Heimskringla - 24.10.1934, Síða 6

Heimskringla - 24.10.1934, Síða 6
6. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPBG, 24. OKT. 1934 I VÍKING Eftir R. Sabatini Fy rirvari Öldin sextánda var stórgerð og tíðinda- söm umfram flestar aðrar, þá námu íhinir voldugu Spánverjar nýja 'heimsálfu og gerðu sér að féþúfu, þá hófust víkingaferðir að nýju um Atlantshaf og Miðjarðarsjó, er enskir sóttu kappsamlega og aldrei harðara en eftir að “flotinn ósigrandi” fór forsending í norðurhöf; sagan hefst að þeim tíðindum nýlega afstöðn- um, þegar ríki Meykóngsins (EHizabetar drotn- ingar) stóð sem hæst. Einn af skörungum í sjóliði hennar hét Henry Goade, er vafalaust hefði komist til æðstu metorða, ef hann hefði ekki haft þann galla, að vera hneigður til í- hugunar, sem mörgum framkvæmda manni hefir orðið að fótakefli. Af þessu var hann fljótt grunaður um undirferli, sem ibetur fór, ella hefði höfuð hans ekki tollað lengi á þeim hálsi, sem það óx á. En með því að hann varð ekki sannur að sök, þá var honum hnekt frá framavonum og settur yfir Kombretaland, í yfirbótar skyni, svo að brögð hans næðu ekki til þeirra sem ráðin höfðu. Honum þótti súrt í broti og fór sem mörgurn öðrum, er von- sviknir verða ,að hann tók til pennans, ritaði söguna af óhappi sínu, með miklu mannhatri, á fimm afarþykk bindi, en er hann gaJt ekki teygt hana lengra, gterði hann mörg önnum um skrök og hleypidóma og flapur, níddi flesta eða alla sem hann mintist á, en ef hann segir frá þeim tíðindum, sem hann sá sjálfur eða heyrði, iþá stundar hann að gera þau frásögu- leg meir en að segja satt. Frásagnir hans um stóra viðburði eru grunnfærilegar og skamm- sýnar, svo að varla eiga sinn líka en um smá- muni æði merkilegar; enginn getur lýst þeirri svaðalegu öld, eins og hún var, nema af hans sögusögnum. Hann var kunnugur því fólki sem segir frá í sögunni, einkum lýsir hann vfkingnum Sir Oliver, er kastaði trú og þjón- aði Mahomet í liði Serkja og hefði náð æðstu völdum yfir ræningja hælum þeirra við Mið- jarðar sjó, ef annað hefði ekki í skorist, sem síðar mun sagt verða. Ekki ber hann Sir Oli- ver söguna betur en öðrum, sem er auðséð af þessari lýsingu; “Sir Oliiver var hærri en aðrir menn ,þrekinn eftir því og vel skapaður, nema handleggirnir voru of langir, útlimir, einkum hendur, stærri en sélegt er, svartur á hár og skegg og skeggið klofið, niður frá höku, brúna mikill, svo að þær slúttu fram yfir augun- fölleitur, grimmlegur og næsta ferlegur ef hann var reiður. Hann hafði gildan róm (sem mér hefir altaf þótt sterkastur vottur um karl- mannlegt innræti) betur hæfan og víslega oft- ar hafðan til að þruma blótsyrði á þiljum og fúlar formælingar, heldur en til að prísa og vegsama Skaparann.” Úr letra syrpu herra Henrys er vinsað í sögu þá sem hér fer á eftir, og sögð er meir á vorrar aldar vísu held- ur en eftir þröngsýni og dagdómum hins mál- uga höfundar. • , i i I. KAPITULI Sir Oliver Tresselian er maður nefndur, er bjó á hiöfuðbóli ættar sinnar, Penarrow, í Camwall. I>ó afskekt væri, var þar betur húsað en á öðrum höfðingja setrum í þeim parti landsins og með því að sú höll var svo fögur og öðram ólík, þá er rétt að segja hvern- ig á því stóð; Hrólfur sálugi, sem flesta hrylti við að minnast á, faðir Sir Olivers, lét smíða hiöl-lina en Bagnolo sagði fyrir hvemig vera skyldi og var höfuðsmiður að öllu leyti, bæði smáu og stóru. Sá Bagnolo kom til Englands til sam- vinnu við hinn fræga meistara í húsagerð, Torrigiani; hann stóð lítt að baki meistarans í fþrótt þeirra, en miklu framar