Heimskringla


Heimskringla - 07.11.1934, Qupperneq 5

Heimskringla - 07.11.1934, Qupperneq 5
WINNIPEG, 7. NÓV. 1934 -iEIMSKR/NGLA 5. SHU SKÆR HVITUR Vel límborinn Beztur að eftisgæðum MJALL HVÍTUR VINDLINGA PAPPIR Flöt eða sjálfvirk bók aðeins Uuðs barn, mundu það. Guð, faðir, blessa fiskimið, Jafnt fjarri strönd sem nær. Og hafsins bömum legg þú lið, Svo ljái afla sær. í’eim englum bjóð að búa hjá í blíðu’ og stríðu’ á dröfn, Og slysum þeim að forða frá, Með föng þá leið í höfn. Svona mætti lengi halda á- íram, því að af nógu er að taka, en þetta nægir. Frá skáld- skaparlegu sjónarmiði skoðað er þetta undur fátæklegt; þar hjálpast alt að: smekkleysur í uiáli, klaufalegar líkingar, röng áherzluatkvæði og stirðleiki, sem ekki er að finna nema í lakasta skáldskap. Og um efnið og andann er það að segja, að hvorttveggja er jafn fátæk- legt. Það bregður hvergi fyrir SÍaetu af nýrri eða frumlegri hugsun. Synd og fyrirgefning eru höfundunum hugstæðust yrkisefni, að því er virðist. Lífið 'er eyðimörk, táradalur; syndin eins og haf. Það eina, sem hjargar, er að horfa á krossinn °g játa sig alls óverðugan. 1 þessu er engin fegurð, engin veruleg lotning og alis ekkert traust á neina möguleika til nokkurs góðs og nýtilegs í mönnunum sjálfum. Sú trú, Sem birtist í svona sálmakveð- skap er volæðiskend og þrótt- iaus; hún er eins og veikt berg- ^ál frá liðnum tímum og ó- skyld öllu því raunverulegasta í heimi nútímans. Öllum, sem Uokkuð hugsa um andlegan þroska íslenzku þjóðarinnar hlýtur að vera það áhyggjuefni að svona hugsanir skuli vera á- haerilegastar, þegar farið er að Velja í sálmabók, sem ætluð er ahri þjóðinni, eða að minsta hosti þeim hluta hennar, sem hirkjur sækir. Það hefði verið sök sór þó að einhverjir ofsa- trúar-fáráðlingar hefðu gefið Þetta út. En hér er það þjóð- hirkja Íslands, sem á hlut að máli — kirkja, sem maður hefir haldið að væri yfirleitt bæði uPPlýst og frjálslynd. Það hefir verið bent á af sumum, sem um sálmabókar- viðbæti þennan hafa ritað, að hann sé ávöxtur þeirrar þröngu afturhaldsstefnu í trúmálum, sem barst frá Danmörku til ís- iands um síðustu aldamót, og hefir ávalt síðan verið að reyna að þrengja sér inn í þjóðkirkj- una. 'Sú skoðun er eflaust rétt. Þrátt fyrir það, þótt frjálslyndi °g víðsýni í trúarefnum hafi farið vaxandi á íslandi á síð- ustu áratugum, hefir h'ka borið þar mikið á gangstæðri stefnu. Vér Vestur-íslendingar höfum orðið fyrir talsverðum áhrifum og þeim góðum frá frjálslyndu stefnunni, en hamingjan forði oss frá því að verða fyrir áhrif- um frá hinni. Á því er að vísu ekki mikil hætta, en samt er öll ástæða til þess fyrir þá af oss, sem viljum frjálslyndir vera, að standa á verði gegn því. Sem betur fer, verður þessi sálmabókarviðbætir ekki not- aður á íslandi. Svo rækilega hefir verið um hann ritað þar, að það eitt hefði verið nóg til þesg að sýna, hve óhæfur hann er í heild sinni, þótt engir hefðu krafist að hætt yrði við að nota hann. Þökk sé þeim mönnum, sem það hafa gert. Verði aftur af stað farið að safna í nýjan viðbæti er vonandi að valið takist betur. íslenzk kirkja þarf þess með nú, ekki síður en aðrar kirkjur, að virðing hennar fari vaxandi méðal víðsýnna og upplýstra manna. Slík sálmabók siem þessi eykur ekki virðinguna fyr- ir kirkjunni, heldur þvert á móti rýrir álit á henni og spillir því starfi, sem hún á að vinna. G. Árnason EG SÉ EFTIR AÐ HAFA VERIÐ GÓÐUR