Heimskringla - 10.10.1934, Síða 6

Heimskringla - 10.10.1934, Síða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. OKT. 1934 Jane Eyre eftir CHARLOTTE BRONTE Kristján Sigurðsson, þýddi ___________________________________________ “Örkumlaðan mann, tuttugu árum eldri en þú ert, sem þú verður að snúast fyrir og þjóna?” “Já, herra.” “Eir það víst, Jane?” “Sannarlega víst, herra.” “Ó, ljúfastan mín. Blessi þig drottinn og endurgjaldi þér!” “Mr. Rochester, ef eg hefi nokkumtíma gert góðverk á æfi minni, hugsað góða hugs- un, beðið einlægrar bænar og lýtalausrar, ef eg óskaði nokkurntíma þess sem rétt var — þá tek eg nú laun fyrir. Að vera konan þín er sú mesta sæla, sem mér getur hlotnasjt í þess- um heimL’’ “Af því að þú hefir unun af að láta á móti þér og fórna sjálfri þér.” “Fórna? Hverju fórna eg? Hungri og tek saðningu í staðinn, eftirvænting og fæ fullnægju í hennar stað. Að fá rétt til að taka í faðminn það sem eg hefi mestar mætur á — leggja varir mínar að því sem eg elska — hvflast á því sem eg treysti: er það að fóma sjálfri mér. Ef svo er, þá er mér unun að sjálfsfórn.” “Og þola vel breyzkleika mína, Jane, og líta sem minst á gallana.” “Þeir eru engir, það eg veit til. Mér þykir enn vænna um þig nú, fyrst eg get orðið þér að liði, heldur en áður, þegar þú varst stórlátur og sjálfum þér einhlítur, þegar þú hafnaðir öllu nema því að veita og vemda.” “Hingað til hefii' mér þótt ilt að láta hjálpa mér og leiða mig, héðan af sætti eg mig við það. Mér þótti betra að vera aleinn heldur en að kaupa sífelda þjónustu af öðrum; en af vikamýkt og nærveru minnar ljúfu Jane mun eg njóta óþrjótandi unaðar. Jane er við mitt hæfi, er hún ánægð með mig?” “Inn í instu rætur eðlig mins, herra.”” “Nú úr því svo er, þá er ekki eftir neinu að bíða, við skulum giftast strax. 'Hann var ákafur til orða og útlits, hans fyrra bráðlæti og ofsi var að gera vart við sig. “Við verðum að gerast einn maður tafar- laust, Jane, það er ekki annað en fá leyfis- bréfið, svo skulum við giftast.” “Mr. Rochester, mér varð litið á sólina, hún er farin að lækka á lofti og Pilot er labb- aður heim til matar. Lof mér líta á úrið þitt.” “Festu' það við belti þitt, Janet, eigðu það uppfrá þessu, eg þarf ekki á því að halda.” “Klukkan er orðin fjögur, herra. Er þig ekki farið að svengja?” “Á þriðja degi frá deginum í dag skal brúðkaupið standa, Jane. Skrautklæða þarf ekki við né gimsteina — alt þessháttar er ein- skis virði nú.’’ “Allir regndroparnir hafa þornað við varma sólar, herra; nú er blíða logn og hiti.” “Veiztu það, Jane, að eg hefi litla perlu- menið þitt um piinn horaða svíra? Eg hefi borið það síðan eina yndið mitt hvarf mér, undir hálsbindinu, til minja um hana.” “Við skulum fara skógarleiðina heim, þar er skuggasælla og svalara.” Hann sinti ekki því sem eg sagði heldur sagði til þess sem honum bjó í skapi: “Jane, eg vænti að þú haldir mig rakka trúlausan, en hjarta mitt er þrútið af þakklæti við góð- viljaðan guð, nú sem stendur. Hann sér ann- að en maður sér og miklu skírar, dæmir ekki eins og menn dæma, heldur langtum spakleg- ar. Eg gerði rangt: vildi spilla