Heimskringla - 15.11.1933, Side 7

Heimskringla - 15.11.1933, Side 7
WINNIPEG, 15. NÓV. 1933 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA. “KVÖL Á SÁ ER VÖL Á” Bæjarstjórnar kosningar eiga að fara fram hér í Winnipeg 24. þ. m. Eftir tölu frambjóðenda að dæma er nú mikiil áhugi vaknaður fyrir velferð bæjarins. Hér í mið-Winnipeg eru 17 frambjóðendur fyrir 3 bæjar- fulltrúasæit. Geta menn því valið úr eftir geðþótta, alt frá sestum og einbeittum kommún- istum þeirra S. Simkin og C. Spence og niður til gamalla vel- þektra afturhalds þjarka eins og Davidson og Vanderlip. Verkamannaflokkurinn hefir xiú ýmsar markverðar umbætur á stefnuskrá sinni, sem hann býst til að framkvæma, ef hann nær meirihluta í bæjarstjórn- inni. Þar á meðal það að: Bærinn kaupi eignir strætis- vagna félagsins ef um sann- gjarnt verð sé að ræða. Að bærinn taki að sér mjólkursölu og verzlun með fleiri lífsnauð- synjar eins fljótt og kringum- stæður leyfa. Styttan vinnu- tíma án þess að lækka vinnu- kaup. Stofnun bæjarbanka, o. fl. Þeir sem nú sækja undir merkj- um verkamannaflokksins eru M. W. Stobart og H. B. Smith. Mr. Stobart hefir átt sæti í skólanefndinni um níu ára skeið, og jafnan komið fram, sem nýtur maður og góður drengur. Mr. Smith er ungur uiaður og lítt reyndur, en vel- látinn af þeim, sem hann þekkja. Hann er formaður fjár- málanefndar verkamannaflokks ins hér í fylkinu. Auk þessara tveggja er einnig í vali bæjar- ráðsmaður Thomas Flye. Eitt- hvert sundurlyndi innan flokks- ins í fyrra vetur varð til þess, að hann sagði sig úr flokknum, og sækir nú ,sem óháður, en fylgir þó sömu stefnu. Mr. T. Flye hefir átt sæti í bæjarráðinu síð- astliðin 12 ár. Hann er því þaulkunnugur öllum bæjarmál- um og hefir ætíð komið vel tram fyrir hönd verkamanna, hann er ötull maður og fylginn sér, í hverju máli, sem hann berst fyrir. Fyrir hönd verkamanna, í skólaráðið bjóða sig nú fram Mrs. R. W. Queen-Hughes og Mr. H. A. Brodahl. Mrs. Queen- Hughes er elsta dóttir John Queen fylkis þingmanns. Hún er fædd og uppalin hér í bæn- um, gekk 2 ár á háskóla en starfaði síðan að blaðamensku þangað til hún giftist. Hún er vel máli farin og hefir unnið að verkamanna málum frá því hún var barn. Mr. Brodahl er dansk- ur, fæddur í Kaupmannahöfn 1888. Tók inngöngupróf Við Kaupmannahafnar háskóóla — 1904. En hætti þó námi litlu síðar og var um tíma í sigling- um. Gekk síðan á verzlunar- skóla og lauk prófi í verzlunar- fræði og bókfærslu. Hingað til lands kom hann 1916, tók sér heimilisréttarland nálægt Rainy River, Ont. Var þar skrifari skólaráðsins í 7 ár. Kom hing- að til Winnipeg 1929. Hann hef- ir verið áhugasamur starfsmað- ur í verkamannaflokknum síðan hann kom hingað. Eg vil sér- staklega vekja athygli íslenzkra kjósenda á þessum manni. Hann hefir gert sér mikið far um að kynna sér alþýðumentun, bæði hér og í Danmörku, og víðar. Og er manna fróðastur í þeim málum. Hann er starfsmaður góður, triir og samvizkusamur um alt sem hann tekur að sér að gera. Ef hann nær kosningu verður það sæti vel skipað. Vegna fjárkreppunnar voru f jár- framlög til mentamála færð nokkuð niður á síðast liðnu ári og útlit fyrir að enn muni þrengja meira að næsta ár. Skólatími var styttur um tvær vikur og fríkensla í 12 bekk af- numin. Kaup kennara lækkað o. s. frv. En einmitt vegna at- vinnuleysis og efnaskorts meðal almennings er nú sérstök þörf á því að mentastofnanir allar séu starfræktar svo að allir gæti notið þeirra í sem fylstum mæli. Unglingar, sem nú eru að ljúka barnaskóla- og miðskólanámi ættu að hafa tækifæri til fram- haldandi náms þegar ekki er neina atvinnu að fá. Enginn flokkur lætur sér jafn ant um þessi mál og verkamannaflokk- urinn. íslendingar ættu því að veita honum óskift fylgi í kosn- ingunum 24. þ. m. H. Gíslason. 