Heimskringla - 17.01.1934, Page 6
6. SÍÐA
H E I MSKRINGLA
WINNIPEG, 17. JanÚAR, 1933.
Jane Eyre
eftir
CHARLOTTE BRONTE
Kristján Sigurösson, þýddi
“Já, þetta er matsalurinn. Eg var að
opna gluggan til að hleypa inn lofti og sól-
skíni, því alt slær sig í stofum, sem sjaldan er
búið í. í>að er líkt og í jarðhúsi, að koma í
salinn þarna.”
Hún benti á víða hvelfngu, ámóta og
gluggann, en það voru dyr að öðrum sal, með
lykkjuðum reflum fyrir, blárauðum. Eg gekk
upp tvö þrep og leit inn, milli tjaldanna, og
þótti sem mér gæfi sýn inn í álfheima. Ekki
var það samt annað en fallegur salur, sem eg
sá og dyngja í, beggja gólf lögð hvítum dúk, er
virtist settur krönsum litskærra blóma, loftin
hvít og steypt með myndum vínberja og íviðjú
laufa, en undir þessum snjóhvítu loftum glóðu
blóðrauðir hvílubekkir og hægindi; hlóðin af
sölum marmara, grískum, og á hlóða syllunni
glitruðu gler, rauð sem rúbínar; milli glugg-
anna gein við, í háum speglúm, salarins sam-
bland af mjöll og tandra.
“Mikið geturðu haldið þessum stofum
hreinum, Mrs. Fairfax!” sagði eg. “Hvergi ryk,
né rykverjur, ef ekki væri hér svo svalt, þá
mætti halda, að hér væri búið daglega.”
“Það er nú svo, Miss Eyre, þó að Mr.
Rochester komi hér ekki oft, þá kemur hann
að óvörum, þegar hann kemur; eg varð vör
við, að honum var ekki vel við, að koma að
öllu reifuðu í rykverjur, með öllum þeim fyrir-
gangi, sem því fylgdi, svo eg hugsaði að bezt
væri, að vera við komu hans búin, alla tíð.”
“Er hann þá vandfýsinn og heimtúfrek-
ur?”
“Ekkert sérlega, en hann hefir heldri
manna smekk og háttu og býzt við, að hlutun-
um sé hagað þar eftir.”
“Fellur þér vel við hann? Er hann vel
þokkaður yfirleitt?”
“Ó já; það fólk er altaf vel virt hér. Alt
land hér um slóðir, eins langt og augað eygir,
hefir tilheyrt því fólki, frá ómuna tíð.”
“Nú, en hvað sem jarðeignunum líður, lík-
ar þér vel við hann þar fyrir utan? Er hann
sjálfur vel þokkaður?”
“Eg fyrir mitt leyti hefi enga ástæðu til
annars, en vera vel við hann, og eg held hann
sé álitinn sannsýnn og góður lánardrottinn af
landsetum sínum, en að vísu hefir hann aldrei
dvalið með þeim að staðaldri.”
“En hefir hann engin sérkenni? Hvaða orð
fær hann?”
“Ó! Hann hefir óskert mannorð, býzt eg
við. En það má vera, að hann sé eitthvað
sérkennilegur: hann hefir farið víða og skoðað
sig mikið um í veröldinni, gæti eg trúað. Eg
má segja að hann sé vel gefinn, en eg hefi
aldrei átt mikið tal við hann.”
“Að hverju leyti er hann sérkennilegur?”
“Eg veit ekki vel — því er ekki vel hægt
að lýsa — ekkert svo sem tiltakanlegt, en þess
verður vart, þegar hann talar við mann; þú
veizt varla stundum, hvort hann talar í gamni
eða alvöru, hvort honum líkar vel eða illa;
maður skilur ekki vel í honum, að minsta kosti
geri eg það ekki. En það gerir hvorki til né
frá, hann er allra bezti húsbóndi.”
