Heimskringla


Heimskringla - 24.10.1934, Qupperneq 2

Heimskringla - 24.10.1934, Qupperneq 2
HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. OKT. 1934 2. SIÐA. GRÆNLANDSÞÆTTIR M. FL. (Eftirfarandi gTein eftir dr. Hannes Þorsteinsson rikisskjalavörð er hér birt eftir Blöndu, tímariti Sögu- félagsins í Reykjavík.) Framh. I>á er amtmaður haíði fengið skrámar yfir Grænlandsfarana úr öllum sýslunum, er hann hafði leitað tU, nema úr Snæ- fellsnessýslu, því að hún kom ekki nógu fljótt, ritaði hann grænlenzku nefndinni langa skýrslu um þetta mál 19. sept. 1729 (Brb. s. á., bls. 288—294), og telur þar 42 búsetta menn, er hafi skráð sig, flestir með kon- um sínum og fjölskyldu, 33 gift- ar konur, 21 fullvaxna, unga menn, 14 ógiftar stúlkur, 26 piltböm og 30 stúlkuböm, o. s. frv. alls 172 menn, en talan var í raun réttri hærri, því að Snæ- fellsnessýslu vantaði, en ber þó ekki allskostar saman við hinar einstöku skýrslur. Segir amt- maður, að erfitt hafi verið að fást við þetta, með því að íbú- arnir hafi ímugust á Grænlandi og hafi slæmt áht á því, en þeir sem lofi að fara, vilji fá ís- lenzkan prest með sér, og það sé eðlileg krafa og muni, hent- ugast að fá einhvern, er sé að stunda nám í Kaupmannahöfn. Svo hefði einnig verið óskað af þessum væntanlegu Grænlands- fömm, að þeir fengju með sér íslenzkan forráðamannn, til að hafa á hendi útmælingu á bygg- ingarstæðunum, engjum etc. og ákveða hvar menn ættu að setj- ast að til fiskveiða. Getur þess ennfremur, að hver fjölskylda geti ekki komist af með minna en 2 kýr, 12 kindur og 1 hest, en þetta verði alls fyrir 42 bú- setta menn: 84 kýr, 504 sauð- kindur og 42 hestar, auk 2 graðunga og 8 hrúta, og reikn- ar svo út, hvað alt þetta muni kosta. Með bréfinu sendir hann nafnaskrár í einu lagi yfir þá fullorðna menn, karla og konur, með tilgreindum bamafjölda, er ráðist hafi til fararinnar, og loks ítarlega áætlun um það, hve mikið bóndi eða búandi maður með konu, vinnumanni, vinnukonu og 2 bömum, þurfi til árSviðurværis og áhalda, og er alt smátt og stórt verðlagt, hvað fyrir sig, mjög nákvæm- lega á 4/2 blaði í arkarbroti.**) Er allhætt við, að grænlenzku nefndinni hafi vaxið allur þessi kostnaður nokbuð í augum, og viljað lækka seglin, enda sést það Ijósast á konungsbréfi til stiptamtmanns 22. maí 1730, sem birt var á alþingi þá um sumarið1), því að þar er ekkert minst á þessa 42 búandmenn (fjölskyldur), sem amtmaður hafði tilkynt, að skráð hafi sig til Grænlandsfarar, en þess get- ið, að konungur hafi úrskurðað, að það verði ekki fyr en í apríl- mánuði næsta ár (1731), að 12 íslenzkar fjölskyldur verði flutt- ar til Grænlands, og að helm- ingur þeirra (6) skuli setjast að við nýlenduna í Godthaab, eða þar umhverfis, en hinar sex við nýlenduna Nepesene, og verði nauðsynleg byggingarefni handa þessu fólki send með skipi frá Danmörku til Græn- lands á þessu ári (1730), en það verði að vera tilbúið á ákveð- inni höfn á íslandi næsta vor, með nauðsynlega gripi og fóð- ur handa þeim, einnig matvæli og fatnað, er fást kunni hér á landi, og er stiptamtmanni faJið að leggja fyrir amtmanninn, landfógetann og einn sýslu- mann (Sigurð Sigurðsson eldra), að velja til fararinnar þær 12 fjöJskyldur, er mesta löngun hafi til vistaskifta af þeim, er hafi skráð sig, og þeir telji hentugastar. Gert er ráð fyrir í bréfinu, að fé verði til taks hér í landi til að greiða eftir réttum reikningi fýrir