Heimskringla - 03.01.1934, Side 1
XLVIII. ÁRGANGUR.
NÚMER 14.
WTNNTPEG MIÐVTKUDAGTNN 3. JANÚAR 1934
FRÉTTIR
Mesta frost á 24 árum
í Winnipeg var meira frost
s. 1. fimtudag en verið hefir á 24
árum.
Á frostmæli var bitran 42.4
stig fyrir neðan 0. (Fahr.). —
Hefir ekki annað eins frost hér
verið síðan 11. jan. 1909, en
þann dag er talið að það hafi
verið 45.1 stig.
Ekki hamlaði þetta vanaleg-
um störfum þó erfðiari hefi
það hlotið að gera þau. Vagn-
hestar á götum bæjarins voru
frerahvítir. Og andlit manna ef
nokkurs staðar voru ber hrím-
uðu brátt. Frostið klæddi lif-
andi og dautt ísgráu gerfi vetr-
arins.
í norður hluta vestur fylkj-
anna var þó frostið enn meira
en í Winnipeg. Norður við
Winnipeg Beach í Manitoba og
Prince Albert í S^skatchewan
var það 50 stig. Og í norð-
vestur héruðunum, í þorpinu
Fort Smith t. d. var það 50 stig.
I>ar var kaldast.
Annars hafa sjaldan verið fár-
legri veður hér en 10 síðustu
dagana af desember mánuði. Má
heita að skifst hafi á brunafrost,
snjóar og byljir.
* * *
ForsætisráSherra
Rúmaníu myrtur
Forsætisráðherra Ion G. Duca
í Rúmaníu var myrtur s. 1.
föstudag.
Var forsætisráðherran að
leggja af stað með járnbrautar-
lest frá Sinaia, þar sem hann
hafði verið á ráðstefnu hjá
Carol konungi, til Bukarest.
Um leið og hann steig upp í;
lestarvagninn var skotið á hann
fjórum skotum. Komu þau öll
í höfuðið og dó forsætisráðherr-1
ann samstundis.
Sá er myrti hann er nefndur
Nicholas Constantinescu. Var
hann þegar handtekinn.
Um morðingjann vita menn
það eitt, að hann er Nazisti.
í Rúmaníu eru tvö Nazaista-
félög. Heitir annað The Iron
Guard (járnverðirnir) en hitt|
Anti-Semetic National Christianj
Party, sem á íslenzku verður.
rétt nefnt “hið þjóðlega kristna
ofsóknarfélag gegn Gyðingum.”,
Eftir að forsætisráðherra DucaJ
tók við stjórnarformensku 12.
nóv. sá hann sér ekki annaðj
fært en að banna myndun eða
tilveru slíkra félaga. Þóttust
Nazistar því eiga honum grátt
að gjalda. Og þar er ástæðan
sögð fyrir morðinu.
Duca var 55 ára og hafði
verið leiðtogi frjálslynda flokks-
ins síðan 1907. Hann var, sem
flokkur hans hafði lengi verið,
andstæður Carol konungi, en sú
varð þó sætt á þeim málum fyr-
ir skömmu, að Duca tæki við
stjórnarformensku.
Er mikil æsing f Rúmaníu út
af morði þessu. Þegar flytja átti
lík Duca til Búkarest daginn
eftir, var sprengju fleygt að
lestarvagni konungs á járn-
brautarstöðinni. Var konungur
ekki kominn inn í vagninn svo
hann sakaði ekki. En vagninn
sprakk f loft upp. Konungur
ætlaði til Bucharest til þess að
vera við útför forsætisráðherra.
* * *
Betra hljóð í mönnum
Á nýársdag voru blöð þessa
bæjar troðfull af ræðum eftir
hina og aðra um bjartara útlit
og batnandi tíma í þessu landi.
Byggja menn þær vonir sínar á
auknum viðskiftum síðustu þrjá
mánuði nýliðins árs yfir alt
Canada og rénandi atvinnuleysi,
að minsta kosti í Austur-Can-
ada.
