Heimskringla


Heimskringla - 07.11.1934, Qupperneq 4

Heimskringla - 07.11.1934, Qupperneq 4
4. 8IÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 7. NÓV. 1934 W|eintskrhuila (StofnuO 1886) Kemur út á hverjum miBvVcudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS I/TD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsímis 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskifta bréí blaðinu aðlútandi sendist: Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 7. NÓV. 1934 HVÍVAR ALEXANDER KON. MYRTUR? Rannsókn stendur yfir út af morði Al«x- anders Yugoslavíu-konungs. Um sjálfa morðingjana er að vísu ekki að villast. En það er hitt, sem verið er að grafast eftir, hver ástæða þeirra var fyrir morð- inu. Hvað græddu þeir á því? Hvað græða morðingja-hópamir, sem til og frá eru um alla Evrópu, á starfi sínu? Það hefir upp aftur og aftur orðið ljóst, að þó ekkert græði þeir á ódæðisverkunum, brestur þá hvorki fé til viðurværis né til neins er með þarf til þess að koma verknaðin- um fram. í>að getur ekki dulist að þeir hafa ein- hvers staðar bakhjarl og að morðin eru framin í einhverjum ákveðnum tilgangi. Þegar konungsmorð eru framin, fylgja þeim vanalega stríð. Þegar Aleander konungur var mjrrtur í Marseilles, datt flestum fyrst af öllu í hug, hvort sagan frá 1914 væri að endur- taka sig. Mánuði eftir að erkihertogi Ferdinand var skotinn í Serajevo, (en þaö var 28. júní 1914) sagði Austurríki Serbíu stríð á hendur. Og viku síðar hafði ófriðarbálið breiðst út um alla Ev- rópu. Sem betur fer, er ekki útlit ennþá fyrir stríð út af morði Aleanders konungs. En hversu nærri því lá, gera sér ef til vill fæstir í hug. Fyrir tæpri viku, var Yugo- slavía ákveðin í því, að senda Ungverja- landi útslitakosti (ultimatum), sem í raun og veru var það sama og að segja því stríð á hendur. En þjóðabandalagið skarst í leikinn, svo lítið bar á, og af- stýrði því. Hvað orðið hefði, ef Þjóða- bandalagið hefði ekki komið til skjalanna, getur naumast verið ráðgáta. Stríð virðist því hafa vakað fyrir með morði Alexanders konungs. En auðvitað verður ekkert með vissu sagt um hverjir blésu þar að kolunum. Verði rannsóknin út af morði Alexanders til þess að kasta ljósi á það mál, verður ekki um hana sagt ,að hún sé einskis verð. Þeir sem mál þessi hafa ítarlegast kynt sér, eru þeirrar skoðunar, að milli morð- ingja-hópanna og vopnaframleiðenda, muni vera eitthvert samband. Og hvort sem það verður nokkru sinni sannað eða ekki, eru líkurnar fyrir því eins Ijósar og hægt er að hugsa sér. Það er stundum spurt, hverjir hafi hagnað af stríði? Mönnum er ekki láandi, þó þeim vaxi í augum bölið sem af stríðinu leiðir og láti hagnaðinn af þeim í minni pokann. En það breytir ekki þeim sannleika samt, að það eru til menn, sem græða á þeim. Og það eru vopnasmiðirnir. Rannsóknin sem í Washington stendur nú yfir, hefir fyllilega leitt í ljós, að vopnasmiðirnir gera ekki einungis alt, sem í þeirra valdi stendur til þess að lengja stríð eða halda þeim við, eins og nefnd þjóðabandalagsins komst og að raun um fyrir einu eða tveim árum, held- ur grípa þau til miður sæmilegra meðala, til þess að koma ófriði af stað. Það er f sjálfu sér óaðskiljanlegt atvinnu þeirra þó viðurlita mikið kunni að virðast. Hver eru helztu vopnasmíðafélög í Ev- rópu? Þrjú skal nefna, er kveður mest að. Það er Schneider Creusot firma í Frakkland, með útibúum svo sem Skodaverksmiðjunni í Pilsen í Tjekko- Slóvakíu og víðar; þá eru Krupps í