Heimskringla - 06.12.1933, Blaðsíða 4
4. SÍÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 6. DES. 1933
Heímskringla
(StofnuO 1S86)
Kemur út á hverjum miðvikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsími: 86 537 ____________
VerB blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst
tyrlríram. Allar borganir sendist:
THE VIKING PRESS LTD. __
Ráðsmaður TH. PETURSSON
853 Sargent Ave., Winnipeg
Manager THE VIKING PRESS LTD.
853 Sargent Ave., V/innipeg
Ritstjóri STEFÁN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg.
"Heimskringla” is published by
and printed by
The Viking Press Ltd.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man.
Teiephone: 86 537
I
WINNIPEG, 6. DES. 1933
IVAN BUNIN
Þeir munu vera teljandi hér vestra,
jafnvel á meðal bókamanna, sem kann-
ast við nafn Ivan Bunin, en hann hlaut
Nobels-verðlaunin í ár fyrir bókmenta-
starf sitt. Hafa ýmsir, af þessum á-
stæðum eflaust, fremur en nokkru öðru,
gagnrýnt gerðir Nobels-nefndarinnar fyr-
ir að veita honum verðlaunin. En það,
að rit eru ekki metin eða lesin af fjöldan-
um eða út um alla veröld, er ekki ávalt
óskeikull dómur um gildi þeirra. Að nefnd-
in hafi fundið eitthvað verulegt í þeim,
er naumast að efa.
Rússi þessi hefir skrifað fjölda af sög-
um, bæði löngum og stuttum. Láta þeir
mikið af þeim er þeim hafa kynst. Þeir
sem nokkur deili vita á höfundinum hér
vestra þekkja hann líklegast einna helzt
af sögu þeirri er hann reit og nefndi:
“Herramaðurinn frá San Francisco”, og
sem er þrungin naprasta háði. Þeir eru
og til er skipa Bunin á bekk með Chek-
hov og Turgeniev, sem söguskáldi. Ljóð-
skáld er hann einnig talin gott óg hefir
hlotið Puskhin-verðlaunin í Rússlandi
áður, sem talin eru ein sú mesta bók-
mentaviðurkenning, sem þar er veitt. Hjá
þjóð sinni er hann því vel þektur. Það
gæti því verið, að á Nobels-nefndinni
sannaðist, að guð þekti sína, og að Ivan
Bunin sé vel að verðlaununum kominn, þó
rit hans séu ekki eins útbreidd og sumra
annara stórra höfunda. Kemur þar ef til
vill einnig til greina, að hann kvað alls
ekki skrifa bækur sínar með það fyrir
augum, að þær seljist sem bezt. Hann
leggur aðal-áherzluna á, að myndirnar
séu sannar og fagrar, er hann bregður
upp í þeim.
En svo er enn á annað að líta. Ivan
Bunin á heima í París. Hann komst í
ósátt við stjórnarvöld Rússlands og var
rekin úr landi. Rit hans hafa því ekki
verið lesin þar í seinni fíð að ráði. Með
því að hann skrifar ekki nema á rúss-
nesku, leiddi af því að útbreiðsla þeirra
varð miklu minni en ella. Ef til vill verð-
ur nú þessi nýja viðurkenning til þess að
jafna hinar pólitízku sakir, sem í sjálfu
sér geta varla hafa verið miklar, því Ivan
Bunin kvað alþýðusinni vera, en rita
hispurslaust, um lesti manna og segja til
syndanna ,þó á prúðmannlega vísu sé
gert. Er hann í því ekki talinn ólíkur
frakkneska skáldsagna-höfundinum Flau-
bert og er jafnvel nefndur af sumum
Flaubert Rússlands.
Ekki er oss kunnugt um hvað eða hvort
nokkuð hefir verið þýtt af sögum hans á
íslenzku.
“KRISTRÚN í HAMRAVÍK”
Þetta er nafn á nýútkominni skáld-
sögu eftir Guðmund Gíslason Hagalín og
hefir útgefandinn, Þorsteinn M. Jónsson á
Akureyri sent Heimskringlu bókina. Kunn-
um vér honum þakkir fyrir.