Orður og titlar Is. 1. laugardag. Manntjón varð gert til að hvetja fólk til að
Lyman P. Duff yfirdómari í ekkert. Skaðinn er metinn giftast og fjölga mannkyninu
hæsta rétti í Canada og Joseph $100,000. eftir mætti. Stórar upphæðir
M. Tellier yfirdóómari í hæsta * * * .eru veittar úr ríkisfjárhirzlum,
rétti í Quebec-fylki, var veitt Roosevelt og Alþjóðafélagið |ofannefndra landa til verðlauna
riddaratign af Bretakonungi um
FRÁ ÍSLANDI
Poul og Anna Reumert
sæmd heiðursmerkjum
Khöfn. 9. des. 1933
í ræðu se n Roosevelt forseti þeim mæðrum er fíest börn Konungur hefir sæmt Poul
áramótin. Fyrir framan nöfn hélt nýlega á 77 fæðingar-af- eiga, og áuk þess er þeim sýnd Reumert leikara heiðursmerk-
þeirra stendur því orðið “Sir” mæli Wilsons forseta, kvað sú heiðursviðurkenning, að vera inu “Ingenio et arti”, í viður-
hér eftir. j hann Bandaríkin ófáanleg til boðið til höfuðborganna, til að kenninguarskyni fyrir ágætt
Á sambandsþingi Cánada var 'þess að ganga í Alþjóðafélagið. sitja verzlur hjá stjómar for-
fyrir nokkrum ámm samþykt | Þó Alþjóðafélagið stefni að mönnum og öðra stórmenni.
Aðal tilgangurinn er, að vinna
að því að fjölgun nafna á her-
þingsályktunartillaga um að einhverju leyti að friði, kvað
þiggja ekki slíka titla af Breta- j hann það ekki ganga nægilega
konungi. Fyrir áramótin lýsti, langt. Hann sagði þá, er þar | mannaskránum 1950 og þar
Mr. Bennett þó yfir, að stjórn- j réðu mestu, ekki framfylgja: eftir verði sem mest> það er að
in setti ekkert bann við þessu. ívilja almennings í löndunum tryggja sér gnæð hermanna, tili Fisktollurinn
starf í þágu danskrar leiklistar.
Kona hans Anna Borg Reumert
hefi rverið smæd riddarakrossi
íslenzku Fálkaorðunnar.
—Alþbl.
Var það mjög fordæmt af sem þeir væru frá. Almenning-
pólitízkum andstæðingum! ur þeirra landa hugsaði yfirleitt
stjómarinnar og það túlkað svo, ems og Bandaríkin gerðu í frið-
að stjórnarformaður Canada armálum. En forkólfar Alþjóða-
væri að slægjast eftir titli fyrir j félagsins stæðu í vegi fyrir, að
sig og Mr. Ferguson. En auð- ( friðarhugsjón og óskir almenn-
vitað náði það ekki nokkurri ings sæust í verki. Milli Banda-
átt. Það sem Mr. Bennett bar, ríkjanna og Alþjóðafélagsins
fyrir, var að ekkert bann væri j væri því sf.ma djúpið staðfest
við þessu lagt í öðrum löndum og væri rnilli alþýðu allra landa
innan Bretaveldis og þar sem og Alþjóðafélagsins í friðarmál-
þessu fylgdi viðurkenning, sem1 um. Bandaríkin færu á móti
nokkurs verð gæti verið fyrir sinni eigin stefnu, ef þau sam-
menn sem t. d. skara fram úr í einuðust Alþjóðafélaginu eins
vísindum, væru Canada menn og það nú væri og meðan frið-
eins að henni komnir sem aðrir. • arhugsjónin værí ríkari utan
Yfir 30 manns öðrum var ein- ,þess enn innan.
hver viðurkenning veitt, flest ( * * *
konum og stúlkum fyrir kenslu- Einn maður ferst og fjórir
málastarfsemi .sjúkrastörf eða sýkjast af lofteitrun frá
annað því um líkt. Titill fylgir olíu-hitunar ofni
því ekki. | þó sú hitunar aðferð sé
Að hábrezkustu þegnum und- kostnaðarsöm, er talsvert af
að berjast við þau börn annara ■ Þýskalandi
landa.sem hafa verið getin og
uppalin, með sama augnamiði.
