Heimskringla - 16.05.1934, Blaðsíða 6
6. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 16. MAl 1934
Jane Eyre
eftir
' CHARLOTTE BRONTE
Kristján Sigurðsson, þýddi
Heyra gerði eg það en ekki skilja; mig
svimaði við. Af þeirri tilkynning kendi eg
nokkurs sem ramara var en gleði — nokkurs
sem laust og lamaði, eg held helst það hafi
verið ótti.
“Þú roðnaðir og hvítnaðir svo upp, Jane.
Hvað kom til?”
“Það kom til af því, að þú nefndir mig
nýju nafni — Jane Rochester, og það sýnist
svo ókunnugt.’’
“Já, Mrs. Rochester,” mælti hann, “unga
Mrs. Rochester — meybrúður Fairfax Ro-
chesters.”
“Það getur aldrei orðið, herra, það er svo
ólíklegt. ManneskjUrnar geta aldrei notið full-
kominnar sælu í þessum heimi. Eg var ekki til
annars hlutskiftis borin en öll önnur mann-
anna börn: að ímynda sér að slíkt eigi fyrir mér
að liggja, er álfheima saga, vöku draumur.’’
“Þann draum skal eg láta rætast. Eg
skal byrja í dag. Eg skrifaði bankara mínum
í London til í dag, að senda mér gimsteina
sem hann geymir fyrir mig — effðadjásn
kvenfólksins í Thornfield. Eftir nokkra daga
vonast eg til, að geta helt þeim í keltu þína,
þvi að öll réttindi og öll þjónusta skal þér
veitt, sem eg mundi veita lávarðar dóttur, ef
eg ætti þeirri að giftast.”
“Ó, herra, hirtu ekki um gimdjásnin! Eg
vil síður heyra þau nefnd. Gimsteinar á Jane
Eyre — það hljómar ekki náttúrlega né kunn-
uglega. Eg vildi síður hafa þá.”
“Eg skal sjálfur leggja gimsteina festina
um hálsinn á þér og höfuðgjörðina á enni þitt,
þar fer hún vel — því að náttúran, að minsta
kosti, hefir lagt göfugan svip á þessa brá,
Jane; og eg skal spenna baugum um þessa
arma og draga hringi á alla þessa fingur.”
“Nei, nei, herra! Tak þú annað efni til
íhugunar og umræðu og í öðrum tón. Talaðu
ekki til mín líkt og eg væri fríðleiks kona; eg
er rétt og slétt stúlka eins og þær gerast,
fríðleiks vana og kvekurum áþekk og kenni
barni fyrir þig.”
“Þú hefir fríðleik til að bera fyrir mínum
sjónum, þann fríðleik sem mér líkar bezt —
ljúflegan, tæru lofti líkan.”
“Lítil vildirðu sagt hafa og óálitleg. Þig
er að dreyma, herra, eða þú ert að færa að
mér. í guðs bænum, farðu ekki með dár!”
“Eg skal kenna veröldinni að meta fríð-
leik þinn, þar á ofan,” mælti hann, en eg
gerðist óró af þessum talsmáta, fanst hann
annaðhvort villa sjálfum sér sjónir eða reyna
að fífla mig. “Eg skal skrýða Jane mína silki
og lazi og rósir skal hún hafa í hári sínu og
það höfuð, sem eg elska mest skal eg hylja
með slæðu, er ekki má gjaldi kaupa.
“Og þá mu'ntu ekki þekkja mig, herra;
og ekki verð eg þá hún Jane Eyre þín, heldur
api í arlaka buru — kráka í láns skrúða. Mér
væri álíka þökk á að sjá þig, Mr. Rochester,
skreyttan loddara gerfi, eins og mig í hirð-
meyja búningi; og ekki kalla eg þig fríðan,
herra, þó mér þyki fjarska vænt um þig —
miklu vænna er svo, að eg vilji bera hól á
þig. Þú skalt ekki skjalla mig.”