1. VETRARDAG 1933 Enginn skyldi öfunda örvasa karltetur sextugasta og sjöunda settur nú á vetur. Sá hefir verið víða um geim verkum synda kafinn væri mál að halda heim en hevrt? Já, þar er vafinn. Það mun undra margan mann mun ei getur sparað hvort “kristinn eða “heiðninn” hann í himin muni fara. Ei það sama öllum lízt en þvf megið trúa, hjá Einherjum í Valhöll víst vill hann sjálfur búa. Þar eg gleði, þar er bjór, þar er nóg af fljóðum, Óðin, Bragi og Ökuþór; ekki er hent þar slóðum. Síðan 1877 Drewry’s hafa stöðugt fylgst með tímanum—notað hinar nýjustu aðferðir við ölbruggun og kappkostað að halda uppi gæðum vörunnar. Árangurinn sá að- DREWRY’S “STANDARD LAGER” er bruggun sem ekki bregst að vera rétt—drykkur sem þú ekki getur annað en haft ánægju af. Þú munt og finna að hið sama má segja um- DREWRY’S DRY CRYSTAL GINGER ALE SODA VINSÆLIR í ÖLLUM SAMKVÆMUM í búðunum eða Símið 57 221 The DREWRY'S LIMITED ' Stofnað 1877 Þar mun sæla, þar mun flest, sem þegnar tíðast lofa; en eg held þó allra bezt ef hann fengi að sofa. Guðjón S. Friðriksson HITT OG ÞETTA Viðskiftastríð gegn Þjóðverjum London^ 14. okt. Samband amerískra verka- lýðsfélaga hefir lýst því yfir, að héðan í frá, unz öðruvísi verður ákveðið, sé félagsmönnum inn- an sambandsins bannað að kaupa vörur, sem framleiddar eru í Þýskalandi og öðrum lönd- um, þar sem ríkisstjórnirnar í hafa bannað frjálsan félagsskap verkalýðsins. Tillaga um þetta efni var samþykt á sambands- fundi, sem mættir voru á 600 fulltrúar. Tillagan var samþykt með 599 atkvæðum gegn 1. — í verkalýðsfélögunum sem eru í sambandinu eru 2 miljónir verkamanna. — Upphaflega var láögevt, að viðskiftasambandið næði aðeins til Þýskalands, en nefnd sú. sem hafði ályktunina til meðferðar taldi áhyggilegt, aö láta viðskiftabannið ná að- eins til Þýskalands, þar sem verkalýðsfélagsskapur óháður ríkisvaldinu hefir einnig verið bannaður í öðrum löndum, svo sem ítalíu, Kína og Rússlandi, <>g nær viðskiftabannið því einn- ig til þeirra, þar eð tillaga nefndarínnar í þessu náði fram að ganga. Síðaii fregn: William Green, forseti sambands amerískra verkaiýðsfélaga (The American Federation of Labor) hefir lát- ið svo um mælt, að fulltrúa- fundarályktuninni, sem að vísu r.ái til nokkurra landa, verði aðeíns beitt gegn Þýskalandi. * * * Sænska æfintýrakonan Aina Cederblom, sem ætlaði í sumar að sigla alein á litlum vélbáti frá Svíþjóð til Ameríku, kom fyrir skömmu til Færeyja frá Grænlandi með færeysku fiskiskútunni “Magacienne”. Aina Cederblom komst í sum- ar við illan leik til Færeyja, en leist ekki á að halda lengra á- fram upp á eigin spýtur. Fékk hún því færeyskt fiskiskip til þess að flytja sig og bát sinn vestur undir Hvarf í Grænlandi og ætlaði svo að sigla þaðan til I.abrador eða Newfoundlands. Lenti hún þá í ís og hrakning- um, sneri aftur til Grænlands, varð bensínlaus og ósjálfbjarga úti í hafi, en það vildi henni til happs að “Magacienne” rakst á liana og bjarðaði henni. * * * Fangar ræna fangavörSum Fyrir skömmu viidi til ein- kennilegur atburður í fangahús- ; inu í Michigan City í Banda- ríkjunum. Ellefu föngum hafði á einhvern hátt tekist að ná í marghleypur og réðust þeir skyndilega á fangaverðina og noyddu þá til þess að hleypa sér úr úr fangelsinu. Fyrir utan jbiðu (veir bílar eftir þeim. Á þeim fiýðu fangamir og höfðu á brott með sér fangelsisstjór- ann og tvo fangaverði. ENDURMINNINGAR Framh. Heyrt hefi eg að þessir menn menn byggju norður við Mani- toba vatn. Vel féll mér við fé- laga þessa um sumarið. Hafði Þorlákur þann sið sem eg vissi engann annan yfirsmið gera, að