Heimskringla


Heimskringla - 25.10.1933, Qupperneq 6

Heimskringla - 25.10.1933, Qupperneq 6
«. SIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. OKTÓBER 1933 Jane Eyre eftir CHARLOTTE BRONTE 1. Kapítuli Þann vetrar dag var ekki hentngt veður ti1. útiveru. Um morguninn höfðum við að vísu reikað um lauflausa skógar runna, en að af- loknum miðdegisverði (sem Mrs. Reed hafði snemma þegar ekki voru gestir) fór að hvessa og dimma í lofti og síðan að rigna, svo að ekki var hægt að vera á ferli utan dyra. Eg varð fegin, langur gangur átti ekki við mig, sízt síðdegis, þegar kalt var; eg sárkveið fyrir að koma heim í rökkrinu, krókloppin og köld á fótum, hrygg í hjarta af aðfinningum Betu, barnapíunnar, og döpur af því að vita mig minni máttar en Eliza, John og Georgina Reed. Þessi nefndu börn voru nú í stássstofunni, í hnapp kringum mömmu sína; hún lá á hvflu- bekk við arineldinn, sæl og glöð að sjá, með gæskurnar' sínar upp að sér (óskælandi og sáttar þá stundina). Mér hafði hún stuggað frá hópnum með þessum ræðustúf: “Sér þæt.ti leiðinlegt að mega til með að halda mér á- lengdar, en þangað til Beta segði til ellegar hún sjálf yrði vör við að eg reyndi með fullri alvöru að eignast mýkra og barnalegra inn- ræti, geðugra og fjörlegra viðmót — eitthvaö liprara, einlægara, náttúrlegra — þá mætti hún til með að útiloka mig frá þeim réttind- um, sem væru ætluð eingöngu ánægðum og sælum börnum.” “Hvað sagði Beta að eg hafði gert?” spurði eg. “Jane, mér er ekki vel við hótfyndni og spurningar, þar að auki er það í sannleika ógeðugt,' að barn skuli vera svona hortugt við fullorðið fólk. -Seztu niður einhversstaðar, og láttu ekki á þér bera, fyr en þú getur talað í geðugum tón.” Eg skauzt inn í næstu stofu, þar sem vant var að sitja að morgunverði, sú stofa var miklu minni en hin, þar var bóka skápur, með mörgum bókum; eg náði mér í eina, og gætti þess að sú væri með mörgum myndum. Síðan kom eg mér fyrir í gluggakistu, settist þar og krosslagði leggina undir mér, eins og þeir tyrknesku, dró svo tjöldin fyrir. Eg hafði fell- ingar hinna rauðu tjalda á hægri hönd, glugga glerið á vinstri hlífði mér, en skildi mig ekki við hráslaga hins skuggalega jólaföstu dags. Eg horfði út, milli þess og blaðaði í bókinni. Lengst burtu sá ljósbleika þoku og ljósleit ský, nær vott gras og stormi skekið kjarr og rign- ingu sem fór í þjótandi rokum undan veinandi vindi. Bókin sem fyrir mér varð, hljóðaði um brezka fugla, lesmálið var mér ekki mikið um gefið, leit þó yfir fyrstu blaðsíðurnar, en þær sögðu frá hvar sjófuglar halda sig, í “hömrum og höfðum við sjó” þar sem þeir eru einir um bústaðinn, um strönd Noregs, hólmum varðaða og eyjum, frá suður oddanum Líðandisnesi til nyrzta höfðans á Knöskanesi þar sem: Norður velta hrönnum höf á hinsta Thules skerja barm og Atlans bruna bylgju tröf á brimi lostinn Eyja karm. Þá mátti eg líka verða vör við hið skugga- lega útsýni á strandir Finnmarkar óg Síberíu, Spitzbergen og Semiu, íslands og Grænlands — “hinn víða bug íshafsins, þá miklu hít kólgu og snjóa, þar sem jöklar gnæfa, háir og hvítir sem Alpafjöll og teygja hrammana kringum heimskautið.” Um þessi ná-bleiku- ríki gerði eg mér hugmynd óljósa eins og börnum er títt, sem skilja aðeins til hálfs það sem íyrir þau ber, en þó furðulega lífseiga. Af því sem eg fór yfir af lesmálinu þóttu mér myndirnar merkilegri. Klettur sem mændi aleinn upp úr holskeflum og löðri brotinn bát- ur á auðri strönd; kaldur máni skaut drauga- legri birtu milli skýja bakka á skipsflak sem var að sökkva. Ekki get eg sagt um hvaða merking fylgdi kirkjugarði, sem stóð einn sér, með letri settum