að hrottaskap og í ölstofu í Súðvirki vildi honum það óhapp til, að vega mann; hann flýði úr borginni og fór buldu höfði þar til hann kom að suðurodda Englands. Síðan komst hann til Penarrow með einhverju móti og Hrólfur og hann urðu hvor öðrum að gagni. Hrólfi var svo farið, að illmenní hópuðust að honum, af ýmsum þjóð- um og trúarbrögðum; hann skaut skjólshúsi yfir flóttamanninn, en sá galt greiðann með því, að bjóðast til að rífa bæinn, er hrörlegur var og fom, og reisa nýjan. En er það var ráðið, tók hann tii verka með því kappi og ólmanada, sem miklir íþróttamenn hafa til að bera; áður en hann létti, var fullsmíðuð höll- in, sem aillir undmðust er sáu, og dáðust að, og hvergi átti sinn h'ka í þeim sveitum og þó víðar væri leitað. Hún var úr ljósrauðum tígulsteini, tvfloftuð, gluggar svo háir, að þeir náðu loftanna á milli, aðskildir af undnum súlum og rendum. Á anddyri er stóð fram á ihlað, vom höfuðdyr, með miklum svölum ofan á, og fram af, en þar upp af ris með dæileg- um skurði og skrifti Þakið rautt af brendum leir, upp af því gnæfðu háir strompar, fagur- lega rendir. En þó höllin væri fögur, þá var prýðin úti fyrir engu síðri. Fram af hlnu gamla bæjar- h-laði var áður villimörk fram á sjávar hamar; í þeirrar stað gerði Bagnolo hlaðbrekkur þrjár með marmara þrepum og handriðum fagurlega skornum, blóma beðum og gangstígum; á iþeim grundum var gjósandi lind með skógar- trölli, er hann skar sjálfur og meitlaði, og líkneski af dísum og marka goðum er glóðu af mjallhvítum mannara, innan um dökkgrænt runna lauf; hann setti gerði tii gróðurs, er nú voru orðin stór og bústin, og aspir í löngum röðum, er uxu ört, blakkar og beinvaxnar. iSir Oliver sat í matstofu sinni einn sólskins i dag á úthallandi sumri og þótti gott að horfa á þetta og þótti gott að liifa. Nú er enginn maður svo gerður, að honum Ifki vel við lífið af því einu, að fallegt er í kringum hann, fleiri verða ástæðurnar að vera til bjartsýnis hans. Sir Oliver hafði fleiri en eina ástæðu. Sú fyrsta var, sam hann grunaði víst ekki, að hann var ungur, hafði auð fjár og góða melt- ingu, annur sú, að hann hafði aflað sér frægð- ar og frama á sjóleiðum Spánskra svö og í eltingarleik við Flotann ósigrandi og hlotið fyrir það riddara tign hjá Meykónginum; á- 'stæðan þriðja og helzta stafaði frá Cupid (ástaguðinum), er nú virtist hafa lagt niður hrekkina og hagað svo til, að tilhugah'f Sir Olivers og jungfrú Bósamundu Godolphin var ibyrjað og horfði til farsælla afdrifa, fyrir utan skakkaföll. Af öllu þessu var nú Sir Oliver í léttu skapi, teygði langa leggi frá bríkastól með bröttu baki og háu, vandlega skornu, saug pípu, yfrið langa, eftir þeim sið, sem þá var nýkominn í land, og hugsaði til heitmeyjar sinnar, vel ánægður yfir því, sem von var, að gæfan hafði verið honum svo bh'ð, að hann gat lagt glæsilega nafnbót og nokkra frægð, í skaut Rósamundu. Sir Oiver var hygginn að eðlisfari (“kænn eins og tuttugu djöflar” segir lávarðurinn Henry) og allvel lærður. Samt er svo að skilja, að hann hafi ekki skynjað það, hvorki af viti sínu né lærdómi, að enginn er hlálegri og brögðóttari en Ástaguðinn, af öllum þeim iguðum sem ráða forlögum mannanna. Fom- aldarmenn, grískir bæði og rómverskir, vissu þó vel, að sá piltur, þó sakleysislegur sé, hafði grimd og hrekki til að bera og trúðu honum illa. Sir Oliver var ökunnugur þeirri fömu speki, eða lét sem hún kæmi sér ekki við. Hann átti eftir að læra þetta af hörðum raunum og jafnvel á þeirri sömu stund, sem hann horfði sínum ljósbláu, aðgætnu augum