Heimskringla - 25.10.1933, Blaðsíða 4

Heimskringla - 25.10.1933, Blaðsíða 4
4. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. OKTÓBER 1933 Heimskringla (StofnuO 1886) Kemur t'it á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 153 off 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Uanager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRTNGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Helmskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 25. OKTÓBER 1933 UPPRUNI NAFNSINS “MANITOBA” Einn af frumbyggjum þessa fylkis, John J. Wilson að nafni, skrifar grein í blaðið Winnipeg Free Press s. 1. laugardag um uppruna nafnsins á þessu fylki, Manitoba, á þessa leið: “Menn hafa af og til kýtt um uppruna heitisins á fylkinu Manitoba. Væri því sízt úr vegi, að elztu menn segðu frá því er þeir muna í sambandi við það, áður en þeir falla frá. Og með það fyrir aug- um er grein þessi birt. Orðið er úr Indíána máli. En svo illa stendur á, að þeir áttu ekkert skrifað mál. Þarf því ekki miklu að muna í framburði ef orð á ekki að breytast neitt og svipuð orð að ruglast saman. Eg safnaði talsverðu af fróðleik um Indíána, er eg vann á meðal þeirra fyrir Hudsonsflóa félagið. Var bækistöð mfn 15 mílur fyrir norðan hina svo nefndu “Narrows”-ála, í Manitoba-vatni. Hafði eg þau ár gott tækifæri, að kynnast siðum og skoðunum Indíána. Var mér og ó- metanleg hjálp í því efni maður er Hebron Moar hét og var um langt skeið póst- meistari. Var hann vel mentaður og talaði jafnt mál Indfána sem ensku. Þegar Hudsonflóa-félagið afréð að hætta verzlun sinni þarna, ásetti eg mér að byrja verzlun á eigin spítur. Á bökk- unum við Narrows-ála var gömul bygg- ing, hin svo nefnda Manitowapah Indíána stöð; keypti eg hana. Rak eg þar verzlun um mörg ár, keypti bæði loðvöru og fisk af Indíánaum, en seldi þeim aftur vana- lega mat- og klæðnaðarvöru. Frá þessum bökkum var útsýni fagurt, ekki sízt austur yfir álana (The Narrows), er þarna voru ekki nema hálfrar mflu breiðir. Og í þeim miðjum var Manitou- eyjan, sem hylti undir eins blóma kröfu á stóru borði. Komst eg brátt að því, af viðskiftamönnum mínum, að staður þessi var þeim helgur. Nefndu þeir umhverfið Manitowapah. Er fyrri hluti orðsins af nafni eyjunnar Manitou, dreginn, er þeir skoðuðu bústað hins mikla anda og eyjan var nefnd eftir, en síðari hlutinn wap^h, þýðir blátt áfram álarnir (The Narrows). Öll þýðing orðsins verður því “hinn íöikli andi eyjunnar”, eða sem á eyjunni býr eða innan þessa svæðis, sem kallað er The Narrows, eða eitthvað ekki fjarri því. En vegna ólíks framburðar Indíána á orðinu “wapah”, sem Cree-Indíánar nefndu svo, en Salteux-Indíánar “waban” (og báru fram aban), og Ojibway-Indí- ánar “bow”, rugluðust hvítir menn al- gerlega á þessu og sögðu því eins og þeim var auðveldast “Manitoba”. Hlaut stöðu- vatnið fyrst nafnið, en fylkið síðar. Mr. Martinal var fyrsti umboðsmaður Indíána í þessari bygð og hann nefndi heimili sitt “Manitowapah Indian Agency”. Þegar jámbraut var lögð til Portage la Prairie, var umboðsstöð þessi flutt þangað og starfar þar enn undir sama nafni. í goðafræði Indíánanna var því haldið fram, að straumniðurinn í álunum (The Narrows), væri rödd hins mikla anda. Má eflaust til þess rekja hugmyndir ýmsra rithöfunda er halda því fram, að orðið “Manitoba” þýði “rödd guðs”, og hjá enn öðrum einkum ættjarðarvinum, “’bústað- ur guðs” (God’s Country). En sú þýðing getur ekki komið til greina. Þó Indíánar séu nú flestir kristnir orðn- ir, munu þess dæmi, á meðal þeirra eldri, að hinna gömlu siða og venja gæti hjá J>eim, að einhverju leyti. Sjálfur hefi eg séð gamla Indíána sem farið hafa yfir álana (The