Heimskringla


Heimskringla - 08.11.1933, Qupperneq 4

Heimskringla - 08.11.1933, Qupperneq 4
4. SÍÐA. HEIMSKRINCLA Hctmskríngla (StolnuB 1888) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: t THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Taliimi: 86 537 _____ VerS blaðsins er $3.00 árgangurlnn borgist fyrlrfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. RáðsmaOur TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Uanager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskri/t til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla" is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 8. NÓV. 1933 KVEÐJU-HLJÓMLEIKAR B. Þ. Um mörg undanfarin ár hafa íslend- ingar vestra hlotið ánægju og gleði af að hlýða á söngsveitir Brynjólfs Þorláksson- ar. Kveðju-hljómleikur hans síðast liðið miðvikudagskvöld, í Fyrstu lútersku kirkju, var engin undantekning frá því. Að Karlakór Islendinga hafi yfir dágóð- um söngkröftum að búa, er þegar viður- kent. Hann er ef til vill ekki enn jafn- vígur á öllum sviðum, en innan hans eru samt sem áður talsvert öflgar raddir.- Var þess vart á þessum hljómleik, sem áður. Og að kórinn haldi áfram að byggja ofan á þann grundvöll, sem undir stjóm Brynjólfs Þorlákssonar hefir verið lagður, erum vér vissir um að er ósk íslendinga. Kvennakórinn söng og þarna einn síns liðs. Var söngur hans hljómfagur og fastur þó yngri sé sá kór en karlakórinn. Það eina sem vér höfum út á að setja, er að söngdísirnar voru ekki lausar við feimni; söngurinn hefði yfirleitt mátt vera þróttmeiri. Einnig sungu kóramir saman, með voldugu orgel undirspili. Var Mr. S. K. Hall við orgelið. í söng þessum blönd- uðust raddirnar ágætlega saman í eina, reginsterka og hreina. Væri ekki ama- legt að slýða á slíkan söng hér oftar. Með einu af lögum karlakórsins söng P. Bardal einsöng, er var endurtekinn. Fíólín spil ungfrú Pálmason var í senn unaðslegt og mydnarlegt. Og eins var um spil orkestrunnar. En einna mest, af því sem fram fór á- samkomunni, fanst oss þó um einsöng frú B. H. Olson. Svo ágæt beiting raddar, er ekki á hverju strái. Kveðju hljómleikurinn var vel sóttur. Er mælt að yfir 400 manns hafi þar verið saman komið. En jafnvel þótt góðrar skemtunar væri þarna von, þykjumst vér fara nærri um, að fyrir mörgum sem þama var hafi hitt eigi síður vakað, að votta Brynjólfi Þorlákssyni með því þakk- læti sitt fyrir starf hans hér undanfarin ár í þarfir íslenzkrar söngmentár. Að til- finningar ísleiidinga hafi verið þannig stiltar þá stundina, er meira en sennilegt. Með vissuna um þau ítök sín í hugum Vestur-íslendinga að veganesti, fer Brynj- ólfur héðan heim. Að undirbúningi kveðju-hljómleiksins, unnu Karla- og Kvennakórarnir ásamt öðrum unnendum íslenzkrar söngmentar. Með píanó-spili aðstoðuðu E. Erlendsson, organisti Sambandskirkju og ungfrú Margrét Sigurðsson. ÓFARIR TOLMIE-STJÓRNARINNAR Það mun eins dæmi, að nokkur stjóm í Canada hafi annan eins ósigur beðið og Tolmie-stjórnin í fylkiskosningunum í British Columbia. En þegar um ástæðumar fyriu því er rætt, skjátlast mörgum skilningurinn. Og