Heimskringla - 15.08.1934, Page 6
6. StÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 15. ÁGÚST, 1934
Jane Eyre
eftir
CHARLOTTE BRONTE
Kristján Sigurðsson, jjýddi
“Fáðu þér sæti, Mr. Rivers”. En hans
svar var hið sama og altaf, að hann mætti ekki
vera að því að standa við. Eg hugsaði: “Jæja,
stattu þá, ef þér líkar það betur, en eg skal
ráða því, að þú ferð ekki strax; einvera er
þér ekki hollari en mér, nema síður sé. Eg
skal reyna að ná trúnaði þínum og finna rauf
í þessu marmara brjósti til að hella í einum
dropa af vorkunnar smyrslum.”
“Er myndin lík?” spurði eg blátt áfram.
“Lík? Lík hverjum? Eg tók ekki eftir því.”
“Þú gerðir svo, Mr. Rivers.”
Hann leit við mér, alveg hissa á áleitni
minni, en eg hugsaði þessu líkt: “Öetta
er lítið hjá því sem koma skal, eg skal ekki
láta fyrir mér standa, að þú ert stirður í svif-
um” og segi svo: “Þú tókst vel eftir mynd-
inni, en mig gildir einu þó þú skoðir hana
betur.” Þar með stóð eg upp og rétti honum
blaðið með myndinni á.
“Vel gerð mynd”, mælti hann, “mjúkir
litir og skærir, rétt stöfuð og liðlega.”
“Já, veit eg vel, en er hún lík?” Hann
hikaði við og segir:
“Já, eg held hún sé af Miss Oliver.”
“Vitaskuld. Og til þess nú að launa þér
þessa skarplegu tilgátu, þá skal eg gera aðra
þessari líka, og gefa þér, það er að segja, ef
þér er nokkur þægð { þeirri gjöf.”
Hann virti fyrir sér myndina mjög vand-
lega og lét því betur yfir, sem hann skoðaði
hana lengur.
“Segðu mér, myndi þér líka betur eða ver,
að eiga svona mynd? Væri þér nokkur hugg-
un í, þegar þú ert kominn til Áfríku eða Asíu,
að eiga hana til minja? Eða myndi hún vekja
endurminningar er vönuðu hreysti og vektu
hugarangur?”
Nú leit hann upp ,hálf feimnislega, og
skoðaði mig og myndina á víxl, órór og á
báðum áttum.
“Eitt er víst ,að mér myndi líka vel að
eiga myndina, en hvort hyggilegt er eða vit-
urlegt, er annað mál.”
Frá því eg komst að því að Rósa tók hann
fram yfir aðra og að faðir hennar var ekki
mótfallinn ráðahagnum, þá fekk eg sterkan
hug til að laða þau saman, hvað sem hans
háleita hetjuhug leið. Mér virtist að ef hann
eignaðist auðæfi Mr. Olivers, þá mætti hann
láta gott af sér leiða, engu síður en með því
að leggja anda sinn í auðn og orku til ónýtis
í hitabeltinu. Þess vegna svaraði eg:
“Frá mér að sjá, væri viturlegra og hyggi-
legra, ef þú tækir strax að þér fyrirmyndina.”
Hann setitist, lagði myndina á borðið,
studdi höndum að höfði og skoðaði hana. Eg
fann, að hann var hvorki forviða né reiður á-
ræði minni. Eg þóttist meira að segja verða
vör við, að honum létti og þótti vænt um að
málefni, sem honum fanst ómögulegt um að
tala, var tekið fyrir svo einlæglega og frýju-
laust. Fálátt fólk og óframt þarf þess miklu
fremur við en framgjarnt ,að talað sé um til-
finningar þess og vandamál. Hversu stiltur
og strangur sem maður virðist vera, þá hefir
sá mannlegar tilfinningar og slíkum er oft
mikill greiði gerður, ef snarast er inn á
“hljóða hyli” sálna þeirra djarflega og góð-
mannlega.