Þýzkalandi og Vicker-Armstrong félagið í Englandi. En hversvegna ganga nú stjórnir eða þjóðabandalagið ekki að þessum félög- um og afmá þau af jörðunni? Ja — þar ruglast ögn sagan. Þjóðstjórar margir eru meðeigendur í vopnabúrunum. Alex- ander konungur átti mikið í vopnaverk- smiðjum. Og svo mun um fleiri þjóð- stjóra. Dr. Benes, utanríkisráðherra Tjekko-Slóvakíu og formaður þjóða- bandalags-ráðsins, á hluti í Skoda-verk- smiðjunum. Þannig mætti lengi telja, en þessi dæmi nægja til að sýna hvað sigur- verkinu snýr. VETUR Eftir íslenzku tímatali var vetrardagur- inn fyrsti 27. október. Vetur er því að byrja og ber raunar flest það með sér, hvað sem íslenzka tímatalinu líður. Lauf- laus tré, sölnað gras, dáin blóm, skjálf- andi kunningjar, minna á komu vetrarins. En forfeður vorir kunnu betur við áð* veturinn byrjaði einhvers staðar. Voru þeim í því sem mörgu öðru flestum ólíkir. Ef til vill hefir þó ekkert annað búið undir með að nefna fyrsta vetrardag en það, að þeim hefir ekki þótt neitt vit í löðru. Og þá er hitt eigi síður eftirtekta- vert, að þeir heilsuðu þessum vágesti alls lífs, vetrinum, með veizlu. Hafi nokkrar þjóðir af vetrarríki að segja, eru það Norðurlandabúar, íslendingar ekki sízt. Vetramæðingurinn má heita stallbóðir þeirra, eins og St. G. St. komst að orði. En samt tóku þeir honum sem aufúsu- gesti. Vetrarblótin sem haldin voru fyrsta vetrardag og Finnur prófessor Jónsson minnist á að tíð hafi verið hjá norrænum mönnum, eru að vísu lögð niður. En hjá skáldunum íslenzku hafa þau haldist við. Þau heilsa vetri í ljóðum sínum á forna vísu. “Frostið oss herði” segir Bjarni Thorarensen. “Að standa eins og foldgnátt fjall — í frerum alla stund — hve mörg sem á því skruggan skall, — svo skildi karlmanns lund”, segir Gísli Brynjólfsson. Þessu eru dæmin skáldanna lík. Veturinn á að víkja á bug kveifarskap og þjálfa menn í hugrekki og karlmensku. “Að vera í hættunni stór og horfa ei um öxl það er mátinn” — hjá þeim. Það getur nú verið, að sumir af þeim sem í kynni hafa komist við vetur í Can- ada, líti ekki á hann sömu augum og skáldin og fýsi ekkert í fangbrögð við hann. En tímans hjól fær enginn stöðv- að. Og að vera við því búinn, sem að höndum ber, er sigursaga mannkynsins í baráttunni við öfl náttúrunnar og allar andstæður, hverju nafni sem nefnast og af hvaða rótum sem runnar eru. Fyrsta sunnudag í vetri, er sagt, að vetrarkomunnar sé minst í kirkjum enn á íslandi. Gömul venja, ef til vill, en samt tilkynning til vetrar um, að hann komi ekki á óvænt og að íslendingar taki við komu hans undir með St. G. St.: Kaldi vetur, kveðið get eg við komu þína, og rímað kuldann á þér. — PÓLLAND FJARLÆGIST FRAKKLAND Á milli Frakklands og Póllands virðist hafa verið mikil vinátta undanfarin ár. Vann Louis Barthou, utanríkisráðherra Frakklands, sem myrtur var ásamt Yugo- slavíu-konunginum nýlega, mjög að því að tryggja vináttu þessara landa. En þrátt fyrir það virðist nú svo komið, að vinskapurinn sé að fara út um þúfur. í þá áttina þykir það að minsta kosti benda, að tveir frakkneskir iðjuhöldar í Póllandi voru nýlega hneptir í varðhald. Var þeim brugðið um skattsvik og ýmsa fjár-óreiðu, svo sem að svíkja fé með hluta sölu út úr almenningi. Hefir stjórn- in í Póllandi tekið ullarverksmiðjuna er þeir starfræktu í sínar hendur. Reyndi ræðismaður Frakka í Póllandi, að fá auð- mennina leysta úr fangelsi gegn ærnu veði, en það fékst ekki. Og við það sat ekki. Þegar Henry Fotocki, pólskur