að halda fram, eins og Mr. MacKenzie King gerir, að þær séu órækur vottur um fráhvarf frá stefnu Bennett-stjóraarinnar, er ekki laust við að mörgum finnist, að sigurvíman yfirgnæfi dómgreindina. Sannleikurinn er sá, að í British Col- umiba fylki, sótti enginn undir merkjum Þjóðmegunarflokksins. — Fyrir Tolmie vakti, að mynda samsteypu stjómarflokk. Og sem foringi slíks flokks sótti hann í þessum kosningum. En það klauf Þjóð- megunarflokkinn í fylkinu í ótal greinar Gengu sumir í flokk frjálslyndra, aðrir sóttu óháðir, enn aðrir sem unionistar, en enginn sem hreinn og beinn Þjóðmegun- arflokksmaður. Þegar eamsteypustjóm var mynduð á sambandsþinginu á stríðs-árunum, yfirgaf Mr. Bennett flokkinn og sagði upp stöðu sinni. Afstaða hans til samsteypuflokks í British Columbia, virðist hafa verið svip- uð. Kosningamar er að minsta kosti sagt, að hann hafi ekkert látið sig skifta. Hinu verður ekki neitað, að óheyrileg ringulreið hefir orðið í málum Þjóðmeg- unarflokksins í British-Columbia, undir stjórn dr. Tolmie. En sambandsstjómin á ekki nokkum hlut þar að málum. Og þar sem að tvístrunin var komin í essið sitt löngu fyrir kosningar, eru þær held- ur engin opinbemn um hvernig kjósendur líta á stefnu þeirrar stjómar. Þar sem enginn Þjóðmegunarflokksmaður sótti, var ekki við að búast, að neinn yrði kosinn. Dr. Tolmie er auðvitað á hálsi legið fyrir að hafa ekki reynst happadrýgri flokksleiðtogi, en raun ér á orðin. Verð- ur því ef til vill ekki neitað, að hann hafi ekki verið vel til foringja fallinn þó vel sé um hæfileika hans að öðru leyti. En til greina skyldi þó taka hveraig ástatt var, er hann kom til valda seint á árinu 1928. Tekjur fylkisins höfðu þá rýrnað og fjár- hagurinn var hinn erfiðasti orðinn í hönd- um frjálslyndastjórnarinnar. Til þess að ráða bætur ,á þessu, var Tolmie-stjómin kosinn. En það tókst óhönduglega mjög. Eftir fyrsta árið var fjáj'hagurinn verri en áður. Og út úr því skall kreppan á og þá fór fyrst að síga á ógæfuhliðina. Eitt prósent skattur var lagður á vinnu- laun, sem gerði stjómina afar óvinsæla. Óreiða var einhver í sambandi við vínsöl- una. Fékk stjórnin á sig óorð með því. Og ýmsir flokksmenn hennar yfirgáfu hana þá. Síðast kom svo hugmyndin um samsteypustjórn fram. Var henni ver tekið af flokksmönnum Tolmie mörgum en öðrum flokkum. Tolmie-stjómin átti fáa einbeitta fylgjendur síðustu tvö til þrjú árin, sem hún var við völd. Fyrri fJokksmönnum hennar þótti hún ekki fara vel að ráði sínu og má þá nærri geta hvort andstæðingar hennar fundu ekki höggstað á henni. Um þetta stjórnarfar snerust kosning- arnar í British Columbia. Þar var ekki verið að greiða atkvæði um nein sam- bandsstjórnar mál. Þjóðmegunarflokks- menn eru þar til sem fyr. En þeir eru foringja lausir. Þegar foringi er fundinn innan fylkisins, getur skeð að ekki þurfi þess lengi ap bíða, að þeirra gæti aftur. Mr. Patullo, hinn nýi forsætisráðherra, er bæði sagður athafna og hæfileikamað- ur. Hann á mikið verkefni fyrir höndum. Bót á erfiðleikunum hefir ekki verið ráðin með kosningunum. Þeir hafa aðeins verið teknir af herðum einnar