Heimskringla - 07.11.1934, Síða 1

Heimskringla - 07.11.1934, Síða 1
NÚMER 6. XLIX. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 7. NÓV. 1934 [VERÐ Á HVEITI ÁKVEÐIÐ Oeðlileg hveitikaup kornfélaga ástæðan Fyrir nokkru dró John I. Mc- Farland, sá er sölu á hveiti hefir með höndum fyrir hveiti- samlag Canada, athygli að því, að komfélög utan úr heimi væru að festa kaup á hveiti í Canada í óeðlilega stórum stíl. Taldi hann ekki vafa á, að með því ætti að þrýsta niður verði á hveiti. Tilkynti hann sambands- stjórninni þetta og lagði til, að viðskifti þessi yrðu rannsökuð. Hefir stjórnin nú tekið í streng- inn og til bráðabirgða ákveðið lágmarksverð á hveiti. Er það 75c mælirinn (des. hveiti) og 80c (maí hveiti). Hverjar hömlur sambands- stjórnin leggur á þessi hveiti- kaup, sem til þess eru gerð, að ná tangarhaldi á verði og mark- aði, er enn ekki tilkynt. En ákvæðisverð þetta er aðeins til bráðabirgða. Kornsöluna á að skipuleggja á eftir því, sem í skyn er gefið. Kornkauphöllin í Winnipeg, varð undir eins vel við því, að hafa samvinnu um það við stjómina, að tryggja bændum í Vestur-Canada verð framvegis á hveiti. Samtökin um að fella verðið eru sögð komin frá Ev- rópu. Spákaupmenska í kauphöll- inni hér, hefir verið lítil síðan MoFarland í samráði við sam- bandsstjórnina tók við sölunni á hveiti. Hann hefir ávalt keypt svo mikið, að markaður- inn hefir aldrei orðið ofhlaðinn. Og þáð er nú talið, að hafa bætt verðið til bænda svo að nemur tveim hundruð miljónum doll- ara. Kornkaupmenn hafa stundum bent á hættuna, sem af því gæti stafað, að halda í hveitið eins og stjórnin gerir. En McFar- land svarar því þannig, að Can- ada selji að jafnaði 4 miljónir mæla á viku, af 9 miijónum, sem alls sé sala fyrir á heims- mgrkaðinum. Canada virðist því fyllilega hafa selt sinn skerf. Að öðru leyti benda korn- kaupmenn á það, að ótti MoFar- lands um að samtök séu hafin til þess að þrýsta verðinu niður, sé að miklu leyti ástæðuaus. — Samkvæmt því er Broomhall haldi fram, selji Canada á þessu ári um 280 miljónir mæla til annara landa. En jafnvel það segir McFarland ekki ástæðu til að þrýsta verðinu niður, held- ur það gagnstæða. Hveitiuppskera í ár er talin 240 miljónir mæla. Óselt hveiti frá fyrri árum, nemur öðru eins (c. 240 miljónum mæla). Með því að nú verði seldir um 280 miljónir mælar og 110 miljónir til heimanotkunar, ætti forðinn heima fyrir að mínka um 150 miljónir mæla, sem gefur nokkra von um batnandi hveiti- verð. Frá því sjónarmiði skoð- að, er því enn minni ástæða en fyr, að leyfa nokkur samtök, sem að því lúta ,að lækka verð- ið. Samtök þessi hafa náð til Ar- gentínu af því þar var ekkert stjórnareftirlit með sölu á hveiti. Hér voru kornkaup- menn ekki einir um hituna nema östuttan tíma, enda hefir verðið að þeim tíma undantekn- um haldist óbreytt. í smáu og stóru benti Stevens á agnúana á viðskiftarekstrin- um. í 90 tilfellum sannaði hann t. d. að ein af hinum svo- nefndu “chain stores” í Toron- to, hefði verið að svíkja við- skiftamenn sína á vigt. Hefði hann ekki verið ofvægur og varkár, kvað hann auðvelt að sanna þetta með 200 dæmum á stuttum tíma. Það var á fundi smærri verzl- unarmanna, sem Stevens flutti ræðuna. Að henni lokinni lýsti