Heimskringla - 21.03.1934, Blaðsíða 6

Heimskringla - 21.03.1934, Blaðsíða 6
6. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 21. MARZ 1934 Jane Eyre eftir CHARLOTTE BRONTE Kristján Sigurðsson, þýddi __________________—------------------— Meðan þessu fór fram, og eg gerði ekki annað en hugsa um húsbónda minn og konu efni hans, — sá varla annað en þau, heyrði varla neitt nema þeirra tal, þótti ekkert merki- legt nema það sem þeirra fór á milli — sótti hitt fólkið sitt gaman og gagnsmuni. Hinar tignu konur, Lynn og Ingram, sátu á hátíð- legum málstefnum, kinkuðu skuplunum hver að annari og hófu hendur sínar til himins af undrun, óumræðilegri launung eða hryllingi, alt eftir því efni, sem bar á góma í sferafi þeirra. Hin hægláta Mrs. Dent og Mrs. Esh- ton, sem var líka þýð á manninn, héldu sam- an; þær brostu stundum til mín eða vörpuðu á mig orði. Karlmennirnir, hinir rosknari, ræddu um meðferð á landsins gagni og nauð- synjurp. Ingram lávarður gerði sér hýruleik við Amy Eshton, Lovísa söng og lék streng- leika með einum syni Lynn hjónanna, og Mary Ingram, stilt og fátöluð, hlýddi til bróður hans, sem var við hana reifur og mjúkur í máli. — Stundum hætti þetta fólk sínum sérleikum og horfði og hlýddi á þau sem mest kvað að, því að lífið og sálin í samkvæmi þessu var Mr. Rochester og Miss Ingram. Ef hann var frá- verandi um stundarsakir, þá dofnaði yfir öll- um, og þegar hann kom að, færðist fjör í talið. Einn daginn varð hann að fara í nauðsynja erindum til Millcote; þá var svo ráð fyrir gert að gestirnir færu að sjá flakkara hóp, sem hafði reist tjöld sín í sveitinni, en af því varð ekki, vegna rigningar. Karlmenn fóru sumir til hesthúsa’, en yngra fólkiö í leikskála, til að velta beinkúlum á borði; tignu frúmar leituðu afþreyingar í tveggja manna spili. Blanche Ingram vatt af sér, að tala við Mrs. Dent og Mrs. Eshton, raulaði svo nokkur viðkvæm lög og lék undir, á strengi, sótti sögubók í bóka- stofu, hallaði sér í hægindi með þurra drambi, og bjóst að stytta sér hinar leiðu skilnaðar stundir með skröksögu; í stofunni var hljótt og í öllu húsinu, nema þegar yfir tók kætin hjá þeim, sem léku sér að hnullungunum, uppi á loftinu. Það var framorðið, komið undir rökkur, Adela stóð á hnjánum, hjá mér, við gluggann á salnum, og horfði út; alt í einu segir hún hátt og snjalt: “Þarna kemur Mr. Rochester!’’ Eg sneri mér að glugganum og Miss Ing- ram spratt upp af hægindinu og kom þjótandi að glugganum; { sama bili litu hinar upp, þegar hjóla skrölt og hófa skellir kváðu við á brautar mölinni; það var póstvagn sem kom. “Hann var ríðandi og Pilot fylgdi honum, þegar hann fór, hvað ætli nú hafi dottið í hann, og hvað skyldi hann hafa gert við skepnurnar?” sagði Miss Ingram. Með það tróð hún sínum stóra kropp og síðu klæðum svo fast að glugganum, þar sem eg sat, að eg mátti til að halla mér aftur á bak, svo að nærri lá, að sundur gengi í mér hryggurinn; henni lá svo mikið á, að hún tók ekki eftir iriér, en þegar hún varð mín vör, varð henni það, sem kallað er að fitja upp á, og færði sig við það að öðrum glugga. Vagninn nam staðar fyrir höfuðdyrum, ökumaður hringdi bjöllunni, ó- kunnugur maður steig úr vagninum, klæddur í ferðaföt, hár vexti og búinn, eftir nýjustu tízku. “Þú tekur vel eftir eða hitt þó, apaköttur litli,” mælti Miss Ingram til Adelu. “Hver tildr- aði þér út í glugga, til að segja skakkt til?” og þar með leit hún reiðilega til mín, eins og mér væri um að kenna. Ókunnuga manninum var vísað inn; hann hneigði sig til Lady Ingram, fanst víst hún vera elzt í