stjórnar og knýttir annari á bak. Um það hvernig hún greiðir fram úr þeim, er ofsnemt að segja nokkuð um. PÁFINN OG RUSSLAND Milli sumra Evrópu-þjóðanna og Rúss- lands, er sýnilega að verða meiri vinátta, en áður hefir verið. Frakkland og ítalía hafa nú þegar gert samninga við Rúss- land viðvíkjandi friði. Virðist þar heldur ekki vera um neina uppgerð að ræða af hálfu Frakklands eða ítalíu, því bæði löndin hafa nú þegar bannað að halda uppi nokkrum æsingum gegn Rússlandi í blöðum efja á annan hátt. Á ítalíu varð blað eitt að hætta í miðju kafi á grein er byrjuð var afkkoma út í þvf og að efni til var andstæð Rússlandi. Frakkland er einnig sagt, að gefið hafi zaristunum, sem þar er fult af, tilkynningu um, að sam- tök sín gegn Rússlandi verði þeir að leysa upp, eða að flýja land að öðrum kosti. Var þess í fréttinni af þessu einnig getið, að zaristarnir mundu heldur hypja sig til Búlgaríu, þar sem fult er af þeim, og halda þar áfram að efla samtökin gegn Rússlandi. En það er ekki aðeins m'illi þessara þjóða og Rússlands, sem samkomulagið virðist vera að batna. Þýzkaland er alt í einu einnig farið að verða kumpánlegt við Rússland. Það leysir t. d. upp fé- lagsskap zarista á þýzka þinginu og það skipan nýjan sendiherra á Rússlandi, al- kunnan að vinsældum þar, og Hitler biður Moskva fyrirgefningar á ókurteisi sem rússneskum fréttaritara á ríkisþinginu þýzka var sýnd. Hvað undir öllu þessu býr, er ekki gaman að ráða í. Margir ætla þó, að Hitler óttist makk Frakka og Rússa og það sé ástæðan fyrir þess- um vinalátum hans. Þessir samningar ítalíu og Frakklands við Rússland bera að nokkru leyti að minsta kosti hermála-hagfræðina utan á sér. En er Rússland, að öðru leyti, að —— ' ------------------- ------- breyta um stefnu? Sú spurning kemur áminstum samningum ekki við. En um þessar mundir er fullyrt að páfinn í Róm sé að semja við Rússa um kirkjumála- störf í Rússlandi. Er þó lítið ljóst um hváð því máli er komið. Samt er í fréttir fært, að Rússar muni ekki fráhverfir því, að leyfa kaþólsku þar kenda, með því skilyrði, að prestarnir séu Rússar eða Ukra'níuménn en ekki útlendingar. Ef eitthvað er hæft í þessu, er ástæða til að spyrja, hvort Rússland sé að breyta um stefnu í kirkjumálunum. Eins og kunn- ugt er, tók það ómjúkt á kirkjuvaldinu og klerkunum, eftir að það tók upp Soviet- fyrirkomulagið. Slíkir samningar milli ipáfa og Rússlands bera með sér miklu gagngerðari sinna-skifti, en samningar þess við stjórnir annara landa. M E T Samsafn fróðleiksmola til minnis óg skemtunar. Það er margt sem menn vinna sér til frægðar nú orðið. Er að vísu sumt af því harla fáfengilegt. En um það er ekki fengist, ef það aðeins nær því að getá heitiá met, er aðrir hafa ekki náð. Nýlega reykti t. d. maður 100 smávindl- inga hvíld'arlaust. Það var met, eða meira en nokkur annar hafði gert — eða var nógu vitlaus til að reyna. Kona hefir og sett met með því að rugga sér í stól í nokkra sólarhringa. Ný met hafa menn einnig sett í að drekka kaffi, eta egg, bjúg-aldini og margt fleira. í sunnu- dagaskóla einum, var biblían lesin upp- hátt spjalda