nauðsynjar handa þessum 12 fjöilskyldum, svo að þær nægi þeim eitt eða hálft annað ár. Ekkert er um það getið í bréf- inu, hvað hverri fjölskyldu sé ætlað til lífsframfæris, eða 'hvensu marga gripi eigi að kaupa handa henni, alt óákveð- ið og lagt í vald þessarar 3 manna nefndar, hvað hún telji Ibráðnauðsynlegt. Er auðsætt, að stjórnin heifr nú mjög kipt að sér hendinni og vill leggja í sem allra minstan kostnað fyrir Iþessa nýju íslenzku landnema, enda mun þessi afturkippur Ihafa haft þau áihrif, að þeir, sem fúsir voru til ferðarinnar fyrra árið, vildu nú hvergi fara og gengu hópum saman úr skaftinu, er þeir sáu, hversu hin glæsilegu loforð urðu enda- slepp. Var nú enn farið að leita hófanna hjá hinu skrá- Setta fólki, hvort það vildi enn gefa sig til fararinnar eða ekki, en annars er lítt kunnugt um, hvernig þessi 3 manna nefnd hefir hagað úrvali sínu.2) í>ó **) Brb. amtm. 1729, bls. 304— 312, en Grænlandsfaraskráin á bls. 294—303. 1) Bréf þetta er prentaS í Laga- safni M. Ketilss. III, 395—397 og í Lovs. for Isl. II, 116—118. 2) Séra Jón Halldórsson segir (Hítardalsannál 1730: Annálar bók- m.fél. II, 636) að ný þing og sam- komur hafi verið haldin um sumarið í fyrgreindum héruðum og þá vel felstir gengið úr tanganum (þ. e. gengið úr skaptinu) er fúsir voru fyrra árið. er kunnugt um þinghöld Níels Kier lögmanns og sýslumanns í Kjósarsýslu (23. ágúst 1730 á Mosfelli og 24. g. m. í Brautar- holti og Saurbæ á Kjalarnesi) og lýstu þar þeir, sem skráð höfðu sig til ferðarinnar sumar- ið áður, að einni stúlku undan- skildri, að þeir hefðu gert það í ihugsunarleysi og báðu þess “í guðs nafni með grátandi tár- um”, að þeir mættu lifa og deyja í hinu fátæka föðurlandi sínu, en mótmæltu algerlega að fara til Grænlands, og sama hefir orðið ofan á annarsstaðar, að menn hafa orðið allshugar ifegnir að verða lausir við þetta flan og mega sitja kyrrir heima. Var svo langt frá því, að 12 fjölskyldur * fengjust til að standa við loforð sín frá fyrra ári, að það voru ekki nema að eins 14 manns, sem nú vildiiu góðfúslega gefa sig til fararinn- ar af þeim c. 20Q manns, er árið áður höfðu lofað utanför, og þessir 14 voru: Einn bóndi með konu og bami úr Hnappadals- sýslu, ein ógift stúlka úr Kjós- ársýslu, 4 bænd-ur úr Rangár- vallasýslu, þar á meðal 1 kona, 3 börn og vinnukona, og loks ókvæntur maður úr Árnes- sýslu.3) En einnig þessar ör- litlu “tryggu leifar” frá sumr- inu áður urðu að sitja heima og fengu aldrei Grænland augum að líta, því að alt þetta Græn- landsfargan hrundi í rústir við lát Friðriks konungs 4., 12, okt. 1730, grænlenzka nefndin leyst- ist sundur og varð að engu, en Kristján konungur 6. sendi skip til Grænlands vorið 1731, með skipun um að flytja burtu það- an alla Evrópumenn, en báðar nýlendurnar, Godthaab og Nepi- sene, skyldu tafarlaust leggjast niður. Hans Egede fékk þó leyfi til að vera kyr fyrst um seinn með 8—10 mönnum, er ékki vildu yfirgefa hann, en allir aðrir útlendingar voru fluttir burtu á 2 skipum, þar á meðal danski landstjórinn, virk- isforinginn með öllum “dátum” sínum, báðir kaupmennimir og 2 prestar, en Egede var ekki veitt nokkurt vilyrði um hjálp leftirleiðis, þótt úr þvf raknaði síðar, en 1736 fór hann alfar- inn úr Grænlandi. I>að var annars giftusamlegt, að þetta Grænlandsflan Islend- inga fyrir rúmum 200 árum skyldi kafna í fæðingunni. Það hefði orðið til ófamaðar þeim, I sem farið hefðu, og óvíst hve