Heimskringla - 06.06.1934, Síða 4

Heimskringla - 06.06.1934, Síða 4
4. SÍÐA WINNIPEG, 6. JÚNÍ, 1934 HEIMSKRINGLA ®íitnskrin0la (StojnuB 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. »53 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537 VerB blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrlrfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. RáðsmaOur TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Uanager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Vtanáskrift til ritstjórans: editor heimskringla 853 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla” is publisbed by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 1 ______________________________________ WINNIPEG, 6. JÚNÍ, 1934 STJÓRNMÁLAMOLAR (Frh. frá fyrri blöðum) VIII. Ætla hefði nú máfrt, að stríðinu loknu, að þjóðirnar sneru huga sínum frá hryðju- verkum og hygðu ekki á stríð að minsta kosti meðan verið var að græða sár þeirra. Þær höfðu verið slegnar und við und. Og þær voru orðnar sjúkar og das- aðar af blóðmissinum. Þegar tími gafst til, hefði mátt búast við, að þeim lægi næst, að hugsa um lækningu sára sinna. En hvað skeður? Þegar friðskilmálarnir eru gerðir í Versölum, er eitri helt í sárin í stað græðilyfs. Versaia samningarnir voru gerðir í sama anda og friðsamning- arnir 1871 milli Farkka og Þjóðverja, en af þeim leiddi stríðið mikla (1914-18). Af Versalasamnngunum hafa hættumar allar leitt, sem yfir hafa vofað um stríð undanfarin ár. Hefðu ekki efni og ytri ástæður hamlað því, væri fyrir löngu skollið á annað stríð. Viljann skorti hvorki til þess né hatriö og hefnigirnina þjóða milli. Þessa hættu hafa ef til vill engar þjóðir séð eins glögt eins og Frakkar. Ástæc5an fyrir því, að ekkert hefir ráðist við þá, er um afvopnun og önnur friðarmál hefir verið að ræða, er blátt áfram sú, að þeir hafa óttast hefnd- arstríð af hálfu Þjóðverja. Að þannig var í pottinn búið, er þeim mun óskiljanlegra, sem almenningi allra þjóða var engin hugsjón ríkari í huga en einmitt sú, að láta sér fórnfærslu stríðsins að þeirri kenningu verða, að slíðra sverðin að eilífu, og stofna ekki menningu heims- ins í aðra eins hættu aftur. Það mun leit á því í sögu síðari tíma, að bomar hafi verið upp á alþjóðafundum tillögur, studdar eins af almenningsviljanum um allan heim, og tillögur Wilsons Banda- ríkjaforseta, er friðarskflmálamir vom í smíðum. En hvemig um þær tillögur fór er nú svo kunnugt, að um það skal ekki orðlengt. Víst er um það, að hefðu þær verið samþyktar, hefði að líkindum á- stand heimsins verið annað nú. Þær hefðu að vísu ekki á svipstundu grætt öll sár stríðsins, en þær hefðu dregið mesta sviðann úr þeim og gmndvölluT viðskifta og stjórnskipulags þjóða heims- ins í heild sinni, hefði verið að mun stöð- ugri en nú er og athafnalífið hefði að líkindum ekki gripið önnur eins upp- dráttarsýki og raun varð á. Wilson forseta hefir talsvert verið í hálsi legið fyrir hvernig um tillögur hans fór. Á því eiga þó aðrir sökina meiri en hann. Hitt má til sannsvegar færa, að hann hafi óstyrk sýnt er hann skrifaði undir Versalasamninginn, eftir að tillögur hans voru sama