Heimskringla - 06.12.1933, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 6. DES. 1933
MEIMSKRINGLA
3. SlÐA.
Atvinna mínkar í Danmörku
Tala atvinnuleysingja í Dan-
mörku hækkaði í síðustu viku
um 2,500, og eru nú atvinnu-
leysingjar í landinu taldir 88
þúsundir.
* * *
Talsímasamband við útlönd
Þrjú félög hafa gert tilboð í
talsímastöðina, sem í ráði er
að reisa í Rvík. Fulltrúar fyrir
þessi félög: Marconifélagið,
Telefunken og Standard Elec-
tric eru nú komnir þangað.
* * *
Verkleg vinnubrögð
Um vélanotkun við heyvinnu
segir fréttar. útv. í Brautar-
holti á Kjalarnesi i bréfi til út-
varpsins: Nú er ekki lengur tal-
ið viðunandi að fá 80—100
hesta af heyi eftir fullgildan
kaupamann, heldur 300 eða
meira. Dæmi sem nú verður
nefnt, sýnir framfarir í þessum
efnum: Sjö manns fullorðnir og
2 unglingar unnu að samantekt
á nýtæktartúni f 8 stundir, og
tóku saman 260 hesta, en 3
vélar og 4 hestar voru með í
verki.
* * *
Frá Akranesi
Nýlega hafa affermt við hafn-
argarðinn nýja á Akranesi
Kongshaug, 816 smálestir kola,
og Ophir, 1300 smálestir af
salti. Það sem af er þessu ári
hafa verið bygð, á Akranesi, eða
oru þar í smíðum, 15 íbúðarhús,
tvö verzlunarhús, þar af annað
með íbúð, og fimm fiskhús.
* * *
Úr Austur-Skaftafellssýslu
Eftir því, sem blaðinu var
sagt í gær, af Steinþóri bónda
Þórðarsyni á Hala í Suðursveit,
hefir veðráttan verið slæm þar
eystra allan þennan mánuð og
sumarið óvenju votviðrasamt.
Voru ails 93 rigningardagar á
sumrinu, en í fyrrasumar voru
ekki nema 48. Grasspretta var
yfirleitt góð og hey urðu í
Meira lagi, en sökum rigning-
anna hraktist mikið af þeim og
eru þau því ekki eins góð og
ella.
* * *
Hreinlætið í Reykjavík
Líklega er engum bæ á Norð-
urlöndum jafn áfátt um hrein-
Imti og Reykjavík. Göturnar
eru illa hreinsaðar, fult er af
alskonar rusli, bréfum, druslum,
beygluðum pjáturdollum, appel-
sínu- og bananahýði og hvers-
konar rusli og forina verður
maður á sumum götunum að
vaða í ökla. Þrifnari borgarar
kunna þessu illa, sem vonlegt
er. Á sunnudagsmorguninn
gekk einn af starfsmönnum
þessa biaðs, um eina af svo-
kölluðum betri götum bæjarins,
og var þá einn af þeim, sem
búa við þessa götu, kominn út
með fötu og farinn að týna
saman draslið fyrir framan hús-
18 sitt. Það kvað svo ramt að,
að hann fór sjálfur, á sunnu-
dagsmorgni, að þrifa götuna!
—Nýja Dagblaðið.
* * *
Úr Skagafirði
Á Sauðárkróki hefir verið
slátrað um 25 þús. fjár á þessu
hausti, þar af voru frystir um
16 þús. skrokkar. Sauðfé var
undir meðallagi. Talsverðu hef-
ir verið slátrað af hrossum,
söluverð 70—100 kr. Allvíða
hefir borið á bráðapest í sauð-
fé, en ekki hafa verið að henni
mikil brögð. — Fiskafli er nokk-
ur innfjarðar, en ógæftir mikl-
ar. Beitusíldarafli er nokkur
innfjarðar, en ógæftir miklar.
Beitusíldarafli hefir verið á
Hofsós og á Sauðárkróki (í
haust.
* * *
Halastjarna rakst á jörðina
hinn 9. október
Hinn 9. og 10. þ. m. sáust
á íslandi stórkostleg stjörnu
hröp. Hefir aðallega frést um
það frá Vestmannaeyjum og úr
Rangárvallasýslu. Voru stjörnu.
hröpin afar tíð, stundum mörg
í senn, og höfðu ýmsar stefnur.