“Eg veit fyrir víst, að hún hefir góðan hug
til þín,” mælti eg, “og faðir hennar virðir þig
ekki lítið. Og hún er væn stúlka, þó fremur sé
hún hugsunarlaus; en þú myndir hafa nóga
hugsun og fyrirhyggju fyrir ykkur bæði tvö.
Þú ættir að eiga hana.”
“Er eg henni að skapi?” spurði hann.
“Víst er svo, umfram alla aðra. Hún er
altaf að tala um þig, af því að það umtalsefni
er henni þekkast og tíðast.”
“Þetta er vænt að heyra, mjög svo; haltu
áfram þessu tali í fjórðung stundar enn.” Og
hann tók reyndar upp úrið og lagði það á
borðið, til að mæla tímann.
“Til hvers er það, ef þú ert að búa þig
til andmæla eða smíða nýja fjötra fyrir hjarta
þitt?”
“Láttu þér ekki detta svo hart í hug. í-
myndaðu þér heldur, að eg láti undan og
bráðni, eins og satt er; að ást streymi í huga
minn eins og nýkomin lind og renni með
sætu flóði yfir alla þá velli, sem eg hefi unnið
til ræktunar með svo miklum erfiðismunum —
og sáð svo kappsamlega útsæði góðra fyrir-
ætlana og meinlæta. Nú eru þeir á kafi í
ástarinnar himinsafa, sáðið í veði, aðsótt af
indælu eitri; nú sé eg sjáfan mig á hægindi í
skrautsal í Vale Hall, fyrir fótum brúðar minn-
ar Rósu Oliver. Hún talar til mín með ljúf-
um málrómi, horfir niður til mín þeim'fögru
augum, sem þér hefir tekist svo vel að mála,
með bros á rósrauðum vörum. Hún á mig, og
eg á hana; það líf og sú hverfula veröld er
mér nægileg. Uss segðu ekki neitt — hjarta
mitt er fult ununar, vitin í dái, lofðu hinum
tiltekna tíma að líða án truflunar.”
Eg lét svo vera, úrið tifaði, maðurinn dró
andann ótt og títt, eg stóð kyr og þögul. Að
stundar fjórðungnum liðnum stakk hann á sig
úrinu, stóð upp og gekk að hlóðunum og segir:
“Þessi litla stund var veitt óráði og blekk-
ingu. Eg hvíldi höfuð mitit á brjóstum freist-
ingar, stakk hálsinum lostugur undir hennar
blóma ok og bergði á hennar bikar. Svæfillinn
brann, í blómunum er naðra, vínið er beizkt,
hún lofar fögru falsi. Alt þetta sé eg og veit.”
Eg var hissa og horfði á hann þegjandi.
Hann tók aftur til orða:
“Það er undarlegt, að þó eg elski Rósu
Oliver svo heitt, með þeim ákafa sem fylgir
hinni fyrstu ást, og þó hún sé fögur og ljúf og
töfrandi, þá veit eg samt og sé skýrt, að hún
er ekki hentugt konuefni fyrir mig, að eg
myndi reka mig á það eftir svo sem eins
árs sambúð í hjónabandi, og að eins árs dýrð
og dálæti myndi fylgja iðrun og eftirsjá alla
æfi. Þetta veit eg fyrir víst.”
“Undarlegt er þetta,” mælti eg, annað gat
eg varla sagt. Hann hélt áfram:
“Einn þáttur míns eðlis er næsta næmur
á þau fríðindi, sem hún hefir til að bera, annar
rétt eins viðkvæmur fyrir þeim göllum sem
fyigja henni og þvílíkir eru, að hún myndi ekki
hafa samúð til neins sem mig langar til né
samtök við mig í framkvæmdum. Róisa
leggja á sig þjáningu, þreytuverk eða postul-
legar raunir? Rósa trúboða kona? Nei!”
“En þú þarft ekkj að verða trúboði. Þú
getur hætt við þá ráðagerð.”