Narrows), fleyja nokkru af tóbaki úr pússi sínum í strauminn, sem fórn til hins mikla anda. Einnig var mér vel kunnugt um það, að Indíánum var illa við að fara yfir álana að nóttu. Yrði ekki hjá því komist, að fara austur eða vestur yfir vatn á næturskeiði, var ekki óvanalegt að sjá þá róa langan krók norður eða suður fyrir ála. Álamir voru eflaust verðir andans mikla í eyjunni, og þá gat verið varasamt að ónáða að nóttu til. í “Sögu Manitoba” eftir próf. George Bryce, telur greinarhöfundur rétt frá þýfSingu nafnsins á fylkinu skýrt. En í nýútkominni bók yfir þýðingu á staða- nöfnum í Canada (Origin and Meaning of Place Names — 1930, eftir G. H. Arm- strong, M.A.) kveður hann þýðingu á nafni þessa fylkis með öllu ranga. En þar er haldið fram, að fyrri hluti orðsins muni vera afbakaður úr orðinu “mine”, sem þýði á máli Sioux-Indíána vatn, og “toba”, sem þýði slétta. Á meðal Cree- Salteux- og Ojibway- Indíána, sem umhverfis Manitoba vatn og norður héruð fylkisins hafa bygt frá ó- mnnatíð, segir greinarhöfundur, að orðiö “mine” sé ekki notað yfir vatn heldur “nipe”. Er það hluti af orðinu Winnipeg sem þýðir “óhreint vatn”. Einnig orðinu Winnipegosis, er þýði “óhreint lítið vatn”. Aftur séu orðin Minneota, Minnesota og Minneapolis, af orðinu “mine” mynduð. “Toba”, segir hann að þýði heldur ekki slétta. _ Gizkar hann á, að þessi þýðing orðsins “manitoba” hafi orðið til með nafninu er Verandrye-feðgamir gáfu Manitobavatni, en það var Lac des Prair- ies ,eða v.atn sléttanna, en sem ekkert eigi skylt við nafnið sem það áður bar og ber enn, ásamt fylkinu. En' þessa alröngu niðurstöðu áminstrar bókar, telur greinar- höfundur all-marga hafa aðhylst. Á margt fleira minnist greinarhöfundur, er hér verður ekki tekið upp, og lýtur að því, að sanna mál hans, eða að fylkiö “Manitoba”, sé við guðinn Manitou kent og bústað hans norður við Manitoba-vatn. TEKUR MÁLSTAÐ VINNUKONUNNAR Anna Roosevelt Dall, dóttir Roosevelt forseta, skrifar á þessa leið í bandaríkst tímarit nýlega: “Á þessum atvinnuleysistímum hefi eg heyrt marga konu tala á þessa leið: “Eg á bágt með að trúa því að það séu atvinnuleysis tímar. Eg hefi verið að reyna að ráða til mín vinnukonu í nokkra daga, en það hefir ekki hepnast. Hver ein einasta, sem um stöðuna hefir sótt, hefir spurt mig um hvenær hún þyrfti að fara á fætur, hve mörg börnin væru, hvort hún fengi hálfan fimtudaginn frían o. s. frv. Ef þeim væri mjög ant um að ná í vinnuna, mundu jfer að mínu áliti glaðar taka henni og án nokkurs for- mála.” Eg er konum þessum alls ekki sam- mála.' Heimilið er í sjálfu sér iðnríki og mér virðist, að starfstíminn þar hafi ekki breyst mikið síðan á miðöldunum þó við aðra vinnu sé hann nú hvergi sá sami og þá. Þegar innflutningur var mikill til þessa lands, var heimilisstarfið ekki óhentugt til þess fyrir útlendingana að nema tungu landsins og til að venjast háttum og sið- um hér, enda var því mjög sætt, þrátt fyirr erfiðið og óguðlega langan vinnu- tíma, sem því var samfara, borið saman við kaupið sem goldið var. Vinnukonum nú get eg ekki láð það þó þær taki ekki þegjandi við öllu því, er sumar heimilisfrúmar krefjast af þeim. Það skortir oft lítið á að það minni á þrælahald. Það getur nú ýmsum þótt of. sagt, en ef það er ómannúðlegt, að unnið sé lengur en 8 klukkustundir í iðnaðar- stofnunum á dag ,er það alveg eins ó- mannúðlegt að vinnukonur í vistum vinni lengur en það. Mitt álit er, að hver húsfreyja, sem á þjónustu stúlku þarf að halda, ætti að raða störfum þannig niðúr, að þjónustu stúlkan þyrfti ekki að vinna lengur en 8 klukkustundir á dag. Þegar vinnukonur þurfa kvöld eftir kvöld að sitja inni og gæta barna, ættu þær að minsta kostí