Heimskringla - 01.11.1933, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 1. NÓV. 1933
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA.
fræðingar hafa mótmælt skoð-
un Jeans, og hefir á síðustu ár-
um margt verið ritað bæði með
henni og móti, en Jeans varið
skoðun sína með þeirri rökfestu
og samkvæmni í ályktunum,
sem er einkenni rita hans).
Sú kenning hefir rutt sér til
rúms á síðustu árum og er nú
sönnuð með óyggjandi rökum,
að efni alheimsins gangi til
þurðar, leysist upp til fulls og
breytist í útgeislan.
Ekki kveður mikið að þessu
hér á vorri jörð, ey meira þar
sem af meiri efnum er að taka
og hitastig efnis er hærra. Sólin
vó 360,00p,00.0,000 smálestum
meira í gær en í dag. Öll sú
feikna fúlga efnis hefir breyzt,
í orku á síðasta sólarhring,
breyzt úr efni í ljóshafi sólar í
geislaflóð, sem streymir út um
himingeiminn og þreytir þar
skeið um allan aldur. Sama
breyting efnis í útgeislan á sér
stað í öllum stjörnum, enn
meiri þó þar sem efnismagn er
meira og hitastig hærra, en
annars minna. Einnig hér á
jörðu vorri ónýtast efni, þótt
ekki sé í miklum mæli. Marg-
brotnar efniseindir breytast
stöðugt í fábrotnari efniseindir.
Þannig breytist úran í helíum
og blý, en nokkur hluti úran-
málmsins breytisf þá í geisla,
sem hverfa út í himingeiminn.
Jörðin léttist við þetta og því-
líkt um 40 kg. á hverjum sólar-
hring.
En þá er að vita hvort full-
komin þekking á efnisheiminum
muni leiða í ljós, að efnum
þeim, sem þannig ér sóað, muni
verða safnað saman í annan
tíma á öðrum stað eða ekki.
Er sóun efnisins aðeins önnur
helft óþrjótandi hringrásar eða
gengur heimurinn til þurðar?
Áin rennur altaf til sjávar.
Það teljum vér eðlilegt, er vér
þekkjum hringrás vatnsins úr
sjónum upp í skýin og þaðan til
jarðar og árinnar á ný. En er
þá líkt farið heiminum í heild?
Verður honum líkt við elfu, sem
kemur úr lindum sem aldrei
tæmast, eða bál, sem kulnar út
jafnóðum og eldsneytið þver?
Lögmál orkunnar svara þessu
ótvírætt. Fyrst er þá að orkan
sé varanleg. Orkan getur bréytt
um gerfi, en aldrei eyðst. Orku-
forði alheimsins er altaf sá
sami. Og þar sem alt líf sækir
orku sína í orkulindir náttúr-
unnar og skilar henni þangað,
þá mætti ætla að lífið gæti
haldist við um allan aldur.
En annað er það, að orkan
breytir stöðugt um gerfi. Þar
má nefna fa.ll, rafmagn, ljós og
hita, Fallvatnið vekur rafstraum
inn, rafstraumurinn kveikir Ijós-
ið, ljósið fellur um herbergið og
hitar það, en hitinn leitar út og
hverfur að lokum í heimin-
geiminn. Enn er orka fallvatns-
ins til, en notagildið er þrotið.
Áður fólst hún í fallvatninu,
sem var að því komið að steyp-
ast frarn af fossbrúninni, en
síðast er hún í hitageislum,
sem þjóta út um heimingeiminn.
■— Það er jafnan örðugt að klit'a
upp á móti ,en auðvelt að
komast niður í móti. Orkan fer
þá leiðina, sem auðveldari er.
Það er auðvelt að breyta miljón
orkueiningum ljóss í miljón
orkueiningar hita: Ljós er látið
falla á dökkan flöt, og þá er
breytingin orðin. En gagnstæð
viðburðaröð getur ekki tekist,
hversu sem að er farið. Þær
miljón orkueiningar hita, sera
streymdu frá ljósinu, geta ekki
breyzt á ný í miljón orkuein-
ingar ljóss. Sumu mætti safna.
on sumt dreifist, hversu sem að
er farið, og hverfur út í rúmið.
