Heimskringla - 27.09.1933, Síða 6

Heimskringla - 27.09.1933, Síða 6
6. SlÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 27. SEPT. 1933 JON STRAND Saga eftir PAUL TRENT. Þýdd af G. P. MAGNÚSSON. “í>að er bezt, að eg fari nú niður af pallin- um,” sagði hann svo til Sylvester. Gekk síðan niður tröppumar — hann var óstyrkur. Sylvester laut að fundarstjóra og talaði til hans nokkur orð. Síðan hóf hann mál sitt til fundarins: “Áður en eg hafði nokkra hugmynd um það, að hr. Mason hefði ákveðið að tala hér á fundi í dag og gera sína yfirlýsing, hafði eg á- kveðið að lýsa yfir á þessum fundi, fullu trausti mínu á hr. Strand. Strax sem eg heyrði það borið á þann mann að hann hefði svikið land sitt og þjóð, vissi eg, að slíkt var aðeins til- búningur til að skaða hann — til að ryðja honum úr vegi. Eg hefi aldrei átt skifti við heiðarlegri pólitískan andstæðing en hr. Strand. Þess hefir verið getið í blöðum lands- ins, að eg mundi sækja móti honum í þessum í höndfarandi kosningum, en sannleikurinn er sá að mér hefir aldrei komið neitt slíkt til hugar, og eg vona að enginn sæki móti hon- um og að hann verði endurkosinn mótsóknar- laust. En fari svo, að það verði ekki, þá veit eg að þið kunnið að meta góðan mann, og gef- ið honum atkvæði yðar; eitt og öll af yður, hér í kjördæminu. Yður er öllum kunnugt um, fyrir hvaða ástæðu þessi fundur var kallaður. Hann hefir náð tilgangi sínum. — loftið hefir hreinsast og vér vitum öll nú, að hr. Strand hefir verið hafður fyrir rangri sök og honum gert stórkostlega rangt til. — Hann hefir bor- ið ranglætið eins og hetja og aldrei hopað hársbreidd frá sannleikanum — þíað eru menn- irnir sem skilið eiga fylgi og samhygð, sem taka sannleikann fram yfir alt annað. Eg geri ekki ráð fyrir, að þér óskið eftir að hr. Strand flytji ræðu að þessu sinni, hann er þreyttur maður og þarfnast nú hvíldar. Eg fer nú að endingu fram á það við yður, að þið látið í ljós traust yðar á hr. Strand og þá á- kvörðun yðar að senda hann aftur á þing, sem erindsreka yðar fyrir næsta kjörtímabil, með því að standa á fætur og klappa lóf í lófa yfir því, að eiga völ á öðrum eins manni og hr. Strand er, fyrir erindsreka yðar á þingi.” Sylvester hafði ekki fyr slept síðasta orð- inu en allir voru staðnir úr sætum sínum og glymjandi lófaklapp dundi við í öllum salnum. Þegar svo fólkið hafði tekið sæti sín aftur, bætti Sylvester við mál sitt: Eg veit að hr. Strand verður sendur á þing að þessu sinni og að hann fer það, sem réttur og sléttur þingmaður — eg veit einnig, að síðar meir — og þess verður ekki langt að bíða — sendið þér hr. tSrand á þing, sem ráðgjafa og síðast sem forsætisráðhprra. Þá hefir hann öðlast æðstu stöðu landsins, og hann á hana skilið.” XLV Kapítuli. Jón veitti öllu sem fram fór á fundinum náið athygli; tók eftir svipbreytingum manna; hreyfingum þeirra í sætunum og keimnum í róm þeirra.sem sögðu eitthvað. Svipur hans var kuldalegur og einbiettur, en þó góðmann- legur. Þegar Mason byrjaði mál sitt, tók hjartað í Jóni að slá örara og roði færðist í andlit hans. Það lifnaði einhver von hjá hon- um um það, að þessi maður kæmi sér út úr ógöngunum, og eftir því, sem talið varð lengra hjá Mason, eftir því óx vonin hjá Jóni. En bann sýndi þess engin ytri merki. Hann þorði ekki að líta í kring um sig, því hann var sér þess meðvitandi að Joyce væri að horfa á hann, hvar sem hún væri í salnum. Og hann vissi að ef augu þeirra mættust þá mundi hann tapa stjórn á þeim rólegu stellingum, sem hann var búinn að koma skapi sínu í. Hún hafði komið með þeim Syllvester og Coru. Hvað voru þau