Meira hafðist ekki upp úr Mrs. Fairfax,
um húsbónda okkar. Sumt fólk er til svona,
kann ekki að lýsa manneskju né taka eftir og
segja frá helztu auðkennúm manna, hluta né
atburða. Sú góða kona var ein af þeim hóp,
hún skildi ekki mínar spurningar og varð
hvumsa við þeim. Húsbóndinn var húsbónd-
inn í hénnar augum: heldri maður, óðals eig-
andi og búið. Hún gerði hvorki að spyrja né
leita lengra og það var auðfundið, að hún var
hissa á mér, að vilja vita hvernig hann var
í sér.
Hún bauð mér nú að koma með sér og
skoða húsið og eg fór með henni upp og niður
og um alt og dáðist að, eins og vert var, hvað
alt var myndarlegt og vel fyrir komið. Her-
bergin sem vissu fram, voru stór og vegleg og
sum á þriðja lofti merkileg af fornum búnaði.
Þegar skift var um húsmuni á hinum neðri
loftum, eftir því sem tískan heimtaði, voru
þeir flúttir til hinna efri; þar gaf að líta hvílur
hundrað ára, kistur úr eik, með miklum
skurði: pálmviðar greinum og engla ásjónum;
ef til vill var Gyðinganna sáttmáls örk þeim
lík stólar í löngum röðum, með háum bökum
virðulegir forngripir, seturnar bróðeraðar af
fingrum sem qrðnir voru að moldú, fyrir mörg-
um mannsöldrum. Af samsafni þessara gömlu
gripa var efsta loftið í Thornfield Hall á að
líta sem aðsetur fornaldar — fornra kynna
skrín. Gluggamir voru á hjörum, mjög mjóir,
af því var alt annað en bjarta' stofum þessum. *
Eg undi vel kyrð og dimmu og afkáralegum
afbrigðum þessara lofta, meðan bjart var úti,
en ekki lysti mig að sofa í rúmunum þar; þau
voru víð og úr gildum viðum, sum voru lok-
rekkjur með renni hurðum úr eik, súm með refl-
um alt um kring, yfrið þykkum af ísaumi sem
átti að sýna undarleg blóm enn undarlegri fugla
og manna myndir, sem voru undarlegastar af
öllu, — þetta og annað eins hefði litið undar-
lega út, við bleika skímu mánans.
“Sefur vinnufólkið í þessum herbergjúm?”
spurði eg.
“Nei, þeim eru ætlaðar aðrar vistarverur
baka til. Hér sefur aldrei nokkur manneskja.
Það mætti kanske segja, að ef draugur fylgdi
Thornfield Hall, þá héldi hann sig hér.”
“Það held eg líka. Hér er þá ekki reimt?”
“Ekki hefi eg heyrt þess getið,” svaraði
Mrs. Fairfax, brosandi.
“Engin gömul munnmæli né sögur um
drauga?”
“Ekki held eg það. Þó er sagt, að Roch-
ester ættmenn hafi verið fremur ofsa menn en
stillingar, um dagana, hver veit nema það sé
ástæðan til, að þeir eru kyrrir í gröfúm sín-
um.”
“Já-----“eftir lífsins svima sótt, þeir sofa
rótt,” mælti eg í hálfum hljóðum. “Hvert
ætlarðu nú, Mrs. Fairfax?” Hún var komin
af stað.
“Út á þak; viltu koma líka og skoða út-
sýnið þaðan?” Eg fór á eftir henni, upp mjóa
stiga, til þaklofta, þaðan um hlera út á þak
hallarinnar, er görla sá yfi: hlaðvarpínn
hrafna gerið og sá í hreiður þeirra. Eg hallaði
mér fram á þakbrún og leit yfir landareign
hallarinnar, er görla sá yfir;: hlaðvarpinn
grænn og mjúkur, umhverfis grágrýti hallar-
innar, grundir víðar og langar, settar gömlum
skógi, hávöxnum og gisnum, skógarlaufið
jarpt óg sölnað og skógargöturnar grænar af
mosa; kirkjan fyrir hallar hliði, vegurinn, hin-
ar þegjandalegú hæðir — alt hvfldist í haust-
sólar skini, sjónarbaugur var háloftið, merlað
perlu hvítu. Ekkert í þessu útsýni var stór-
skorið en alt þokkalegt og frítt. Þegar eg fór
niður um hlgra gatið var mér dimt fyrir aug-
um, þakloftin lík hvelfingu í jarðhúsi á borð
hina ljósbláu hvelfingu úti fyir og þá sólhýru
lunda grundir og grænu hóla sem voru hring-
inn í kring um höllina.