mínu saklausa blómi og flekka það sem hreint var: Þá kipti sá alvaldi því frá mér. En eg skaut við hörð- um svíra og fast að því bölvaði því hlutskifti; svignaði ekki fyrir dóminum heldur bauð byrg- inn. Drottins réttlæti fór sinna ferð, ólánið elti mig, eg var keyrður um skugga dali dauð- ans. Hans refsingar eru með miklu megni; ein laust mig og tók úr mér stórlætið fyrir fult og alt. Þú veizt að eg treysti vel kröftum mínum, en hvað eru þeir nú ,er eg hlýt að fá aðra til að stjórna þeim, líkt og bam vanmætti sínum? En nýlega, Jane ,mjög — mjög svo nýlega fór svo, að eg sá Drottins hönd í mín- um hrakföllum. Eg fór að kenna eftirsjár og iðrunar og óska að sættast við skapara minn. Það kom fyrir að eg baðst fyrir; mjög stuttar voru þær bænir en algerlega falslausar. “Fyrir nokkrum dögum, á mánudags- kveldið var, fekk eg skrítið kast, þá snerist reiði mín til hrygðar og örvæntingar. Mér fanst að úr því eg gat hvergi haft upp á þér, þá mundirðu vera dáin. Seint það kveld, skömmu fyri miðnætti, fór eg mjúklega bænarveg til Guðs, bað um, ef honum þætti svo vera mega, að eg mætti fara úr þessari veröld og fá að- gang að þeirri sem koma skyldi, þar sem eg mætti eiga von á að hitta hana Jane. “Eg sat við gluggann í stofu minni og naut blíðs andvara, þó engar sæi eg stjörnur og aðeins óskíra glætu af tunglsljósi. Eg þráði þig, Janet. Ó, eg þráði þig, bæði með sál og líkama! Eg krafði guð til svara, með angist , og auðmýkt, hvort eg hefði ekki nógu lengi kvalinn verið, hryggður og þjáður, og hvort eg mætti ekki sælu njóta framar eða friðar. Eg kannaðist við, að eg hefði unnið til alls sem á mig hefði lagt verið og kveinaði, að eg gæti varla meira borið; og þá brauzt ósjálfrátt fram af vörum mínum upphaf og endir minna hjart- ans óska, í þessum orðum —: Jane! Jane! Jane!” * “Sagðir þú þetta upphátt?” “Víst var svo, Jane, og með svo miklum ákafa og orku, að ef einhver hefði heyrt til mín, þá hefði sá haldið mig brjálaðan.” “Og- þetta skeði á mánudags kveld, skömmu fyrir miðnætti?” “Já, einu gildir um tímann, hitt var und- arlegt, sem á eftir fór. Eg þóttist heyra* svar- að með rödd sem eg þekti gjörla: “Eg er að koma. Bíddu Inín,” og skömmu síðar var sem orðin “Hvar ertu?” bærust til mín með blænum, ekki úr skógi ,heldur sem hljóðmál frá hæðum eða höfðum. Mér kom til hugar, að sálir okkap hefðu mæzt; vafalaust hefir þú þá verið í svefni, Jane, en sál þín reikað af tjaldbúð sinni til að hugga mig, því að svo sannarlega sem eg lifi þá var þetta þinn málrómur, sem eg heyrði.” Nú er sem lesarinn veit, að í það sama mund hafði mér birst það undarlega kall, sem fyr er frá sagt, og eg hafði svarað með til- greindum orðum. En eg duldi Mr. Rochester þessa, mér þótti samræmi þetta meiri furðu sæta og launungu en svo að fært væri að segja frá því eða tala um það. Ef eg færi að tala um þetta, þá yrði frásaga mín átakanleg fyrir hann; hugur hans var um of til þung- sinnis hneigður, af mótlæti, þar á var ekki bætandi dýpri sorta hins yfimáttúrlega. Því geymdi eg þessa atburði og hugði að þeim í mínu hjarta. “Nú máttu skilja,” mælti meistari minn, “að þegar þér