Hann hélt teknum hætti, þó eg maldaði
svona í móinn. “1 dag skal eg fara með þig
til Millcote og þú skalt kjósa þér búninga. Eg
sagði þér, að við skulum eigast að fjórum vik-
um liðnum. Hjónavígslan skal fram fara við-
hafnarlaust, í kirkjunni hérna, og svo skal eg
halda með þig til borgar. Eftir stu'tta viðdvöl
þar, skal eg bera gersemi mína til sólsælli
landa — til franskra víngarða og ítalskra valla
og hún skal líta alt sem frægt er í frásögnum
að fomu og nýju. Hún skal, þar að auki, reyna
hveraig það er, að lifa í borgum; og hún skal
læra að meta sjálfa sig, með því að bera sig
raungjamlega saman við aðra.”
“Á eg að ferðast? — og með þér, herra?”
“Þú skalt ferðast til París, Róm, Napoli —
í Florence skaltu dvelja og Feneyjum og Vínar-
borg. Allar jarðir skalt þú feta, sem eg hefi
farið um. Hvar sem eg hefi stappað hófum,
skulu þínir dísar fætur fá að tifa. Fyrir tíu
árum þaut eg um Evrópu, hálfbrjálaður, með
viðbjóð, hatur og heipt að förunautum, nú skal
eg fara þar um aftur, heill og hreinn, með
engil mér til huggunar og dáleika.”
Þá hló eg. “Ekki er eg engill”, mælti eg,
“og engill verð eg ekki, fyr en eg dey, heldur
vil eg vera það sem eg er. Mr. Rochester, þú
skalt hvorki vonast til né heimta neitt englum
líkt af mér, því að slíkt muntu ekki fá af mér,
fremur en eg af þér, enda býst alls ekki við
því.”
“Hverju býstu' þá við af mér?”
“í dálítinn tíma kann vera, að þú verðir
þvf líkur, sem þú ert nú — bara dálítinn tíma
kann vera, að þú veðir því líkur, sem þú ert nú
— bara dálítinn; svo fer að draga af þér hit-
ann, svo fara að detta í þig dutlungar, síðan
verður þú alvörugefinn og strangur og eg
mun hafa mikið fyrir, að gera þér til hæfis.
En þegar þú venst mér til langframa, þá má
vera að þú fáir þokka til mín aftur — þokka
segi eg, ekki losta. Eg geri ráð fyrir, að
losti þinn verði rokinn af eftir sex mánuði
eða enn skemri tíma. Eg hefi lesið í bókum
eftir karlmenn, að brími karlmanna í hjóna-
bandi haldist ekki lengur. En, alt um það,
vinátta mín og föruneyti vonast eg til, að
verði herra mínu'm elskulegum aldrei um geð.”
“Eg hugsa, að eg beri alfaf ástar hug til
þín, æfinlega nýjan og eg skal láta þig kann-
ast við, að eg ber ekki aðeins góðan þokka til
þín heldur elsku — sanna, heita, stöðuga.”
“En ertu ekki mislyndur, herra?”
“Kvenfólki, sem geðjast mér með andlits
fegurð aðeins, er eg hinn versti, þegar eg finn
að þær hafa hvorki sálir né hjörtu, þegar þær
opna mér sýn á tóma flatneskju smámuni og
kanske doða líkama og sálar, dónalegt inn-
ræti og stirða geðsmuni; en skíru auga og
orðugri tungu', sálu sem af eldi er gerð, skapi
sem bognar en brestur ekki — sem er mjúk
og stöðug í senn, þjál og þó föst fyrir, slíkri
er eg æfinlega blíður og tryggur.”
“Hefirðu nokkum tíma þekt þessu líkt
skapgerfi; eða elskað?”
“Það elska eg nú.”
“En áður — ef eg í nokkurn máta er
þessari gerfi lík?”
“Þína líku hefi eg aldrei hitt fyrri, Jane,
þú geðjast mér og þú ræður við mig; þú virðist
vera eftirlát, og mér er vel að skapi, hvað mjúk
þú virðist vera; og þegar eg vind hinn mjúka
silki streng um fingur niér, leggur ljúfan
titring um arm til hjarta. Mér verðu'r dátt —
eg er yfirunninn, sá dáleikur er ljúfari en eg
fái orðum að komið og að því, að eg er að velli
lagður, er mér meiri unaður en nokkrum stór-
sigri sjálfs mín. Af hverju ertu að kíma, Jane?