fundurinn trausti sínu á stefnu Stevens, sem hinni farsælustu fyrir þjóðina. ÚNZA AF ALKOHOLI KOSTAR $400 Mr. og Mrs. Stanley Poho- chopin heita hjón er heima eiga að 132 Lorne Ave. í Winnipeg. Einhvem veginn komust yfir- völdin á snoðir um að þau mundu selja heimabrugg, og hófu leit í húsi þeirra í gær. Og þeim varð að trú sinni. Þau fundu í búrskápnum ofurlítið glas og í því var tæp únza af alkoholi, sem ekki var keypt í stjórnarbúðinni. Hjónin voru kölluð fyrir rétt og voru sektuð $200 hvort fyrir óleyfilega vín- sölu. 1 : 400,000 LINC0LN CANADA” Hon. H. H. Stevens kom til Toronto s. 1. mánudag og flutti 'Þar ræðu fyrir 4000 áheyrend- um. Það var á einu gistihúsi borgarinnar, en samkomusalur- inn rúmaði ekki nærri alla og varð því að koma hljóðberum fyrir í öðrum sölum gistihúss- ins. Þegar Stevens kom inn í sal- inn dundi við lófaklapp, og húrra hróp sem engan enda ætl- uðu að taka. Klútum var og veifað og var sem áheyrendur vissu ekki hvemig þeir ættu að láta. Þegar forseti fundarins sá sér loks fært að kveða sér hljóðs og gerði ræðumann kunnugan, sem “Abraham Lin- coln þessa lands”, braust aftur út lofaklapp. Slíkar voru við- tökur þessa útskúfaða ráðherra og mannsins, sem tvo eða fleiri spæjara á stöðugt á hælum sér fvá auðvaldinu, sem öllum ár- um rær að því að hnekkja opin- i>eru starfi hans. í ræðu sinni var Stevens hinn hógværasti. Hann neitaði að hafa verið ósanngjarn í garð auðfélaganna í því sem hann hefði hátt eða í hljóði um rann- sóknina talað. Hann hefði að- eins bent á þyðingu rannsókn- arinnar í sambandi við það sem hún hefði leitt í ljós. Hann hvaðst engrar afsökunar á því biðja og ekki víkja hálft skref frá því sem hann hefði haldið fram um viðskiftarekstur lands- ins. Og um hann, viðskiftarekst- urinn, snerist ræðan. Á and- stæðinga sína mintist Stevens ekki; heldur ekki á flokksmál. Lögum landsins áhrærandi við- skifti þyrfti að beyta. “Við Tækifæri til að vinna í happ- drættinu írska (Irish Sweep- stake) eru ekki mörg. Þegar bezt lætur em þau eitt af hverj- um fjögur hundruð þúsundum, eða með öðrum orðum af hverj- um 400,000 miðum, sem seldir eru, er aðeins einn nokkurs virði. Sá sem viss er um að finna þennan eina, ætti að veðja, en hinir 399,999 ekki. viðurkennum,” sagði hann, “að verðfall peninga sé óhafandi. En verðfall peninga er ekkert verra en verðfall eigna. Lög um óbreytanlegt verð þeirra, er eins nauðsynlegt og lög um ó- haggandi gildi peninga. Hlutir, sem greiddir eru $100 fyrir, eiga að hafa sitt fulla gildi, sem í 'banka væru”. En að svo væri ekki sýndi Stevens fram á með tölum. Á árunum 1928 og 1929 kvað hann félögum þessa lands hafa verið heimilað rekstrarfé (capital) er nam $5,425,000,000. (nærri hálf sjötta ibiljón). En allir þeir peningar sem kostur var á námu aðeins $2,000,000,- 000. (tvær biljónir). í þessu kvað hann veiluna í viðskifta- rekstrinum felast. Auðfélögin hafa sagt um mig, að eg væri ekki þjóðmegunar- fræðingur og vissi ekki hvað eg væri að tala um. Eg skal játa, að eg sé ekki þjóðmegunar- fræðingur. En hverjir eru þeir, sem um þá fræði virðast vita? Það er eitt sem eg veit. Eg veit að ef fiskimaðurinn fengi einu centi meira fyrir pundið í fiskin- um, væri hann betur af. Og hann gæti