo þú þarft að þræla á morgun, Og þá kemur höfðingjans náð, Sem skamtar þér skynsama borgun, Þú skilur það lögboðna ráð. En Mammon er kaldlyndur kallinn, Og kennir þér þegjandi náð, Ef hnígur þú hungraður fallinn, Og hugsar um auðvaldsins ráð, Sem lofað þér hefir að lifa, Á líknandi molunum þeim, Ef hreinsuð er höllin til þrifa, Sá hégómi er sendur þér heim. Eg hefi það hugsað mér skrítið, Hvað hyggin að rakkinn þinn var, Hann firtist svo frámuna h'tið, Þó fleygðir þú beininu þar, Því sárindum soltinn hann gleymir, í sakleysi dreymir það eitt, Ef beinið og bitann hans geymir Þó blíðulaust sé honum veitt. Sigurður Jóhannsson. LEIFS EIRfKSSONAR MINNISVARÐINN Eins og lesendur blaðanna mun reka minni til, var farið fram á það með ritgerðum er birtar voru í blöðunum á síð- astliðnum vetri að íslendingar legðu fyrirtæki þessu eitthvert lið. Tók Þjóðræknisfélagið að sér að fara með þessa málaleit- un, að tilmæli fundar er hald- inn var 21. okt. f. á. að 910 Palmerston Ave. Á fundinum var staddur hr. Árni Helgason, úr framkvæmdarnefnd íslend- ingafélagsins “Vísir” í Chicago og flutti erindi minnisvarða nefndarinnar. Var þá í ráði að minnisvarðanum yrði komið upp á þessu vori, svo afhjúpun gæti farið fram, samtímis við setn- ingu alþjóða sýningarinnar, “Century of Progress”, er opn- uð var á þessu vori og stendur enn yfir í Chicago. Fundarmenn skrifuðu sig allir fyrir ákveðnu tillagi í minnis- varða sjóðinn, eji samþyktu jafnframt að fé því, er safnast kynni .skyldi haldið kyrru í vörzlu félagsins, þangað til vissa væri fengin fyrir því að i fyrirhuguðu minnisvarðinn yrði reistur og | hirðarinnar, inni, til hr. J. J. Bíldfells, forseta Þjóðræknisfélagsins, er spurn- um hefir haldið uppi um gerð- ir og fyrirætlanir minnisvarða- nefndar^nnar. jEr þar tekið fram hvað nefndin hefir í hyggju, og er bréfið á þessa leið: G. Wilmette, Illinois 6 sept. 1933. Kæri vinur Jón Bíldfell: Það hefir dregist fyrir mér að svara bréfi þínu, eg bið þig afsaka það. Þú mátt ekki halda, þrátt fyrir þenna drátt, að áhugi minn fyrir Leifs minnisvarðan- um hafi dofnað, en uppá síð- kastið hefi eg orðið að van- rækja ýmislegt. Hanson fór til Noregs í vor og er kominn aftur fyrir all löngu. Meðan hann var í Nor- egi var ákveðið að erfðaprinz- inn kæmi hingað, í stað kon- ungs, í haust til að vera við staddur er hornsteinn minnis- varðans væri lagður. Hanson segir að Hákon konungur hafi spurt um, er hann færði kon- ungi boðið, hvernig íslendingar og Danir myndu líta á þessa þátttöku Hanson komist á málið fyr en sýning- W unni er lokið. Nú um tíma mun aðal starfið verða fjársöfnun svo að byrja megi á undirstöð- unni, þá má búast við að fleiri taki þátt í málinu, og varðinn verður hér aldrei lengi hálf- gerður. Eg er að vona að íslendingar taki nokkurn þátt í þessu máli og að þessi dráttur á fram- kvæmd verksins gefi þeim tæki- fær itil að styrkja fyrirtækið. Þátttaka okkar, hvað fjárfram- lög snertir, verður auðvitað lítil en æskilegt væri að ísland gæti tekið þátt í þeim athöfnum, sem í þessu sambandi verða. Fyrst verður varðinn að vera bygður og við allir að hjálpa þar til, en þar á eftir langar mig til að ís- land verði þátttakandi í afhjúp- unar athöfninni, og njóti þá þeirrar virðingar og viðurkenn- ingar, sem það réttilega á sem fæðingar staður Leifs. En eg sé líka að við Vestur-íslendingar verðum að sjá um þessa þátt- töku, hún verður fúslega veitt. Það er óþarfi fyrir mig að tala um þetta við þig, þú veist hvernig málið liggur við síðan þú talaðir við Hanson. Mér finst hann líta réttum augum á afstöðu íslands til þessa máls og hann er einn af þeim mörgu vinum, sem það hefir heillað. Vinsamlegast, Árni Helgason.” Eftir bréfi þessu að dæma er búist við að áfram verði haldið með fjársöfnun unz útséð verð- ur um það hvort minnisvarðan- um verði komið upp. Á stjórn- arnefndarfundi Þjóðræknisfé- lagsins 23. þ. m. var því ákveð- ið að stjórnarnefndin héldi á- fram að taka á móti gjöfum í minnisvarðasjóðinn ef einhverj- ar kynnu að verða, en jafnframt gera fólki ofanritaða grein fyrir viðhorfi þessa máls. Loforð og gjafir er félagsstjórnin hefir þegar veitt móttöku eru þessi: Áskriftir óborgaðar á fundi 21. okt. 1932. Finnur