Heimskringla


Heimskringla - 11.07.1934, Qupperneq 8

Heimskringla - 11.07.1934, Qupperneq 8
í. 3IÐA • nciMSKRINGLA WINNIPBG, 11. JÚLÍ, 1934 FJÆR OG NÆR Fréttir af þingi hins Samein- aða Kirkjufélags íslendinga, sem haldið var að Gimli 7—8—9 júlí, verða að bíða næsta blaðs. Þess eins má hér geta, að þingið var allvel sótt og hinn bezti rómur gerður að því er þar fór fram. Erindin sem þar voru flutt, verða birt við hentugleika í Heimskringlu. » * * Messa í Piney Séra Phiiip M. Pétursson, Ph. B. B. D., messar í Piney sunnudaginn 15. júlí í skóla- húsinu á vanalegum tíma. Hann flytur ræður bæði á ensku og íslenzku. — Allir boðnir og vel- komnir. * * * Mrs. Guðbjörg Thorkelsson, ekkjan eftir Thorstein Thorkels- son, sem um 11 ár hefir dvalið í Los Angeles, kom fyrir skömmu til þessa bæjar og dvel- ur hjá syni sínum Friðriki Thor- kelssyni, 805 Lipton St., Winni- peg. Hún mun alkomin norður. * * * Ungfrú Margrét Pétursson, 45 Home St., Winnipeg lagði af stað í skemtiför í bíl til Wyn- yard, Sask., s. 1. sunnudag. Hún bjóst við að vera vestra um tveggja vikna tíma. * * * Árni Pálsson, umboðsmaður Hkr. að Reykjavík, Man., kom til bæjarins um helgina og dvel- ur hér nokkra daga. * * * Helgi Hornfjörð frá Leslie, Sask., kona hans og móðir, sem verið hafa norður í Framnes- bygð nokkra daga og fóru þang- að til að vera við jarðarför Sig- urðar heitins Hólm, komu til Winnipeg s. 1. fimtudag og lögðu af stað vestur daginn eftir. * f * Mrs. Matthildur Sveinsson frá Keewatin, Ont., kom til bæjar- ins s. 1. sunnudagskvöld. Hún verður hér nokkra d^ga í heim- sókn hjá ættingjum og kunn- ingjum. Hún kvað íslendingum líða fremur vel í Keewatin. * * * Mrs. Guðrún S. Hólm frá Framnes, Man., lagði af stað vestur til Saskatchewan s. 1. föstudag. Hún bjóst við að vera þar hjá vinum og kunn- ingjum um 2 vikna tíma. * * * Laugardagin 23. júní, voru gefin saman í hjónaband í Holy Trinity kirkjunni af séra C. Carruthers, Miss Friðrika Phobe Byron og Mr. Harry Standbrook. Brúðurin er dótt- ir Mr. og Mrs. W. Byron í Swan River. Brúðgumin er af enskum ættum frá London, Eng. Heimili brúðhjónanna verður í Winnipeg. * * * KveðjuorS Af því eg er að fara úr borg- inni út í sveit þar sem eg mun dvelja það sem eftir er sum- arsins, þá bið eg blöðin Hkr og Lögb. um að skila kærri kveðju minni til allra vina og kunn- ingja, sem eg hefi ekki getað kvatt, og eg óska að sumar tíminn verið þeim ánægjusamur og arðberandi. Svo þakka eg af hrærðum hug, allar þær skemtistundir sem þið hafið veitt mér þá fundum okkar hefir borið saman. Drottinn blessi framtíð ykk- ar, þess biður ykkar einlægur vin og kunningi, Gísli Jónsson * * * Þriðjudagtnn 3. júlí, voru þau Jón Kristinn Laxdal frá Ár- borg og Lára Wilhelmína fs- berg frá Baldur gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Mar- teinssyni að 493 Lipton St. — Brúðhjónin lögðu af stað sam- dægurs í skemtiferð til Clear Lake. Heimili þeirra verður að Arborg, þar sem Mr. Laxdal er skólastjóri. * * * Ólafur Thorleifsson, Lang- ruth, Man., lézt 1. júlí að heim- ili sínu . Hann var 84 ára, einn af frumherjunum íslenkzu, merkis, manndóms og sæmdar- maöur. Jarðarförin fór fram frá heimili lians og lútersku kirkj- unnar 3. júlí. Séra Jóhann Friðriksson jarðsöng. Við út- jförina talaði einnig stúdent frá Union kirkjunum Mr. W. P. ! Smetheram. Hins látna verður minst síðar. ¥ ¥ * ÞAKKLÆTI Innilegustu þakkir langar mig til að biðja Heimskringlu að j færa þeim mörgu, bæði vinum og vandalausum, sem hluttekn- ingu sýndu mér svo ótvíræða jvið lát mannsins míns, Sigurð- ar Eiríkssonar Hólm í Farmnes bygð, er lézt 3. júní. Það vita allir sem reynt hafa hvað ást- vina missir getur verið sár, en sem betur