ibrosandi út á grundimar, er brostu við sól, ibar iskugga fyrir, sem hann grunaði ekki að væri fyrinboði þess skugga sem bera mundi fyrir sólskinið á æfibraut hans. Á eftir skugganum kom sá er skugganum olli, hár maður og glæsilega búinn, með spán- skan hatt, barðabreiðan, settan dreyrrauðum fjöðrum. Hann hafði langan sprota í hendi, bundinn lindum og fetaði stilt og hátíðlega eins og forlögin. Sir Oliv-er feldi niður brosið og lét brýr síga, en rétt í sama bili létti yfir honum; þó var svipur hans alt annar, bros hans ekki bh'ðlegt af ljúfum hugsunum, heldur harðlegt og ein- beitnislegt, og þó léttbrýnn væri, skein háð og slægð og alt annað en góðmenska af augum hans. Skósveinn hans, Njcholas, kom og sagði að Peter Godolphin væri kominn og í sama bili gekk sá jungherra í stofuna, studdist við sprota sinn og hélt á hattinum spanska í hendinni, hár og grannur, hvítur á hörund, alrakaður, fríður sýnum og alt annað en lítil- látur á svip. Honum svipaði til Sir Oliver, og einkum höfðu báðir sama háa arnarnef; Peter var nokkruim árum yngri, jarpur á hár; í klæðaburði var hann ekki andælislegri en þola má mönnum á hans aldri. Sir Oliver stóð upp og hneigði aðkonu- manni, að bjóða hanp velkominn, en hinn fagri aðkomumaður ræskti sig og gretti við tóbaks reykinum. “Eg sé að þú hefir tekið upp þennan dóna sið”, mselti hann. “Eg hefi séð dónalegri,” svaraði hinn, stillilega. “Eg efast ekki um það,” svaraði jung- herrann Godolphin, og sýndi'með því, hvemig í honum lá og með hverju erindi hann var kominn. Sir Qliver ætlaði að svara í þeim tón, sem hefði hjálpað hinum að ljúka erindinu, -tók sig á og svaraði með gletni: “Þvf vonast eg til, að þú takir vægflega á mínum ágölluni. Nikk, settu stól fyrir jung- herrann og bikar. Eg býð þig velkominn til Penarrow.” Hinn ungi maður glotti við. “Þú býður mér betra, en eg þykist mega bjóða þér, er eg smeykur um.” “Nógur er tíminn, þangað til eg leita leftir því,” sagði Sir Oliver með léttu yfir- bragði. “Leita eftir því?” “Leita kynnis á þínu heimili,” mælti Sir Oliver til áróttingar. “Um það er nú einmitt erindið.” “Viltu sitja?” segir Sir Oliver og benti á stólinn; með sömu bendingu vísaði hann þjóninum út. Jungherrann lét sem hann heyrði ekki boðið og mælti: “Eg frétti að þú hafir komið og staðið við í Godolphin Court í gær.” En er hinn þagði við, hélt hann áfram heldur óþýðlega: “Eg kom þess erindis, sir, að láta þig vita, að við viljum fegin vera laus við þínar komur eftirleiðis.” Sir Oliver var svo útitekinn, að hann var málega mórauður á hörund, samt mátti sjá að fölva sló á hann, er hann stilti sig við svo beinni og afdráttarlausri móðgun. Hann svar- aði seint og talaði hægt: “Þú munt sjá það sjáifur, Peter, að þú hefir talað of mikið, nema þú bætir npkkru við.” Hér þagnaði hann og virti gestinn fyrir sér: “Eg veit ekki ihvo-rt Rósamunda hefir sagt þér, að hún sýndi mér þann sóma í gær að heita mér eigin- orði. . .” “Hún er varla af barasaldri og kann ekki ráð fyrir sér,” mælti hinn snúðugt. Kantu nökkra gilda ástæðu að segja til þess að hún bregði því?” spurði Sir Olive-r, h'kt og hann vildi herða á hinum. Godolphin settist niður, krosslagði fæt- uma, hvolfdi hattinum á hnéð og tók til orða: “Eg þarf engar ástæður fram að bera. Nóg að minna þig á, að Rósamunda er ekki meir en seytján vetra og að við Sir Jóhn Killigrew höfum forráð hennar. Við getum hvorugur samlþykt þetta heitorð.” “Það er vel,” svaraði hinn fljótt og rösk- lega. “Hver leitar ykkar samþykkis? Systir ,þín verður bráðum fulltíða, ef guð lofar, og bær