hann tók sagir verkamanna sinna heim með sér þegar hann sá að þær voru famar að bíta jilla og brýndi þær, án alls end- I urgjalds og betur en flestir aðr- ir leystu það verk af hendi. Það !er sannfæring mín að þeir fé- lagar hafi fengið þá fyrirhöfn epdurgoldna í meira verki. Með slíkum áhöldum sleppa menn engu tækifæri, því það er spennandi skemtun eins og kitl- andi skáldsaga að sníða efni- við méð beittri og mátulega út- ' N afns PJ íöi Id ■ ■ m r i 1111 ■■■■■=,= '■'iau GIGT Snöggur bati af þrautreyndu meðali—75c askja ókeypis ÞaS er engin þörf á að dragast með nagandi gigtarverkjum og þján- ingum, þegar það er afar auðvelt að ná í lækningu, er þúsundum manna, sem ’ þjáðst hafa af gigt, hefir að góðu komið. Alveg sama hvað þrá- lát og gömul meinsemd þessi er, er á- stæðulaust að örvænta. Þótt öll önn- ur lyf hafi brugðist, þá má vel vera að Delano’s Rheumatic Conqueror, sé einmitt meðalið, sem við á í yðar til- felli, og til þess að gefa yður kost á að reyna það, þá bjóðum vér að senda yður ókeypis 75c öskju. Látið ekki daginn líða en sendið nafn yðar og heimilisfang til F. H. Delano. 1802 N. AÍutual Life Bldg., 455 Craig St. W., Montreal. Ef yður sýnist megið þér senda lOc upp í umbúðir og burðargjald. lagðri sög. Kristján var kátur og upplífgandi greindarmaður, Þorlákur afskifta minni, orðfár en altaf bróðurlegur. Mér er vel við þessa menn og geymi þá í þakklátum huga. í þeirra vinnumanna hópi var unglings- maður Jón að nafni, eftir mín- um skilningi hreinasta fyrir- myndar mannsefni. Hann var rétt innan við tvátugt ,og bjó með fátækri móðir sinni að austanverðu á Beverley St. milli Wellington og Notre-Dame. Pilturinn var framúrskarandi vandur að orðum sínum og breytni, alt þó hindurvitna og fyrrulaust. Hagsýnn og áhuga- samur eins og fimtugur búmað- ur. Þegar hann kom heim úr vinnunni á kvöldin, líklega lún- ari en eg, af því hann hafði af yngri og óreyndari kröftum að taka, þá fór hann ofan í kjallara að hefilbekk sínum, strax þegar hann var búinn að borða, og fór þá að smíða glugga og dyra- umgerðir, gluggana sjálfa og hurðirnar, stormglugga og flugnaverjar, eins og líka að gera að þeim hlutum sem aflaga fóru á heimilinu. í þessu fann hann siína skemtun þegar aðrir gengu út til að sýna sig og sjá aðra. Mig minnir að þau mæðg- in ættu lóð til hliðar við húsið sem þau bjuggu í, og hann ætl- aði sér að smá búa sig undir að byggja á þeirri lóð, svo þau yrðu aldrei hrakin burt, og þyrftu ekki að borga húsaleigu. Altaf var mamma hans önnur síðan á öllu sem hann hafði fyrir framan sig, eða í hugan- um. Ekkert veit eg hvað hefir oröið úr þessum pilti, eða hvar hann er niður kominn. Spurðist miltið fyrir um hann veturinn 1931, en engin vissi á honum deili. Sumrinu leiddist þauf þetta, ruddi vorinu frá og settist sjálft að völdum snemma í maí, með hitann og blíðufaðminn. Allar heilbrigðar hendur voru á lofti, áður en jörðin þiðnaði. Svo grafnir yrðu kjallarar þá bygðu menn húsin ofan á plankastúf- um, sem lagðir voru á jörðina. Átti þá að lyfta þeim seinna og hlaða eða steypa undir þau kjallarana. Þetta var algengt á meðan var verið að þenja borg- ina út, og mest reið á að koma húsunum upp. Gleymdist þá stundum að setja kjallarann undir, þangað til húsin voru farin að fúna að neðan. Þegar eg nú í huganum fer til baka, og virði fyrir mér mann- félagsástandið á þessu sumri 1906, ekki einungis í boi*ginni Winnipeg, heldur og út um allar Dr. M. B. Halldorson 401 Royd BldR. Skrlfstofusími: 23674 Stundai sérstaklegra lungn&sjúk- dóma. Er aT5 finna á skrifstofu kl 10—12 f. h. ogr 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talslml t 33158 DR A. BLONDAL 602 Medlcal Arts Bldg. Talsíml: 22 296 