fer hafa margir þá einmitt reynt, hvers verð vinátta fólks er. Og af þeim er eg ein. Samhygðin, hjálpsemin og ástúðin sem mér og mínum nánustu hefir verið sýnd í raun- um mínum, hefir verið svo ein- læg, svo innileg, svo “löguð eftir hjartans sárum”, eins og skáldið komst að orði, að veitt hefir mér huggun og þrótt til að bera raunir mínar. Til þess að vera við útförina, komu kunn- ingjar langt að auk hins mikla fjölda sambygðarmanna er þar var staddur. Samhygð þá og alla þá umhyggju og velvild, sem mér og börnum mínum og nánustu skyldmennum, hefir jverið sýnd við ástvinamissirinn brestur mig orð til að þakka sem eg kysi, en að það sé geymt en ekki gleymt, langaði mig að tjá þeim. Eg get ekki tiltekið nöfnin, þau yrðu svo mörg eða lýst hvað hver og einn hefir fyrir mig gert. Að nefna verð eg þó blómin mörgu sem á kistuna voru send og hluttekningar og huggunar bréfin sem mér voru skrifuð. En innilega þökk bið eg að flytja hverjum og ein- um. Arborg, Man. 7. júlí, 1934. GuSrún S. Hólm ið fyrir mig uppá pallinum, og þar var eg sestur að, þegar j samkomustjórinn kallaði söng- flokkinn til að syngja hugsun og skilning manna á flug, upp úr j öllu andstreymi, f firðina og j kyrðina þar sem guðs blessun- j am'ku áhrif önduðu öllum á þreifanlega. i Framh. I SKRÍTLUR Reykjavík Næstum daglega síðastliðið ár bárust honum hótunarbréf um að bömum hans yrði stolið. Lét hann því byggja afarháan og sterkann steinvegg umhverfis Iheimili sitt og leynilögreglu- menn voru ætíð á verði við hús hans og í fylgd með börnum hans, hvert sem þau fóru. En þessi sífelda hætta reyndist for- eldrum barnanna um megn, svo að þau fóru fyrir skömmu síð- an leynilega á brott til Evrópu og búa þau nú í Englandi. — Fyrir nokkrum dögum fór skemit^kip hans frá New York áleiðis til Englands með vista- forða til eins árs. Ætlar Corc1 að fara um borð í skip sitt með fjölskyldu sína, með leynd við Engalnds-strendur, og síðan að sigla eitthvað út í höfin, þar sem honum verður ekki veitt eftirför. E. L. Cord er einn af allra ríkustu mönnum Banda- ríkjanna. i Þeir, sem ríkastir eru og vold- ugastir, eiga á vissan hátt auð- veldast með að verja sig fyrir , þessum óaldarlýð, en þeir sem fátækari eru og minna mega sín, standa varnarlausir gegn þeim ómannúðlegu árásum, sem ætíð kunna að vofa yfir þeim og þeirra. ,—Nýja Dagbl. ÁHRIF NAZISMANS í AMERÍKU G. T. Spil og Dans verður haldið á föstudaginn í þessari viku og þriðjudaginn í næstu viku í I. O. G. T. húsinu, Sargent Ave. Byrjar stundvís- logo kl. 8.30 að kvöldinu. Fyrstu verðlaun $15.00 og I átta verðlaun veitt þar að auki. Ágætir hljóðfæraflokkar leika fyrir dansinum. — Lofthreins- unar tæki af allra nýjustu gerð , eru í byggingunni. 1 Inngangur 25c. Allir velkomnir. ¥■■/■¥ Munið eftir að til sölu eru á skrifstofu Heimskringlu með af. falls verði, námsskeið við helztu verzlunarskóla bæjarins. Nem- endur utan af landi ættu að nota sér þetta tækifæri. Hafið * tal af ráðsmanni blaðsins. MILJÓNAMÆRINGAR FLÝJA Nú vikum saman hefir veríð háð afarfjölmenn og skörp leit í Bandaríkjunum eftir hinum al- ræmda stóglæpamanni John Dilinger. Meðal almennings þar vestra er farin að útbreiðast ótti við hina fífldjöröfu og miskunnar- lausu glæpamenn, er alstaðar stinga upp höfðinu, og má svo að orði kveða, að nú loksins sé þjóðin að rísa upp sem einn maður, til þess að kæfa niður hið ógurlega glæpamannafar- aldur. Ríkismönnum og áhrifa- mönnum innan þjóðfélagsnis, eru send hótanabréf í hundraða- tali, þar sem þeim er ýmist hót- að því að þeim verði styttur ald- ur, eða börnum þeira verði stol- ið, ef ekki sé látið af hendi svo og svo mikið fé til hinna ó- kunnu bréfrtara. Hafa sumir þessara manna flúið land til