sem feldar. Það hefði mælst betur fyrir, ef hann hefði það ekki gert, og hefði heldur komið heim við svo búið. Það skal játað. En á það be að líta, að tillögur hans vom þá hvort sem var úr sögunni og hefðu aldrei verið samþyktar ,hvað sem hann gerði. Þessvegna virðist oss að dómurinn um Wilson forseta sé naumast sanngjam í sambandi við þessi friðarmál. Hann var þrátt fyrir alt andlegt mikilmennL Hann flutti heiminum háleitan og fagran boð- skap. Það gera engn smámenni. Það hefir verið fundið að því, að flestir stjórn- málamenn heimsins sem nú em uppi, einskorði sig, andlega talað, við sitt lantí og sína þjóð. Og þeir geta auðvitað veri < hinir þörfustu þjóðhöfðingjar í þeiirr' merkingu. En þá skortir alla svo við- feðmar hugsjónir sem til þess þarf ? heilla heiminn í heild sinni. Wilson ei eini maðurinn, er seinni tímar bera vitni um, að fram hafi komið með hugsjón, er boðskapur gæti heitið fyrir allan heim Og það mun stórlega furða oss, ef dómur sögunnar víkur hvergi að þessu. Wilson forseti hefir ef til vill verið í senn eitt mesta mikilmenni síðari tíma og einn misskildasti maður sinnar tíðar. IX. Að stríðinu sleptu, má auðvitað heima fyrir hjá hverri þjóð á margt benda, sem sinn þátt á í núverandi kreppu. Alt þa;‘ sem spákaupmenska er kallað, er hverju þjóðfélagi yfirleitt til bölvunar. Til dæmis er sagt, að Canada hafi tapað á einu ár! um fjögur hundruð miljónum dollara á verðhruninu í kauphöllinni í New York í byrjun kreppunnar. Má nærri geta að það hafi sorfið að mörgum einstaklingi. Oe svo kemur rétt að segja ofan á það verð- hrun hveitisins í kornkaupahöllinni í Win- nipeg. Tölur yfir það tap höfum vér ekki séð birtar, en það hafði þá bölvun í för með sér fram yfir eignaverðhrunið í New York, að það náði til fátækra sem ríkra. Og þó komkaup ýmsra væru ekki fyrirferðarmikil, voru þau af þeim mun fleirum gerð. Og það safnast þegar samar kemur. Vér gætum bezt trúað, að tapið hafi þar alls ekki verið minna en Canada manna í New York kauphöllinni. Skömmu eftir verðhrunið reyndum vé að grensiast eftir því ,sem mögulegt vr hvað íslendingar hefðu tapað miklu komhöllinni í þessum bæ. Upplýsingr fengust engar um það í komkaupahöliinn' svo ekki var til annara að snúa sér ' einstaklinga, er vissu um það og sum af dýrkeyptri reynslu. Urðum vér hissa á hvað þeir voru margir, sem lukkunna1 freistuðu. Og lærðir voru þeir sem leikir og ríkir sem fátækir. Vér ætlum að þar hafi engin stétt eða staða verið undan- skilin nema íslenzkra ritstjóra. Fjár- hæðirnar skrifuðum vér í vasabók. Og þó þær hækkuðu sjaldnast mikið við hvern einn, nam hún að lokum orðið talsvert á annað hundrað þúsund dollara. Vér vilj- um ekki fara neitt nánara út í þetta vegna þess, að oss yrði þá síður fyrirgefiö að hafa minst á það. En þetta þætti nú talsvert fé, ef til viðhalds íslenzks félags lífs hér væri lagt fram. Hvað mikið fé alls hefir tapast í kauphöllinni, geta menn farið nærri um, er íslendingar einir í þessum bæ, töpuðu þessari álitlegu fjár- hæð. En hversu miklu eða litlu sem þetta hefir numið, er það víst, að alt það f< sem notað er til því líkrar spákaupmensku og hér hefir verið bent