Hvað á það að þýða, að snúa svona upp á
andlitið með dularfullri spégrettu?”
“Eg var að hugsa um, herra (þú verður að
forláta það sem í hugann kom, það var ósjálf-
rátt) — eg var að hugsa til Herkúlesar og
Samsons og þeirra sem lögðu þá í læðing —”
“Var það svo, þú álfabarn —”
“Uss, þú talaðir ekki viturlega, fremur en
þeir herrar breyttu viturlega. En ef þeir
hefðu gengið í hjónaband, þá hefðu þeir vls-
lega bætt upp, með bónda hörku, þá stima-
•mýkt, sem yfir þeim var í tilhuga lífinu; sama
gerir þú, er eg hrædd um. Mér þætti gaman
að vita, hvernig þú mu'ndir taka undir að ári
liðnu, ef eg bæði þig bónar, sem þér þætti
hvorki gaman að gera, né hentugt að gera.”
“Bið þú mig einhvers nú, Janet — hversu
lítið sem er. Mér er yndi að því að láta ganga
eftir mér.”
“Það skal eg gera, herra, eg hefi bónina
til.”
“Segðu til. En ef þú lítur á mig og brosir
svona við mér, þá lofa eg fyrirfram að veita
bæn þína, og þá gerist eg heimskur.”
“Alls ekki, herra; eg bið þig ekki nema
þess, að senda ekki eftir gimsteinunum og
gerðu mér ekki höfuðsveig úr rósum. Þú
mættir rétt eins vel leggja víravirki úr gulli
um vasaklútinn sem þú heldur á.”
“Eg mætti rétt eins vel gylla skíragull.
Eg veit það vel; bæn þín er veitt, um stu'ndar
sakir. Eg skal senda bankanum afboð. En
þú hefir ekki beðið um neitt, aðeins afbeðið
gjöf, reyndu aftur.”
“Jæja þá, vertu svo vænn, herra, að svala
forvitni minni, hún leikur mér stöðugt á einu
atriði.”
Nú sýndist honum bregða. “Hvað?
Hvað?” mælti hann fljótlega. “Forvitni er
hættuleg við að eiga; það er vel, að eg hefi j
ekki lofað fyrirfram, að fullnægja öllum ósk-
um —”
“En það getur enginn háski fylgt því, að
veita þessa.”
“Segðu til, Jane, en það vildi eg heldur,
að þú bæðir um helming eigna minna, heldur
en græfist eftir því sem er, ef til vill, leyndar-
mál.”
Hvað á eg að gera við helming eigna
þinna, Ahasuerus kóngur! Heldurðu að eg
sé okur Júði, að leita góðrar lántryggingar í
jörðum? Miklu heldur vildi eg eiga fullan
trúnað þinn. Þú ætlar víst ekki að bægja mér
frá trúnaði þínum, er þú byrgir mig inni f
hjarta þínu?”
“Þú ert velkomin að öllum trúnaði mín-
um, sem er nokkurs virði fyrir þig, en í guðs
bænum, sæktu ekki eftir gagnslausri byrði!
Þú mátt ekki girnast eitur — þú mátt ekki
verða eintóm Eva hjá mér!”
“Af hverju ekki, herra? Þú ert nýbúinn
að segja mér, hve vel þú unir því að vera yfir-
unninn og hvað þér þyki þægilegt, að bæn-
heyra við eftirgangsmuni. Finst þér ekki að
eg ætti að fara þar eftir og taka strax til að
beita löð og þrábænum — kanske líka gráti
og fýluköstum ef á þarf að halda — rétt til
þess að reyna hverju eg orka?”
“Þú lætur bara vera, að hafa slíkar til-
raunir í frammi. Ef þú ferð þeim ágangi fram
og þeirri frekju, þá er leikurinn úti.’’