skaut upp frammi fyrir mér, alveg að óvörum, þá átti eg bágt með að trúa að þú værir annað en raust og svipur, nokkuð er hverfa myndi og þagna, líkt og raustin og hennar bergmál hjaðnaði um lágnættið. Nú geld eg guði þökk, eg veit að svo er ekki. Já, Drotni þakka eg.” Hann rendi mér úr hnjánum á sér, stóð upp, beraði höfuð sitt, horfði sjónlausum aug- um til jarðar og baðst fyrir. Aðeins síðustu orðin heyrði eg. “Eg þakka skapara mínum, að hann í dómi sínum hefir munað eftir vor- kun. Eg bið frelsara minn gefa mér krafta til að lifa við meiri hreinindi eftirleiðis en eg hefi hingað til lifað!” Að því loknu rétti hann út hönd sína til að láta leiða sig þá ljúfu hönd tók eg og bar að vörum mínum, lagði hana svo yfir herðam- ar. Eg stýrði för hans og studdi hann. Með því móti fetuðuYn við heimleiðis. XXXVIII. Kapítuli Sögulok Lesari minn, eg giftist honum. Við þá át- höfn var fáment, aðeins prestur og meðhjálp- ari. Þegar heim kom frá kirkjunni, gekk eg til eldhúss; þar var María að elda miðdegis- matinn og bóndi hennar John að hreinsa hnífapör. Eg sagði: “María, eg giftist Mr. Rochester í morg- 'un.” Þau voru hvorugt svo gerð, að hrópa upp yfir sig ef þau heyrðu óvænta frétt, og þyrla þar á ofan yfir mann furðu sinni með mörgum orðum. María leit upp og horfði á mig æði lengi, með spóninn á lofti, sem hún hafði til að ausa lög yfir steikina og John frestaði sínu starfi álíka lengi. En er því hafði fram farið um stund, segir María: “Á, varstu að því, stúlka? Jæja, það er svo.” Hún sinti sínu starfi dálitla stund, bætir svo við: “Eg sá til þín fara út með húsbóndan- um í morgun, en ekki grunaði mig, að þú værir að fara til kirkju til að fá þér eigin- mann,” þar með tók hún til að ausa yfir steikina. En er eg leit á John, sem verið hafði heimiþsmaður Rodhester fólkd|ins mestalla æfi sína, þá náði bros hans eyrnanna á milli. “Eg fór nærri um hvað Mr. Edward mundi gera, eg vissi að hann mundi ekki vera lengi að hugsa sig um ,heldur. Og hefir ekki hlaup- ið á sig, það eg veit til. Eg óska þér til lukku, jómfrú!” Með það tók hann í ennistoppinn á % sér með kurteislegri prýði. Eg þakkaði honum fyrir og lagði vænan skilding í lófa hans .sagðist eiga að færa þeim þá gjöf frá Mr. Rochester. Skömmu seinna varð mér gengið hjá helgidómi þeirra og heyrði Maríu' segja bónda sínum sanninn, hvernig skoða bæri þessa ráðabreytni og nýju húsmóðurina. “Það er ekki að vita nema hún sé eins hentug kona fyrir hann eins og einhver höfð- ings stúlkan.’’ Og seinna: “Þó hún sé ekki upp á það fríðasta, þá er hún alt annað en fáráður og þar að auki vönduð manneskja; og falleg þykir honum hún vera, ekki er að tvfla það; minna mátti nú gagn gera.” Eg skrifaði frændfólkinu til, sagði því hvar komið var og af hverju eg hefði breytt ráði mínu. Systurnar létu sér afdráttarlaust vel líka og Díana sagði í sínu bréfi, að hún ætlaði sætinda vímunni tímann, að rjúka af, og þá kæmi hún að heimsækja mig. Eg las bréfið fyrir Mr. Rochester og þá talaði hann svo: “Henni væri betra að bíða ekki þangað til; ef hún gerir svo, þá bíður hún af sér færið, því að okkar hjúskapar hiti mun haldast