á, er fé, sem úr umferð er tekið og til nauðsynlegrar framleiðslu eða viðskifta verður ekki not- að. Starfið sem með þessu fé er rekið kemur þjóðfélaginu ekki að neinu hald! Það framleiáir ekkert, það gefur engum atvinnu. Það er sem hvert annað pen- ingaspil þar sem einn seilist eftir annars eyrir án þess að gefa nokkuð í staðinn. Af spákaupmenskunni með eignir, stafar eilíft verðhrun og verðhækkun eigna sem allir vita hvað hefir í för með sér. Betur hefði nú óneitanlega verið statt hér, ef fé þetta hefði verið lagt í einhver þarfari störf, er atvinnu veittu bæjarlýð, eða bændum bráðabirgðalán til þess að reka búskapinn svo vel væri. Áhrifin sem þetta hefir haft á atvinnulífið og velferð þjóðfélagsins í heild sinni., er auðsætt. Að það hafi átt drjúgan þátt í kreppunni. dylst ekki. En, segja menn, hví reisir ekki stjórn Canada rönd við þessu? I þessum kreppu- tímum hefir vanalegast verið hlaupið stjórnir og stjórnskipulagið og því um allar ófarirnar kent, er menn hafa af sinni eigin fávizku ratað í. Hvað ætli a stjórn Canada gæti við það ráðið, hvort eintsaklingar hér kaupa eða kaupa ekki verðbréf í kauphöllum í New York? Or ''ekki væri mikils að vænta af því þó stjórnin í Canada segði Bandaríkjastjórn- inni að loka kauphöllinni. Við þessu get- ur engin gert nema einstaklingurinn sjálf- ur. Með kornhöllina í Winnipeg gegnir öðru máli. En jafnvel þó henni vær: lokað verður Chicago kornhöllinni eð öðrum kornhöllum heims ekki lokað fyrii það. En á þessi viðskifti hafa verið lagð- ar þær hömlur með starfi Mr. McFarlands af sambandsstjórninni, að máttur hefir úr spákaupmenskunni verið mikið dreginn og hefir um nokkurt skeið gætt mjög lítils. Er gott til þess að vita, að stjórnin hefir látið sig kornsölumálið hér skifta. sem og annað í viðskiftum landsins, sem orðið var vítavert og söluráðið mun ; sama hátt ráða bætur á. Hvað hefir kreppan kostað? Slíkri spurnngu virðist ókleift að svara. Samt hefir háskólakennari nokkur í Banda- ríkjunum nýlega skrifað bók um þetta efni. Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að kreppan hafi kostað Bandaríkin tvö hundruð og fimtíu biljónir dollara ($250,000,000,000). Það verður sem næst átta sinnum meira en stríðið mikla kost- aði. Helmingurinn af þessum kostnaði telur hann liggja í atvinnumissi og hitt í verðfalli fastegna. Og orsakir þessa taps telur hann hugsunarháttinn. Sveifl- urnar sem orsaki hækkandi og lækkandi verö eigna, séu honum að kenna. Þegar hópar manna hugsi sér að ná sér í fast- eign á einum og sama stað, þjóti verðið upp. Hugsunarháttur fjöldans er að hans skoðun undir aldan, sem viðskifti heims- ins hreyfast eftir. Aðgerðir stjórna telui hann ekki nema vindgára á yfirborðinu. Skildi lesarann fýsa að kynnats bók þessari, skal þess getið að nafn hennar er “Faith, Fear and Fortune”, og höfund- urinn heitir Dr. Daniel Starch. Dr. Starch rannsakaði ástæðurnar fyrir verðhækkuninni og verðlækkuninni á eignamarkaðinum í New York 1929, og komst að þeirri niðurstöðu, að þegar eignir hækkuðu eða lækkuðu í verði um 100%, hefði ekki verið nein ástæða fyrir meiru en 15% hækkun eða lækkun verðs- ins. Æðið að kaupa hefði