Síðan árið 1921 mun mega segja að til
jafnaðar hafi skáldsaga komið út á
hverju ári eftir Guðm. G. Hagalín. Hér
er því ekki um viðvaning að ræða, enda
ber þessi síðasta saga það með sér. Leikni
höfundarins að finna hugsunum persón-
anna viðeigandi orð, hefir náð því há-
marki, að engu er líkara, en að hann í-
klæðist algerlega ham þeirra og leiði þær
fram svo heilsteyptar og eðlilegar, að les-
andinn gleymir öllu öðru en þeim. Vér
höfum orðið þessarar mýktar í meðferð
efnis og orða fyr varir í sögum höfund-
arins og hikum ekkert við að segja, að af
þeim sem nú rita skáldsögur á íslenzku,
láti fáum sem honum sú list, að leiða
persónurnar lifandi fram á leikvöllinn. Og
þessi geðfeldni frásagnarinnar verður oft-
ast þeim mun meíri, þar sem höfundur
virðist algerlega láta meðskapaða eigin-
leika persónanna ráða efni sögunnar, en
er ekki að stríða við að smeygja þar inn
neinum sérskoðunum. Með þeirri stefnu,
sem höfundur hefir tekið sér í sagnarit-
un sinni, ætlum vér, að frá hans hendi
mætti fremur en flestra annara vonast
eftir snildar skáldverki, eftir því sem
hann tekur sér þyngri verkefni og per-
sónur með fjölhæfara sálarlífi fyrir hend-
ur að lýsa. Hinu einfalda og sterka sálar-
lífi hefir hann gert svo skóna, að aðrir
gera tæplega betur.
í fáum línum er þráður hinnar nýju
sögu þessi:
Kristrún, sem orðin er ekkja, býr með
syni sínum, Fal, á afskektri jörð norður
á Hornströndum. Börn hennar voru dáin
eða frá henni farin öll nema þessi eini
sonur. Á heimili þeirra kemur stúlka, er
Aníta heitir. Flúði hún þangað, eftir von-
svik í ástamálum, barnsmissi og ótta við
yfirvöldin. Er stúlkan hin gerfilegasta
og myndarlegasta. Og vegna þess hve
tápmikil hún reyndist og góð, tekur
Kristrún hana að sér og gengur henni í
móður stað. Giftist hún svo syni hennar
og lýkur fyrir parti sögunnar með því.
Seinni partur sögunnar segir frá heim-
komu sonar Kristrúnar, Ólafi, er foreldra.
sína yfirgaf af því að hann undi ekki líf-
inu heima; leiddist á þeim Hornströndum.
Hafði móðir hans ekki af honum heyrt
og hélt hann dauðann vera. Hann hafði
til útlanda flækst en ekki auðnu hlotið og
kom nú heim sem hinn glataði sonur í
raun og veru, þó hann vildi ekki láta
það svo heita, því hann var þangað kom-
inn, til að boða ættfólki sínu sáluhjálp-
lega trú, sem missioneri frá Noregi. En
móðir hans vill heldur lítið með það hafa
og minnir Ólaf son sinn á að hann hafi
“stungið sér um borð f einn lýsisbrákaðan
hvalfangara, óforvarandi sínum foreldr-
um, en sé nú með kennimanns sútarsvip
aftur kominn heim. Ekki spyrji hann
um föður sinn, sem látist hafi, svo dauð
sé ræktarsemin úr sinni hans.”
Til þess að gefa lesendanum ofurlítið
sýnishorn af samtali feðginanna, skulu
hér birtar þrjár eða fjórar málsgreinar
úr sögunni um það.
(ölafur segir): Hjá frændþjóð okkar, Norð-
mönnum, er drifin starfsemi fyrir guðsríki af
mönnum, sem tala hans eigið orð á því máli og
með því tungutaki, sem almúginn sjálfur brúk-
ar, mönnum sem þekkja ekki eða skeyta um
útúrkróka prestanna, en prédika orðið af ein-
feldni hjartans, eins og andinn inngefur þeim
og í þeirri heilögu skrift er skráð. Þeir hafa
hvorki kjól né kall og hirða ekki um há laun
fyrir lítið strit. Þeir fara með sinn poka á baki,
eða sinn vaðsekk í hendi, gangandi sveit úr
sveit, fara heim á hvem bæ og prédika Krist
og hann krossfestan, fara I hafnarborgimar vítt
um heim, Sódóma og Gómorra þessara siðustu
og verstu tíma, og vitna um blóð lambsins ,sem
uppg’af sína önd fyrir mannanna fordjörfun og
forarganlegan lifnað. . . Og laun þeirra em
tíðast engin önnur en þau, sem trúbræður þeirra
í herranum góðfúslega að þeim rétta.