Johnson, Columbia Press Ltd. B. B. Jónsson, 774 victor St. H. J. Spehenson, Columbia Press Ltd. Ragnar E. Kvaran, 796 Banning St. Jónas Thordarson, 696 Sargent Ave. O. Björnson, 764 Victor St. P. H. T. Thorlakson, 74 Queen- ston St. Árni Eggertson, 766 Victor St. Einar P. Jónsson, 524 Langside St. M. B. Halldórson, 46 Alloway Ave. Ólafur Pétursson, 123 Home St. Rögnv. Pétursson, 45 Home St. Jónas Jónasson 663 Pacific Ave. T. E. Thorsteinson, 140 Garfield St. Guðjón F. Fredrikson, 518 Sher- brooke St. H. Pétulsson, 608 Toronto Gen- eral Trust Bldg. G. S. Thorvaldson, 702 Con- federation Life Bldg. Pétur Anderson, 109 Grain Ex- change Bldg. J. J. Bíldfell, 1025 Downing St. J. Jóhannson, Winni peg, Man............ 2.50 L. Jóhannson, Winni peg, Man............ 2.50 $61.05 —Winnipeg 25. sept. 1933. Jón J. Btldfell, Forseti Þjóðræknisfélagsins Rögnv. Pétursson, Skrifari Þjóðræknisfélagsins Árni Eggertsson, Féhirðir Þjóðræknisfélagsins Hjónavígsla. Ungur prestur í Ameríku gaf foreldra sína saman nýlega. Þau höfðu verið skilin í mörg ár. Presturinn hélt yfir þeim hjart- næma vandlætingarræðu. * * * Pola Negri ætlar nú að fara að gifta sig í fjórða sinn. Hún hefir áður verið gift Domski greifa, Serg- iusi Melivani prinz, Papper bar- óni og auk þess opinberlega trúlofuð Charlie Chaplin og Gemlur. Gamall bóndi í nánd við Mad- ras, sem er 100 ára að aldri, er, eftir því sem hann sjálfur segir nýfarinn að taka tennur í þriðja sinn. ♦ * * ^ Kossaflens. C. Engelbreth, læknir, er skrifað hefir bók um berkla veiki, heldur því fram, að veik- in útbreiðist mikið vegna þess, að fólk er með sífelt kossaflens. þá eftir samskotunum gengið, en yrði ekkert úr fyrirtækinu skyldu peningarnir sendir til baka aftur til gefendanna. Er því fé þetta er safnast hefir, og eigi nemur nema lítilfjörlegri upphæð, enn í höndum stjórn- arnefndar félagsins og fylgir hér á eftir skrá yfir gjafir og loforð er félaginu hafa borist. Sökum fjárhagserfiðleika varð ekkert úr framkvæmdum hjá minnisvarða nefndinni á síðast- liðnu vori, og ekki líkur til að neitt verði gert á þessu yfir- standandi ári, en frá fyrirtæk- inu er þó ekki horfið, fáist seinna nægilegt fé til þess að ljúka við það. Hversu sakir standa má ráða af bréfi nýrit- uðu frá hr. Árna Helgasyni, er sjálfur er í minnisvarðanefnd- norsku j kvaðst I Peningar borgaðir inn til féhirð- altaf hafa ætlast til að íslend- is Þjóðræknisfélagsins í. sam- ingum yrði einnig boðið að taka bandi við Leifs Eiríkssonar þátt í athöfnum þeim, sem I myndastyttuna. haldnar verða í sambandi við Guðm. Ólafsson frá Firði, minnisvarðann. Nú er svo komið að Ólafur prinz kemur ekki hingað í haust. Ástæðan fyrir þeirri á- kvörðun kvað vera uppskeru- brestur í Noregi. Einnig er lítið útlit til að und- irstaða minnisvarðans verðí bygð í ár. Eitthvað hefir á- unnist með fjárframlög síðan þú varst hér og talaðir við Han- son, en nokkuð vantar til að hægt sé að byrja á að reisa Tantallon, Sask.....$ 2.50 Wm. Aderson, Vancouver 2.50 S. Anderson, Piney, Man. 2.50 Magnús Hinriksson, Churchbridge, Sask. 10.00 J. K. Einarsson, Cavalier, N. D................. 5.00 Halldór Hermansson, Ithaca, N. Y. ....... 8.55 Ketill Valgarðson, Gimli Man.................. 5.00 Deildin “ísland”, Brown, P. O., Man........... 10.00 varðann. Úr því ekki tókst að koma málinu nægilega langt úr. Jón Stefánsson, Win svo að minnisvarðinn væri bygður áður en sýningin byrj- aði, má ekki búast við að skrið nipeg, Man........... 5.00 A. P. Jóhannson, Winni- peg, Man............. 2.50 HITT OG ÞETTA Rudolf Valentino, sem hún elsk- aði afar-heitt og syrgði beizk- lega þegar hann dó. Sá, sem hún nú ætlar að giftast*er milj- ónamæringur frá Chicago og heitir McCormick. Hann hefir skilið við tvær konur, og var sú síðari pólska söngkonan Ganna M'Jalska. McCormick er víst orðinn allfullorðinn, því að hann lét yngja sig upp í Vín árið 1925! FRÁ ÍSLANDI Náttúrugripasafn Guðmundar prófessors Bárðarsonar. Stjórn Menningarsjóðs Islands hefir fest kaup á náttúruþripa- safni Guðm. heitins Bárðarson- ar prófessors, og er kaupverðið 25 þúsund krónur. Var þriggja manna nefnd falið að meta safnið, og hana skipuðu þeir dr. Bjarni Sæmundsson, Þorkell Þorkelsson forstjóri Veðurstof- unnar og Helgi H. Eiríksson skólastjóri. Var það sameigin- legt álit nefndarinnar, að safn þetta væri mjög mekilegt. Safnið er á Laugarnesi og verð- ur þar fyrst um sinn. Innköllunarmenn Heimskringlu f CANADA: Arnes................................. F. Finnbogason Amaranth ............................ J. B. Halldórsson Antler..................................Magnús Tait Árborg.................................G. O. Einarsson Baldur..............................Sigtr. Sigvaldason Beckville ........................... Björn Þórðarson Belmont ................................. G. J. Oleson Bredenbury............................ H. O. Loptsson Brown............................ Thorst. J. Gíslason Calgary........................... Grímur S. Grímsson Churchbridge.......................Magnús Hinriksson Cypress River..........................PMl Anderson Dafoe, Sask............................ S. S. Anderson Elfros............................J. H. Goodmundsson Eriksdale ............................. ólafur Hallsson Foam Lake.............................. John Janusson Gimli..................................... K. Kjemested » Geysir...........................................Tím. Böðvarsson Glenboro................................G. J. Oleson Hayland .............................. Sig. B. Helgason Hecla................................Jóhann K. Johnson Hnausa • • • • •. >•••••• . Gestur S. Vfdal Hove.................................Andrés Skagfeld Húsavík...........................................John Kernested Innisfail ........................ Hannes J. Húnfjörð Kandahar .............................. S. S. Anderson Keewatin...............................Sigm. Björnsson Kristnes........................................Rósm. Árnason Langruth, Man..................................... B. Eyjólfsson Leslie..............................Th. Guðmundsson Lundar ................................ Sig. Jónsson Markerville ....................... Hannes J. Húnfjörð Mozart, Sask............................ Jens Elíasson Oak Point.............................Andrés Skagfeld Oakview ........................... Sigurður Sigfússon Otto, Man................................Björn Hördal Piney..................................S. S. Anderson Poplar Park...........................Sig. Sigurðsson Red Deer .......................... Hannes J. .Húnfjörð Reykjavík................................Árni Pálsson Riverton ........................... Björn Hjörleifsson Selkirk.............................. G. M. Jóhansson Steep Rock ............................. Fred Snædal Stony Hill, Man......................... Björn Hördal Swan River...........................Halldór Egilsson Tantallon.............................Guðm. Ólafsson Thornhill.................. .. .. Thorst. J. Gíslason Víðir..................................Aug. Einarsson Vancouver, B. C .................... Mrs. Anna Harvey Winnipegosis.......................... Winnipeg Beach........................John Kernested Wynyard.............'.................S. S. Anderson f BANDARÍKJUNUM: Akra .................................Jón K. Einarsson Bantry................................ E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash..................... John W. Johnson Blaine, Wash........i.................... K. Goodman Cavalier ........................... Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg.............................Hannes Bjömsson Garðar................................S. M. Breiðfjörð Grafton..............................Mrs. E. Eastman Hallson..............................Jón K. Einarsson Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann Milton.................................F. G. Vatnsdal Minneota...........................Miss C. V. Dalmann Mountain........................... Hannes Björnsson Point Roberts ........................ Ingrvar Goodman Seattle, Wash........J. J. MMdal, 6723—21st Ave. N. W. Svold ............................. Jón K. Einarsson Upham................................. E. J. Breiðfjörð The’Viking’fPress, Limited Winnipeg, Manitoba

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.