Heimskringla - 10.10.1934, Side 2

Heimskringla - 10.10.1934, Side 2
2. SIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPBG, 10. OKT. 1934 HVAÐ SKAL ÞÁ ÞAKKA? Ræða flutt á Þakkargjörðarhá- tíð í Sambandskirkju 8. okt. af Bergthor Emil Johnson Það er erfitt að flytja ræðu um það efni sem okkur öllum ætti að vera efst í huga á þess- um 'degi, að flytja þakklæti á þessum tímum, þegar — Völd, metorð, veraldarauður, Er heimsins heilaga þrenning. Að sjálfsögðu verður fyrsta spumingin sem kemur í huga okkar þessi — Hvað á að þakka? Um mannheim geisar hinn grimmi frostavetur, Sem gnístir tönnum og synjar um húsaskjól, Sem skrifar á hjaraið skortsins rúnaletur Úr skuggum dauðans, en byrgir lífsins sól. Þegar nær fjórðúngur alls fólks í landinu er fæddur og klæddur af náð stjórnarvalda eða með hjálp skyldmenna, sem sjálf berjast í bökkum, og engin sjáanleg líkindi fyrir að bráð bót geti á því orðið, er þá ekki full ástæða fyrir að óhug slái almenning yfirleitt. Það er bamaskapur einn að telja sér trú um að tímar séu að batna og við séum komin yfir brattan, i á meðan ekki er hægt að benda á nein gagnleg rök því til sönn- unar, eða merki er bendi í átt- ina til betrunar undir því fyrir- komulagi sem nú ríkir. Okkar leið'andi menn, og þeir sem með völdin fara, eru eins ráðþrota nú og þeir voru fyrir fjórum árum síðan. Vélakraftur hlýtur að fyrirbyggja atvinnu verkalýðs- ins svo lengi sem hann er not- \ aður aðeins til ágóða í staðinn fyrir að vera notaður til að auka h'fskjör og fullkomna líf manns- j ins hér á jörðu. Getum við þakkað slíkt? Frá þeirri ríkjandi reglu enginn hopar Að raka og safna uns hlaða hans er full, Og alla vöru sem keypt var fyr- ir kopar, Vill kaupandinn aðeins selja fyrir gull. Sé gróðavon að geima hinn mikla forða Þá græðir hann mest og sveltir heiia þjóð. Við hlöðúveggina verða menn hungurmorða. landsins er í höndum á 5% af fólksfjölda, svo að um 95% af fólkinu verður að fleyta sér eins og það bezt getur á 10% af ajúðlegðinni. Hver einstakl- ingur sem fæðist á heimting á óhultleik til lífsviðurværis, á rétt á nauðsynjum lífsins eða tækifæranna til að afla þeirra. En í stað þess fæðist hvert barn í landinu með meir en $600.00 skuld á herðum sér og enga framtíðarmögulegleika að geta létt af sér þeirri byrði. — Hvert bam hefir tækifæri til skólagöngu, hver einstaklingur er nær fullorðins aldri hefir at- kvæðisrétt og hver manneskja samkvæmt lögum landsins á að hafa að minsta kosti fullan rétt fyrir dómstólum landsins — en aðeins smár hlúti fólksins hefir nokkurt tækifæri til að fá at- vinnu til að framfleyta lífi sínu Og sinna. Getum við þakkað slíkt? Böl heimsins nú, er ekki á sviði viðskifta eða peninga, heldur mannlegt. Þúsundir unglinga koma úr skólum landsins árlega með það eitt blasandi framundan að verða andlegir og líkamlegir þurfal- ingar. Þeim hverfur æskunnar yndi, Hinn ólgandi hlátur í gleðinnar borg, Sem horfa af hugans tindi Á heimsins kvalir og sorg. Við heyrúm mikið talað um að halda viðskifta og skulda samninga milli einstaklinga og þjóða. Með öðrum orðum, alt sem að peningum lítur verður að koma fyrst en fólkið sjálft og nauðsynjar þe&s á eftir. En það eru samningar, vinir mínir, aðr- ir en þeir sem eg mintist á, helgir samningar, svo helgir, að hver kynslóð sem dirfist að brjóta þá, hlýtur að tortímast. Það eru samningar sem mann- félag heimsins hefir gert við h'f- ið sjálft. Þeir voru dregnir upp að morgni tilverunnar, undir- skrifaðir með hendi náttúrunn- ar og eiðfestir með varanlegleik eilífðarinnar. Foreldrar undir- rita þennan samning enn. — Samkvæmt boðorðúm lífsins undirgangast þau að fæða, klæða og skýla böra