keyrt þetta fram úr góðu hófi. Höfundur þessi leggur flestum meiri áherzlu á það hvað hugsunarhátturinn hafi mikil áhrif á heill og óheill þjóðfé- lagsins. Og hann er einn þeirra ,er heldur því fram, að kreppan hafi af hugsunar- hættinum stafað eins mikið og nokkru öðru. Hvað sem um það kann nú að vera, er það undarlegt, hvað mönnum virtist ókleift að spá fyrir um hana og sjá hvað í aðsígi var. Það má heita stór- merkilegt hvað hún kom mönnum á ó- vart. Það er engu líkara eh að alt sem aC því laut væri í instu hugarfylgsnum manna falið. Og hafi hugsunarhátturinn eitthvað haft við orsök kreppunnar að gera, lætur og að líkum, að lgekningin sé einnig að nokkru undir honum komin. Og að í því liggi einnig erfiðleikar stjórna nokkuð, sem við umbótastörf eru að fást, mu oft til sanns vegar mega færa. Frh. KVEÐJUSÖNGUR SIG. SKAGFIELDS Nú vil eg biðja Heimskringlu að flytja innilegt þakklæti til Þjóðræknisfélagsins íslenzka og til allra þeirra sem hrundu af stað og stóðu fyrir kveðjuhljómleiknum sem fram fór í kirkju Sambandssafnaðar síðasta dag maí mánaðar. Þessir menn voru að vísu ekki að renna blint í sjóinn með árangurinn. Þar sem listamenn eins og þeir Skagfield og Ragnar koma fram á söngskrá, þá þarf ekki Uð biðja fólk að koma. Það kemur með eftirvænting og fer heim hrifið og fagnandi. Samt eiga forstöðumenn heiður og þakkir skilið fyr- ir hve prýðilega alt fór fram sem á reyndist. Kveðjumóti þessu stýrði dr. Rögnv. Pétursson í fjarveru forseta Þjóðræknis- félagsins. Ávarpaði dr. Pétursson söngv- arann og rakti að nokkru æfiferil hans sem listamanns. Tók til samanburðar hliðstæð dæmi úr sögu áfreksmanna vorrar þjóðar fyr og nú. Var frammi- staða hans og ummæli öll við þetta tæki- færi mjög til að varpa þjóðlegum blæ yfir þetta kveðjumót og gera það að öllu hið prýðilegasta. Um söngva hr. Skagfields treysti eg mér ekki að dæma eftir neinum kúnstar- innar reglum. Það fer fyrir mér eins og mörgum, ef til vill flestum öðum; vií verðum hrifnir af söngnum en getum ekki gert okkur skíra grein fyrir því. Þettf er nú ekkert sérkennilegt viðvíkjandi sönglistinni. Menn verða hins sama varir gagnvart ýmsum öðrum fögrum listum. Við lesum kvæði, verðum hrifnir af því lærum það undir eins alveg fyrirhafnar- laust, gleymum því aldrei, það verður eins og vor eigin eign gegnum alt lífið. Við förum inn á listasafn, horfum á ýr málverk, stönsum alt í einu frammi fyrir einu og horfum á það undrandi og með lotningu. Hversvegna getum við ekki greint, enda þarf þess ekki. Þetta er há mark listarinnar; það þarf ekki að vera að troða henni upp á okkur eða túlka hana. Hún gerir það sjálf. Satt að segja leiðast mér langar ritdellur um listamen og listir, þar sem leitast er við að liða alt í sundur og færa út í smá innlegg og úttektir eins og búðar reikning. Það nægir mér að segja að eg varð hrifinn af söng Skagfields þetta eftir- minnilega kvöld sem oft fyr. Mér fanst þessa kvöldstund sem eg færast nær ætt- jörðunni, sem svo langt er orðið síöan eg hefi séð. E^ki voru það íslenzku söngvarnir sérstaklega, sem færðu huga minn heim á leið. Það var hreimurinn í rödd li^tamnnsins. Eg er uppalinn