“Hætta við köllun mína? Mitt mikla æfi-
starf? Mína jarðnesku undirstöðu að herra-
garði mínum á himnum? Vonir mínar um að
teljast í hópi þeirra, sem hafa undið allar í-
langanir sínar í eitt: þann dýrðlega metnað
að betra sitt kyn — að bera kunnáttu inn í
ríki vanþekkingar, setja frið fyrir stríð, frelsi
fyrir kúgun, trú fyrir hégiljur, von um himna-
ríki fyrir hræðslu við helvíti. Á eg aS hætta
við þá köllun? Hún er mér kærari en blóðið í
æðum mínum. Það er erindi mitt í heiminn
og tilgangur lífs míns.”
Eftir æði langa þögn spurði eg:
“Og Miss Oliver, liggur þér í léttu rúmi,
að hún verður fyrir vonbrigðum og sorg?”
“Miss Oliver hefir altaf á hælunum menn
sem biðla til hennar og smjaðra fyrir henni,
hún myndi ekki vera lengi að gleyma mér;
hún giftist bráðlega og verður sælli með þeim
manni, heldur en hún myndi verða með mér.”
“Þú talar kuldalega um þetta, þó þú takir
nærri þér. Þú ert að leggja af.”
“Ekki af öðru en því að eg hefi áhyggjur
af ráðabreytni minni, helzt því að burtförin
frestast, eftirmaðurinn kemur ekki fyr en eftir
þrjá mánuði og það getur dregist enn lengur.”
“Þú færð skjálfta og bregður litum, hven-
ær sem Miss Oliver kemur inn í skólastofu.”
Honum brá við eins og hann yrði forviða,
að kvenmaður skyldi dirfast að tala þannig til
karlmanns. En það er frá mér satt að segja,
að svona tal átti vel við mig. Mér eirði aldrei
vel í umgengni við fólk með öflugum, gætnum
og skírum huga, hvort karl var eða kona, fyr
en eg brauzt í gegnum þá dul sem umgengnis
venjum fylgir og náði trúnaði þeirra til fulls.
“Þú ert öðrum ólík,” sagði hann, “og alt
annað en fælin. Þú hefir til að bera áræði
ekki síður en hvassa sjón, en leyfðu mér að
tjá þér, að þú heldur mínar tilfinningar dýpri og
kröftugri en þær eru. Þú ætlar mig laginn til
sampíningar, langt umfram það sem satt er,
þegar eg skifti litum og skelf frammi fyrir
Miss Oliver, þá vorkenni eg ekki sjálfum mér,
heldur forsmái veikleika minn. Eg veit hann
er fyrirlitlegur, hörundar bruni en alls ekki
umbrot í sálinni. Sálin er skorðuð eins og
klettur, botnfastur í síkvikum sæ. Þú skalt
vita hið sanna, að eg er kaldhugaður, harður
og metnaðargjam.”
Eg brosti, mér datt ekki í hug að trúa
þessu. Enn hélt hann áfram talinu:
“Þú hefir náð trúnaði níínum með snöggu
áhlaupi, enda skal nú ekki undan draga. Ef
svift er af mér þeim blóðuga serk, sem krlstn-
in hefir til þess að fela mannlegan vanskapn-
að, þá er þetta sannast um mig að segja, að eg
er kaldlyndur, harðger og metnaðarfullur. —
Hugsun er minn leiðtogi, ekki tilfinningar;
metorða girnd mín — löngun mín til að kom-
ast hærra, gera meira en aðrir, meiri en svo,
að hún fái nokkurntíma fulla svölun. Mér
þykir öllu öðru betra: þol, kappsmunir, kost-
gæfni, gáfur, vegna þess að með þessum kost-
um má miklu til leiðar koma og ná sem hæst.
Mér þykir gott að sjá til þín af því að eg álít
þig gefa gott dæmi um starfsaman, reglusam-
an og röskvan kvenmann, en ekki af því að eg
vorkennist mikið af því hvað þú hefir orðið að
reyna eða hvað þú kant nú að þjást.”