Þetta er eitt einstakt dæmi þess
algilda lögmáls ,að geislaorka-
breytist sí og æ úr stuttum
öldum í langar öldur. Undan-
tekningar virðast eiga sér stað,
on ‘þær eru sérstaks eðlis og
brjóta ekki lögmálið sjálft.
Þannig virðist lögmálið brot-
iö í hvert sinn sem eldur er
kveiktur. Hefir ekki hiti sólar
safnast í kolunum, og kemur
ekki Ijós þegar kolum er brent?
Þessu er því að svara, að geisl-
ar sólar eru bæði ljósgeislar og
hitageislar eða öllu heldur geis1.-
ar allra öldulengda. Orka sú.
er safnaðist í kolunum, er til
orðin úr ljósi sðlar og geislum
enn minni öldulengdar. Þegar
svo kolin brenna, kemur fram
nokkurt ljós, en minna þó en
ljós það, sem kolin urðu til af.
Þá kemur einnig fram nokkur
hiti, en meira þó en hiti sá, er
kolin urðu til af. Niðurstaðan
verður því sú, að nokkurt ljós
hefir breyzt í nokkum hita —
ljós hefir breyzt í hita.
Sá sem vill skilja hvert heims-
rásin stefnir, má því ekki líta
aðeins á magn orkunnar, heldur
einnig á eðli hennar. Orkumagn
heimsins er altaf hið sama. Það
er fyrsta atriðið í lögmáli ork-
unnar. En eðli orkunnar breyt-
ist sífelt. Það er annað atriði f
lögmáli orkunnar, og stefnir sú
breyting öll að einu marki. Jafn-
skjótt sem orka skiftir um gerfi,
er sem lokist hurð, sem sleppir
öllu út, en engu inn. Skyni gædd
vera kynni að kómast inn aðra
leið ,en náttúran fer ekki króka-
leiðir. Hún fer beint að settu
marki. Orkan fellur látlaust
eins og stórfljótið steypist fyrir
björg.
Þannig breytast geislar af lít-
Hli öldulengd í geisla af mikilli
ödulengd. Kvantakenningin eða
skamtakenningin lýsir því svo,
að fáir kvantar en orkumiklir
falli í marga kvanta en orku-
litla, og orkumagnið í heild
sinni breytist ekki við það.
Hnígandi orkunnar er þess
vegna fólgin í því, að kvantar
hennar eða skamtar smækka og
smækka og veikjast. í iðrum
sólanna eru Ijósstafir þessir til-
tölulega fáir en geysisterkir. Við
hverja hindrun á leið gegnum |
ljóshaf sólnanna og síðan út um!
heimingeiminn veikjast þessir
geislastafir, en vaxa um leið að
tölu til. Alt stefnir að einu
marki: Orkan fellur og sundr-
ast. Ekkert stefnir í gagnstæða
átt.
Og þó er aðeins hálfsögð sag-
an: Orkukenning nútímans
skýrir oss frá því, að mismun-
andi tegundir orkunnar hafi t
mismunandi notagildi, og að ái
þessari hnígandi braut renni |
orkan sí og æ frá hærra starfs- |
marki til lægra starfsmarks —,
frá miklu notagildi til lítils nota-
gildis. Sköpunarmagn hennar
fjarar út.
Og víkjum nú að því, sem fyr
var frá horfið: Hvað heldur
heiminum við, lífi hans og starfi
þess og stríði í ótal myndum?
Orkan sögðum vér, en það er
ekki fullnægjandi. Orkan gerir
það að vísu, en öllu heldur starf
hennar: Óaflátanleg breyting
hennar úr nothæfri orku í ónot-
hæfa orku. Fall orkunnar er
lífgjafi alheimsins.