síðarnefndu að vilja til Loamshire? Cora hafði sagt honum, að hún tryði ekki sögunum sem gengju um hann — kanske að hún hafi fengið Sylvester til að koma með sér. En þegar Sylvester gekk upp á ræðupallinn og talaði til fundarins á þann hátt sem áður er getið, fyltist hjarta Jóns þaklætis tilfinning til þess manns, sem þannig gæti komið fram gegn manni, sem verið hafði keppinautur hans í stjómmálum og í — ásta- málum. Hann hlustaði á lófaklappið og fagnaðar ópin gagntekinn af hrifningu. Var það mögu- legt að þessi mannfjöldi hefði breytt þannig um skoðun sína á jafn stuttum tíma? Fáum augnablikum áður hafði þessi mannfjöldi litið á hann sem föðurlandssvikara, og naumast nein hegning honum of ströng í þeirra huga, en nú hófu þessir sömu menn hann skýjunum hærra með lofi og fagnaðarópum. Jón gerði tilraun til að standa á fætur, en fætur hans neituðu að bera hann svo hann varð að setjast aftur. Hávaðinn í salnum rénaði og nafn hans var hrópað. Sylvester, sem sat við hlið Jóns lagði hönd sína á kné hans og mælti. “Treystirðu þér til að ávarpa fundinn með nokkrum orðum?” Jón tók hendi hans og þrýsti henni vina- lega. Allur óstyrkur var nú horfinn með öllu og hann stóð á fætur. Það var ekki hægt að sjá á svip hans að þar á fundi hefði nokk- uð það farið fram er snerti hann sjálfann á einn eður annan hátt. * “Kæru vinir, konur og menn!” byrjaði Jón og um leið datt í duna logn í salnum svo heyra hefði mátt saumnál detta á gólfið. “Eg er glaður yfir því, að þið vitið nú sannleikann í þessu máli eins og hann er. Mér hefði ekki verið mögulegt að safna nægum kröftum til að koma hér fram fyrir yður í dag, ef eg hefði ekki haft það á tilfinning nýnni ,að mörg af yður tryðu ekki sögunum um mig og bæruð því fult traust til mín. Eg get þó ekki láð þeim, sem trúðu sögunum og skoðuðu mig sekan. Það útheimtir kjark að koma fram eins og hr. Mason kom hér fram í dag. Það útheimtir af- burða mikið sálarþrek að koma — ótilknúður — fram fyrir fjölda af fólki, eins og hér hefir verið á fundi í dag, og játa á sig glæp. Ef kaldur gustur hefir leikið frá hjarta mínu til þess manns, þá e>* hann með öllu horfinn nú. Hvað viðkemur hr. Sylvester þá verð eg að viðurkenna að eg á engin orð, sem geta lýst þakklætistilfinning minni til hans.” Gleði óp gall nú við hvaðanæfa í salnum og Jón varð að bíða nokkra stund þar til hann gæti haldið áfram máli sínu. “Mér finst eg nú mega eiga von á, að þér sendið mig til baka á þing, sem erinds- reka yðar. Eg hefi liðið mikið undanfarinn tíma fyrir þá tilhugsun, að starfsemi mín í opinberar þarfir yrði nú að taka enda. En nú lít eg björtum augum á framtíðina, og — og — eg þakka yður öllum.” “Nú er best fyrir okkur að fara,” sagði Sylvester og þakkaði fundarstjóranum fyrir hans góðu fundarstjórn. Fóru þeir Jón svo ofan af ræðupallinum. Stúlkurnar þrjár voru inn í biðsalnum en hr. Mason var þar ekki . Jón heilsaði Coru fyrst, með handabandi, síðan Sylvíu en síðast Joyce. “Eg er svo glöð, að eg ræð mér ekki fyrir gleði,” sagði Joyce í lágum róm er þau höfðu heilsast. Hún skalf af geðshræring. “Og eg er stolt af föður mínum,” sagði Sylvía. “Eg hefði aldrei trúað því, að hann gæti þetta — hann er svo stór upp á sig. Fólk getur kállað hann hvaða nöfnum sem það vill, en honum hefir farist eins og manni sæmir. að lokum. Eg er stolt af honum,” endurtók hún. “Við erum öll stolt af honum og eigum honum mikið að þakka — undir kringum- stæðunum,” sagði Jön hæglátlega. “Nú skulum við öll fara saman yfir á gistihúsið og hafa sameiginlegan kveldverð,” sagði Sylvester og leit spurningarfullu augna- ráði til Coru. Hún