við við sjó en það er langt orðið síð- tík eða lesa dagblöðin. Úr því an eg hefi heyrt brimhljóðið og ber ekkert á veikinni þangað til ölduföllin. Eg heyrði þau þetta næsta sunnudag. kvöld. Eg heyrði einnig fossa Það er einkennilegt við þessa niðinn og fugla kvakið og eg veiki að hún gerir aldrei vart við fann hafgyðjuna með sjávar sig nema á sunnudögum, legst seltunni leika um vit mér. Svona oftast þyngst á fjölskylduföður- finst mér að verið hafi hreimur inn og aldrei er læknis vitjað. inn í söng víkinganna norrænu,! Enginn veit neitt um uppruna þegar þeir voru að leggja út í þessa sjúkdóms nema það að bardaga eða þegar þeir voru á hún er talinn eitthvað skyld heimleið eftir langa útivist andlegri svefnsýki. hlaðnir herfangi og hétjufrægð (Að nokkru leyti þýtt úr þeirra tíma. 1 “Boston Transcript” af H.) Það er enginn kyrkingur, né kreppa í þeirri rödd. Ofurlítil athöfn fór fram í byrjun á 6. parti söngskrárinnar, sem mig langar til að geta um. Hún var svo ljúf og einlæg. Söngvarinn hafði lokið við Vorsöng Jóns Friðfinnssonar, sem fagnað var með áköfu lófaklappi. Kallaði hann þá tónskáldið upp á söng- pallinn og honum og áheyrend- um til hinnar mestu ánægju söng hann ljóðið alt upp aftur og mun athöfn sú hafa hrifið áheyrendur engu síður en tón- skáldið sjálft. Mun flfestur hafa fundist viðurkenning sú í mesta máta verðskulduð. Datt mér í hug þetta kveld að ekki er til neins að vera ákveða og mæla um fyrir oss íslendingum í Winnipeg hvern af listamönn- um vorum vér skulum í háveg- um hafa og hvern að hafa út- undan, hverjum vér eigum inn að bjóða og hverjum úthýsa. Þeir sem eins langt eru á leið komnir eins og söngvarinn þessi, þeir kcmast heim fyrir því. Undirspil hr. Ragnars þetta kveld, var mjög dáð af öllum. Þeir virðast vel saman valdir þessir ungu listamenn. Þeim er báðum mikið gefið og er ósk- andi að þeir verði alla daga minnugir þess að mikið verðm af þeim heimtað. Spádómur og óskir vina þeirra munu renna þar saman og er þar góðs að vænta í framtíðinni. Beztu heilla óskir fylgja hr. Skagfield héðan og hlýtur hann að verða þess var á lífsleiðinni að slíkur góðvilji hlýtur að verða honum heilla ríkur. Mikil rödd er þetta sem mað- urinn hefir. Oft varð mér litið upp í rjáfur kirkjunnar þegar hann tók hæstu kviðurnar, en alt sat kyrt og fast og hvorki varð eg var við skottu né móra á kirkjuburstinni þó dátt væri sungið. Einn af áheyrendum FRÁ ISLANDI MORBUS SABBATICUS Sabbatssýki er engum öðrum sjúkdómi lík, ekki er hún sótt- næm þó oft sé faraldur að henni. Hún er bundin við vissan tíma, þó ekki eins og köldur sótt sem grípur sjúklinginn á sömu klukkstund dag eftir dag en stundum annanhvorn eða þriðjahvern dag. Banvæn er hún ekki þó oft sé átakanlegt að horfa upp á aðfarir hennar, aldrei varir hún lengi, en engin getur sagt hvað oft hún kann að taka sig upp aftur. Hún hefir engan aðdraganda. Sjúklingurinn sofnar svefni hinna réttlátu á laugardags kvöldið, vaknar alheill sunnu- dagsmorguninn, borðar vana- legan morgunmat, en þegar líð- ur að tólftu klukkustundinni þyrmir yfir hann svo hann getur hvorki hreyft legg né lið. Líð- ur svo tólfti tíminn, en þá