Var það líkast stórkostlegri
flugeldasýningu og horfðu menn
hrifnir á þessi náttúruundur.
Þetta sama kvöld sáust engu
minni stjömuhröp í Danmörku,
Þýzkalandi og suðurhluta Sví-
þjóðar. I Kaupmannhöfn sáust
þau sérstaklega vel og voru tal-
in 200 á einum stundarfjórð-
ungi. Komst þar alt í uppnám
og héldu margir að jörðin væri
að farast.
Um ástæðuna til þessara
miklu störnuhrapa segir stjörnu
fræðingurinn Bengt Strömgren,
að halastjarna, sem er með
kjarna sinn í Drekamerkinu,
hefði slegið halanum á braut
jarðarinnar. Segir hann að það
hafi oft komið fyrir áður, en
ekki af jafn miklum krafti.
Sumir ætla að jörðin hafi rekist
á brot úr halastjömu, sem ein-
hvern tíma í fyrndinni hafi
slitnað aftan af halanum.
ÆFIMINNING.
Nú gerast þau tíS hin breiða
spjótin, enda falla þeir nú óð-
um í faðm dauðans landnem-
arnir hraustu og djörfu, sem
fyrstir ruddu sér braut að nýju
landnámi í hinni víðlendu Is-
lendingabygð í Norður dakota.
Þann 11. nóvember 1933,
lézt að heimili sínu, bænda öld-
ungurinn Bjarni Benediktson,
rúmlega 75 ára að aldri, eftir
að hafa búið blóma búi á heim-
ilisréttarlandi sínu í full 53 ár.
Bjarni Benediktson var fædd-
ur þann 8. júní 1858, að Eiðs-
stöðum í Blöndudal í Húna-
vatnssýslu, voru foreldrar hans
þau heiðurs hjónin Benedikt
Ólafsson og Hólmfríður Bjama-
dóttir, bæði ættuð úr Húna-
vatnssýslu.
Kom Bjami til þessa lands
með foreldrum sínum og syst-
kinum árið 1874 og settist fjöl-
skyldan að í Nýja íslandi og
bjó þar í nokkur ár. Til Dakota
mun fjölskyldan fyrst hafa kom-
ið sumairð 1879, ekki mun
Bjarni heitin þá hafa staðnæmst
í Dakota, heldur horfið aftur
til Winnipeg, eftir að hafa fest
sér heimilisréttarland tæpar 2
mílur norður af, þar sem nú er
smábærin Mountain, því á þess-
um tíma hafði Bjarni fasta
vinnu með góðum launum,' á
hveitimylnu í Winnipeg, og hélt
hann þeirri vinnu í 2 eða jafn-
vel 3 ár.
Á sumrinu 1880 kom Bjami
suður til Dakota aftur og sett-
ist þá að á landi sínu og bjó
þar æ síðan. Þann 8 apríl 1886
giftist Bjarni eftirlifandi eigin-
konu sinni Ingibjörgu Guðvarð-
ardóttir, frá Ketu á Skaga í
Skagafjarðarsýslu og Margrétar
ólafsdóttir frá Mallandi í sömu
sveit, var Guðvarður faðir Ingi-
bjargar af hinni margmennu og
góðkunnu “Skiðastaða” ætt, og
Margrét móðir hennar af valin-
kunnu og góðu fólki komin, og
er Ingibjörg hin mesta myndar-
kona, sköruleg og góðum gáf-
um búin.
Þeim Bjarna og Ingibjörgu
varð 9 barna auðið, 2 dóu í
æsku, 1. Ólafur Benedikt, fædd-
ur 23. júní 1889, dáin 6. apríl
1901. 2. Bjarni Óskar fæddur
18. janúar 1893 dáin 24. sept-
ember 1893, þau sem á lífi eru
eftir aldursröð, 1. Björg Mar-
grét; 2. Ingibjörg Hólmfríður;
3. Guðvarður Vilhjálmur; 4.
Lilja Sigríður; 5. Skúli Páll; 6.
Jóhanna Sigurrós; 7. Óli Leo.
Öll eru bömin mannvænleg og
vel gefin og eru öll heima á
föður garði, nema Ingibjörg
Hólmfríður sem er gift Alfred
Paulson og býr á Mountain. Má
það rart heita, af jafnstórum
barna hóp, að hafa aldrei yfir-
gefið föðurgarð en öll unnið að
búinu heima, sem einn maður.