(Kristrún): Nú, ámóta og þessir umrennings-
guðsmenn, sem famir eru að strekkja hér norður
um, selja sína pésa og prédika um helvíti og
kvalirnar. A, aldeilis! Maður mundi kannast við
þá. Þeir hafa víst nokkrir vísað henni móður
þinni í þau yztu myrkur, þá hún hefir ekki
viljað þeirra orð heyra sem hinn eina sannleika
og ekki verið ólm í að láta sinn seinasta pening
fyrir þeirra pésa og fræði. (j), jamm og jæja.
(ölafur): Þeir fara eftir því, sem herrann segir:
Sá sem ekki er með mér, hann er á móti mér.
Kristrún: Nú þykir henni Kristrúnu gömlu þú
taka upp í þig, Láfi litli. Veit hún það, að ekki
er alt fyrir guðs munn, sem ein breysk og brot-
leg klerkkind af stólnum talar, en hitt telur hún
þá lika vist og satt, að ekki muni þínir kumpán-
ar frekar hafa allan sannleikann höndlað, hverjir
ausa eldi og brennisteini í menneskjunnar kaun
og kalsár, að því er sýnist óvitandi um ritning
anna líknarsmyrsli miklu fremur en hver lág og
lotin homkerling hér norður á þessum veraldar-
hala, sem þig hefir fætt til þíns seytjánda ald-
ursárs. Einhverstaðar mundi skrifað vera i mín-
um bamalærdómi, að margir séu kallaðir, en
fáir útvaldir — og helzt hefir henni Kristrúnu
gömlu sýnzt, að þessir umrenningsguðsmenn
notuðu þá stóru bók sem eina markaskrá — og
að þeir eftir henni drægju í tvo dilkana, vítis og
sælustaðarins, lítandi á eymamörk, sem þeir
sjálfir hafa sett á mannkindina með ryðguðum
kuta sinna eigin hleypidóma, en hvorki takandi
á baki né brjósti, athugandi það, hvort skepnan
mundi þeim hæsta í sannleika þóknanleg, hvað
okkar góði guðsmaður meistari Jón gerði á
sinni tíð, þegar hann útdeildi einum og sér-
hverjum eins og hann var verðugur fyrir. . .
Og það vil eg þér segja, ölafur Betúelsson, af
mér fæddur og uppalinn við þann kost, sem eg
og binn faðir, Betúel sæli Hallsson, máttum þér
beztan veita, að fyrr en eg sé i einhverju, hver
er þinn manndómur og þínar sönnu artir, mun
eg enga pligt bera fyrir þinum kennidómi eða
neitt upp á þig arta sem einn herrans útsend-
ara. . . En annað mál er það, að velkomin skal
þér vera af mér og þínum bróður og hans þén-
anlegri kvinnu, hver nú hafa forráð þessa
heimilis, öll aðhlynning og fortæring, sem þú
þarfnast, meðan þér þóknast hér að dvelja. Þú
munt vera þurfandi fyrir þurrt og vott eftir
fjallferðina. og skal eg nú skekkjast fram og
láta húsmóðurina á þessu heimili vita um þína
hingaðkomu. Og hún Kristrún gamla stóð nú á
fætur og lagði frá sér prjónana.
Þessu líkir að skemtun til, eru margir
kaflar bókarinnar. En af ólafi er það að
segja, að hann er á heimilinu, hættir við
trúboðið, en fer í þess stað að spana
Fal og Anítu til að yfirgefa þetta kot.
telur það mega leggjast í eyði, og
flytja til einhvers bæjarins, Talar hann
og óvirðulega í eyru þeirra um móður
sína. Hlerar gamla konan þetta samtal
einu sinni. Gerir hún sér þá gott fyrir
og hálfærir Ólaf með gerningum, svo
henn telur sér happadrýgst að fara burí
af heimilinu, en Falur, kona hans og
móðir búa þar til dauðadags.