legsteini, sáluhliði og skörð- óttum vegg, undir nýjum, skörðum mána, er sýndi að kvöldsett var. Tvö ferðlaus skip á lognsjó trúði eg að væri afturganga úr sjó. ^ Púkann sem var að binda böggul á baki þjófs, var eg hrædd við og fór fljótt framh'já þeirri mynd. Sama var með svarta ófreskju, hyrnda, sem sat ein á kletti og horfði fast á mann- fjölda sem þyrptist kringum gálga. í hverri mynd var falin saga, dulin oft- lega mínum barnslega skilningi og vanþroska tilfinningum, en sterklega aðlaðandi þó, á- líka og sögurnar sem Beta sagði okkur stund- um á vetrar kvöldum, þegar vel lá á henni; þá færði hún áhöld sín inn í leikstofu barn- anna, og strauk hlúndu kraga og gerði fell- ingar á svefnhettu húsmóðurinnar, sagði okk- ur sögur og fór með gömul kvæði, en stundum þuldi hún skröksögur um ástir og æfintýr, sem hún hafði nýlega lesið (það skildi eg seinna). Með fugla bókina á hnjánum leið mér vel, eftir mínum hætti og kveið ekki neinu nema truflun og hana bar að alt of fljótt. Stofu dyr- um var hrundið upp og John lét til sín heyra: “Bú-hú maddama Stúra!” Svo þagnaði hann, þegar hann sá engan. “Hvar í heiminum er hún?” Nú kallaði hann til systra sinna: “Lizzy, Georgy, Joan er ekki hér. Segið mömmu til, að hún hafi stokkið út í óveðríð — ólukku skepnan.” “Gott var að eg dró saman tjöldin,” hugsaði eg með mér, og eg óskaði þess heitt, að hann fyndi mig ekki; ekki hefði John Reed heldur fundið felustaðinn minn af eigin ram- leik, því að hann var seinn bæði til að sjá og til að skilja; en Eliza stakk höfðinu inn um gættina og sagði strax: “Hún situr víst í glugga kistunni, Jack.” Eg steig fram, því að mig hrylti við, að nefndur Jack kæmi og togaði mig fram. Eg sagði hvorki upplitsdjörf né látprúð: “Hvað viltu mér? ” “Þú átt að segja: ‘Hvað viltu mér, Master Reed,’ ” var svarið. Hann settist í hæginda stól og sagði til með bendingu að eg skyldi koma og standa fyrir framan hann. Eg var tíu vetra en John Reed fjórtán ára skólapiltur, hár og þrekinn eftir aldri, illa litkaður, þykkleitur, dökkur og grófgerður yfirlits. Hann var vanur að eta eins og hann gat látið í sig, við hverja máltíð, því voru augu hans óskír, kinnarnar hvaplegar og skap- ið misjafnt af meltingar kvillum. Nú átti hann að vera í skóla, en þaðan hafði móðir hans tekið hann til heimaveru um einn mánuð eða tvo, “hann væri svo linur til heilsunnar.” Skólastjórinn gat þess þá, að þeim pilti mundi aldrei verða misdægurt, ef honum væri sent minna af kökum og sætindum að heiman, en móðurhjartað hafnaði svo hrottalegri skoðun, hneigðist heldur að þeirri sem þýðlegri var, að John legði of mikið að sér við námið og þjáðist líklega af heimþrá og hans sölvi litur stafaði væntanlega af því. John var ekki mjög vel til móður sinnar og systra og illa til mín. Hann hræddi mig og fór illa með mig, ekki einu sinni á mánuði eða einu sinni á dag, heldur hreint altaf. Hver taug í mér hræddist hann og hverja tutlu af holdi á mínum beinum hrylti við þegar hann kom nær. Það kom fyrir, að eg var viti mínu fjær af þeim ótta sem mér stóð af honum því að eg hafði í ekkert hús að venda hvorki fyrir hótunum hans né áverkum; vinnufólkið vildi ekki styggja sinn unga herra með því að taka minn málstað á móti honum og Mrs. Reed var dauf og blind í því efni; hún sá hann aldrei berja mig né heyrði hann hrekja mig í orðum, þó hann gerði hvorttveggja í hennar viðurvist, en að <dsu oftar þegar hún snerí baki við. Eg var vön að gera það sem John sagði mér og kom að stólnum þar sem hann sat. Hann varði svo sem þrem mfnútum til að reka út úr sér tunguna að mér, eins langt og hann gat, án þess að meiða tunguræturnar; eg þóttist vita að högg