“Þú virðist þá lýsa sjálfum þér áþekkast
heiðnum heimspekingi,” sagði eg.
“Nei. Sá er munurinn að eg trúi; og eg
trúi fagnaðar boðskapnum. Eg er ekki heiðinn
heimspekingur, heldur kristinn — fylgi þeim
sem trúa á Jesús. Sem hans lærisveinn að-
hyllist eg hans hreinu, hans miskunarsömu,
hans mildu og heilnæmu kenningar. Eg fylgi
þeim fram og hefi svarið að breiða þær út.
Trú tók eg ungur, hún hefir þroskað meðfædd
ar eðlisgáfur mínar þannig: Frá meðfæddri
ástúð, því smáa fræi, hefir hún þroskað tré
sem breiðir sig útyfir alla menn: mannást. Frá
hinni seigu villirót: mannlegri ráðvendni, hefir
hún þroskað sæmilegt vit á guðs réttlæti. Af
löngunnni til að vinna sjálfum mér, aumum
manni, frægð og frama, hefir hún skapað
kappsmuni til að færa út ríki míns meistara
— vinna sigra undir krossins fána. Alt þetta
hefir trúin unnið fyrir mig: vikið hinu upp-
haflega efni til mikilla mæta með því að sníða
og temja eðlið. En eðlið orkaði hún ekki að
uppræta, því að upprætt verður það ekki, unz
þessi dauðlegi maður skal ódauðleikanum í-
klæðast.”
Þar með greip hann hatt sinn, er lá á borð-
inu hjá myndinni., leit á hana enn einu sinni
og mælti fyrir munni sér: “Hún er indæl! —
Heimsins bjarta blóm er vel valið nafn handa
henni!”
“Má eg ekki mála aðra handa þér?”
“Til hvers? Nei.”
Eg hafði pappírs örk óskrifaða undir hend-
inni, meðan eg teiknaði, þeirri, kipti hann yfir
myndina, en brá henn jafnframt á loft og rýndi
á hana, gaf mér svo auga, með undarlegum
svip, líkt og hann vildi setja á sig hvert atriði
viðvíkjandi svip mínum, búningi, vaxtarlagi;
hann brá sundur vörunum eins og hann ætlaði
að segja eitthvað, en hætti við.
“Hvað er að?” spurði eg.
“Alls ekki neitt,” svaraði hann, breiddi
örkina yfir teikninguna, reif dálitla ræmu af
henni og stakk í glófa sinn, kvaddi og snaraðist
út.
Eg skildi ekkert í þessu látæði og hafði
ekkj önnur orð yfir það en orðtæki sem þá var
títt: “Ja, ef þetta er ekki hetta á heimskautið!”
Eg skoðaði pappírsblaðið vandlega en á því
var ekkert að sjá nema nokkra steinda bletti,
þar sem eg hafði drepið skúfi til að reyna
liti. Eg í hugaði þessa launung um stund,
komst ekki að neinni niðustöðu og lét svo
vera.
XXXIII. Kapítuli.
Þetta kveld fór að snjóa, því hélt alla nótt-
ina og daginn eftir með hvassviðri; undir
rökkrið þann dag var allur dalurinn á kafi í
fönn og nærri ófært um jörðina fyrir sköflum.
Eg lokaði glugga hlerum, lagði mottu að úti-
dyrum, svo að ekki legði snjó inn milli hurðar
og þröskuldar, jók eldinn, sat svo og hlustaði
á óveðrið í klukkustund eða svo, kveikti þar
næst á kerti, tók bókina sem presturinn kom
með og hóf að lesa:
Kastalans bröttu bar við ský
Burstir og þök yfir straumi
Á trölla bjarga byrgi því
Bálaði aftan sól;
Á iðu gárað elfar djúp
Á ygldan, gráan hallar núp
Sindraðan gulli sendi hjúp
Sunna af lagar stól. *)
og gleymdi fljótt hríðinni við ómandi söngva
klið. En þá var hurðinni hrundið upp og Mr.