Vér höfum sagt að orkumagn
alheimsins sé altaf hið sama, en
þar af má þó ekki álykta, að
heimsrásin geti haldist til eilífð-
ar . Þe^ar lóðið í klukkunni er
runnið til botns, þá hættir hún
að ganga, en þó er óbreytt efnis
magn hennar. Svo er því varið
með orkuna . Hún verður til, en
ekki nothæf.
Orkan getur ekki fallið til
eilífðar. Lóðið sezt í klukkunni,
og orkan fellur að lokum til
botns. Því er það, að heimur
allur líður undir lok j fylsta
skilningi. Fyr eða síðar rekur að
því, að síðasta eining orkunnar
hafi komist á neðsta þrep not-
hæfrar orku, og á samri stundu
stöðvast hjartaslög alheimsins
alls. (?rkan er að vísu til, en
lífsþróttur hennar er horfin með
öllu. Hún er ekki framar starfs
orka alheimsins. Munur henn-
ar nú og þá er eins og munur
á straumþungu fljóti og stöðu-
vatni, sem engar öldur hræra.
Þegar vatnið er þangað komið,
hættir það að knýja aflvélai
mannanna. Hitadauðinn, sem
svo er nefndur, bindur að lok-
um enda á alt.
Þessi er kenning hreyfifræði
vorra tíma, og hún verður eklci
dregin í efa, með þeirri þekk-
ingu, sem nú er til. Sannast
að segja er hún á þeim rökum
reist, að vart er neina leið að
finna, til þess á hana verði
ráðist. Þessi kenning útilokar
með öllu þá skoðun, að heims-
rásin sá eilíf hringrás. Vatnið
á jörðinni fer að vísu sífelda
hringrás, og svo er um fleira,
en aðeins vegna þess að það or
ekki heimur allur, heldur að-
eins lítill hluti hans, og eitt-
hvað utan við farveg þess held-
ur við hringrás þess. En al-
heimur getur ekki 'feengið til
eilífðar. Til þess þyrftu kraftar
að streyma inn í hann sí og æ,
og þeir kraftar yrðu að koma
frá uppsprettulindum utan við
alheiminn, en hverjar væru
þær? Hvar væru þær? Hver
skilur þær? Heimur, sem bef-
ir notað til fullnustu alla not-
hæfa orku, er þegar dauður.
Samlíking vor um fljótið, sem
fellur til sjávar, skýrir þetta
jafnvel til fulls. Fljótið steypist
með fossafölum ofan úr fjöll-
unum. Þar af kemur hiti, sem
hverfur að lokum í hitgeislan út
í geiminn. En orkan, sem lyfti
vatninu upþ fyrir fossana, var
orka sólar, og aðallega sólar-
Ijósið. Þar sem aldrei nyti sól-
ar, þar væru engar rennandi ár.
Fljótið breytir sí og æ ljósorku
í hitaorku, og jafnskjótt og sól-
in, sem kólnar með tímanum,
tæmist nothæfri orku, er fljótið
úr sögunni.
Sömu lög gilda, í öllu því er
máli skiftir, í stjörnugeimnum.
Enginn vafi lejkur á því, að ork-
an fellur þar sí og æ. Hún hefir
upptök í iðrum sólnanna. Þar
er geysiheitt, og kvantar ork-
unnar hafa þar afarlitla öldu-
lengd en geysimikið orkumagn.
Geislaorka þessi ryður sér braut
ir upp á eldhöf sólnanna, og á
þeirri leið verður margt á vegi
hennar. Allar þær torfærur og
allir þeir árekstrar verða til
þes?, að orkumagn hinna út-
streymandi geisla lækkar sífelt
og samstillist hitamagni í lög-
um þeim, sem geislarnir brjótasf.
i gegnum. Öldulengd útstreymi-
geislanna vex og vex, én sam-
fara því er lægra og lægra hita-
stig. Fáir kvantar, en orku-
miklir, hrynja sífelt í marga
kvanta, orku litla. Loks hverfa
þeir af ljóshafi sólnanna og
breytast ekki úr því, nelna þeir
rekist á einhverja hindrun, svo
sem himinhnetti, rykkorn, efnis-
eindir, sem reika um geiminn.