Kristrún er kvenskörungur. Þó hún
búi á afskektu setri og fjarri straumum
menningarinnar, getur hún bent þeim sem
vaðalinn þann hafa reynt hvað beri að
gera. Sé þetta íslenzka Nesjamenskan,
sem nú er talað svo mikiö um, ætlum vér
hana ekki eins óalandi og óferjandi og úr
er gert.
Með sögu sem “Krístrún í Hamravík”,
er með góðri samvizku hægt að mæla.
Þeir sem eignast vildu hana, snúi sér til
M. Péturssonar, 313 Horace Ave., Nor-
wood, Man.
UM HEGNINGARLÖG OG
HEGNING GLÆPAMANNA
Það varð til tíðinda næst síðasta sunnu-
dag að séra Philip Pétursson prestur Úní-
tara safnaðarins hér í Winnipeg tók til
umræðu hegningarlög þessa lands og
fann þeim margt til foráttu. Talaði hann
um hið “blinda og mannúðarlausa viðhorf
sem lögin hefðu gagnvart glæpamönnum,
sem erft væri frá miðöldunum” og sem
hann sagði að ekkert gerði til að bæta þá.
Sagði blaðið “Tribune” frá þessu næsta
dag og lá nærri að það stæði á öndinni
yfir þessari fífldirfsku hins unga prests að
færast annað eins í fang, sérstaklega
vegna þess að hann nefndi í því sambandi
Adamson dómara, sem heldur því fram
að réttarfar og hegningarlög Canada séu
hin mesta fyrirmynd fyrir allan heim.
“Adamson dómari”, sagði séra Philip
“virðist trúa því að hægt sé að mæla
hverjum glæpamanni hæfilegan skamt af
réttvísi eftir því hver- glæpur hans er.
Þessu trúi eg ekki en hitt veit eg og trúi
að það fyrirkomulag er við nú höfum er
ranglátt bæði gagnvart misgerðamannin-
um og mannfélaginu.”
“Almenn skynsemi hefir kent mönnum
að einangra hvern þann mann sem sjúkur
er af smitandi sjúkdómi þangað til honum
er fyllilega batnað svo engin sýkist af
nærveru hans. En þegar það hefir verið
sannað að maður hafi framið glæp er
hann dæmdur til tugthúsveru svo eða svo
langan tíma eftir því hver glæpurinn er,
en að þeim tíma liðnum er honum svo
slept lausum án nokkurar sönnunar fyrir
því að hann á nokkurn hátt sé læknaður
af glæpamenzku sinni.”
Alt þetta er mála sannast. Það er á
hvers manns vörum að betrunarhúsin séu
ekki lengur betrunarhús, heldur versnun-
arhús þar sem menn sem eitthvað hefír
orðið á beinlínis læra betri og betri að-
ferðir við að fremja glæpi og að dýrka
þá sem að einhverju leyti skara farm úr
í klækjum. Eg varð einu sinni svo fræg-
ur að eiga eitthvert erindi inn á skrifstofu
gamla fylkisfangelsisins hérna í bænum
og var þar þá inni heldur lagiegur ungl-
ingur sem var fangi; og á meðan eg stóð
við var komið með annan ungan fanga
sem eg vissi ekki hver var en sem eg tók
eftir að bar sig mjög mannalega eins og
hann áliti sig engan meðal fúskara og
það hefir fanginn sem fyrir var líka á-
litið því aldrei hefi eg séð aðra eins að-
dáun skína út úr andliti nokkurs manns
sem hans, og skildist mér þá ein hlið
sálar glæpamannsins sem eg ekki hafði
áður glögga hugmynd um.
Við þessa “mentun” sem fangar öðlast
hver af öðrum bætist það að þeir sjá að-
eins sína elgin hlið málsins og fyllast ergi
við alla lögreglu og mannfélagið í heild
sinni. Koma svo úr fangelsunum, eins
og séra Philip tekur fram fullir heiftar til
hvorutveggja. Telur hann það orsökina
að dómurinn er uppkviðin tii að hegna
fanganum, ná sér niðri á honum, í stað-
in fyrir að afstýra því að hann fremji
fleiri glaépi.
