Heimskringla - 07.11.1934, Side 2

Heimskringla - 07.11.1934, Side 2
2. SIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 7. NÓV. 1934 ERLENDUR ERLENDSSON “So many worlds, so mucli to do, So little done, such things fo be. How know I what had need of thee For thou wert strong as thou wert true.” TENNYSON Sunnudaginn liinn 15. júlí síðastl. vildi það sorglega slys til í verksmiðjubænum Ocean Falls í British Columbia, að Erlendur Erlendsson rafyrkju- maður, varð fyrir bruna af völdum rafurmagns, er hann var að vinna í orkuveri bæjar- ins. Hafði hann opnað skiftilás á aflsíma er honum hafði verið tilkynt að orkuneyzlu hefði ver- ið létt af, en af því svo hafði ekki verið, skaut þegar út raf- loga svo sterkum, að hann brann all mikið á höndum og andliti. En hér var enginn tími til umsvifa. Orkuverið var í veði, ef ekki var aðgert á sama augnabliki. Fullkunnugt var honum um hættuna, sem því var samfara; en hann lét það ekki á sig fá, og lokaði samstundis skiftilásnum, en við það brann hann svo að hann féll þegar niður meðvitundarlaus. Eftir nokkrar lífgunar tilraunir raknaði hann þó við, og gekk óstuddur til bæjarins og á sjúkrahúsið, þriggja mílu fjórð- unga vegalengd, og þar andað- ist hann eftir þriggja daga legu miðvikudaginn hinn 18 s. m. — Höfðu læknarnir talið hann úr allri hættu, hvað brunasárin snerti, en álitu að rafgeislan, er náð hafði til hjartan, hafa dreg- ið hann til dauða. Erlendur sál. var fæddur í Reykjavík 28. nóvember 1888. Voru foreldrar hans Valdimar Ottesen verzlunarmaður í Rvík., síðar kaupmaður í Vestmanna- eyjum, og Halldóra Erlends- dóttir frá Mel í Reykjavik. Eru i þau nú bæði dáin. t bernsku var hann tekinn til fósturs af móðurbróður sínum Vigfúsi Erlendssyni og Odd- björgu konu hans; ólu þau hann upp, sem væri hann þeirra eigin sonur og gengu honum að öllu í foreldra stað; enda bar hann altaf þeirra nafn. I Fylgdist hann með þeim til | fullorðins ára, fyrst til Mani- Itoba, þaðan til Point Roberts í Washington, þá til Vancou- j ver í British Columbia og það- an til Hunter eyju þegar ís- lendinga bygðin myndaðist þar árið 1914. Snemma um vorið 1916 var byrjað á að reisa bæ og pappírs verksmiðju í Ocean Falls, sem er tæpar 30 mílur frá Hunter eyju, og varð Erlendur sál. einn af allra fyrstu starfsmönnum þar. Meðan á byggingunum stóð, vann hann mest af tím- anum við loftdælu, en er papp- írs verksmiðjan var sett í gang, varð hann aðstoðarmaður í orkuveri bæjarins. Byrjaði hann nálega samtímis á námi í raf- yrkju fræði, og tók próf í þeirri sérfræði tveim árum síðar. Tók i hann þá við starfrækslu orku- versins og hafði jafnan síðan verið einn af þremur aðal starf- rækslumönnum þess. Komu þá brátt í ljós þeir sérstöku hæfi- leikar, er hann var gæddur í svo ríkum mæli og sem sér- staklega komu sér vel í hans stöðu: snarræði, gætni og lip- urð. Það var því eigi að á- stæðulausu, að til hans- var jafnan leitað er mikils þótti við þurfa eða óvæntann vanda bar að höndum í orkuverinu; enda brást hann aldrei því trausti er til hans var borið, við það á- byrgðarmikla og vandasama starf. Hinn 17. sept. 1920 kvæntist hann ungfrú Guðrúnu Leifson Jónsdóttir Friðleifssonar frá Sýrlæk í Flóa, og konu hans Sigríðar Högnadóttur frá Skálmaholtshrauni á Skeiðum. Lifir hún mann sinn, ásamt þremur mannvænlegum son- um í æsku: John Allan 13 ára Leonard Valdimar 9 ára og Har- old Milton 6 ára. Mörg náin skyldmenni Erlendar sál. eru hér vestan hafs: móðursystir í Blaine, Mrs. Kárason og böm hennar — fóstursystkin hans í I Pinehurst, Wash., Albert Er- lendsón og Halldóra Erlendson, nú Mrs. Glenzer, svo og böm þeirra Erlendar og Hannesar Erlendssonar við Manitoba vatn, og ef til vill fleiri, auk fjölda náinna skyldmenna heima á ís- landi, sem hér verða ekki talin. Erlendur sál. var á bezta skeiði æfinnar, er hann var kallaður burtu .aðeins 45 ára. Hann var fríðleiksmaður, ítur- vaxinn og sviphreinn. Fram- koman djörf en prúð. Æfi- starfið var ekki markbrotið né langt, en takmarkið var hátt; að reynast í hvívetna sannur og trúr, ekki aðeins ástvinum sín- um, ættingjum og vinum, heldur einnig öllum þeim.i er hann hafði eitthvað saman við að sælda. Til almenningsmála lagði hann engan hávaða, en sérhver góður málstaður og málefni átti öruggan stuðning þar sem hann var. Þótt hann væri aðeins barn að aldri er hann fluttist vestur um haf, og væri því samvaxinn hérlendu þjóðlífi, bar hann samt rækt og hlýhug til Islands og alls sem íslenzkt er, og hvar sem hann fór, markaði hann jafnan spor, þjóðflokki sínum til sóma. — Hann var góðum og nothæfum hæfileikum gæddur, bæði til sálar og líkama, stiltur í skapi, glaðyndur og ef svo bar undir “hrókur alls fagnaðar” en kunni þá vel að stilla í hóf. Það var því ekki að ófyirrsynju, þó á heimili þeirra hjóna væri oft gestkvæmt og “glatt á hjalla” enda spilti kona hans þar eigi um, með sinni hispurslausu alúð, sem íslenzkum konum ein- um er gefin. Hann var ástrík- ur eiginmaður og umhyggju- samur faðir og húsbóndi, langt fram yfir hið almenna. Á heim- ilinu var hann mestur. Glað- lyndi hans, prúðmenska og lip- urð nutu sín hvergi betur en þar. Með hinu sviplega frá- falli hans er því sár harmur kveðinn, ekki einungis ekkj- unni og hinum ungu sonum, heldur einnig hinum fjölmenna vinahóp. Og á því heima hér það sem Thomas Moore kvað, er hann kom á heimili látins vinar: “Andaðu hljótt, því hér er heilög jörð! Þó hann, sem sporin tróð sé burtu gengin. Um helga minning heldur ástin vörð, En harmar þungir slá á dýpsta strenginn.” Að aflokinni afar fjölmennri minningar guðsþjónustu í Ocean Falls var lík Erlendar sál. flutt til Vancouver, og jarð- sett í grafreit borgarinnar. — Hann var meðlimur frímúrara reglunnar og fór útförin fram undir umsjón hennar og að hinum forna sið. Sú var fyrrum trú manna heima á íslandi, að einu sinni á ári hverju væri óskastund við “góðs manns gröf”. Vera má að svo sé. Við gröf Erlendar sál. vildi eg mega óska þess, að íslenzka þjóðin hér og heima eignist marga slíka sonu. Með því, og því einu, mætti það skarð fyllast, er höggvið er í þjóðarmeiðinn íslewzka með fráfalli þessa ágætis manns. Og nú, þegar eg að leiðarlok- um kveð þennan látna bróður, sem svo óvænt var kallaður burtú á hádegi æfinnar, og minnist hins þroskaða mann- gildis, sem hann var gæddur, og ánægju stundanna, sem eg og aðrir nutu á hinu sólríka heimili þeirra hjóna, þá kemur mér aftur í hug erindið úr Tennyson-? “In Memoriam”: Svo margt ógert, svo markhár varst. Svo margir heimar, fjölbreytt störf. Hver veit hvar mest að þín var þörf Með þrek og göfgið, sem þú barst. Bjarni Lyngholt W I rsj IVJ I F=> E <3 COMMUNIT/ CHEST NOV. IST N0V. IO" GRÆNLANDSÞÆTTIR M. FL. (Eftirfarandi gTcin eftir dr. Hannes Þorsteinsson ríkisskjalavörð er hér birt eftir Blöndu, timariti Sögu- félagsins í Reykjavik.) Framh. Eftir að hann kom að Rafns- eyri var hann samt ekki sérlega ánægður með skiftin, þótti