Meðan Mrs. Fairfax gekk frá hleranum,
þreifaði eg fyrir mér niðúr stiga, á þriðja loft,
og beið hennar í ganginum, sem var mjög
langur, milli herbergjanna sem vissu fram og
þeirra sem sneru að aftur hlið, gangurinn var
lágur og mjór og mjög lítið um birtu, frá einum
glugga á öðrum enda; dökkar dyr, mjög
margar, gengu að herbergjum á báðar hendur,
áþekt geil í kastala Bláskeggs.
Nú sem eg var þarna stödd, heyrði eg það
sem eg sízt átti von á, í þeirri kyrð, en það var
hlátur; undarlegúr hlátur var það, hvass,
kendar vana, bamanlaus. Eg nam staðar.
Hláturinn hætti, rétt um sinn, tók svo til aftur,
í hærri róm en áður, því að í fyrstu var hann
lágróma, þó greinilegur væri. Honum lauk
með hrynu svo hárri, að undir tók, að því er
virtist, í öllum hinum tómu herbergjum. Eg
vissi vel úr hvaða herbergi hláturinn kom og
gat bent á dyrnar að því.
“Mrs. Fairfax!” hrópaði eg, “heyrðir þú
þennan hranalega hlátúr? Hver er það?”
“Einhver af vinnufólkinu, líklegast,” svar-
aði hún, “kannske Grace Poole.”
“Heyrðirðu hláturinn?” spurði eg enn.
“Já, greinilega, eg heyri oft til hennar,
hún er við sauma í einni af stofunum. Leah er
stundum hjá henni og þá lætur oft hátt í
þeim.”
Hér kom hláturinn upp aftur, með greini-
legu gaggi, þó í lágum rómi, og dvínaði líkt
sem muldrað væri eða urrað.
“Grace!” kallaði Mrs. Fairfax.
Eg átti sannarlega ekki von á að nokkur
svaraði svo harmslegúr var hláturinn og öllu
venjulegur ólíkur, að ef ekki hefði verið fyrir
það, að þetta skeði um hábjartan dag og að
enginn draugagangur fylgdi þessu undarlega
gneggi, þá hefði hjátrúin orðið yfirsterkari og
skotið mér skelk í bringu. Nú sýndi það sem
á eftir kom, hve heimsk eg var, að láta mér
nokkuð um finnast.
Hurðinni næst okkur var lokið upp og út
kom vinnukona, á að gizka milli þritugs og
fertugs, þreklega vaxin, rauðhærð, sett í fasi,
harðleg á svip og ekki fríð; hún var eins
óh'k afturgöngú og eins lík menskri mann-
eskju og hægt var að hugsa sér.
“Of mikill hávaði, Grace,” sagði Mrs.
Fairfax. “Mundu eftir hvað fyrir þig var
lagt.” Grace hneigði sig og hvarf inn aftur,
orðalaust.
“Við höfum þennan kvenmann til að
sauma og til að hjálpa Leu til, við húsverkin,”
sagði ekkjan, “það má sitthvað að henni finna,
en það má fullvel við hana hlíta. Hvað eg vildi
sagt hafa, hvernig tókst þér við kensluna, er
litla stúlkan vel til náms fallin, heldurðu?”
Talinu, þannig vikið að Adele, hélt þangað
til kom að hinum björtu og viðkunnanlega
neðri loftum. Adele kom á móti okku'r í for-
salnum og kallaði tll okkar:
“Matur er á borð borinn! Eg fyrir mitt
leyti er orðin matlystug."
Miðdegis maturinn beið okkar í herbergi
Mrs. Fairfax.