“Getur verið mér missýnist,” sagði séra
Philip ennfremur, “en eg get ekki að því
gert að mér finst hegningarlög þessa
lands, svo íburðarmikil og kostnaðarsöm
sem þau eru, vera glæpsamlega ranglát
og að miklu leyti afkomendur blindrar
mannvonzku fortíðarinnar, þeirrar misk-
unnarlausu hegningar hugmyndar sem
lýst er í gamla Testamentinu og sem bein-
línis heimtaði auga fyrir auga og tönn
fyrir tönn, án nokkurs tillits til undir-
stöðu afbrotsins.”
“Ef það eitt er áform laganna,
að hegna mönnum fyrir mis-
gerðir, eru þau ágæt og ná til-
gangi sínum ,en ef til þess er
ætlast að þau bæti glæpamann-
in, finst mér aðferðin bæði ónýt
og röng í alla staði.”
Eg er nú ekki séra Philip né
öðrum prestum samdóma í því
að hegningarlögin séu yfir höf-
uð miskunarlaus gagnvart
glæpamanninum, því það er
þannig með hann farið nú á
dögum að ef ekki eru hýðingar ,
fyrirskipaðar er hegningin væg
í alla staði; svo væg að margir
menn hafa það til siðs þegar
haustar, að fremja þá eitthvert
afbrot svo þeim verði stungið |
inn yfir veturinn. Lifa þar svo j
eins og blóm í eggi þar til aftur |
vorar og hlýnar. Það er svo I
sem ekki' margt að slíku fyrir-
komulagi fyrir manndómslausa
mannræfla sem annaðhvort
hafa enga hugmynd um rétt og
rangt ,eða nema þá svo bjag-
aða að ekki tekur nokkru tali.
En mannfélagið borgar brúsann
ekki einu sinni fyrir að fæða,
klæða og halda heitum fangan-
um, heldur líka fyrir alt pírum-
párið við að ná honum, sanna
á hann sökina og dæma hann.
Þegar svo honum er slept eftir
sinn afskamtaða hegningartíma
þá er nú ekki haft mikið fyrir
að áminna hann, að maður ekki
nefni meira, því síður að reynt
sé að fá nokkra fullnægandi
sönnun fyrir því að hann byrji
ekki undir eins sama glæpaferil-
inn á ný, því sízt er séð um
að hann geti haft ofan af fyrir
sér á heiðarlegan hátt. Þeim er
aðeins slept og það látið arka
á auðnu hvað af þeim verður, oft
neyðast þeir þá beinlínis til að
stela eða ræna til að hafa eitt-
hvað að eta og eru svo í fangelsi
fyrir það í lengri eða skemri
tíma. Heyrt hefi eg sagt frá
manni um fimtugs aldur sem
eytt hafði hálfri æfinni í fang-
elsum og þegar hann var spurð-
ur hvernig á þessum ósköpum
stæði gat hann enga útskýringu
á því gefið, það hefði bara at-
vikast svona.
I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’*
nýrna pillur verið hin viðurkenndu
meðul við bakverk, gigt og blöðru
sjúkdómum. og hinum mörgu kvilla
er stafa frá veikluðum nýrum. —
Þær eru til sölu í öllum Ivfjabúð
um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrht
$2.50. Panta má þær beint frA
Dodds Medicine Company, Ltd.. Tor-
onto, Ont., og senda andvirðið þang-
að.
aðeins höfuðið betrar fáa eða
enga. Meðan ilskan og hatrið
er ekki upprætt og meðan þjóð-
félagið gerir ekkert til að þeirn
verði mögulegt að hafa ofan af
fyrir sér eftir að þeira hafa
verið látnir lausir. Annað er
líka hægt að framkvæma til
: að afstýra illverkum, það að
þegar fullreynt er að glæpa-
maður annaðhvort vill ekki eða
jgetur ekki bætt ráð sitt sé því
j afstýrt að hann auki kyn sitt ú
jsama hátt eins og nú er sum-
j staðar gert við vitfirringa
mundi það hafa góð áhrif á
marga því fáir vilja eiga þá
hegningar aðferð yfir höfði sér.
| Ekkert nema gott mundi af
i þessu leiða, því hinn siðferðis-
■legi grundvöllur þessa heims er
j þannig lagður að óhöpp og af-
j brot manna fylgja oft afkom-
jendunum í nokkra liði þangað
i til ættleggurinn annaðhvort
deyr út eða bjargast við að
blandast betra blóði en gæð!