DRENGUR (Þýtt úr Reader’s Digest) Eg er fimtugur. Alla æfi þangað til rétt nýlega, hefi eg verið það, sem venjulega er kallað “góður drengur”. Og eg er ekki viss um að það hafi verið holt sjálfum mér eða nokkrum öðrum. Þegar eg horfi til baka er eg nokkurn veginn viss um að meðal þeirra pilta og stúlkna sem eg þekti áttu þau mestri ánægju að fagna í bráðina og mestri hamingju á seinni árum sem frjálsast voru og minstri hindrun mættu frá því að ham- ast og djöflast eins og það var kallað. Þau höfðu meiri lífs- þrótt, sannari lífsgleði, trúrri lífseld; og af mörgu leyti tókst þeim betur að samþýðast regl- um og kringumstæðum sem þau hreinskilnislega settu sig upp á móti heldur en mér, sem lét eins og mér þættu þessar reglur sjálfsagðar og eg varði þær stranglega. Eg verð að taka það fram að eg var hér hvorki beinlínis né óbeinlínis að taka málstað illr- ar breytni á nokkurn hátt. Það sem eg á við eru tiltölulega sak- laus brot á félagslegum eða trúarlegum reglum og mæli- snúrum sem fjörugir, heilbrigðir unglingar æfinlega hafa verið og altaf verða “sekir um”. Eg var kornungur þegar eg byrjaði að vera “góður dreng- ur”. Til ,þess voru tvær á- stæður; önnur var sú að faðir minn var prestur í litlu þorpi í miðju vesturlandinu — þar vissu allir alt um alla, og þar var það talið sjálfsagt að son-, ur prestsins væri fyrirmyn|d i annara drengja — og umfram i alt að hann gerði föður sínum enga smán. Hin ástæðan var blátt áfram sú, að guð sá alt sem maður að- hafðist; hans alskygna auga sá allar leyndar syndir — og hann gleymdi þeim aldrei. Knattleikavöllur var í út- jarðir þorpsins og þar léku hinir vanhelgu á sunnudögum; eg gat heyrt hávaðann og köliin í þessum syndurum, þar sem þeir skemtu sér og glötuðu þannig sálum sínum um tíma og eilífð. Mér datt aldrei í hug að læð- ast þangað út og horfa á þessa leika. Eg meðgekk það hvorki með sjálfum mér né við nokk- urn annan að eg hefði hina minstu löngun til þess. Eg var eindreginn á móti þesskonar at- hæfi á sunnudögum — eða eg hélt að eg væri ];að. tíömuleiðis var það synd að fiska á sunnudögum ef einhver gerði pað þá var sál hans í Vtðl. Lofgerð til dollarsins Lof sé þér um aldir alda allra guða mestum almáttugum, allíknandi, óþreytandi, bestum! Mannkyn flatt að fótum þínum fellur drottinn jarðar, —þeim eina guði er^uppfylt hefir óskir sinnar hjarðarT Þú ert búinn þúsund sinnum þessa jörð að virkja. Þínu boði og banni hlýða bæði lög og kirkja. Vei sé þeim, sem valdi þínu vill ei lúta glaður, hann er afhrak — einkis virði —eyðilagður maður. Á Gleðistöðum Glæsisvalla guðsríki þitt stendur. Tumar hverfa í háan himin —Hlaupa á þínar strendur þungar öldur gulls og gróða— gott er þar að vera þeim, sem sál og sannfæringu á sölutorgin bera. Vitur ertu. Vandamálin vilt og djúpt þú kafar. Himnaríki heldurðu uppi hinumegin grafar. Lærða klerka læturðu um lífsins framhald masa og fyrir “brúsann” borgar síðan beint úr eigin vasa. Þetta máske mest af öllu magnar þína snilli. Til heiðingjanna hart þú flýgur heimskautanna milli. Hagur er til himnaríkis hugum þeirra að snúa í æðri þekking æfast þeir og á þig sjálfan trúa. Þú ert mestur sigursegull sannra mannvits drauma. Aleinn þú að ósi stemmir aldarfarsins strauma. Æðsta hugsjón — eftir flugið — athvarf hjá þér velur. Vatn og loft — sem vísdóms gáfur virðir úafnt — og selur. J. S. frá Kaldbak FREGNIR AF BÆJARKOSNINGUNUM Bæjarkosningin