sá hvað í huga hans bjó og segir: “Það líkar mér ágætlega vel,” og fóru þau svo að týgja sig af stað. Er þau opnuðu dyrnar á biðsalnum, mætti þeim mannþyrpingin í ganginum. “Þama er hann ” kallaði einhver og áður en Jón vissi af var hann kominn á loft og sestur á axlimar á tveim mönnum er samsíða gengu og báru hann þannig. Innan um hróp og sköll var hann þannig borinn yfir á gistihúsið. Þeir létu hann niður fyrir utan dyrnar og hann fór inn, en hópurinn var kyr fyrir utan. Þeir voru á þennan hátt að reyna að bæta fyir það ranglæti, sem þeir fundu að þeir hefðu sýnt honum. Þau báðu um að kvöldverður yrði færður sér inn í prívat herbergi þar, sem þau gætu neytt hans í næði. Og er þau voru sest undir borð, heyrðu þau enn hávaða og fagnaðar ópin úti fyrir. Joyce brosti svo ánægjulega er hún hlustaði til þeirra útifyrir. Hvort sem það var af tilviljun bara eða af ásettu ráði gert þá hafði þessi litli hópur, sem nú sat að kvöld- verði, raðaö sér þannig að borðinu, að Jón sat við hliðina á Joyce; Sylvester við hliðina á Coru og Philip og Sylvía höfðu passað sig að vera ekki langt hvert frá öðru. Það var þögn meðan á máltíðinni stóð. — Nú hafði tungan hvíld — nú töluðu hjörtun sínu þagnar máli. Þjónn kom með boð til Jóns að fregnritari blaðsins “Morning Herald” væri kominn og vantaði að fá að tala við hann. “Eg vil ekkert hafa með það blað að gera, og eg neita að tala við fréttaritara þess,” sagði Jón. Með þau skilaboð fór þjónninn. “Eg hefi enga ástæðu til að elska “Morn- ing Herald,” sagði Jón til Sylvesters er þjónn- inn var farinn. “Eg hefði hugsað ekki. — Þeir voru þeir fyrstu til að bíta þig í hælinn þegar þeir álitu að þú værir orðinn undir,” sagði Sylvester. Svo sneri hann til Coru og mælti: “Var það ekki þess virði?” “Jú, vissulega — en samt — samt virðist hr. Strand ekki vera lukkulegur. Hvað skildi það vera, sem amar að honum?” “Já, þú hefir rétt að mæla, Cora. — Eg er alveg hissa,” sagði Sylvester eftir að hafa athugað svip Jóns nákvæmlega. Joyce hafði einnig orðið vör við hið sama — hún sá að eitthvað amaði að Jóni og hon- um leið illa yfir því, að sjá hann svona óglað- ann. Og þau höfðu öll rétt fyrir sér. Nú var Jón kominn gegn um þá þraut er legið hafði þyngst á huga hans um tíma, og nú hafði gripið hann hugsunin um það, að Southwold skildi vera faðir sinn. í hjarta sínu var hann glaöur yfir því, að hafa ekki þurft að draga nafn Southwold inn í þetta ógeðfelda mál, því þrátt fyrir alt, þá var hann þó faðir hans. Nafnlaus sonur — það var það, sem gerði hann hugsjúkann. — Hvað myndu vinir hans hugsa, ef þeir vissu, að í augum laganna ætti hann engann föður — þeir mundu fyrirlíta hann. Svo mundi hann eftir því, hvemig Joyce hafði tekið þeim tíðindum — en svo var ekki takandi márk á því — hún elskaði hann, og það hlaut að gera allan mismuninn. Sylvester lyfti ölglasi sínu upp og sagði: “Strand Eg drekk framtíð þinni skál.” Stúlkurnar þrjár og Philip klöppuðu lófum. Er þau höfðu lokið við kvöldverðinn, sagði Sylvester við Coru, að áliðið væri orðið og tími til að halda af stað. En er hann slepti síðasta orðinu, var hurðinni hrundið upp og inn kom hr. Mason. “Strand Segðu til ef eg er óvelkominn hingað inn,” sagði hann alvarlegur á svipinn. Sem svar við spurningunni stóð Jón á fætur og gekk móti miljónamæringnum og rétti honum hönd sína. Mason tók í hönd hans en snýr sér svo til dóttur sinnar. “Jæja,” sagði hann í spurningar róm. Hún skildi við hvað hann átti; gengur til hans og leggur handleggina um háls honum og kyssir hann blíðlega. “Eg er glaður að þetta er afstaðið. Sylvía nú kemur þú