þess að geta verið öruggir um líf sitt og sinna. Meðal þeirra manna er t. d. miljónamæringurinn E. L. Cord, bíla og flugvélakongur. Fasismi og nazismi eru hæst- móðins víða í Evrópu á þessum “síðustu og verstu” tímum. Það þarf því engan að furða, þó þess verði vart, að stefnur þess- ar séu farnar að stinga víðar upp höfðinu. í Ameríku hefir upp á síðkastið borið dálítið á þessháttar hreyfingu, sérstak- lega meðal þýzkra félaga, er kalla sig “Vinir hins Nýja Þýzkalands”. Þegar Hitler varð kanzlari og gat farið að vinna að fram- kvæmd þess, er hann hafði á stefnuskrá sinni, þ. á m. út- rýming Gyðinga, þá var honum það ljóst, að einmitt í Banda- ríkjunum væri. sér og þeim hluta kenninga sinna, er að Gyðing- um sneri, helzt hjálpar að vænta. Mun láta næri, að þrír “þýzkir” Ameríkanar séu um hvern amerískan Gyðing. Þjóðverjar vestan hafs hafa haft allmikil sambönd innbyrð- is, og þangað vildi Hitler smeygja áhrifum sínum. Sendi hann fyirrlesara vestur, er fluttu ræður um ástandið heima fyr- ir, og voru þær mjög litaðar af nazisma. Síðastliðið haust var hafinn verulegur undirbúningur frá hendi þýzku stjórnarvaldanna a 5 ná undir áhrif sín, og til ■ irkrar kenslustarfsemi, öllum þýzksinnuðum félögum, er starf anái væru í Bandaríkjunum. Þýzksinnuð félög, er starf- rækt hafa verið þar vestra, hafa aðallega unnið á ópólitísk- um og heilbrigðislegum grund- velli. Hafa þau t. d. unnið að líkamsmentun, íþróttum, söng- list, góðgerðarstarfsemi o. fl. þ. h. Er aðalaðsetur þeirra í stór- borgum austur- og miðríkj- anna. í vetur varð nazistum það ágengt, að þeir náðu yfirráð- um “Sambands þýzkra félaga í New York” . í sérstökum parti borgarinnar, sem heitir York- ville, er aðalmiðstöð þessara nazistisku félaga. Er nýlenda þessi kölluð “litla Þýzkaland”, og hafa þar átt sér stað ó- eirðir og ofsóknir, á mjög svip- aðan hátt og í Þýzkalandi, þó í miklu smærri stíl sé. Eftir almennar kosnngar í T andaríkjunum í fyrra, voru 5 fylkisstjórar Gyðingar, 2 af 9 hæstaréttardómurum ríkisins voru Gyðingar, og ca. 12 þing- menn. í baráttunni gagnvart Gyð- ingum hefir Hitler lagt áherzlu á það að, Gyðingar, sem verið ; hafa í Þýzkalandi, hafi unnið sig upp á kostnað hins ariska I kynþáttar, fótum troðið rétt hans, og veikt siðfræðilega sjálfstæðistilfinningu hreinna Þjóðverja, og þeirri “spillingu” ber að útrýma. Á alveg sama hátt er verið að vinna í Bandaríkjunum. Einmitt það hve Gyðingar hafa staðið tiltölulega framar- lega í fjármálum, stjórnmálum og vísindum þar vestra, hefir það verið notað eins og svipa á almenning. Það að þessir “óhreinu, ættlágu’’ menn fylla margar þær stöður, sem sannir Ameríkanar ættu með réttu að njóta. Úr því þetta Gyðingahatur og kynþáttadramb gat blossað svo upp í Þýzkalandi sem raun ber vitni um, þá virðist það ekki. með öllu ólíklegt, eins og allar ástæður eru nú gagnvart sjálf- stæðismöguleikum almennings, að þessi óheillastefna kunnið að ryðja sér nokkuð til rúms í Bandaríkjunum, og víðar þar sem skilyrði eru fyrir hendi. —Nýja Dagbl. MESSUR og FUNDIR í kirkju Sambandssafnaðar Hjónin stóðu úti á svölum og í garðinum hjá húsinu sátu skötuhjúin, ungi maðurinn og stúlkan. Þá segir konan: Heyrðu Jón, eg held að hann ætli að fara að biðja hennar mér finst við ættum að láta þau vita af okk- ur. Þú ættir að blístra á hann,.! Bóndinn: Hvað, því ætti eg! að gera það? Ekki svo sem neinn blístraði á mig, þegar eg ætlaði að fara að biðaja þín. * * * Læknirinn: Fer maðurinn yðar ekki eftir þessum reglum 1 um mataræði, sem eg gaf hon- um. : Konan: Ó, ekki aldeilis. Hann segist ekki ætla að vera svo vit- laus að drepa sig úr hungri, til þess að geta slórt fáeinum árum lengur. * * * Kennarinn: Geturðu nefnt