Stundai1 sérstaklega kvensjúkdóma og: barnasjúkdóma. — Ab hitta: kl. 10—12 « h. os 8—6 e. h. Heimlll: 806 Victor St. Siml 28 180 Dr. J. Stefansson 210 NEDICAL ARTS BLDO. Hornl Kennedy ogr Graham Stnndar flncftngii auRlia- fyrna- nef- og kverka-nJúkdAmn Er að hitta frá kl. 2.30—5.30 e. h. Xalsímii 26 688 Helmlll: 688 McMlllan Ave. 42691 -------------------------------1 Dr. A. B. INGIMUNDSON Xannlæknlr 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími: 22 296 Heimilis: 46 054 sveitir, og þegar eg svo endur- minnist daglegu atburðanna, elju og atorku mannanna í djúpum skurðum niðri í jörð- inni, upp úr hæstu múrsteins- byggingum og alstaðar þar á milli, og öll þessi átök og fyrir- höfn utanhúss og innan, var borgað fyrirstöðulaust með pen- ingum út í hönd, þá gefur að skilja að framleiðslan hlaut að vera mikil framleiðsla þeirra efna sem velferð mannfélagsins byggist á. Og það aftur bar landinu og sveitunum órækt vitni ,það hlaut að drjúpa smér af hverju strái. Það var sem lífæðarnar að borginni væru þandar af hárri blóðpressu, og ástæða væri til að óttast að þær rifnuðu. Ósjálfrátt datt mönnuin í hug að aðrar leiðir en til Winnipeg frá lijarta lands- ins hlytu að vera stoppaðar, eða það væri verið að eyða úr margra ára forðabúrum. Timb- urlestir ,grjótlestir, kolalestir, kornlestir, ávaxtalestir, heylest- ir og ótal fleira, enginn stanz á neinu. Úr öllum áttum streymdi fólkið inn í borgina utan af landinu, jafnvel sunnan úr Bandaríkjum, frá Dakota, til þess að innvinna sér peninga sagði það, svona yfir tímabilið frá því sáningu var lokið að vorinu, og til þess er uppskeru- vinna kemur aftur til, að haust- inu. Hvað eftir annað rak eg mig á bændur utan af landinu sem voru staddir í bænum. Felstir þeirra voru líklega kall- aðir ófínni til fara en borgar- búar, en þegar menn settu það á sig í hverju úlit þeirra væri frábrugðið, þá kom það skýrt í ljós, að þeir og konur þeirra jafnframt, unnu meira sagsýn- inni en tískunni. Fram í fyrir allri heilbrigðri og réttlátri hugs- un og greind, er það hiklaust stærsta hneikslið við klæðaburð mannanna, karla og kvenna, þegar þeir í fjósum og á mold- Frh. á 8. bls. G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 97 024 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIH LÖGFRÆÐINGAK á óðru gólfi S25 Main Street Talsími: 97 621 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudag | hverjum mánuði. Telephone: 21 613 J. Christopherson, Islenskur LögfræSingur 845 SOMBRSET BLK. Winnipeg, :: Manitoþa. A. S. BARDAL selur ltkklstur og annast um útfar- ir. Allur útbúnatJur s4 bestL Ennfremur selur hann sllskonar mlnnisvarba og legstelna. 843 SHERBROOKB ST. Phonei 86 607 WINVIPM HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. 9. G. SIMPSON, K.D., D.O., D.O. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAU. MARGARET DALMAN TBACHBR OF PIANO 8S4 BANNING 9T. PHONE: 26 420 Dr. Á. V. Johnson Tslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúainu. Shni: 96 210. Helmills: SS828 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Beggage and Fnrnltnre Inkg 762 VICTOK ST. SIMI 24.500 Axmast allskonar flutnlnga frana og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K. C. talenaknr lóitfræblngur Skrifetofa: 801 GREAT WEST PERMANENT BUILDING Slmi: 92 755 ________________________ ( DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. Tnlalml i 28 88B DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR €14 Someraet Block Portase Aveane WINNIPKi Operatic Tenor Sigurdur Skagficld Singing and Voice Culture Studio: 25 Music and Arts Bldg. Phone 25 506 Res. Phone: 87 435

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.