heim með mér? Svo tökum við næsta skip til New York,” sagði hann, og hún sagði ekkert á móti þessari ákvörðun hans. Cora hafði fært sig nær Jóni og lagði nú hendina á öxl hans. “Þú getur ekki trúað því hr. Strand hvað eg gleðst yfir því, að nú er alt komið í lag. Eg var svo hugsandi út af kringumstæðum þínum. — Nei, það er ekki von, að þú trúir mér,” bætti hún svo við raunaleg á svipinn. “Þú hefir gert mikið fyrir mig, Cora — þú og hr. Sylvester,” sVaraði Jón í talsverðri geðshræringu. “Cora hefir alla jafna haldið því fram, að þessar sögur væru ekki sannar og, að þú værir ekki sekur um það, sem á þig var borið,” sagði Sylvester. “Eg vona að eg megi álíta mig sem vin yðar og Joyce,” sagði Cora til Jóns. “Eg er þér sérstaklega þakklát, ungfrú Cora, fyrir það, sem þú hefir gert fyrir hr. Strand — og mig. Eg veit að þú hefir átt þinn þátt í því, að fá hr. Sylvester til að gera það, sem hann hefir gert til þess, að hjálpa hr. Strand,” sagði Joyce í talsverðri geðshræring. “Hr. Sylvester þurfti enga hvatningu til að gera það sem hann gerði. Robert, nú er eg til að fara. Góða nótt, hr. Strand.” Og ungfrú Cora kvaddi þau öll með handa- bandi og fór svo af stað með Sylvester. Eftir að þau voru farin, ríkti alger þögn meðal þeirra, sem eftir voru. Það var Philip, sem fyrstur tók til máls. “Hún er góð stúlka — virkilega góð stúlka.” “Já, hennar hátign hefir verið að spila heilmikið af trompum nú upp á síðkastið,” sagði hr. Mason kæruleysislega. “Finst ykkur ekki, stúlkur, að tími sé tilkominn fyrir ykkur að fara að komast í rúmið. Þið hljótið að vera orðnar' uppgefnar eftir öll þessi ósköp sem á hefir gengið í dag.” Sylvía kysti svo föður sinn góða nótt. Joyce gekk yfir til Jóns hvatlega, en stanzaði snögglega fyrir framan hann eins og hann hefði rekið jámflein í hana. En það var svip- ur hans sem kom henni til að stanza svona snögglega. “Jón Þér líður eitthvað mikið illa í kvöld. Hvað er það, elsku vinur minn, sem að þér gengur?” spurði hún lágt. En hún þurfti ekki að spyrja hann; hún vissi of vel hvað það var, sem angraði hann að þessu sinni — og hún hataði Southwold af öllu sínu hjarta. Jón hafði þennan dag unnið sigur á einum stórum örðugleika en það hangdi annar yfir höfði hans, eins og þrumu ský — og það virtist engin vegur til, að sveifla því á burt. “Góða nótt, elsku Joyce. Síðar færð þú til hans blíðlega og roði færðist í kinnar hennar, “Góað nótt, elsku Joyce. Síðar færð þú skilið betur hversu mikiö þú hefir gert fyrir mig. Nú þarf eg að fara að starfa — og eg skal vinna sigur — vinna nafn fyrir sjálfan mig — og þá — hann andvarpaði en kláraði ekki setninguna til fulls en augu hans sýndu Joyce hver endir þeirrar setningar hafði átt að vera . Hún flýtti sér að þrýsta hönd hans og snúa sér frá honum, því hún fann, að það mundi erfitt fyrir sig að halda til baka tárum, sem voru að koma í augu hennar, og hana vantaði ekki, að hann sæi þau. Joyce fór svo út úr stofunni og Sylvía á eftir henni . “Því sagðir þú mér ekki að fara út?” spurði Mason er þær voru farnar. “Af því, að eg held að eg skilji þig rétt, hr. Mason. 