að vera frjálsar að því, að taka á móti vin- stúlkum þeim er þær kunna að eiga og lieimsækja vildu þær, þeim til dægra- styttingar. Einnig ætti hver vinnukona á heimilum, að fá tveggja vikna hvíld á ári frá vinnu, án þess að kaup hennar sé skert. Þetta er ekki aðeins sanngjarnt held- ur, er eg einnig viss um, að starfið myndi betur af hendi leyst. Sú vinnukona, sem unir kjörum sínum sæmilega ,er miklu áhugasamari við starfið og finnur meira til ábyrgðarinríar af því og leysir það þúsund sinnum betur af hendi en sú sem er óánægð og ekki er öðru vísi litið á en þræl. Ef hægt væri að bæta ástand þjón- ustu fólksins á heimilinu myndu konur ekki þurfa að kvarta um að þær gætu ekki ráðið vinnukonur til sín og það betri og starfhæfari, en mörg húsfreyjan sjálf er. Störf þjónustu-stúlkna á heimilinu, er erfitt. Það krefst mikilla hæfileik^. meiri jafnvel en stúlkna á flestum skrifstofum. Það þarf meiri hæfileika til að taka vel á móti gestum á heimili, en á skrifstofum. Og þær verða að vera góðar í matreiðslu, smekkvísar í umgengni, þokkalegar í út- liti, liprar í framkomu og bera gott skyn á meðferð og uppeldi barna. Staðan krefst virðingar - og ætti að vera metin miklu meira ,eiy alment er gert. Karlmenn sem í iðnaðarstofnunum vinna, mundu ekki stundu lengur sætta sig við það ástand, sem stúlkur í vistum verða að hlíta á sumum eða flestum heimilum. UM ÖRNINN “Örninn flýgur fugla hæst”, byrjar ís- lenzk baga og er það sannmæli, en miklu betur lýsir Björnstjeme Björnsson þeim herskáa fugli í sinni ágætu vísu í kvæð- inu: “Upp yfir fjöllin háu”: ■» Örninn ber vængjanna öflugt slag upp yfir fjöllin háu þar teigar hann himins heiða dag. Hraðsiglir loftið með víkings brag hátt yfir hömrum og ströndum, horfir mót ókomnum löndum. Vegna þess hvað hátt og hratt hann flýgur hefir örnin frá alda öðli verið álitinn ímynd hreysti .hugdirfðar og hvatleika, jafnframt hörku og hlífðarleysi. Ritning- in talar um að örninn rífi niður hreiður sitt sem ætíð er í háum trjám eða á kletta- hillum þegar móðirin álítur að ungarnir ættu að vera fleygir, hryndi þeim svo út. í loftið, og láti arka á auðnu hvert þeir gætu flogið eða féllu dauðir til jarðar. Önnur gömul trú var það að arnar móð- irin léti ungana horfa beint í sólina og þeim er þá depluðu augunum hrynti hún vægarlaust út úr hreiðrinu. Vegna þessa álits á erninum var mjög snemma á öldum mynd hans dregin á skjaldarmerki og innsigli þjóðhöfðingja. Þannig var hann á innsigli konungsins í Úr, hinni afarfornu borg þar sem Abra- ham var fæddur. Einnig á merki Hittita, sem voru stór og herská þjóð á Syrlandi og nálægum löndum í fymdinni. Forntyrk- ir höfðu mynd arnarins á sumum pen» inum sínum. Austurríki hafði “ara klof- inn” eins og Gröndal kemst að örði á merki sínu, einnig hafa Bandaríkjamenn hinn sköllótta öm fyrir skjaldarmerki, það sama hefir Mexikó en Columbia í Suður- Ameríku Gamminn sem er frændi arnar- ins. Annan frænda, fálkann, hefir ísland. Silfur örn á stöng var merki hinna Rómversku “legiona” og þótti það hin mesta hugsanleg háðung að missa merkið meðan nokkur maður stóð uppi. Grikkir trúðu því að Seifur hefði örninn fyrir sendiboða. Minnir það á trú Norður- landa þjóða að hrafnar tveir Huginn og Muninn sátu sinn á hverri öxl Óðins og hvísluðu að honum öllum tíðindum sem gerðust. Er það mjog eðileg trú, því fuglar sjá vissulega fleira en gángandi dýr og að þeir eru aðgætnir getur hver maður séð þegar þeir em á veiðum. Þegar taldar eru með allar tegundir fálka og gamma eru alls um 700 fugla- tegundir af amar kyni enda finnast þær tegundir fugla í öllum löndum jarðar nema á sumum Kyrrahafs eyjunum og suðurheimskauts landflákunum. Hafa menn víðast