í Winnipeg fer fram 23. nóv. Útnefningu lýkur næstkom- andi föstudag (9. nóv.). Um borgarstjóra stöðuna sækja aðeins tveir. Eru það bæjarráðsmaður J. A. McKer- char og John Queen fylkis- þingm. og leiðtogi verkamanna- flokksins í Manitoba. Um bæjarráðsstöður sækja þessir, svo kunnugt sé um: Deild I. Reg. J. Hughes, Ald. W. B. Lowe, W. Þ. Rodgers, F. G. Thompson, Frank Nesti og Ald. Cecil Rice-Jones. Deild II. J. C. Walmsley, T. R. Hardem, George R. Belton, Fred Davidson, Mrs. Jessie Kirk, J. Clancy, Mrs. Jessie MacLenn- an, James Simpkin, Ald. Victor B. Anöerson, S. A. Magnacca og Saul Simkin. Deild III. J. Kensington Downes, A. Skaletar, J. Fred Palmer, Ald. W. B. Simpson, Ald. M. A. Gray, Dan McLean, M. J. Forkin, D. M. Elchesen, John Fiddes, J. J. Jestadt. Um skóiaáðsstöður: Deild I. E. W. J. Hague, Sam Brown og George Miles. Deild II. H. B. Smith og Aubey Brock. Deild III. Meyer Averbach, Leslie Paulley, Mchiael Sawiak og William Scraba. Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BlrgSlr; Henry Ave. Eaat Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA iiiiiiimiiiiniiiimiiiiiimiiiiiiniiiiiiiinii Lesið Heimskringlu Kaupið Heimskringlu Borgið Heimskringlu iiiiiiiiiiiiiiiimmmmmimmimmmiiiii A íá. FRÁ ISLANDI Eg fór aldrei á knattleika á sunnudögum en einstöku sinn- um vildi það til að eg gerði eitt- hvað annað, sem enginn “góður drengur” mátti gera — afleið- ingin var sú að eg var mér þess meðvitandi að hafa drýgt synd; er þess konar tilfinning alls ekki þægileg, og sízt fyrir geð- ríkan ungling eins og eg var. Eg held að mótstaða mín gegn öllu sem því tilheyrir að vera “góður drengur” stafi frá þeirri kvöl, sem eg leið í sam- bandi við það. Eg er sannfærð- ur um að fólk sem forðast að gera það sem það þráir, eins og eg gerði, vegna þess að það trúir því að vissar athafnir séu synd í þeirri leyndardómsfullu merkingu sem mér var kend um syndina — já, eg er viss um að það fólk veldur sjálfu sér stór- tjóni. Eg >er jafn sannfærður um að þeir, sem ákveðnir treysta eigin dómgreind á því hvaö sé rétt og hvað rangt og velja og hafna eftir þeim mælt- kvarða, stórgræða siðferðislega og eru miklu líklegri til þess að breyta rétt en hinir sem alt mæla á vogum syndar og glöt- unar. Meðvitundin um syndsamlegt athæfi varð eftir því margbrotn- ari sem árin fjölguðu — þegar tóbaksnautn, áfengi og aðrar freistingar urðu á vegi manns. Alt þetta varð að skoðast og dæmast frá sjónarmiði syndar- innar. Blótsyrði átti t. d. ekki að forðast vegna þess að þau væru heimskuleg og ljót held- ur sökum þess að þau væru móðgun gagnvart guðdóminum, sem var svc illa lyntur og við- kvæmur að maður varð að gæía nákvæmlega að hverju spori íii þess að stíga ekki á tærnar á honum og gæta hvers orðs, sem talaö var til þess að móðga hann ekki. Óttinn við hegningu fyrir þá synd að “bölva og ragna” var aðalmáttarstoðin í þeim sið- fræðisskóla sem eg var alinn upp í. Eg man eftir því að einn siðferðispostuiinn í þorpinu heyrði mig segja einhverja vit- leysu sem hann áleit að eg hefði notað í staðinn fyrir blótsyrði; þessi heimskulegu orð ' sem hann heyrði mig segja voru yfir höfuð ekki álitin nógu Ijót til þess að glata sálu manns; en siöferðispostulinn skýrði 'móður minni tafarlaust frá þessu og lesturinn sem hún þuldi yfir mér var svo ægilegur að mér fanst cg engjast sundur og saman af kvölum á barmi eilífr- ar glötunar. Siðferðispostullinn