“Er svo, herra? Þolið í klökkara lagi?
Nú ertu skuggalegur á svipinn! Augabrýmar
þungar og þykkar eins og fingurinn á mér og
ennið eins og skáld eitt segir skrítilega: ‘blá-
hlöð þrumu-lofts? Það verður hjónabands
svipurinn þinn, herra, þykist eg vita?”
“Ef hjónabands svipurinn þinn er þessu
h'kur, þá segi eg fyrir mig eins og kristna
manneskju, að eg skal ekki hugsa lengi til
sameiningar við eintóma vofu eða eðlu. En
hvað hefir þú um að biðja, þing, — út með
það!”
“Svona, nú ertu' ekki einu sinni kurteis,
og mér fellur ósvífni betur en skjall. Eg vildi
heldur vera þing en engill. En þetta vildi eg
fá að vita af þér: — Áf hverju sóttir þú svo
fast, að fá mig til að trúa því, að þú ætlaðir
að eiga Miss Ingram?”
“Ekki annað? Guð sé lof það er ekki
meira!” Nú hófust á honum brýrnar, hann
leit niður á mig, brosti við mér, strauk á mér
hárið, líkt og honum létti við að háski væri hjá
liðinn. “Eg held eg verði að segja satt til um
það, jafnvel þó þér þyki, Jane — og eg hefi
séð mót á, hvernig í þér hitnar, þegar þér
þykir. Þú varst öll í einni glóð í gærkveldi,
í köldu skini mánans, þegar þú hamaðist gegn
örlögunum og heimtaðir rétt þinn til jafnræðis
við mig. Janet, okkar á milli, það varst þú,
sem barst upp bónorðið.”
“Vitaskuld gerði eg það. En hvarflaðu
ekki frá umræðu efninu — Miss Ingram?”
“Nú, eg lézt vera að draga mig eítir Miss
Ingram, til þess að egna þig til að elska mig
eins ákaflega og eg elskaði þig; og eg vissi
að ekki var annað ráð öruggara til þess, heldur
en eijuhugur.”
“Afbragð! Nú ertu lítill — ekki stærri en
köggulinn fremsti á litla fingri mínum. ÞaÖ
var höfuðskömm og hneykslanleg smán, að
breyta svo. Hugsaðir þú aldrei fyrir tilfinn-
ingum Miss Ingram?”
“Hennar tilfinningar eru hertar í einn
hnút: þótta, og sá þarf að linast eða rakna.
Fanstu til afbrýði, Jane?”
“Láttu sem þér komi það ekki við, Mr.
Rochester, það er ekki mikils virði fyrir þig,
að vita af eða á um það. Segðu mér satt,
heldurðu að Miss Ingram hafi ekki ilt af þessu
óheiðarlega daðri þínu? Ætli henni finnist
ekki, að hún sé svikin og yfirgefin?”
“Ómögulegt, þegar eg sagði þér, að hún
einmitt hætti við mig, undir eins og hún hélt,
að eg væri féþrota, þá kólnaði eða sloknaði
loginn í henni, á einu augnabliki.”
“Þú hefir skrítið og slóttugt innræti, Mr.
Rochester; eg er hrædd um, að undirstöðu'r
þinnar hegðunar séu sérlegar í sumum grein-
um.”
“Upptökin að minni breytni voru aldrei
tamin eða sniðin, Jane; má vera, að þau séu
eitthvað bogin vegna þess, að þeim hefir verið
lítill gaumur gefinn.”
“Enn spyr eg, í alvöru: Má eg njóta svo
þeirra miklu gæða, sem mér standa til boða, að
eg þurfi ekki að óttast, að nokkur önnur sé
að þola þá beizku kvöl, sem eg sjálf varð að
búa við að undanfömu?”
“Það máttu, góða, litla stúlkan mín; í
víðri veröld finst ekki nokkur kvenmaður, sem
ber eins hreina ást til mín og þú; því að eg
legg það svalandi smyrsl við sál mína, Jane,
að trúa á ást þína.”