hvar ímugust á þeim, því að frá töldum sumum gamma tegund- um sem lifa á hræum, eru þeir allir rán- fuglár. Hefir þessi hræðsla orðið til þess að fé hefir verið veitt til höfuðs þeim, og hafa þeir því verið drepnir vægðarlaust og drápið réttlætt með því að þeir eyði- leggi fugla og egg þeirra, en það hefir líka orðið til þess að músum og öðmm smádýrum, sem þeir líka hafa til matar, hefir fjölgað svo að til vandræða hefir horft. Sýnir þetta hvað varásamt er að raska jafnvægi því sem náttúran hefir sett og ákvarðað. Sannast það mjög víða og hefir oft orðið til mikillar eyðilegg- ingar. Engar sögur fara af því að ernir hafi verið tamdir til veiða í nþrðurálfu, þó fálkar væru mjög mikið notaðir til þess á fyrri tíð, en algengt er það enn í austur- álfu og þykir konungleg íþrótt nú sem áður. M. B. H. BÚDDHA önnur ræða um nokkur helstu trúarbrögð heimsins flutt af séra Guðm. Árnasyni. Vér, sem héldum að vér sjálfir værum stöðugir, var- anlegir .eilífir, erum með einstaklingseðli voiru bundn ir við það, sem er óstöð- ugt, óvaranlegt og tíma- bundið. Fyrir næstum 2,500 árum fæddist austur á Indlandi svein- barn, sem, þegar það óx upp, varð að einum þeim merkileg- asta manni, sem lifað hefir á þessari jörð. Sveinninn var nefndur Gautama, en í mann- kynssögunni þekkist hann bet- ur undir nafninu Búddha, sem þýðir hinn upplýsti eða hinn vitri. Gautama var sonur smákon- ungs nokkurs, sem ríkti, yfir dálitlu ríki norðan til á Ind- landi. Hvar fæðingarstaður hans hefði verið, var lengi óvíst, en fyrir nærri fjörutíu árum fanst steinsúla er indverskur konung- ur einn hafði látið reisa löngu síðar, og á hana var letrað, að Gautama hefði fæðst í grend við hina fomu borg Kapilavestu, eu af henni hafa fpndist merkileg- ar rústir á síðari árum. Fjölda margar sagnir eru til um æfiferil þessa manns; en margar þeirra eru, sem vænta má, miður áreiðanlegar, þar sem langir tímar líða frá því atburðirnir gerðust þangað til sagnirnar af þeim voru færðar í letur. En í Austurlöndum var það alsiða, að ekki aðeins lýs- ingar af atburðum, heldur heil kerfi flókinna kenninga geymd- ust árum og jafnvel öldum sam- an í minni manna. Sagnirnar um Gautama eru ,að dómi bezt.u fræðimanna, áreiðanlegar í öll- um aðalatriðum. Reynt hefir að vísu verið að sanna, að hann hafi alls ekki verið maður heldur sólargoð í indverskum*á- trúnaði, en hin elztu og áreið- anlegustu Búddhatrúar rit, hinar svo nefndu Pali-bækur, virðast taka af allan vafa um það, að hann hafi lifað og starfað á Ind- landi á sjöttu öld fyrir Krists fæðingu. Sögurnar um fæðingu Gaut- ama eru einkenniléga líkar sög- um guðspjallannna um fæðingu Jesú. Móður hans dreymdi, að hún varð þunguð af yfirnáttúr- legum völdum o. s. fv., því .var sjáð fyrir honum, að hann mundi annaðhVort verða voldug ur konungur, eða að hann mundi snúa baki við heiminum, gerast munkur og að lokflm verða Búddha, þ. e. a. s. full- komlega upplýstur maður. Gautanía er, samkvæmt skoðun Búddhatrúramanna, ekki sá eini Buddha, sem uppi hefir verið; aðrir menn á undan honum höfðu náð því fullkomnunar- stigi, og slíkir menn geta komið fram hvenær sem er; en hver sá, sem verður Búddha öðalst algerða vizku — hann sér og skilur orsakir, eðli og gang allra hluta. Faðir Gautama óskaði þess náttúrlega, að hann yrði volc^- ugur konungur. Og þess vegna lét hann veita honum í æsk« alt sem hann girntist, til þess að hann skyldi síður snúa baki við heiminum. Einkanlega lét hann sér umhugað, að hann skyldi ekki sjá hin fjögur merki eða tákn, sem, samkvæmt spádóm- unum, áttu að snúa hug hans frá glaumnum og gleðinni við hirðina. Þessi fjögur tákn voru: hrumur öldungur, sjúkur mað- ur, framliðinn maður og