mundi fljótt á eftir koma, og meðan eg beið þess kvíðandi, hug- leiddi eg hve viðbjóðslegur og ljótur sá gæti verið, sem greiddi höggið. Eg veit ekki nema hann hafi séð þá hugsun á svip mínum, því að alt í einu kom höggið, vel úti látið. Eg ríðaði við, og færði mig nokkur fótmál frá stólnum. “Þetta er fyrir að þú svaraðir mömmu hortugt áðan og fyrir að læðast bakvið glugga tjöld og fyrir augna tillitið rétt núna, rottan þín,” sagði hann. Eg var vön við skammirnar og datt aldrei í hug að svara þeim; mitt var að gæta þess, að þola þá barsmíði sem var vís eftirfarí hrakyrð- anna. Hann spurði: “Hvað varstu að gera innan tjaldanna?” “Eg var að lesa.” “Láttu mig sjá bókina.” Eg sótti bókina í gluggakistuna. “Þú átt ekkert með að taka okkar bækur; þú ert gustuka kind, mamma segir að þú eigir ekkert til; þú fekkst ekkert eftir hann pabba þinn; þú ættir heldur að betla heldur en lifa hér með góðra manná börnum, sem við erum og eiga eins gott í mat eins og við og vera í fötum sem mamma borgar fyrír. Nú skal eg kenna þér að ganga í bóka skápana mína, þvf að þá á eg, alt heimilið er mín eign, eða verður mín eign eftir fáein ár. Farðu að dyrunum, svo að gluggar og speglar verði ekki fyrir.” Þetta gerði eg, grunaði ekki strax hvað hann ætlaði sér, en þegar eg sá hann setja sig í stellingar til að kasta og hann reiddi bókina, þá beygði eg mig ósjálfrétt á snið og hrópaði upp yfir mig; en það var um seinan, skrudd- unni var kastað, hún hitti mig, eg datt og sló höfðinu við dyrastafinn og meiddi mig. Eg kendi sárt t-il, hræðslunni sló frá mér og aðrar tilfinningar komu í staðinn. “Þú ert vondur og grimmur strákur!” sagði eg. “Þú ert líkur morðingja — líkur þeim sem keyra þræla —- þú ert líkur róm- verskum keisurum!” Eg hafði reynt að hnýsast í Sögur Róm- verja eftir Goldsmith og fengið þaðan mína skoðun á Nero, Caligula o. fl. Líka hafði mér hugsast jafningi þeirra, þó eg þegði og dytti sízt í hug, að eg mundi segja frá því upphátt. “Hvað! Hvað!” mælti hann. “Talaði hún þetta til mín? Heyrðuð þið Eliza og Georgina? Þetta skal mamma fá að heyra ,en fyrst-------” Hann rann á mig, eg kendi að hann tók í hárið á mér og öxlina; hann mætti skepnu sem var vonlaus og óð. Það er satt sem eg segi, að þá stundina sýndist mér hann harð- stjóri og manndrápari. Eg þóttist finna blóð renna úr höfðinu á mér niður á hálsinn og kendi mikið til; þessar tilkenningar máttu meira en skelkurinn og eg tók á móti honum, alveg hamslaus. Eg man ekki glöggt hvernig eg lagði á hann hendur, en hann hrópaði: “Rotta! rotta!” og hljóðaði hástöfum. Hjáip var ekki langt frá honum, Eliza og Georgiana hlupu upp á loft eftir móður þeirra, hún kom á vettvang mieð þernu sína Abbot á hælunum og Betu barnapíu. Við vorum skilin og eg heyrði sagt: “Guð komi til! Hverslags æði er þetta, að fljúga á Master John!” “Hefir nokkur séð dæmi til þvílíkrar frekju!” Þá tók Mrs. Reed við: Farið þið með hana í rauðu stofuna og lokið hana inni.” Fjórar hendur voru strax lagðar á mig og eg vár borin upp á loft. 2. Kapítuli. Eg barðist um alla leið, þó eg væri ekki slíku vön, enda bætti það ekki um álit stúlkn- anna á mér. Hið sanna er að eg var ekki fyllilega sjálfri mér ráðandi; eg vissi að óvenju- legar refsingar biðu mín fyrir lítillar stundar mótþróa og fór líkt og þrælum sem gera upp- reist, að láta hvergi staðar nema. “Haltu um handleggina, Miss Abbot, hún lætur eins og viltur köttur.” “Svei! Svei!” sagði frúarþernan. “Hvflíkt dæmalaust háttalag, Miss Eyre, að slá unga herrann, son konu sem gerir svo vel við þig! Unga herrann, yfirboðara þinn!” “Yfirboðara! Hvað hefir hann yfir mér að segja. “Er eg vinnuhjú?” “Nei, þú