Heimskringla - 26.09.1934, Blaðsíða 5

Heimskringla - 26.09.1934, Blaðsíða 5
WNINIPEG, 26. SEPT. 1934 rlEIMSKRÍNGLA 5. SIЗ asia og máttugasta lýsing á bar- áttu og sigrum norrænna frum- fcyggja í Vesturheimi í skálci- sögunni Giants in the Earth eft- ir Norðmanninn, góðvin minn og fyrrum samverkamann í St. Olaf College, prófessor O. E. Rölvaag, sem lézt fyrir nokkr- um árum. Með regindjúpum skilningi og máttarvaldi afburða ritsnillings, sem sjálfur hafði verið fcluthafi í kjörum frum- byggjanna, er þar lýst þátta- mörgum gleði- og harmleik landnemalífsins, örðugleikum og sigurvinningum frumbýlings- áranna, glímunni löngu og ströngu við ræktun fangvíðrar sléttunnar; en saga þessi gerist í Suður Dakota. Harmsefni er það, að enginn íslendingur hef- ir, enn sem komið er, innt af hendi, með sambærilegri rit- snild, samskonar hlutverk í þágu þjóðsystkina sinna, eins og Rölvaag vann frændum okk- ar Norðmönnum í hag með nefndu afbragðsriti. Þess er þó að minnast, að frú Laura Good- man Salverson steig spor í þá átt með skáldsögunni The Vik- ing Heart. Engu að síður, bíð- ur íslenzkt landnemalíf í Vest- urheimi enn, í álögum, síns konungssonar, sagnaskáldsins, sem hefji það upp í æðra veldi ódauðlegrar snildar máls og mynda. Fyi-st svo standa sakir, vil eg endregið hvetja unga Vestur-íslendinga til að lesa gaumgæfilega umrædda skáld-, sögu Rölvaa,gs, hafi þeir ekki þegar gert það. Fyrst er það, að margt er líkt með skyldum, íslendingum og Norðmönnum; og annað hitt, að líf frumbyggj- anna vestan hafs var mikið til samskonar stríðs og sigursaga, hvort sem var austur á Dakota- sléttunum eða vestur við Kyrra- haf, og hver kynstofn, sem í hlut átti. Aðalatriðið er, að Vestur-ís- lendingar fái sem gleggsta og réttasta fræðslu, eigi aðeins um uppruna sinn og ástæðurnar til þess, að feður þeirra og mæður fluttust hingað til lands, heldur einnig um íslenzkt frumbyggja- líf hér í álfu, því að það var svo merkilefet um margt, svo auð- ugt að því, sem hitar manni um hjartarætur og hleypir kappi í kinn, að minningin um það má ekki glatast hjá afkomendun- um. Annars verða þeir fortíðar- lausir, rótlausir kvistir í mold þessa lands; því að úr frum- byggjalífinu íslenzka hérlendis liggja þræðirnir beint til ætt- jarðarinnar og til sérkennilegrar menningar sem lifað hefir og blómgast á landi okkar frá landnámstíð. Það er alvarlegt umhugsun- arefni, ef það er satt, eins og látið hefir verið í ljósi af ýms- um ,aö frumbyggjasaga Vestur- íslendinga, og þá einnig rækt- arsemin við íslenzkar erfðir, sé hraöförum að falla í gleymsku hjá yngri kynslóðinni, að þurk- ast út úr meðvitund hennar. Við það verður yngri kynslóð íslend- inga hér í álfu eigi aðeins snauðari að sjálfsþekkingu, heldur snýr hún jafnframt bak- inu við þeim lífslindum, sem feður hennar og mæður, og þeirra forfeður, hafa nærst af og þroskast við, í blíðu og stríðu, öldum saman. Allir eru sammála um, að frumbyggjarnir íslenzku vestan hafs hafi yfirleitt gengið sigr- andi af hólmi í brautryðjenda- baráttu sinni, verið löngum hvorutveggja í senn góðir synir ættjarðarinnar og trúir fóstur- synir kjörlands síns, Bandaríkj- anna og Canada; og landnáms- konurnar íslenzku eiga engu minna hrós skilið fyrir þeirra framgöngu og trúleik í starfi á erfiðum landnámsárunum. — Landnámsmexmirnir og land- námskonurnar íslénzku hafa látið niðjum sínum í arf eftir- dæmi, sem verðugt og gagnlegt er að hyggja að oftar en á þjóð- hátíðardögum. Þá verður manni óðar og fljótar á að spyrja: — Með hvaða vopnum unnu frumbyggj- arnir íslenzku hér í álfu svo glæsilegan sigur í viður^igninni við hinar andvígustu aðstæður? Alkunnugt er, að þeir riðu ekki feitum hesti í hlað hvað fjár- hag snerti, að minsta kosti ekki allur þorri þeirra. Afli auðsins var því ekki til að dreifa; né heldur mannaflanum. Það, sem bar þá fram til sigurs, var vega- nestið frá ættjörðinni, íslenzkur manndóms og menningararfur. Þaðan höfðu þeir hitann úr þeg- ar naprast næddi og hvassast iblés í fangið. Þetta er sam- hljóða vitnisburður þeirra, sem kunnugastir eru af eigin reynd íslenzku frumbýlingslífi í Vest- urheimi og sögu landnemanna. Hollra áhrifa andlegs íslenzks [umhverfis, íslenzkra manndóms- hugsjóna og menningarlegra erfða, gætir einnig sterklega í lífi og afrekum margra af fyrstu kynslóðinni, sem ólust upp við íslenzkar menningarlindir í bygðum Islendinga hér vestan hafs. Ýmsir af þeirri kynslóð hafa eins og víðkunnugt er orðíð borið fána okkar fram til sigurs á skeiðvelli alþjóða samkepni varðveitt þrautreynd íslenzk skapeinkenni — hreysti, dáð og drengskap — reynst trúir hinu göfugasta í ættarerfðum sínum. Lögeggjanin hljómar því í eyrum hinna, sem á eftir hafa komið, sér í lagi til yngri kyn- slóðarinnar: Hvað er orðið okk- ar starf? Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg? — Fara áhrif og orðstír íslendinga í landi hér mínkandi eða vax- andi? Tala ekki til okkar vest- an hafs þessar Ijóðlínur Davíðs Stefánssonar, sem beint er til • heimaþjóðar okkar: “Nú fækkar þeim óðum, sem fremstir stóðu, sem festu rætur í íslenzkri jörð, veggi og vörður hlóðu, og vegi ruddu um hraun og skörð, börðust til þrautar með hnefa og hnúum, og höfðu sér ungir það takmark sett: að bjargast af sínum búum og breyta í öllu rétt”. Fullviss er eg þess, að Vestur- íslendingar (og eg segi það einkum með hina yngri í huga) eiga enn líkamlegt og andlegt atgerfi fyllilega á við aðrar þjóðir. Enda væri ósanngjamt að neita því, að sumir í hóp yngra fólksins okkar á meðal hafa skarað fram úr á starfsviði sínu, orðið þjóðbrotinu íslenzka hér í álfu og ættjörð þeirra til sæmdar. Samt fæ eg ekki varist þeirri hugsun, að metnaöur og fram- sóknarhugur fari þverrandi hjá okkur íslendingum vestan hafs samanborið við það, sem var hjá landnemunum og fyrstu kyn- slóðinni. íslenzku blöðin hér- lendis flytja nú færri frásagnir af framúrskarandi sigurvinning- um á mentabrautinni heldur en var íjt á ámm. Allvíða þar, sem eg þekki til, er aðsókn Is- lendinga að æðri mentastofnun- um ekki að sama skapi og fyr var; skal það jafnhliða játað, að erfiðleikar tímanna eigi þar einhverja sök í. Raddir heyr- ast einnig um það, að íslenzkur áreiðanleiki f viðskiftum, og þar með íslenzk sjálfsvirðing, fari þverrandi. Treysti eg því, að sá ávæningur sé orðum aukinn. því að það er gömul íslenzk höf- uðdygð, “að standa við öll sín heit”. En sé nú það, sem hér hefir verið sagt u'm okkur íslendinga vestan hafs, á rökum bygt, verð- ur manni að halda, að mínkandi íslenzkur metnaður og fram- sóknarhugur, minni aðsókn að æðri skólum, vaxandi kæruleysi í viðskiftum og þverrandi sjálf- bjargarviðleitni, sé eigi eingöngu breyttum aldar- og hugsunar- hætti að kenna, heldur standi slík hugsun okkar á meðal í sambandi við vaxandi vanrækslu á þeim menningarlegu erfðum íslenzkum, sem reynst hafa heima,þjóð . okkar, íslenzkum frumbyggjum hér í álfu og fyrstu kynslóð okkar auðug- astar lífs og framsóknar upp- sprettur. En af því leiðir þá hitt, að við, sem eldri erum og