sín og gera þeim mögulegt að njóta lífsins. Það er betra að allir aðrir samningar séu rofnir en að einn stafur úr þessum samnir.g falli burt. Hin æðsta list er að lifa Og logana kinda í mannanna sál. Það er sá stóri annmarki á fyrirkomulaginu, að gullið situr á fyrirúmi fyrir öllu öðru. Það verður nærri skylda hvers og eins að hafa af hinum alt sem hægt er, og alt er miðað við á- góðan, en manngildið og lífið sjálft er fórnfært á altari Mam- mons. Um 90% af allri auðlegð Þeir sem völdin hafa og stjórna og leiða, fyrst þeir hafa, annaðhvort af skammsýni og þróttleysi, eða bókstaflega ekki viljað reyna nýjar leiðir, hljóta að standa andsvarlegir til þeirra þúsunda sem hafa ekki tækifæri til að bjarga sér, til þeirra þús- unda, sem geta bjargað sér af skornum skamti aðeins, og til þeirra þúsunda æskulýðsins, sem verða að bera allan bagg- ann og taka við afglöpum þeim sem fráfarandi kynslóðir af- henda. Eða er hægt að skella skuldinni á mannfélags fyrir- komulagið og þá sem mæla því bót þrátt fyrir augsýnilega vönt- ún á bót og betrun. Ef svo er þá getum við sannarlega ekki þakkað í dag fyrir slíkt fyrir- komulag sem mennimir í sinni fávizku og hugsjónaleysi hafa bygt og eflt þangað til ástandið er orðið óbærilegt. HVAÐ SKAL ÞÁ ÞAKKA? • Fyrst og fremst fyrir þær alsnægtir sem ríki náttúrunnar hefir úthlutað mannanna börn- um. Auðsjáanlega hefir tilver- an ætlast til að hverri manns sál, yrði fullnægt, andlega og líkamlega. Þetta land hefir nógan efnivið til að byggja ko&tulegt heimili fyrir hverja fjölskyldu, þetta land framleiðir yfirgnæfandi matvæli til að fæða ríkuglega hvert manns- bam og vélakraftur landsins getur búið til nóg klæði til að skýla hverri manneskju fyrir hvaða veðri sem er. Og getur nokkúr komið með röksemda- leiðslu, er mæli á móti því að þetta sé gert, fyrst öll tæki eru •til þess, og augsýnilega búið svo út af völdum náttúrunnar að það sé notað. Sá verður að glíma við gátur Sem greina vill dýpstu rök. Við skulum af einlægum hug þakka þenna mikla auð náttúr- unnar sem mönnunum er látinn í té ef þeir aðeins kúnna og vilja hagnýta sér hann á rétt- látan hátt. Við skulum þakka fyrir æsk- una sem ber fána framtíðarinn- ar í skauti sér, æskumanninr., hann, Sem eldinn á í hjarta óhikandi og djarfur gengur út í myrkrið ógna svarta eins og hetja og góður drengur. Hann á lönd til ystu ósa elfur fo&sa og hæstu tinda. Hann á eldfjöll öll sem gjósa ofurmætti hafs og vinda. Angan hinna rauðu rósa, regns og sólar gróðrar mátt, hamingjunnar hjartaslátt, húgsjónanna andardrátt, draumanætur, daga ljósa, djúpsins gull og loftið blátt. Við verðum að horfa til æsk- unnar til að lyfta heiminum úr foræði fáviskunnar og gæfu- leysisins sem hann er faliinn í, æskunnar sem þorir að feta nýjar leiðir, æskunnar sem eygir hinn nýja dag sem nóttinn er að skapa. Æskan er að vakna tii meðvitundar um það óréttlæti sem framið hefir verið, og það ósamræmi sem í núverandi fyr- irkomulagi ríkir. í öllum löndum rís andinn nýjiþakklát í dag fyrir ljós frelsis- FRÁ ÍSLANDI Gegn valdhafans vígi, Sem ver sig blindur í eigin sök. Æskúnni er oft borið það á brýn að hún sé trúlaus. En svo er alls ekki. Hún afneitar að vísu trú kreddu og hindurvitna sem ei lengur er í samræmi við hugsunarhátt þessarar aldar. — Hin uppvaxandi kynslóð dýrkar þann Guð sem býr í hjörtum mannanna og starfar í sam- ræmi við tilgang tilverunnar en ekki í mótsetning. Tri'x æsk- unnar vill útrýma tveimur stærstu bölúm mannkynsins, stríðum og fátækt. Hún sér Guðsríki mitt á meðal okkar ef við aðeins höfum hugsjónir og þrek að efla það. Framtíðar trú hinnar uppvaxandi kynslóð- ar 'verður að starfa að velferð