útliti, af viðstöddum konum, og segir svo: “Það lítur úr fyrir, frú, að eg hafi ekki hitt vel á, að vinur minn Mr. Rochester skuli ekki vera heima; eg kem langt að, og ætla að gera mig heimakominn, af því við vorum einu sinni nákunnugir og setjast upp, þangað til hann kemur. Hann var liðlegur í framkomu, málfærið ekki með öllu líkt því sem á Englandi gerist, en þó ekki útlenzkt. Hann virtist vera á aldur við Mr. Rochester, milli þrítugs og fertugs, óvenjulega fölur í framan, annars fríður mað- ur, einkum í fyrsta áliti. Þegar frá leið, varð nokkurs vart í svip hans, sem var ekki geð- þekt; andlitið var frítt en miður skerpulegt, hann var fríður til augnanna, en það líf, sem stafaði af þeim, var tamið og tómlegt, svo fanst mér, að minsta kosti. Eftir kveldverð sá eg hann aftur; hann var rétt eins og heima hjá sér, meðal hinna gestanna, en þá geðjaðist mér enn miður að svip hans, fanst hann vanstiltur og þó líflaus. Hann rendi augunum til og frá, en engin meining fylgdi því flögti; útlit hans varð við það svo skrítið, að eg mundi ekkl til að hafa séð annað eins. Þó fríður væri og frekar gæðalegur, þá gazt mér næsta illa að honum; hann hafði slétt og fínlegt hörund, arnar nef og lítinn munn með rauöum vörum, en þar fanst enginn fastlyndis vottur, ennið lágt og slétt, er sýndi, að tómlegt var irini fyrir, augun móleit og lýstu ekki neinu. Eg bar hann saman við M. Rochester í huganum, og fanst munurinn álíka og á þriflegum stegg og fálka — hæglátri kind og loðnum, hvasseygðum rakka, sem gætir hennar. Ef þeir hefðu vinjr verið ,eins og maður þessi lét, þá þótti mér sem hið fornkveðna sannaðist á þeim: “skamt er ofa milli.” Eg heyrði á skrafi stúlknanna, að þeim leizt öðru vísi á hann en mér. Lovísa Eshton og Mary Ingram kölluðu hann “fallegan”. — Lovísa sagði, að hann væri “indæll” og að hún “tilbæði’’ hann, Mary tók til, hvað hann væri “fríður til munnsins og nefið nett”, eins töfr- andi, og hægt væri að hugsa sér. “En sú geð- prýði, sem lýsir af enninu á honum!” sagði Lovísa, með innilegri sannfæring, “svo slétt og hrukkulaust, hvorki grettur né gúlar, sem eru svo ógeðslegir, ellegar augun, og brosið, ekkert nema ró og blíða! “Og þar fram eftir götunum. Maður þessi hét Mason, heyrði eg, og var kominn frá Vestur-Indíum, á þeim slóðum hafði hann kynst Mr. Rochester og sagði sögu af því, hve illa þeim vini styum hefði komið hitinn og ofviðri vinda og regns. Eg hafði aldrei lieyrt, að hann hefði komist svo langt á ferðalögum sínum. En að Mr. Mason hafði þar verið, eða í einhverjum heitum stað, mátti sjá á hörundslit hans-og því að hann sat eins nærri eldinum og komast mátti og var þar á ofan í yfirhöfn; það var ekki trútt um, að* hann færi að skjálfa, ef dyrum var lokið upp og loks bað hann uni meiri kol á eldinn, þó glóðin væri mikil og heit. Sá vinnumaður, sem bar inn kolin, kærði fyrir Mr. Eshton í hljóði, að ókunnug kerling væri komin, og væri örðug viðfangs. “Segðu henni, að hún skuli sett í gapa- stokk, ef hún hypjar sig ekki,” svaraði yfir- valdið. “Nei — bíðum við,” mælti ofurstinn. “Hver veit nema við getum gert okkur gaman úr þessu, við skulum spyrja kvenfólkið,” og sagði, að ekki þyrfti að ferðast í úthaga til að hitta flökku fólk, því að komin væri ein úr þeim hóp, og heimtaði að koma fyrir höfð- ingjana,” til að spá fyrir þeim. “Hefðuð þið gaman af að sjá hana?” ‘‘Annað ætlaði eg þér, ofursti,” mælti Lady Ingram, “en að styðja svo auðvirðilega prakkara. Fyrir alla muni, rekið hana burt sem fyrst.’’ “En hún fæst ekki til að fara,” ansaði frammistöðumaður, “Mrs. Fairfax reyndi hvað hún gat, en hin gerði ekki nema setjast á stól og sagðist ekki hreyfa sig, fyr en hún fengi leyfi til að ganga fyrir gestina.” “Hvað vill hún þeim?” spurði Mrs. Esh- toh. “Spá fyrir þeim, segir hún, og bölvar sér uppá, að hún megi til með það og skuli gera það.’ú “Hvernig lítur hún út?” spurðu Esh'ton dæturnar, og stóðu á öndinni. “Afgömul og hræðilega ljót, jungfrú, og kolsvört í framan.” “Regluleg galdrakerling,” mælti Frederick Lynn, “vitaskuld á hún að koma hingað.” “Vitanlega,’’ sagði bróðir hans, “það getur vel skeð, að það sé hægt að hafa gaman af henni.” “Góðu drengir mínir, hvað hugsið þið?” sagði frúin', móðir þeirra. Lady Ingram tók undir, en þá skarst Blanche í talið, kvað sér leika forvitni á, að heyra spáð fyrir sér, kvaddi þjóninn til, að vísa norninni inn, og því fylgdi alt unga fólkið, þóttist eiga þar von á skemti- legum leik. Þjónninn fór, en unga fólkið tók að stríða hvert öðru með mikilli kæti, þar til vinnumaður kom inn aftur. “Nú vill hún ekki koma,” sagði hann; ‘‘segist ekki eiga erindi við ‘hvern dóna’ og ‘alt pakkið’ (það eru hennar eigin orð). Hún segir að eg eigi að fá henni herbergi og vísa þangað til sín þeim, sem hún eigi að spá fyrir, einum í einu.” “Þarna sérðu, Blanche mín góð, með alt ráðríkið, hvað hefst upp úr því, að vera eftir- látur við þessar kindur, þær færa sig upp á skaftið,” sagði Lady Ingram. “Láttu þér segj- ast, elskan mín, og—” “Farðu með hana inn í bókastofu,” mælti sú elskulega dóttir, til þjónsins. “Eg ætla mér ekki heldur að hlusta á hana, frammi fyrir öllum, heldur undir f jögur augu. Er eldur logandi í bóka salnum?’’ “Já, jómfrú, en kerlingin er svo hroðaleg í útliti.” “Gerðu eins og þér er sagt og hættu þessu masi.” Þjónninn hvarf, kom aftur og sagðist eiga að spyrja, hver kæmi fyrstur. “Eg held það sé bezt, að eg sjái nornina áður en kvenfólkið gengur á einmæli við hana,” mælti ofurstinn Dent. Þjónninn kom aftur með þau skilaþoð, að hún vilji ekki sjá neinn karlmann, þeir þurfi ekki að hafa fyrir þvi, að reyna til að koma nærri henni, né neitt af kvenfólkinu heldur, nema þær ungu og ógiftu.” ‘‘Hver rækallinn, hún er ekki smekklaus,” mælti Henry Lynn. Miss Ingram stóð upp og mælti: “Eg skal fara fyrst,” hátíðlega, eins og sá foringi, sem gengur til vígvallar í broddi fylkingar sinnar, vonlausrar um sigur. “Ó, bezta mín! Ó, elskan mín! Bíddu við — gættu þín!” kveinaði móðir hennar; en Blanche lét sem hún heyrði ekki, heldur snar- aðist þegjandi, fönguleg og þóttaleg, að dyr- um bókastofunna. Mr. Dent lauk þeim upp fyrir henni og hfon hvarf inn. Eftir það sló þögn yfir hópinn. Lady Ing- ram hélt það eiga bezt við, að láta harmslega og gerði svo, með spentum greipum og við- eigandi svipbrigðum. Miss Mary sagði fyrir sitt leyti, að aldrei mundi hún voga sér í þetta og annað eins. Eshton stúlkurnar gerðu sér lágróma skríkjur og virtust ekki óttalausar. Svo leið tíminn, þangað til Miss Ingram kom aftur, að liðnum rúmum fjórðungi stundar. Allra augu störðu á hana: Ætli hún gerði sér gaman? Var henni hlátur í hug? en hún lét ekki á sjá, heldur var stilt og kuldaleg og gekk þegjandi til sætis. “Nú, nú, Blanche?” mælti bróðir hennar, Ingram lávarður. “Hvað sagði hún, systir mín?’’ spurði Mary. ‘‘Hvað fanst þér? Hvernig varð þér við? Heldurðu að það sé nokkuð að marka, sem liún segir?” spurðu Eshton systurnar. “Já, já, gott fólk, gangið ekki svona hart að mér,” svaraði Blanche Ingram. “Það er satt bezt að segja, að trúgirnin og forvitnin í ykkur ríður ekki við einteyming. Þið látið ykkur svo mikið um