berum skyn á frjómagn og þroskamagn andlegra íslenzkra erfða, eigum að kosta kapps um, að beina hugum yngri kyn slóðar okkar að þeim orkulind- um, á sem hagkvæmastan og á- vaxtaríkastan hátt, bjóða yngri kynslóðinni fræðslu í þeim efn- um á því máli, sem henni verð- ur notadrýgst til lærdóms og þroska. Við íslendingar í landi hér erum eins og álfkonan í þjóð- sögunni, sem átti sjö börn í sjó og sjö á landi, og átti móður- skyldur að rækja við hvoru- tveggja. Við skuldum landinu, sem við búum í, alla þá hollustu og alt það nytjastarf, sem við eigum yfir að ráða; en við skuldum íslandi, ættjörð okkar, einnig trygð og rætkarsemi, því að hún gaf okkur sjálfa okkur, beinlínis eða óbeinlínis. Mér kemur í hug sögukorn, sem eg heyrði eitt sinn og var á þessa leið. Maður nokkur kom þar að, sem verið var að byggja dómkirkju. Hann var maður fróðleiksgjarn. Sneri hann sér því að einum verkamanna og spurði hann: “Hvað starfar þú hér?” Sá hinn sami svaraði um hæl: “Eg er steinhöggvari og vinn að iðn minni”. Að- komumaður spurði þá annan verkamanna: “Hvað gerir þú?” Ekki stóð á svarinu. “Eg flyt steina að byggingunni og fæ þrjá dollara á dag’’. Beindi að- komumaður þá spumingu sinni að þriðja verkamanninum. Sá rétti úr sér og var metnaðar- hreimur í rómnum er hann svaraði: “Eg er að hjálpa; til að byggja dómkirkju”. »Hvort sem við gerum okkur fulla grein fyrir því, eða ekki, erum við starfsmenn að bygg- ingu menningarmusteris í landi hér. En því aðeins leggjum við fagra og varanlega steina í þá höll, að við varðveitum og á- vöxtum hið göfugasta í sjálfum okkur og menningarlegum erfð- um okkar. bókum á íslenzku með því að Hún verður flutt á Þjóðminja- nota blaðið, að minsta kosti (safnið. fyrst um sinn, til íslenku kensl-1 * * * unnar, á skólanum hér í Winni- peg, og annarstaðar á meðal Vestu'r-íslendinga þar sem ís- lenzku kensla fer fram. Því vamlað hefir verið til þessa Hallgerður langbrók er aðalpersónan í leikriti Thit Jensen, er fékk hæstu verðlaun í leikritasamkepninni í Dan- blaðs af bestu föngum og þvíimörku um^daginn. Er látið stjórnað af manni sem flestum j mjbg af þ\ í, hve leikrit þetta fremur í hópi vorum, er fær um 1er tilþrifamikið. að tala máli æskunnar og ná | til skilnings æskulýðsins dr. óþurkar og vandræði Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Blrgfflr: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA Sigurði Júlíusi Jóhannessyni. Eins og mönnum er kunnugt, er íslenzku kenslan ókeypis. — Kennararnir gefa allan sinn tíma og leggja á sig erfiði og umstang málefnisins vegna. — Húsnæði og hiti unglingunum með öllu kostnaðarlaust. En við þennan skóla eins og alla aðra skóla verða nemendurnir að leggja sér til kenslubækur, sem í þessu tilfelli er blaðið sem kostar 50 cents yfir allan skóla tímann og er þá líka eign ungl- inganna frá byrjun. Það er Vissulega ekki hægt að segja, að slíkt sé hár, eða tilfinnanlegur kostnaður — ein Rvík 3. sept. ■ Munið eftir að til sölu eru á Frá Seyðisfirði símar frétta- skrifstofu Heimskringlu með af- ritari útvarpsins, að þar hafi fa,ls ver5i’ námsskeið við helztu verzlunarskóla bæjarins. Nem- endur utan af landi ættu að nota sér þetta tækifæri. Hafrð tal af ráðsmanni blaðsins. undanfarið verið svo mikhr ó- þurkar að fádæmum sæti. Síð- ustu' 16 sólarhringa hefir verið samfleytt rigning og oft stór- rigning. Hlýindi hafa verið og » * * aðeins tvisvar snjóað á háfjöll. Danskt Rjól til sölu Hey gerónýtast og fiskur þornar Dangkt nefntóbak { bitum eða