greifi, en vinur Frakkanna, fór fram á, að stjórnin héldi ekki verksmiðjunni, var greifinn einnig hneptur í fangelsi. Annað sem vott ber um, að vinátta landanna sé að kólna, er það, að stjóm Póllands gerir ráð fyrir, að taka í sínar hendur aðal raforkustofnunina í Varsjá, sem frakkneskir auðmenn eiga. Kvartar almenningur undan því, að ránverð sé á orku stofnunarinnar. En svo vel ber nú í veiði, að samningar raf-félagsins við borgina, eru að verða ógildir, og um endurnýjun þess samnings, er varla að ræða. En jafnframt því, sem Pólland er að fjarlægjast Frakkland, er það meir og meir að nálægjast Þýzkaland. Fyrir skömmu gerðu þessi lönd samning með sér um viðskifti er næmu tveim miljónum dollara á ári. Selur Pólland búnaðarvör- ur, en kaupir iðnaðarvörur í staðinn frá Þýzkalandi. Ennfremur hafa lönd þessi nýlega gert samninga um skólamál, er leyfa pólska skóla í Þýzkalandi og þýzka skóla í Póllandi. Þjóðverjar eru þarna auðsjáanlega að skáka Frökkum. SÁLMABÓKARVIÐBÆTIRINN (Eftirfylgjandi ritgerð er að stofninum til ræða, sem undirritaður flutti í Sambandskirkjunni í Win- nipeg og víðar.) \ Sá óvænti og áður óheyrði atburður hefir gerst á íslandi nýlega, að sálma- bók hefir verið gerð upptæk. Bækur hafa oft áður verið gerðar upp- tækar; þær hafa verið brendar af of- stopafullum valdhöfum; vandlætingasam- ir siðameistarar hafa krafist þess að mönnum væri bannað að lesa vissar bæk- ur; og eins og öllum er kunnugt, setur páfinn við og við bækur á index-inn, þ. e. skrána yfir bækur, sem kaþólsku fólki er bannað að lesa. Ástæðan sem gefin er fyrir bönnum á bókum og hindrunum á útbreiðslu þeirra, er alla jafna sú, að þær séu skaðlegar — flytji rangar skoð- anir eða séu siðspillandi. Það mun vera mjög sjaldgæft að nokkur bók sé bönn- uð, eða tilraun gerð til þess að hindra útbreiðslu hennar, af nokkrum öðrum á- stæðum. Þar sem sálmabækur geta eðli sínu samkvæmt ekki tilheyrt þeim flokki bóka, sem nokkrum manni gæti komið til hug- ar að banna, liggur í augum uppi að ein- hver alveg sérstök ástæða hlýtur að liggja til grundvallar fyrir því að þess hefir verið krafist að hin áminsta sálma- bók yrði gerð upptæk. Og ástæðan er í stuttu máli sú, að í bókina hafa verið teknir sálmar í óleyfi höfundanna, að sumum þeirra hefir verið breytt og úr sumum felt. Telja sumir höfundamir og aðrir, fyrir hönd höfunda, sem dánir em, að réttindum smurn hafi verið hallað, svo að þeir megi ekki við það una. Þessi ástæða er lagaleg og um hana er ekki þörf að fjölyrða frekar. En auk hennar er önnur ástæða til þess að bókin hefði að líkindum aldrei náð hylii, Iþó að engir hefðu krafist þess að hún yrði gerð upptæk, og hún er sú, að bókin hefir fengið mjög harða dóma. Vitanlega get- ur það verið álitamál, hvort dómamir séu allir sanngjarnir, en það er lítill vafi á því að þeir einir hefðu nægt til þess að kasta þeirri óvirðingu og rýrð á bókina að hún hefði þótt lítt hæf til þess a<5 not- ast við guðsþjónustur í íslenzkum kirkj- um. Eg ætla að lýsa efni bókarinnar Utils- háttar og skal eg um leið gefa nokkur sýnishom af skáldskapnum í henni — bæði því bezta og því lakasta af honum, eins og hann kemur mér fyrir sjónir. Bókin er kölluð viðbætir við eldri sálmabókina, þá, sem nú er notuð, og strax við fyrsta yfirlit er ljóst, að fyrir nefndinni, sem sá um útgáfu hennar, hefir ekki vakað neitt annað en að bæta við gömlu bókina; hún hefir ekki ætlað sér að gefa út nýja sálmabók. Efnis- niðurröðunin er sú sama og í gömlu