rafeindir eða efni af einhverju
tæi, er svifur um geiminn. Það
er ekki líklegt að geislar þessir
falli nokkru sinni á heitari efni
en eldhöf sólnanna, sem þeir
hafa runnið frá, og allir þessir
árekstrar guka öldulengd geislf-
anna, og afleiðingin er geislan,^
veik og dreifð, með afarmikilli
öldulengd. Ljósstafir þessir
hafa brotnað hvað ofan í annað
og þeim hefir fjölgað geysimik-
ið, en hver og einn hefir mist
orku, sem fjölgun þeirra nam.
Áður voru þeir fáir og sterkir.
Nú eru þeir margir og veikir. Að
öllum líkindum hafa hinir orku-
miklu kvantar orðið til í upp-
hafi af samruna tveggja raf-
einda, jákvæðrar og neikvæðr-
ar, og er því meginstraumur al-
heims-orkunpar frá rafeindum,
jákvæðum og neikvæðum, með
afarháu notagildi til hitaorku
neð allra lægsta notagildi. Þetta
minnir enn á stórfljót, sem
steypist í þröngum gljúfrum af
fjöllum ofan, en breiðist síðan
meir og meir út um víðáttumik-
ið, en æ minna og minna hall-
andi land, og fellur síðast geysi-
bratt og straumlygnt í haf út.
Ýmsum hefir þó komið til
hugar, að hitaorlta á lægst.a
stigi kunni ,þegar svo ber undir,
að breytast á ný í rafeindir, já-
kvæðar og neikvæðar — breyt-
ast í efni, svo að leikurinn geti
hafist á ný. Alheimur vor leys-
ist sundur og breytist í útgeisl-
an, en upp af rústum þess
heims, er líður undir lok, ætla
margir fram koma nýjan himin
og nýja jörð. En ekki er það
stutt af vísindum vorra tíma.
Verið getur að svo sé. En hvað
ej* unnið við eilífa endurtekn-
ingu sama stefs? Og hvað er
jafnvel unnið við eilíf tilbrigöi
þessa stefs?
Endalok alls verða þegar sér-
hver efniseind, sem getur ger-
eyðst, hefir gereyðst, og orka
þeirra hefir breyzt í hitaorku,
sem fer um heiminn alt til
eilífðar.
En rúmið hitnar furðu lítið
við gereyðing efnisins. Það
verður reginkalt eftir sem áður.
Allur hiti, sem losnar úr læð-
ingi, þegar alt efni gereyðist,
hitar rúmið aðeins 1/6000 hluta
úr einu einasta hitastigi, og
frostið í rúminu verður sem
áður 273 stig á Celcius, og rúm-
ið verður niðdimt. Ástæðan til
þess, að gereyðing efnisins nær
svo skamt að hita rúmið, er að-
eins sú, að rúmið er tómt að
heita má. Allur sá hiti, sem all-
ur hinn mikli áragrúi sólna hell-
ir út í himingeiminn um alda-
raðir, hverfur sem dropi í botn-
lausa hít.
Slík eru í ljósi þekkingar vorra
tíma endalok alls. Heipiiir all-
ur gengur til þurðar. Heimselfan
fellur öll í dauðans haf. Að
síðustu er efnið horfið. Það
hefir breyzt í ljós. Ljósið .er
einnig horfið. Það hefir breyzt
í hita, ög hitinn er kominn um
alt. — !>egar svo er komið, þá
er heimur liðinn undir lok.
—Lauslega þýtt.
Ásgeir IVIagnússon.
—Eimreiðin.
ÞÓRÐUR JÓNSSON
ÆFIMINNING.