hafði bætt því við þegar hann flutti móður minni fréttimar, að hann hefði beinh'nis heyrt mig bölva. Eg játaði sann- le;kann en neitaði því að eg hefði blótað; en með þeirrí neiaiu vissi eg að í augum móður minnar væri eg að bæta gráu ofan á svart, því hún hélt auðvitað að eg væri að drýgja aðra synd með því að ljúga. Aldrei meðan eg lifi gleymi eg þeirri hugarkvöl og þeirri smán, sem eg varð þá að þola. Nokkrum árum síðar komst eg að því að orð, sem þetta heil- aga eða siðavanda fólk notaði þegar syndaramir blótuðu voru aðeins hræsinsorð, en þýddu í raun réttri alveg sama sem blótsyrðin hjá hinum. “Norður og niður” þýddi t. d. ekkert annað en , “helvíti”; “ansi” þýddi blátt áfram “andskoti” og “ansvíti” þýddi sameinað eða samtvinnað “andskoti” og “hel- víti”, o. s. frv. Og eg komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að blekkja drottinn sjájfan með þesskonar yftr- skyni, hann hlyti þó að vita að þessi tæpitungu orð væru ekkert annað en blótsyrði ______ væru í raun réttri ekkert betri en orðin sem þeir viðhefðu sem hreinskilnislega blótuðu fullum hálsi. En sem betur fór var eg þá svo langt sokkinn niður í synda- djúpið að eg hélt áfram án nokkurs samvizkubits, að segja “ansinn”, “ansvíti”, o. s. frv- Framh. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi. Frá Hólmavík 17. okt. Snörp vindhviða kom á I Hólmavík um miðnætti í nótt, og sleit upp fimm smálesta bát, “Betu”, eign Gunnars Gunnars- sonar. —Bátinn rak á land og brotnaði hann mikið. Einnig fuk ris af húsi, sem Valdimar Guðmundsson trésmiður hafði í smíðum fyrir sjálfan sig. Tryggvi gamli og Hannes ráð- herra hafa tekið fisk á Hólma- vík undanfarna daga úr bátum. — Tryggvi gamli fór eftir fjóra daga, fullhlaðinn. Hannes ráð- herra fór í gær, og hafði verið fjóra daga að hlaða, en var ekki alveg fullhlaðinn. ; Kári er væntanlegur til Hólmavíkur innan skamms til að taka bátafisk. WRITE I 0 R COMPIETE PROSPECTUS BUSINESS EDUCATION aná econon'V couo5« '-BuS,ne:Síe too. WiiK to ,-cretanal i I necessarj |ot > ^ dear- trainrr'g. -«W'r'8' .ná text KooVi. vy for class« “re rer tuition tKoae ^Ko V ' b\e cW °uri-br^r tooms- students f°r OU';°Vr"cI. Don’t BtTangeJ '1 ðfortK«Dom- inionProspa^ ^ m.U- notKing.an yn a f “ríc-S’* a r-i MAIL THIS COUPON TO-DAY! To tKe Secretary : 'ðí Dominion Business ColUf Winnipeg, Marvitoba Without obligation, please send me full particulars of your courses on“Streamlin«’* business training. Addnn ...................................... 6’/>eDominion BUSINES# COLLEGE C’N IHE Mttl • WINHIPEG- Wieas ifelect Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringiu Borgið Heimskringlu CANADIAN PACIFIC Skjót, trygg og þægileg ferð með Canadian Pacific Steamships Þegar þér farið að huKsa um að helmsækja kunningja yðar & tslandl um jólin, ættuð þér að sjá oss og gera strax ráðstafanir um það. Siglingar eru á fárra daga fresti. I’riðja pláss farrými frá Montreal tU Reykjavík: Aðra leiðina .............$111.50 og yfir Fram og til baka .........$197.00 og yfir Frekari upplýsingar fást með því að finna agent vorrt í plássinu eða skrifa: R. W. Greene G. R. Swalwell 106 C.P.R. Bldg. C.P.R. Bldg. Edmonton, Alta. Saskatoon, Sask. W. C. CASEY, Steamship General Passenger Agent 322 Main St. — Winnipeg, Man J. B. McKay King and Yonge Sts. Toronto, Ont. CANADIAN PACIFIC STEAMSHIPS

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.