bók- inni, og sálmarnir, sem valdir hafa verið, eru bæði gamlir og nýir. í viðbætinum eru 219 sálmar. Af þeim eru að minsta kosti 30 orktir fyrir meira en 100 árum, tveir eða þrír eru alla leið aftan af fjórðu öld. 75 sálmar eru þýddir úr útlendum málum, og af þeim eru 20 eftir óþekta höfunda. Meira en helming- ur þýddu sálmanna eru eftir skandinav- iska höfunda, hinir eftir enska og þýzka, og fáeinir eru upprunalega orktir á latínu. Þrír sálmar eru eftir vestur-ís- lenzka höfunda, tveir frumorktir og einn þýddur. 52 íslenzkir höfundar eru nafn- greindir, en fáeinir alíslenzkir sálmar eru þó eftir ónafngreinda höfunda. Af ís- lenzku höfundunum, sem nafngreindir eru, voru fjórir uppi á 17. öld, tveir mega kallast að heyri til 18. öldinni, hinir eru 19. og 20. aldar menn. 20 eru enn á lífi. Langflesta sálma í safninu eiga þessi þrjú höfuð-sálmaskáld íslendinga á síð- ari tímum: Matthías Jochumsson, Helgi Hálfdánarson og Valdimar Briem. Eftir hvern þeirra Matthías og Helga eru 30 sálmar og 17 eftir Valdimar; frá þriðjungi til helmings þessara sálma eru þýddir. Nokkrir sálmar og brot úr lengri Ijóðum eftir beztu núlifandi íslenzk skáld eru í safninu. Sumir sálmarnir hafa áður ver- ið pentaðir, t. d. í sálmasafninu “Þitt ríki komi,” sem Haraldur Níelsson gaf út fyrir 10 árum. Taki maður nú sálmasafn þetta sem heild og beri það saman við eldri bókina, þá er auðsætt að það stendur henni all- langt að baki. Hlutfallslega er færra af góðum sálmum í því heldur en í bókinni, en aftur á móti hlutfallslega fleiri er ekki aðalatriðið, heldur hitt ,að flestir af sálmunum, sem lélegir eru — og það er ó- efað meiri hlutinn — eru svo lélegir að þeir eru ósamboðnir andlegri menningu Islendinga nú á dögum, hvort sem þeir eru skoðaðir frá skáldskaparlegu eða trúarlegu sjónarmiði. Legg að höfði líknarhönd, Lát burt víkja syndagrönd. Öflugan settu englamúrinn Yfir mig, þá tek eg dúrinn. Láttu nú ljósið þitt Loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti Signaður Jesú ’mæti. Eg skal þá fyrst minnast á nokkra, sem eg held að tví- mælalaust megi kallast góðir. Vitanlega getur verið all-mikill skoðanamunur um það hvaða sálmar séu góðir og hverjir lé- legir. Sumir myndu ef til vill telja aðeins þá sálma góða, sem flytja skoðanir, sem eru í sam- ræmi við þeirra eigin skoðanir. En slíkt mat er algerlega rangt. Til þess að sálmur geti kallast góður, verður hann að vera vel orktur ,og auk þess verður að vera í honum, hvert svo sem efni hans er, eitthvert andríki, hann verður að hrífa lesandann. Þetta eru sömu kröfumar, sem gera verður til alls skáldskapar. Nokkrir beztu sálmamir í safninu em svo alkunnir að það þarf ekki annað en að nefna þá, svo er um lofsöngv- ana: Ó, Guð vors lands og Guð hæst í hæð. Algerður misskiln- ingur er það, að ekkert ljóð, sem ekki hejir upprunalega verið ort til þess að standa í sálmabók, geti kallast sálmur. Ó, Guð vors lands er fyrst af öllu sálmur, þó að það væri orkt við sérstakt tækifæri og sé fyrst nú á síðustu árum að komast inn í sálmasöfn. Þá má nefna sálma og Ijóð, sem ekki eru eins vel kunn. — Meðal þeirra eru: Drottinn vak- ir, eftir Sig. Kr. Pétursson; Skín guðdóms sól, eftir Ólínu Andrésdóttur, og Eg kveiki á kertum mínum, brot úr kvæði eftir Davíð Stefánsson. Eg tek eitt erindi úr hverjum: Drottinn vakir, drottinn vakir Daga’ og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og bezta móðir Ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, Aldrei hann