mart illt hefði getað af því leitt fyrir íslenzku þjóðina í heild sinni. II. Æfiminning séra Jóns Bjarna- sonar á Rafnseyri. [Aðalheimildimar fyrir þessum kafla eru meðal annars skjöl, er C. F. Wandel viceadmiráll í sjóliði Dana afhenti mér í Höfn 18. júní 1926 sem gjöf til Þjóðskjalasafnsins fyrir milli- göngu dr. L. Bobé sagnaritara. Eru þar á meðal eiginhandarbréf frá Bjama Pálssyni og séra Jóni Bjarna- syni. En við æfiágrip séra Jóns hefi eg notað ýmsar fleiri heimildir, er eg hefi oftast nær getið um.—H. Þ.] ! Þrjátíu árum síðar, en flutn- ingur íslendinga til Grænlands fór út um þúfur, sem fyr segir, urðu nokkrar bollaleggingar um það, að íslenzkur prestur flytt- ist til Grænlands með f jölskyldu sinni og fleiri mönnum, er hann gæti fengið með sér, og var hugmyndin sú, að klerkur þessi tæki að sér prestsstarf meðal Skrælingja, eða gerðist þar einskonar trúboði því að danska stjórnin var nú farin aftur að gefa Grænlandi og trúboði þar meiri gaum en hún hafði gert á síðustu dvalarárum Hans Egede. En þessu var nú öðru- vísi háttað en fyr, því að danska stjómin beindist ekki fyrir nokkrum framkvæmdum í þá átt, að flytja íslenzkt fólk til Grænlands í þetta sinn og kom því engin skipun um það stjóm- anvaldaveginn, en þessi nýja hreyfing, ef hreyfing skyldi kalla, átti aðallega rót sína að rekja til áhuga eins einasta manns, þáverandi sóknarprests í Skarösþingum í Dalasýslu, séra Jóns Bjamasonar á Ballar- á, er hafði fengið mjög sterka löngun til að fara til Græn- lands og eyða þar æfidögum ’sínum til að prédika guðsorð fyrir Skrælingjum. Með því að þessi fyrirtekt af íslenzk- ‘Eg má ekki eiga á hættu að v bökun mistakist með lélegum Baking Powder... Þessvegna heimta eg altaf Magic. Það veitir sparnað lika—minna en 1c virði þarf í stóra köku. . . . ... «1 segir Miss McFarlane íæðulTæðingur við St. Michael’s spítala í Toronto MAGIC Baking Powder kostar svo lítið—og það má ætið reiða sig á hinn sama jafna árangur. Það ggxmxmié. kostar minna en lc virði af Magic að búa til stóra þriggja laga köku. Þrt þá að eiga nokkuð á hættu með lakari tegundir. Bakið ávalt úr Magic og S:'''^’jí verið viss. “LAUS VIÐ ALCrN” — j Þessi setning á hverjum I |\/| /\ f “ T f * bauk er yður trygging lííilójfj JLV.E, Xa, X fyrir Því að Ma&íc WmáMm Baking Powder er ^ BCINN TIL I CANADA laus við álún eða önnur skaðleg efni. búningskenslu undir skóla hjá séra Halldóri Einarssyni á Stað í Steingrímsfirði, föður séra Björns á Setbergi, og var hann Ihjá honum veturinn 1734—1735, en haustið 1735 var hann sett- ur í Skálholtsskóla, og útskrif- aður þaðan af Gísla skóla- mieistara Magnússyni (síðar biskupi) 20. apríl 1739 á 18. aldursári. Segir í stúdentsvott- orði hans, að hann geti mak- Jega talist meðal hinna skarpari ungmenna**). Eftir að hann útskrifaðist hefir hann fengist að einhverju leyti við ritstörf, Iþví að 1743, nokkru áður en hann vígðist, sneri hann á lat- ínu í Skálholti “Sannleika guð- Ihræðslunnar” eftir Eirík Pon- toppidan, þ. e. “Ranga Ponta”, sem séra Halldór Brynjólfsson,( síðar biskup ,hafði snúið úr dönsku á íslenzku 1741. Þessi latneska þýðing séra Jóns er enn til í handriti1). Um vorið maður, kallað Jón til aðstoðar- s. á. hafði séra Lýður Magnús- son í Skarðsþingum, fjörgamall um presti, hér búsettum fjöl-! prests, en hann gat ekki fengið skyldumanni, er mjög einkenni- leg og alveg einstæð hér í landi, tná varla minna vera, en að “Blanda” flytji