fengið það cent eins og sá er nú fær það, án þess að það komi niður á verði neyt- anda. Eins er með verð bænda- vörunnar. Og eg skil einnig, af því eg hefi séð það, að það er nokkur munur á fé stúlkunnar, sem fær $7 á viku í kaup og á $10,000,000. Við höfum í þessu landi spil- að oflengi á fiðluna meðan Róm hefir verið að brenna. Auður- inn hefir oflengi runnið í fárra hendur, en almenningur lifað við þrautir og þjáningar, vegna þess, að við höfum ekki með lögum komið í veg fyir það og .ítuiieguin r<tOöiGiuuuui. STJÓRNARSKIFTI Á FRAKKLANDI Svo róstusamt var á þinginu í Frakklandi s. 1. mánudag, að stjóm Doumergue’s sá sér vænst að fara frá völdum. Sosíalstar og kommúnistar gengu af þingi í mótmælaskyni út af stjómarskrár-berytingar frumvarpi Doumergues stjóm- arinnar, sem þeir töldu óhæfan. Er sagt að stjórnin hafi óttast róstur og blóðsúthellingar, og hefði þessvegna farið frá völd- um. Stjórnarskrár-breytingin laut að því, að gefa stjórninni meira vald og festa hana í sessi. Edouard Herriot hefir verið falið að mynda nýja stjórn af Albert Lebrun forseta FTakk- lands. Sosíalistar eru fúsari til fylgis við hann sagðir, en Dou- mergue. FORD EKKI AÐGERÐARLAUS Bílasmiðurinn frægi, Henry Ford, befir ákveðið að verja $450,000,000 til starfa á árinu 1935. Með því gerir hann ráð fyrir að smíða 1,000,000 bíla, veita um 87,000 manns atvinnu í smiðju sinni og gefa um 6000 stofunum, er starfa að fram- leiðslu ýmsra hluta til bílasmíði eitthvað að gera. Þetta er sannkallaður iðjuhöldur. NÆSTI LANDSTJÓRI CANADA í fregnum frá Englandi er því haldið fram að líkur séu til að næstí landstjóri Canada verði hertoginn af Kent, en hann er yngsti sonur Bretakon- ungs, prins George, sem nú er svo mikið talað um, af því hann er í þann veginn að giftast Mar- inu prinsessu frá Grikklandi. GÓÐ ÁRSLAUN Við réttarhaldið í máli Sam- uel Insull sem nú stendur yfir í Bandaríkjunum, skýrði kær- andi meðal annars frá því s. 1. föstudag, að árslaun hans hefðu numið $500,000. Um leið og In- sull greindi frá þessu gat hann þess, að hann skoðaði verka- manninn verðan launanna. Enn sem komið er, heldur þó Insull fram að hann sé allslaus maður og hafi varið öllu sínu fé til að reyna að bjarga félag- inu frá gjaldþroti. FRÁ ENGLANDI I Á Englandi og í Wales hafa kosningar farið fram á hrepps- nefndum, sem voru hart sóttar af hálfu verkamanna og liberals er unnu víðasthvar. “Okkar leið togi, Baldwin,” segir Daily Ex- press, “vill umfram alt hafa heimspekilega framfara hreyf- ingu og engan flokkaríg eftir hundasið, sem væri fagurt og ágætt í áíla staði, ef hinir vildu haga sér þar eftir, en þegar þessir sósíalistar hömuðust í kosningunum, eins og grimmir hundar og kettir í áflogum, þá NÝ TRÚARBRÖGÐ Kirkjan lúterska, eða höfð- ingjar hennar nokkrir, hefir átt útistöður við hina þýzku Nazi, og víst vilja hinir kaþólsku kirkjuleiðtogar ekki hlíta þeirra yfirstjóm 1 allan máta. Enginn biti hefir virst of stór fyrir Nazi, þangað til þeir komu ekki þessum uppí sig. Þar urðu þeir i frá að hverfa. Úr þessu vill J téður flokkur bæta með því að stofna nýja trúardeild, kirkju 1 eða trúarbragða félagsskap, 1 með sömu ráðum og réttindum I og hin lúterska kirkja hefir og | hin kaþólska og í einhverri lík- ingu við þær. Átrúnaðar guð hinnar fyrirhuguðu kirkju heit- ir ekki Jehova, né öðrum göml- um nöfnum, heldur Þýzkarí, eða hin þýzka þjóð með öllum kostum og kynjum, ásamt henn ar ypparsta leiðtoga og spá- karli, Adolph Hitler. Hin nýja kirkjudeild kvað vera að efna til nýrrar messusöngsbókar, sem allir leggja í, hvort þeir geta v***.