Frakkar, Þjóðverjar og ítalir
Rvík. 21. nóv.
Kveldúlfur sendi togarann
Gylli til Þýskalands að þessu
hafa kept hverjir við aðra, um j sinnL úl þess að reyna markað-
aukna mannfjölgun, síðan eftir | inn- Seldi Gyilir í Cuxhaven í
stríðið og kjörorðið er í öllum S®* fyrir 25’900 mörk‘ Má bað
löndunum: “fleiri og hraustari; kaiiast ágæt sala. En hér kem-
böm.” Frakkar borga einni :nr t>oi)f)i í bátinn, því að í lend-
miljón ríkisþjóna, 500 franka á ingarkostnað varð skipið að
anskildum, mun canadisk þjóð
ekki spent fyrir þessu titlamáli.
Fjárkröfur vestur
fylkjanna gagnrýndar
Blöð í Quebec-fylki eru farin
að hafa orð á því hvað fjár-
kröfur vestur fylkja Canada af
húsum í þessum bæ samt hituð
með olíu enda þykir hún þægi-
leg, því með henni fæst jafn hiti
í húsinu. Og tryggur er út-
búnaður allur sagður í sam-
bandi við hitunina.
Þó vildi það til í húsi á Red-
,wood götu í Winnipeg s. 1. föstu-
sambandsstjóminni séu þrot-|dag, að ljós eitt (pilot light)
ári, fyrir fyrsta bamið sem þeir
eiga og alt upp í 2,000 fr. á ári
fyrir fjórða og hvert þar fram-
yfir. Sérstakur skattur er lagð-
ur á atvinnuveitendur, eftir sér-
stakri reglugerð, sem verja
skal til verðlauna því af verka
greiða 2,700 mörk. og í toll
13,000 mörk. Elru þá eftHt
10,200 mörk, eða § af sölunni.
Eins og kunnugt er hafa stað-
ið yfir samningaumleitanir við
Þjóðverja, sérstaklega í því
augnamiði að fá fisktollinn
SIGURÐUR SKÁLD
JÓHANNSSON
DÁINN
(Fregn úr bréfi frá Wm. Ander-
son, Vancouver, B.C., 30. des.)
lausar. Telja þau ekki lengi
hafa á öðru gengið en látlaus-
um fjárbænum að vestan. Benda
þau á, að komið muni vera að
takmörkum og hæpið sé að lán-
féð heimtist aftur. Ganga blöð-
in svo langt að segja, að vestur
fylkin ættu hreinlega að fara
að ráði Nýfundnalands og segja
sig til sveitar hjá landstjóm
Canada. Þó ílt sé frá að segja,
getur það verið vafamál, að
fjárhagur vestur fylkjanna rétti
nokkurn tíma við, sé þeirri
stefnu fylgt, er stjómir þeirra
hafa gert. Að safna skuldum
á sín takmörk eins og hvað
annað.
* * *
P/iet fyrir konur í þolflugi
Tvær konur, Frances Mar-
salis og Helen Richey að’ nafni,
stigu upp í loftskip 20. desember
í Miami í Bandaríkjunum. Ætl-
uðu þær að reyna hve lengi þær
gætu haldið út að fljúga. Komu
þær ekki til jarðar aftur fyr en
30 desember. Höfðu þær þá
þreytt flugið í 237 kl.st. og 52
mínútur, eða mjög nærri 9(4
sólarhring. Hafa þær með því
sett met í þolflugi fyrir konur.