þetta finnast — og ekki sf'zt mín góða móðir — að það lítur út eins og þið trviið statt og stöðugt, að hér sé komin galdra norn, í nánum samtökum við þann gamla sjálfan. Eg get sagt eins og er, að eg fann fyrir kerlingu af flökkulýð, hún þuldi lófa- lesturs vísindj, rétt eins og þær vanalegu gera, og sagði mér það sama, sem altaf má af þeim heyra. Eg er nú búin að fá því framgengt, sem eg vildi, og nú held eg að Mr. Eshton gerði vel, ef hann léti sitja nornina í gapa- stokk í fyrra 'málið, eins og hann hafði við orð.” 1 Miss Ingram tók nú bók, hallaði sér aftur á bak í sætinu og lét sér ek*ki frekara umtal við koma. Eg tók vel eftir henni í fullan hálftíma, og alla þá stund sneri hún ekki blaði við í bókinni sem hún hélt á, og gerðist æ daprari og gremjulegri og súrari á svipinn. Það var auðséð að hún hafði orðið fyrir von- brigðum, ekki fengið neitt að heyra, sem hana langaði til, eða þótti notalegt. Af því langa fýlukasti þóttist eg sjá, að hún sjálf lét sér alt of mikið um finnast þá vizku, sem henni var opinberuð, þó hún segði annað. Hinar stúlkurnar lýstu því, að þær þyrðu ekki að ganga einar fyrir nornina og eftir langa rekistefnu og milligöngu þess tindil- fætta sendiherra Sams, fekst það af norninni um síðir, að þær mættu koma fyrir hana allar þrjár i einu. Þeirra stefnumót var ekki með sömu kyrð og Miss Ingrams, heldur heyrðust til þeirra skríkjur og hróp, og eftir svo sem tuttugu mínútur, komu þær aftur á liarða hlaupum, eins og þær væru frávita af hræðslu. “Eg skal ábyrgjast, að hún er ekki almin- leg‘” sögðu þær einum rómi. “Hún sagði okk- ur svoleiðis ódæmi! Og hún vissi hreint alt um okkur!” Þar með létu þær fallast í þau sæti, sem piltarnir flýttu sér að færa þeim. Nú var gengið á þær, og þá sögðu þær að spákonan hefði talið upp fyrir þeim, það sem þær sögðu og gerðu, þegar þær voru á barns aldri, lýst bókum og skrautgripum, sem þær áttu heima og gjöfum sem þeim hefðu verið gefnar á ýirisum tímum. Hún hefði lesið í hug þeirra og hvíslað í eyra hverrar fyrir sig, hvern henni þætti vænst um og hvað hana langaði mest til . Hér tóku piltarnir við, - með alvarlegum og innilegum bónum, að jómfrúrnar vildu gefa þeim upplýsingar um þessi atriði, en þær roðnuðu, smiltruðu, titr- uðu og skríktu, og annað höfðu þeir ekki upp úr því kvabbi. En mæðurnar höfðu þefbauka á boðstólum, veifuðu blökum og kvökuðu í sífellu, að þetta hefði gert verið móti vilja þeirra og ráðum og kallamir hlógu og piltam- ir snerust ,liðugir og léttstígir, kringum hinar fríðu meyjar. Þegar þessu fór sem tíðast fram, heyrði eg að einhver ræskti sig rétt hjá mér og varð þess vör, að Sam stóð við hliðina á mér. Hann mælti: “Ef þér svo líkar, Miss: spákonan segir, að ein ógift stúlka til sé hér viðstödd, og hún segist ekki fara, fyr en hún sé búin að sjá allar stúlkumar. Eg meina að það sért þú; það er engin önnur til. Hvað á eg að segja henni?” “Ó, eg skal koma, fyrir alla muni,” svaraði eg, og var fegin óvæntu tækifæri til að svala forvitni minni. Gestirnir voru í hnapp um- hverfis meyjarnar, sem lá við að súpa hveljur af æsingi, svo að enginn varð mín var, er eg skauzt út. “Ef þér líkar, svo, Miss, þá skal eg bíða þín í göngunum, og ef hún gerir þig hrædda, þá kallaðu bara, eg skal koma,” sagði Sam. Hrædd var eg ekki, en hlakkaði mikiði til að fá að kanna þetta fyrirbrigði og alls ekki laus við að vera uppveðruð af forrítni. XIX. Kapítuli. Kyrt var í bókasal, þegar eg gekk inn og galdrakonan — ef göldrótt var — sat í hægu sæti, rétt eins og hver annar, sem vel fer um, í skoti hjá reykháfnum. Hún