ekki. Litlar gæftir hafa venð á gkor.g ffl ^ hjá undirrituðum sjo og afli lítill^og atvmnuleysi. panta má minst 50c virð. af skornu neftóbaki. Ef pund er Landmælingar pantað er burðargjald út á land Oberslautenant Jensen hefir Sendið pantanir til: veri á Seyðisfirði síðan 20. f. m. með 2 flokka landmælinga- 696 50 cents yfir allan skólatímann j manna, en verður lítið ágengt The Viking Billiards Sargent Ave., Winnipeg * * * — 2 cent á hvern kensludag, en þessi 50 cent verða að borgast fyrirfram. Foreldramir, eða að- standendur unglinganna verða að senda þau með 50 cent fyrir blaðið fyrsta daginn sem þau koma á skólann svo kenslan geti orðið þeim að fullum not- um. Munið eftir 20. október n. k. þá byrjar íslenzku kenslan. J. J. Bíldfell FRÁ ÍSLANDI fSLENZKUKENSLA Aftaka-regn Siglufirði 3. sept. Síðan klukkan 5 í nótt hefir verið aftakarigning hér á Siglu- firði slitalaust, og gífuregt vatnsrensli úr fjallinu. Eyrin er mestöll undir vatni ofan Lækj- argötu. Vatn rennur inn í hús og yfir götur. Margar smá- skriður hafa fallið úr fjallinu, en hafa ekki gert verulegt tjón. * * * Aurskriða fellur hjá Sauðanesvita Siglufirði, 4. sept. Aurskriða féll í gær á Sauða- nesi við Siglufjörð, rétt sunnan við vitann og svo nærri, að hún rann í kringum skúrinn, sem verkamenn við vitabygging- una búa í og ltringum vitavarð- ar íbúðarhúsið, sem nú er í vegna þoku. íslenzkir hestar til Þýzkalands “Endurminningar” Friðriks Guðmundssonar eru til sölu hjá höfundinum við Mo- zart, í bókaverzlun ó. S. Thor- ■ Rvík. 2. sept. geirssonar og á skrifstofu Hkr. Hingað komu til lands fyrir Fróðleg og skemtileg bók og nokkru síðan, tveir sendimenn afar ódýr. ..Kostar aðeins $1.25. frá þýzku stjóminni, Jager og ................................. Busch að nafni, í því skyni að _ athuga möguleika til að gera kaup á íslenzkum hestum. En það hefir komið í ljós, að í því umtali, sem orðið hefir við Þjóðverja um kaup á íslenzkum j hestum á árinu sem leið og í j þeim upplýsingum, sem gefnar hafa verið héðan, hefir verið gert ráð fyrir hestum ca. 56 þuml. á hæð að bandamáli, en það er meiri hæð en hægt er að , gera ráð fyrir yfirleitt á íslenzk- um hestum. Þjóðverjarnir tveir hafa veríð á ferð um sýslurnar austan fjalls og einnig norður í Húna- vatnssýslu og skoðað hesta. — j Eru þeir sæmilega ánægðir og í gær var gengið frá aðalatrið- um í samningi um kaup á 200 hestum 4—8 vetra til reynslu,! þó að því tilskildu, að samkomu lag verði um hæðina, en hún er minni en gert hafði verið ráð fyrir.' — Seljandi hestanna er Samband íslenzkra samvinnu-; félaga og ef samningurinn verð- ur samþyktur, verða þeir sendir J íslenzkukensla undir umsjón Þjóðræknisfélagsins hefst nú í haust, laugardaginn þann 20. október. Fyrirkomuagið verður hið sama og var í fyrra vetur. Kenslan fer fram undir stjórn sömu mannanna og í fyrra, þeirra séra Rúnólfs Marteins- sonar skólastjóra og Jóhanns G. Jóhannssonar kennara, og hún fer fram á sama stað og í fyrra í Jóns Bjarnasonar skóla. í ár eins og í fyrra verða allir kenn- ararnir, auk forstöðumannanna æfðir og alþektir kennarar, er í fleiri ár hafa haft þann starfa á hendi ,sem er afar þýðingar- mikið atriði, ekki aðeins í sam- bandi við íslenzku kensluna sjálfa, heldur og í sambandi við áhrif á hugsunarhátt og hegðun barnanna og unglinganna. Svo að hvert foreldri veit, að meðan að barnið þeirra er á laugar- dagsskólanum þá er það í góðra manna höndum. Á liðnum árum, þegar um ís- lenzku kensla hefir verið að ræða, þá hafa menn fundið