Þær voru mjög þjakaðar og
þreyttar að loknu fluginu.
* * *
Nýir efrideildarþingmenn
,í efri deild Canada þingsins
vora þessir skipaðir um nýárið
af forsætisráðherra R. B. Benn-
ett;
Horatio C. Hocken frá Tor-
onto; Alfred E. Fripp, K.C., frá
hafði sloknað á ofninum um
nóttina og leiddi af því, að eit,-
urloft (monoxide gas) streymdi
frá ofninum um húsið. Þegar
að var komið um morguninn, af
manni sem heimilisfólkið þekti
vel, bærði enginn á sér í húsinu.
Komst hann brátt að því, að
ijölskyldan öll lá meðvitundar-
laus til og frá um húsið, af
lofteitruninni. Var nú brátt
með fjölskylduna farið á sjúkra
hús. Dó húsfreyjan (Mrs. Leslie
Ringer) þar, en Mr. Ringer og
börn hans tvö og annar kven-
maður er í húsinu var lifa og
gera læknar sér vonir um a.ð
þau muni læknast. En hefði
ekki manninn borið þarna að á
þessari stundu, er talið víst, að
öll fjölskyldan hefði farist.
* * *
Móðurdómur er heiðraSur í
Evrópu meir en nokkru
sinni áSur eftir því sem þjóS-
irnar hyggja meir á undir
búning næsta stríSs.
(Eftir Richard D. McMillan í
París 26. des.)
Móðurdómur var heiðraður
meir í Evrópu í dag (26. des.),
en nokkur dæmi eru til að átt
hafi sér stað áður.
Stjónarformenn og valda-
menn hvetja til meiri mann-
fjölgunar, svo að þau börn er
nú fæðast verði, eftir 18 eða 20
ár, orðin fær til að fara á víg-
völlinn, til þess að mæta sprengi
kúlum,, vélabyssum og eitur
gasi.
Þó að á yfirborðinu, að allur
fólki vinnuveitandans sem börn lækkaðan, en það hefir ekki
eignast, það er kallað “bonus”.
Öllum fjölskyldum á Frakk-
landi, er borgaður “bonus”, sem
nemur frá 100 til 500 franka á
ári; jafnvel útlendingar sem eru
um 3,000,000, sem hafa sezt að
í landinu síðan eftir stríðið, eru
hvattir til að gerast nýlendu-
menn og verða franskir borg-
arar, og gera sitt til að fjölga
og margfaldast, og vinna sér
rétt til að verða aðnjótandi hins
almenna fjölskyldustyrks.
Þá er Adolf Hitler, forsætis-
ráðherra Þýzkalands, sem ekki
vill vera neinn eftirbátur ann-
ara á þessu sviði, hann skorar!
borið neinn árangur enn. Fisk-
tollurinn í Þýskalandi er 100
mörk á smálest.
* * *
Vetrarhörkur í Evrópu
Alstaðar nema á fslandi
London, 6. des.
Blöðunum verður nú tíðrædd-
ara um veðrið en jafnvel um
Þann 18. desember þ. á. and-
aðist að heimili sonar síns, 3212
Portland St., Burnaby, Sigurð-
ur Jóhannsson, 84 ára að aldri.
Að kveldi þess 12 s. m. kvartaði
hann um lasleika og gekk til
rekkju fyr en hann var vanur,
næsta morgun þegar hans var
vitjað hafði hann mist meðvit-
und, og var þá strax vitjað
læknis, er sagði hann hafa
fengið slag, var þá vinstri part-
ur líkamans afllaus. Var hann
þannig að engrar breytingar var
vart til þess 18 að hann and-
aðist. Engir er þektu Sigurð
hér hefðu getið þess til að slíkt
lægi fyrir. Fáum dögum áður
heimsótti hann ýmsa vini sína í
Vancouver, og var þá jafn hress
og glaður sem ávalt. Góður
stuðningsmaður íslenzks félags-
skapar og unni fósturjörðinni
mjög, sárt langaði hann til þess
að geta komist heim þó ekki
væri nema til þes a,ð bein hans
fengju að hvílast í frónskri
mold. Nánari æfiminning þessa
merka manns, verður birt síðar.