4
XII. Kapítuli.
Hinar blíðu viðtökur á Thornfield lofuðu
góðu um, að eg mundi eiga þar friðsama æfi,
með geðfeldu starfi og þær vonir brugðust
ekki, við nánari kynningu. Mrs. Fairfax reynd- 1
ist eins og hún leit út fyrir að vera, væn og j
vel lynt kona, vel uppalin, allvel að sér og eins j
greind og fólk gerist. Stúlkan, sem mér var
ætlað að kenna, var fjörugt barn, kenjótt að
vísu, af of miklu dálæti, en týndi þeim dutl- i
ungum smám saman og varð hlýðin og nám- j
hæf, með því að enginn skifti sér af, né trufl- |
aði mín ráð, henni til framfara. Henni.var |
ekki stórmikið gefið, hvorki til gáfna né lund- |
ernis, þroskaðist ekki heldur að tilfinningum j
né smekk, umfram önnur böm. Henni fór
sæmilega fram. Til mín bar hún góðan þokka,
líflegan, ef ekki djúpsettan, og með því að
hún var kát og hreinskilin og reyndi að gera
mér til hæfis, þá varð mér það vel til hennar,
að okkur féll vel að vera saman.
Þetta mun^þykja kuldalega talað, þeim
sem halda fram hátíðlegum kenningum um
engla náttúru barna, og þykir skyldúgt, að
þeir sem falið er að kenna þeim, dýrki þau
sem hjáguði. En eg rita ekki til þess að
smjaðra fyrir sérgæzku foreldra, né til að berg-
mála hræsnandi tæpitungur, né til að setja
stoðir undir fals og hégóma; eg eryni aðeins
að segja eins og er. Mér var ant um velferð
og framfarir Adelu litlu og var hlýtt til henn-
ar, álíka og mér var hlýtt í þeli til Mrs. Fair-
fax, fyrir góðvild hennar og þægilega um-
gengni, stiltu skapsmuni og hófsamlega tal og
hugarfar.
Eg fór öðru hvoru gangandi um hinar
skógi vöxnu grúndir hallarinnar, stundum
ofan að hliðum og gægðist eftir brautinni
þaðan, og þegar Adela lék við fóstru sína og
Mrs. Fairfax sauð sætindi í búri sínu, þá fór
eg upp þrenna stiga til þaklofts, tók þakhler-
ann úr, steig út á þakpalla og leit yfir velli,
akra, skóga og hæðir út að sjóndeildar hring.
Lái mér hver sem vill, — að þá langaði mig að
eiga sjón svo hvassa, að eg mætti eygja hina
starfsömu veröld, borgir, mannabygð sprikl-
andi af fjöri, sem eg hafði heyrt sögur af en
aldrei litið — að eg óskaði mér meiri athafna
reynslu en eg hafði, meiri umgengni við fólk
á mínu reki, meiri kynna af ókunnugu og ó-
líku fólki, heldur en eg átti kost á. Eg virti
ekki lítils kosti Mrs. Fairfax né Adelu litlú,. en
eg trúði því, að til væru aðrir kostir, og gæði
sýnu fjörúgri, og það sem eg trúði á, vildi eg
fá að sjá.
Vafalaust munu margir lá mér þetta og
segja sem svo, að ekki hafi verið gott að gera
mér til hæfis. En eg gat ekki að þessu gert,
órói var mér í blóðið borinn og var svo svæs-
inn, að eg kendi mikið til stundum. Þá var
mín eina fróun að ganga fram og aftur eftir
ganginum á þriðja lofti, þar sem þögult var og
enginn kom til ónæðis, og hvíla mína sefa
sjón við þær sýnir sem fyrir hana bar, og
vissulega voru þær margar og fagrar; þá
lofaði eg hjarta mínu að slá við dillandi hrær-
ingar: svella við vanda og lyptast við líf og
fjör; en bezt af öllu var, að opna mitt innra
eyra við sögu, sem aldrei tók enda, þá sögu
samdi muni minn, sagði án afláts og fjörgaði
méð atburðum, lífi, þeim kendanna bruna,
sem eg girntist og náði ekki til.