Systkini Bjarna heitins voru
þau, Sigurbjörg kona Jóns Jóns-
sonar í Edmonton, Alta., dáin í
júlí 1933.
Ólafur, póstmeistari og verzl-
unarmaður í Markerville, Alta.,
dáinn 1908.
Piano-forte
ln memoriam
Sveinbjarnar tónskálds Sveinbjörnsson
Húsgluggi opinn. Harpa slegin.
Jeg hleraði hálft um hálft.
Gekk svo rakleitt, glaður og feginn.
En, guð! ef það fyndi til sjálft!
Svo gekk eg að húsinu hinumegin -
harpan strengjaseiminn dró
eins og fót úr dýi dreginn.
Ó, dauðalag, o, píanó!
Það er píningarsaga segin
ef söngurinn dottar eða hrín,
að hann er himni hinumegin,
hatramt guðlast og falsað vín,
eins og ljámýs um allan teiginn
órakað hí og klikkað lín,
útlátinn skamtur illa veginn —
ætti að hljóðna og skammast sín.
—Vísir.
Heyrt hef jeg aðra hörpu syngja
hjartanu gleði, sjúkum traust —
þá heyrði jeg tóna himins klingja
heilaga messu svikalaust.
Hún mátti sjálfa elli ýngja,
eins og balsam á skrælda von,
eins og klukkurnar helgu hringja,
hana átti Sveinbjörn Sveinbjörnsson.
Þann andans jöfur, Æols maka,
orðlaus hlýddi’ eg og starði á hann.
Handbragðið sama hvort var staka,
hersöngur, leikur, ást, er brann,
þjóðsöngur, ríma, vikivaka
veizlugleði — þar alt jeg fann
og vormorguns hlýju vængjablaka.
Vale! Guð blessi þennan mann.
Svíf þú nú heill um himna bjarta
í hátíð upp á hvern einn dag;
er leikmenn eru að kveina og kvarta,
kveddu ólögin fljótt í lag.
Og njóttu, er býður María og Marta-------
og mótaðu allan söngsin hag
í styrk og mildi og helgi í hjarta,
að himininn sýngi guðabrag.
Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti
Jón, verzlunarstjóri í Marker-
ville, dáin 1925.
Hólmfríður, kona Óla Ólsson-
ar í Winnipeg, en á lífi.
Bjarni Benediktsson var vel
meðal maður á vöxt, smár og
liðlegur í öllum hreifingum, á-j
kafamaður og ósérhlífin við alla
vinnu því hann var fjörmaður
með afbrigðum, öra skapsmuni
átti Bjarni og kom jafnan til
dyra í sínum hversdags fötum
hver sem í hlut átti, hann var
líka drengskapar maður hinn
mesti og hjarta góður, auglýsti
heldur ekki þó hann rétti bág-j
stöddum hjálparhönd. Ef leitað
var samskota til hjálpar nauð-
stöddum lét hann fúslega sinn
fullan skerf.
Mont og sjálfhælni þoldi
Bjarni illa, það voru eiginleikar
honum mjög fjarlægir.
Á miðjum aldri varð hann fyr- J
ir því óhappi að missa heymina
mjög tilfinnanlega og olli það
honum sárra leiðinda því hann
var að eðlisfari skrafhreifinn og
glaðlyndur, eftir það las hann
ákaflega mikið, og las þá alt
sem hönd á festi, dagblöð, tíma-
rit, skáldskap og sögur, alt
sem hann las, las hann með
gaumgæfni og góðum skilningi,
enda var Bjarni fróðari í lands- j
málum og mörgu öðru, bæði hér
í álfu og heima á íslandi, en al-
ment gerist með alþýðumenn.
Ráðvendni, trúmensku, rétt-
læti og hreinskilni voru hans
lífs lögmál.
Eg, sem þessar línur rita, var
í mörg ár í næsta nágrenni við
Bjarna heitin og fjölskyldu
hans, og mun eg og mitt fólk
ætíð minnast þeirra tíma með
blýhug og þakklæti.
Jarðarför Bjarna fór fram
þann 14. nóv. frá heimilinu og
Víkursafnaðar kirkju og var
hann lagður til hinstu hvíldar í
grafreit bygðarinnar. Greftrun-
ar athöfnina framkvæmdi séra
H. Sigmar, prestur bygðarinnar.
Vertu sæll vinur, við finn-
umst bráðum.