stjórnmál. Vetrarhörkur ríkja « |sjormanc|j
nú svo að segja um alla Evrópu
nema ísland og suður Grænland
og eru sumstaðar þær mestu í
manna minni. 1 Frakklandi er
meira frost en menn vita til
áður, og Parísarbúar skemta
sér nú á skautum. Sumstaðar
um kirkjuráðsins samið tónlög-
in við víxlsöngva hinnar vænt-
anlegu nýju helgisiðabókar.
—Mbl.
* * *
í íslenzkt kvöld
Rvík. 3. des.
Annað kvöld, kl. 10—111/2
verður útvarpað “íslenzku
kvöldi” frá útvarpsstöðinni í
Normandi. Er það sú stöð, sem
best heyrist hér á tslandi, og
hlífðarlaust á kvenþjóð Þýzka „ .. ... . m
lands að liggja ekkl i 11« slnu, mikl1 B”Jt>k0ma 1>eBSUm
með að eiga börn. Eitt af i u Um‘ # * *
hvatningar meðulum stjómar-
innar er það, að hverju pari sem
giftist, er veitt 350 dollars úr
þeir, sem hafa góð útvarpstæki,
er 25 gráða frost á Celcius. Víða g eta .^anlega hlustað á hana.
Það er félagið “International
British Club” í London, sem
ríkissjóði, sem lán, sem borgast
af þannig, að með hverju bami,
sem lánþegi eignast lækkar
skuldin um 100 dollara og ef
langt líður milli barna stendur
skuldin og bíður þess næsta.
Til þess að verða ekki minst-
ur sinna bræðra, hefir Signor
Mussolini á ítalíu gert afarmik-
ið á ýmsum sviðum, til þess að
Jóhann Sigurjónsson
Minningarútgáfa af öllu því,
sem liggur eftir skáldið í
bundnu og óbundnu máli, ætlar
Gyldendal að gefa út á næsta
jhausti. Verður bókin í tveimur
gengst fyrir þessu. Er það
hlutverk þessa félags að sjá um
að útvarp um allan heim fræði
menn um lönd og héruð hvar
sem er á hnettinum. Hér á landi
eru margir útvarpshlustendur í
þessum klúbb, en sá, sem var
hvetja kvenfólk til barneigna,
enda sér það á. Á hans stjóm- guSsþjónustusnið
storum bindum og verður þaribrautryðjand. þessarar hreyf.
margt, sem ekki hefir birst! ingar hér á íslandi, er VUhjálm-
opinberlega áður, svo sem bréf|ur Hákonarson Tll hang sneri
Jóhanns o. fl. Það er Gunnar(klúbburinn gér m þegg að fá
Hansen leikstjori sem sér um leiðbeiningar um það hverju
ætti að útvarpa svo að það sér-
kendi ísland.
útgáfuna fyrir forlagið
* * *
arárum hefir fólksfjölgun á
ítalíu numið 3,779,000; meðal
annars hefir hann komið á hóp-
giftingum (sem Þjóðverjar eru
nú að taka upp), hann hefir
lagt þvingunar skatt á ógifta
menn og konur, sem eru yfir á-
kveðið aldurs takmark. Hann
veitir og verðlaun fyrir hvert
Væri nú æskilegt, að Útvarp
ríkisins hér sæi sér fært að
endurútvarpa þessu “ísienzka
kvöldi” í Normnadi, því að ekki
Rvík. 3. des.