brauðið að vísu hægra, en tekjulítið. Um 1775 var hann að hugsa um að kvongast aftur og mægjast við Núpsfólk í Dýrafirði, en það tókst ekki1). Á Rafnseyri vegnaði honum öllu lakar efnalega en á Ballará og var örfátækur. Loks bygði hann prestssetrið 1779 eða fyr Eggert stúdent Hákonarsyni frá Álfta- mýri, því að séra Jón var þá orðinn öeigi og gat ekki setið jörðina; féllu og staðarkúgildin hjá honum eða voru upp etin. Bjó Eggert þar alls 5 ár, en ekki kom honum og presti rétt vel saman, því að Eggert þótti, að prestur veitti honum yfir- gang. En er Eggert var farinn kærði héraðsprófestur ((séra Jón Ásgeirsson á Söndum) séra Jón á Rafnseyri fyrir niður- níðslu staðarins, og veitti Hannes biskup honum þá á- minningu 1784 og setti honum ákveðinn frest til að gera húsa- bætur eða sæta ákæru ella, en séra Jón slapp við hana, því að hann andaðist á Rafneyri 3. í hvítasunnu (17. maí) 1785 á 64. aldursári, saddur lífdaga, eftir margskonar mæðu og erfið æfikjör, á ýmsan hátt. Dánar- bú hans varð algert þrotahú. Ekki er kunnugt, að sérá Jón hafi fengist verulega við rit- störf, eftir að hann kom að Rafnseyri., hvorki áhrærandi Grænland eða annað. Er svo að sjá, sem áhugi hans fyrir Græn- landi hafi kólnað út við hin miku vonbrigði að komast þangað ekki. Auk rita hans í bundnu og óbundnu máli, er áður hefir verið getið, hefir hann t. d. ort Svoldrarrímur, 17 alls (“Sviðris rosta brim skal brátt” o. s. frv.)2). Hann orti einnig þakklætisvers til séra Hallgríms jrófasts Eldjárnsson- ar fyrir “Tröllaslag”, af því að hann var mótfallinn hrossa- kjötsáti, sem séra Jóni var mjög illa við, og kom þeim Magnúsi sýslumanni Ketilssyni ekki sam- an um það fremur en annað, því að sýslumaður hélt því fram, að menn ættu að neyta hroossakjöts, fremur en að velta út af í hungri. Séra Jón segir í þessum þakklætisversum sínum ,að þeim sé allflestum engin bót mælandi, sem skeri tryppin; “vantrúaður mumpar maður merarbrauð” segir hann og ennfremur: “Sumir hakka sinna blakka saurugt kjöt, af því höndin áður flöt óþrifin var, sein og löt o. s. frv. Kallar klerkur hrossakjöts- æturnar “hundagræðgisþý”3).— Séra Jón fékk Jón skáld Sig- urðsson í Efri-Langey á Skarðs- strönd til að yrkja sálrna út af Dómarabókinni í biblíunni 1759 og las þá því næst yfir, lag- færði og bjó iþá undir prentun. Voru þessir Dómarasálmar prentaðir í Hrappsey 1783 og var framan við þá formáli í ljóð- um eftir séra Jón. Er bók þessi nú harla fágæt. — í B. 3 (við- auka bókmentafélagssafnsins í Lbs.) er mikið sálmasafn með latneskum titli, bæði morgun- sálmar og kveldsálmar, gamlir og nýir, prentaðir og óprentaðir, 1) Sbr. ummæli séra Jóns Eg- gertssonar í Holti í bréfi til Karítas- ar Bjamadóttur í Búðardal 6. jan. 177tí (Lbs. 247 fol. nr. 161): “Séra Jóni mínum á Rafnseyri vegnar 1 bágara lagi upp á husholdning sína og ekki ganga honura meyjarmálin undir Núpi.” 2) Lbs. 989 4to. Daðí Níelsscn segir, að hann hafi ort rímur pessar, 18 ára gamall (þ. e. um það leyti sem hann varð st.údent). 