T. P.
ÍSLENZKUR
UPPFYNDINGAMAÐUR
nokkru leyti upp, en það verður
ekki við hraðfrystingu.
Um markaðsmöguleika fyrir
íslenzkt skyr erlendis segir Ing-
ólfur Espholin, að skyr hafi
“flesta þá kosti til að bera, sem
neyzluvara þarf að hafa til að
eftirspurn skapist eftir henni.
Skyrið er bragðgott. Það er
mjólkurafurð og því nærandi án
þess þó að vera fitandi. Það er
fallegt útlits, lytkargott og
hressandi. Til þess má grípa í
flyti og bera á borð með augna-
bliks fyrirvara, þá hefir skyrið
sína merkilegu sögu. Og loks
er það ódýrari fæða en flestar
aðrar”.
Trausti Ólafsson efnafræð-
ingur og Niels Dungal prófessor
hafa rannsakað sýnishorn af
skyri, sem fryst er með þessari
aðferð og geymt hafði verið í 6
vikur. Trausti Ólafsson vottar,
að á þeim tma hafi “ekki verð
um neinr súraukningu að ræða
í skyrinu” og samkvæmt vott-
orð: Dungals “virðist óhætt að
fallyða, að með þessu móti
megi geyma skyr f a. m. k 6
viicur án þess að það skémm-
ist”.
Um leið og við því má búast,
að skyrið verði á þennan hátt
útflutningsvara, er það full-
trygt að því eykst markaður
innanlands. Frysta skyrið verð-
ur vafalaust mikió keypt á tog-
arana, og í allar verstöðvar, þar
sem erfítt hefir verið að fá
mjólkurvörur að þessu.
Þetta er því ekki aðeins
merkilegt mál fyrir framleið-
endur, heldur líka neytendur
hér á landi.
—Nýja Dagblaðið A.
Þér sem notið—
TIMBUR
KAUPIÐ AF
THE
Empire Sash & Door
CO., LTD.
Blrtfftlr: Henry Ave. East
Sími 95 551—95 552
Skrifstofa:
Henry og Argyle
VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA
“Endurminnjngar”
FriSriks GuSmundssonar eru til
sölu hjá höfundinum viS Mo-
zart, í bókaverzlun Ó. S. Thor-
geirssonar og á skrifstofu Hkr.
FróSleg og skemtileg bók og
afar ódýr. ..Kostar aSeins $1.25.
Allir Reykvíkingar kannast
við Sænska frystihúsfélagið. —
Hitt er líklega á færri manna
vitorði, að frumkvæði að þeirri
félagsstofnun átti íslendingur,
Ingólfur G. S. Espholin frá Ak-
ureyri.
Nú hefir Espholin komið upp
hér í bænum hraðfrystisfcöð,
sem hann á sjálfur. Er hrað-
frystivélin að öllu leyti smíðuð
hér á landi, í Landsmiðjunni og
öðrum járnsmiðjum í Reykja-
vík. Vélin, sem frysting mat-
vælanna fer fram í, er að all-
miklu leyti með annari gerð en
þvílíkar vélar hafa áður verið.
Hefir Espholin sótt um einka-
leyfi erl. á þeirri vél. Er rann-
sókn á þeim nýjungum, sem þar
er um að ræða nýlokið og
hafa þær verið teknar til greina.
En hinsvegar er einkaleyfið
ekki formlega veitt ennþá, af
því að frestur sá, er ekki liðinn,
sem um slíkt er áskilinn. En
af því að svo standa sakir, er
blaðinu ekki heimilt að lýsa
vélinni.
Stofnkostnaður frystistöðvar- j
innar er um 32 þús. kr. Hefir
Bunaðarfélag íslands veitt 8000
kr. styrk til fyrirtækisins og
ríkið 4000 króna styrk. —
Frystistöðin er rekin tmeð
rafmótorum, 10 og 2 hestafla.
í hinni nýju frystistöð Esp-
hólins er hægt að taka í einu
lagi til hraðfrystingar um 40 kg.
af skyri og tekur hraðfrysting-
in klukkustund. Er því
hægt að frysta rúml. 1000 kg.