alla okk- ar æfi, og mun ekki dvína fyr en yfir þinni gröf eða minni.” Ekki veit eg hvemig St. John varð við fréttina, hann svaraði ekki bréfi mínu, en misseri síðar skrifaði hann mér, nefndi þá ekki Mr. Rochester á rfafn né ráðahaginn, en vel stilt var það bréf og vinsamlegt, þó alvarlegt væri. Síðan hefir hann skrifað með vissu milli- bili, en ekki oft. Hann vonast til að mér líði vel og segist treysta því, að eg sé ekki ein af þeim sem lifi án Guðs í þessari veröld og hafa hugann aðeins á jarðneskum munum. Frá Adelu litlu er að segja, að ekki gleymdi eg henni. Eg bað bráðlega leyfis að mega vitja hennar og fekk það. Hún varð frá sér numin af gleði þegar hún sá mig; ekki fór vel um hana í skóla þeim, sem Mr. Ro- chester hafði sett hana í; hún var föl og þústuð ,enda komst eg að því að kröfumar voru' miklar í þeim skóla og þeim fastlega fylgt — of-hart fyrir bam á hennar aldri. Eg hafði hana heim með mér og ætlaði mér að kenna henni sjálf en reyndist konustaðan full- nægileg handa mér — maðurinn þurfti mín állrar við. Þá kom eg henni í skóla, sem betur var við hennar hæfi, þangað gat eg oft farið að hitta hana og hún til mín. Eg gætti þess að hana skyldi ekkert skorta, og hafði ánægju af að sjá henni líða vel og taka góðum framför- um við námið. Þegar hún var fulltíða dvaldi hún hjá mér, geðþekk, vel lynt stúlka, er kunni vel til góðra siða og að stjóma sér þar eftir. Hún hefir reynst mér og mínum svo vel, að hún hefir margfaldlega endurgoldið þá gæzku sem eg hefi verið fær um að sýna henni. Nú eru tíu' ár liðin frá því að eg giftist. Eg veit hvað það er að lifa algerlega fyrir og með því sem mér þykir vænt um í heiminum. Eg held mig sælasta allra kvenna, af því að eg er líf mannsins míns fyllilega eins og hans er mitt. Aldrei var kona nær maka sínum — framar bein af hans beinum og hold af hans holdi. Mér dvinar aldrei yndi af umgengni við manninn minn og hann kennir aldrei ama né þreytu af minni nærvem, fremur )en af því að hjartað slær í brjósti okkar, þess vegna erum við altaf saman. Samvem okkar er svo háttað að við erum eins frjáls og við værum ein sitt í hvoru lagi og álíka kát og í samsæti. Við unum, held eg, altaf að tala saman, sem er það sama fyrir okkur, og að hugsa hátt og með meira fjöri. Hann veit allan minn hug og eg hans. Við eigum mæta vel saman og kem- ur þess vegna ágætlega vel saman. Fyrstu tvö árin sem við bjuggum saman, var Mr. Rochester alveg blindur, má vera að okkar samfarir hafi orðið samfeldari af þeirri orsök, því að þá naut hann minnar sjónar, eins og eg er enn hans hægri hönd. Eg var þá með sönnu augasteinninn hans (svo kall- aði hann mig). Hann sá með mínum augum það sem fyrir bar og í bókum stóð og aldrei þreyttist eg að sjá fyrir hann og færa í mælt mál hvað sem eg sá af fari náttúrunnar, útlit akra og trjáa, borga, áa, skýja og sólstafa, þá naut hann þess frá mér, í hljóði sem hann mátti ekki með augunum sjá. Aldrei mæddist eg af að lesa fyrir hann né leiða þangað sem hann vildi fara né gera fyrir hann hvað sem hann óskaði að gert væri. Og þó bágt væri að vita hann svo á sig kominn, þá var mér á- nægja