ert neðar sett en vinnuhjúin, því að þú vinnur hvorki fyrir fötum né fæði. Svona nú, sittu nú kyr og reyndu að íhuga hvað þú ert vond.” Þær höfðu tosað mér þangað sem þeim var sagt og dembdu mér í stóran stól, eg ætlaði að spretta upp, en þær héldu mér. “Ef þú situr ekki kyr, þá má til að binda þig,” sagði Beta. “Miss Abbot, ijá mér sokka- böndin þín, hiin mundi strax slíta mín.” Miss Abbot beygði sig til að bregða vöfum af gild- um legg. Þegar eg sá hvað til stóð, skildist mér að sú smán ætti yfir mig að ganga, að vera bundin, svo mér rénaði æsingin. “Taktu þau ekki af! Eg skal sitja kyr,” sagði eg. Og svo sem til að sýna að mér væri alvara, tók eg báðum höndum í stólinn. “Jæja, sittu þá kyr,” sagði Beta og slepti tökum á mér. Síðan stóðu þær báðar frammi fyrir mér með krosslagða handleggi og horfðu á mig óhýrlega, efabundnar hvort eg væri með öllum mjalla. “Hún hefir aldrei látið svona fyr,” sagði Beta við Abigail. “Það hefir altaf búið í henni,” var svar- ið. “Eg hefi oft sagt Missis mína meiningu um þetta barn og Missis er á sama máli. Hún er víst undirförull krakki. Eg hefi aldrei þekt krakka á hennar aldrei eins felugjarnan.” Beta svaraði þessu ekki, en eftir litla stund talaði hún þannig til mín: “Þú ættir að vita, Miss, að þú hefir skyldum að gegna við Mrs. Reed, hún elur önn fyrir þér; ef hún slepti af þér hendinni, þá tæki ekki annað við en fátækra framfærið.” Þessum orðum anzaði eg ekki, eg var þeim vön frá því fyrst eg mundi eftir mér, brízlið um, að eg væri upp á aðra komin var orðin eins og oftkveðin vísa í mínum eyrum, kveíjandi og lamandi, en hvergi nærri skilin til fulls. Miss Abbot tók nú við: “Og þú átt ekki að þykjast jafningi Reed barnanna, þó hún móðir þeirra lofi þér að alasr upp með þeim. Þau standa til að eignast mikið ríkidæmi, en þú ekki neitt: þitt er að vera lítillát og reyna að vera þeim til geðs.” Beta bætti við, hreint ekki óþýðlega: “Þetta er þér sjálfri fyrír beztu, sem við segjum þér; þú átt að vera þægileg í viðmóti og til gagns, þá gæti verið, að þú fengir að eiga hér heima; en ef þú ert frek og uppstökk. þá veit eg víst, að þér verður komið burtu.” Miss Abbot prjónaði við: “Þar fyrir utan á hún Drottins reiði vísa, hann gæti sent henni dauðann í einu frekju kastinu, og hverk ætli hún færi þá? Komdu Beta, við skulum fara frá henni; eg vildi ekki hafa hennar innræti, hvað sem í boði værí. Farðu með bænirnar þínar, Miss Eyre, þegar þú ert orðin ein, því ef þú iðrast ekki, þá er ekki að vita nema eitt- hvað ljótt fái að koma niður um strompinn og taka þig burt með sér.” Að svo mæltu fóru þær út og tvílæstn á eftir sér. í rauðu stofunni var ekki búið og sjaldan sofið, nema þá sjaldan svo margir voru komnir í Gateshead Hall, að hvergi var hægt að drepa þeim niður annars staðar, og var þó ein stærsta og veglegasta stofan í höllinni. Rúm stóð á gildum stoðum úr mahogany, með rauðum damask tjöldum, eins og tjaldbúð á miðju gólfi, tveir stórir gluggar voru nærri faldir með fléttum og kögruðum lindum úr áþekku efni, og glugga tjöldin æfinlega dregin fyrir; dúkur ^rauður var á gólfinu, blóðrauður dúkur á borði við fótagaflinn á rúminu, veggirnir músgráir með roða slikju; klæðaskápur, skattol og stólar voru úr fornu, fægðu mahogany, með dumbrauðum lit. Við þessa skörpu farfa bar rúmfötin, margár sængur og kodda, með á- reiðu, mjallhvítri, og hvítan stól mjög víðan. við höfðalagið, með mjúkri setu og fótaskemill hjá; sá stóll fanst mér entthvað áþekkur há- sæti. Svalt var í stofunni, þar var sjaldan kveiktur eldur, hljótt var þar, því að langt var til barnastofu og eldhúss, hátíðlegt af því við vissum að þar var