einhvern eiginleika, sem vatn hefir? Lærisveinn: Þegar við þvóum okkur úr því verður það skítugt. * * * Hann kom seint heim. — Hvað er klukkan orðin? spurði kona hans. — Hún er 10. — En hún sló 1 rétt áðan. — Jæja, hvenrig á hún að slá 0?. ¥ ¥ * Frúin (segir við nýju vinnu- konuna): Og svo krefst eg þess af yður að þér séuð blíð og góð j við börnin mín — auðvitað að I undanteknum elsta syni mínum sem nú er 18 ára. * * * Þau sátu í tunglsljósi úti á svölum. — Eg veit hvað þér eruð að hugsa um, sagði hann. — Því gerið þér það þá ekki. Það sér enginn til okkar. ♦ * ¥ — Þekkirðu nágrannakonu þína svo vel, að þú getir talað við hana? — Eg þekki hana svo vel að eg tala alls ekki við hana. * * * Við lyflæknispróf lýsti pró- fessor sjúkdómi fyrir læknisefni og spurði hvaðá meðal hann mundi gefa þeim sjúklingi. — Læknisefni nefndi lyfið. “það Messur: — á hverjum sunnudegí kl. 7. e. h. Safnaðarnefndin: Fundir 1. föstu- de^: hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Fundir fyrs:a j mánudagskveld í hverjum | mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- I dag hvers mánaðar, kl. 8 að | kveldinu. Söngflokkurimi: Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn: — Á hverjum sunnudegi, kl. 11. f. h. er ágætt”, segir prófessorinn, “en hvað stóran skamt mund- uð þér gefa honum”. “Eina mat- skeið”. Prófnefndin sest nú á ráð- stefnu. Alt í einu dettur lækn- isefni í hug að hann hafi nefnt of stóran skamt. Hann fer þangað sem dómnefndin situr, og nær tali af prófessornum. “Eg mismælti mig áðan”, sagði hann, “það íhefði ekki mátt gefa sjúklingnum mera en 5 dropa.” “Því miður þá er sjúklingur- inn nú dáinn”, svaraði prófess- or. KÍNVERSKIR SJÓRÆNINGJAR RÁÐAST Á BRESKT SKIP London, 18. júní Fregnir hafa borist um það hingað, að kínverskir sjóræn- ingjar hafi gert árás á breska skipið Shuntien, sem var á leið frá Chefee til Taku. Sjóræn- ingjarnir tóku alt verðmæti, sem þeir gátu haft meðferðis á brott með sér, tvo bresfca flotayfiforingja og tvo aðra far- þega, ennfremur tvo af yfir- mönnum skipsins. í bardaga á þilfari þreska skipsins særðist einn breskur maður alvarlega. — Breska flotamálaráðuneytið hefir fyrirskipað, að tvö herskip skuli leggja af stað þegar, til þess að leita uppi skip sjóræn- ingjanna. Flugvélar voru áður farnar af stað að leita þeirra. Forstjórar alþjóðabankans og skuldageiðslufrestur Þjóðverja Basel, 18. júní Talið er víst, að annar al- þjóðafundur verði bráðlega hald inn hér, um skuldamál Þjóð- verja. Forstjórar alþjóðabankans eru sagðir þeirrar skoðunar, að tilkynning Þjóðverja um skulda- greiðslufrest sé brot á Haag og Lausanne samningnum. Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu I ENDURMINNINGAR Frh. frá 7. bls. erum orðnir gamlir sumir hverj- ir, ‘þegar við höfum tileinkað okkur til fulls fimtu bænina í faðirvorinu okkar. Eg hafði komið auga á hentugasta pláss- Quebec brúin HOW WILL YOU USE THE SUMMER? IDLE? ANY OLD JOB? PREPARING FOR THE FUTURE? You will find it well worth while to inquire about our Summer Courses. Sometimes a short period of study will enable you to accept a temporary position and tlius gain experience and a footliold in business. If you have attended commercial high school, you can finish off a stenographic or bookkeeping training in a very short titne. If you have never studied commercial subjects but in- tend in future to equip yourself for business, the sum- mer is the ideal time to lay the foundations of a com- prahensive training-course. Dcn’t waste the summer — ENROLL NOvV! POMINJON On the Mall and at Elmwood, St. James and St. John’s Day and Evening Classes—Telephone 37 181

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.