24. apríl s. 1. andaðist að
heimili sonar síns, Walter John-
. son í bænum Chippewa, Ont.,
öldungurinn Þórður Jónsson 81
j árs að aldri. Hann var fæddur
já Foséi i Kjósarsýslu. For-
'eldrar hans voru þau merkis-
hjónin Jón Sæmundð'on og
kena hans Sesselja Sigurðar-
dóttir fri Skauthólum á Kjalar-
! nesi í , sömu sýslu. Frá Fossi
fluttu ‘þessi hjón að Neðrahálsi
í Kjós. og þar mun Þórður hafa
alist upp til fullorðins ára. Litlu
’ eftir 1880 giftist Þórður eftir-
lifandi konu sinni Guðbjörgu
Guðmundsdóttir Magmissonar
frá Káraneskoti í Kjós. og konu
hans, Ingibjargar Þorvaldsdótt-
ir, hún var sögð mikil myndar-
og grteindar kona. Þórður og
kona hans reistu bú á Hóli í
Svínsdal í sömu sýslu. Þórð-
ur var góður verkamaður við
hvaða vinnu sem hann vann,
hraustmenni að kröftum og
ötull og trúr til verka. Mest
mun hann hafa stundað sjó-
róðra þau árin sem hann var á
íslendi eftir að hann fékk
þroska til þess starfs. Árið 1887
fluttust þau hjónin til þessa
lands og settust að á Gimli.
Efitr að þangað kom vann Þórð-
ur mest við fiskveiði á Winnipeg
vatni. Frá Gimli fluttust þau
til Selkirk og bjuggu þar nokk-
ur ár. Haustið 1897 fluttust
þau til Winnipegosis, Þórður
mun hafa verið fyrsti íslending-
ur, sem kom þangað með því
áformi að stunda fiskveiði þar,
þvf þá var þar aðeins fáment
Indíána þorp með einni verzlun
sem tilheyrði Hudsonflóa félag-
inu. Engin jámbraut lá til
þessa litla þorps þá, voru fm
flestar vörur til félagsins fluttar
eftir ám og vötnum á seglbátum
sem verzlunin átti. Næsta ár
1898 var járnbraut lögð þangað.
Straumur hvítra manna barst
með þessu farartæki CNR fé-
lagsins til Winnipegosis, ýmsar
verzlanir risu á legg. Fiski-
kaupmenn reistu bækistaðir sín-
ar á árbakkanum við hafnar-
mynnið, ótrauðir voru þeir á
það að lána þeim sem ætluðu
að gera fiskveiðina að atvinnu-
vegi sínum, alt sem að því starfi
laut, og var Þórður einn af
þeim mörgu áem vann að þeirri
atvinnu þau ár sem hann bjó í
Winnipegosis. Ekki er mér sem
þessar línur skrifa, vel kunnugt
um verustaði eða heimilisfang
hans eftir að hann fór frá Win-
nipegosis, sem mun hafa verið
um 1914, þó hefi eg heyrt þess
getið að árið 1916, 2. feb. gekk
hann í 197 herdeildina sem
sjálfboði og er þá til heimilis í
Le Pas í Manitoba, hefir þá
verið nær hálf sjötugur að aldri.
Sökum aldurshæðar mun hann
fljótlega hafa verið leystur frá
því starfi. Upp frá því munu
þap hjónin Þórður og Guðbjörg,
mest hafa hallað sér að húsa-
skjóli Þorvalds sonar síns, sem
þá bjó austur í Ontario.
Þessi hjón eignúðust átta
börn, en nú þegar þetta er skrif-
að eru þrjú þeirra á lífi: Þor-
valdur (Walter Johnson) giftist
konu af skozkum ættum, nú
ekkjumaður, býr í Chippewa,
Ont: Guðfinna, Mrs. Kennedy,
np ekkja býr 4 Dauphin, Man.,
og Ingibjörg, ekkja eftir W’illiam
Þér sem notiS—
TIMBUR
KAUPIÐ AF
THE
Empire Sash & Door
CO., LTD.
BirjBlr: Henry Ave. Ka«t
Sími 95 551—95 552
Skrtfstofa:
Henry og Argyle
VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA
King. ritstjóra “Dauphin Her-
ald”.
voru börn þeirra Þórðar
og Guðbjargar mjög mannvæn-
leg og fríð sýnum, alúðleg og
glöð í viðmóti. Sjálf voru for-
eldrar þeirra gestrisin og hjálp-
fús, oft langt yfir efni fram.