sjaldan komið. Einhver vinnukonan kom þar inn á laugardögum að strjúka móðu af speglum og húsmunum og Mrs. Reed sjálf fór þangað endrum og eins að líta yfir vist leynihólf, þar sem *geymd voru nokkur skjöl, gripa skrín og lítil mynd af manninum hennar sáluga. Nú voru níu ár síðan dauða hans bar að hann skildi við í þessari stofu, og þar stóð hann uppi, þaðan var hann borinn af grafara og hans líkmönn- um og upp frá því var sem skuggi eða nokkurs konar helgiblær bægði tíðri umgengni þaðan. Hlóð voru í stofunni úr marmara og hvflit- bekkur hjá, baklaus, þar sat eg blýföst, þegar Beta skildi við mig og hin beizka Miss Abbot; rúmið gnæfði fyrir framan mig, til hægri var hinn hái klæða klefi, með skuggum og ljós- blettum, eftir því sem birtunni kastaði frá hon- um, á vinstri hönd hinir refluðu gluggar og spegill milli þeirra, í honum sá hina veglegu stofu, auða og mannlausa. Eg fór fram að dyrum, þegar eg þorði að hreyfa mig, og tók í lásinn. Nei, aldrei voru dýflizu dyr harðara læstar! Á leiðinni til baka gekk eg hjá spegl- inum og horfði hugfangin, ósjálfrátt, á þá við- áttu sem þar skein' á. Alt var svalara og dekkra að sjá í þeirri holsjá en með berum augum, og litla telpan skrítna, sem starði á mig þaðan, hvít í framan með sjónir á iði, hvassar af hræðslu, þar sem alt annað stóð kyrt, minti mig á vofur: mér fanst hún áþekk svipunum sem komu fyrir í kvöldsögum Betu, svolítið skoffín, huldumær og púki til samans, sem síðförlir ferðamenn sáu koma fram úr giljum og burkna grófum á einmanalegum lyngheiðum. Eg settist aftur á stólinn. Þá fór hjátrúin að gera vart við sig, þó ekki væri komin stund hennar til að sigra; blóðið í mér var heitt ennþá; hugur þrælsins, sem hefir brotið ok af sér, hélt mér uppi með sínu beizka kappi; eg varð að stífla hraðan straum af hugsunum til hins umliðna áður en eS gugnaði fyrir ömurleik þess sem næst var. Öll sú grimd og kúgun, sem John Reed hafði haft í frammi við mig, alt hið stórláta kæruleysi systra hans, öll óbeit móður þeirra. öH partiska vinnufólksins fór upp og gruggaðl minn truflaða huga, eins og leirburður leys- ingar vatn. Af hverju var eg altaf kval- in, altaf hrakin, altaf ákærð, alla tíð dæmd sek? Af hverju gat eg aldrei verið öðr- um til geðs? Af hverju var ekki til neins fyrir mig, að reyna til að eignast góð- vild nokkurrar manneskju? Eliza var frek og sérgóð, var þó metin mikils; Georgiana var illa lynt, uppstökk og meinleg, aðfinningasöm og stórlát í fasi, þó voru henni allir eftirlátir °g Ijúfir. Hún var svo falleg, rjóð í kinnum með glóbjart hár, að öllum varð dátt, sem litu hana, og sáu í gegnum fingur við alla hennar ágalla. John var alt gert til geðs og aldrei var honum refsað þó hann sneri dúfur úr háls- liðunum, dræpi unga páfuglanna, sigaði hund- inum á féð, sópaði í sig drúfum af vínviði vermireitanna og bryti blóm af úrvals jurtum í gróðrar stíunni; hann kallaði mömmu sína, þar að auki “gamla góð”, hann brígzlaði henni stundum um hvað hún væri hörundsdökk, ein3 og hann sjálfur var, gerði beint á móti því sem hún vildi helzt og það kom fyrir, að hann reif og ónýtti silkibúning hennar, var samt enn “blessað yndið” hennar. En eg þorði ekki að drýgja nokkra yfirsjón, eg reyndi að gegna hverri kvöð og eg var kölluð óþæg og leiðinleg, ólundarfull og undirförul, frá morgni til há- degis, frá hádegi til kvelds. Mig verkjaðí í höfuðið og það blæddi enn úr sárinu sem eg fékk við höggið og byltuna; enginn hafði fundíð að við John fyrir að s!á mig að fyrrabragði og nú var eg lokuð inni fyrir að taka á móti honum og afstýra frekari óvitalegum yfírgangi.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.