3 ' Sbr. Lbs. 121 Svo, þar sem ýms fleiri kvæði eru um þetta efni eftir aðra höfunda. Er Ijöðmælasafn þetta að miklu leyti með eigin hendi séra Jóns. | safnað saman úr ýmsum bækl- I ingum af séra J. B. S. (þ. e. séra Jóni Bjarnasyni) 1767. Er bók þessi 668 bls. og mun meiri hluti hennar með hendi séra Jóns. Þar eru 2 sálmar eftir hann: morgunsálmur (1750) og daglegur bænarsámur eftir Mag. G. Ursin snúinn úr dönsku 1752)4). — Af latínuskáldskap séra Jóns er nú fátt kunnugt, nema löng erfUjóð, er hann orti 1739 eftir kennara sinn, séra Halldór Einarsson á Stað í Steingrímsfirðii (dáinn 1738) föður séra Bjöns á Setbergi. — Þau eru í Lbs. 177 8vo, bls. 307 —317. — Ennfremur orti séra Jón grafskrift og eftirmæli á dönsku eftir Nikolai Hofgaard yfirkaupmann í Stykkishólmi (dáinn 5. sept. 1763), og hafa þau ef til vill verið prentuð í Höfn s. á. eða 1764*). í Lbs. 43 4to er með hendi séra Jóns þau ef til vill verið prentuð í líkprédikin er hann gerði eftir Sigríði Þorsteinsdóttir í Hval- gröfum (dáinn 16. okt. 1752), dóttur Þorsteins Þórðarsonar á Skarði. Af þessu sem hér hefir verið talið sést, að séra Jón hefir verið hinn mesti iðjumaður við ritstörf ,sérstaklega á prests- skaparárum sínum á Skarðs- strönd. Með konu sinni Þorkötlu (dáin 1. sept. 1767, tæplega fimtug) Sigurðardóttur prests í Hölti á Önundarítrði (dáinn 1760) Sigurðssonar átti séra Jón alls 9 böm. 1. Ólafur (f. 1746**) var 2 vetur (1763— 1765) í Skálholtsskóla, en vísað burt þaðan 1765 fyrir illa hegð- un* 1), var lánlítill og óspilunar- samur, átti eina laundóttur (Halldóru), er dó úr holdsveiki, en Ólafur kvæntist Þorbjörgu Jónsdóttur pests í Saurbæjar- þingum Jónssonar, átti eitt barn, er dó ungt. 2. Sakarías (f. 1747) dó s. á. 3. Helga (f. 1747, tvíburi, fór vestur. 4. Sigríður (f. 1749) átti Jón Pétursson á Auðkúlu í Arnarfirðií norð- lenzkan að ætt, misjafnt kynt- an. Son þeirra Benedikt Gab- ríel faðir séra Jóns á Rafnseyri (dáinn 1862). Þaðan ættir. 5. Sakarías (f. 1750) varð stúdent, mesti námsmaður og efnismað- ur, drukknaði í Sauðlauksdals- vatni 13. des. 1774 á 25. aldurs- ári, var latínuskáld. 6. Jósabeat (f. 1751) átti Magnús Magnús- son á Núpi í Dýrafirði og böm. 7. Sigurður (f. 1753) átti laun- son Friðrik Bjartmar að nafni. 8. Gyðríður (f. 1755) dó s. á. 9. Jóhanna Jael (f. 1760) átti Sæ- mund stúdent Sigurðsson frá Ögri, bl. m. (Síðari kafli) fslenzku trúboðarnir á Grænlandi Eftir ýmsum heimildum.—>H. Þ. Hér á undan (í þætti séra Jóns Bjarnasonar) hefir verið minst á Egil Þórhallason, og þykir því rétt, að minnast hans að nokkru, með því, að hann er sá íslenzkra manna, er markað hefir mest spor og merkust í sögu Grænlands þau 10 ár (!756—1775), er hann dvaldi þar sem landkönnuður og trú- boði, en hér verða ekki teknir nema fáeinir drættir um starf hans þar, helzt eftir eigin frá- sögn hans2). Hann var fæddur 4) t IBFél. 513 8vo, er brot af annáls- eða almanaksvísuin eftir séra Jón 1763—1766. *) Eru í IBFél. 389 4to (frumrit). **) Fæðingardögum bamanna er hér sleppt, en það sést alt í prest- þjónustubók Skarðsþinga 1743—1768, sem til er í heilu lagi í Þjskjs. frá allri prestsskapartíð séra Jóns þar, ein með allra elztu slíkra bóka í safninu, og snyrtilega frá henni geng- ið. 1) Finnur biskup segir í bréfi til föður hans, 19. júlí 1764, að ölafur eigi “engan sinn líka i skóla, því síður óskikkanlegri”. (Brb. bisk. 1760 —1764, bls. 879). 