mannfélagsins en ekki að henda teningskast um kreddur; hljótum að *>akka solargeisla og hindurvitni trúfræðinnar. j hins daSs er sáum' Við hljótum að þakka hin fyrstu TT ! spor er við stigum, þróttinn sem , ,, . j við fundum streyma um hkama , S,æ ,.n.,? . okkar, vonina og hugrekkið í sambandi lífsms við Guð, og ’ ,T. ,, ,, _.. j sem fylti sal okkar. Gongu ] æskuáranna; hver nýr dagur í færði nýtt fjör og nýtt Ijós, hver Hin nýja braut æskunnar er n6tt kom með nýja drauma og krossferð trúarinnar til að nýjar þrár Hyerju gkýji sorg_ •byggja nytt mannfélag, þar sem arinnar fy]g(Ji gói gleðinnar> f æðsta boðorðið er lif mannsins ins og vonarinnar. An þeirra væir þessi veröld myrk og snauð. Minnihluta maðurinn stendur á sínum eigin merg og segir: Eg hata hinn þýlinda þræl, Hinn þróttlausa örkvisa lýð, Hið andlega útburðarvæl og eílinnar hræsni og níð. Eg söðla minn svanhvíta hest, Tek sverð mitt og skjöld minn og hlíf. Eg ræðst ei á gangandi gest, Eg gef hinum fátæka líf. Og þá síðast að þakka hið mikla æfintýr, æfintýr h'fsins. Hvað er lífið? Því getum við ekki svarað, en ekkert okkar vildi hafa án þess verið og við hljótum að þakka það. Við og lífsnauðsynjar hans. gegnum hvert drunga tár gægð- ist bros friðarins. Getum við Skært geta leiftrin logað, Liðin og myrkvuð ár Birtast í blárri móðu Sem bros í gengum tár. Bak við heilaga harma Er himininn altaf blár. Við skulúm þakka fyrir það annaS gn þakkað það alf? _ Ijós sem lysir æskunm á þessan Ful]orðins árin {ærðu. nýja hug_ nyju veg erð. sjóna heima, meiri þekking, meiri þrótt, meiri von, meira i ljós að leita og finna. Við fundum aflið í vöðvum og slyi*k- | inn í sál að sigra heiminn, að þræða braut réttlætisins og sannleikans, að greiða götu veg- farandans, að umbæta mannfé- lagið, að lyfta anda okkar til Það er tiltölulega fámennur undraheima og byggja Gnðsríki hópur nú sem vill fylkja liði og ,hár á jQrg_ yið mættum mót- leita að nýjum leiðum. En þeim striti og erfiðleikum. hóp fjölgar óðum. Það eru yið f5rum um ógöngur lýginn- minnihluta menn sem starfa í ar og hræsninnar, ógöngur öf- myrkrinu en horfa mót nýjum undai.( fávísi og græðgi. Við lærðum að þekkja galla manns- sálarinnar og við lærðum líka Píslavottar með bogin bök að þekkja göfuglyndi, kærleika Sem í brjóstfylking sannleikans og yl vináttunnar. standa. j Mig langar til að lesa fyrir Þeir sjá og skilja óréttlætið'ykkur ofurlítið kvæði eftir og ósamræmið sem ríkir, og Davíð Stefansson sem heitir - þeir hafa djörfúng og dreng- Er árin færast ~ Það eru lyndi að leggja á sig þrautir og sPurningar leitandi hugsjóna erfiði, og taka möglunarlaust á manns um ráðSátur lífsins- ~ náóti ásökunum og spotti þeirra SPurninSar sem viö getum öll sem ekki vilja, sjá og skilja, til spurt’ °S *Uduto að við gætum svarað: að starfa lagsins. að velferð mannfé- Það bindur þá heilagt bræðralag Sem boða hinn nýja anda. Það er hlutskifti minnihluta mannsins á öllum öldum að Er árin færast yfir — Er árin færast yfir, vaxa sviði og sár. Með hverri nótt, sem nálgast, falla fleiri tár. þræða veg réttlætisins og sann- —úfa sumir lengur en í leikans, framfaranna og frelsis- hundrað ár? ins, og vanalegast erú launin fómfærsla og sjálfsafneitun. En Ef gleði og gæfa hverfa eins og þeir hef ja hugsjónimar og ryðja I sól í sjá, veginn til víðáttumeiri og hærri Og baraið, sem að brosti, gráta heima. Við skulum vera þeim í myrkri má, —Því fæðist þá í sálum manna sólskinsþrá? Merkur maður sjötugur Þorleifur Jónsson, fyrverandi alþingismaður á Hólum í Horaa- firði, varð sjötugur 21. f. m. Hann var fyrst kosinn alþing- ismaður 1908 af Austur-Skaft- fellingum og hefir síðan óslitið