lesendum sínum istutt æfiágrip þessa einkenni- lega klerks, því fremur sem svo að segja ekkert hefir áður um hann ritað verið í samfelldu vígslu þá þegar, því að óákveð- ið var hvor þeirra Ludvig Har- iboe eða séra Finnur Jónsson officialis, vígðu prestana, því að Finnur hafði þá ekkert um- boð fengið til þess frá Harfbóe, en það varð úr, að Jón tók vígslu á Hólum 22. okt. utn máli, og þessi viðleitni hans, að Ihaustið (1743) af séra Þorsteini komast til Grænlands, veríð mjög lítt kunn. 3) Frá þessu skýrir Ocksen stipt- amtmaður í bréfi til konungs (Kristj- áns 6.) 31. jan. 1731, þar sem hann sendir honum öll plöggin um þetta frá Islandi, af því að hann segist ekki hafa getað afhent þau grænlenzku nefndinni, því að hún sé öll tvístruð. (Brb. stiptamtm. 1731, bls. 176—178 í þjskjs.) Séra Jón Bjarnason var fædd- ur 12. júlí 1721 ,líklega norður í Steingrímsfirði, því að hann var skírður 20. s. m. af séra Sigurði Snorrasyni uppgjafa- presti frá Brjánslæk, er þá þjón- AVALT HIÐ BEZTA og Poker Hands einnig! Það borgar sig að ‘‘vefja sínar sjálfur” úr TURRET FINE CUT VINDLINGA TOBAKI Vér mælum með “CHANTECLER” og "VOGUE” vindlinga pappír prófasti Ketilssyni á Hraífnagili, að boði Harboe’s. Var hann þá aðeins rúmlega 22 ára gamall, en í þann tíð var ekki haft svo nákvæmt eftirlit með því, þótt prestar vígðust yngri en 25 ára. Hefir séra Jón þá þegar farið vestur á Skarðsströnd og tek- ist þar alla prestsþjónustu á hendur, því að séra Lýður var aði Stað í Steingrímsfirði fyrir mág sinn, séra Jón Prófast ^ ^ einskis fær fyrir elli sakir. Árnason, er þetta sama ár sigldi j Mun séra Jón brátt hafa sýnt til biskupsvígslu; hafði séra Sigurður, er hann kom að skíra, sagt: “Eg þorði ekki annað en flýta mér og koma að skíra prestsefnið” (hann ætlaði að segja: smiðsefnið, því að faðir séra Jóns var smiður) og mint- ist séra Sigurður þess oft, að það mismæli sitt hefði að spá allmikla rögg af sér í prests- skapnum, eftir því sem ráða má af vitnisburði Harboe’s 6. nóv. 1745 í Broager í Slésvík, eftir yfinheyrslu í Snóksdal 14. júní s. á. Segir þar, að þótt séra Jón sé yngstur að aldri og í em- bætti presta þar í héraðinú (Dalasýslu), þá verði hann að orðið*). Foreldrar séra Jóns þeim fremri,, bæði að voru Bjarni Jónsson smiður á j oáfum og lærdómi, og þó sér- Kollabúðum við Þorskafjörð slaWega að guðrækni, þekkingu (dáin 17 des. 1753, 75 ára) og isíðari kona hans Sigríður Björnsdóttir frá Hamarlandi á Reykjanesi Björnssonar. Faðir Bjarna var Jón Björnsson (f. c. 1649) bóndi í Múlakoti og Kollabúðum, norðlenzkur að ætt, því að Björn faðir hans var son Jóns í Gröf á Höfða- strönd Stígssonar prests á Miklabæ Bjömssonar prófasts í Saurbæ í Eyjafirði, bróður Árna sýslumanns á Hlíðarenda, Gíslasonar, en kona Jóns Stígs- sonar var Hlaðgerður Guð- mundsdóttir, föðursystir séra Hallgríms sálmaskálds Péturs- sonar, og var Björn son þeirra, að sögn, alinn upp hjá honum á högum safnaðarins og ó- þreytandi skyldurækni í að út- breiða ríki Krists, svo að með frekari æfingu megi búast við miklu af honum sem kenni- manni2). Þegar þess er gætt hversu Harboe er spar á lofs- yrðum um presta í skýrslum sínum, hnýtir venjuega eitthvað í alla, getur þessi vitnisburður hans um séra Jón talist ein- hver hinn allra bezti, er nokkur prestur fær hjá Harboe, og sýn- ir, að honum hefir geðjast harla vel að þessum kornunga aðstoð- arpresti. Eftir lát séra Lýðs (23. ágúst 1746) var séra Jóni þegar veitt brauðið 17. sept. s. á. Mun hann hafa kvænst fyrir frændsemissakir. Með því 17453) °S farið að búa á Ballará að snemma bar á góðum náms- gáfum Jóns Bjarnasonar, komu foreldrar hans honum til undir- *) Þetta tekið eftir lausu blaði í J. S. 478 4to í Itbs., þar sem fæð- ingardags og árs séra Jóns er getið, en hvergi annarsstaðar. **) Brb. Jóns bisk. Ámas. 1739 V. 850—851. 