á milli í einu — þannig að einn lesari tók við af öðB*$m, unz verkinu var lokið. Af einum manni fara þær sögur, að hann hafi verið handtekin af lögreglunni 52 sinnum, sem enginn annar getur sér til ágætis talið, að pagt er. En í náttúrunnar ríki er elnnig fult af met-höfum; eitt fjall er hæst, einn foss stærstur o. s. frv. Og í heimi vísindanna hafa ótal met verið sett/ótal undraverðir hlutir af hendi leystir. Að rifja það upp er bæði gagn og gaman. Hefir háskóla- kennari, B. S. Hopkins, við Illinois- háskóla samið skrá nokkra yfir slíka hluti. Er möréum kupnugt um sumt af því, en sumt ef til vill ekki. Skal því hér til minnis og skemtunar benda á eitt- hvað af því. Eins Qg öllum er kunnugt, er Mount Everest, á norður landamærum Indlands, hæsta fjall í heimi. Hæð þess er talin 29,000 fet. Enginn hefir enn stigið þang- að fæti. En svo hátt sem fjall þetta er, er þó mesta dýpi sjávar meira. Það er ná- lægt, Philippine-eyjum, og er 35,000 fet. Lengsta á í heimi er Missisippi áin í Bandaríkjunum. Að meðtaldri Missouri- ánni er hún 4,220 mílna löng. Áin Níl í Egyptalandi er nærri því eins löng. En svo minst sé hluta, sem af manna- höndum eru gerðir, er hæsta bygging í heimi Empire State byggingin í New York-borg. Minsta fullkomna húsið, sem gert hefir verið, er svonefnt' “brúðuhús” á Englandi;á María Englandsdrotning það. Þó er stúlka í New York-borg, Kathryn Ray að nafni, sögð eiga “brúðuhús”, ekki öllu minna, en tæplega eins fullkomið. Stærsta gufuskip heimsins eiga Frakk- ar. Heitir það “Normandie” og er 1,000 fet stafna milli. Smærsta gufuskipið eiga Englendingar. Er það 1 fet á lengd. Var það nýlega sýnt í London. Normandie er spónnýtt skip. Ketþ, í líkingu við vanalega gufukatla, smíðaði maður að nafni Beale, á Englandi fyrir einu ári. Er rafmagnsvél í honum. Þungi hennar er einn fjórði úr únzu. Ketillinn er 1 fet á lengd og svo grannur, að hann kemst gegnum vanalegan gift- ingar hring. Snúningshraði smærsta hluta vélarinnar (armature) er 12,000 á mínútu. Stærsta orkuver í heimi, er sagt að sé orkuver New York-Edisons-félagsins á East River. Orkan sem það framleiðir, þegar allar vélar eru í gangi, nemur einni mljón hestöflum. En stærri en nokkur ein vél í því orkuveri, er þó vél í öðm orkuveri { New York-borg, við hið svo nefnda Hell Gate”. Er orka þeirrar véla einnar 226,000 hestöfl tog er sú stærsta í heimi. Stærsta vatns-orkuver hemi^ins verður Dnieprostroy-stöðin á Rússlandi, þegar fullgerð er. Segja bandarísku verkfræðingarnir, er við smíði hennar voru, að hún muni framleiða um 750,000 hestöfl. Er nú þegar nokkuð af henni tekið til starfa. í Canada er önnur vatnsorkustöð, hin svonefnda Chute a Caron-stöð, á Saguennay-ánni, sem verð- ur nálega eins stór, er fullgerð er. WINNIPEG, 8. NÓV. 1933 Hin fræga orkustöð við Niag- ara, sem um langt sk^jð hefir verið stærsta vatnsorkuver heimsins, verður minni en þessi tvö síðast töldu vatnsorkuver. Annar foss er nú einnig fund- inn, sem meira vatnsmagn hefir en Niagara. Er hann í Brazilíu, í á þeirri er Parana-á heitir. Vatnsmagn þess foss, er sagt svo mikið, að þar megi