að þjóna honum, því að honum þótti hvorki mínkun að þiggja né að krefjast af mér hvers er hann vildi, sú ánægja var bæði mikil og indæl og dapraðist aldrei af því, að hann kveddi mig niðurlútur eða heimóttarlega til hvers er hann vildi vera láta. Honum þótti svo einlæglega vænt um mig, að hann þekti ekki til nokkuriar kveinku við að njóta góðs af minni aðhlynning; hann fann að eg elskaði hann svo blítt, að eg átti ekki indælli óskir til en að gera honum til geðs. Einn morgun, þegar tvö ár voru liðin, ritaði eg bréf að hans fyrirsögn, þá kom hann þangað sem eg sat og segir: “Jane, hefirðu eitthvað gljáandi um háls- inn?” Eg bar úrfesti úr gulli, “Já,” svaraði eg. “Og ertu í ljósbláum klæðum?” 9 Svo var. Hann tjáði mér þá, að honum fyndist sortann rjúfa frá öðru auganu. Við fórum strax til höfuðstaðarins og fengutn þá læknishjálp, sem kostur var á, og svo fór að hann fekk sjónina á því auga. Hann sér ekki greinilega, gerir ekki mikið að því að lesa eða skrifa, en loftið er ekki lengur í þoku né jörðin tóm, og ekki þarf lengur að leiða hann. — Þegar sonur hans, er fyrst fæddist var lagður í fang hans, þá gat hann sjálfur séð, að hann hafði augu föður síns, stór, frán og svört. Þá kom aftur að því, að hann kannaðist af öllu hjarta við að drottinn leggu'r líkn með þraut. Okkar gæfa er því meiri, sem vinum okk- ar líður eins vel og verða má. Díana og María eru báðar giftar, hin fyrnefnda herforingja, sp síðari presti, og þykir báðum gott. St. John fór til Indlands, giftist aldrei og dugar sem bezt, vel hugaður og þolinn, stöð- ugur, trúfastur, orkumikill, fullur áhuga fyrir betrun mannanna. Hann ryður þeim braut til framfara og fellir, eins og tröll, hleypidóma kreddu og ójafnaðar, sem fyrir þeim standa. Hann er harður eins og sá stríösmaður Hug- umstór (í Krossferðar sögu Bunyans), heimtu- frekur eins og postulinn sem talar svo fyrir Krists munn: “Hver sem fylgir mér skal af- neita sjálfum sér, taka kross sinn og feta í mín fótspor.” Hans metnaður er líkur þeim stjórnandi anda, er ætlar, sér að vera fremstur meðal þeirra sem af jörðu frelsast, standa lýtalausir fyrir hásæti Guðs og njóta hinna hinstu sigra Lambsins, þeirra á meðal sem eru kallaðir, útvaldir og standa stöðugir. St. John er ógiftur og verður svo héðan af. Hann hefir látið sér nægja erfiðið og því er nú bráðum lokið — hans dýrðlega æfisól fer bráðum að setjast. Af seinasta tilskrifti hans fékk eg tár í augu, hann sagðist innan skamms höndla hnossið, hina sigljáu kór- ónu dýrðarinnar. Eg á von á tilskrifi frá ein- hverjum ókunnugum næst, með þeim tíðindum að hinn dyggi þjónn og trúfasti hafi kallaður verið til gleðisala síns Drottins. Hví skyldi gráta af því? Ekki mun hans síðasta lífs stund myrkvast af hræðslu við að deyja, vit hans mun haldast óskert, hjarta óskelft, von hans örugg, trúin stöðug sem bjarg. Til þess segja hans eigin orð: “Meistari minn hefir aðvarað mig. Með hverjum degi kveður hann skýrara að: “Sann- arlega kem eg fljótt”, og á hverri sfcuhdu svara eg með meiri áhuga: “Amen, verði svo, Drottinn Jesús!” ENDIR

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.