Eg lagði varir mínar á höndina, sem
hvíldi á herðum mér. Mér þótti ákaflega
vænt um hann — vænna en eg treysti mér að
lýsa með orðum — vænna en orð ná að lýsa.
“Bið þú fleiri bóna,” segir hann svo eftir
litla stund; “það er mitt yndi að láta undan
eftirgangs munum.”
Eg hafði bón á reiðum hönum. “Seg þú
Mrs. Fairfax hvað þú hefir í hyggju, herra.
Hún sá til okkar í forsalnum í gærkveldi og
henni blöskraði það sem hún sá. Seg þú henni
hvernig á stendur, áður en eg hitti hana aftur.
Mér er kvöl að því, að svo væn kona ætlar
mér annað en það sem henni finst sæmile
vera.”
“Farðu til stofu þinnar og settu upp höf-
uðfatið,” svaraði hann. “Eg ætla þér til Mill-
cote með mér í dag; og meðan þú býrð þig til
farar, skal eg koma kerlingunni í réttan skiln-
ing. Hélt hún, Jane, að þú hefðir gefið ver-
öldina við elsku og ætlað henni vel varið?”
“Eg held hún hafi hugsað, að eg hafi
gleymt minni stöðu og þinni líka, herra.”
“Stöðu? Stöðu'! — þín staða er í hjarta
mínu, og á hálsi þeirra, sem þér vilja móðgun
veita nú og héðan af. Farðu og flýttu þér.”
Eg var fljót að búa mig, og þegar eg varð
vör við, að Mr. Rochester gekk úr stofu Mrs.
Fairfax, þá flýtti eg mér þangað. Sú aldraða
hafði verið að lesa í biblíunni, kaflann sem
þeim degi var ætlaður, biblían lá opin fyrir
framan hana og gleraugu þar á ofan. Þessi
iðja hennar truflaðist af tilkomu Mr. Ro-
chesters og virtist gleymd: hún starði á stofu-
vegginn með þeim svip, sem rólegt fólk hefir,
þegar því er nóg boðið. Hún kvikaði við
þegar hún sá mig, reyndi að setja á sig bros
og orða einskonar samfagnað, en brosið stirn-
aði og orðunum kom hún ekki út úr sér. Hún
stakk gleraugu'num í hulstur, lét aftur biblí-
una, ýtti sæti sínu frá borðinu og tók til orða:
“Eg er, satt að segja, svo hissa að eg
veit varla hvað eg á að segja við þig, Miss
Eyre. Það er varla að eg viti, hvort mig hefir
verið að dreyma, eða þetta ber fyrir mig í
vöku. Það kemur stundum fyrir, þegar eg sit
fyrir einsömul, að eg er eins og milli svefns
og vöku og sé og heyri það sem aldrei hefir
fram farið. Það hefir komið fyrir oftar en
einu sinni, í þess háttar leiðslu, að mér hefir
þótt maðurinn minn sálugi, sem er dáinn fyrir
fimtán árum, koma og setjast hjá mér og
nefna mig með nafni, Alice, eins og hann var
vanur að gera. Nú, getu'rðu þá sagt mér hvort
satt er, að Mr. Rochester hafi beðið þín?
Vertu ekki að hlægja að mér. Eg segi þér eins
| og er, að mér þótti hann koma inn hingað,
fyrir lítilli stundu, og segja mér, að eftir mán-
uð værir þú orðin konan hans.”
“Hann hefir sagt mér það sama,” svaraði
eg.
“Er svo! Trúirðu honum? Hefirðu tekið
honum?”
"Já.”
Hún horfði á mig, líkt og henni skildist
ekki hvað eg sagði.
“Þessu hefði eg aldrei búist við. Hann er
stórlátur maður, svo var öfl sú ætt, og faðir
hans, að minsta kosti, ærið fégjam. Hann, líka,
hefir altaf verið álitinn féfastur. Ætlar hann
að giftast þér?”
“Svo segir hann mér.”
Hún virti mig fyrir sér frá hvirfli til ilja.