á sólarhring. í sambandi við
frystivélarnar er geymsluklefi,
sem rúmar 5—6 tonn og helzt
skerið þar frosið.
Verður skyr útflutningsvara
Önnur uppfynding Espholins
er að frysta skyr, svo að það
skemmist ekki við frystinguna.
Hefir honum lengi verið það
mikið áhugamál, að gera ís-
lenzkt skyr að markaðsvöru er-
lendis. Fram á þenna dag hafa
menn haldið að skyr mætti ekki
frjósa. En við hraðfrystingu
Espholins heldur skyrið sínu
bezta bragði til hlítar, og sumir,
sem bragðað hafa, halda því
fram, að kekkjótt skyr batni við
frystinguna. — Við venjulega
frystingu leysist skyrið að
HITT OG ÞETTA
Skattavitleysan
Frakkneska stjórnin var ný-
skeð í fjárþröng eins og fleiri
því aftaf þurfti þingið að auka
eyðsluna. Engin ráð fundust til
þess að jafna hallann á fjárlög-
unum, því alt var tollað og
skattað alt hvað aftók og meira
en það.
Þá sá stjórnin alt í einu ráð.
Hún lagði það til að fjölga veit-
ingastöðum um 2000, en þeir
verða að borga hátt árgjald í
ríkissjóð.
En Frakkar voru sæmilega
byrgir fyrir af veitingastöðum.
Þeir eru um 500,000 í landinu,
svo einn kemur á 80 íbúa.
Læknafélaginu frakkneska
leist ekki allskostar á þetta
“fjáraflaplan” og mótmælti því
að veitingastöðum yrði fjölgað.
Nú er eftir að vita hversu
þinginu líst á það.
fsland í erlendum blöðum
í Guernsey Evening Press,
Guernsey, er sagt frá því, að J.
Eveson hafi sagt frá ferð sinni
til íslands á samkomu The Rot-
ary Club, sem haldin var í Royal
gisthúsinu í Guernsey þá fyrir
skömmu. Var Eveson meðal
farþega hingað á Arandora Star
í sumar. Ber hann landi og
þjóð hið besta söguna. Telur
hann íslendinga vel mentaða' og
kurteisa og segir, að þeir hafi
mætur á öllu/sem breskt er, og
margir þeirra kunni ensku vel.
Guernsey er ein af hinum
svokölluðu Normannaeyjum í
Ermarsundi, um 68 km. suð-
vestur af Cherbourg í Frakk-
landi. Eyjarnar lúta Englandi.
* * *
Hollendingar hræddir við
stríð miili Þjóðverja
Frakka og Belga
Haag, 30. okt.
Á þjóðþinginu hefir verið rætt
um hvort líkur væri fyrir því ef
til ófriðar kæmi milli Þjóð-
verja annars vegar og Belgíu-
manna og Frakka hins vegar,
að hildarleikurinn bærist yfir á
hollenskt land, þar sem eins og
kunnugt er, Belgíumenn hafa
gert víðtækar landvarnarráð-
stafanir alveg að landamærun-
um, en landvarnir belgíumanna
| eru hins vegar aftur samræmd-
I ar landvömum Frakka. Þing-
menn hvöttu ríkisstjórnina til
í þess að íhuga þessi mál og
leggja fyrir þingið tillögur sín-
j ar um hvað gera skuli til þess
að koma í veg fyrir, að hlutleysi
Hollands verði skert, af orsök-
um sem þeim, er að framan
vom nefndar.
* * *
Hjónaband í Evrópu og Kína
Kínverskur heimspekingur rit-
ar: “1 Evrópu er hjónabandið
eins og sjóðandi grautarpottur,
sem settur er hjá eldinum og
kólnar smátt og smátt. 1 Kína
er hjónabandið eins og kaldur
grautarpottur, sem settur er yfir
el dog hitnar smátt og smátt.
KAUPIÐ HEIMSKRINGLU
LESIÐ HEIMSKRINGLU
BORGIÐ HEIMSKRINGLU
Fyrir peningasending með pósti
Bankaávísun er einfaldasti vegurinn að
senda peninga hættulaust með pósti,
líka sökum þess að það ollir engri töf
hvorki fyrir sendanda eða móttakanda.
Ávísanirnar má fá á öllum deildum
Royal Bankans í Canada, borganlegar
í dollurum og pundum.
The Royal Bank
of Canada