I og mannkostir þróast og blómg-
j ast mann fram af manni, ótal
liðu. Á þessum grundvelli bygg-
ist siðférðisleg framþróun
mannkynsins.
M. B. H.
BRÉF TIL HKR.
í þessu tilliti kemur heimska
hegningarlaganna átakanlegast
fram, það að halda forhertum
glæpamanni svo eða svo lengi í
hegningarhúsi og sleppa honum
svo alveg umyrðalaust er lítið
eða ekkert betra en að ala
mannýgt naut um tíma í kví
og sleppa því svo lausu út í
barnahóp einhvern daginn. —
Hvort tveggja er hér um bil
jafn heimskulegt.
Margir vesalings fáráðlingar
sem lengi eru búnir að vera í
varðhaldi vita ekkert hvað þeir
eiga við sig að gera þegar þeim
er slept og er engin þægð í
frelsinu. Þeir eru ósjálfbjarga
og þarf því að sjá um þá á
einhvern hátt og eins þá sem
ekki kunna eða vilja hafa ofan
af fyrir sér á annan hátt en
með glæpum. Sjálfsagt er hægt
að gera það þannig að ekki
þurfi þann eilífa eltingarleik við
þá sem nú á sér stað, enda eru
nú sum ríki Banadaríkjanna al-
veg hætt að sleppa lausum
mönnum sem fjórum sinnum
hafa komist undir manna hend-
ur fyrir glæpi, sér líka hver
heilvita maður að slíkt er á-
rangurslaust og borgar sig ekki.
Frá upphafi vega hefir það
verið hin mesta ráðgáta hvernig
það væri mögulegt að fá mis-
gerðamenn til að bæta ráð sitt.
Hafa aðferðirnar verið afar mis-
munandi eins og nærri má geta
alt frá því að hengja menn fyrir
smáskuld fyrir hundrað árum
síðan til þeirrar sem nú er við-
höfð en engin hefir orðið til
mikils gagns. Þó má það segja
um þá fyr töldu að ekki stela
menn oftar þegar búið er að
hengja þá, en þó mundu víst
fáir vilja byrja á því aftur, en
hitt er í það minsta mögulegt:
að gera alvarlegri tilraun til að
betra þá meðan þeir eru í haldi.
Það er ekki nóg að kenna þeim
að lesa og skrifa, það að menta
Hr. ritstj. Hkr.:
Eg býst við að það sé ekki
skynsamt að beita dómgreind á
sitt eigið verk — enda skal það
látið ógert. En hvernig sem
því er varið þá er mér hálf sárt
um þessar vísur að þær aflagist
í prentun — eða séu nokkrar
hornrekur.
Mér finst þær bregða upp dá-
litlu ljósi yfir úrslita hlutverk
okkar hér, og einnig það að ná
samsvarandi hlutfalli í landnámi
hér og ísl. gerðu til forna í sínu
landnámi.
En mér finst ægilegt að
hugsa til þess að eftir alla bar-
áttuna hér er þó þyngsta grett-
istakið eftir ef við eigum að
hugsa til að ná því hlutf-alli,
Svo stórt er það. En án þess
verðum við bara almennir menn.
En landsnámsmenn íslenzkir
voru sérstakir menn. Það er
sá mikli munur.
Eftir ýmsu útfiti að dæma,
eru Isl. hér búnir að gera sitt
besta, og þessi kynslóð, sem nú
lifir sýnist ekki ætla að ná
þeirri eldri ef afstaða er rétt
reiknuð, svo að útlitið er ekki
glæsilegt. “En lengi skal mann-
inn reyna”. Lengi skal íslenzka
ætt reyna. Og vonin hleypur
alt af undir bagga og í hennar
skjóli bíðum við átekta að
næstu kapítula skiftum landa
í þessari álfu.
Þinn með vinsemd,
J. S. frá Kaldbak
STÖKUR
tekið undir við Frónsræðu
dr. Sig. Júl. J. á víð og dreif
Kólgan fyr á keipum sauð,
komu menn til þinga.
Nú er vöku vogun dauð
Vestur-Islendinga.
Haldið er að hræðslan múl
hafi á flestum sálum