á burtu fer. Drottinn vakir, drottinn vakir Daga’ og nætur yfir þér. Skín guðsdóms sól á hugar- himni mínum, Sem hjúpar alt í kærleiksgeisl- um þínum. Þú drottinn Jesús, lífs míns ljósið bjarta, Ó lýs nú mínu trúarveika hjarta. í gegnum móðu og mistur Eg mikil undur sé. Eg sé þig koma, Kristur Með krossins þunga tré. Af enni daggir drjúpa Og dýrð úr augum skín. Á klettinn vil eg krjúpa Og kyssa sporin þín. Nokkra fleiri sálma mætti minnast á, sem mega kallast á- gætir, þar á meðal fáeina af þýddu sálmunum, eins og Near- er My God to Thee og Lead Kindly Light. En um allan fjöldann af þeim sálmum í safni þessu, sem lýtalausir mega kall- ast, er það að segja, að þeir eru miðlungs skáldskapur og svo daufir og sviplausir að það kveður ekki neitt að þeim. Svo er um langflesta sálmana eftir eldri sálmaskáldin; þeir eru leif- ar, sem hafa verið hirtar vegna nafna höfundanna. Og þá kemur maður að því, sem safnið er reyndar ríkast af, en það er andlaust og illa orkt sálmagult, bæði gamalt og nýtt; og það nýja er sízt betra en það gamla. Sem sýnishorn hins eldra sálmakveðskapar í safninu má taka þessi erindi: Nótt er kominn, nú eg inni, Nærri vertu, Jesú, mér. Vernda bæði sál og sinni, Svæfðu mig á brjóstum þér. Sveit engla sinni Hann sjálfur gaf það boð, Að úti og inni Þín öflug skyldi hún stoð. Og bera á örmum hvar sem fer, Svo minsti’ ei megi Steinn meiða fót á þér. í minni skírn eg orðinn er Ástmögur guðs hins lifanda Himneskur arfur hefir mér Hlotnast, því gleðst eg í anda. Frið mér og unað færir sú Fagnaðarsælu, von og trú Skímamáð skærri í er á eg. Maður gæti búist við að finna þetta og annað eins í sögu sálmakveðskaparins á fyrri öld- um ,en ekki í sálmabók, sem sétlast er til að sé notuð nú á tímum. Hvað vakað hefir fyrir útgáfunefndinni, þegar hún valdi þetta, er með öllu óskilj- anlegt. Varla getur það hafa verið að vernda þessar perlur frá glötun; því það eru til hundruð af sálmum og versum lík þessum í hinum eldri sálma- bókum. Ólíklegt að hún hafi í raun og veru haldið, að fólk færi að syngja þetta sér til sálubótar nú á tímum. Annað- hvort er því um stakasta smekkleysi að ræða í valinu eða tilraun til að fylla ákveðinn blaðsíðu fjölda með einhverju. Eins og eg tók fram, eru sumir nýju sálmarnir ekki hóti betri en þetta. Hér eru nokkur sýnishorn af þeim — öll eftir núlifandi höfunda: Heilög gleðijól gef þú oss Guðs son af miskunn þinni, Dýrlegt svo fáum himinhnoss Höndlað með bama sinni. Guð faðir góði Gef þú eg fái Lifað sem barn þitt í láni og þraut, Inndæl þín orðin Ætíð mér veri Mín leiðarstjarna á Ijóssins braut. Við kross þinn, Jesús, jafnan Vil eg mér hæli fá. Þar hellubjargið bezt eg finn, Sem bygt eg traust get á. Það hæli er á eyðimörk Svo ágæt höfn og blíð, Þar sem reika eg einn um ó- kunn lönd Gegnum angist, neyð og stríð. Þeir krossi á hörðum hvflu Jesú gjörðu, Þótt heim að frelsa kominn væri á jörðu. Þeir hjartað syndlaust haturs- spjóti stungu Og háði með í dauðans blund hann sungu. Guðs góði son Mín gleði og von! Mig geym í öllum vanda. Eg trúi á þig! Tak að þér mig, Á tæþum stig. Fel mig þér milli handa. Drag Guð mig nær, ei huggun gefst í heim; í hjarta mér Eg blindast snemma lét af solli og seim En svikinn er; Ef eg þig á, má heimur hrynja í grunn. Og himinn með, Eg sit við nægtabrunn. Skaparans minstu, Sem skapað þig hefur Skuld þína að borga hann Jesúm þér gefur, Guðdómleg orð hans þér geyma í hjarta ber;

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.