Eg sá á svip hennar, að þar sá hún ekki neina
töfra til úrlausnar þessari undarlegu gátu'.
“Það gengur yfir mig, en satt hlýtur það
að vera, úr því þú segir svo. Hvernig það fer,
get eg ekki sagt um — satt að segja, þá veit
eg það ekki. Það fer oft bezt á því, að jafnt
sé á komið með hjóna efnum, bæði með tilliti
til stöðu og efnahags, og aldurs munurinn er
tuttugu ár, á milli ykkar. Hann gæti nærrl
því verið pabbi þinn.”
Þetta líkaði mér ekki að heyra.
“Það er langt frá að svo sé, Mrs. Fairfax.
Það myndi enginn hugsa, sem sæi okkur sam-
an. Mr. Rocheshter lítu'r út eins og hálfþrít-
ugur maðu'r og er eins ungur.”
“Er það virkilega af ást, að hann ætlar að
giftast þér?” spurði hún.
Mér varð svo mikið um kulda hennar og
tortryggni, að eg fekk tár í augun.
“Ekki vildi eg græta þig. En þú ert svo
ung, góðin mín, og þekkir svo lítið til karl-
manna, að eg vildi vara þig við, og biðja þig
að gæta þín. Það er gamalt máltæki, að
“ekki er alt gull sem glóir”, og eg er hrædd
um, að hér sé eitthvað öðru vísi en bæði þú
og eg eigum von á.”
“Af hverju þá? — er eg svoddan ófreskja,”
sagði eg, “að það sé ómögulegt að hugsa sér,
að Mr. Rochester þyki einlæglega vænt um
mig?”
“Nei, þú ert sómagóð og hefir braggast
mikið í seinni tíð, og eg þori að segja, að Mr.
Rochester þykir vænt um þig. Eg hefi veitt
því eftirtekt, að hann hefir alla tíð haft eitt-
hvert uppáhald á þér. Það hefir hvarflað að
mér dálítill órói, öðru hvoru, þín vegna, út af
því uppáhaldi, svo að mig langaði til að vara
þig við; en það gerði eg þó ekki, vegna þess
að eg vildi ekki væna þess að rangt gæti verið
í efni. Eg vissi að þig myndi hrylla við slíkum
ávæning og ef til vill þykkjast við og þú varst
svo varfærin, svo siðug í alla staði og svo
skynsöm, að eg vonaðist til, að þér væri treyst-
andi til að gæta þín sjálf. Þú kannske getur
því nærri, hvað mér brá í gærkveldi, þegar eg
fann þig hvergi í húsinu, og húsbóndann ekki
heldur, og sá þig svo koma inn með honum
um miðnættið!”
Hér tók eg fram í, þótti nóg u'm:
“Láttu það afskittalaust, úr því svona er
komið; það nægir, að alt var eins og vera bar.”
“Eg vona að alt fari vel,” svaraði hún, “en
trúðu mér, þú þarft aðgætni við. Reyndu til
að vera Mr. Rochester ekki eftirlát um of, tor-
trygðu sjálfa þig og hann líka. Ríkismenn,
settir eins og hann, eru ekki vanir að gera
stúlkur, sem segja til krökkum, að eiginkonum
sínum.”
Nú var farið að þykna í mér, en í þessu
bili vildi svo vel til, að Adela kom hlaupandi
og segir:
“Lof mér að koma líka — ó, má eg vera
með til Millcote! Mr. Rochester neitaði mér,
þó nóg sé rúm í nýja vagninum. Fáðu hann
til þess, að lofa mér með, mademoiselle.”
“Það skal eg gera, Adela”; eg var fegin að
losna undan áminningum maddömunnar, og
skundaði burt með litlu stúlkunni. Vagninn
' beið fyrir höfuðdyrum og húsbóndinn farinn
að stika fram og aftur á hlaðinu, með Pilot á
hælunum.
“Adela má koma með okkur, er ekki svo,
herra?”
“Eg neitaði henni. Eg vil enga krakka í
'ferðinni — þig og enga aðra.”