Eg sem var um nokkur ár ná-
granni þessara hjóna skal vera
það innilegá ljúft að kvaka
þakkarorðum til þeirra, fyrir
allann þann greiða og góðfýsi,
sem þau auðsýndu mér og mín-
um nánustu. Gamli dáni kunn-
ingi, þökk fyrir góða viðkynn-
ing. Þú gekst þreyttur til hinstu
hvíldar, verði þér grafar róin
vær. Gamall fslendingur.
Inköllunarmenn Heimskrir^lun
I CANADA:
Arnes.................................................F. Finnbogason
Amaranth ........................ ..... J. B. Halldórsson
Antler....................................Magnús Tait
Árborg...................................G. O. Einarsson
Baldur................................Sigtr. Sigvaldason
Beckville .............................. Björn Þórðarson
Belmont ................................... G. J. Oleson
Bredenbury ............................. H. O. Ixtptsson
Brown............................... Thorst. J. Gíslason
Calgary.............................. Grlmur S. Grímsson
Churchbridge .. v......................Magnús Hinriksson
Cypress River.......................................Páll Anderson
Dafoe, Sask., ........................... S. S. Anderson
Elfros..............................J. H. Goodmundsson
Eriksdale ............................... ólafur Hallsson
Foam Lake............................................John Janusson
Gimli.................................................. K. Kjernested
Geysir................................. Tím. Böðvarsson
Glenboro.................................. G. J. Oleson
Hayland ............................... Sig. B. Helgason
Hecla.................................Jóhann K. Johnson
Hnausa............................. Gestur S. Vfdal
Hove.....................................Andrés Skagfeld
Húsavflt................*...............John Kernested
Innisfail .......................... Hannes J. Húnfjörð
Kandahar ................................ S. S. Andersnn
Keewatin............................... Sigm. Björnsson
Kristnes...........................................Rósm. Árnason
Langruth, Man........................................ B. Eyjólfsson
Leslie................................................Th. Guðmundsson
Lundar ...............................j... Sig. Jónsson
Markerville ...............»......... Hannes J. Hómfjörð
Mozart, Sask............................ Jens Elíasson
Oak Point................................Andrés Skagfeld
Oakview ............................. Sigurður Sigfússon
Otto, Man..................................Björn Hördal
Piney....................................S. S. Anderson
Poplar Park..............................Sig. Sigurðsson
Red Deer ............................. Hannes J. Húnfjörð
Reykjavík................*.................. Árni Pálsson
Riverton ............................. Björn Hjörleifsson
Selkirk............................... G. M. Jóhansson
Steep Jlock ............................... Fred Snædal
Stony Hill, Man..............................Björn Hördal
Swan River..............................Halldór Egilsson
Tantallon ..............................Guðm. Ólafsson
Thornhill.............................Thorst. J. Gíslason
Víðir....................................Aug. Einarsson
Vancouver, B. C .......................Mrs. Anna Harvey
Winnipegosis .. ........................
Winnipeg Beach...........................John Kernested
Wynyard..................................S. S. Anderson
( BANDARÍKJUNUM:
Akra ................................. Jón K. Einarsson
Bantry.................................. E. J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash....................... John W. Johnson
Blaine, Wash....j.......................... K. Goodman
Cavalier ............................. Jón K. Einarsson
Ckicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta.
Edinburg.........................t .. Hannes Björnsson
Garðar.................................S. M. Breiðfjörð
Grafton.................................Mrs. E. Eastman
Hallson..................................jón K. Einarsson
Ivanhoe..............................Miss C. V. Dalmann
Milton..................................F. G. Vatnsdal
Minneota.............................Miss C. V. Dalmann
Mountain.............................Hannes Björnssoí
Point Roberts .......................... Ingvar Goodman
Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W.
Svold ............................... Jón K. Einarsson
Upham.................................... E. ,J. Breiðfjörð
The Viking Press, Limited
Winnipeg, Manitoba