fer að brá af honum, svo þegar mið- dags maturinn er framborinn borðar hann með góðri lyst. Þar eftir styrkist hann fljót- lega, svo hann getur tekið sér göngutúr eða keyrt sér og fjöl- skyldunni til skemtunar. Þegar kvöldmatur kemur er hann við ágæta heilsu og borðar eins or ekert hafi ískorist. En strax r kirkjuklukkurnar byrja aftur að hringja er honum öllum lokið. Elr hann nú enn máttlaus og aflavana f einn klukkutíma eður þar um bil. Styrkist svo vor bráðara og er þá aftur svo mikið betri að hann er fær um að koma í slag, spjalla um pr’ Frh. frá 1. bls. Eggertsdóttir, Bjarni Bjarnason og Sigurður Samúelsson. Er enginn af þessum kommúnisti, en m. a. k. einn nazisti, Baldur Johnsen, að því er “N. D.” hermir. Bar nefndin það fyrir sig um þetta val, að hún hefði ekki treyst sér til að senda neinn kommúnista, sökum þess að þeir, er til mála hefðu komið, hefðu þverneitað að taka ofa:i fyrir þjóðsöngvum íslands og Englands í förinni. Heimtuðu nú kommúnistar í háskólanum kallaðan saman al- mennan stúdentafund fyrra sunnudag. Báru þeir þar fram vantraust á stúdentaáðið, og var- það felt með 40 atkvæðum gegn 17. Var því næst borin fram tillaga uni að lýsa “fyrirlitningu’” á lcomm- únistum og öllu þeirra athæfi, og var hún samþykt með 30 atkv. gegn rúmlega 20. Kvað nú vera ólgandi hiti í stúdentafélögunum út af öllu þessu. — Dagur. * * * JÖKULFARARNIR KOMNIR HEILIR Á HÚFI Ryík. 12. maí kl. 4. aðfaranótt fimtudags komu þeir .að Kálfafelli dr. Niels Nielsen og félagar hans, ásamt Skaftfellingunum þrem, er lögðu upp á jökulinn á miðviku- dag til að leita þeirra. Voru leiðangursmenn óþjak- aðir og hressir. Sagði dr. Niels Nielsen, að för þeira hefði yfirleitt gengið að óskum, nema hvað hríðar o' ófærð hefði tafið mjög fyrir þeim. Sáu þeir brátt, að þeir myndu þurfa að spara við sig mat, og skömtuðu sér því af matarforða sínum svo *hann entist þeim, allan tímann. — Dagana, sem þeir urðu að halda kyrru fyir í tjaldi sínu, sakir ofsaveðurs, gátu þeir dregið mjög við sig matinn, enda hafði hann treinst þeim alla leið til bygða, þó aldrei hefðu þeir komð við á tjpldstaðnum við Jökulgnýpu, og fundió matar- forða þann sem þar var. Skaftfellingarnir, þeir, er lögðu á jökulinn á miðvikudag mættu Nielsen og félögum hans upp á jökulbrún. Farangurinn allan skildu þeir eftir í Djúpárbotnum. Var hann sóttur á hestum frá Kálfafelli á fimtudag. Grímsvatnsdalur svipaður öskju að jarðmyndun í gær átti blaðið tal við dr. Niels Nielsen í síma að Kálfa- felli. Hann sagði m. a.; Jökulferðin tók í alt 17 daga. Af þeim tíma var eg 5 sólar- hringa við eldstöðvarnar. Eg er mjög ánægður með árangur af ferð minni. Margar af þeim athugunum sem við gerðum. hefði ekki verið hægt að gera mánuði síðar. Gosstöðvamar voru yfirleitt með sötmu ummerkjum og með- a.n gosið stóð sem hæst, því gosið var ekki úti er við vorum þar. Upp úr gígnum rauk mikil vatns- og brennisteinsgufa, og við og við komu smávægileg öskugos, sem við gátum athug- að. Kvosin í jökulinn, sem hinn sænski jarðfræðingur nefndi Svíagíg, en mun vera það sem áður hefir verið nefnt við Gríms

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.