til þess, að tilfinnanlegur skortur, var á kenslubókum, sem væru við hæfi barna og unglinga, sem hér eru fædd og alin upp. Til þess að reyna að bæta úr því, hefir Þjóðræknisfélagið ráð- ist í að gefa út blað, eins og fólki er nú orðið kunnugt og vonast til þess, að á sama tíma og blað það yrði börnum kær- kominn heimilis gestur, að þá gæti það líka bætt úr þörf þeirri sem hér er á hagnýtum kenslu- smíðum. Fór hún yfir land það, sem tekið var til ræktunar út seint í þessum mánuði. — handa vitaverðL verðið mun vera fremur gott, Talið er að skriðan sé um 200 en kaupin eru því skilyrði bund- metra breið og um l/2— 2 metr-íið að andverðið verði notað til ar á þykt l kaupa á þýzkum vörum. — Það Skriöan rann mjög liægt. ella mibændnr, sem eiga er talið að hún hefði sópað j verkamannaskýlinu og jafnvel' íbúðarhúsinu fram af bakkan- Rigning á ágústmánuði u °A rxiHÆs i -Bu,,nerS^«^ °f ,raintreeveo,tW6 ■“P"' W15V1 5ecretariai b°°'tcePYou mey practice. pominion5UP- marl, (o' 1 . , ^e0,Kirv6 rV>« nece^arJ -V* ,Ke clear- ande^eruné 'f' „. KeU Viere (or cWs« aie , nrition m tKose 'A>° P rott5b\e c\*o- our la'8Ci~ accommorUrr" rooms. CrKy student, f- OU,,tr>reá Don't erranged >\ ^ Dom- pu,°tó~^ inionPrmpe^ ^ ^ notKmg.an y a ■«* * TltrtmV'neJ"^!- staciy ® i m Carvada 5 ness efroen^^ >að fá hestana. * * greatest \jusiness < um, sem þarna er hár og snar- brattur. Hefði hún þá að sjálf- sögðu valdið manntjóni. í Reykjavík var úrkoman 65 mm., sem er nokkru meira en meðaltal ,en það er 52 mm. í Heysátur stóðu á nýræktinni j ágúst mánuði var hér alls 11 og rann skriðan kringum þær, rigningarlausir dagar. án þess aö flytja þær úr stað., * * * Standa þær Þar upp úr aursvæC ; kom e|dur mu. ---- Djúpt gil, nefnt Herkonugil,1 UPP f hlöðu Þorsteins Björns- er á veginum milli Engidals, þar,sonar kaupm. f Hafnarfirði og MAIL THIS COUPON rO-OAYL To tKe Secretary : •ot Dominron Ðusiness College Winnipeg, Manitobe WitKout obligation, please send me full particulars of your courVes on“Streamline” busmess treining. sem vitinn stendur og Dalabæj- ar, sem stendur sunnar. Þar féllu einnig skriður og tóku af veginn á kafla. Grófu þær nið- ur gilið um marga metra og má það nú heita ófært mönnum og skepnum. Skriðuhlaupin ollu eigi slys- um, hvörki á mönnum né skepn- um svo vitað sé, en sjón af skemdum þeirra er mikið. * * * i Útskorin eikarfjöl fanst nýlega í kirkjugarðinum á Víðimýri. Er hún með upp- hleyptri engilmynd og blómum, máluðum, og á henni stendur með upphleyptum stöfum: Made Ragnhildur Jonsdotter j 1732. Er fjölin því rúmlega 200 ára gömul og lítið skemd að öðru leyti en því, að helmingur- inn hefir verið sagaður af henni. brunnu'úm 200 heyhestar. 6*/?cDominion BUSINESS COLLEGÉ j ÓN IH£ MA.U • WINfJIPEG Skjót, trygg og þægileg ferð með Canadian Pacific Steamships Þegar þér fariff aff hugsa um aff helmsækja kunningja yffar á fslandi um jólin, ættuff þér aff sjá oss og gera strax ráðstafanlr um þaff. Sigling-ar eru á fárra daga fresti. Þriffja pláss farrými frá Montreal til Reykjavik: Affra leiffina .........$111.50 og yfir Fram og til baka .......$197.00 og yfir Frekari upplýsingar fást meff því aff finna agent vom f plássinu effa skrifa: R. W. Greene G. R. Swalwell J. B. McKay 106 C.P.R. Bldg. C.P.R. Bldg. King and Yonge Sts. Edmonton, Alta. Saskatoon, Sask. Toronto, Ont. W. C. CASEY, Steamship General Passenger Agent 323 Main St. — Winnipeg, Man. CANADIAN PACIFIC STEAMSHIPS

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.