Það er ekki til mikils að segja manneskj-
unum að vera rólegar: athafnir verða þær að
hafa og gera sér þær sjálfar, ef ekki fást með
öðru móti. Margar miljónir manna verða að
una harðara stjarfa dómi en eg, og margar
miljónir eru í þögulu uppnámi útaf því
hlutskifti sínu. Enginn veit hve margar
uppreisnir eiga sér stað, aðrar en pólitískar,
sjóða upp og hjaðna, meðal þess mannfjölda,
sem dvelur á þessari jörð. Kvenfólk er alment
talið hjög hæglátt og rógeðja. En konur finna
til, rétt álíka og karlmenn, þær þurfa þess
með, að reyna sálargáfur sínar og hafa svig-
rúm fyrir tilraunir sínar og viðburði, engu síð-
ur en bræður þeirra; þær þjást af of ströngu
aðhaldi, af þvingandi kyrstöðu, alveg eins og
karlmenn mundu þjást; og það er smásálar-
legt af þeim skepnúm skaparans, sem meira er
leyft, að ætla þeim að binda sig við grautar gerð
og prjóna, píanó leik og ísaum; það er hugsun-
arlaust, að áfellast þær eða hlægja að þeim,
ef þær leitast við að gera meira eða læra
meira, en venjan hefir dæmt kvenkyninu nauð-
synlegt.
í þessari einveru heyrði eg Grace Poole
hlægja öðru hvoru—með þeirri lágróma hrynj-
andi, sem fór í gegnum mig, þegar eg
heyrði hana í fyrsta sinn, sömuleiðis undar-
legan urrandi eða rymjandi nið, ennþá kyn-
legri en hláturinn. Suma daga heyrðist ekki
neitt, en stundum gat eg enga grein gert
mér fyrir þeim hljóðum, sem eg heyrði. —
Stundum sá eg hana koma út, með skál í
hendinni eða disk eða bakka, fara niður í
eldhús og koma aftur, vanalega með mjaðar
könnú. Hljóðin í henni vöktu forvitni, sem
hvarf alveg þega maður sá hana, svo stillileg
var hún og ráðsett í sjón. Eg reyndi nokkrum
sinnum að taka hana tali en fékk ekki af
henni nema já og nei, svo að ekki varð af
viðræðum.
Hitt heimilisfólkið: John og kona hans,
innistúlkan Leah og hin franska fóstra Sophia,
voru viðkunnanlegar manneskjur, en ekki sér-
legar að neinu leyti. Eg talaði oft við Sophiu
á frönsku og reyndi að fræðast af henni, um
hennar heimaland, en henni var ekki sú gáfa
gefin, að segja frá eða lýsa neinu skilmerki-
lega, hennar daufu undirtektir og ruglingslegu
svör, eyddu fljótlega spu'rningum mínum.
Nú leið veturinn fram um nýár; einn dag
í janúar mánuði, bað Mrs. Fairfax litlu stúlk-
una undan skólasetu, vegna kvefs; Adela
studdi þá beiðni með svo miklum áhuga, að
mig rak minni til, hve kærkomnar frístundir
höfðu verið mér, á hennar reki, svo eg lét
þetta eftir þeim. Þann dag var bjart veður
og kyrt en kalt. Eg var leið á innisetum; Mrs.
Fairfav hafði nýlega ritað béf, sem beið ferð-
ar, svo eg setti upp höfuðfat og fór í yfirhöfn
og bauðst til að koma því á póstinn í Hay;
þangað var tveggja mílna vegur, og mér þótti
sem það væri mátulegur síðdegis gangur, að
vetri til, fyrir mig. Eg bjó um Adelu litlu í -
stól, fyrir framan aringlóð, í stofu Mrs. Fair-
fax, fekk henni beztu brúðuna hennar (sem eg
annars geymdi í silfur pappír, ofan í drag-
kistu) að leika sér að, og smásögubók, ef hún
vildi breyta til um skemtun. “Komdu fljótt
aftur, elsku Mademoiselle Jeanette,” sagði hún,
tungulipur á sinni frönsku. Eg kysti hana og
hélt af stað.