Rivers kom inn alsnjóugur og veðurbarinn. —
Mér brá við ,og spurði:
“Hefir nokkuð orðið að? Einhver stór
tíðindi á ferðum?”
“Nei það þarf ekki mikið við til þess að
þér verði bylt,” svaraði hann og hengdi yfir-
höfn sína við eldinn og stappaði af sér snjó-
inn.
“Eg bæti ekki um gólfþvottinn-hjá þér,”
mælti hann, “það verður þú að afsaka í þetta
smn. Eg átti fult í fangi, að komast hingað.
skal eg segja þér, skaflarnir í mitti og veðrið
eftir því. “Hann vermdi hendur sínar við eld-
inn.
“En til hvers komstu?” spurði eg.
“Ekki er nú gestrisnislega spurt. En úr
því þú spyrð, þá skal eg segja eins og er, að
eg hefi dálítið við þig að tala. Eg þreyttist á
hljóðum bókum og tómum stofum. Svo þar
að auki er eg áf jáður eins og sá sem saga hefir
sögð verið til hálfs, og er sólginn í fram-
haldið.”
Hann settist fyrir. Mig minti þess, hve
undarlega hann hafði hagað sér daginn áður
og varð smeik, að hann væri ekki með öllum
mjalla. En ef hann var brjálaður, þá var það
brjálæði samfara mikilli stillingu og látprýði.
Andlit hans var sem meitlað í marmar^ og
aldrei fríðara en nú, er hann strauk hárið frá
enninu og roðann frá glóðinni lagði á hið föla
yfirbragð og mögru vanga, hann var orðinn
*) Þetta er fyrsta erindið í Marmion, hér
þýtt lauslega og rímsett að lofa ókunnugum
að heyra óminn af því, hvemig söng í Sir
WalterScott, þegar hann fór að kveða rímur.
magur og eg vorkendi honum. Af þeirri vor-
kunn, sem kannske var óþörf, leitaði eg orða
við hann á ýmsa vegu, að einveran væri þung
á honum, hann saknaði systra sinna og eg
óskaði hans vegna, að þær væru komnar, en
hann svaraði stuttlega og snúðugt, svo eg tók
til við Marmion og lét hann eiga sig. Eftir æði
langan tíma tók hann upp veski. hjá sér og
skoðaði einhver skjöl, sat svo þegjandi í hug-
leiðingum. Loksins segir hann:
“Sleptu bókinni svolitla stund og komdu
að eldinum.”
Eg vissi ekki hvað til stóð, en gerði svo.
Hann tók til orða og segir:
“Eg gat þess, að mig langaði til að heyra
framhald af hálfsagðrl sögu og nú held eg
bezt sé, að eg segi hana sjálfur, og @ð þú
hlýðir til, þó hún sé þér ekki ókunpug. E’yrir
tuttugu árum feldi fátækur prestur ástarhug til
auðugrar stúlku og hún til hans; þau giftust
gegn frænda ráði og hennar fólk vildi hvorki
heyra þau né sjá eftir það. Ári síðar dóu bæði
og fóru í sömu gröfina. Eftir þau lifði ný-
fædd dóttir, sem var alin upp eins og tökubam
hjá móðurbróður sínum eða ekkju hans, Mrs.
Reed í Gateshead. Brá þér, heyrðirðu eitthvað?
Líklega rottur, eg lét smíða þetta skólasetur
úr hlöðu, og rottur halda sig oft í hlöðum.
Þegar tökubarnið var tíu vetra var það sent
í skóla, sem þú kannast við, Lowood, gekk
þar svo vel, að hún fekk kennarastöðu að
loknu námi, eins og þú. Satt að segja finst
mér eitthvað líkt með ykkur. Hún fór þaðan
að kenna barai á ríkisheimili — rétt eins og
þú — fósturbarni einhvers Mr. Rochesters.”
“Mr. Rivers!” sagði eg.