munk- ur. En konungurinn gat ekki komið í veg fyrir að hann sæi táknin, hann sá þau hvað eftir annað, er honum varð reikað frá höllinni, og þau fyltu huga hans með undrun og áhyggjum: af þeim lærði hann, að allir hlutir á jörðinni eru breytingum háðir. Hann ásetti sér að fara burt og íhuga í einrúmi lífið og tilgang þess, unz hann næði hinum “hæsta ódauðleika”. Hann strauk burt úr höllinni á næturþeli, án þess að kveðja konu sína og son ungan. Mara, höfðingi hinna illu anda, kom til hans og reyndi að fá hann til þess að hætta við áform sitt með því að lofa honum, að hann skyldi verða auðugastur allra konunga jarðarinnar. En Gautama stóðst allar freisting- ar hans. Hann ferðaðist þang- að til hann kom í skógarlund. þar sem hann hitti fyrir fimm munka, sem þjáðu sig með föstum og meinlætum. Með þeim var hann í sex ár. En hann fann ekki það, sem hann leitaði að, í meinlætalifnaðinum. Aftur freistaði Mara hans, en hann stóðst, sem fyr, allar árás- ir hans og fortölur. Sitjandi undir vizku-trénu hét hann því að víkja ekki burt þaðan, fyr en hann hefði öðlast vizkuna, sem hann var að leita að. Hinir illu andar gáfust að lokum upp og Gautama varð Búddha — “sá ■ sem skilur alla leyndardóma til- verunnar, hinn alvitril” Þegar hann hafði öðlast vizkuna, sat hann fjórum sinnum sjö daga og naut hins algerða skilnings. Að því loknu fór hann að boða öðrum kenningar sínar. Þeir | fyrstu, sem gerðust fylgjendur hans, voru munkarnir fimm, ! sem hann hafði verið með. Eftir að hann byrjaði að kenna fjölg- aði fylgjendum hans mjög ört. Hann ferðaðist um Norður-Ind- land í fjörutíu og fimm ár. Tvennskonar trúarbragðalegur félagsskapur var settur á stofn meðal fylgjenda hans: fyr^t eins konar betlimunkaregla ,og svo leikmannafélagsskapur fyrir þá, sem ekki gátu eða vildu yfirgefa atvinnuvegi sína. Munkarnir urðu hinir eiginlegu trúboðar; þeir ferðuðust um og boðuðu mönnum hinn nýja sið. Fjöldi manna aðhyltist hann, en samt mætti hann víða mikilli mót- spyrnu. Þetta í sem allra-fæstum orð- um eru helztu drættirnir í sögu Búddha, eins og hún er sögð í hinum helgu bókum Búddhatrú- armanna. Sú saga er full if undrun og kraftaverkum. Guð- imir 'eru viðstaddir fæðingu hans; skugginn af trénu, sem hann var lagður undir, þegar hann var barn, færðist ekki; þegar hann hafði öðalst vizk- una, var hann í vafa um, hvort hann ætti að boða öðrum trú, en þá birtist Brahma sjálfur honum og minti hann á fávizku og eymd mannanna. Af slíkum sögum eru Pali-bækurnar full- ar. Sumar þessar sögur eru, eins og eg hefi bent á, merki- lega líkar sumum frásögnum nýjatestamentisins, t. d. freist- ingarsagan. Hvort þar sé um nokkurt samband að ræða, er að líkindum ekki unt að vita með nokkurri vissu. En hvers konar boðskapur var það, sem Búddha flutti. Eg get naumast lýst honum betur á nokkurn annan hátt en þann, að tilfæra hér stuttan kafla úr Benares-ræðunni, en það er ræðan, sem Búddha á að hafa haldið yfir munkunum ! fimm, þegar hann hóf prédikun- arstarf sitt. “Opnið eyru yðar, þér munk- ar; lausnin frá dauðanum er fundin! Eg kenni yður, eg flyt i yð,ur boðskapinn. Ef þér farið ] eftir því, sem eg kenni yður, | munuð þér í þessu lífi læra að i þekkja vizkuna og>að sjá aug- ; Hti til auglits .... Tvö mark- I mið eru til, þér munkar, og frá hvorutveggja verður sá, sem lifir andlegu lífi, að halda sér. Hver eru þessi tvö markmið? Annað er það, að lifa í girndum, ofurseldur girndum og nautn um. Slíkt líf er lágt, ógöfugtr óandlegt, ósamboðið manninum, einskisvert. Hitt markmiðið er meinlætalifnaður; það er dapur- Iegt, ósamboðið manninum, ein- skisvert. Sá, sem er fullkominn, V \ 0

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.