var í rauðri yfirhöfn, með svartan kúf á höfði, barða mik- inn, eins og gerist hjá flökku fólki, bundinn undir höku með röndóttum snýtuklút. Kerti með rjúkandi raki, stóð á borði hjá henni, en hún las við hlóða eldinn í litlu kveri, með svörtum spjöldum og muldraði orðin fyrir munni sér, eins og gamalt fólk gerir stundum, þegar það er að lesa með sjálfu sér. Hún leit ekki upp, þegar eg kom inn, heldur hélt áfram að lesa nokkra stund. Eg stóð á teppi fyrir arineldi og bakaðist við glóðina og var svo stilt og róleg í skapi, sem mér var auðið að vera, enda var kerlingin ekki neitt ægilegri en slíkar umferða kindur eru vanar að vera. Hattbörð- in slúttu og hárstrý stóð undan klúthettunni, fram á andlitið svo að ógjörla sá nema ámleitt hörund og tindrandi svört augu. “Nú, þig vantar að láta spá fyrir þér?” segir hún um síðir, en röddin var einbeitt og ómjúk, ekki síður en augna tillitið. “Þú mátt gera sem þér líkar, gamla mín, mér stendur á sama, en það ep, bezt eg segi þér eins og er, að eg trúi ekki þínum'spám.” “Það er þinni ósvífni líkast, að segja svo; því átti eg á von. Eg heyrði það á fótataki þínu, þegar þú steigt yfir þröskuldinn.” “Eir það? Þú hefir skarpa heym.” “Það hefi eg, og skarpa sjón og hvassan heila.” “Þú þarft á þessu að halda við þína at- vinnu.’’ “Svo er. Ekki sízt þegar við þér h'ka er að eiga. Því skelfurðu ekki?” “Mér er ekki kalt.” “Því bliknar þú ekki?” “Eg er ekki veik.” “Því spyrðu mig ekki ráða?” “Eg er ekki fáráður.” Kerhng hnussaði eða hló við, tók upp reykjarpípu, kveikti í, púaði hálfbogin og horfði í eldinn, segir svo gætilega, líkt og hún hefði hugasð rækilega hvað hún sagði: “Þér er kalt; Jiér er ilt; þú ert fáráður!” “Sannaðu það!” varð mér að orði. “Kalt er þér, af því þú ert ein, engin við- koma slær eld af þeim sem í þér býr. Hin bezta tilfinning, sú æðsta og ljúfasta, af þeim sem manneskjunum eru lagnar, er þér fráskila, af því ertu veik. Fáráður ertu vegna þess, að hvað sem þú líður, þá viltu ekki benda henni, að koma nær, né stíga eitt fótmál til að mæta henni, þar sem hún bíður þín.” Kerling stakk nú pípunni í munninn og púaði mikið, þangað til eg svaraði: “Þetta geturðu, sagt um nærri hverja manneskju sem þú veizt að er einstæðingur, öðrum háð, á höfðingja setri.” “Eg gæti talað svo við nálega hvern sem er, en ætli það sé með sanni sagt um hvem og einn?” “Þá sem eru eins við komnir og eg.” “Já, einmitt, eins og ástatt er fyrir þér, en hvar eru þeir sem eru alveg eins settir og þú?” “Þeir eru til, svo skiftir þúsundum.” “Varla ein einasta. Þitt far er öðrum ólíkt, þó þú vitir ekki af því: sæla og ham- ingja er svo nærri þér, að þú gætir náð til hennar, ef þú vildir. öll atriði eru til, sem með þarf, einungis vantar aðfærsluna til að koma þeim saman. Tilviljun dreifði þeim lítið eitt sundur, ef saman em leidd, sprettur upp sæla.” , “Eg skil ekki gátur; eg hefi aldrei ráðið gátu, á allri æfi minni.” “Sýndu mér lófann, ef þú vilt eg tali greinilegar.” “Með silfri í, vænti eg?’’ “Vitaskuld.” Eg fekk henni skilding; hún tók upp háleist, leysti fyrirbandið, stakk niður skild- ingnum, tróð háleistinum inn á sig aftur og skipaði mér að rétta fram lófann. Hún rýndi á lófann, beygði sig yfir hann en snerti hann ekki. “Hann er of sléttur ,engar rákir sem hægt er að henda reiður á; hvað er líka lófl? Ekki eru forlög skráð þar.” “Þessu trúi eg.” “Nei, í andlitinu má lesa forlögin, á enninu, kringum augun, í augunum sjálfur, í dráttunum kringum munninn. Legstu á knén og líttu upp.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.