fram- leiða helmingi meiri orku, en úr Niagara fossi. Foss þessi ber nafn af stað þeim, er Guayra heitir. Segja bandarískir verk- fræðingar að þar megi nytja um sex miljón hestöfl. Heimsins stærstu rafmagns- lampar eru þeir, sem eru í vit- um á loftskipastöðvum. Brenna hinir stærstu þeirra um 10 kilowatts, eða um 250 sinnum meira, en vanalegt ljós (40 watts) á heimihnu. Minstú lampar, sem til eru, munu aftur þeir, er la^knar nota, og láta menn renna niður. Eru þeir í gúmmí-poka. Rannsaka læknar og taka myndir af maganum innan með þessu móti. Bjart- asta ljós, sem menn þekkja, er þó í vissum kastljósum (Spery- searchlights), og sem aðallega eru notuð í hernaði eða við heri. Eru þau bjartari en yfir- borð sólar. Að vísu geta verið til bjartari sólir en vor, og ýmsir ætla að svo muni vera, en vegna fjarlægðar þeirra, verður ekki enn með. vissu um það sagt, sem ekki er óeðlilegt, þar sem sumar þeirra verða með naumindum greindar í stærstu stjörnukíkirum heimsins, eins og t. d. Mount Wilson stjörnu- kíkirnum í Bandaríkjunum. Er hann mesta víðsjá í heimi þó sú við Vísinda Acadíemið í París og í Cambridge háskóla á Englandi, séu einnig feikna miklar. í Banaríkjunum er ein stær- sta skófla heimsins. Er gufa noþuð til að vinna henni. í einu er hægt að taka upp með henni 200,000 pund af mold. Tekur hún hana 85 feta hátt. Ef vinnu þá ætti að leysa af hendi með handafla, þryfti um 280,000 menn til þess. Stærsta myndavél (camera) í heimi, heyrir til landmælingá skrifstofu Bandaríkjanna í Washington, D. C. Hún er 84 fet á lengd og víddin er rúm fjögur fet. Myndir tekur hún fjögur ferfet á stærð. Hún er aðallega notuð til aj5 taka myndir af kortum og uppdrátt- um ýmsum, sem ávalt er mikið spurt eftir. Mælinga verkfæri eitt hefir General Electric félagið í New York nýlokið við. Mælir það rafmagnsstraum frá 6 rafeind- um (electrons); svo viðkvæmt er það. En hvað stór er ein rafeind? Til gamans skal sömu mælinguna gefa og þá, er grein- in gerir, er þetta er þýtt úr; Ef hver rafeind værí sköðuð á stærð við vatnsdropa, myndi jafnmargar rafeindir strdyma gegnum vanalegan 50 watta rafmagns lampa á einni sek- úndu og vatnsdroparnir, sem flæða á 100 árum niður Niag- ara fossinn! Stærsta bók í heimi er sögð biblía ein, er trésmiður á í Los Angeles, Louis Waynai af nafni. Hún er á húðþykkan pappír prentuð og vegur 1,094 pund Þegar hún er opin er hún 8 fet og 2 þumlunga á breidd. Hæð- in eða lengd blaðsíðunnar er 3 fet 9 þumlunga. 1 henni eru 8,048 blaðsíður. Mr. Waynai prentaði og batt hana sjálfur. Hann lét búa til stafi úr tog- leðri og þrýsti þeim svo á síð- umar. Stærð stafanna er 14 þumlungur á beidd og 2 þuml- unga á hæð. Hann vann í 2 ár 8—14 klukkustundir á dag, að prentuninni. Að verkinu loknu, gat hann ekki fengið pláss fyrir hana í neinni vanalegri kirkju og varð því sjálfur að reisa kirkju yfir hana. I Almenna bókasafninu í Cleveland, er ein sú minsta bók, er sögur fara af. Er það full- komin útgáfa af “Rubaiyat of Omar Khayyam”. Hún er 5 sext- andu úr ferþumlungi á stærð; þyktin er einn áttunda úr þuml- ungi. Komast nokkrar af þeim