Það var hart undir fæti, logn veðurs og
enginn á ferðinni nema eg. Eg gekk hratt,
þangað til mér var orðið heitt og síðan hægt,
til að njóta og kanna þá unun, sem stundin
og allar ástæður, veittu mér. Klukkan sló
þrjú, þegar eg gekk hjá klukku turninum,
unaður þeirrar stundar falst í því, að rökkrið
seig að, sól lágt á lofti og geislar hennar dauf-
ir. Eg var stödd svo sem eina mflu frá Thorn-
field, á gagnvegi er vaxinn var villirósúm á
sumrin, berjum og hnotum að haustinu, en á
vetrin var þar einmanalegt og yndislega ró-
legt. Enginn barrviður var þar, fyrir andvar-
ann að þeyta, og suða í; runnarnir, og hesliviði
og hagþymi, stóðu strípaðir og kyrrir eins og
stiklurnar á miðri brautinni af hvítum, slíp-
uðum steinum. Beggja megin voru akrar og
grasi grónir vellir, með limgirðingum, en þar
sáust nú engar skepnur á beit. Smáfuglar
rauðbunir á lit, sátu á hríslum í girðingunum
og litu út eins og ljósjörp lauf, sem hefðu
gleymt, að falla til jarðar.
Gatan lá uppá við, alla leið til Hay; þegar
eg var komin hálfa leið, settist eg á krossreflu
þrep í hliði, sveipaði að mér yfirhöfninni og
stakk höndunum í múffuna, fann þá ekki til
kulda, þó nokkur stirðnandi væri, hláka hafði
verið fyrirfarandi daga, þá hafði lækjar sitra
runnið á brautina, svo að þar var svellbunga
og sitran botnfrosin. Thornfield höllin blasti
við mér í lægðinni framundan mér, grá fyrir
grjóti, með mörgum múrburstum; skógana
umhverfis hana og hið dökka krákuger, bar
við vestur. Eg hélt kyrru fyrir, meðan sólin
gekk fyrir trén og hneig, rauð sem blóð, á bak
við þau. Svo sneri eg austur á við.
Á hæðar kolli fyrir ofan mig sat máninn,
fölur sem ský, varð fljótt skærari, og virtist
vera beint upp af Hay, en það húsaþorp sást
varla fyrir trjám, nema bláir reykir upp úr
strompunum. Þaðan heyrði glögt, í kyrðinni,
veikan nið af umferð og athöfnúm, þó vegar-
lengdin væri rúm mfla. Nið af straumvatni
lagði líka frá dala dr6gum og skorningum,
sem eg sá ekki, því að margir hólar og hæðir
voru hinum megin við þorpið, og vafalaust
lækir í brekkunum. f þeirri kveldkyrð heyrði
gjörla bæði sífrandi f næstu sprænum og
suðu þeirra, sem voru lengra burtu.
Þennan hvískrandi nið, þýðan og skíran,
þó langt bærist að, rauf nú skyndilega af
skörpu og þúngu fótataki, með málmhljóði;
líkt sér á myndum, þar sem máluð er dökk
kletta snös eða gildur eikar bolur, fremst á
myndina; bláar hæðir, fjarlægari, sólbjartur
sjóndeildar hringur og dauflituð ský, fara í
hvarf, af því litir þeirra skera sig ekki hver úr
öðrum, heldu blandast saman.
Þetta voru hófa skellir á hellunum í götunni,
en ekki sást, hver var að koma, fyrir bug á
stígnum. Eg var að því komin að fara mína
leið, en beið nú, til þess að hleypa þessu fram-
hjá, af því gatan var þröng. Eg var ung þá
og hugur minn haldinn innbýrlingum, björtum
og miður björtum, þar á meðal þjóðtrúar
skrípum frá bemsku minni, og nú hvörfluðu í
hann, mjög ljóslega og ákaft, sögur sem Beta
hafði sagt mér af draug eða anda á Norður-
Englandi, sem fór einförum í líki hests eða
múlasna eða í hunds líki, og oft kæmi að þeim
óvörum sem væru seiiit á ferli, eins og eg
var nú.