Með nýju kirkjuári, sem hefst
í dag, verður við guðsþjónust-
una ki. 11. í dómkirkjunni notuðjhafa allir útvarpsnotendur svo
hin nýja helgisiðabók, og verður| góð viðtæki að þau nái til út-
á næstu sunnudögum hafðir( landa, en vilja gjama fá að
þeir guðsþjónustusiðir, sem fylgjast með því “hvað sagt er
samkvæmt frumvarpi hinnar um oss”, sérstaklega þegar það
nýju helgisiðabókar, eru ætlaðir kemur í því útvarpi, sem allur
barn sem fæðist í iandinu, ogjaðveiitutímum, og breytust þeir,heimur hlustar a.
ýmsa viðurkenningu og virð-|svo eftir hinum ýmsu köflum Nýja Dagbl.
ingu sem þeim mæðrum, er flest kirkjuársins.
börn eiga, er sýnd.
Ottawa; Louis Cote, M.L.A., frá> sá heiður sem nú er sýndur,
Ottawa; Guillaume Audre Faut- j mæðrum og móðurdómi í Ev-
eaux, fyrrum lögfræðisráðu- j rópu virðist að stafa af um-
nautur Canadastjórnar, frá hyggju og góðvild, þá eru þó
Öutreemont; Lucien Moraud, K.
C., frá Quebec; Ralph Byron
Horner frá Blaine Lake, Sask.;
Walter Morley Aseltine frá
Rosetown, Sask.
¥ * *
Skóli brennur í Quebec
St. Raymond College í Que-
bec fylki brann til kaldra kola
engar tilraunir gerðar til þess
að breiða yfir þann undirliggj-
andi tilgang stjórnarinnar, að
aðal ástæðan sé að koma upp
sem stærstum skylduher, og
það sem fljótast að möðulegt er.
Á Frakklandi, Italíu, Þýzka-
landi og Pollandi, er afar mikið
Laugardaginn þ. 23. des. tók
Mussolini á móti 93 mæðrum,!
sem gestum sínum, sem höfðu
til samans átt 1310 börn, eða
að meðaltali 14 börn hver.
G. E. E.
* * *
Kosningar í Rússlandi
25. janúar
Kaupmannahöfn 2. des.
Frá Moskva er símað að kosn-
ingarnar í Rússlandi fari fram
25. janúar. Fjórði hluti kjósenda
verður sviftur kosningarrétti
vegna þess að þeir eru annað
hefir verið sæmd riddarakrossi
kommúnistar (réttlínumenn) —
eða þeir eru dæmdir glæpa-
menn. — Alþbl.
Á undanförnum árum hefir, Þýska fánanum
verið unnið að nýrri helgisiða- stolið á Akureyri
bók, hefir hún hlotið samþykki: Á föstudaginn þ. 1. des. hafði
prestastefnunnar og staðfesting, þýski konsúllinn á Akureyri Sig.
kirkjuráðsins. i E. Hlíðar dregið þýska stjórnar-
1 dag og á næstu sunnudög-jfánann að hún á fánastöng, sem
um verður hámessusniðið á þá stendur hjá húsi hans.
leið, að eftir fyrsta sálminn Seinni hluta dags fór hann
verður _víxlsöngur milli prests og skyldulið hans að hlusta á
og safnaðar meiri en verið hefir, fyrirlestur í Samkomuhúsi bæj-
því að bætt er nú við ritningar-
orðum, sem sungin eru áður en
bæn er tónuð frá altari og pistill
dagsins.
Á undan blessunarorðum í
messulok verða sungin þakkar-
orð, bætast þau við hina venju-
legu tónbæn.
Organisti dómkirkjunnar, Sig-
fús Einarsson tónskáld, hefir
samkvæmt samþykt og tilmæl-
arins.
Það var um miðaftansleytið
er skuggsýnt var orðið og mann
laust húsið, að þýska fánanum
var stolið af stönginni.
Telja menn víst, að þar hafi
kommúnistar verið að verki.
Sig. E. Hlíðar kærði þegar
þjófnaðinn til bæjarfógeta, og
var byrjað á því í gær að rann-
saka málið.