fyrir í vanalegri fingurbjörg. En minsta leturgerð, sem menn vita þó til að nokkru sinni hafi gerð verið, er letrun “Faðirvors- ins” á títuprjónshaus. Er sagt að í smásjá megi lesa hvert orð af því. Meira. BRÉF TIL HKR. Blaine, Wash. Hr. ritstjóri: Að kvöldi dags 24. okt. tóku liðugt 70 menn og konur hús á þeim hjónum frú og hr. Isak Johnson að 8020—25th Ave. N. W. hér í borginni. Tilefnið til þessarar heimsóknar var það, að þá átti hin nafnkunna skáld- kona okkar Vesfur-ísl. frá Jak- obína fimtugs afmælí sitt. Voru það aðallega vinir, nágrannar og samferðafólk frúarinnar um mörg ár, sem valdir voru að þessari heimsókn. Það kom sér vel í þetta sinn, að húsakynni þeirra hjóna yiru stór og víð- áttumikil. Setustofan líkist meir veizlusal heldur en vanalegum setustofum á almennum heim- ilum. Maður gæti ímyndað sér að hún væri, að rými • til, lík skálum forfeðra vorra á land- námsöldinni þar sem stórhöfð- ingjarnir ftéldu hverjir öðrum veizlur. Þegar þessir óvæntu gestir höfðu skipað sér til sætis kom skáldkonan niður af hæð- um í salsdymar, leit yfir hópinn og brosti. Heillaði s.vo gestun- um með nokkrum orðum þriungnum af fyndni og orð- snild; bauð alla hjartanlega vel- komna og sagðist afsala sér öll- um húsráðum þegar við annað eins ofurefi væri að tefla. Þá var sungið: “Hvað er svo glatt”, og spilaði frú S. Benoní undir á slaghörpu. Þá tóku þeir til máls hver af öðrum prestarnir séra Albert E. Kristjánsson og K. K. ólafsson, ámuðu henni heilla og þökkuðu henni fyrir unnin bókmentastörf og hina veiga miklu þátttöku hennar í félagslífi ísl. í'borginni. Næst talaði frú María Fredricksson. Að loknu erindi sínu las séra A. E. Kristjánsson upp tvö sím- skeyti syo hljóðandi: “Ríkis- stjóm íslands sendir yður beztu kveðjur á fimtugs* afmæli og ámar yður allra heilla. Frá skýrist jafnframt, að Rfkis- stjórnin hefir gert tillögu til konungs um, að yður verði sent merki “Fálka-orðunnar” fyrir unnin bókmentastörf”. Forsætisráðherra “Heilla óskir, þökk, aðdáun”. Systrafélag Kvenna. Þá söng Kári sonur þeirra hjóna einsöng með sinni fögru tenór rödd og spilaði frú Thora Hines undir. Tvö kvæði voru henni flutt, annað frá séra N. S. Thorláks- syni, sem ekki var viðstaddur, sökum lasleika, og las" frú dr. J. S. Árnason það upp. Hitt var frá Jóni Magnússyni og fylgja bæði kVæðin þespum línum. Þá bað frú Gouchú sér hljóðs og ávarp- aði afmælisbarnið nokkrum vel völdum orðum og afhenti henni vandað peninga veski með nokkram dölum innan í. Má fullyrða, að ef vel hefði árað þessi síðustu þrjú árin, að þá hefði dala upphæðin verið jöfn afmælisárunum. Síðast þakk- aði skáldkonan fyrir þann heið- ur og velvild er sér hefði verið sýndur með þessari heimsókn og las upp kvæði nýort, sem ekki verður birt hér, en sem kemur kannske fyrir almenn- ingssjónir síðar meir. Þá tóku gestimir á rás úr salnum þvert yfir anddyrið inn í borðstofuna. Þar sat frú María Straumfjörð Uöndvegi yfir stórri kaffikönnu við annan enda borðs hlöðnu allskonar góðgæti og fimtíu ára, stórri afmælis köku. Rendi hún \ i

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.