“Eg get nærri hvernig þér er innan-
brjósts,” svaraði hann, “stiltu þig um litla
stund, sagan er bráðum búin. Eg er ókunnug-
ur Mr. Rochester, veit aðeins að hann bað sér
þessarar stúlku, og að hún fekk að vita, þegar
hún stóð fyrir altarinu, að hann átii aðra
konu á lífi, þó brjáluð væri. Hvað hann vildi
til bragðs taka eða hvernig hann hegðaði sér
•eftir á, um það verður aðeins getum leitt, en
rétt um það leyti kom nokkuð fyrir, sem olli
því, að farið var að spýrjast fyrir um stúlk-
una, en þá var hún horfin, hafði farið frá
Thornfield Hall á næturþeli og fanst ekki,
hvemig sem leitað var. En nú var rekið hart
eftir leitinni um alt land og auglýsingar settar
í blöðin, og eg fekk sjálfur bréf frá Briggs
nokkrum í Lundúnum með fyrirspurn og til-
kynningu um árangurslausa leit. Er ekki
þetta undarleg saga?”
“Segðu mér aðeins eitt, úr því þú veizt alt,
þá geturðu sjálfsagt sagt mér það. Hvað er að
frétta af Mr. Rochester? Hvar er hann og
hvernig líður honum?”
“Eg veit als ekki neitt um Mr. Rochester,
hann er ekki nefndur í bréfinu nema til þess
ólöglega og falsfulla bragðs, sem eg gat um.
Þú ættir heldur að spyrja um nafn kenslu-
stúlkunnar og hvernig á því stendur, að hún
þarf að finnast.”
“Fór þá enginn til Thomfield Hall að finna
Mr. Rochester?”
“Ekki hugsa eg.
“En var honum ekki skrifað?”
“Vitaskuld.”
“Og hvað sagði hann? Hver hefir bréfið
frá honum?”
“Mr. Briggs segist ekki hafa fengið svar
frá honum, heldur konu að nafni Mrs. Fair-
fax.”
Mér varð mikið um þessa frétt, þóttist
vita, að það hefði framkomið, sem eg kveið
mest, að Mr. Rochester hefði farið úr landi og
þotið til sinna fyrri stöðva, úrvinda af örvænt-
ing. Og hverrar svölunar hann myndi þar
leita í þjáningu sinni — hvert stefna sínum
miklu ástríðum, um það þorði eg ekki að
hugsa. Ó, vesalings húsbóndi minn, hann
hafðj eg oft kallað elsku Edward! og eg var
rétt komin að því að verða konan hans!
“Hann er vfst alt annað en vænn maður?”
mælti Mr. Rivers.
“Þú ert honum ókunnugur — þér fer bezt,
að fella engan dóm á hann,” svaraði eg, ein-
arðlega.
“Svo má vera,” mælti hann, “enda hefi eg
um annað að hugsa en hann; eg þarf að ljúka
við sögu mína.” Hér með tók hann miða upp
úr veskj sínu, sem eg þekti að var sá sami og
hann hafði rifið af örkinni daginn áður og hélt
honum fyrir augunum á mér. Þar stóð ritað
með minni eigin hendi mitt eigið nafn: Jane
Eyre, sem eg hafði skrifað þar, sjálfsagt í
hugsunarleysi.
“Þetta er nafnið á stúlkunni, sem alstaö-
ar er verið að leita að, en Jane Elliot heitir sú,
sem eg þekki. Eg skal játa, að eg var ekki
grunlaus, en í gær fekk eg að vita vissu mína.
Þú kannast við þitt rétta nafn og hafnar dul-
nafninu?”
“Já, já, hvar er Mr. Briggs? Hann veit
vafalaust meira um Mr. Rochesiter en þú.”
“Briggs er í Lundúnum, en vafasamt að
hann viti neitt um Rochester, kærir sig víst
ekki mikið um hann, heldur um þig. Langar
þig ekki til að vita, tii hvers hann vill finna
þig?”