----- má merkja af þeim, er svo byrj- ar: Guð, Týr, Jehova, Jupiter játum að séu í einum þér, Adólfur, herra Hitler! Þig tignar alt vort Þýzkarí! Þú ert vort mikla stólpa ský! þig stæra stórir og litler! Forgöngumenn þessarar nýj- ungar, Neu-Heidenthum eða nýju heiðni, eru sumir ættstórir, sumir lærðir og heita fomum nöfnum, svo sem Elfráðr, Hrólfr Baldr; í þann félags- skap hópast, að sögn, stækir Nazi áhangendur, úr öðrum trú- bragða deildum. Alt þetta segja fróði,r, að sé í líkingu við þau samtök Japana, sem nefnd eru Shintoism, en það er trúin á Mikado og hina japönsku þjóð. Jafnframt þessu kemur sú frétt, hvort sem samband er þeirra á milli eða ekki, að ríkis- bankinn þýzki aftaki að greiða leigu af skuldum, sem útlendir eiga hjá Þjóðverjum. STEFNA R00SEVELTS fer sigurför í Bandaríkja-kosningunum Þó um úrslit kosninganna sem fóru fram í Bándaríkjunum í gær verði enn ekki endanlega sagt, bera fréttimar sem af þeim hafa þegar borist með sér, að demokratar vinna mikinn sigur og að þjóðin er ákveðnari en áður með Roosevelt forseta og viðreisnarstefnu hans. Úrslitin, sem kunn eru, fara hér á eftir: Af 35 senatorum alls, sem kosnir voru, er aðeins kunn- ugt um hvernig 11 reiddi af. Unnu demokratar 8 þingsætin af þeim, en republikar 3. Auð- vitað eru það ekki fullnaðar- úrslit, en hvert kosningin stefn- ir, sézt þó all-greinilega af því, að demókratar eru á undan um flest hin þingsætin eða í 21- ríki af 24 alls. Til fulltrúadeildar þingsins voru 435 þingmenn kosnir. — Hafa demókratar nú þegar hlot- ið 167 þingmenn, en republikar 33. Þó ókunnugt sé um 235 þingsæti ennþá, eru h'kurnar þær, að demókratar verði í miklum meiri hluta. Ríkisstjórar voru kosnir í 33 ríkjum. Um úrslitin í 8 ríkjum er aðeins kunnugt. Hafa demó- kratar'unnið í þeim öllum. Uppivöðslusamt var í sumum ríkjum í kosningunum. í Haz- elton í Pennsylvaníuríki er demókratar voru á skrúðgöngu á kosningadaginn, var skotið á hópinn og 4 drepnir en 14 særð- ir, áður en lögreglan gat tekið i taumana. í nokkum öðrum ríkjum bar talsvert á uppreist- ar-anda. í Californíuríki sótti Upton Sinclair, sósíahstinn nafnkunni um ríkisstjóra stöðuna á móti Frank Merriam. Er ætlað að Sinclair tapi. Atkvæðin hafa nú þegar fallið þannig, að Mer- riam hefir 441,382 en Sinclair 361,036 atkvæði. Merriam fylg- ir republikum að málum. Ferkari fréttir af kosningun- um verða að bíða næsta blaðs. er ekki að furða, þó þeir yrðu á undan”. RÍKISKARL DÁINN Látinn er sagður Edmond de Rothschild, -í þeirri höll er hann átti á bakka fljótsins Seine, þar sem heitir Boulogne á Frakk- landii fæddur 1845, en faðir hans, Jakob, var einn hinna nafnfrægu auðkýfinga með því nafni, er ráku lánverzlun með skildinga í hverri höfuðborg Ev- rópu, á 19. öldinni. Þeir voru af Gyðinga kyni, upprunnir frá Frankfort við Mein fljót, og er sú saga alþekt. Edmond hinn nýlátni öldungur, var svo fjáð- ur, að