2) Aðalheimildir um dvöl hans í Grænlandi eru í Kaupmannahöfn, og hefir allmargt af þvi verið prentað. Meðal annars hefir dr. L. Bobé, nafn- kunnur sagnfræðingur með Dönum, ritað um hann merka ritgerð, og hefir hann munnlega skýrt mér frá, að hann teldi Egil langfremstan þeirra manna, er Danir hefðu sent til á Borg á Mýrum 10. maí 1734, sonur Þórhalla prests Magnús- sonar og s. k. hans Bóthildar Finnsdóttur, útskrifaður úr Skálholtsskóla 1753, sigldi til náms við háskólann 1759, og tók embættispróf í guðfræði 1761. Vorið 1765 var hann sendur til Grænlands sem prest- ur og trúboði í Godthaab og jafntframt ráðinn af verzlunar- félaginu til 2 ára til að rann- saka landið með það fyrir aug- um, að Islendingar kynnu ef til vill að vilja setjast þar að. Fékk hann harða útivist ,hörkur og kulda, kom til Godthaab 30. júlí eftir 11 vikna útivist, og tók þegar að ferðast um landið. Segir hann í brefi 29. ágúst (til P. Kofod Ancher prófess- ors,3) að hann telji landið hent- ugt til kvikfjárræktar og til búsetu fyrir norskar og íslenzk- ar fjölskyldur, og þar séu auk þess mörg önnur þægindi fyrir nýbýlisfólk. Um sama leyti, eða 28. ágúst 1765 í Godthaab, ritaði hann hálfbróður sínum (sam- feðra) séra Magnúsi Þórhalla- syni í Villingaholti allmerkt bréf4). Minnist þar sérstaklega á landgæði í Grænlandi, eink- um í Amaralikfirði, þar sé hið bezta töðugresi og úthey, miklir birki- og víðiskógar, hreindýr, hérar, endur og rjúpur, — mesti áragrúi, — lax og silungur í ánum, selir og síld í sjónum; söl og fjallagrös séu þar næg og ýmískonar ber: moltuber, rauð- ber, krækiber, einiber og bláber svo mikil, að taka megi lúkuna fulla. “Eg þakkaði guði, sem lét mig sjá öll þessi herleg- heit”*) segir hann, og kveðst vona, að einhver umskifti verði innan fárra ára, og “að prest- urinn séra Jón Bjarnason (á Ballará) muni fluttur verða hingað í vor 1766”, og þá kveðst hann vonast eftir Þorkeli syni séra Magnúsar og sé hann vel- kominn og skuli ekkert að hon- um verða, ef hann (Egill) lifi, en verði ekki af útsiglingu séra Jóns, segist hann ekki geta tek- ið á móti Þorkeli næstu 2 ár. — í fyrstu átti séra Egill í andófi við kristniboðara Herrnhúta í Grænlandi, en það ósamþykki jafnaðist þó nokkuð, er frá leið. 18. marz 1773 var séra Egill skipaður varaprófastur og “visi- tator” í Suður Grænlandi til að kynnast trúboðinu þar í heild sinni og koma samræmi í það. Sendi hann trúboðsráðinu (Mis- sionscollegiet) í Kaupmanna- höfn stöðugt skýrslur um á- rangur starfs síns og ástandið í landinu, og var hann í miklum metum hjá ráðinu fyrir dugnað og reglusemi. Varð honum einnig svo vel ágengt í kristni- boðinu, að þá er hann fór frá Godthaab 1775 hafði söfnuður hans þrefaldast á þeim 10 árum, er hann var þar, og var orðinn stærri en söfnuður Herm- húta**). Hinn 27. des. 1776 fékk séra Egill veitingu fyrir Bog- enseprestakalli á Fjóni og varð prófastur 1780, kvæntist (1777) stúlku af íslenzkri ætt Elísa- betu Maríu Sigurðardóttur gull- smiðs í Kaupmannahöfn Þor- steinssonar sýslumanns í Múla- sýslu Sigurðssonar, þau voru bamlaus. Séra Egill andaðist í Bogense 16. jan. 1789, tæplega hálfsextugur, og þótti hafa verið hinn merkast maður. Um starf- semi hans og ritverk, prentuð eða óprentuð ,verður hér að öðru leyti ekki frekar getið. 3) J.S. 98 fol. í Lbs. 4) Er í Lbs. 852 4to III. 56—58. *) Séra Jóni á Ballará mundi hafa þótt fengur að fá svona glæsi- lega lýsingu af landkostum á Græn- landi. Ef til vill hefir séra Egill ritað honum bréf frá Grænlandi 1765, þótt það þekkist nú ekki. **) Sbr. H. Ostermann: Den grönlandske Missions- og Kirkes Historie, Khvn 1921 ,þar sem oft er vitnað í ýms ummæli séra Egils um trúboðsstarfið. Grænlands til athugana og rann- sókna, og rit hans um landið og starfsemi hans öll þar stórlega mik- ilsverð. I Guðfræðingatali mínu bls. 57—-58 er stutt æfiágrip Egils, og vísast til þess hér.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.