1) Lbs. 13 8vo; mun vera eigin- handarrit. 2) Sbr. skýrslur Harboes, áður í Ríkisskjalasafni Dana, nú í Þjskjs. 3) Elzta bam þeirra hjóna, ölaf- ur, var fæddur 24. maí 1746. um það leyti. Voru þá stór- bokkar uppi á Skarðsströnd, teins og Bjarni ríki Pétursson á iSkarði, Þorsteinn Pálsson lög- réttumaður í Búðardal, bróðir Mála-Snæbjarnar, o. fl., og munu þeir ekki hajfa kunnað sem bezt siðavendni prests og skyldurækni, enda bendir sumt til þess, að þeir hafi ekki gert honum hátt undir höfði og sýnt Ihonum h'tilsvirðingu, jafnvel spanað sumt sóknarfólk gegn ihonum. Á það bendir meðal annars, þótt hjátrú og vitleysa sé, að það var borið út um Skarðsströnd veturinn 1750, að draugur væri þar á flækingi um ströndina, milli Búðardals að innan og Ballarár að utan, og kæmist ekki lengra, héldi sig helzt á Geirmundarstöðum og segði fólki milli svefns og vöku, að hann værí sendur af séra Jóni til að kvelja fólkið, en séra Jón hratt af sér illmæli þessu með því að kveða niður drauga- ganginn af prqdikunarstóU), svo prestur slapp við þennan heimskulega óhróður. Séra Jón var í góðu vimfengi við þá bræður Bjarna land- lækni og séra Gunnar PálSson, einnig við Magnús amtmann iGíslason og skrifuðust þeir á. En ÍMagnús sýslumaður Ketils- son, er settist að á Skarðs- strönd 1754, virðist hafa verið lítill vinur séra Jóns, og hafa þeir ekki átt skap saman, sýslu- maður kaldlyndur og fremur ó- þýður í lund og drembilátur við þá, er ekki vildu alt láta liggja í skauti hans, en prestur sér- lyndur, og hefir talið sig í lær- dómi o. fl. ekki þurfa að láta í minni pokann fyrir sýslu- manni, þrátt fyrir fátækt sína. Að vísu viðurkennir sýslumað- ur, að séra Jón hafi verið fjöl- fróður maður, haft mikið minni og góða skáldskapargáfu, bæði á íslenzku og einnig í latínu, iþví að hann hafi verið góður málfræðingur og mjög hneigður til bóka og lærdóms, en minna til búskapar.**) En þetta ritar sýslumaður að séra Jóni látn- um um 30—40 árum eftir að þeir voru í nábýli á Skarðs- strönd, svo að hann hefir þá viljað unna honum sannmælis og farið að fymast yfir gamlar væringar. En hins vegar hefir séra Jón, meðan þeir voru sam- tíða á Skarðsströnd, lýst nokk- uð greinilega, hvernig sam- komulagið milli þeirra hafi ver- ið, því að hann segir meðal ánnars í bréfi til Magnúsar amt- manns 5. júlí 17601): “Og allra helzt vildi eg svo ákosið hafa, að mínir dagar yrðu fáir hér í sveit lengur, þar sm. (þ. e. sýslúmanni) og mér getur aldrei saman komið. Eg þykist h'ða órétt af hans hvatskeyti- legu dómum og ýmislegum upp- áslætti, en hefi hvorki vit né efni til að hrinda af mér hans oki, en hann þykist mæta bak- tali af mér, við hvert eg ekki kannast, og er svo eljuþjóstur illtíð niðrí okkur á milli...eg vildi hafa frið við alla menn, *) Um draugagang þennan er meðal annars getið í jafnmerkri heimild sem Grímsstaðaannál (Lbs. 379 4to). **) Sbr. ættartölubók með hendi Magnúsar í J. S. 163 fol., bls. 348. 1) Pjskjs. A 12c.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.