um að ráða sér sjálf. Mér liggur ekki stórmikið á að komast í hjónaband; raun gef- nr þér vitni, að eg er merkilega þolinmóður; eg get beðið.” Hér saug hann pípu sína vand- lega. “Þér er ekki til neins að bíða, Sir Oliver. Það er bezt að segja eins og er. Við erum fastráðnir bæði Sir John og eg.” “Eruðþiðþað? Lýsi ljós himins. Skilaðu til Sir John að segja mér sín ráð, þá skal hann fá að heyra mín. Skilaðu til hans frá mér, jungherra Godolphin, að ef hann vill ómaka sig til Penarrow, þá skal eg veita honum það, sem böðullinn hefði átt að gera fyrir löngu og sníða af honum hundseymn, með þessari hendi!” “Viltu ekki reyna þína högu hönd til ill- virkja á mér?” sagði jungherrann með þykkju- full-ri gletni. “Þér?” mælti Sir Oliver og lét sér fátt um finnast. “Eg slátra ekki ungviði, drengur minn. Svo ertu bróðir hennar systur þinnar og eg ætla mér ekki að auka mínum ráðum fyrirstöðu.” Nú hallaði hann sér fram á borð- ið og skifti um tón. “Peiber, hvað er í efni? Getum við ekki jafnað þau missmíði, sem þér þykir á vera? -Segðu til. Þetta er Sir John óviðkomandi. Sá svíðingur er að engu haf- andi. Annað mál er með þig. Þú ert bróðir hennar, svo segðu hvað þér þyikir að. Við skul-um sýna hvor öðrum einlægni og vin- semd.” “Vinsemd?” svaraði hinn, með spotti. “Feður okkar gáfu' víst eftirdæmið.” “Hverju gegnir það, hvað feður okkar gerðu? Þeim var báðum smán að því, að liggja í illdeilum, og vera nágrannar. Eigum við að fylgja svo hörmulegu dæmi?” “Þú vilt þó, vænti eg, ekki gefa föður mínum sök á því?” sagði hinn, reiðilega. “Eg fer með engar saJkir, drengur. Eg kenni báðum um.” “Svei”, svaraði jungherrann, með blóts- yrði, “ertu að óvrrða framliðna í gröfinni?” “Ef eg geri svo, þá tek eg hvorugan und- an. En eg óvirði hvorugan. Eg geri ekki anað en áfella yfirsjón, sem báðum myndi þykja skömm til koma, ef þeir mættu hverfa til lífsins aftur.” “Láttu þér nægja, sir, að dæma hann föður þinn; enginn ærlegur maður gat komið sér saman við hann. . . .” “Hægan, hægan, góður herra. . . .” “Hér þarf engrar vægðar við; faðir þinn var til skammar og hneykslis í þessum sveit- um. í hverju hverfi má sjá há kónganef eins og þitt; þau segja eftir flagaranum, föður iþínum.” ’ Sir OliVer glotti, svo varla sá í augu hans. “Mig furðar hvaðan þér hefir komið nefið?” Jungherra Godolphin spratt upp, svo að stóllinn skall, hann var æfareiður og sagði byrstur: “Sir, þá smánar minningu og mann- orð móður minnar!” Sir Oliver svaraði hlægjandi: “Kannske eg geri mér dálitið dælt við það, til að jafna upp gajmanyrði þín um hann föður minn.” Hinn virti hann fyrir sér, orðlaus af bræði, lét þá reiðina ráða, teygði sig, reiddi sprotann og laust honum snarplega á öxlina á Sir Oliver. Að því loknu stikaði hann til dyra, mikið hnarreistur, og segir: “Eg á von á að sjá votta þína og vígrefil.” Sir Oliver hló við. “Eg hugsa að eg sneiði ihjá því ómaki,” svaraði hann. Hinn snerist við honum. “Hvað er nú? Þú vilt þola barnsmíð?” “Hver á höggið greitt?” mælti Sir Oliver og ypti öxlum. “Eg skal ekki leyna því, að eg hafi barið þig.” “Það mun bitna á sjálfum þér, enginn mun öðru trúa en þú sért að ljúga.” Þar næst breytti Sir Oliver um róm og fas og segir: “Heyr þú, Peter, þetta háttalag er okkur ósamboðið. Eg skal játa, að eg átti höggið skilið. Móðir manns er kærari og helgari en faðir. Svo við getum látið það mál niður falla. Getum við ekki jafnað alt annað okkar á milli? Til hvers er fyrir okkur, að endumýja þá heipt, sem spratt upp milli feðra okkar?” “Okkur ber annað og fleira á milli en