hann var sagður eigandi að sjöttungi þeirra hluta sem eru virtir til peninga á hans fósturjörð, hinu stóruðuga Frakklandi. BUDDAN AÐ LOKAST Stjómir hinna ýmsu fylkja í Canada hafa leitað til sam- bandsstjórnar, ef í nauðir rak, á síðari árum, og fengið fé að láni hjá henni, eða með hennar hjálp, sem nemur um 60 milj. dollara. Nú ætlaði Gardiner, stjórnar höfðingi í Saskatchew- an, að renna í það far síns for- vera, og bað sambandsstjómina að hjálpa sér um ellefu miljónir upp á nýtt, til að bæta úr neyð þeirra sem urðu af uppskeru vegna þurka í því mikla korn- yrkju landi, þetta haust. Hann hefir fengið svar frá sjóðhaldara sambandsstjómar- innar ,að sú stjórn muni taka að sér, að bæta úr nauðsyn þeirra sem ratað hafa í þetta vandræði og önnur, sem kallast megi þjóðarmein, þá muni hún setja mann af sinni hendi, til að útbýta þeim hallærisstyrk. en alls ekkert fé leggja fram til að standast önnur útgjöld fylk- isstjórnarinnar ,hvorki í Sask- atchewan né annars staðar. — Sambandsstjórnin þurfi sinna muna með, til þeirra stóm gjalda sem hún annast, meðal hverra eru þessi: Tekjuhalli af CNR, 50 miljónir ,til opinberra verka víðsvegar um landið 40 miljónir, til þeirra sem liðið hafa uppskerubrest í ár, vegna ofþurka (en slíkir hjálparþurf- ar eru um 200,000 að tölu) ekki minna en 40 miljónir. Þar til koma 130 miljónir í peninga- leigu ,til þeirra sem eiga hjá stjórninni, í ársleigu vel að merkja og um 45 miljónir í eftirlaun og ellistyrk. Þessar upphæðir eru samtals 305 milj. þar við bætast önnur útgjöld til hers og flota, löggæzlu ,dóma, kaups embættismanna, o. s. frv. Ennfremur segir sjóðhaldarinn, að hann hafi lánað stjórnum fylkjanna 60 miljónir á undan- förnum árum og það nægi í bráð, ekki sízt vegna þess, að atvinnuvegir hafi tekið miklum framförum, sem sjálfsagt komi fram í ríflegri skattgreiðslum til nefndra stjóma. Gardiner sagði við sína granna: “Hvað munar sam- bandsstjórnina, sem öslar í miljónum, um fáeinar til? Hún gétur fengið alla þá peninga, sem hún vill, fyrir miklu lægri rentu en við, svo þetta er ekki nema lítill greiði.” Um þennan greiða, hvort mikill er eða lítill, er nú neitað. Svarið vísar helzt til þess, að fylkis stjórnunum iaeri að haga svo árlegum út- gjöldum, að þær þurfi ekki að taka lán á lán ofan til að standast þau. Á AFVOPNUNARFUNDI Erindrekar frá stórveldunum: Bretlandi, Bandaríkjum og Jap- an, sitja nú á ráðstefnu í Lon- don, til að reyna að koma sér saman um, hversu stóra flota hvert um sig skuli hafa. Tak- mörk fyrir því settu nefnd stór- veldi í Washington, árið 1921, en við þá samninga þykir tæp- lega mega hh'ta nú orðið, af hálfu Japana ,er segja Ame- ríkumenn hafa aukið hervamir á sjó, umfram það sem samn- ingar heimila. Ensk blöð segja svo frá, að þegar fulltrúi Jap- ana, Yamamoto, flutti þá kæm á fundi þessum, þá hló Stand- ley við, fulltrúi Bandaríkjanna, og segir: “Við skulum skifta á flotum, reyna svo með okkur, þið skuluð sanna, að þið hafið ekkert við okkur samt.” En blöðin í Japan segja svo sög- una, að Standley hafi borið samnings rof á Japana og Yam- amoto hafi greitt svarið. Fund- urinn stendur enn, þó vanséður tjáist árangurinn af því þjarki.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.