1 virkilegleika munt þú aldrei hafa ætlað að skaða mig,” sagði Jón. “Nei, það ætlaði eg aldrei að gera. Það var þess — eg finn ekkert hentugt nafn yfir hann nú í bili — þessi Southwold. Það var rétt komið að mér í dag, að segja alla söguna. — En þeir heðfu ekki trúað mér. Það var þess vegna, að eg gerði það ekki. Hvernig sem á alt er litið, þá hefi eg gert þér mikið illt, og til að sýna þér að litlu leiti, að eg viðurkenni þá yfirsjón mína, hefi eg sent dá- litla bankaávísan til þíns banka, sem skuli fær- ast inn í þinn reikning þar. Upphæðin er ekki stór, og ef þér liggur á meiru, þá gerir þú svo vel og lætur mig vita það.” “Eg get ekki tekið við því,” sagði Jón brosleitur. “í sannleika sagt þá skulda eg þér.” “Vitleysa. Ef þú höfðaðir mál á hendur mér þá mundi hvaða dómari sem er hafa dæmt þér þungar skaðabætur.” “Eg óska ekki eftir neinum skaðabótum af því tæi. — Þegar eg rétti þér hönd mína rétt núna, meinti eg að það skildi tákna það, að það liðna væri þurkað burt og gleymt.” “En mig vantar að bæta fyrir það á ein- hvern hátt sem eg hefi gert yður rangt til. Eg hefi ákveðið að fara baka til New York og vantar mig að þér séuð minn umboðsmaður hér. Eg skal lofa því að . ekkert líkt þessu skal koma fyrir aftur af minni hendi.” “Eg hefi komist að þeirri niðurstöðu, að stjórnmálastarfsemi getur ekki samrýmst neinni annari starfsemi,” sagði Jón. “Eg hefi því ákvarðað að reyna að lifa á þingmanns- launum mínum, þó þau séu smá.” “Þingmannslaun yðar nægja ekki til að framflytja yður og konu; því nú veit eg að þér farið að gifta yður.” “Nei. — Eg mun aldrei gifta mig,” sagði Jón raunalegur. “Hvað er þetta maður? Eg hugsaði að—” “Eg mun aldrei gifta mig. — Þér hafið gert mér tilboð ,sem eg get því miður ekki þegið. En eg er samt reiðubúinn að þiggja greiða af yðar hendi.” “Það eru góðar fréttir. Hvað er það? Ef það er eitthvað sem er á mínu valdi að gera fyrir yður þá hikið ekki að láta mig vita hvað það er.” “Eg skal ekki fara fram á neitt sem er yður ómögulegt, þessi ungi vinur minn hérna----” “Já, eg hefði mátt vita það,” sagði Mason áður Jón hafði lokið við setninguna og leit yfir til Philipis. “Þér hafið rétt að mæla er þér kallið hann ungann — hann er einungls drengur.” “En tíminn lagfærir þann galla. En nú held eg yður að loforði yðar.” “Eg mun efna loforð mitt — en ef til vill lofa eg tímanum að framkvæma ögn af sínu starfi áður. Það éru aðeins nokkrir dagar liðnir síðan eg gerði honum tilboð, sem hann neitaði.” “Ef til vill hefir hann á þeim tíma verið að gera að vilja Sylvíu dóttur yðar.” “Þér hafið efalaust rétt að mæla. Eg skal hugsa um þetta. Góða nótt, Hr. Strand.” Hann hneigði sig til þeirra beggja, og fór síðast út, en Philip tók ekki eftir því að Mason var að kveðja hann. Hugurinn var annarstað- ar. “Þú hefir reynst mér góður og tryggur vinur, Philip,” sagði Jón er þeir voru orðnir tveir einir eftir, og tók í hönd hans. “Eg veit ekki hvernig eg hefði komist af undanfarin tíma án þín. Það var lánsdagur fyrir mig er við hittumst.” “Eg er að hugsa til Joyce. Finst þér, að þú hafir komið sanngjarnlega fram við hana? Þú talar um að eg hafi reynst þér trúr og tryggur en minnist ekkert á trygglyndi henn- ar,” sagði Philip. “Eg mun aldrei gleyma því heldur. Eg veit að þú skilur það ekki, Philip, hvaða sálar- kvalir eg hefi liðið við, að þurfa að sýna henni kulda viðmót einmitt á þeim tíma sem hjarta mitt þráði fremur öllu öðru að taka liana í fang mér. — Eg gæti verið sá lukku- legasti maður í heiminum núna í kvöld, en í þess stað er eg að mörgu leiti sá óhamingju- samasti.” “Vilt þú ekki lofa mér að vita um hvað angrar þig mest á þeirri stundu sem þú hefir unnið svo stórkostlegan sigur og ættir að vera glaður og tyamingjusamur?” “Eg get það ékki, Philip. Héðan í frá ætla eg mér, að hugsa einungis um mitt starf. Innan skamms mun eg taka sæti mitt aftur í þinginu, og þar verða menn, sem skulu finna til þess afls, sem eg hefi yfir að ráða. Það koma fyrir tímar ,sem eg skil sjálfann mig alls ekki, og nú eru þeir tímar yfir mér.”

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.