setið á þingi til 1933, eða í 25 ár, fyrir sama kjördæmið. — Lengur gaf hann ekki kost á sér til þingmensku, og var þá elzti sonur hans kjörinn þingfulltrúi fyrir Austur-Skaftafellssýslú í stað föður síns. Þorleifur hefir gegnt margvís- legurn störfum fyrir sveit sína og sý&lu. Svo mikils trausts naut hann meðal flokksmanna sinna á þingi, að honum var um langt skeið falin formenska Framsóknarflokksins. Víðsýni og frjálslyndi einkendu öll þing- störf hans frá því fyrsta til hins síðasta. Núverandi formaður Fram- sóknarflokksins, Jónas Jónsson, minnist Þorleifs á 70 ára af- mæli hans meðal annars á þessa leið í Nýja dagbl.: “Þegar litið er yfir hina löngu og giftusamlegu stjórnmálastarf semi Þorleifs Jónssonar, kemúr í ljós, að hann/ hefir aldrei brugðist stefnu sinni, kjósend- um, samherjum eða héraði, og kjósendur hafa aldrei brugðist honum. Það er örugt samband orsaka og afleiðinga. Gæfa og gengi Þorleifs Jónssonar er ekki tilviljun ,ekki dráttur í tombólu eða happdrætti þjóðmálalífsins. Gifta hans er bein afleiðing af manndómi hans og drengskap. Aldarfjórðungsstarf hans á Al- þingi er lifandi sönnun þess, að landsmálabarátta á íslandi er enn, hvað sem ókunnugir segja, bezt rekin og með mestri far- sæld fyrir land og þjóð, ef eig- inhagsmunabarátta og persónú- legir dutlungar eru látnir hvíla utan vígvallarins.” ■— Dagur. * * * Frá kjötverðlagsnefnd Akureyri 1. sept. Kjötverðlagsnefnd átti fund með sér í gær og ákvað þar, að verðjöfnunargjald á öllu sauðfjárkjöti skuli vera 6 aurar á hvert kg. Ennfemur var á- kveðið heildsöluverðið á öllum verðlagssvæðúm, og er það frá kr. 1.30 til kr. 1.40 fyrir kg. Á verðlagssvæðinu hér verður það kr. 1.30, nema á Akureyri kr. 1.35. * * * Köttur gerir aðvart um eldsvoða Akureyri 1. sept. í fyrrinótt kom upp eldur í Hafnarfirði, kviknaöi í hey- hlöðu. Kona, að nafni Sigríður Sigurðardóttir, varð fyrst manna eldsins vör, á þann hátt, að köttúr hennar vakti hana með mjálmi og linti ekki lát- um, fyr en hún fór á fætur til eftirgrenslunar. Sá hún þá reyk mikinn úr .hlöðúnni og gerði vart við eldinn. I HÆZTA MÁTA FULLNÆGJANDI Og Poker Hands einnig Það borgar sig að “vefja sínar sjálfur” úr TURRET FINE CUT VINDLINGA TOBAKI Vér mælum með “CHANTECLER” og “VOGUE” vindlinga pappír | Ef hamingjan er hégómi og trygðin tál Og ólánseitri blönduð hver brúðarskál, —Því þráir hjarta hjarta og sála sál? Ef höllin hrynur eftir nokkur andartök, Og vinur leiðir vin í dauðans djúpu vök, —Því á þá ekki sorgin líka Ragnarök? Sviðinn vex og hrygðin við hvert hjartaslag, Og sorgin rennur saman við hvert Ijúflingslag, —Því fæðast menn og deyja ei sama sólskinsdag? Eg á ekkert betra svar við þessu kvæði en, að það er hið mikla æfintýr, æfintýr lífsins. Æfintýrið sem við öll þráum og erum öll þakklát fyrir, svo lengi sem æðar slá og hjartað bærist. Síldarafli Akureyri 4. sept. Á sunnudaginn var kvað út- varpið næga síld á Grímseyjar- sundi og sama fregn barst hing- að frá Húnaflóa. Komu nokk- ur skip til Siglufjarðar hlaðin síld, enda telja menn að næg síld hafi undanfarið verið fyrir utan, ef aðeins hefði gefið til að sækja hana. — Annars hefir afli verið mjög misjafn í sumar. Sum skipin hafa veitt vel, önn- ur illa, en að jafnaði mun hafa veiðst á skip um 1000—2000 tunnur, en hlútur háseta verið frá 60 upp í 400 krónur. * * * Frá Vopnafirði Akureyri 4. sept. barst útvarpinu sú fregn, að af undanförnum 39 dögum samfleyttum hefði aðeins einn verið þurr allur. Nýtingin hefir þá verið eftir því, en grasvöxtur er óvenju mikill. Fiskur hefir verið töluverðúr við fjörðinn, en gæftir mjög stopular.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.