það,” svaraði Godolphin. “Eg vil ekki að systir mín giftist sjóræningja.” “Sjóræningja? Guð láti vitið vaxa! Eg er fegin, að enginn heyrir til þín; úr því há- tignin veitti mér nafnbót fyrir það sem eg aðhafðist á sjó, þá fara orð þín nærri drottinssvikum. Þú ættir að láta þér skiljast, drengur, að það sem drottningin lætur sér vel líka, má jungherra Peter Godolphin gera sig ánægðan með og jafnvel ráðgjafi þinn sömu- leiðis, Sir John Killigrew. Þú hefi-r hlýtt hans forttölum. Hann sendi þig hingað?” Þetita líkaði hinum illa og sízt betur ve-gna þess að rétt var til getið; hann svaraði reiður: “Eg er einskis manns senditík.” Hinn hélt sínu tali: “Hver sem kallar mig sjóræningja, fer með heimsku. Hawkins, sem eg var með, fékk h'ka nafnbót og hver sem smánar okkur, ó- virðir drotninguna. Fyrir utan þetta, sem er ómerkilegt og óviturlegt briigsl, eins og þú sérð sjálfur, hvað hefir þú að mér að finna? Eg er fullkomlega jafnoki hvers sem er í Korn- bretalandi, Rósamunda gerir mér þá sæmd að bera til mín blíðan hug, eg er auðugur og skal verða auðugri, áður en að brullaupinu kemur.” “Auðugur af stuldum á sjó, af að ræna skip og sökkva þeim svo, af að hertaka fólk og selja í þrældóm, fullur auðæfa eins og blóðsuga af.dreyra — dauðra manna blóði.” Sir Gliver spurði, hægum rómi og lágum, sem honum var títt, þegar hann var í vígahug: “Segir Sir John það?” “Eg segi það.” “Eg heyrði hvað þú sagðir, en eg spyr hvar þú lærðir það falle-ga tal. Er Sir John þinn lærimentari? Svo er, svo er. Eg þarf ekki að láta segja mér það. Eg skal segja þér söguna af því, hvers vegna Sir John ber hatur til mín. Þú skalt fá að sjá, hvað ráðvandur og ærlegur er þessi Sir John, vinur hans föður þíns og forráðamaður þinn fyrverandi.” “Eg vfl ekki heyra neitt, sem þú segir um hann.” “Þú hefir lofað mér að heyra hvað hann segir um mig, þar í mót skal koma, að þú hlustir á það sem eg segi um hann. Sir John sækir eftir löggildingu hafnar við Falárós og vonast eftir að þar rísi upp kauptún í landar- eign hans. Hann lætur sem honum gangi aðeins gæzka til og fyrirhyggja um landsins gagn og nauðsynjar, en gleymir að geta þess, að hann á landið og sækir eftir sínum hag og ættar sinnar, um-fram alt annað. Fundum okk- ar bar saman í London, sem betur fór, þegar Sir John leitaði þessa við stjórnina. Nú vill svo til að mér stendur ekki á sama um þessi ihéruð, Penryn og Truro; ef Smithick vex, þá hnignar þeim, og það liggur mér ekki í léttu rúmi. Eg hræsnaði ekki eins og Sir John, iheldur sagði eins og var, bæði honum og síðan drotningunni skriflega.” Hér ypti hann öxlum. “Mér veitti betur í það sinn, eg var einn meðal þeirra sjómanna, sem hjálpuðu til að vinna Ihinn óvinnandi flota Philippusar konungs, því þótti ekki hæfilegt að bægja við mér, svo að Sir John fór tómhentur eins og hann klom. Furðar þig nú, að hann hatast við mig? Furðar þig nú, að hann kaflar mig sjóræningja og þaðan af verra, þegar þú veizt hvernig hann er innrættur? Af athöfnum mínum á sjó fekk eg ráða völd til að hnekkja hagsmunum hans, því er ekki nema náttúrlegt að hann níði þær. Hann hefir kosið róg að vopnum í þessari deilu, en með þeim berst eg ekki, og það skal eg sýn-a honum áður en þessi dagur er aflur. Ef þú trúir ekki því sem eg segi, þá komdu með mér og vertu viðstaddur fund okkar, eg vona að ég nái -tali af þeim svíðingi í dag.” Þá svaraði ungi herrann Godolphin: “Þú gleymir, að eg hefi líka ábata von af viðgangi Smithick, og að þú hnekkir mínum hagsmun- um.”

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.